Lögberg - 06.01.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.01.1949, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JANÚAR, 1949 7 Lykill langlífisins Eftir dr. WILLIAM SEIFRIZ Klorofyll er ekki aðeins lykill langlífisins heldur lykill alls lífs yfirleitt. Blöðin á trjánum eru igræn af Morofyll, en -það gefur meira en lit. Það veldxn: því að jurtirnar geta látið kolsýru og vatn ganga í efnasamband. Á þann hátt geta þær framleitt sykur og sterkju. Þessi framleiðsla lífrænna efna úr ólífrænum er aðeins möguleg með klorofyll og sólar- ljósi. Sólarljósið er orka, kloro- fyllið er “katalysator” eða upp- leysandi, en kolsýran og vatnið eru hráefnin. Þetta eru máttar viðir þeirrar næringar, sem allt lifandi nýtur góðs af. Klorofyllið er “katalysator”, efni, sem flýtir fyrir kemiskum breytingum. Án þesss væru þess- ar efnabreytingar ekki hugsan- legar. “Katalysatorinn” samein- ast ekki efnunum en fær þau til að sameinast. Klorofyll kemur aðeins fyrir 1 lifandi frumum og því mætti spyrja hvort það sé líka lifandi. Það er hugsanlegt að svo sé. En kemiskur “katalysator” þarf ekki endilega að vera lifandi. Kloro- fyll er hluti í lífrænu kerfi, en jafnvel þó það sé ekki lifandi þá er það svo skylt lífinu sem nokk- urt dautt efni getur verið. Við vitum nokkuð um efna- samsetningu klorofylls. Fyrst og fremst vitum við að það inni— heldur venjuleg frumefni pro- teins (eggjahvítuefnis jurtanna), nfl. kolaefni, vatnsefni, súrefni, köfnimarefni og magnesíum, Við vitum líka, að í jurtum sem inni halda járn er ekkert proteín. En það er tvennt merkilegt, sem við vitum ekki um: í fyrsta lagi hvernig á að framieiða klor- ofyll og hvemig á að fara að því að framleiða sömu verkanir og Morofyllið hefir. En búist er við að merkilegar upp götvanir í þessu efni séu í uppsiglingu. Litarefnin eru yfirleitt meira en að sýnast. Það em ekki mörg ár síðan við vissum ekki annað um karótín en að það gefur gul- rótinni gula litinn. I dag vitum við að það er undirstöðuefni A- vítamínsins. Svo höfum við gula litarefnið cylokróm, sem er svo mikiilsvert fyrir andardráttinn. En Morofyll er efst á baugi allra litarefna. Það er uppruni allra lifandi litarefna. Mikilverðasta litarefnið í dýra- ríkinu er hemoglóbín, mikils- verðasti hluti blóðsins, og þar hittum við fyrir merkilega stað- reýnd. Klorofyll — litarefni jurtanna — er efnafræðilega ná- skylt hemoglóbíninu, þó að starfshættir þess séu allt aðrir. Hemog’lóbínið inniheldur tvö mikilsvérð efni — globín og hematín. Sameindirnar (molkyl- in) í hematíni og klorofyll eru í aðalatriðum eins, að öðru leyti en því, að í hematín er járn en magnesíum í klorofyllinu. Þessi munur veldur því að eig- inleikar þessara efna til örfunar á efnasambandi verða gagnstæð- ar. Klorofyll framleiðir sykur, hemeglobín inniheldur súrefni sem veldur því að sykur brenn- ur við andardráttinn. Þessi tvö mikilvægu litarefni eru þannig náskyld, en hafa gagnstætt hlut- verk. Það er ekki aðeins sem fyrir- greiðandi og frumkvöðull að myndun sykurs og sterkju, sem klorofyll á skilið að heita lykill lífsins. Klorofyll er líka fjor- efnislind og heilsubótarmeðal. “Borið nýtt grænmeti!” segja læknarnir, en við vissum lengi vel ekki hversvegna við áttum að gera það. En við vitum það núna. Klorofyll inniheldur karótín og karótín er, eins og áður seg- ir, upphaf A-fjörefnisins. Grænt salat er hollara en hvítt salat. Bleiking og suða matvælanna hefir verið bölvun siðmenningar- innar. Og — lengir svo klorofyll lífið? Fyrir nokkru uppgötvaðist að klorofyll vinnur bug á ýmsum sóttkveikjum. Það drepur þær ekki, en það gera hin frægu sul- falyf ekki heldur. En það gerir þær hættulausar, og svo sjá hvítu blóðkornin um það sem á vantar. Niðurstaðan verður því sú, að þó að nátúran hafi ekki gefið klorofyll alla þá kosti, sem nær- ingin og heilsan þarfnast, þá hef- ir hún þó gefið því það, sem mest er um vert. FÁLKINN Kjölur lagður að farþega- skipi E.í. eftir áramót. Dettifoss senn fullgerður Um miðjan janúar n.k. verður lagður kjölur að hinu nýja far- þegaskipi Eimskipafélags Is- lands. Er gert ráð fyrir, að smíði skipsins taki rúmlega eitt ár og að það komi hingað til lands með vorinu árið 1950. Nær allt efni til skipsins, þ.e.a.s. sá hluti þess, sem Eimskipafélagið leggur til, samkvæmt samningum við skipasmíðastöðina, er komið til Kaupmanahafnar. Um næstu áramót mun Detti- foss fara í reynsluferð, en unnið hefir verið að smíði skipsis að undanförnu og hefir henni mið- að vel áfram nú í seinni tíð. Þeg- ar Skipasmíðastöð Burmeister & Wains hafði lokið við smíði hval- veiðiskipsins Thorshövdi, losnaði talsvert af vinnuafli, en til þessa hefir aðall. staðið á því Detti- foss mun koma hingað til lands í janúar-mánuði ef engar ófyrir- sjáanlegar tafir verða á lúkningu skipsins. — Dettifoss er að öllu leyti nákvæmlega eins og Goða- foss. — Skipstjóri verður Jón Eiríksson. Um það leyti, sem Dettifoss fer í vreynsluferðina, verður þriðja vöruflutningaskipinu, sem Eim- skipafélagið á í smíðum í Kaup- mannahöfn hleypt af stokkunum. Við það tækifæri verður því gef- ið nafn, svo sem venja er. Vísir, 23. nóv. manninn, sem þá var uppi. — Mér virtist hánn fylgjast furðu vel með því sem þar var að ger- ast, ekki kvaðst hann þó vænta þar verulegra framfrara fyr en ísland væri laust úr öllum tengslum við Dani, virtist mér hugur hans heldur þungiu:, í þeirra garð. Hann var maður í hærra með- allagi, aS mig minnir grannvax- inn, lítið eitt lotinn í herðum, snar í hreyfingum, sýnilegur fjörmaður, og bar sig vel, þegar þess er gæt að hann var þá fullra 72 ára að aldri. — Svipurinn norrænn, ennið mikið og gáfu- legt, hnakkasvipur fallegur; aug- un leiftruðu undir hvössum brúnum, hendumar smáar og mjög fallegra. Við mæltum á enska tungu; hann talaði mjög fagurt mál, en að mig minnir með mjög dálitlum norrænum hreim í röddinni og framburður ensk- unnar í harðara lagi, miðað á Ameríkanskan mælikvarða. Eg lét í ljósi aðdáun mína á | f jölþættri tungumála þekkingu hans, en hann svaraði því til að það væri ekki eins örðugt eins örðugt eins og ætla mætti að læra tungumál. Tungumálin sagði hann, eru eins og frænd- fólk, þau greinast í flokka eins og ættir manna, en eru hvert öðru skyld og lítill vandi að kynnast þeim, ef athygli er á þeim höfð. Áður en ég fór kom það til tals að ég væri á presta- TÓK TÖNN 80 ÁRA Áttatíu og sex ára gömul kerl- ing í Munchen tók vísdómstönn- ina nýlega, en hún hafði verði 60 ár að reyna að komast gegqum tannholdið. Kerla er mjög hreyk- in af tönninni, því að það er sú eina sem hún hefir. skóla, og hefði um nokkur und- anfarin ár stnudað nám á kvöld- skóla Seattle. Eg fékk leyfi hans að mega skrifa honum við og við. Fara bréf okkar á milli af og til 2 ár. Einnig gaf hann mér myndir af sér. (Mörg af bréfunum ásamt myndunum af honum fól ég merkum Vestur-Islendingi, nú látnum, til að koma þeim á þjóð- skjalasafnið í Reykjavík árið 19- 20. Er ég þess fullviss að þau mimu vera þar, en þessvegna hefi ég hvorki bréfin né myndirnar með höndum). Bréf hans til mín voru ljúf og vinsamleg. Ýms hagkvæm ráð gaf hann mér, einkurn snert- andi grískuna. Ekki man ég til að hann viki neitt að trumálum. Rithönd hans var fögur og á- ferðarfalleg S.tafirnir nærri sjálfstæðir, líkt og prentað væri. Eðlilega var höndin ekki lengur eins styrk og áður hafði verið — og bar skrift hans þess nokkur merki. Heyrt hafði ég áður en ég heimsótti Bertel að hann væri talinn einrænn og ómannblend- inn. Hið gagnstæða var reynsla mín, af þeirri litlu kynningu er ég af honum hafði. Ljúfleiki hans og hipurslaust drenglyndi lifir mér í minni, er; hann mér ógleymanlegur og minning hans nú kær, þótt ekki gæti ég hon- um að neinu launað ljúfleik hans. Hann gekk með mér “úr garði” að íslenzkum sið, er éf fór og kvaddi mig með kærleika. — Oft hefi ég hugsað um þennan eina samfund er ég með honum átti,v er lifir mér í ljósu minni þó að nú séu hjáliðin meira en 37 ár. Annað sem ég fæ ekki gleymt er sú fegins gleði sem blossaði í augum hans og málróm þegar að samtal okkar leiddist að Is- landi og því sem íslenzkt var, snertandi hag og framtíð ætt- jarðarinnar. Leifturkend gleði fór um huga hans og gerði hann stæltann og ungan, þó voru þá 60 ár síðan hann hafði að heiman farið, 12 árar drengur, og aðeins einusinni síðan átt fárra mánaða dvöl þar — og var nú hálf öld hjáliðin, frá þeim tíma. En slík eru tökin sem að ætt- jörðin nær á hugum barna sinna. Um hann mátti heimfæra speM orð Einars Benediktssonar skálds: “Og dökni Væringi 1 suðrænni sól ber hann sinni, undir skinni sem norðrið ól, og minist að heima er lífstrúar- lindin.” Bertel Högni Gunnlögsson andaðist í Tacoma, Washington, 30. janúar 1918, 79 ára og rúm- lega 8 mánaða að aldri. — Á jólaföstu 1948. Sigurður Olafsson Bertel Högni Gunnlögsson (Frh. af bls. 3) verður stærri og stærri. Að hann hafi nóg að gera, má ráða af því að hann skrifar stöðugt í tíu til tuttugu tímarit og blöð víðsveg- ar í landinu og þýðir merkar bækur af ýmsum Norðurálfu tungum á ensku. Einusinni í hverri viku hefur hann fyrirlestur um einhverja fræðigrein, einhverjar bókmentir og fagrar listir, fyrir nemendum sínum, og stórmennum borgar- innar. I eitt skifti talar hann um Indland, þá Egyptaland, Grikki, Rómverja, o.s. frv. um sögu, bók- mentir, listaverk tungumál þessa lands og þjóðar. Á þennan hátt hafa Tacomabúar fengið að kynnast Íslandi og bókmentum þess.” Þannig er starfsháttum Gunn- lögssons lýst í fyr nefndri grein, I'1 ) GRlPIÐ TÆKIFÆRIÐ Eins og samkepni á sviði viðsjjiptalífsins nú er háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar mentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business College. Það verður nemendum til ómetanlegra hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög- bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið. Þau fást með aðgengilegum kjörum. GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ! THE COLUMBIA PRESS LTD. 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG. sem er skrifuð í desember mán- uði 1895. — Kenslu og ristörfum hélt hann áfram í Tacoma, árum saman; en ganga má út frá því sem gefnu að með fjölgandi árum hafi rit- störf hans — og einnig kensla farið minkandi, einkum vegna þess að hann var alls ekki heilsu- hraustur maður. Eftir því sem að aldur færðist yfir hann munu kjör hans hafa orðið þrengri. Kennslustörf stundaði hann þar árið 1911, þegar ég heimsótti hann í Tacoma. — Mig hafði íengi langað til að heimsækja Bertel Högna Gunn- lögsson, þótt ekki yrði það að framkvæmd fyr en áminst sum- ar, vann ég þá í Seattle í sumar- fríi frá námi á prestasicóla. Kunningi minn, Kristján Ólafs- son myndasmiður hafði kynst Bertel ,og fór með mig á fund hans einn fagran júlídag. Eftir að hafa nafnkynt mig fyrir hon- um fór vinur minn burtu, dvaldi ég hjá honum til kvölds. — Hann var fremur fálátur við fyrstu kynningu en varð brátt hlýr og skrafhreyfinn. Mjög var hann háttprúður í allri framkomu. Hann leigði tvær vistlegar stofur á fyrsta gólfi í allstóru húsi. Kennslustofu og svefnherbergi. Á allstóru borði í kenslustofunni sem einnig var skrifstofa hans taldi ég um 20 bækur, ég handlék sumar þeirra, m.a. voru þar kenslubækur í Sanskrít, Persnesku, Frönsku og ítölsku, einnig bækur á Grísku og Latínu, auk úrvalsrita ýmsra, á Ensku. Eftir nokkra stund var tilrætt um stofnun háskólans í Reykja- vík, sem var stofnsettur einmitt það ár. Talaði hann um stofnun háskólans með gleði og hrifningu er var mjög innileg. — Mjög dáði hann Dr. Björn M. Ólsen, er hann taldi merkasta íslenzka skóla- THE ROYAL BANK OF CANADA \ General Statement 30th November, 1948 ASSETS Notes of and deposits with Bank of Canada .... $ 177,157,400.06 Other cash and bank balances................ 158,536,879.14 Notes of and cheques on other banks................. 89,509,786.47 Government and other public securities, not exceeding market value............................. 918,420,522.36 Other bonds and stocks, not exceeding market value 136,626,725.57 Call and short loans, fully secured.......... 56,534,207.84 Total quick assets..........$1,536,785,521.44 Other loans and discounts,after full provision forbad and doubtful debts ...................... 600,923,527.65 Bank premises................................ 11,729,957.83 Liabilities of customers under acceptances and letters ofcredit.................................. 65,104,477.12 Other assets.................................. 7,944,302.47 $2,222,487,786.51 LIABILITIES Notes in circulation......................$ 4,320,934.27 Deposits.....................*............ 2,067,488,996.81 Acceptances and letters of credit outstanding. . . . 65,104,477.12 Other liabilities............................. 4,087,930.88 Total liabilities to the public . . . $2,141,002,339.08 Capital...................................... 35,000,000.00 Reserve Fund................................. 44,000,000.00 Dividends payable............................... 952,655.37 Balance of Profit and Loss Account............ 1,532,792.06 $2,222,487,786.51 PROFIT AND LOSS ACCOUNT Profits for the year ended 30th Noveraber, 1948, hefore Dominion nnd provincial government taxes, but after contribution to Staff Pension Fund, and after appropriations to Contingency Reserves, out of which Reserves provision for all bad and doubtful debts has been made..........................................$9,517,432.87 Less provision for Dominion and provincial govern- menttaxes.......................... $3,150,000.00 Less provision for depreciation of bank premises . 808,887.36 3,958,887.36 $5,558,545.51 Dividends at the rate of $1.00 per share 3,500,000.00 Amount carried forward.....................................$2,058,545.51 Balance of Profit and Loss Account, 29th November, 1947 ; . . . 3,474,246.55 $5,532,792.06 Transferred to Reserve Fund ...............................,4,000,000.00 Balance of Profit and Loss Account, 30th November, 1948 : : ; . $1,532.792.06 SYDNEY G. DOBSON, President JAMES MUIR, General Manager

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.