Lögberg - 06.01.1949, Side 2
1 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JANÚAR, 1949
Störí íslenzka sendiráðsins \ W ashington
Samtal við THOR THORS sendiherra
ÞAÐ ER ÖRÐUGT að hugsa sér, að íslenzkur embættismaður
fái notið öllu meiri virðingar og vinsaælda í 'umsvifamiklu og
vandasömu starfi en Thor Thors, sendiherra íslands í Bandaríkjun-
um, hefur öðlazt. Hann er einn þeirra yfirburða starsfmanna, sem
alltaf virðast hafa tíma til að sinna vandamálum þeÍTra, er til hans
leita, hversu margt og mikið, sem kallar að í senn. Og hann hefur
þráfaldlega sýnt, að hann kann að leysa örðug viðfangsefni far-
sællega. Þeir Bandaríkjamenn, sem ég hef hitt og kynnzt hafa
sendiherranum og vinnubrögðum hans, hafa borið á hann fádæma
lof, og svipuðu máli gegnir um fjölmarga Islendinga, er notið hafa
margháttaðrar fyrirgreiðslu hans og velvildar. Heimili sendherra-
hjónanna í Washngton er að maklegleikum mjög xómað fyrir aluð-
lega gestrisni. --------------------
Vegna annríkis vestan hafs s.l.
sumar varð ég að láta mér nægja
að hafa aðeins hálfs annars dags
viðdvöl í Washington. Við það
tækifæri bað óg Thor Thors að
segja lesendum Samtíðarinnar
frá starfsemi sendiráðsins og
lagði í því sambandi fyrir hann
nokkrar all yfirgripsmiklar
spurningar. Sendiherra varð fús-
lega við þessum tilmælum mín-
um. En þar sem ekki var unnt að
svara ýmsum þessara spuminga
í sikjótri svipa, töldum vi§ heppi-
legt, að hann sendi mér svörin
við fyrstu hentugleika. Nú eru
þau komin, sköruleg og ýtarleg,
eins og vænta mátti, og geta les-
endur Samtíðarinnar við lestur
eftirfarandi ritgerðar öðlazt
greinargott yfirlitt um .mjög
merkan þátt í sögu íslenzkrar
utanríkisþjónustu, er að veru-
legu leyti var af hendi leyst á
viðsjárverður styrjaldarárum.
Stofnun sendiráðsins.
“Hvenær gerðist þú sendiherra
í Washington, og hver voru til-
drög þess?”
“Eg var útnefndur sendiherra
íslands í Washington í október
1941 og fluttist búferlum frá New
York til Washington 11. október
það ár. í ágústmánuði 1940 hafði
ég verið skipaður aðalræðismað-
ur íslands í New York og tók
ég við því starfi 1. september
það ár. Fram til þess tíma er
sendiráðið var stofnað í Wash-
ington, var aðalræðisrhaðurinn í
New York einasti forsvarsmaður
íslenzku ríkisstjórnarinnar í
Bandaríkjunum. Meðan ég
gegndi aðalræðismannsstarfinu í
New York, hafði ég því auk
venjulegra aðalræðismannsstarfa
með höndum allan erindisrekstur
íslenzku ríkisstjómarinnar við
stjórn Bandaríkjanna og hafði
samkvæmt samkomulagi við ut-
anríkisráðuneytið í Washington
beint samband við það sem full-
trúi íslands. Sendiherrastarfið
varð því beint framhald af aðal-
ræðismannsstarfinu, og varð ég
fyrsti sendiherra íslands í Banda-
ríkjunum. En sendiherrastaðan í
Washington var fyrsta sendi-
herrastaðan, sem Island stofnaði
utan Danmerkur. Tildrögin að
stofnun hennar voru þau, að
Bandaríþin æsktu þess að senda
sérstakan sendiherra til Islands,
og var þá nauðsynlegt sam-
kvæmt alþjóðlegri diplomatiskri
venju, að Island hefði einnig
sérstakan sendiherra í Washing-
ton. Nauðsyn sendiráðsins byggð-
jst þó fyrst og fremst á hinum
vaxandi samskiptum ríkjanna,
eftir að Bandaríkin höfðu tekið
að sér hververnd íslands í júlí-
mánuði 1941 og eftir að það varð
einnig sýnt, að til Bandaríkjanna
urðum við að sækja lífsnauðsynj-
ar okkar, þar sem Evrópa lokað-
ist æ meir fyrir almennum við-
skiptum. Við stofnun sendiráð-
sins í Washington gjörbreyttist
starf aðalræðimannsskrifstof-
unnar í New York, þar sem öll
málefni íslenzku ríkisstjórnar-
innar og öll viðskiptamál, svo
sem fyrirgreiðsla við vöruútveg-
un, fóru nú fram fyrir milligöngu
sendiráðsins.
Á þessum árum sat að völd-
ujn samsteyuráðimeyti Her-
manns Jónassonar, og var Stefán
Jóhann Stefánsson utanríkisráð-
herra, þegar ég var útnefndur
aðalræðismaður og einnig sendi-
herra.
Ég hygg, að för mín til Banda-
ríkjanna hafi verið afleiðing af
formennsku minni í sýningar-
ráði Islands við heimssýninguna
1939 og heimsókn minni til
Bandaríkjanna og Kanada það
ár. Ég hafði áður átt þess kost
að fara í utanríkisþjónustuna, en
hafnaði því. Það var árið 1926, er
ég hafði lokið prófi í lögfræði við
Háskóla íslands, að þáverandi
forsætisráðherra, Jón heitinn
Magnússon, ásamt núverandi for-
seta íslands, herra Sveini Bjöms-
syni, sem þá var sendiherra ís-
lands í Kaupmannahöfn, lögðú
að mér að gjörast starfsmaður
í utanríkisþjónustunni. Þá fóru
Danir með utanríkismál Islands,
og gat ég ekki hugsað mér að
eyða mörgum árum sem undir-
maður í danskir utanríkisþjón-
ustu. Að loknu framhaldsnámi í
En-glandi og Frakklandi valdi ég
mér það hlutverk að starfa í ís-
lenzku atvinnulífi, aðallega við
útflutningsverzlun, og síðar að
taka nokkurn þátt í stjómmál-
um. Langdvalir erlendis í þágu
útflutningsverzlunarinnar færðu
mér heim sanninn um hina geysi-
legu þýðingu utanríkisverzlunar-
innar fyrir afkomu þjóðarinnar
og nauðsynina á öflugu íslenzku
fyrisvari erlendis. I stjórnmálun-
um heima fannst mér oft þröngt
fyrir dyrum. Svo virtist stund-
um, sem þar væru oft margir
mætir menn illilega ósammála
um að leysa sameiginleg augljós
vandamál. Þar sem mér var full-
Ijóst, þegar við upphaf síðustu
heimsstyrjaldar, að á styrjaldar-
árunum yrðum við að sækja til
Bandaríkjarma björg í bú og að
þar yrði brennipunktur hags-
muna okkar, tók ég með eftir-
væntingu við því starfi að verða
fulltrúi ísilands hjá þessari miklu
og voldugu þjóð.”
Slörf sendiherrans.
“I hverju hefur sendiherra-
starfið í aðalatriðum verið fólgið
á þessum árum?”
“Sendihenrastarfið á venjuleg-
um tímum er fyrst og fremst
fólgið í því að flytja erindi ís-
lenzku ríkisstjórnaminar við ut-
tanríkisstjórn þess lands, þar sem
sendiherrann er búsettur og
gæta hagsmuna þjóðar sinnar á
þeim vettvan-gi, en auk þess að
koma fram sem fulltrúi íslands
gaganvart sendiherrum allra
annarra þjóða. Skömmu eftir
komu mína til Washington gekk
ég á fund utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Mr. Cordell
Hull, sem tók mér mjög vin-
gjarnlega og alúðlega og reyndist
íslandi ætíð traustur vinur. Enn-
frem-ur verður sendiherrann að
ganga á fund þjóðhöfðingjans og
leggja fram embættisskjöl sín,
sem eru útgefin af forseta heima-
landsins. Roosevelt forseti tók
mér einnig mjög alúðlega, og
undraðist ég, hversu mikið hann
vissi um ísland og hversu nánar
fregnir hann hafði af framkomu
hermanna sinna á Islandi. For-
setinn sagði við mig, að það væri
ekki stjóm Bandaríkjanna að
kenna, þó að misjafn sauður
hefði slæðzt þar með, og það
væri heldur ekki stjórn Banda-
ríkjanna að kenna, að íslenzku
stúlkumar væm svona fallegar!
Þegar við fyrstu sýn dáðist ég
mjög að hinum mikla forseta, og
fannst mér augu hans leiftra af
gáf-um og krafti.
Það er ennfremur ætlazt til
þes-s, að sendih-errann gangi á
fund allra annarra sendiherra á
staðnum til að kynna sig, og að
þeir endurgjaldi síðan heimsókn-
ina. Þegar þess er gætt, að í
Washington eru 68 sendiráð, er
augljóst, að þetta tekur langan
tíma, og var þetta nokkuð erfið
skylda, þar sem ég var einn míns
liðs fyrstu mánuðina, sem sendi-
ráðíð starfaði, með aðeins eiha
stúlku mér til aðstoðar.
Eins og að líkum lætur, hefur
það fallið í hlut sendiráðsins að
hafa afskipti af ýmsum stórmál-
um stjórnmálalegs eðlis á þessu
tímabili. Þýðingarmest þessara
mála er án efa fullur skilnaður
íslands við Danmörku og stofn-
un lýðveldisins. Haustið 1942 fól
þáverandi forsætisráðherra,
Ólafip- Thors, mér að leita fullt-
ingis stjórnar Bandaríkjanna til
stofnunar íslenzka lýðveldisins.
Ég átti Ian-gar viðræður um það
mál við Cordell Hull, er hafði
gjörkynnt sér málið. Hann hét
algjörri viðurkenningu Banda-
ríkjastjórnar á lýveldi Islands,
eftir að sambandssáttmálinn við
Dani væri útrunninn. Með þessi
skilaboð flaug ég heim í október-
mánuði 1942. Eins og kunnugt
er, urðu Bandaríkin fyrst til að
viðurkenna íslenzka lýðveldið,
og útnefndi Roosevelt forseti sér-
stakan ambassador til að koma
fram fyrir sína hönd á Þin-gvöll-
um 17. júní 1944.
Fjölda mörg mál komu upp
varðandi framkomu og dvöl
bandaríska hersins á íslandi,
ekki sízt í sambandi við óskir ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar um, að
herinn hyrfi á brott að styrjöld-
inni lokinni.
En þrátt fyrir hið stjómmála-
lega fyrirsvar vora viðskiptamál-
in aðajstörf sendiráðsins á styrj-
aldaráranum, lang -umsvifamest
o-g tímafrekust. Ég á hér við út-
vegun á öllum vörum frá þeim
smæstu til þeirra stærstu, útveg-
un skipa-kosts til að fyltja vam-
inginn heim, því að íslenzki
skipastóllinn var allsendis ónóg-
ur. Ennfremur sölu á íslenzkum
afurðum. Það var svo á þessum
árum, að útflutningsleyfi þurfti
fyrir öllum vörum. Allar beiðnir
um útflutnin-gsleyfi voru sendar
til sendiráðsins, og komum við
þeim á framfæri við stjórnar-
skrifstofumar hér í Washington.
Ennfremur þurfti forgangsleyfi
til framleiðslu allra þeirra vöra-
tegunda og tækja, sem -erfiðast
var um útvegun á. Einnig þessar
umsóknir vora sendar sendiráð-
inu, og þurftum við svo að eiga í
stöðugum fundahöldum og eftir-
rekstri hjá hinum ýmsu stjóm-
arskrifstofum. Við nutum að vísu
góðrar aðstoðar sérstakrar skrif-
stofu, sem láns- og leigustofnun-
in hafði komið upp til að greiða
fyrir íslenzkum umsóknum. Ár-
ið 1944 fékk sendiráðið til fyrir-
greiðslu og afgreiðl^u samtals
12000 beiðnir -um útflutnings- og
forgan-gsleyfi. Alls urðu yfir 100
íslenzk verzlunarfyrirtæki fastir
viðskiptamenn sendiráðsins, ef
svo mætti að orði kveða. Málið
varð einnig talsv-ert vandasam-
ara, þegar sú regla var tekin upp
að úthluta íslandi vissu magni
af hverri tegund í ýmsum vöra-
flokkum. Um tíma var þetta til
dæmis svo varðandi skófatnað,
að við fengum ákveðinn fjölda af
karlmannaskóm, kvenskóm og
bamaskóm, og varð sendiráðið
þá að skipta þessu magrþ milli
allra skóverzlana á íslandi eftir
fyrirmælum Viðskiptairáðs. Þetta
var svo um fleiri vörutegundir,
og jók það mjög á skriffinnsk-
una.
Sum árin var það al-gild regla,
að við fengum ársfjórðungslegan
skammt af hverri vörategund.
Varð sendiráðið þá að halda ná-
kvæmt bókhald yfir hverja vöra-
tegund og -gæta hluta hvers inn-
flytjanda af heildarmagninu. Yf-
irleitt var erfitt með útvegun all-
flestra vörutegunda á styrjaldar-
árunum. Mestir erfiðleikar vór-u
á að fá járn- og stálvörar, tilbú-
inn áburð,.sykur, smjörlíkisolíur
og smjör.
Það gefur nokkra hugmynd
um störf sendiráðsins, að í árslok
1944, er það hafði starfað í rúm-
lega þrjú ár, námu innkomin og
útfarin skriftleg erindi þess alls
75000. En við síðustu áramót var
talan orðin rúmlega 111000. Flest
vora erindin árið 1944, eða sam-
TIL KAUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en
þetta'getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur.
Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn.
THE COLUMBIA PRESS LIMiTED
THE VIKING PRESS LIMITED
♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
THOR THORS sendiherra
tals 32333. Verður því ekki neit-
að, að þá vair oft mikið lagt á
starfsfólkið, og nægði vanalegur
skrifstofutími hvergi nærri til af-
greiðslu málanna, enda þótt hér
störfuðu þá fimm stúlkur og
tveir karlmenn, auk mín. Nú era
hér starfandi aðeins tvær stúlk-
ur og sendiráðsfulltrúi auk mín.
Eitt allra erfiða-sta viðfangs-
efni sendiráðsins öll stríðsárin
var útvegun skipakosts til að
flytja nauðsynjar okkar til lands-
ins frá Bandaríkjunum og Kana-
da. Árið 1943 fluttum við inn frá
þessum löndum um 90700 smá-
lestir, árið 1944 um 82000 mál.
og árið 1945 um 102500 smál. ís-
lenzki skipastóllinn gat hvergi
nærri annað þessum flutningum.
Við þurftum því stöðu-gt að eiga
það undir velvild og skilningi
stjórnarvalda Bandaríkjanna, að
við fengjum skip, svo að við
þyrftum hvorki að svelta né að
okkur skorti aðrar nauðsynjar en
matvörur. Hernaðarþarfinar og
nauðsynajr samherjanna, svo
sem Breta og Rússa, þurftu auð-
vitað að ganga fyrir. En þó að
oft væri erfitt um vik, tókst jafn-
an að fá skip til flutnin-ganna.
Þannig fluttu amerísk skip til
landsins áríð 1942 samtals 57400
smálestir. Allir samningar um
skipaleigur gengu um hendur
sendiráðsins. Árið 1945 leigðum
við, auk þriggja fastra skipa,
fimmtán aukaskip, sem fluttu
samtals 50000 smálestir. Umsam-
in skipaleiga fyrir þau skip nam
um $750.000. Það ár fluttu ís-
Jezku skipin aðeins um 11000
smál. af irúmlega 102000 smál.,
eða tæp 10%. Árið 1946 leigði
sendiráðið þrettán skip, og nam
leiga þeirra $900.000. Síðastliðið
ár var orðið auðvelt að útvega
skip, og þurfti þá ekki að koma
til aðgerða sendiráðsins. Nú í ár,
eftir að hinn nýi “Tröllafss” var
keyptur, en hann er stærsta skip
dandsins, er svo komið, að það
þarf ekki á leiguskipum að halda,
og sparar það vitanlega mikinn.
gjaldeyri. Sendiráðið hafði með
höndum samning um kaupin á
‘Tröllafossi”. Það var ekki auð-
sótt mál, þar sem aðeins fá skip
voru til sölu, en um 70 kaupbeiðn
ir lágu fyrir. Skip þetta hafði
verið mjög mikilvægur þáttur í
störfum sendiráðsins öll árin.
I maímánuði 1943 seldum við
eftirstöðvar af ullarframleiðslu
ársins 1940 og alla framleiðslu,
sem flytja þurfti út frá árunum
1941 og 1942. Bandaríkjastjórn
var kaupandinn, og var verðið
okkur ha-gstætt, enda varð stjórn
Bandaríkjanna síðar að ráðstafa
ullinni með um $450.000 tapi
Einnig var ársframleiðslan af
gærum frá árinu 1942 seld
Bandaríkjannna fyrir verð,
sem hvergi vair annars staðar
fáanlegt. Af ullarframleiðslu
ársins 1946 seldi sendiráðið
Hj álparstofnun hinn sam-
einuðu þjóða (UNRRA) 400
smál., andvirði $620.000; verðið
var það sama og ríkisstjórnin
hafði ábyrgzt bændum fyrir ull-
ina, og var það verð hvergi fá-
anlegt annars staðar.
UNRRA keypti af sendiráðinu
alla saltsíldarframleiðslu ársins
1944 samtals um 25400 tunnur, og
nam andvirði þess $663.000.
Sama stof-nun samdi um kaup á
40000 tunnum af saltsíldrafram-
leiðslu ársins 1945, og skyldi UN-
RRa leggja til tómu tunnurnar.
Þetta brást af þeirra hendi og
varð því ekki úr sölunni. Þorska
lýsi keypti UNRRA einnig af
sendiráðinu. Árið 1945 2450 smá-
lestir fyrir $1.500.000 og árið 1946
600 smál. fyrir $370.000. Verðið
var það hæsta, sem fáanlegt var
á frjálsum markaði. Ennfrem^r
seldi sendiráðið UNRRA 4000
hesta, sem skyldu sendir til Pól-
lands. Erfiðleikar urðu um út-
vegun hestanna og sendingu
þeirra, og varð raunin sú, að að-
eins 1150 hross voru send.
Sendiráðið hefur einnig haft
með höndum sölu á síldarmjöli.
Árið 1946 hafði verið samið um
sölu á 10000 smálestum, sem áttu
að sendast víðsvegar um Banda-
ríkin, en vegnk síldarleysis vora
aðeins seldar 4000 smál. að and-
virði um $500.000. Af framleiðsl-
unni 1947 seldi sendiráðið 7000
smálestir, og nam andvirðið
komið til New York um $1.200.-
000.
Árið 1945 keypti UNRRA salt-
fiskbirgðir fyrir um $57.000 fýrir
hagstætt verð. Fyrir tilstuðlan
sendiráðsins keypti stjóm Banda
ríkjanna á síðastliðnu ári 3400
smálestir af saltfiski, sem send-
ur var til Grikklands. Nam and-
virðið um $1.000.000.
Fyrir nokkrum mánuðum
keypti hernámsstjóm Bandaríkj-
amna í Þýzkalandi af sendiráð-
inu 4000 smálestir af
síldarlýsi af síðustu vetrar-
framleiðslu. Lýsið var sent til
Þýzkalands í júlímánuði, og nam
andvirði þess um $1.700.000, eða*
um 11 milljónum íslenzkra
króna. Verði ðvar það hæsta,
sem enn hafði fengizt fyrir síld-
arlýsi til greiðslu á frjálsum
markaði, eða um 300 krónum
hærra á smálest en Bretar borg-
uðu samtímis.
Eins og kunnugt er hafa ís-
lenzku togaramir nú í sumar
si-glt með ísfisk til hemámssvæð-
is Breta og Bandaríkjanna í
Þýzkalandi. Enda þótt Bretar
séu kaupendur og fiskurinn sé
greiddur í sterlingspundum, var
það að veralegu leyti að þakka
velvild og áhu-ga Bandaríkja-
stjórnar, að samningar þessir
tókust, og höfðu samningsum-
leitanir um lagt skeið farið fram
milli sendiráðsins og utanríkiis-
ráðuneytisins hér í Washington.
Alls voru seldar 70000 smálestir
af fiski, og mun andvirðið nema
um 65 milljónum króna.
Varðandi innkaup til merki-
(Frh. á bls. 3)