Lögberg - 20.01.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.01.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. JANÚAR, 1949 J.ost)£rg GefiíS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and publiahed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa OR HERBÚÐUM STJÓRNMÁLANNA Það væri synd að segja, að alt hefði verið með kyrr- um kjörum í höfuðborg Manitobafylkis þessa síðustu daga, því þar stóð mikið til, og þar var, að minsta kosti í vissum skilningi, mikið um dýrðir; þar héldu Liberal- Progressive stjórnmála samtökin ársþing sitt og þar sveif yfir vötnunum andi eldlegs áhuga og óyggjandi sigurvissu; á þinginu ríkti lífsloft vaknandi ábyrgðar- tilfinningar gagnvart sönnum umótum og framtíðar- þróun þjóðarinnar; og þrátt fyrir helspár og hrakspár andstöðuafla Liberal stefnunnar, báru störf þingsins í heild órækt vitni um það, að þjóðin myndi, enn sem fyr, fylkja sér undir fána Liberala við næstu sambands- kosningar og tryggja með því um ókomin ár, einingu þjóðarinnar og jafnvægið í þjóðfélaginu. Á áminstu fiokksþingi var því í einu hljóði lýst yfir, að hafa í kjöri Liberal frambjóðendur í hverju einasta og eina sambandskjördæmi innan vébanda Manitoba fylkis, velja til framboðs aðeins úrvals-menn og fylkja liði um kosningu þeirra; þetta var góðs viti, er óhjá- kvæmilega hlýtur að skjóta kyrstöðu — og afturhalds — öflunum skelk í bringu; þetta flokksþing þurfti ekki að semja neina nýja stefnuskrá; það lýsti, eins og vera bar, einhljóða fylgi við stefnuskrá landsflokksins, eins og hún var samþykt á Ottawafundinum í fyrra, þar sem flokkurinn valdi sér Mr. St. Laurent að leiðtoga. Sá maðurinn, sem mest lét til sín taka á áminstu ársþingi Liberal-Progressive samtakanna í Manitoba, var hinn nýi dómsmála ráðherra sambandsstjórnar- innar, Stuart S. Garson, fyrverandi forsætisráðherra fylkisins; hann færði að því gild og óyggjandi rök, hve þau sjö fylki, er ekki alls fyrir löngu gerðu hagsmuna samning við sambandsstjórnina hefðu unnið mikið á frá fjárhagslegu sjónarmiði séð og hvern bjarnargreiða hin fylkin tvö, Quebec og Ontario, hefðu gert þjóðar- heildinni með því að þverskallast við að verða virkir aðilar að áminstum samningum; kom hann þar alvar- lega við kaun þeirra Maurice Duplessis, forsætisráð- herra í Quebec og George Drew, fyrrum forsætisráð- herra Ontario fylkis, en núverandi leiðtoga íhalds- flokksins í landinu. Mr. Garson var heldur engan vegin myrkur í máli í garð þeirra Col. Ross sambandsþing- manns fyrir Souris kjördæmið í Manitoba og þeirra fylkisþingmannanna, Mr. McDowels og Mr. G. S. Thor- valdsonar, er hver um sig hefðu þunglega áfelzt áminsta hagsmuna samninga milli Manitóba fylkis og sam- bandsstjórnarinnar. Nýliði í sambandsstjórn, auk Mr. Garsons, Mr. Pearson utanríkismálaráðherra, vakti og mikla athygli á áminstu flokksþingi; hann er víðmentur maður og kunnur að háttþrýði; hann lagði áherslu á það að utan- ríkismálin væru í eðli sínu svo viðkvæm að ekki mætti undir neinum kringumstæðum gera þau að pólitískum fótbolta; lýðræðið væri fegursta og fullkomnasta stjórnskipulagið, sem mannkynið enn hefði þekt og þarafleiðandi væru engin átök því til verndar of þung eða of mikli. Á miðvikudagskveldið í vikunni sem leið kom fram á sjónarsviðið hér í borginni hinn nýdubbaði höfuðs- maður íhaldsflokksins, Georg Drew, fyrrum stjórnar- formaður í Ontario; hann flutti ræðu í Civic Auditorium við geysimikla aðsókn, eitthvað um fimm þúsund manns, Mr. Drew er glæsimenni og áhrifamikill ræðu- maður; að hann sé af hinum hreinkynjaða gamla skóla í stjórnmálum, verður ekki um vilst; í þeim efnum er hann víst áreiðanlega réttur maður á réttum stað; að hann verði nokkru sinni stjórnarformaður í þessu landi mun miklum vafa bundið, enda mun samtíðin í þessu landi, eins og reyndar í flestum öðrum löndum, naumast í því skapi að velja sér afturhaldsmenn að leiðtogum. Það var síður en svo að Mr. Drew væri í sóknarað- stöðu á áminstum mannfundi; hann var öllu heldur í í tvísýnni varnaraðstöðu með það fyrir augum, að þvo hendur sínar af vafasömum afskiptum sínum af milli- fylkja samningunum við sambandsstjórnina. En hvernig svo sem kaupin gerast á eyrinni og hvernig svo sem viðrar í Ontario við næstu sambands- kosningar, eru litlar líkur á að Vesturfylkin bíti á aftur- haldsagnið. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Foringi C.C.F. flokksins, Mr. J. M. Coldwell, lýsti yfir því í viðtali við sameinaða fréttasambandið brezka á laugardaginn var, að hann myndi veita Liberalstjórn- inni fulltingi í hennar megin málum á næsta sam- bandsþingi, svo sem um þátttöku Canada í öryggissátt- mála Norður Atlantshafsins, inngöngu Newfoundlands í candadiska fylkjasambandið og meðferð utanríkis- málanna í helztu dráttum; en að því er viðkæmi félags- legu öryggi heima fyrir, myndi flokkurinn fylkja sér fast um sína fyrri stefnu. Líkkistan hans Ah Kee Ejtir WILLIAM S. PEACOCK ENGINN VISSI um aldur hans Ah Kee; hvert árið sem leið, bætti nokkrum nýjum hrukkum á andlitið á honum, þangað til holdið hafði smárýrnað og hörundið orðið eins og hýði á vind- þurkuðu epli. En öll framkoma hans hélzt óbreytt. Þegar hann gekk um húsið- eða jafnvel þó hann gerði ekki annað en að snúa sér við til þess að seilast eftir einhverju í eldhúsinu, þá lýsti hver einasta hreyfing sömu viðfeldninni, prúðmenskunni og tigninni; hvert líðandi ár eins og árið næst á undan. Hann var barn gamla heimsins og gamla tímans, hárið var ná- kvæmlega fléttað í fimm flétt- ur, eins og týzkan skipaði fyrir í hans landi hjá hans þjóð. Negl- urnar lýstu því að hér var ekki um neinn iðjuleysingja að ræða; hann hélt þeim stöðugt mátulega löngum. Ah Kee hló oft og innilega, og þá var alveg eins og dökku ská- settu augun ljómuðu af fögnuði. Hann snoppungaði Willards börnin hvenær sem honum bauð svo við að horfa. Hann var ein- valdur keisari í eldhúsinu sínu, og í raun réttri yfir öllu húsinu eftir því sem Tommi Willard sagði. En hann var góðjarn stjórnari, þó einráður væri. Hann leið um húsið léttfættur eins og köttur, í flókaskónum sínum með rauðu sólunum, og söng eða raulaði skrítna söngva á kínversku þegar hann var að vinna. Það kom sjaldan fyrir að kvartað væri undan honum, þó hann væri talinn harðstjóri í ríki sínu. Ah Kee átti auðvitað leyndarmál eins og flestir aðrir; en Willard fólkið gerði ekkert til þess að hnýsast inní það og hann hafði geymt það vandlega í tvær kyn- slóðir, en það var tíminn, sem hann hafði verið í þjónustu Will- ard fólksins. Þetta leyndarmál hafði verið svo að segja líf hans og sál, það hafði vaxið og full- komnast ár frá ári. Það hefði ekki verið merkilegt í augum flestra annara, en honum var það óviðjafnanlegt. Það var í sambandi við dauða Ah Kee. Hann vissi það að hann myndi einhvern tíma deyja og hann var ekkert hræddur við dauðann, en það sem honum lá þyngst á hjarta, var hitt hvernig hann yrði jarðaður. Hann hafði horft á eftir fimm af Willard fólkinu ofaní gröfina: Það var amma og afi Tomma og tvö af börnum hans (Tomma). Sjálfur hafði Ah Kee aldrei kvænst og þess- vegna var Willard fólkið hans fjölskylda; og þegar eitthvað af því dó þá hafði hann grátið í hljóði og syrgt innilega og hann hafði klæðst hvítum fötum í hús- inu á meðan saknaðar tíminn stóð yfir. Tommi Willard hafði einhver- ju sagt, Ah Kee “þú ert einn af okkur, þú heyrir okkur til, við elskum þig öll; okkur langar til að gjefa þér part af grafreitn- um okkar, svo við verðum öll saman þegar við förum héðan.” Og Amanda, konan hans hafði hneigt höfuðið til samþykkis. Ah Kee hafði hneigt sig hálf- partinn vandræðalegur; ekki vegna þess að húsbóndi hans hafði minst á dauðann, heldur sökum hins: að blessað fólkið skyldi vilja láta hann, útlend- inginn, hvíla hjá ástvinum sín- um í hinni eiflífu ró grafarinn- ar. “Þið eruð góð við gamlan mann.” Sagði hann í hálfum hljóðum á kínversku, en það mál skildu og töluðu allir á heimil- inu: “Ég er ekki verður slíkrar dýrðra.” Ekkert frekar hafði verið sagt um þetta mál í það skifti. Will- ard fólkið taldi það sjálfsagt að hann tæki þessu og væri ánægð- ur með það. Hann aftur á móti vildi ekki særa tilfinningar þess með því að segja því hugsanir sínar og geymdi því leyndarmál- ið með sjálfum sér eins og áður. En hann hafði ekki gert ráð fyrir því að verða grafinn í Can- ada heldur heima í litla bænum sínum Kantong, þar sem hann fyrst hafði dregið andann, fyrst séð dagljósið, fyrst grátið og sog- ið brjóst móður sinnar. Hann hafði þegar valið líkkist- una sína, yndisfagurt smíði, handfágað mahoní alt skreytt með gullgljáandi kopar og hreinu silfri og fóðrað með loðnu silki og þar var koddi með fín- ustu borðum. Það var dýrðlegt. Það var líkkista, sem hefði sæmt sér handa voldugasta þjóðhöfð- ingja. Hvað bróðurbörn hans og barnabörn mundu syrgja hann sárt og verða stolt af honum þeg- ar hann kæmi heim í þessari dýrð! Það var ekkert tiltökumál þó hann hugsaði svona, því allir samlandar hans hugsuðu eins: Það var þeirra dýpsta þrá, þeirra hjartfólgnasta ósk frá vöggunni til grafarinnar á útlegðarárun- um í hinu mikla landi, sem þeir höfðu flutt í, að þeir mættu verða fluttir heim í dýrri líkk- istu og jarðaðir með sorg, og við- höfn og virðingu. En þeir voru næsta fáir, sem safnast gátu nógu miklu fé til þess að kaupa slíka líkkistu og láta sælu- drauma sína rætast. Ah Kee hafði altaf verið sér- staklega sparssamur; þrátt fyrir það var hann samt enginn nirfill eða nurlari sem af engu gæti séð. Hann hafði komist yfir allmikið fé með stöðugri vinnu um fjölda- mörg ár—sjóður hans hafði smá- vaxið; hann geymdi alla sína peninga í græna og rauða vesk- inu sínu; það var fínt veski úr hreinu silki; hann geymdi það í kistunni sinni gömlu, hann safnaði öllu sem hann vann fyrir í þetta veski þangað til að svo var komið að hann vissi að sér yrði borgið að því er dýrðlega greftrun snerti. Að vísu hafði hann eytt miklu á stríðsárunum; lagt mikið í líknarsjóðinn til Kína og sent mikla peninga til skyldfólks síns og vina sinna í Kína; hann átti samt nóg til þess að kosta þá veglegu jarðarför, sem hann alt- af hafði dreymt um, fyrir það þakkaði hann guðum sínum. Myndin af Kvan Tai—stríðs- guðinum—starði íllúðlega á hann, þar sem hún stóð út í horni í herberginu, en þar logaði sjald- an fórnareldur upp á síðkastið, þess hafði ekki þurft, því um engin stríð var að ræða um langt skeið; en ylmsætt reykelsi hélt áfram að kasta bláum hring- um í loft upp frammi fyrir myndinni af Chai Sun — fjár- málagyðjunni og myndinni af Qvan Yin — mynd hamingju guðsins, því Ah Kee trúði á guði þjóðar sinnar og mátt þeirra. Nú stóð hann í stóra rúmgóða herberginu sínu í afturenda hús- sins og hneigði sig samkvæmt þúsund laga boðunum, fyrst frammi fyrir Qvan Yin, þar næst frammi fyrir Chai Sun, og síðast með minni áhrezlu frammi fyrir Kan Tai: Ég á skamt eftir ólifað, dey bráðum” sagði hann upphátt, en auðmjúklega “og þúsund þakkir fyrir það til ykkar, guðir lands míns og þjóðar, sem þið hafið gert fyrir mig. Ég er gamall og á enga syni til þess að syrgja mig. En ég ber enga beyzkju í hjarta mínu.” Nú hvolfdi hann öllu úr silkiveskinu sínu á lága borðið: “Hér er nú komið nóg til þess að borga fyrir alt það, sem þarf að gera — Ég er þess ekki verðugur. Hagnýt og kœrkomin ræktarsemi FYIR STUTTU síðan ritaði frú Ingibjörg Jónsson ítarlega og ágæta grein í kvennadálki sínum hér í blaðinu þess efnis, að amerísk og canadisk tímarit, og þá eigi síður vestur-íslenzk blöð og tímarit, myndu kærkomnar gjafir á íslandi, þar sem innflutn- ingur tímarita á útlendum málum er mjög takmarkaður vegna skorts á erlendum gjaldeyri. Þó um seinan sé, vil ég ein- dregið taka undir þá góðu hug- mynd, sem hreyft var í um- ræddri grein, því að sending slíkra blaða og rita til frænd- fólks og vina heima á ættjörð- inni er, eins og nú horfir við, bæði hagnýt og tímabær ræktar- semi. Ekki er nema mjög stutt síðan, að Víkverji (ívar Guð- Hann hneigði sig, rétti sig upp aftur, tók upp alla peningana og lét þá aftur í silkiveskið; síðan vék hann sér frá borðinu faldi veskið undir vesti sínu og fór út úr herberginu, jafn hljóðlega og hægt í dag, því nú hafði hann aft ur fundið til þessa verkjar í hjarta stað, og ef hann hreifði sig nokkuð snöglega, þá sló út um h a n n köldum svita, og það, var í svip- inn eins og hann ætlaði að kafna. Hann gekk eftir ganginum upp á loftinu og niður bakstigann niður í eldhúsið. Hann hafði aldrei fundið til þess eins og nú hvað hann var einmana. Hugur hans hvarlaði langt aftur í tímann þrjátíu, fjörutíu eða jafnvel fimtíu ár, þegar börnin hlupu hvert í kapp við annað eftir ganginum og upp og niður stigann, og laumuðust inn í eldhúsið til þess að stela frá honum sætum kökum og öðru sælgæti, sem hann hafði sjálfur búið til, þá var húsið fult af fólki og þá var það fullkomið mannsverk að sjá um alt; en nú var húsið svo að segja tómt og hálfpartinn leiðinlegt, rúmin og húsgögnin gamaldags; það var eins og alt svæfi, ekkert líf í neinu. Nú var enginn í þessu húsi nem Amanda og hann. Húsið var sjálft á fallanda fæti eins og þau; höfðust við aðeins í nokkrum hluta þess, höfðu ekkert að gera við það alt; mestur hluti þess var í eyði. En hann hélt íbúðinni hreinni eins og fyrri daginn. Já þau höfðu elzt með húsinu: Það var eins og gamall vinur sem var að deyja en átti sál, sem mundi eftir mörgu, þó ekki gæti það sagt frá neinu. Það mundi eftir mörgum glaðværðarstundum og nokkrum tárum. Framhald mundsson ritstjóri) var að harma það í dálki sínum í Morg- unbladinu, hve illt væri að búa við hinn mjög takmarkaða inn- flutning erlendra tímarita í ýmsum greinum. Hins sama gæt- ir í bréfum, sem mér hafa verið að berast heiman um hafj Eng- inn þarf því að draga í efa, að slíkar sendingar myndu bæði vel þegnar og metnar að verðleik- um. Bæta má því við, að fjöldi fólks á íslandi, að minnsta kosti í höfuðborginni o^g öðrum bæj- um landsins, koma tímarit á ensku að fullum notum, og sama máli gegnir einnig um marga víðsvegar í sveitum lands. Enda væri hægurinn hjá fyrir íslenzkt fólk hér vestra að komast eftir því bréflega hjá skyldfólki sínu á Islandi, hvort þeim myndi eigi slík rit að gagni koma. 1 grein sinni gaf frú Ingibjörg góðar bendingar um val þeirra tímarita á ensku máli, amerískra canadiskra, sem heppilegast væri að senda, og bennti rétti- lega á ýms bókmennta-og skemmtirit almenns efnis, sem og ýms kvenna-og heimilisrit. Eins og hennar var von og vísa, lagði hún ennfremur áherzlu á það, hve kærkomnar sendingar íslenzku blöðin og tímaritin héð- an að vestan væru ættingjum og vinum á Islandi, og er óþarft að fjölyrða um það. Á hitt má þó benda, að með sendingu þeirra blaða og rita heim um haf vinna íslendingar hérlendis þakkar- vert verk með þrennum hætti:- gleðja skyldmenni og vini á ætt- jörðinni með kærkominni send- ingu, treysta ættarböndin yfir hafið og styðja útgáfu og út- breiðslu umræddra blaða og rita. Það er því um virka rækt- arsemi og þjóðræknisstarfsemi að ræða. Að vísu er nú komið fram yfir áramót og því ekki lengur um jólagjafir að ræða, en það breyt- ir engu um það, að áskriftir að amerískum eða canadískum tímaritum, og vestur-íslenzkum blöðum og tímaritum, eða send- ing þeirra með öðrum hætti til frænda og vina á íslandi, mun mörgum í þeirra hópi einkar kærkomin ræktarsemi og ánægjuauki. RICHARD BECK Manifoba Birds BLUE GOOSE—Chen caerulescens Medium sized goose, with slaty-grey and brown body, wave marked with lighter feather edges on back and below. Wings and rump mostly slate colour; head and neck solid white. Juvenile is similar but head and neck are entirely brown. Dislinclions—The combination of white head and neck and dark body can be distinguished at a great distance. Have flesh coloured feet and legs. Nesting—On Baffin Island, Southampton Island and on Mainland (casually) near Eskimo Point (Hudson Bay) and Percy River Districts, Queen and Maud Gulf, Arctic Canada. Distribution—It migrates in great numbers along the east coast of Hudson Bay and winters on the Gulf of Mexico. About the only place in settled Canada where it seems of regular occurrence in appreciable numbers is central Manitoba. Here flocks of thousands are seen each spring in migration. Feeding habits are much the same as the Snow Goose, and are way of civilization. This space contributed. by Shea's Winnipeg Brewery Limited 1 MD-225

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.