Lögberg - 20.01.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 20.01.1949, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. JANÚAR, 1949 UM BÆXUR Eftir STEFÁN EINARSSON BÆKUR FRÁ NORÐRA — Á AKUREYRI FYRIR MISSERI síðan bárust mér nokkrar bækur frá útgáfu- félaginu “Norðri” á Akureyri með þeim tilmælum að ég minntist þeirra einhversstaðar í blöðum. Og þótt ég leggi það ekki í vana minn að ritdæma bækur í stórum stíl, þykir mér að þessu sinni vel þess vert að vekja athygli manna á forlaginu og bókum þess, eigi aðeins vegna þess að forlagið virðist vera gott þar sem bækur þess eru tvímælalaust góðar, heldur líka vegna þess að Austfirðingar virðast standa að forlaginu. Forstjóri þess er Albert J. Finnboga- son, sonur Jóns Finnbogasonar verts á Seyðisfirði. Vera má að hin austfirzku kynni hafi ráðið nokkru þar um að forlagið hefur prentað bækur eftir tvo Austfirðinga, góða og gegna: Helga Valtýsson, gamlan blaðamenn og kennara, en síung- an áhugamann þótt hann sé kom- inn yfir sjötugt (f. 25. okt. 1877) og Ólaf Jónsson, framkvæmdar- stjóra Ræktunarfélags Norður- lands. (f. 23. marz 1895). Helgi er Loðmfirðingur að uppruna, en Ólafur fæddur í Freyshólum á Völlum. Skal nú fyrst vikið að verk- um þessara manna. Helgi Vatýsson vakti fyrst athygli með litlu ljóðakveri, er hann kallaði Blýantsmyndir og kom út 1908. Hann hafði verið í Noregi við nám, fyrst á kenn- araskóla 1897—1900, síðan við leikfimi, söng- og tungumála- nám í Osló, og við blaðamenn- sku hafði hann líka fengist þar (1900). Báru kvæðin vott um kynni hans af norskum, einkum nýorskum, menntum, sem voru á nýnorsku, en það var á þeim árum engin meðmæli með þeim á Islandi, því íslendingar skildu ekki þá og skilja víst tæplega enn hver styrkur þeim mætti verða að nákomnustu frænd- málunum í baráttunni til við- halds tungu sinni. En í kvæðun- um var hiti og fjör, og hefur það síðan loðað við flest það sem Hclgi hefur hrist fram úr ermi sér sem blaðamaður, ljóða- og sagna-skáld. Helgi var mikill forgöngumaður ungmennafé- lagshreifingarinnar, stofnaði til að efla hana Skinfaxa (1907-11), og hélt úfi Unga íslandi til menntunar æskulýðnum (1911— 13), auk þess hafði hann verið ritstjóri Skólablaðsins 1906—08. Eins og nýnorsku málsmönnun- um var honum umhugað um að vekja upp hina fornu íslenzku vikivaka eftir fyrirmyndum frá Færeyjum. í því skyni gaf hann út íslenzka vikivaka og söngleiki 1927. Á árunum 1933—35 skrifaði hann okkra sagnaþætti í Eim- reiðina undir dulnefninu Bjarni Sveinsson, merkastir þeirra voru sagnaþættirnir “Á Dælamýrum” í Eimreiðinni 1934—35. Sennilega hafa góðar viðtök- ur þessara greina og þátta vald- ið því að Helgi réðst í að gefa út smásögusafnið Væringjar, smásögur frá ýmsum löndum eftir einn þeirra. Kom safnið út hjá “Norðra” á Akureyri 1935. Þetta eru átta sögur, flestar frá útivistarárum Helga í Noregi, (Bergen) sem íslenzkur konsúll hefði átt að gegna, ef nokkur hef- ði verið. SYKUR TOMATA 12% til 14% Sykurefni Hug:sið yður, sætar tómötur, með f mörg- um tilfellum y f i r 12% af sykri, Slfkt hefir aldrei áður heyrst. Athugið feg- urð þessa Avaxtar, sem oft verður tvö fet á. lertgd, Smærri en ven.iulegrar tðmöt- ur, en sætan og syk- urefnin gera þennan á v ö x t einn þann fullkomnasta, s e m bekst hefir á síðari árum; endist iengi og er s a n n u r herra- manns matur, bæði s e m ávaxtamauk. sðsa og þykksafi. ó- viðiafnanlegt, Verið á undan, Pantið stvax, (pakki 15c póntfrítt) FRf—Vor stóra 1949 frK og rœklunarbók - Stcerri en áður dominion seed house Georgetown Ont, Bókin hefst með skissu um “Falco iscalndicus” ímynd vær- ingjans, er situr hátt yfir fogla- geri dýragarðsins í London og hugsar heim. Vildfagel har varken bo eller viv,— Vildfagel ar dock ett harrligt liv. Svo fer íslenzka fálkanum og svo fer væringjanum,—þeir eiga hvergi heima, fylgja útþrá og æfintýralöngun sinni, en halda þó alltaf heim til íslands um síðir. Helgi er sjálfur slíkur vær- ingi, fullur æfintýra og brasks, og þó forsjá íslendinga þar sem hann fer, þeir Björn Bergs og Þormóður Kormáks eru klofn- ingar af honum sjálfum, hinn norræni maður og keltinn í per- sónu hans. Á fund þessara félaga streyma íslenzkir æfintýramenn á stríðs- árunum. “Ásgeir ungi” gáir eigi annars en að sigla, og hann siglir þar til að skip hans er skotið í kaf. En hann horfir í norðvestur á dauðastundinni, eins og íslenz- ki hvíti gæðingurinn, sem skot- inn er í kaf af öðru skipi. “Hjörleifur” er mjög af öðru húsi og laus við allan æfintýra- brag að því er séð verður. Þó kann hann þá list að fara í felur, ef menn gera, rekistefnu eftir honum. Hann vill ekki heim. Söguhetjan í “Svörtum fjöðr- um” kemur til þess að týna lífi sínu, þreyttur á lífinu eftir það að konan hefur svikið hann. En hann kemur líka með “Svartar fjaðrir” í vasanum, er hann les sér til sálubótar og afsökunar áður en hann skilur við Garða og Gröf. Mannlýsingin er ágæt, og dómurinn um “Svartar fjaðr- ir” snjall. Síðasta saga bókarinnar “Sveinki Salómons” er líka af einum æfintýramanni er kom til Noregs og Danmerkur og lék þar listir sínar. Þetta er maður af ætt Vellygna-Bjarna, hraðlyg- inn og fullur af stílgáska, sem minnir á Heljarslóðarorustu, Píslarsögu Jóns Þumlungs, Þór- berg og Hagalín. Ber sagan því ljóst vitni, hve létt höfundi er um að bregða sér í annara manna ham með eftirhermum, og hve mikill fjörkálfur hann er, þegar hann vill það við hafa. Annars lagar stíll Helga sig mjög eftir efni, er heitur og and- stuttur, innilegur í alvöru og sorg, raunsær og hugsær á víxl. En auðsær er þó skyldleiki höf- undar við hugsæ skáld frá því um aldamót, og kemur það enn betur fram í síðari bók hans, einkum í hinni rómantísku skóg- arhöggs-sögu frá Dælamýrum, sem full er eigi aðeins af dular- fullum fyrirbrigðum, heldur líka djúpri nátturukend, sem minnir á Einar Benediktsson. Þær tvær sögur, sem enn eru ótaldar í Vœringjum, gerast báð- ar heima á Islandi. “Kreptir hnefar” lýsir síðustu kijeðju drykkjumanns í Reykja- vík, manns sem drekkur eins og hetja og deyr sem hetja. “A gentleman” segir frá af- dönkuðum kaupsýslumanni; hann fer um, og reynir enn að plata sig á fram með kurt, en verður lítt ágengt þrátt fyrir símtöl um hundruð króna á næstu grösum. Minnir maðurinn ekki alllíðið á suma flækinga Hamsuns og uppgerðarlæti þeirra. Þetta er ágæt saga. 1 bókinni Á Dælmýrum, er “Norði” gaf út 1947 er smásagan “Þrír í Lundúnum” skrifuð 1911 og er í nánu sambandi við Vær- ingja-þætti fyrri bókarinnar. Þessir þrír í Lundúnum eru skáldið — Björn Bergs — sjálft, þá skömmu búinn að gefa út kvæðakver sitt, austfirzki mál- arinn (Kjarval) og íslenzki myndhöggvarinn (Einar Jóns- son). Alla þessa þrjá dreymdi drauma stóra, og um skáldið er þess getið, að “hugur hans var óvenjuheitur og frjór — á ís- lenzka vísu. Og viðhorf hans til lífsins var óslökkvandi eirðar- laus þrá, sem hann skynjaði eigi til hlítar . . .” Já, eflaust dreymdi skáldið stóra drauma, en í samanburði við snillingana tvo, Kjarval og Einar, og í smanburði við ann- an yngri austfirzkan snilling, Gunnar Gunnarsson, átti það ekki fyrir þessum unga sveim- huga og væringja að liggja að móta drauma þessa í hina hörðu mynt margra og stórra rit- verka. Til þess var hann eflaust of fjölhæfur, of fjöllyndur, of lík- ur Álfi á Vindhæli. í stað þess gat hann notið lífsins, lifað líf- inu á ríkara hátt en hinir snill- ingarnir er voru bundnir á klafa framleiðlsu sinnar. Hann lagði land undir fót og lifði undursam- leg æfintýri sem blaðamaður og kaupamaður, æfintýri eins og fundinn við “Skógarbjörninn” (um 1900), eða blaðamannasigur eins og “Þegar ég sat um Henry Ford” (1915—16). Langmerkust eru þó æfintýri hans í skauti norskrar náttúru eins hann lýsir þeim í “Hrím- skógur” (1918) og í lengsta kafla bókar: “Á Dælamýrum.” Á Dælamýrum sekkur hinn ís- lenzki unglingur eigi aðeins sál sinni á kaf í norska fjall-náttúru á öllum tímum árs, og kemur þaðan endurnærður eins og maður úr laug. En hann vingast líka við stórtrén, sem hann hegg- ur, við björn og réf og við hina óviðjafnanlegu fugla skógarins, smáa og stóra, einkum stórfugl- inn þiður og orra, er á vorin sökkva sér í ógleymishaf kyn- hvatarinnar og verða þá að bráð veiðmönnum eins og Höska gamla. Kynnin við Höska gamla, skógarmanninn, veiðimanninn, sem hvergi unir nema í fjall- skógunum, verða náin og inni- leg, ennþá innilegri verða þó kynnin við Svallaugu, selstúlk- una, sem er frelsi skógarins holdi klætt, en reynist líka bund- in sem tré fast á rótarfótum, þegar ástin blossar upp milli hennar og íslenzka væringjans. En væringjanum halda engin bönd: hann vill út til íslands. Miklu síðar (á Akureyri) þrjónar Helgi framhald aftan á þessa þætti, en framhaldið jafn- ast eigi á við hið norska skógar- æfintýri, sem, eins og áður segir, er eigi aðeins fullt af djúpri náttúrukennd, heldu líka dulúð og myrkri skóganna, og dulr- ænni reynslu skógarbúa. Frá Noregi er smásagan “1 Sílóam” um ofsatrú hins tungu- talandi Fíladelfíu-safnaðar í Vestur-Noregi. Islenzku sögurnar munu flest- ar skrifaðar eftir að höfundur flutti frá Reykjavík, en hann yarð kennari við Reykjaskóla í Hrútafirði 1930—32, við Núps- skóla ( Dýrafirði ^932—35 og það ár fór hann alfari til Akur- eyrar þar sem hann hefur verið síðan. Sumar þessara sagna eru smá- skissur eins og “Lóa”, sem er lýsing á skygnri stúlku og miðli (1932), eins og “Lífið og dauð- inn”, realistisk minning um jass- trallandi stúlku sitjandi á kistu systur sinnar á leið til grafar, (1933), “Hver sendi þig?” um máríerluna á glugganum, sem á svipstunda breytir sorg og sút herbergisbúa í vonglaðan hug (1933). Sama má segja um “Steingerði” með hinar fögru ] hendur (1940), og drauminn um “Hið gullna ryk endurminn- inganna (1939). Meir af aldarlýsingu, stund- um með ádeilublæ er í “Vega- gerðarmenn” (1932—33), “Á mölinni I og II”, en í báðum þessum sögum andvarpar höf- undur yfir flótta manna úr sveitum í þorp og borgir — á mölina. Og hann sér misvitru vegagerðarmannanna, s e m greiða þessum flótta veg með bættum samgöngum, og til- gangsleysi skólanna í sveitinni, sem áttu að bæta úr útþránni, en gera þveröfugt. Annars er líka dulræn smá- saga í “Vegagerðarmenn” ís- lenzk hliðstæða við morðsöguna og draugasöguna á Dælamýrum. “Jass” og “Grettur” eru báðar ádeilur í skopformi á viss lífs- form kaupstaðarmenningarinn- ar. Árið 1933 stofnaði Eimreiðin til samkeppni um verðlauna- sögu og birti upp úr því verð- launasögu er nefndist “Aust- fjarðarþokan.” í sögu þeirri þótti Helga loðmfrizka “smalaþok- unni sinni” ekki gert nógu hátt undir höfði og gerði bragarbót með þáttum þeim sem hér eru prentaðir undir því nafni. Þess- ir impressionistisku þættir minna mig á “Krarup Kro” eftir Kielland, og er ekki leiðum að að líkjast. Það sést af undanfarandi at- hugasemdum, að Helga hefur ekki ávallt líkað við samtíð sína, einkum upp á síðkastið, og væri þó synd að segja að hann væri ádeilugjarn um skör fram. Hitt má og fyrirgefast manni á stjöt- safna sögnunum um þessa miklu tugsaldri þótt han hafi ánægju af að rifja upp hetjusögur for- tíðarinnar. Þetta hefur hann gert með Söguþáttum Landpóst- anna I-II er úf komu (hjá “Norðra”?) 1942. Mun það hafa verið kært viðfangsefni Helga að ferðalanga og æfintýralegu göngu-hrólfa, sem oftar en flest- ir ^amtímamenn þeirra munu hafa átt íslenzkum hestum og eigin fótum fjör að launa í bar- áttu við hina mislynda veðr- áttu vetrarins á íslandi. En Helgi var æfintýramaður eins og póstarnir, og þótt merki- legt mætti virðast átti hann á stjötugsaldri enn eftir eitthvert merkilegasta æfintýri æfi sinn- ar, en það var að fara á vit hinna íslenzku hreindýra til sumar- paradísar þeirra á Vesturöræf- um, suðvestur af Jökuldal, í Kringilsár-rana, er verður á milli Jökulsár á Brú að austan en Kringilsár að vestan. En ferðir þessar í Kringilsár- rana fór Helgi með Eðvarði Sig- urgeirssyni ljósmyndara haust- ið 1939, vor og haust 1943 og sumarið 1944. Voru þeir að nokkru leyti erindrekar lands- stjórnarinnar, er styrkti för þeirra, að nokkru leyti, vóru þeir studdir til ferðalagsins af bóka- útgáfunni “Norðri” sem gaf út bók þá, Á hreindýraslóðum 1945, er Helgi skrifaði um ferðalögin, um sögu hreindýranna á Islandi, og um eyðingu þeirra fram til þess tíma. Einnig eru í bókinni tillögur Helga um friðun þeirra og notkun í framtíðinni, og eru þessar tillögur í fyrsta sinn reist- ar á nánum kynnum af hjörð- inni eins og hún er nú. Bókin er mjög vel skrifuð og ber þess merki að Helgi nú sem fyrr er hvergi nær eðli sínu heldur en uppi á öræfum í sam- félagi við náttúruna. Slík snert- ing við móður náttúru snýr hon- um að jafnaði í hrifinn dulspek- ing, og skiftir engi máli hvort náttúran er skógarnir norsku eða íslenzku öræfin. Bókin er prýdd hinum fegur- stu og fróðlegustu myndum af hreindýrunum og af háfjalla- náttúrunni, þar á meðal prýði- legar myndir af Snæfelli. Gott kort af öræfunum fylgir bókinni. Framhald EINN HEIMA (Héraðslýsing) Hef ég mest í hug að freista hér í nœði, yrkja kvæði. Enda veit ég engan geta, orkað neinu, ef hvergi reynir. Skáldin góðu skygnast óra skilningsleið og vandann greiða. Líklegt er ég lágstíg geri lukkuskref í mínu stefi. * Hvað skal segja, ég veit eigi, oftast ráðin finnast bráðum. Helzt er hverju barni að byrja, bratta göngu í smááföngum. Lít því núna laust um túnið, Ijósan fífublett og þýfi, sé ég fyrst á svæði nyrzta, sem er brotið Enniskoti. Áfram senn ég augum renni, eftirtektin nærist blekkta. Brúnum renndar breiðar lendur blasa við frá öllum hliðum. Undra þétt sjást álfa klettar, á þeim standa beggja handa, seiða duldum söng og mildum, sanna boða forna skoðun. Lengi hljóður hlusta á seiðinn. Hugsun vaknar, stjarfinn slaknar. Sé í anda opnin standa, Eiríkshól, og fleiri bólin. Litaskrúðið skrautíbúða, skærar logar regnsins boga. Inn að stika ég þó hika, oft í vanda mennskir standa. Lít ég við, og sjónarsviðið, sífelt stækkar, brúnin hækkar. Borgarvirki, ímynd orku, undrum lýsir, minjar hýsir, óravegi arma teygir —öfga bindur fólskra vinda— inn að breiðum Arnarheiðar út á sanda Húnastrandar. Töframyndir múlu og tinda Miðhóps víða flötinn prýða, Ijóst þær tíðum lognið blíða, laðar fram í sólskins ramma. Þing og Ásar enn við blasa, út um Skaga og Vatnsneshaga. Byrgja nær ein brúnin stóra bezta fundinn Ingimundar. Fjöllin hringinn hér í kringum, halda vörð um byggða svörðinn, leyfa mynd til augnayndis, yfir sjóinn Húnaflóa. Eiríksjökuls íss að þökum, einnig greiða sjónarleiði. Séð því geta menn og matið margan þátt í landsins háttum. Þessi fjöll, með fögrum hjöllum, fjölda tinda, rósir linda, hrikafléttum hárra kletta, hlýleg skörðin fagurgjörðu, þröngra dala, bekki og bala, blómaskraut í urðalautum— bröttu fjöllin, fremst af öllu, fagurt gera þetta hérað. Nú er löngu lokið göngu —Ijómi frœgðar einn til þægðar— Ásmundar, sem upp nam bera alt sitt gull um voðafúlla hamrasveipi á himingnýpu, hélt þar seiminn lengi geymast. Klettaflugið kappadugur kaus ei neinn að reyna seinna. Núpur mætur, gulls er gætir, geymir nafn hans aldasafni. Fellin önnur, karla og kvenna, <2 kalla minning framliðinna. Nefna sæmir nokkur dæmi: Nœst að muna Spákonuna, Jörund, harla hraustan karlinn, harðan Sóta beint á móti. Eygja menn, sem úti finna yndisgrunn í náttúrunni, meriklega marga vegu mikla sýn frá koti mínu. Auðna veiti öll þess breyting útsýn geti samræmst betur. Vænum skal það Víðidálnum verða hrós, ef ég má kjósa. SIGVALDI JÓHANNESSON, Enniskoti, Víðidal, Hvs. 1) þ, e, Vatnsdalinn 2) Urðarfell Sandfell Selfell Spákonufell Asmu ndarn úpu r Rauðkollur Jörundarfell Sötafell eru örnefni á ýmsum hjúkum I Víðidalsfjalli,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.