Lögberg - 06.01.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.01.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JANÚAR, 1949 5 x Án I I v**Ái I VI SSA Riistjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON MERKUR UPPELDISMÁLA FRÖMUÐUR NÝLEGA BÁRUST MÉR í hendur þrjár nýustu bækur Stein- gríms Arasonar; hann er einn merkasti kennari og uppeldisfræð- ingur Islands og mikilvirkur rithöfundur. Hann er ekki auglýsinga maður og er því ekki eins kunnur hér eins og ætla mætti; það er því ekki úr vegi að geta æviatriða hans og starfsferils að nokkru, áður en vikið verður að efni þessara nýju bóka hans. Steingrímur Arason er fæddur í Eyjafirði 26. ágúst 1879. Hann naut aldrei neinnar barnaskóla- kennslu, en góðrar heimafræðslu hjá foreldrum sínum Ara Jóns- syni leikritaskáldi og Rósu Bjarnadóttur, sem einnig var skáldmælt vel. Steingrímur hóf nám í Möðru- vallaskóla á seytjanda áiri og var þar tvo vetur, stundaði þar eftir heimakennslu. Úr kennaradeild Flensborgarskólans útskrifaðist hann árið 1908, og stofnaði síðan unglingaskóla í Eyjafirði. Við barnaskóla Reykjavíkur var hann kennari árin 1910—1915. Þá fór hann vestur um haf til fram- haldsnáms við Columbia kenn- araháskólann og mun vera fyrst- ur íslendinga til þess að útskrif- ast úr kennairaháskóla. Að löknu námi vorið 1920, ferðaðist hann ásamt konu sinni, Hansínu Pálsdóttur, víðsvegar um Bandaríkjinn og Canada og flutti fyrirlestra um ísland; heimsóttu þau þá Winnipeg og munu margir hér enn, er minn- ast með ánægju komu þeiirra hjóna. Um haustið hurfu þau til íslands og Steingrímur tók að sér stöðu við Kerfnaraskóla ís- lands, hann kendi þar frá 1920 til 1940, með eins vetrar fríi, sem hann notaði til náms við Cali- fornia Háskólann og tók þar Bachelor of Science degree. Heimili þeirra hjóna í Reykja- vík, var orðlagt fyrri gestrisni og létu þau sér sérstaklega ant um alla Vestur-Islendinga er bar að garði, og greiddu veg þeirra á margan hátt. Góðvild þeirra og hjartahlýja er öllum ógleyman- leg, sem hafa átt því láni að fagna að kynnast þeim. Árið 1940 fóru þau hjónin aft- ur til Vesturheims; fékst Stein grímur við nám og rannsóknir við Columbia Háskólann til þess að kynnast nýjungum í uppeldis- málum; hann vann og um skeið með Vilhjálmi Stefanssyni, land- könnunarmanni. 1946 fóru þau hjónin aftur til Islands. Eins og fyr er getið, er Stein- grímur merkur og mikilvirkur rithöfundur. Hann annaðist rit- stjóm Unga íslands um tuttugu ára tímabil og hann hefir gefið út fjölda námsbóka: landafræði, reikningsbækur, lestrar og skrift- ar kenslubækur og eru þær not- aðar í bama og unglinga skólum á íslandi. Auk þess hefir hann samið og þýtt margar sögu bæk- ur og leikja bækur fyrir böm, sem hafaa orðið frábærilega vin- sælar. Sumar lesbækur Stein- gríms hafa verið notaðar í Laug- ardagaskólunum hér og gefist vel og mörg smá leikrit hans hafa verið leikiu á laugardagsskóla samkomunum, bæði hinum ungu leikendum og áhorfendunum til mikillar skemtunar. Eftir að Steingrímur kom vest- ur 1940, samdi hann á ensku tvær bækur fyrir unglinga: Smoky Bay um dreng á íslandi, og Golden Hair, litla íslenzka stúlku; þessar bækur eru um ís- land í söguformi. Vestur-llenzkir foreldrar gætu ekki valið ákjós- anlegri bækur fyrir börn sín, ef þau vilja að börnin fræðist um Island og ættjörð sína. Útgáfu- fyrirtækið The MacMillan Com- pany, New York, gaf þessar bæk- ur út og þær hafa orðið mjög vinsælar. — Hinar þrjár nýjustu bækur Steingríms, sem gefnar voru út á Islandi eftir að hann kom heim 1946, eru þessar: Þýðing bókar- innar, Fósíurdóílir Úlfanna, sag- an af úlfafóstuirbarninu Kamelu ásamt sálfræðilegum skýringum, eftir Arnold Geáell M.D. — Það er sönn frásaga af stúlkubarni, sem var numið burt af úlfum og alið upp af þeim um nokkurra ára skeið. Þessi frásaga er átak- anleg sönnun þess, hve umhverf- ið og uppeldið hafa geysimikil andleg og líkamleg áhrif á mann- inn, hvað sem arfgenginu líður. 1 bók sinni Mannbætur, sem kom út 1948, segir höfundurinn: “Gildi uppeldisins skilst, er þess er gætt hvílíkur voða ár- angur varð að hinu neikvæða uppeldi (í Öxulríkjunum), þar sem skólinn ól á eigingirni grimd og hatri, — að sönnu nokkuð út- víkkaðri eigingirni, þar sem kennt var að elska föðurlandið á kostnað annara þjóða, — þar sem keppst var að aleflingu lík- ams — og sálarkrafta í illum til- gangi, svo nærri lá að helstefnan sigraði heiminn.” “Mönnum verður að skiljast, að slíkum stórvirkjum má og afkasta í gagnstæða átt, ef aiið er á smaúð frá upphafi, allt frá átthagaást og til þekkingar, skilnings og samúð- ar, er nái til allra manna, hvar á hnettinum sem eru. Athyglis- verð í þessu sambandi er sanna sagan af Kamellu, litlu stúlk- unni í Indlandi, sem óx upp með- ai úlfa fyrstu sjö ár ævinnar — eða hitt mikla mótunarskeið skapgerðarinnar. Hún varð eins og úlfur að allri háttsemi, hljóp á fjórum fótum, veiddi fugla og reif þá í sig hráa, urraði og spangólaði í stað þess að tala, breytti aldrei um svip, nema þeg- ar hún fitjaði upp á nefið og sýndi tennurnar. Þrátt fyrir af- burðafóstur tókst aldrei nema að mjög litlu leyti að manna hana. Vit hennar, þegar hún var 17 ára, var eins og vit 3% árs barns. Þó var hún fædd *með fullu viti, sem kallað er. Svo máttugt er umhverfið að móta skapgerðina, vitið og jafnvel lík- amlegt ástand, svo fljótlegt er það að falla undan" brekkunni niður í dýrseðlið aftur.” — Bókin Mannbælur er byggð á námi og ævilangrireynslu og athugunum höfundarins í upp- eldismálum. Uppalendum, for- eldrum og kennuirum er mikill fengur í þessari bók. Höfundur- inn skilur barnseðlið; leiðbeinmg ar hans eru spakar og hollar. — “Vegna þess að framfarirnar hafa allar verið á sviði efnisins en hið siðferðislega og menning- arlega hefir orðið á eftiir, hefir legið við hnattauðn. —• Til þess er ættlast, að þessi bók verði bending í þá átt, sem mestu máli skiptir: að næsta kynslóð verði föðurbetrungar.”— Steingrímur Arason trúir því fastlega, að aðal vegurinn til að bæta mannkynið og leiða það úr því öngþveiti, sem það nú er í til varanilegs friðar, séu víðtæk samtök og umbætur á sViði upp- eldismálanna. — Það er fagnað- arefni að einmitt þessi maður, þessi mikilhæfi uppeldismála- firömuður, var valinn til þess að sitja, fyrir hönd íslands, undir- Ivar Guðmundsson: Til útlanda, 5. desember, 1 945 petta fróðlega erindi var sent Lögbergi beina boðleið til birtingar — Ritstj. GÓÐIR ÍSLENDINGAR og aðrir hlustendur, nær og fjær: Þegar ég var á leiðinni heim í gærkveldi var ég að hugsa um hvað hægt væri að segja ykkur að heiman. Og mér datt í hug, að minsta kosti væri hægt að segja frá því, að nú væri veturinn loksins kom- inn til íslands. Jörð var alhvít og bömin léku sér í snjónum með sleða sína og skíði. En þegar við Reykvíkingar vöknuðum í morgun var komin hláka og snjórinn horfinn. Þannig hefir veðráttan verið hér sunnanlands það, sem af er vetri. Reykjavíkurtjörn hefir t.d. ekki verið ísi lögð nema fáeina <Taga, og dag eftir dag hefir mátt lesa í dagblöðunum, að það væri 10 stiga hiti í Reykjavík. I einu orði sagt, einmunatíð. En að sjálfsögðu á þessi lýsing á veðurfarinu aðeins við Reykjavík og nágrenni . Núna í vikunni gekk stórhríð á --------- -------------------------- Vestfjörðum og í því afta'ka veðri strönduðu tvö skip, einsog þið hafið heyrt í frétta þættinum, beltisloftslag á gamla Fróni: Þótt sem lesinn var áðan. Þið megið því ekki halda, að komið sé hita- ég hafi gert tilraun til að lýsa veðurlagsins blíðu hér við Faxa- flóann fagurlega. Undanfarna daga hefir algeng- asta spurningin manna í milli verið: “Hefir nokkuð fréttst af síld, en svarið hefir jafnan verið það sama, að ekkert sé að frétta af þeim kenjafiski. I fyrravetur kom síldarganga í Hvalfjörðinn og sundin við Reykjavík í byrjun nóvember. Gerðu menn sér von- ir um, að svo yrði aftur í ár og allmikill viðbúnaður hafður til að taka á móti síldinni. En það var ekki fyr en í gær, að síldin fór að veiðast og ekki í stórum stíl ennþá. Þeir bjart- sýnu eru hyrir á svipinn og full- yrða, að nú sé síldin komin. Þeir benda á, að í hitteðfyrra hafi hún ek-ki veiðst hér fyr en í byrjun desember. En hinir hrista höfuð- Tn mæðulega og segja ,að það sé aldrei hægt að reiða sig á þessa síld og það sé engin sönnun fyrir því, að hún komi aftur þótt hún hafi verið hér í fyrra og hitteð- fyrra. Úr þessu sker reynslan ein. En því er okkur tíðrætt um síldina, að á komu hennar veltur svo margt. Búið er að eyða miljón um króna í síldarverksmiðjur. I bæjarins. Hann nefnir fyrir lest- sinn “Varnarlaust land og búnings fimdinn og alþjóðakenn- araþingin, sem haldin voru í sambandi við stofnun UNESCO en það er: Uppeldis vísinda — og menningarstofnim Sameinuðu þjóðanna. Síðasta bók hans Land- nám í Nýjum heimi fjallar um tildrög og sögu þessarar hreyf- ingar; frásagnir um fundina og kennararþingin; greinargerð um UNESCO, stefnuskrá þess og starf; kjarnorku og landnám í kjarnorkuheimi, og söguna um það hvernig sundraðar þjóðir heims urðu að Sameinuðu þjóð- unum. Ritháttur höfundar er sVo lip- ur og iljós að jafnvel torskildustu málefni verða lesendanum auð- skilin. Frásagnir hans af fund- unum eru sérlega skemtilegar. Á nokkrum þessum alþjóða- þingum flutti Steingrímur erindi um ísland. Á fyrsta undirbún- ingsfundinum, sem haldinn var að Harpers Ferry, Washington, D.C. í september, 1943, fluttu hann erindi að loknum þingstörf- um og drap á allt hið merkasta í menningar og stjórnmálasögu ís- lands einkum undirbúning og aðdraganda að lýðveldisstofnun- inni. Var samþykt í einu hiljóði að senda heillaóskaskeyti til Is- lands hinn 17. júní 1944.— Á al- þj óðakennaraþinginu í Endicott,. N.Y. 1946 hafði hann á annan klukkutíma fyrsta kveldsins til umráða, og lét skiptast á frásögn og filmu %— þrjár talmyndir frá íslandi í fögrum litum. “Vöktu þær meiri athygli en ég átti von á. Þar vair enginn endir á athuga- semdum og spurningum.” Steingrímur Arason og frú Hansína dvelj-a um þessar mund- ir í New York. Margir hér myndu fagna því að hitta þau, hlusta á erindi Steingrjms og sjá mynd- iir frá íslandi, það myndi gefa þjóðræknisstarfsemi okkar byr undir vængi. Reykjavikurhöfn liggur hið nýa síldarverksmiðjuskip “Hæring- ur” og í Örfirisey er að rísa mikil verksmiðjubygging, en síldar- skipin bíða í höfn í verstöðunun albúin að far á veiðar undireins og fiskisagan bers, um að þessi kenjóti lítli sílfurlitaði fiskur sé kominn á miðin. En á meðan beðið er eftir síld- inni verður mönnum tíðrætt um skömtunina. Hingað til hafa menn lítið kvartað, þótt flestar nauðsynjar séu naumt skamtað- ar. Fólkið hefir gert sér ljóst, að ekki var hægt að komast hjá Skömtun og tekið því með þögn og þoilinmæði. Flestir áttu ein- hverjar birgðir frá góðu árunum og kom skömtunin því ekki hart við menn alment til að byrja með. Það er núna fyrst-, að farn- ar eru að heyrast óángæjuraddir um að naut sé skamtað. Bgnt er á, að er við flytjum út vörur fyrir um 400 miljónir á ári, ætt- um við að geta leyft okkur, að kaupa brýnustu nauðsynjar ekki síður, en t.d. á árunum fyrir stríðið er útflutningur okkar var oftlast talsvert innan við loo milj ónir árlega. En stjórnarvöldin hafa lagt aðaláhersluna á, að kaupa til landsins nýsköpunar- vörur, svo kallaðar ný framleið- slutæki, skip og vélar, sem í framtíðinni eiga að tryggja þjóð- inni gúða afkomu. Óánægjuraddirnar útaf skömt- uninni hafa orðið til þess, að skipuð hefir verið nefnd til að endurskoða skömtunar fyrir- komulag. I þeirri nefnd eiga meðal annars sæti fjórar konur, þótti það hyggileg ráðstöfun, því skömtun nauðsynjavöru kemur mest við heimilin og húsmæð- urnar. Þær vita best hvar skór- inn kreppir í þeim efnum. Fyrsti árangurinn sem sést af starfi þessarar nefndar er að kaffi og syrkurskantur Hbfir ver- ið aukinn lítillega. Hefir það strax bætt skapið og gefið vonir um, að fleira komi á eftir. Hér á íslandi er daglega lífið farið að fá svip af undir búningi undir jólin ens og vera mun í öðrum löndum. Kaupmenn tjalda því, sem þer eiga til, en það er sýnu minna, en verið hef- ir undanfarin ár. Nokkra hug- mynd um ástandið geta menn fengið af nafni á fyrirlestri, sem Jónas Jónsson frá Hriflu er að halda í dag í einu samkomuhúsi ur tómar búðir”. Og víst er það rétt, að búðirnar eru tómar, eða tóm- legar. Það ber lítið á þeim glys- varningi sem áður hefi sést og margir verða í vandræðum með hvað þeir eiga að gefa vinum og kunningjum í jólagjöf. Fyrir nokkrum dögum var haldið uppboð í Hafnarfirði á nylonkvensökkum, nælum og eyrnalokkum, sa*n tollyfirvöld- in höfðu gert upptækt. Húsið, sem uppboðið var haldið í fyltist á skammri stundu. Parið af ny- lonsokkunum var selt frá 60 uppi 80 krónur en nælur og eryna- lokkar, sem selt er fyrir nokkra shillinga, eða cent erlendis fór hátt á annað hundrað fcrónur, og fengu færri en vildu. Saga gengur nú um bæinn, sem lyft hefir brúninni á margri stúlkunni, en það er að komin sé nylonsokka sending til lands- ins og eigi parið að seljast fyrir 20 krónur. Þykja það að vonum reifarakaup, en þá kemur annað tli greina og það er hvort stúlk- urnar eiga nokkra skömtunar- miða fyrir sokkum. Flestir munu langt komnir með vefnaðarvru- skamtinn sinn og geta ekki keypt sér svo mikið, sem vasaklút af þeim ástæðum. Þessi barlómur er ekki hafinn hér til þess að vekja meðaumk- un, eða í þeim tilgangi, að þið ykkar, sem kunnið að hafa að- stöðu til farið að senda vinum ykkar hér nylon-sokka. Það gæti orðið bjarnargreiði, eins og dæm- inn sýna. Þeir, sem fá gjafa pakfca erlendis frá eiga í hinu mestu stapp imeð að fá þá. Það þarf að sækja um leyfti til in- lutningsyfirvaldanna fyrir hver- ju sem er og ef um vefnaðaröru er að ræða er krafist skömtunar- miða af viðtakanda og getur þá málið vandast. Og þótt tómlegt sé í verslunum um þessar mundir, þá er ýmis- legt að fá. Það eru t.d. bækurn- ar Bókaútgáfan er sífelt að auk- ast hér á landi. Það mun láta nærri, að það komi að jafnaði út ein ný bók á hverjum einasta degi ársins. Að vísu er útgáfunni ekki skift svo jafnt niður á dag- ana, því langmest kemur út af bókunum fyrir jólin. Algengasta , jólagjöfin í ár hér á íslandi verð- ur vaflaust bók. Og það er úr miklu að velja. Það eru prentað- -ar bækur, sem sérstaklega eru ætlaðar sjómönnum, eða bænd- um, aðrar fyrir ungt fólk og gam alt, konur og karla og börn af öllum stéttum. Eitthvað við allra hæfi, eins og þar stendur. Bókaútgefendurnir keppast um að auglýsa bækur sínar og bera dagblöðin þess ljósan vott- inn þessa dagana. Því þau eru full af bókaauglýsingum. Þykir hverjum sinn fugl fagur eða reynir að mista kosti af fegra hann. Eru bókaauglýsingar í sam ræmi við það. Hér verður ekki gerð tilraun til að lýsa einstökum bókum í þessu mikla bókaflóði. Hætta á, að það yrði talið hlutkeysisbrot í Ríksútvarpinu okkar. En hitt ætti engan að styggja, þótt sagt sé, að bókaiðju hefir fleygt mjög fram hin síðari árin hér á landi. Prentun og band íslenskra bóka er snotrara, en það var áður og margar íslenzkar bækur eru að útliti hreinasta skraut. Hún þarf því ekki að vera eins kjánaleg, eins og hún virðist í fyrstu, sag- an uim nýríka manninn, sem var nýbúinn að kaupa sér hús og bað hann að senda sér heim hálf- an annan meter af bókum í skrat- bandi. íslenskar bækur eru orðnar stofuskraut margar hverjar og sumar jafnvel meira fyrir augað en andann. Ekki þurfa íslenskir bókaút- gefndur að óttast samkepni er- lendra manna, því erlendar bæk- ur sjást nú ekki að heita geti í bókabúðum og ekki g’lepja er- lendu tímaritin fyrir mönnum, því þau sjást ebki, nema hjá ein- staklingum, sem eru svo hepnir, að hafa fengið leyfi til að kaupa áskrift að erlendum blöðum, eða tímaritum. Og þótt að svo fari, að einhver okkar fari í jólaköttinn að þessu sinni sökum skorts á vefnaðar- vörumiðum, þá verður margt annað til að gleðja sig við um jólin. Jólaskipin eru þegar kom- in og önnur eru áleiðinni með ýmsan varning, sem nauðsynleg- ur þykir um jólaleytið. Hér dögunum sá ég, að verið var að skipa upp jólatrjám úr skipi í Reykjavíkurhöfn. Nokkr- ir strákar höfðu náð sér í jóla- trésgreinar til, að skreyta hjól- hestana sína með; í fyrra var ekki leyfður innflutningur á jóla- trjám og var það í fyrsta sinni síðan jóla tré fóru að flyjast til landsin. Margir fengu þá send tré frá vinum og ættingjum er- Niðurlag í næsta blaðL NY SNEMMVAXIN HYBRID (STKUR PR1N8INN) SÆTUR MAIS ÓvitSjafnanlegt gildi á stuttti sumri próunarreynsla þaul- reynd í Manitoba og Saskat- thewan' og skara fram úr öðrum tegundum af sœtum mais; hefir einnig gildi á öðr- um stöðum vegna fljðts vaxt- ar, má sá fyr vegna þess hve harðger tegundin er og brynj- uð gegn kulda, ljúffengt til borðhalds og ágœtt til niðurs- uðu; safarfk, gul á litú 12 til 16 raðir um 8 þuml langar, Sjaldgjæfar sykureingingar 16 %% og stundum 22%, prffast snemma og vel Sýnishorn takmörkuð, Pantið eftir þessri auglýsingu pd, 30c,) (% Pd, 50c,) (1 pd, 85c,) (1 pd, 85c,) pðstfrftt (5 pd, eða meira 70c pd,( með hraðferð, ekki pðstfrftt, vor stðra 1949 fræ V ll o g ræktunarbðk, bernice lindsay cAnnounces a Clearance of Complete LADIES HATS Stock Vi PRICE bernice lindsay 489 Ellice Ave. (bet. Spence and Balmoral)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.