Lögberg - 06.01.1949, Side 1
Ó7o
rJ«
PHONE 21374
A Complete
Cleaning
Insiitution
PHONE 21 374
«•*£■**
YtdeTCTS c.'tO'O-^
LaU ■f\3^ A Complete
Cleaning
Institulion
62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 6. JANÚAR, 1949 NÚMER 1
Lögberg árnar íslenzka mam nfélaginu báðum megin hafs góðs og glec Jiiegs árs
FORSÆTISRÁÐHERRA
MYRTUR
# Þann 28. desember síðastlið-
inn, var forsætisráðherra Egyp-
talands, Fahrny Nokrashy Pasha
myrtur, er hann var á leið til
skriftstofu sinnar; ungur stúdent,
er taldist til hins svo nefnda
Moslem Brotherhood, var va'ldur
að morðinu og skaut hann sex
skotum á forsætisráðherrann,
reyndi síðan að skjóta sjálfan
sig, en sú tilraun mistókst; hinn
myrti forsætisráðherra þótti
mikilhæfur stjórnmálamaður og
hafði haft stjómarforustu á
hendi í landi sínu svo að segja
óslitið síðan seinni heimsstyrj-
öldinni lauk; hann átti tvisvar
sinnum sæti á þingi sameinuðu
þjóðarína.
Jafnskjótt og Mjóðbært varð
um morð forsætisráðherra, hélt
ráðuneytið fund og gaf út svo
felda yfirlýsingu:
“Ungur glæpamaður varð for-
sætisráðherra að bana, þeim
stjórnmálamanninum, er þjóðin
eins og nú hagar til, mátti sízt
án vera, vegna þjóðhollustu, ráð-
vendi hugrekkis og drengskap-
ar.”
NÝR VIÐSKIPTA-
SAMNINGUR
Frá London og Varsjá bárust
samtímis þær fregnir síðastlið-
inn þriðjudag, að Bretar og Pól-
verjar hefðu gert með sér samn-
ing um vöruskipti, er nemi $600,-
000,000 sem jafnist niður á næstu
fimm ár sýnt þykir, að þessi
nýi viskiptasmaningur hafi ó-
hagstæð áhrif á viðskipti Canada
við Bretland.
AUKIN LÖGREGLA
Þær fregniir hafa nýlega borist
frá Frankfort, sem nú er höfuð-
borg Vestur-Þýskalands, að her-
námsvöld Breta, Bandaríkjanna
og Frakklands, hafi bætt við sig
5 þúsund Þýzkum lögreglumönn-
um til þess að gæta landamær-
anna milli vesturMuta landsins
og hins hlutans, sem Rússar ráða
yfir; er þetta einkum gert með
það fyrir augum, að koma í veg
fyrir tollsvik og svarta markaði.
GULLFAXI FLÝGUR MEÐ
PENICILLIN TIL
GRÆNLANDS
Gullfaxi, skymasterflugvél
Flugfélags íslands flaug í fyrra
dag til byggðarinnar við Scores-
bysund á Grænlandi. Flutti hann
penicillin er nota átti til að reyna
að bjarga lífi dansks verkfræð-
ings er veikzt hafði af lungna-
bólgu.
Danska sendiráðið hér fékk
Gullfaxa til fararinnar og fór
hann kl. 11:16 f.h. af stað og kom
til Scoresbysund kl. 13,45. Var
veður þá bjart yfir GræMands-
strönd og vörpuðu flugmennimir
niður pökkum með lyfjum og
blöðum, úr 50—60 metra hæð en
flugu síðan hemileiðis aftur og
komu hingað aftur eftir 5 klst.
flug.
Þjóðviljinn, 7. des.
Or borg og bygð
Icelandic Canadian Club News
A general meeting og the Ice-
landic Canadian Club will be
held in the Coronation Bowling
Alley’s Club Rooms, Corner
Tache and Eugenie, Monday,
January lOth, 1949. Among oth-
er items of interest there wil'l be
a discussion re the Club’s par-
ticipation in the establishment
of the Chair in Icelandic at the
University of Manitoba. It is of
utmost importance that all mem-
bers attend this meeting. Take a
57 or 59 Car.
H. Halldorson, Secty.
♦
Þann 2. þ.m., lézt á Almenna
spítalanum hér í borginni frú
Margrét Katrín Krausher, kona
Edwards Krausher umboðssala;
hún var fríðleikskona, heilsteypt
í skapgerð og prúð í fasi; hún var
dóttir þeirra Mr. og Mrs. Ed.
Erlendsson, sem ættuð voru frá
Langruth, og aðeins 36 ára er
dauða hennar bar að. Útförin fór
fram frá Bardals síðastliðinn
miðvikudag.
♦
Séra Valdimar J. Eylands
flutti hátíðaguðsþjónustu á Betel
síðastliðinn fimtudag, þar sem
hann viðhaxCj. íálenzka messu-
formið eins og í Fyrstu lútersku
kirkju á Jóladagsmorguninn;
vakti Guðsþjónustan mikla
hrifningu meðal vistfólks og
gesta.
♦
Hið eldra kvenfélag Fyrsta
lúterska safnaðar, heldur fund í
samkomusal kirkjunnar á vana-
legum tíma þann 13. þ.m.
•f
Þann 24. desember síðastliðinn
lézt að heimili sínu 1414 Green-
leaf St., Evanston Illinois, Sig-
urður Árnason, ættaður úr Borg-
arfirði hinum eystra, 66 ára að
aldri; hann lætur eftir sig ekkju,
Mynd þessi er tekin í fundarsal allsherjarþings Sameinuðu Þjóðanna í París; frá vinstri
til hægri: LT. COLONEL W. R. HODGSON, O.B.E., Ambassador Ástralíu í París: THOR
THORS, sendiherra: L.B. PEARSON, utanríkisráðherra Canada: HECTOR McNEIL, Min-
i . ister of State, aðalfulltrúi Breta á Þinginu.
fjóra syni og eina dóttur; einnig kom hún 1892. Auk Ágústas, eig-
lifir hann ein svstir.
• *.
Sigtuður heitinn var mesti
skýrleiksmaður og skáldmæltur
vel.
-f
Hið yngra kvenfélag Fyrsta
lúterska safnaðar heldur fund í
samkomusal kirkjunnar á venju-
legum tíma þann 11 þ.m.
-f
DÁNARFREGN
Mrs. Ágúst Vopni andaðist að
Betel 2. janúar. Ambjörg heitin
var fædd að Hólmum í Vopna-
firði í Norðumúlasýslu, fyrir 83
árum síðan. Foreldrar hennar
voru þau Jón Jónsson og Aðal-
björg Friðfinnsdóttir; til Kanada
GUTTORMUR J. GUTTORMSSON, 70 ÁRA
Fór fyr á tíð
Um frónska Míð
Nýr norrænn andi
Frá Nýja Islandi.
Átti augu skygn,
Yfirbragðstign
Forfeðra vorra;
Frá Agli og Snorra.
Ungur þú varst
Er af öðrum barst
Vængjuð var og er
Þín vísa hver
Þrótt greindi þjóð
í þínum óð
Átti umtalsþing
Um Austfirðing.
Sterkt eins stál
Er þitt stuðlamál
Lim laufskrúð ber
Ljóð hending hver
Árstíðir yfir
Óðs snilli lifir;
Vísir veginn drótt
Sem viti um nótt.
Andans átök sterk
þín afreks verk
Eru aringlóð
Sem yljar þjóð
Vekur víkings hug
En vísair á bug
Aldar yfirlæti,
úr efsta sæti.
Heilhuga, þétt,
Skal hönd þér rétt
Eigi orð fá lýst;
Og allra sízt
Vinar verðmæti
Viti og innræti,
Þar andans ágæti
Er í hásæti.
Þökk þeim er gaf
Þjóð sinni af,
Aandans aringlóð,
Sín úrvals ljóð,
Þau er mat hún mest
á minnið fest
Sólargaldur var,
Og Sandy Bar.
Heill þuli hárum
Á hérvistarárum
Yfir aldahöf;
Ýfir dauða og gröf.
Lifi ljóðsvanur
hoftferðum vanur
Yfir æfitíð,
Fyrir utan stríð.
S.E.B.
landsrÓkaSafn
4 ! 7 7 8 8 U
ÍSLAKDS
inmanns hinnar framliðnu, lifa
móður sína átta börn. Við
kveðjuathöfnina, sem fram fór á
heimilinu 2. janúar, flutti séra
Skúli Sigurgeiirson kveðjumál.
Líkið var flutt til Kenville til
greftrunar.
♦
Síðastliðið nýáirsdagskvöld
voru gefin samaii í hjónabahd
(Candlelight Wedding) Mr. Elm-
er Valdimar Nordal og Margaret
Lorwain Staples. Rev. McDonald
framkvæmdi hjónavígsluna að
123 Luxton Avenue, hér í borg-
inni. Svarmenn voru Mrs. Guð-
rún Johnson systir brúðgumans
og John Staples bróðir brúður-
innar. —
Brúðguminn er sonur Jakob-
ínu og Magnúsair heitins Nordal
er lengi bjuggu við Cypress
River, hann gegnir lögreglu-
þjónsstöðu í St. Boniface, er
ágætur og kunnur söngmaður, er
tíðum hefir skemt á samkomum
meðal íslendinga og annara
þjóða fólks hér um slóðiir. Brúð-
urin er dóttir Mrs. og Mrs. L.
Staples í Treherne. Heimili ungu
hjónanna verður að 515 De la
Morenie, St. Boniface.
Lögberg flytur þessum ungu
og vinsælu hjónum innilegair
hamingjuóskir.
+
Þann 31 desember síðastliðinn
lézt á Almenna sjúkrahúsinn í
Selkrik, Paul Goodman 84 ára að
aldri; heimili hans var að 231 Mc
Lean Avenue í Selkirk. Útförin
fór fram frá íslenzku lútersku
kirkjunni í Selkirk á þriðjudag-
inn var; hans verður vafalaust
minst nánar á næstunni.
-f
Hinn 10. desember síðastliðinn
lézt að heimili dóttur sinnar og
tengdasonar, þeirra Mr. og Mrs.
Sigtr. Briem, í Riverton, Guð-
jón Ingimundsson trésmíðameist-
ari, 82 ára að aldri, valinkunnur
sæmdarmaður, sem ekki vildi
vamm sitt vita í neinu; hann var
ættaður úr Vestmannaeyjum. Út-
för hans fór fram frá kirkju
Bræðrasafnaðar í Riverton þann
13. desember. Séra Sigurður Ól-i
afsson jarðsöng.
-f
FaUegt sönglagasaín
Nú um hátíðaleytið kom út í
Toronto, einkar fallegt sönglaga-
safn, Songs of Iceland, eftir pró-
fessor S. K. Hall, sem nú er bú-
settur í Wynyard, Sask. í heftinu
eru átta einsöngslög með piano-
undirspili. Þessarar ágætur söng-
lagabókar verður frekar minst
við allar fyrstu hentugleika hér
í blaðinu.
Þetta sönglagahefti kostar
$1.50. Pantanir sendist höfundin-
um til Wynyard, Sask.
+
Síðastliðinn mánudag, barst
frú Helgu Árnason, 648 Victor
Stret hér í borg símskeyti frá
Reykjavík, þess efnis, að látist
hefði þar þann 31. desember
síðastliðinn, Kristján Muller,
málairameistari, 82 ára að aldri;
hann var hálfbróðir önnu heit-
innar Ólafsson móður frú Helgu
og þeirra systkina.
OPIÐ BRÉF
Winnipeg, 31. desember, 1948
Herra Ritstjóri:
Mér þætti vænt um ef þú vild-
ir gera svo vel að birta bréf er
ég fékk frá einum af þeim mörgu
vinum Betels, er sannað hafa
með gjöfum sínum og Mýhug, að
þeir skilji kringumstæðurnar og
sannfærist um, að ef áframhald-
andi tekjuhalli étur upp allan
varasjóð stofmmarinnar, þá er
ekki aðeins tapaður sá styrkur er
stofnunin nýtur af afurðum um
stjóðsins, heldur er stofmmin
sjálf og það líknarstarf, er hún
vinnuir í hættu. En bréfið er
þetta. J.J.S.
Box 297 Foam Lake, Sask.
Mr. J. J. Swanson, ,
Winnipeg, Man.
Kæri Herra,
Viltu gera svo vel að veita við-
töku $10.00 sem eiga að vera Bet-
el til Styrktar. Það er lítið, en
komið fyllir mælirinn, ef þátt-
takan gæti orðið almenn, og húp
gæti það, ef viljinn til þess góða
er nógu sterkur. En nú þegar
elliheimilin eru orðin svo mörg,
þá hljóta gjafirnar að dreifast
á milli þeirrar og verður þá
minna það sem Betel fær
en áður fyr, meðan það heimili
var eitt um gjafimar, en hér
eftir hlynnir hvert byrgðarlag að
að sínu hæli. Við hefðum fegin
viljað hafa verið svo efnalega
sterk að geta lagt lítinn hlut til
allra elliheimilanna, því öll
þarfnast þau styrktar við frá al-
menningi.
Með beztu jóla og heilla ósk-
um,
Mr. og Mrs. Sveinn Ólafsson
BRUNI Á BÚASTÖÐUM
f VOPNAFIRÐI
Stórbruni varð fyrir helgi á
Búastöðum í Vopnafirði. Kom
eldur þar upp um miðnætti í
geymsluskúr, sem stóð við hlið
íbúðarhússins. Brann skúrinn til
kaldra kola, en íbúðarhúsið
skemdist lítið. Aftur á móti urðu
skemmdir á fjósi, en öllum naut-
gripunum vair bjargað út. Skúr-
inn sem brann var notaður sem
geymsla undir margskonar kom-
mat og síldarmjöl. Var mestöll-
um vörunum bjargað út. Heðsl-
ustafla frá vindrafstöð bæjarins
var einnig í skúrnum og er talið,
að eldurinn hafi kviknað út frá
henni, þannig að rafmagn hafi
leitt út. Strax þegar eldsins varð
vart kom fólk af næstu bæjum
og hjálpaði til við að ráða niður-
lögum eldsins.
Bóndinn á Búastöðum, Þor-
grímur Einarsson, hefur orðið
fyrir talsverðu tjóni. íbúðarhús
ið var vátryggt, en skúrinn, sem
brann, óvátryggður.
Mbl. 7. des. ,
MJÖG MIKIL SÍLD í
HVALFIRÐI
Böðvar fékk 1500 mál í kasti en
náði ekki nema nokkrum hluta
þess—Marz fékk 1100—1200 mál.
I gær vair ágæt síldveiði í Hval-
firði og voru flestir Akranesbát-
amir famir af stað eða á förum
þangað í gærkvöld og all margir
bátar héðan.
Fimm bátar vom komnir til
Akranes í gærkvöld. Vom það
þessir: Sigurfari með 140 mál,
Ásmundur með 240, Aðalbjörn,
300, Farsæll 500 og Böðvar með
rúm 700 mál. Verksmiðjan á
Akranesi mun hefja bræðslu í
dag.
Skipverjar á BÖðvari töldu að
þeir hefðu fengið um 1500 mál í
nótina, en urðu að sleppa tveim
þriðju úr henni. Ásmundpr fékk
einnig miklu meira en hann náði,
varð að sleppa vegna þess að
hann tók niðri.
Hingað til Reykajvíkuir kom
Marz með 1100—1200 mál og
Helgi Helgason með 70 tunnur,
en hann sprengdi nótina.
Þjóðviljinn, 7. des.
Mr. og Mrs. Harold S. Sigurð-
son, lögðu af stað á mánudaginn
ásamt tveim börnum sínum til
heimilis síns í Fort William;
dvöldu þau hér um hátíðimar
hjá foreldrum og öðrum
vinum. Mrs. Sigurðson var fyrir
giftingu sína Norma Benson.
Mr. Sigurðson er skrifstofu-
stjóiri fyrir félag löggiltra endur-
skoðanda í Fort William.
+
Mr. og Mrs. Guðmundur
Grímsson frá Mozart, Sask.,
dvelja í borginni um þessar
mundir.