Lögberg - 20.01.1949, Blaðsíða 3
LÖGBERU. FIMTUDAGINN, 20. JANÚAR, 1949
3
Lapplendingar - frumþjóð Skandinavíu
I SÖGUM okkar eru þeir kallaðir Finnar, þessir smávöxnu
menn, sem lifa í nyrstu héruðum Noregs og Svíþjóðar, en sjálfir
kalla þeir sig Sama. Og byggð þeirra í Noregi — ef byggð skyldi
kalla, því að þeir lifa flestir hirðingjalífi, — er orðin ævagömul.
Þeir hafa byggt norðurhjara Skandinavíu síðan sögur hófust og svo
langt aftur í fortíðina sem rann- '
sóknir fornfræðinganna ná, finn-
ast minjar eftir þá. Ýmislegt
bendir á að þeir hafi hafst við
með fram jöðrum landíssins, sem
forðum þakti Skandinavíu á hin-
um auðu ræmum meðfram
Norðuríshafinu, sem talsvert
hefir svipað til Grænlands-
strandar nú. En síðan svo var
ástatt á Finnmörk eru liðin að
minnsta kosti 10—12 þúsund ár.
En hvaðan komu þeir og hvar
stóð vagga þessa kynflokks?
Þetta er spurning, sem forn-
fræðingar hafa átt erfitt með að
svara. Hjá Sömunum er engin
frumleg menningararfleifð til,
sem vísað geti forn-
fræðingunum rétta leið. Málið
er stundum góður leiðarvísir
um uppruna þjóða en ekki kem-
ur það að gagni þegar leita skal
uppruna Samanna. Þeir hafa
nefnilega glatað sínu uppruna-
lega máli og tekið uppmál þjóð-
anna, sem þeir hafa verið í ná-
grenni við. Þeir nota mál finnsk-
grisku þjóðstofnanna.
Samar hafa lifað sem veiði-
mannaþjóð á auðu strandlengj-
unni í Norður-Skandinavíu síð-
an einhverntíma á ísöld. En síð-
ar komu herskárri þjóðir á þess-
ar slóðir og urðu Samarnir þá
að flýja inn í land og upp í fjöll
Finnsk þjóðsaga er til, sem bend-
ir á að Samar hafi verið farnir
að stunda hreindýrarækt fyrir
þrjú þúsund árum. En meðan
þeir lifðu við sjóinn lifðu þeir
eingöngu á veiðum, bæði til sjós
og lands.
Þegar sögur hefjast er talað
um að Samar séu duglegir veiði-
Leiðarvísir ánægjulegra
viðskipta
Merki r
EATON’S
Eigin tegunda
CLENEATON
S,oVat
Vorir hygnu viðskipta-
menn, sem kunnugir eru
öllu, sem fylgir reynslu
Rannsóknarstofu vorrar
— og þeirra sérfræðinga,
sem stjórna samanburð-
arskrifstofunni, hrífast
er þeir sjá að hverju
nafni er samfara ábyggi-
leiki og vöruvöndun.
Skoðið EATON'S eigin
tegundir í verðskrá yðar.
Kaupið þær í fullu
trausti.
+T. EATON Cí.n..
WINNIPEO CANADA
EATON’S
menn og góðir bátasmiðir. Þeir
hafa snemma farið að búa til
fleytur. Skipasmíðakunnáttan
hefir gengið í arf frá Sömum,
frá fyrsta húðkeipnum sem þeir
gerðu sér til sjóferða, til víkinga-
skipanna er þeir smíðuðu handa
Háleygjajörlunum, en þau urðu
fyrirmyndir að herskipum vík-
ingaaldarinnar. Og norðurlands-
bátarnir frægu eru kvistur af
sama stofni.
Hinir eiginlegu Norðmenn litu
niður á Sama og töldu þá lág-
stæða í samanburði við sig, enda
voru Samar engir hermenn.
Norsku jarlarnir og nesjakon-
ungarnir gerðust því snemma
drottnar þeirra og létu þá gjalda
sér skatt. Finnaskatturinn, sem
oft er getið í íslendingasögum,
var svo mikilsverður að undir
eins og Haraldur hárfagri braust
til valda í Noregi var hann ekki
seinn á sér að sölsa þessi fríð-
indi undir sig. Það er kunnugt
hversu hann gerði Þórólf Kveld-
úlfsson út til heimta finnaskatt-
inn, sem goldinn var í grávöru,
en hún var góð markaðsvara þá
eki síður en nú, og hefir ef-
laust verið ein besta “gjaldeyris-
varan”, sem Norðmenn höfðu í
þá daga. En skatturinn var gold-
inn í fleiru en grávöru, t.d. ým-
isskonar veiðiföngum, æðardún,
reipum og húðum. Ríkir Samar
keyptu sig oft undan þessum
skatti með því að borga stóra
upphæð í eitt skipti fyrir öll.
Og þó aldirnar liðu fram héldu
Norðmenn áfram að líta niður á
Samana og gera það að vissu
leyti enn. Samarnir hafa verið
látnir gjalda þess að þeir eru
friðsemdarþjóð, þeir hafa verið
hafðir útundan vegna þess að
þeir báru aldrei hönd fyrir höf-
uð sér. 1 máli þeirra er
orðið styrjöld ekki til, en ef þeir
þurfa að túlka þetta hugtak nota
þeir orð sem þýðir landplága,
pest, eða þjóðarógæfa. Hin langa
óskrifaða en bitra saga Samanna
hefir mótað tilfinningalíf þeirra
og hugsunarhátt. Framan úr öld-
um hafa þeir að jafnaði orðið að
lifa í sífelldum voða um ofbeldi
annarra gegn rétti þeirra til að
vera frjálsir menn. Og þeir hafa
fundið til innri þrár eftir því að
gleyma öllu því illa, sem þeir
hafa orðið að þola, fyrirlitning-
unni sem þeir hafa sætt af hálfu
þeirra, sem þeir áttu við að
skipta, og eigin vanmætti sín-
um. Umheimurinn hefir ávallt-
litið niður á Samana og félagslíf
þeirra, og þetta er aðalástæðan
til þess, að þeir hafa ekki getað
haldið sjálfstæðri menningar-
erfð sinni við. Þeir hafa ávallt
orðið að vera á flótta frá sín-
um eigin stofni og sinni eigin
menningu. Af þessu stafar tor-
tryggni þeirra gagnvart öðrum
og þessvegna eru þeir dulir og
fáskiptnir.
Á öldinni sem leið var svo
þrengt að kosti þeirra að þeir
gerðu í raun réttri uppreisn með
forgöngu hins sænska Lappa-
prests Lars Levi Læstadius, sem
oft hefir verið kallaður postuli
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
bJÖRN guðmundsson
Mávahlíð 37, Reykjavík.
Lapplendinga. Norskir og sænsk-
ir kaupahéðnar og enda bændur
líka höfðu lengi gert sér atvinnu
að því að selja Sömunum brenni
vín og þetta leiddi til mikillar
hnignunar meðal Samanna.
Sumir urðu að ræflum, aðrir
seldu hreindýrin sín fyrir
brennivín og komust á vonarvöl.
Samarnir reyndu að spyrna við
þessum voða með því að taka
upp ýmsar félagsmálalegar um-
bætur og auka menntun al-
mennings og það voru prestarn-
ir og kennararnir sem urðu for-
göngumenn þeirra. Þessi vakn-
ing meðal Samanna varð því
trúarhreyfing um leið, en þó að
hún væri trúarlegs eðlis þá
beindist hún eigi að síður gegn
kúgun Norðmanna og Svía, og
nú logaði hatrið upp, sem Sami-
ar höijðu bælt í sér til forráða-
manna sinna. Það verður upp-
reisn í Kautokeino í Finnmörku
— það er miðstöð norska Lapp-
lands — og forráðamennirnir
þar voru drephir. Vitanlega var
það ekki ætlun Lars Levi Læsta-
dius að svona færi og hann
harmaði það mjög. En trúboð
hans í Lapplandi hafði varanleg
áhrif og flestir Samar telja sig
til sértrúarflokks þess, sem ber
nafn hans.
Svo telst til að um 20.000 Sam-
ar eigi heima í Noregi, þar af um
10.000 hirðingjar, sem flytja
fram og aftur um heiðarnar í
Finnmörku með hreindýrahjarð-
ir sínar. Hinir, sem eiga fasta
bústaði, lifa ýmist á landbúnaði,
fiskiveiðum eða stunda einhver-
ja iðn. En í raun réttri eru Sam-
arnir miklu fleiri en hagskýrsl-
unar sýna. Ef þeir eru taldir
með, sem hafa bladað blóði við
noræna menn — og afkomendur
þeirra — verður talan 100—120
þúsund, eða kannske hærri. Sam
ar eru dreifðir um allan Noreg
norðan Dofrafjalla frá Rösósi og
nyrst norður í Finnmörk. Og auk
þess eiga Samar heima í sænska
og finnska Lapplandi og austan
við rússnesku landamærin.
Samar hafa nú gert ýmsar
ráðstafanir til að bæta lífskjör
sín, m. a. með því að koma
skipulagi og jöfnuði á framboð
helstu markaðvöru sinnar,
hreindýraketsins. Og þeir krefj-
ast ýmissa félagmálaumbóta af
ríkinu, sem nú er hætt að dauf-
heyrast við síkum kröfum.
1 Noregi eru talin vera um 125.
000 hreindýr, auk villihreina, og
af þessum stofni eiga Samar um
100.000 dýr. Hreindýrastofninn
eykst þessi árin um nálega 25%
á ári og afurðirnar tilsvarandi.
Hreindýrastofninn er talinn um
15 milljón kr. virði og árstekj-
urnar af honum 3.6 milljón krón-
ur. En þó að stofninn sé að auk-
ast svona verulega fara meðal
árstekjur hreindýrabænda ekki
fram úr 1200 kr. að meðaltali
I Svíþjóð hafa hreindýrasmalar
stofnað stéttafélag, sem hefir
gengið inn í Svenska Lantarbet-
areförbundet, en í Noregi eru
þeir ekki komnir svo langt enn-
þá. En nú hafa þeir boðað til
Landsfundar Sama, og átti að
halda hann í Tromsö í júlí í sum
ar. Þar ætluðu þeirað ræða at-
vinnumál sín á breiðum grund-
velli, og sennilega stofna þeir
stéttafélög eftir fundinn og munu
sækja um inngöngu í bænda-
sambandið norska, sem stérstök
deild. En ýmsir munu spyrja:
Hvaða áhugamál eru sameingin-
leg með norskum jaryrkjubænd
um og hreindýrahirðingjum?
Hreindýrarækt er erfitt starf í
þeirri mynd sem Samar reka
hana, bindandi og erilsamt —
erfið smalamennska allan ársins
hring. Samarnir sem lifa á
hreindýrarækt verða að flytja
sig langar vegalengdir milli
sumar- og vetrarbeintanna, því
að hreinninn er rásgjarn og
verður að fá að rása. Nú eru
hinir efnaðri Samar í Finn-
mörku farnir að taka nútíma-
tæknina í þjónustu sína; sumir
hafa t.d. eignast beltabifreiðar
og jeppa til þess að flytja dótið
sitt á, þegar þeir þurfa að skipta
um dvalarstaði. En það er fleira
sem umbóta þarf við áður en
hægt verður að segja, að Sam-
ar lifi við kjör sem mönnum
eru hæfandi.
Samar hafa á síðari árum orð-
ið fyrir átriðningi af landnem-
um, sem reist hafa sér nýbýli
þar sem Samarnir höfðu áður
hreindýrahaga. Þessir nýbýla-
menn kaupa eða leigja land af
ríkinu, sem á allar Finnmerkur-
heiðarnar, flytja þangað búslóð
sína og búfénað og fara að rækta
land, en Samarnir verða að fara
á burt og leita sér annarra beiti-
landa, án þess að fá nokkrar
bætur fyrir beitarmissinn. Hins-
vegar verða þeir sjálfir að borga
skaðabætur ef hreindýr þeirra
gera nýbýlabændum tjón. 1
hreindýrasveitunum í Dofra-
fjöllum nema þessar skaðabætur
stundum 100.000 krónum á ári.
í öllu menningarsfarfi sínu
eiga Samar við meiri örðugleika
að etja en þjóð, sem hefir fasta
bústaði og býr á sæmilega af-
mörkuðu landrými. En það má
tleja víst að ef þeir ekki geta
komið sér upp eigin skólum
þá týna þeir von bráðar tungu
sinni, sögu og því litla sem þeir
eiga af gamalli þjóðlegri menn-
ingu. Samar í Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi verða að sameinast
um að koma sér upp sameigin-
legum æðri skóla, þeir verða að
eignast blað á sínu eigin máli og
koma upp miðstöð fyrir menn-
ingarmál sín. Samarnir í Svíþjóð
eru á undan hinum í þessum efn
um, því að þeir eiga sinn eiginn
lýðháskóla og sitt eigið þing —
“lapparíkisdaginn”, sem kallað-
ur er. “Lapparíkisþingið” kemur
saman á fund á hverju ári og
mæta þar fulltrúar frá ýmsum
stjórnamáladeildum í Stokk-
hólmi og einhver af ráðherrun-
um. Þarna er rætt í nokkra daga
um félagsmál, atvinnumál og
menningarmál, ályktanir gerðar
og áskoranir samþykktar til
stjórnarinnar. Málum Sama er
yfirleitt miklu betur borgið í
Svíþjóð en í Noregi og framtíðar
möguleikarnir meiri. Til dæmis
er það algengt í Svíþjóð að Sam-
ar taki háskólapróf. 1 Finnlandi
gefa Samar út sitt eigið blað, en
í Noregi verða þeir að láta sér
duga að fá útvarpsfréttir á sínu
eigin máli einu sinni í viku frá
stöðinni í Tromsö. Finnmerkur-
trúboðið norska kom upp ungl-
ingaskóla í Kautokeino árið 1936
og hefir hann verið reikinn síð-
an, en samiskt mál er aðeins
notað sem hjálparmál við kenn-
sluna, sem að öðru leyti fer fram
á norsku. Þá hefir fræðslumála-
stjórnin gengist í það að láta
gefa út samiskt stafrófskver
handa barnaskólunum. En að
öðru leyti er það lítið, sem gert
hefir verið fyrir þessa frum-
byggja Noregs.
Hinsvegar fer skilningur al-
mennings hraðvaxandi á því, að
Samar eigi kröfu á miklu betri
meðferð en hingað til. Og ganga
má að því vísu að hafist verði
handa um að bjarga þeim menn-
ingarverðmætum Sama, sem
bjarðað verður, og gera þeim
framtíðina léttari en fortíðin
var.
Fálkinn
Frí
Vor stðra 1949
fræ og rælctunarbðk
DOMINION SEED HOUSE
CE0RG ET0WN.0NT
JOHN J. ARKLIE
Optometrist and Optician
(Eyes Examined)
Phone 95 650
MITCHELL COPP LTD.
PORTAGE AT HARGRAVE
Business and Professional Cards
SELKIRK METAL PROOUCTS LTD.
Reykháfar, öruggasta eldsvörn.
og ávalt hreinir. Hitaeining, ný
uppfynding, sparar eldiviB,
heldur hita.
KEIJLV SVEINSSON
Sími 54 358.
187 Suthcrland Ave., Winnipeg.
JOHN A. HILLSMAN.
M.D.. Ch. M.
627 Medical Arts. Bldg.
Office 99 349 Home 403 288
S. O. BJERRING
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smith Sl. Winnipey
Phone 94 624
PHONE 87493
Dr. S. J. Jóhannesson
SUITE 7 VINBORG APT8.
594 Agnee St.
ViBtalstimi 3—6 eftlr hádegi
Office Ph. 95 668 Res. 404 319
NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B.
Barrister, Solidtor, etc.
411 Childs Bldg,
WINNIPEG CANADA
DR. E. JOHNSON
304 EVELINE STREET
Selkirk, Man’
Offloe hrs. 2.30—6 p.m.
Phones: Offlce 26 — Ree. 210
A!«o
123
TENTH ST.
BRANOON
Winnipeg
Office Phone Res Phone
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
Manitoba Fisheries
WINNIPEG, MAN.
T. Bercovitch, framkv.stj.
Verzla t helldsölu meB nýjan og
froslnn fisk.
303 OWENA STREET
Skrlfet.siml 26 356 Heima 65 462
Drs. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GEN. TRUST8
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith 8t.
PHONE 96 952 WINNIPEG
DR. A. V. JOHNSON
Dentlat
506 SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephone 202 398
Taislml 95 826 Heimilis 53 893
DR. K. J. AUSTMANN
Bérfrœöingur i augna, eyma, nef
og kverka ajúkdómum.
209 Medical Arta Bldg.
Stofutími: 2.00 til 6.00 e. h.
DR. ROBERT BLACK
BérJrœGinour i augna, eyma,
nef oo hálsajúkdómum.
401 MEDICAX. ARTS BLDO
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 93 851
Heimasími 403 794
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N. DAK.
Islenzkur lyfaali
Fðlk getur pantað meðul og
annaB meB pðsU.
Fljðt afgreiSsla.
A. S. B A R D A L
848 SHERBROOK STREET
Selur llkkistur og annast um ttt-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur' hann allskonar
minnisvarBa og legsteina.
Skrifstofu t&lsiml 27 324
HelmlUs talsimi 26 444
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary’s and Vaughan, Ph. 96 441
PHONE 94 981
H. J. H. PALMASON
and Company
Chartered Accountanta
219 Mc INTYRE BLOCK
Winnipeg\ Canada
Phone 49 469
Radio Servlce SpeciaUsts
ELECTRONIC LABS.
• H. THORKELBON, Prop.
The most up-to-date Sound
Equipment System.
130 OSBORNE ST„ WINNIPEQ
Dr. Charles R. Oke
Tann lœknir
For Appointments Phone 94 908
Offlce Hours 9—8
404 TORONTO GEN. TRUST8
BUILDING
283 PORTAGE AVB.
Winnipeg, Man.
SARGENT TAXI
Phone 76 001
FOR QUICK RELIABLE
SERVICE
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG WPG.
Fasteignasalar. Leigja hús. Ot
vega peningalán og eldsábyrgB
bifreiBaábyrgB, o. 8. frv.
PHONE 97 538
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Löofrceðinoar
209BANK OF NOVA SCOTIA BG
Portage og Garry St.
Simi 98 29)
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Netting
68 VICTORIA ST„ WINNIPEX>
Phone 98 211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage will be appreciated
C A N A D I A N FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAGE, Managino Director
Wholesale Dlstributors of Frásh
and Frozen Flsh.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 828 Res. Ph. 73 917
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
Bus. Phonc 27 989 Res. Phone 38 151 J
Rovalzos Flower Shop
Our Speclalties
WEDDING CORSAC.ES
COLONIAL BOUQUETS
FUNERAL DESIGNS
Mrs. S. J. Rovatzos, Proprletre*
Formerly Roblnson & Co.
253 Notre Dame Ave.
WINNIPEG MANITOBA