Lögberg - 06.01.1949, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 6. JANÚAR, 1949
Hosjbcrg
GefiS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utandskrift ritstjórans:
|IDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
RÆÐA THOR THORS
á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna 10. desember 1948 um
I^LANNRÉTTINDI
íslenzka sendinefndin hefir, því miður, ekki átt
þess kost að taka þátt, svo rækilega og nákvæmlega,
sem við hefðum óskað, í hinu þýðingarmikla starfi
þriðju nefndarinnar, að ræða og gjöra Yfirlýsinguna
um Mannréttindin. Eg er kominn hingað uppí ræðustói
Allsherjarþingsins til þess að skýra frá því, að of lítil
þátttaka okkar stafar ekki af áhugaleysi okkar fyrir
þessu mikla máli. Slíkt fer fjarri. íslenzka sendinefndin,
Ríkisstjórnin og íslenzka þjóðin fagnar því innilega
að Yfirlýsingin um Mannréttindin skuli nú bráðum
verða til og vera leiðarljós öllum þjóðum heims. Formál-
inn að stjórnarskrá Mannkynsins er í sköpun.
íslenzka þjóðin tekur hjartanlega undir þá yfirlýs-
ingu Sameinuðu þjóðanna, að þær staðfesti trú sína
á grundvallarkenningum um mannréttindin, á virðu-
leika og verðlegleikum hinnar mannlegu veru og á jafn-
rétti manna og kvenna. Þessi grundvallaratriði eni
staðfest í stjórnarskrá okkar lýðveldis. Hún byggist
á játningu þess að allir menn eru fæddir frjálsir og jafnir
að veg og rétti.
Við njótum á íslandi fullkomins hugsanafrelsis,
skoðana og trúarfrelsis, einsog ráðgert er í 19. gr. Yfir-
lýsingarinnar um Mannréttindin. Sérhver maður ef
frjáls að skoðunum sínum og honum frjálst að láta þær
í ljós, einsog ráðgert er í 20. grein Yíirlýsingarinnar.
Menn hafa fullkomið samkomufrelsi, einsog ráðgert er
í 21. grein. Ríkisstjórn íslands er kosin í samræmi við
frjálsar almennar kosningar til þess aö þjóna og fram-
kvæma vilja þjóðarinnar, einsog ráðgert er í 22. grein.
Við höfum víðtækt kerfi almannatrygginga, eins og
ráðgert er í 23. grein. Menn eiga rétt á orlofi
með fullu kaupi, einsog ráðgert er í 25. grein.
Alhr njóta ókeypis kennslu, einsog ráðgert er í 27 grein,
og þessvegna er hver maður læs og skrifandi á íslandi.
Ókeypis menntun nær eigi aðeins til barnaskólanna,
heldur einnig til gagnfræðaskóla og Háskóla, og þar
eiga efnalitlir nemendur kost á styrkjum af almannafé.
Við erum hamingjusöm þjóð, íslendingar, að því
leyti að ofsóknir eru okkur ókunnar. Við njótum full-
komins trúarfrelsis og trúarbragðaofsóknir eru þess-
vegna óþekktar. Við þekkjum ekkert kynþáttastríð. ís-
lenzka þjóðin er öll af einni og sömu ættkvísl, og aðeins
ein stétt, sem býr við sæmileg lífskjör. Við þekkjum
engan stéttarmun í okkar litla þjóðfélagi. Menn og
konur hafa jafnan kosningarétt og jafnrétti til þátt-
töku í stjórn lands og héraða.
Vegna allra þessarra staðreynda hlýtur okkur að
vera ljúft að samþykkja Yfirlýsinguna um Mannréttind-
in. í sannleika sagt finnum við þar aðeins tjáningu
þeirra hugsjóna, sem við höfum verið að framkvæma,
í sumum atriðum jafnvel öldum samán, og sem eru sá
grundvöllur sem við byggjum okkar þjóðlíf og einkalíf á.
Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna hefir
verið að semja þessa Yfirlýsingu í meir en tvö ár. Þriðja
nefnd Allsherjarþingsins, hefir fjallað um hana á 85
fundum. Sannarlega má segja að ekki hafi verið hönd-
um til hennar kastað. Svo margir gáfaðir og menntaðir
menn og kopur hafa fórnað tíma þeirra og hugsun að
samningu hennar, að við getum í fyllsta trausti fallist
á niðurstöðu þeirra. Hinar göfugu hugsjónir Yfirlýs-
ingarinnar um mannréttindin munu nú varpa ljósi sínu
yfir gjörvallan heim og færa styrk og gleði, öllum þeim,
sem enn eiga ekki því láni að fagna að njóta þessara
réttinda. Þessi Yfirlýsing flytur öllum heit Samein-
uðu Þjóðanna að liðsinna þeim og skapa öllum þjóðum
heims að lokum, betri veröld og bætt lífskjör.
Þessi nýja stjórnarskrá mannkynsins getur haft
stórkostleg áhrif. En, góðir fulltrúar, það er ekki nóg
að setja fagrar hugsjónir, með glæsilegum orðum niður
á pappírinn. Allt veltur á þeim hug, sem hver og ein
sendinefnd, hefir lagt í þessa Yfirlýsingu og á vilja allra
og hverrar einstakrar þjóðar, til þess að gjöra þessar
hugsjónir að veruleika um víða veröld.
Við skulum vona að þær hugsjónir sem eru skráðar-
í þessari Yfirlýsingu um Mannréttindin, séu svo rót-
grónar í hugum stjómmálamanna heimsins og með
hverri þjóð, að þær verði brátt að veruleika og hlut-
skifti allra manna um allan heim.
4- .4- -f 4- 4 / 4
MÓT DEGI OG HÆKKANDI SÓL
Árinu 1948 hafa verið bundir helskór; það var háð
nákvæmlega sömu lögum og öll önnur liðin ár, það kem-
ur aldrei, nei aldrei til baka.
Viðburðaríkt ár, og fyrir magarhluta skakir sögu-
frægt, er liðið í aldanna skaut; það átti það sammerkt
við flest ef ekki öll önnur liðin ár, að vera döggvað blóði,
Kærkomin rödd að heiman
Við flesta hveri og laugar þessa
héraðs eru nú komin fleiri og
færri gróðurhús, þar sem rækt-
aðar eru ýsmar tegundir verð-
mætra jurta. Veit ég hér um
milli tíu og tuttugu hemilisfeð-
ur sem byggja alla sína afkomu
á slíkum húsum og virðist reiða
vel af. Sauðfjárræktin er nú á
vonarvöl sökum mæðisveikinn-
ar, sem orðin er að landplágu.
Önnur plágan eru villiminkar
sem fjölga ört og dreifast um
hraun og heiðar og myrða hvað
sem tönn á festir. Nú er lagt fé
til höfuðs slíkra vildýra þótt von-
laust sé um útrýming þeirra. Er
það í frásögur fært að bræður
tveir ný fenmdir synir Bjöms
Blöndals í Stangarholti, hafi á
þessu ári unnið fimtíu minka,
þar á næstu grösum. Sýnir það
best hvað ört þeim fjölgar.
Túnræktin og aukin mjólkur-
framleiðsla vegur best á móti
sköðum og útgjöldum, sem vaxa
ár frá ári, er þó sveitabúskapuf-
inn ekki á þeirri leið að ástæða
sé að hverfa frá honum þótt eitt
eða annað bjáti á í bili. Og nú
er það fólkseklan sem er að
þjaka sveitabúskapnum, vonandi
rétt um stundarsakir.
f Mýrarsýslu er nú aðeins þrír
prestar, en fjórir í Borgarfjarð-
arsýslu og einn af þeim er bróðir
séra Guðmundar Sveinsonar,
prests til Hestsþinga. Sigurjón
Guðjónsson prestur í Saurbæ á
Hvalfjarðraströnd er prófastur
sýslunnar, skáldmæltur vel og
lipumenni, ættaður úr Fljóts-
hlíð. Á Akranesi er sér Jón Guð-
jónsson, ættaður af Vatnsleysu-
strönd og í Reykholti sér Einar
Guðnason, ættaður úr Hrúta-
firði, kona hans er Anna dóttir
fiskifræðingsins þjóðkunna Bjar-
na Sæmundssqnar. Allir prestar
héraðsins eru vinsælir reglu-
menn, vel mentaðir og vel gefnir.
Má það nú heita viðtekinn vani
að allir menn, hér í Borgarfirði
þúist, jafnt æðri sem lægri, eru
prestar þá engin undantekning.
Fyrir nokkrum dögum hélt
prófastur Sigurjón í Saurbæ hér-
aðfund í Reykholti, þar sem auk
presta prófastsdæmisins voru
mættir safnaðarfulltrúar, tólf
kirkjur eru í prófastsdæminu,
Gilsbakka, Suðurmúla, Stórár,
reykholts, Bæjar, Hvammseyjar,
Lundar, Fitja, Leirár, Saurbæj-
ar, innra Hólhús og Akranes
kirkja. Eist þessara kirkna er
Reykholts kirkja byggð af séra
Guðm. Helgasyni, sem var próf-
astur í Reykholti frá 1885 til
1908. Á þessum héraðsfundi var
var meðal annars, flutt erindi;
eftir þann er þessar línur ritar,
um séra Guðmund Helgason, um
bústjórn hans, hji^ahald og rögg-
semi, bæði utan og innan kirkju,
ennfremur var þar lýst messu-
gjörðinni er hann vígði Reyk-
holtskirkju sumarið 1887. Stend-
ur kirkjan ennþá eins og frá
henni var gengið af fyrstu hendi,
byggð úr timbri sem enn mun lít
fúið. I þessari gömlu kirkju hófst
héraðsfundurinn með messu, var
prófastur fyrir altari en séra Jón
af Akranesi flutti stólræðu,
sómdu þeir sér báðir hið besta,
og söngur ágætur að sama skapi.
Eftir messu flutti prófastur
greinargerð fyrir eignum kirkna,
messum, messuföllum og tölu
sóknarbarana í öllum söfnuðum
prófastdæmisins. Kom þá í ljós
sú raunalega asfaðreynd að fólk-
inu fækkar stöðugt í sveitunum,
en fjölgar að samaskapi við sjáf-
arsíðuna. Meðal nýunga sem
gerðust á þessum fundi var það,
að Árni 'læknir Árnason af
Akranesi flutti kristilegt trú-
málaerindi. Er fátítt að 'læknar
leggi slíkt á sig auk þeirra anna
sem þeir standa í samkvæmt
embættisskyldu. Þess má geta
að frú Sigríður Sigurðardóttir
frá Melshúsum á Akranesi, söng
einsöng, við þetta tækifæri með
undirleik Björns Jakobssonar frá
Stórakroppi, kennara við hérað-
skólann í Reykholti. Frú Sigríð-
ur er viðurkend fyrir söng sinn
og syngur oft í Útvarp Reykja-
víkur. Var það eftir tilhutun
fundarins að séra Þorsteini
Briem fyrrum prófasti í
Akranesi, var sent símskeyti
með vinar kveðju fundar
manna, hann er nú lamaður á
heilsu og dvelur í Reykjavík.
Þess er vert að geta, að prests-
hjónin í Reykholti veittu öllum
gestum, í þetta sinn eins og endr-
anær, af mikilli rausn. Eg hefi
orðið fjölorður um þennan fund
til þess að sýna það, að prestar
héraðsins hafa góðan vilja á því
að halda kirkjumálunum lifandi.
Ekki efast ég um að nokkrir
Vestur íslendingar hafi verið svo
heppnir að ferðast hér um á
þessu sólríki sumri þó fáa þeirra
bæri hér að garði. Eg frétti að
skáldkonan Jakobína Johnson
hefði komið í Reykholt og í fylgd
með henni’ Bjarni Ásgeirsson
ráðherra. Þegar hin skæra júní-
sól brosti í heiði dag eftir dag
fór ég að halda spumum fyrir
því hvort hið aldna Borgfirðinga
skáld Dr. Sigurður Júl. Jóhann-
esson væri enn ekki stíginn hér
á land. En þeirri eftirspurn lauk
með því svari að hann kæmi
ekki. Urðu það vonbrygði, eink-
um fyrir þau Svarfhóls systkini
og fleiri aldna vini hans. Ljóð
hans í Lögbergi hafa verkað á þá
leið, að hann hefur ekki gleymst.
Og enn er sungið hér með hrif-
iningu þetta fagra erindi úr
minni Borgarfjarðar, sem hann
orti í æsku.
Á sælum sumarkvöldum,
er sveitin glóir öll
og leika ljós á öldum
og loga gyllir fjöll
en hljóður hvíslar blærinn
í helgri kyrð og ró,
þá er það bónda bærinn,
sem ber af öllu þó.
svita og tárum; slíkir eru þeir vextir, er mannkynnið
jafnan greiðir, sumpart vegna sjálfskaparvíta, en að
öðrum þræði vegna lífslögmáls, sem enginn mannlegur
máttur fær hróflað við. —
Við hver einustu og ein áramót á einhver um sárt
að binda vegna ástvinamissis; en þar, sem svo er ástatt,
er engill vonarinnar jafnan á næstu grösum við því
búinn, að bera smyrsl í sárin.
“Á sorgarhafsbotni sannleiksperlan skín,
þann sjóinn máttu kafa ef hún skal verða þín.”
Á þessum stöðvum hnattarins höfum vér lítið haft
af skammdegi að segja; hvít unaðsleg jól eru um garð
gengin, gamla árið kvaddi í hvítum skrúða, og í hvítum
kyrtli kom hið nýfædda ár fram á sjónarsviðið; alstaðar
er hvítt og bjart nema í sálum þeirra manna, sem glatað
hafa trúnni á virðuleik lífsins; þar verður skammdegið
ávalt efst á baugi.
í þessu fagra landi búum vér við friðað og gróandi
þjóðlíf og vaxandi menningu; vér finnum til þess, að
för vor stefnir mót degi og hækkandi sól; vér fögnum
einnig yfir þeim mörgu sigrum, sem hið unga, íslenzka
lýðríki hefir unnið á árinu, og árnum því, engu síður en
kjörlandi voru, blessunar guðs um ókomnar aldir.
Lögberg árnar íslenzka mannfélaginu gleðilegs árs,
og væntir þess að hið nýbyrjaða ár færi öllum mann-
anna börnum farsæld og frið.
A News-Letter in Lieu of a Personal Visit:
Newsletter on the icelanders
In Northern California
A very Happy New Year
It is our desire that this old
greeting take on a new and
special meaning for you and
yours in the new year.
1949 will, in many ways, be a
Happy New Year for you, we
are sure, but in order that it may
be a Very Happy New Year, we
pray that you will take the real
Joy of Christmas with you into
each day of 1949.
What is that Joy? It is “that
Peace which passeth all under-
standing”. This Peace came into
the world on that lst Christmas
Eve long, long ago, and has been
made available to mankind ever
since when man has but realized
ithe full significance of the
Angels’ Song:—
“Glory to God in the Highest,
Peace on Earth among men of
Goodwill”. i
On that first Christmas Eve,
the Christ child was born in a
Manger. This Christmas He
must be born again in the
Manger of our Heartsl If He be
born again in us, we too shall be
born again. “Except ye be born
again ,ye cannot see the King-
dom of God”. Remember how
He taught us the mystery of this
new and second birth—“The
wind bloweth where it will and
thou hearest the voice thereof,
but knowest not whence it
cometh or whither it goeth; So is
Everyone that is bom of the
Spirit”. John 3:8.
Not only Santa Claus, but also
the Exchange of Gifts have be-
come the symbols of our modern
Christmas celebrations. The wor-
ship of these idols has thrown us
into a dither that tends to make
the social life (as well as the
church life) of this season a bur-
den rather than a Joy. The fever-
ish heat of our pre-Christmas
days leaves little time or room
for thoughts of Peace.
There was “no room in the
inn” for the Prince of Peace on
His Birthday. Belated though it
may be, let us make room for
Him in the innermost recesses of
our hearts.
Þegar ég renni augum yfir
þessar línur sé ég að þeim er á-
bótavant bæði að stíl og rithönd
og það svo, að á mig renna tvær
grímur hvort ég eigi að láta þær
frá mér, án umbóta. Samt ræðst
ég í það að senda þessi blöð með
þeim vinsamlegu tilmælum, að
þeir sem með þau hafi að gera,
lesi í málið. Eg kenni sjóndepru
og öðrum ellifylgjum um mis-
fellurnar.
Að endingu kveð ég yfckur öll
bæði konur og karlar, með inni-
legustu vinsemd. Eg þakka allar
vinarkveðjur sem mér hafa bor-
ist vestan yfir hafið og öll brefin
og blöðin þakka ég ykkur hjart-
anlega. Eg vona að allt af því
tægi komi í mínar hendur með
bestu skilum. Eg hefi ekki tíma
til þess að gjalda einkabréf í
sömu mynd, þótt mig langi til
þess að birta hér nöfn allra
þeirra er sent hafa mér bréf,
mörg fróðleg og þakkarverð, þá
legg ég ekki út á þá braut, því
vera má að mér gleymist, í svip-
i^n þeir er síst skyldi Verð ég
því að láta nægja, að flytja ykk-
ur öllum sameinginlega bróður-
kveðju. Og fyrst ég byrjaði þetta
bréf með haustvísu eftir Stein-
grím Thorsteinsen þykir mér
hlýða að enda það með næstu
vísu úr sama ljóði.
Tölum við um tryggð og ást,
tíma löngu farna
Unun sanna er aldrei brást
eilífa von Guðsbama.
Ykkar með vinsemd,
Kr. Þ.
But, speaking of gifts, we are
reminded that the most valu-
able gifts are the invisible ones,
the gifts of the soul. May these
gifts, the qualities which make
for personality plus, be ours this
Christmas in richer abundance,
so that we may in the coming
year really.enjoy a Fuller Life
through thé knowledge of the
Truth in Christ Jesus, and that
Peace of Mind which passeth all
understanding.
4
On November 18th we were
called to Pasadena (near L.A.)
by Miss Elin Nielsen, to officiate
at the funeral of her sister, Miss
Laura Nielsen. They had been
living together in this city for
the past 34 years and are sisters
of Mrs. Arason (deceased) of
Mountain, N.D.
4-
On Sunday, November 21st,
we were invited to be the Con-
vention Preacher for the Luther
Leagues of the Augustana Synod
Regional at Havenscourt Luth-
eran Church of Oakland.
4-
November 25th, Thanksgiving
Day, was appropriately observæd
with plenty of turikey and trim-
mings in all the Icelandic homes
of this area according to reports
to date. The outstanding event
for us, and of course for the
family concemed, was a service
of Baptism at the home of Dr.
and Mrs. F. C. Plummer. Thora
Ann (11), Linda (10), Paul (6),
and Bryan (3), children of Mr.
and Mrs. Ingolfur Bergsteinsson
of La Canada, So. Calif., were
baptized. Congratulations.
4-
On Sunday, Nov. 28, all the
members of the Icelandic Com-
munity of the Bay Area had
been invited to a Thanksgiving
Service at Bethany Lutheran
Church, Berkley. Your soribe
was the preacher and his topic
was “Talking Turkey.” The Solo-
ist of the day, Margrethe Thor-
laksson added greatly to the
spirit of this service by well
chosen and very well rendered
selections. After the Service, our
ladies did the honors in the
church parlors with loads of del-
icious refreshménts which were
enjoyed by the whole congrega-
tion. This was also our Novem-
ber Picnic.
•4
On Dec. 4, we were invited to
be the Honorary Guests of the
Danish Pioneers’ Club at their
Annual Dinner in Oakland. On
the following evening we were
guests at a Norwegian home with
(Frh. á bls. 8)
STYRK OG STÁLHRAUST
DVERG-RUNNA
JARÐARBER
Ávextir frá fyrsta árs fræl;
auöræktuð, sterk og varanleg;
þroskast ágætlega fyrripart
sumars unz þau deyja af
frosti eru sérlega bragðgóð og
likjast safaríkum, viliijarð-
berjum, 4au eru mjög falleg
útlits, engu síður en nytsöm,
og prýða hvaða stað sem er,
P6 þau séu smærri en algeng
jarðarber, sem höfð eru að
verzlunarvöru, eru þau þó
stærst sinnar tegundar og
skera sig úr, og skreyta garða,
Vegna þess hve fræsýnishorn
eru takmörkuð, er vissara að
panta snemma, (Pakki 25c) (3
pakkar — 50c) póst frítt,
/