Lögberg - 20.01.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 20.01.1949, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. JANÚAR, 1949 FRÁ VANCOUVER, B.C. 18. DESEMBER, 1948—Já, það getur stundum komið fyrir að það snjói hér á vesturströndinn, og það hefur snjóað hér meira og minna af og til þennan mánuð, en það er æfinlega svo milt veður að þennan snjó tekur upp, nærri því að segja jafn óðum aftur. Blöðin voru að spá kuldakasti hér þessa dagana, og það mundi verða 25 gráður fyrir ofan núll, svo það fór að koma hrollur í marga af að hugsa til þess, svo lásum við í dagblöðunum að það væri 30 gráður fyrir neðan núll í Edmonton, og mikið meira sumstaðar fyrir austan fjöllin þá dagana, svo við höfðum ekki yfir miklu að kvarta. ------------ Þjóðræknisdeildin “Ströndin” hafði spilasamkomu og dans þann 18. n ó v e m b e r, var þar fremur góð aðsókn. “Pro- gressive Whist” var spiluð til kl. 10:00. Stjórnaði því Mr. Stefán Eymundson. Svo var dansað til miðnættis. Það voru gefin þrenn .verðlaun þeim, sem best stóðu sig við spilamenskuna. Þessi hlutu verðlaunin: Mrs. G. Grímson, fyrstu verð- laun $3.00. Mr. H. Hávarðson, önnur verðlaun $2.00. Mrs. Björg Anderson, þriðju verðlaun $1.00. Líka var dregið um happa- drætti sem Gamalmenna Heim- ilisnefndin hafði verið að selja; voru þessir þar happasælastir: Mrs. Jóhanna Thompson, fékk gullúrið. Mrs. S. E. Ferguson fékk electric borðlampa, Mf. Jónas Jónsson fékk silfraðan bakka. Voru þetta alt verðmætir hlutir. Allir skemtu sér vel. Það er vonast eftir því að Ströndin fari að láta til sín taka eftir ára- mótin. Þann 28. nóvember kom upp eldur kl. 2:00 um nóttina í verk- smiðju Mr. Jóns Sigurðssonar og nærliggjandi verkstæðum sem gjörði $200.000 skaða, 300 manns af eldvarnarliði bargarinnar var kallaður út til að slökkva eldinn. Átta manns af þeim urðu fyrir slysförum, en engin hættulega sem betur fór. Raforkuvírar brunnu niður svo 200 talsímar voru úr brúkun. Skaði sem Mr. Sigurðson varð fyrir er metinn um 175.000, um 1.000.000 fet af verðmætu efni við fyrir verk- smiðjuna var það, sem eldurinn komst í. Það er talið víst að Mr. Sigurðson hafi haft eldsábyrgð á öllu því sem brann. Þann 8. desember fóru fram hér borgarkosningar. Voru það einginlega Non-partisan flokk- urinn og C.C.F.-ers sem komu þar við sögu, og gengu Non- partisans, þar sigrandi af hólmi, þeirra flokksmenn allir kosnir í bæjarstjórnina, og má það heita vel farið. Þeir voru allir velþekt- ir og velkyntir athafnamenn hér í borginni um mörg undanfarin ár. Það er orðið yfirgrips mikið og margþætt “business”, sem borgarstjórnin rekur árlega, og fer áltaf vaxandi með hverju ári. Það væri mjög athugavert að hleypa þar inn alveg óreyndum mönnum, sem hafa ekki nein skilyrði til þess að hafa nægilega mentun og reynslu á þeim svið- um, til að geta komið þar fram sem gagnlegir embættismenn. Einn íslendingur sótti um kosningu sem öldurmaður í þessum kosningum undir merkj- um C.C.F., var það M. Elíasson sem hefur verið í vali um nokk- ur undanfarinn ár. Fellur hann ætíð í valinn með flokks bræðr- um sínum, sem eru ætíð neðstir á blaði, er atkvæðinn hafa verið talin. Á meðan C.C.F. eru eins óheppnir að útnefna menn á kjörskrá sína eins og þeir hafa verið undanfarin ár, þá hafa þeir enga ástæðu til vonast eftir neinum sigri. Það voru aðeins, tvær persónur sem vöktu at- hygli kjósendanna, á þeirra kjör- skrá; það voru þau Mr. Alsbury sem sótti um bæjarstjóra em- bættið og Mrs. Grace Maclnnis sem hafði um eitt skeið sæti í fylkisþinginu. Þau voru bæði 8 og 10 þúsund atkvæðum á und- an flokksbræðrum sínum. Þetta ætti að kenna C.C.F. að vera vandlátari í vali er þeir útnefna menn til að sækja um kosningu undir sínum merkjum. Þar til þeir læra það, hafa þeir ekkert tækifæri til að vinna neinn sig- ur á þeim sviðum. Þann 24. nóvember var boðað- ur almennur fundur til að ræða Islendingadagshald næsta sum- ar. Hefur það fyrirkomulag ver- ið undanfarandi ár, að nefnd héðan frá Vancouver hefir unn- ið með íslendingadagsnefndinni í Blaine, til að undirbúa Islend- ingadagshald þar árlega. I þetta sinn sóttu aðeins 7 manns þenn- an fund, svo ekki þótt ráðlegt að ákveða neitt í því máli, og því frestað til óákveðins tíma. Það er nokkuð almenn skoðun hér í Van couver, að hér ætti að vera hald- inn hátíðlegur þjóðveldisdag- ur Islands 17. júní ár hvert. Það hefir verið bent á það í íslenzk- um blöðum, hvað það væri óhaf- Ivar Guðmundsson: Til útlanda, 5.desember, 1 945 Niðurlag Hér dögunum sá ég, að verið var að skipa upp jólatrjám úr skipi í Reykjavíkurhöfn. Nokkr- ir strákar höfðu náð sér í jóla- trésgreinar til, að skreyta hjól- hestana sína með; í fyrra var ekki leyfður innflutningur á jóla- trjám og var það í fyrsta sinni síðan jóla tré fóru að flyjast til landsin. Margir fengu þá send tré frá vinum og ættingjum er- lendis frá. Og talsvert bar á svartamarkaðsverslun með jóla- tré. Voru sagðar sögur af því, að metershá og heldur ritjuleg jóla- tré hefðu farið á loo krónur stykkið á þeim dökka markaði og almennri hneykslan olli það um alt land er það fréttis, að ein- hverjir þrjótar hefðu skorið upp grenitré í þjóðgarðinum á Þing- völlum rétt fyrir jólin í fyrra. En að þessu sinni þarf ekki að óttast, að slíkir atburðir endur- taki sig. Trygðar hafa verið næg- ar birgðir af jólatrjám og há- marksverð er á þeim. Kosta met- ers tré rúmlega 7 krónur, en tveggja metra rúmlega 11 krón- ur. Þá er von á jólaeplum til landsins, sem án efa verða skömtuð til að tryggja, að allir fái eitthvað af þvi lostæti. Eng- in hætta er heldur á, að skortur verði á hátíðamat. Hangikjötið, sem á markaðnum verður heitir alt Hólsfjallahangikjöt. Það nafn komst á fyrir nokkrum árum og festist svo við, að engum mat- vörukaupmanni dettur í hug, að bjóða annað en Hólsfjalla hangi- ♦ ♦♦♦♦♦♦ kjöt, þótt reikningsfróðir menn telji sig getu samað, að búið sé að borða hvera einustu kind þeirra Hólsfjallabænda fyrir löngu, ef satt væri, að alt það hangikjöt, sem selt hefir verið, væri ætlað úr þeirri sveit. En lítið sér á, að fjárstofninn minki í Hólsfjöllun- um. Hér hefir nú verið reynt að tæpa á ýmsu, sem ofarlega er á baugi hjá okkur í gamla landinu, en þó margt ótalið. Eg vona, að ég hafi ekki dregið upp altof dökka mynd, eða ranga, þannig að þið fáið skakkar hugmyndir um ástandið. Mönnum hættir stúndum við, að gera of mikið úr smámununum og of lítið úr því, sem máli skiftir. Daglega lífið hjá okkur hér norður frá hefir sínar björtu hliðar, jafnvel í svartasta skammdeginu. Heilsufarið hefir verið einstaklegu gott í Reyka- vík og í flestum héruðum lands- ins ,að Akureyri undantekinni, þar sem lömunarveikisfaraldur hefir geisað, en er nú í rénun. Tóku á þriðja hundrað manns veikina, en hún vár yfirleitt væg og lömunartilfelli örfá þegar tek- ið er tillit hve mikill fjöldi veikt- ist. Þess faraldur var Akureyr- ngum hin mesta raun. Skólum bæjarins var lokað og athafnalíf bæjarins beið hnekki. Ekki virð- ist lömunarveikn hafa breiðst út til annarara staða á landinu. í höfuðstaðnum gera menn sér margt til dundurs. Samkomuhús- in jfanan yfirfull jafnt á virkúm ♦ ♦♦♦♦♦♦ dögum, sem helgum. Nýlega er lokið hér samsýningu helstu list- málara okkar. Voru þar sýnd málverk, sem vöktu talsverða athygli og umtal enda gaf þar að sjá gamla meistara og nýa með hin ólíkustu viðhorf til lífs ins og listarinnar. Leikfélagið sýnir um þessar mundir Galdra Loft Jóhanns Sigurjónssonar og Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson, bæði fyr- ir fullu húsi áheyrenda kvöld eft- kvöld. Þjóðleikhúsbyggingunni miðar nú vel áfram loksins og horfur á að byggingar áætlun- in standist — en það eitt, út af fyrir sig er talið til tíðinda hér. “Og altaf eru menn að byggja í bænum”, eins og segir í kvæði Tómasar skálds Guðmundssonar. I dag er verið að vígja hina nýju Hallgrímskirkju á Skólavöðru- hæð. Að vísu er það aðeins litill hluti kirkjunnar, sem bygður hefir verið, kapellan af því mikla guðshúsi, sem mun gnæfa yfir borgina á Skólavörðuhæðinni þegar það er fullgert. Austan til í höltinu er risin önnur mikil bygging, sem er Gagnfræða- skóli Reykjavíkur. Þjóðminja safnið nýa á Melunum, norðantil við háskólann, er nú senn full- gert að utan. Er háskólahverfið á Melunum smátt og smátt að fá á sig þann svip, sem upphafa- lega var ráð fyrir gert á skipu lagsuppdráttum. Verið er að byggja íbúðarhús fyrir háskóla- kennara suður af Nýja Stúdenta- garðinum og byggingu þeirri, það langt komið, að nokkir pró- fessorar eru þegar fluttir í hin nýu húsakynni, en í útjöðrum bæjarins rísa upp íbúðarhúsin, hvert á fætur öðru, þrátt fyrir skömtun á byggingarefni og fjár- festingarleyfi, sem efla þarf fyrir hverja bygginu. Hér hefir verið látið vaða nokkuð á súðum úr einu í annað. Einskonar tilraun til að segja ykkur “fréttir af fréttunum”, ef svo mætti að orði komast. Hafi það tekist er tilganginum náð. Þakka ég svo þeim er hlýddu. Verið þið öll blessuð og sæl. ♦ TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungtu". Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED Vestur-íslenzku blöðm ÞAÐ VIRÐIST ekki vekja mikla eftirtekt hjá okkur Vestur- íslendingum, þetta örlagaríka spursmál, sem ætti að vera hæst á dagskrá okkar, “Hverjar eru framtíðar horfur Vestur-lslenzku blaðanna?” Ennþá, sem komið en eru það að eins fáir, sem hafa lagt hér orð í belg. Hér um slóðir eru margir, sem eru mjög óánægðir með það að fá aðeins hálft blaðið aðrahverja viku. Þeir telja það fyrir komulag bæði óþarft og ónauðsynlegt. Þeir vita eins og satt er, að fjárhagur Islendinga yfirleitt, heíur aldrei verið betri en nú í dag. Að halda því fram, að íslendingar í þess- ari heimsálfu séu þeir fjárhags- legir ræflar, að þeir séu ekki megnugir þess að borga nauð- synlegan útgáfukostnað fyrir blöðin, hvort sem það eru fimm eða sex dollarar á ári. Að halda slíku fram er argasti róbuður og niðrun fyrir Vestur-Islendinga og ekkert er betra til hrekja þann rógburð, en að sýna það í verkinu að við getum borgað fyrir blöðin okkar, það sem er nauðsynlegt til þess þau haldi áfram að koma út í fullri stærð eins og áður, hvort það eru, eru fimm eða sex dollarar á ári. andi fyrirkomulag, að vera að halda þá hátíðisdaga á ýmsum tímum alt sumarið, við erum að gjöra okkur hlægileg í augum annara þjóða fólks, sem ekki skilur í þessum glundroða. Við ættum að halda Islendingadaga þjóhátíðina aðeins þann 17. júní í sem flestum byggðum Islend- inga, eins og heima þjóðin gjörir. Ég skýri frá því seinna hvaða á- kvörðun verður tekin í þessu máli hér í Vancouver. Þann 24. nóvember messaði Dr. H Sigmar á Gamalmenna heimilinu, komu nokkrir úr söngflokk Islenzka safnaðarins til að hjálpa til með sönginn, og kom það sér vel. Margir fleiri sóttu þessa messu svo það varð um fimtíu manns þar saman- komið. Eftir messu var sungið um tíma íslenzkir söngvar, var því mjög vel tekið af öllum, sem þar voru til staðar, Mrs. Lillian Sumarliðason aðstoðaði við hljófærið. Þegar því var öllu lokið, þá var öllum veitt kaffi og trakteringar af Miss Guðrúnu Johnson, sem er ein af vistfólk- inu á heimilinu, var henni vott- að þakklæti frá öllum fyrir þessa rausn hennar. Þann 5. desember messaði sr. A. E. Kristjánson frá Blaine á Gamalmennaheimilinu, og var Mrs. Kristjánson í för með hon- um. Það hefði áður verið aug- lýst að séra Albert messaði hér þann dag, svo það var vel sótt, um 50 manns komu þar saman. Þann 28. nóvember heimsóttu Gamalmennaheimilið Mr. og Mrs. Eyríkur Eyríksson frá Reykjavík á Islandi. Eru þau bæði svenskir trúboðar, sem hafa átt heima á Islandi í tuttugu ár, og tala bæði góða Islenzku. Þau báru gamla fólkinu kveðjur frá heimaþjóðinni og voru beðin að flytja heim kveðju frá okkur hér. Þau fluttu bæði hér erindi og messu, sem var vel tekið af öllum það var nokkuð nýstár- legt að útlendingar messi yfir okkur á íslenzku. Þeim var vott- að þakklæti fyrir komuna. Mrs. Emily H. Pálsson var komin til baka frá Toronto, þar sem hún var búin að vera í nokkra mánuði hjá dætrum sín- um, sem hún á þar; hún var í þann vegin að legja aftur á stað til að heimsækja dóttir sem hún á í California. En þá var henni til kynt að önnur dóttir hennar Helga, væri mikið veik, svo Mrs. Pálsson fór strax til baka aftur þangað til að vitja um dóttir sína, og er hún þar þegar þetta er skrifað. Mr. Ófeigur Sigurdson er kominn til baka frá Alberta, þar sem hann vanalega eyðir sumr- inu. Heldur hann nú til hér í borginni í vetur. Þann 3. desember andaðist Mrs. Mabel Gunnarson um sjö- tíu ára. Hana lifa eiginmaður hennar Jón Gunnarson, og ein frændkona Mrs. Salisbury í Van- couver. Útförin fór fram frá út- fararstofu T. Edwards Co., Rev. A. W. Mclntosh þjónustaði við útförina. Nýlega voru hér á ferðinni þeir bræður Carl og Thorarinn Eiríksynir frá Campbell River, B. C. Voru þeir að hitta föður sinn Kristján Eiríkson, sem hér er vistmaður. Komu þeir með stóran, nýveiddan lax, til að gæða okkur gamla fólkinu á. Það er óþarfi að taka það fram, að slíku góðgæti veri gerð góð skil. I dag er allur snjór horfinn og bara föl þar sem sólin nær ekki til. S. Guðmundson Það er auðheyrt að flestir af þeim sem hafa ritað um þetta málefni, eru ekki neimir þjóð- ræknismenn. Þeim er hérumbil gætum haft alla okkar vísku úr eða ekki, sumir af þeim hafa lát- ið þá skoðun í ljósi að það færi eins vel á því, þó blöðin hættu nú þegar að koma út, því við bætum haft alla okkar vísku úr ensku dagblöðunum. Það eru að- eins úrkynjaðir íslendingar sem svona tala, sem helst vilja aldrei heyra talað íslenzkt orð, og þeir skilja ekkert í hvað þjóðrækni er, þekkja ekki það hugtak. Það er ekki að búast við neinni hjálp úr þeirri átt til viðhalds íslenzku blaðanna, en ég trúi því fastlega að það séu nógu margir þjóðræknisvinir á meðal íslend- inga sem geti og vilji koma hér við sögu, og leggi fram liðsinni sitt, svo þetta málefni verði til lykta leitt, þannig að það verði okkur íslendingum til sóma. Þetta málefni er viðkvæmt málefni fyrir fleiri en okkur Vestur-lslendinga. Ég hef hér á borðinu hjá mér “Alþýðublaðið” dagsett 22. ágúst 1948. Þar er birt grein um “Vestur-íslenzku blöðin”, sem er. rituð af Stefáni Rafn. Hann skýrir frá því að fyrir fjárhagslega þröng, hafi út- gefendur blaðanna ákvarðað gefa blöðin út aðra hverja viku, aðeins fjórar blaðsíður, til að minka nokkuð útgáfukostnað- inn. Höfundurinn minnir á það að íslenzku blöðin séu nú eina liftaugin íslenzkunnar vestan- hafs, og hann minnir á það menningarstarf, sem þau hafi unnið í rúma sex áratugi, sem sé ómetanlegt fyrir fortíð, og nútíð. Hann vonast eftir því að fram- tíðin rétti margar hendur. Eink- unarorð okkar ætti að vera: “Margar hendur vinna létt verk.” Svo talar höfundurinn til allra íslendinga austan hafs og vestan, og ég tek hér upp kafla úr þessari ritgjörð, og bið ég höfundinn velvirðingar á því. “Nú eins og svo oft áður, er það einstaklingurinn, sem alt veltur á. Hefur þú, lesari góður gert þér í hugarlund, hvað það er, sem um er að ræða? Hvorki meira né minna en að íslenzka þjóðrabrotið í Vesturheimi verði — ef ég mæti orða það svo — þurkað út, það er, hverfi í haf enskumælandi fólks. Vilt þú ekki gera þitt til þess að það verði eigi? Það getur þú fyrir lítinn pening, 3 dollara á ári, með því að gjörast áskrifandi að öðru hvoru blaðanna Heims- kringlu eða Lögbergi — eða báð- um ef þú hefur þá ekki gjört það. Blöðin egia að vera aufúsugestir austan hafs sem vestan. Fyrir okkur heima á Fróni flytja þau fréttir úr íslenzkum byggðum vestar, sem við annars förum á mis við, persónuminningar, rit- dóma og kvæði. Lögberg og Heimskringlu, ásamt tímariti þjóðræknisfélagsins, ættu að vera keypt og lesin á hverju heimili — svo vítt sem íslenzkt mál er mælt.” Ég er þakklátur höfundinum fyrir þessa ritgjörð hans, og á- huga sem hann sýnir fyrir þessu alvöru málefni, sem öllum sönn- um íslendingum hér í álfu ligg- ur svo ríkt á hjarta. Við meigum ekki láta það spyrjast, að við höfum ekki eins mikinn áhuga fyrir okkar vel- ferðar málum eins og bræður okkar og systur á. Islandi. Ég vona og óska þess, að blöðunum okkar verði komið úr þeim ó- göngum sam þau eru nú í. Við getum það hæglega ef viljann vantar ekki til þess.” Margar hendur vinna létt verk.” S. Guðmundsson NÝ MONT ROSA STYRK OG STÁLHRAU3T DVERG-RUNNA JARÐARBER Ávextir frá fyrsta árs fræl; auðræktuð, sterk og varanleg; þroskast ágætlega fyrripart sumars unz þau deyja af frosti eru sérlega bragðgóð og líkjast safarlkum, villijarð- berjum; þau eru mjög falleg útlits, engu siður en nytsöm, og prýða hvaða stað sem er, pó þau séu smærri en algeng jarðarber, sem höfð eru að verzlunarvöru, eru þau þó stærst sinnar tegundar og skera sig úr, og skreyta garða, Vegna þess hve fræsýnishorn eru takmörkuð, er vissara að panta snemma, (Pakki 25c) (3 pakkar — 60c) póst frftt, Vor stóra 1949 fræ og ræktunarbók

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.