Lögberg - 20.01.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 20.01.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. JANÚAR, 1949 5 ÁliUeAH/ÍL IWENN/L Riistjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON DR. JÓN BJARNASONAR BÓKASAFNIÐ EITT ÞAÐ allra skemtilegasta sem ég hefi lesið um hinn stórmerka leiðtoga Vestur-íslendinga, Dr. Jón Bjarnason, er rit- gerð eftir W. H. Paulson, sem birtist í Minningarritinu er kom út 1917. Er vikið þar að hinni frábæru bókvísi þessa látna höfðingja: “Vænt þótti séra Jóni um bækur. Þær voru það eina, sem ég vissi hann hafa ágirnd á. Hann hafði unun af að horfa á þær og skoða þær, hagræða þeim og raða, og hver bók var líka æ á sínum stað. Hann mátti víst framan af árum neita sér um bókakaup, en í veikindum sín- um fyr á árum, réð hann víst ílla við þá bókfýsi sína, því h&nn var stundum að fást við bóka- kaup, þegar vinir hans héldu að hann ætti ekkert eftir nema að deyja. Vinum sínum gaf hann oft bækur, og sást þar, að hann tók af því sém hann átti bezt. Fornsögurnar íslenzku las hann stöðugt, næst biblíunni sjálfri. Úr forsögunum íslands og sögu Grikkja og Rómverja tók hann löngum texta sína við tækifæris- ræðuhöld, sem hann var kvadd- ur til jafnt og þétt. Hann las mikið af skáldsögum, en var vandaður að höfundum. Sir Walter Scott og Victor Hugo voru uppáhalds höfundar hans í þeirri grein, en Gladstone og Lincoln voru uppáhaldsstjórn- málamenn hans frá síðustu öld. ' Annað atvik er mér minnis- stætt frá sama tímabili (þegar hann lá veikur 1892—3), og ég get þess, þó það snerti ekki em- bættisstarf hans. Hann átti ljóðabækur Jónasar og Bjarna, þá fyrir fáum árum útgefnar, en óbundnar, og vildi nú fá þær bundnar. Ég latti hann, vissi sem var, að um engan nýtilegan bók- bindara var að ræða í Winnipeg á þeirri tíð. Allar bækur komu þangað bundnar. Hitt var mér líka kunnugt, að enginn hægðar- leikur var að gera sér Jóni til hæfis í neinu því, er að frágangi á blöðum eða bókum laut. Hann var í því efni ekki einungis manna smekkvísastur, heldur þótti hann óhæfilega vandlátur. Ekki var að sjá að veikindin hefðu sljófgað neitt þessa gáfu hans í þetta sinn. Á því fékk ég að kenna, því margar ferðir mátti ég fara og mörg voru sýn- ishornin gerð afturreka, áður en hann loks sætti sig við skársta bandið á Jónasi og Bjarna, sem Taylor bókbindari gat látið sinn mesta snilling gera, og fanst honum það langt frá að vera við höfundanna hæfi.”------ Eins og kunnugt er lagði Dr. Jón Bjarnason fyrstur manna fram fé, “sem grundvöll til sjóðs, er myndaður yrði til undirstöðu æðri íslenzkrar menntastofnun- ar (College) hér í landinu.” Gerði hann það á kirkjuþinginu 1887. Fljótlega eftir það mun hafa farið að hugsa til þess að afla, hinum fyrirhugaða skóla bóka. Á kirkjuþingi 1893 skýrir hann frá því að kirkjufélagið eigi kost á að fá hið merkilega bókasafn séra Eggerts Briem til kaups fyrir $300. Dr Jón var ekki myrkur í máli; hann segir: “Ég álít alt að því óhæfu ef kirkjuþingið sæi engin ráð til að kaupa safn þetta, sem er auð- ugra, af íslenzkum bókum, blöð- um og tímaritum frá öllum tím- um heldur enn nokkuð prívat- bókasafn á íslandi. Og það er auðvitað langt um meira virði en það verð, sem oss er boðið það fyrir. Ég legg það því hik- laust til, að kirkjuþingið sinni þessu boði. — En taka skal ég að endingu fram, að það eru eng- in líkindi til ,ef þessu tækifæri verður sleppt, að unnt verði síð- ar að útvega hinum tilvonandi skóla kirkjufélagsins annað eins safn af íslenzkum ritum.” $300.00 var stór upphæð í þá daga, en safnið var keypt og þessar dýrmætu bækur, sumar sennilega ófáanlegar nú, voru fluttar vestur. Þá hvatti Dr. Jón almenning til að hlynna að safninu með því að gefa því bækur. Hann mun og hafa séð fyrir að margir bæk- urnar, sem landemarnir fluttu með sér vestur, myndi glatast, með tíð og tíma, ef þeim yrði ekki komið á öruggan stað. Á þann hátt tókst honum að auðga safnið með mörgu fágætum bók- um, eins og sést í Sameiningunni þar sem hann kvitteraði fyrir þær jafnóðum og honum bárust þær. Og að lokum arfleiddi hann safnið að miklum hluta síns eig- in ágæta bókasafns. Safn þetta var í Jóns Bjarna- sonar skóla meðan hann var við líði. í grein eftir Dr. Rúnólf Marteinsson í Sameingingunni ágúst 1923 — “Heimboð”, er safninu lýst þannig: “Þá göngum við inní bóka- safnsstofuna, Bókhlaða er sjálf- sagt of stórt orð. Samt er í þess- ari stofu stærsta íslenzka bóka- safnið í Ameríku, að undanteknu Fiske-safninu mikla við Cornell háskólann í Ithaca, í New York ríki. I stofunni, þar sem vér nú erum staddir, eru um 2000 bund- nar bækur, bókaskápar hylja alla veggi frá gólfi til lofts. Ef vér byrjum á suðurveggnum, sjáum vér fyrst guðfræðisdeild- ina, og þar eftir er Þorláks bib- lía frá 1644 í mjög góðu standi, ásamt fjölda annara dýrmætra gimsteina. í næstu deild eru ís- lenzk tímarit, frábærlega merki- legt safn, sem byrjar með allra elsta tímaritinu, sem á íslandi var gefið út. Þá kemur sögu- deildin, og er í henni bæði gam- alt og nýtt og eru þar margir dýrmætir fjársjóðir, þá koma íslenzk ljómæli og ýmsar fræði- bækur. Auk hinna bundnu bóka er fjöldi óbundinna bóka, og er það peningaleysi eitt, sem veldur því, að þær hafa ekki verið bundnar. Enn fremur er þar sægur af margvíslegum bækl- ingum og smáritum. Auk ís- lenzka safnsins á skólinn ágætt safn af enskum fræðibókum skáldsögum, ljóðmælum, vísinda bókum o.fl. Þar að auki allmikið danskt safn, og er þar meðal annars ferðabók Eggerts Ólafs- sonar. Fyrsti vísir þessa safn voru bækur séra Eggerts heitins Briem, sem kirkjufélagið keypti fyrir allmörgum árum, þá bætt- ust við bókasafn sunnudaga- skóla Fyrsta lút. safnaðar í Win- nipeg og síðar mikill hluti af bókasafni séra Jóns heitins Bjarnasonar. Auk þess hefir fjöldi fólks gefið til safnsins, sumir all mikið, og nokkuð hefir verið keypt. Vel væri það gjört að útgefendum að senda ætið skólanum eitt eintak af hverri bók, sem út er gefin. Þótt mikið vanti enn, sérstaklega af nýrri bókum, verður ekki á móti því mælt, að þetta er hin ágætasta byrjun til góðs og mikils bóka- safn. Byrjun til frægðar hefur líka þetta safn hlotið, og vil ég þar til nefna það, að fyrir liðugu J? i DR. JURIS RAGNAR LUNDBORG: Réttur Islands til Grænlands þarf að ná fram að ganga NOKKRUM SINNUM hefi ég ritað um rétt Islands til Græn- laands. Það mál virtist taka stórt stökk fram á við í fyrra, er Pétur Ottesen bar það fram á Alþingi og gerði í langri og ýtarlegri fram- söguræðu grein fyrir rétti íslands.og hélt því fast fram, að ísland ætti heimting á að fá rétt sinn viður kenndan. Málinu var vísað til utanríkismálanefndar, en var stöðvað þar. Nefndin skilaði ekki áliti. Nú hefir Pétur Ottesen enn gerzt flutningsmaður málsins á Alþingi, lagt fram tillögu til þingsályktunar, og bætt við hana kröfu um viðurkenn- ingu á yfirráðarétti Islands yfir Grænlandi. Þessari tillögu verð- ur sennilega einnig vísað til ut- anríkismálanefndar* og væri ó- líklegt, að hún heldur ekki nú skilaði nefndaráliti, og stöðvaði málið á þann hátt. Eins og ég áður hefi sagt, er það öldungis víst, að Grænland var hluti af íslenzka þjóðfélag- inu á miðöldum, eins og dr. Jón Dúason hefir sannað, og komst sem íslenzk eign við Gamla sáttmála í konungssamband við Noreg og síðar Danmörku. Ég hefi í mörgum ritum, þar á með- al í þjóðaréttarstöðu íslands, Winnipeg 1939, sýnt og sannað, að sá sáttmáli hefir verið í gildi fram til vorra daga. Hann vék 1918 til hliðar fyrir nýjum sátt- mála við Danmörku, en í hon- um er ekkert sagt um Grænland, og verður réttur íslands því að álítast vera óskertur. Island hef- ir aldrei gefið upp rétt sinn til Grænlands, eins og ég sýndi fram á í ritgerð í “Uppsala”, en þenna rétt verður fyrst að afmá löglega, áður en Danmörk geti öðlast slíkan rétt. Grænlandsmálið hefir verið mikið rætt á Islandi í seinni tíð. Meðal annars hefir þing Far- manna- og fiskimannasam- bandsins nú í haust skorað á * Málinu hefir nú þégar veriö vísaö til utanríkismálanefndar, og sérstök stjórnskipuð nefrid hefir verið sett til þess, að ranna- saka rétt Islands til Grœnlands. (RITSTJ.) landsstjórnina og Alþingi að réttur íslendinga til atvinnu- reksturs á Grænlandi verði við- urkenndur og málið verði lagt fyrir alþjóðadómstól, ef tregða reynist á framgangi þess. Lands- samband ísl. útvegsmanna hefir nýlega samþykkt álíka áskorun, og Fiskifélag íslands hefir einn- ig áður gert líkar kröfur til landsstjórnarinnar og Alþingis. Þannig er afstaða allra sjó- manna- og útgerðarmannastétt- arinnar í Grænlandsmálinu orð- in skýrt afmörkuð og öllum aug- ljós. Hið einfaldasta væri nú, að því mér skilst, að ísland, með greinilegum fyrirvara um hinn sögulega rétt sinn óskertan, byrjaði samninga við Danmörku um Grænland. Það er velferðar- má allra Norðurlanda, að Græn- landsmálið verði leyst. ísland nam Grænland og á þann eign- arrétt sinn yfir Grænlandi enn, enda þótt það hafi ekki langa tíma getað neytt hans vegna þess að það var í framkvæmd, en engan veginn að réttum lögum, undirokað af Danmörku. En sú undirokun tók enda 1918, og nú er ísland eins og áður lýðveldi og nýtur álits og mikillar yirð- ingar meðal þjóðaréttarríkjanna. Takist ekki að leysa málið við íslenzk-danska samninga, er, hvenær sem er, hægt að vísa því til alþjóðadómstólsins í Haag. En vissulega mun ekki til þess koma, heldur munu þessi norrænu lönd, Danmörk og Is- land, geta náð samkomulagi, er fullnægi báðum aðilum. Engin ástæða virðist til að óttast er- lenda íhlutun í þetta mál. RAGNAR LUNDBORG Vísir, 17. desember ári síðan kom norskur professor sunnan frá Luther College í Decorah í Iowa-ríki, Knut Gjer- set, sem nú er að gefa út sögu íslands á ensku máli, hingað norður til vor í þeim tilgangi að hafa not af bókasafni voru við samning þessarar sögu. Var hann hér í vikutíma og var stöð- ugt að nota safnið.” — Þegar Jóns Bjarnsonar skóli var lagður niður 1940, var safnið alt gefið Manitoba háskólanum til hinnar væntanlegu íslenzku deildar þar. Það hlýtur að vera öllum íslendingum mikið fagn- aðarefni að þetta stórmerka safn er komið í örugga höfn hjá æðstu mentastofnuninni, í því fylkji, þar sem Dr. Jón Bjarna- son starfaði svo lengi og vel. Bækurnar í safni þessu munu verða merktar með mynd og nafni þessa mikla manns. Munu þær verða honum óbrotgjarn minnisvarði; þær munu stuðla að því að hin væntanlega ís- lenzka deild við Manitoba há- skólann verði öruggt vígi ís- lenzkrar tungu og íslenzkra bók- menta um ókomnar aldir. Minnist BETCL í erfðaskrám yðar ;l GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er i háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar mentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum ‘ lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business College. Það verður nemendum til ómetanlegra j hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög- bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið. Þau fást með aðgengilegum kjörum. V GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ! !l • | THE (0LUMBIA PRESS LTD. . 695 SARGENT AVENITE WINNIPEG. “Móðir okkar hefði ekki getað tekið okkur betur” Frásögn bresku skipbrots- mannanna af “Sargon Bresku sjómennirnir sex, sem björguðust af togaranum “Sarg- on”, sem strandaði í Patreks- firði 1. desember, komu í gær til Reykjavíkur með Katalínuflug- báti frá Flugfélagi Islands. 11 félagar þeirra fórust og verða þau lík, sem fundust í skipinu sendi til Englands til greftrunar. Þeir, sem af komust, dveljast hér í bænum þar til á þriðjudag, er þeir fara flugleiðis heim til Bretlands. Þeir búa á flugvallar- gitihúsinu. Stöðugur sjór gekk yfir skipið Frá því að skipið strandaði um 9 leytið að kvöldi þess fyrsta og þar til mönnunum sex var bjargað í birtingu um morgun- inn gekk stöðugur sjór yfir skip- ið og eins og það vasri alt í kafi. “Þótt við hefðum séð línuna, sem skotið var til okkar um nótt- ina, var ekki nokkur leið fyrir okkur að hætta okkur út á þifar, því heita mátti að alt skipið væri undir sjó, hríðin svo mikil að ekki sá út úr augum og aflands- stormur,” sagði Wahwarit stýri- maður, sem hafði orð fyrir þeim félögum. Hann er 39 ára. Hefir áður verið birt frásögn hans hér í blaðinu af atburðunum þá um nóttina og björguninni. Fengu frábærar viðtökur “Þið megið gjarnan segja frá því í íslensku blöðunum, að okk- ur var tekið með einstakri gestrisni vestra er við komum á land”, bætti stýrimaður við. “Á betra var ekki kosið”. “Já, það hefði ekki verið hægt að gera það betur, þótt við hefð- um komið heim til móður okk- ar”, skaut ungur maður inní og hinir tóku undir það með. hon- um. 1 þessum sex manna hópi eru menn á öllum aldri, alt frá 19 ára ungling, sem Fred Collins heit- ir, uppí sextugan gamlan og reyndan sjómann. En sá yngst, sem um borð var en fórst var 17 ára. Sextugi maðurinn heitir Frank Gleeson. Hann spurði eft- DÁNARFREGN Sunnudaginn, 12. desember andaðist á heimili sínu að Vest- fold, Manitoba, Mrs. Jónína Sig- urbjörg Stefánsson, 66 ára að aldri. Hún var fædd í Winnipeg og foreldrar hennar voru þau hjónin, Haldór og Guðný Jóns- son. Árið 1900 giftist hún Guð- mundi Stefánssyni. Eitt ár voru þau með Bessa og Járnbrá Tóm- asson, í Grunnavatnsbygð, en fluttu frá þeim á landið, þar sem þau bjuggu síðan í 47 ár. Þau eignuðust 9 börn og fóstr- uðu eina stúlku. Þrjú barnanna dóu ung. Á lífi eru: Sigurlaug, fósturdóttir, gift Bjarna Nordal, á bújörð nálægt Lundar; Guðný, gift Birni Aust- ford, í Vestfold-bygðinni; Hall- dór í heimahúsum; Guðrún, gift Hugo Koche; Lilja, Mrs. Hicks í Innwood, Manitoba; Baldur, í Winnipeg; Fjóla, Mrs. Stone, í British Columbia. Lifandi barna- börn er 9. ,Með frábærum dagnaði, góðri forsjá, einlægum kærleika, lagði Mrs. Stefánsson heimili og ástvin um óskifta krafta sína og vann þeim alt til heilla, sem henni var unt. Hún var velgefin kona, gestrisin, skemtileg heim að sækja, og það sem mestu varð- ar, sterktrúuð kristin kona. I síðustu tíð þjáðist hún af hjartabilun, varð veik síðastlið- ið sumar, var lasin síðan, en rúmliggjandi 5 síðustu dagana. I viðurvist ástvina og. ná- granna, var hún jarðsungin, af séra Rúnólfi Marteinssyni, mán- daginn 20. desember. Kveðju- málin voru flutt á heimilinu og í grafreit bygðarinnar. R. M. ir nokkrum Reykvíkingum með nafni og hvernig þeir hefðu það. “Ég var hér í stríðinu í tvö ár og þekki marga. Starfaði hér við höfnina á vegum flotamála- stjórnarinnar.” Mr. Gleeson hefir margt reynt um dagana. Hann hefir verið skipstjóri á breskum togurum, en nýlega var hann skorinn upp í sjúkrahúsi er hann kom úr sjúkrahúsi réðist hann sem mat- sveinn á Sargon, “til þess að gera eitthvað og komast á sjó- inn”. Mbl., 10. des. ff.Wtwwn't SVVA 1 1 APPROVED MALTING BARLEy VARIETIES MONTCALM O A.C !1 OLLI MENSURy (OTTAWA 60) PUn to >ow tomi Rcgistered or Certi- ficd Barlcy Sccd this yccr Purc sced mcans bctter grídes, br^gcr markcts and more moncy you can obtain full information re^ardins the most suitablc variety and your nearest source of supply from: 1. your nearest Rcgistcrcd or Certified Seed Grower. 2 your Grain Elevator Opcrator 3. your Asricultural Representa- tive, or in Alberta, your District Agricullurist. 4. your Field Crops Commissioner or Agricultural Extension Scr- vice. For further information writc for booklct on Barlcy Varicties Sponsored^rT^ Brewing azWMalting Industries ^Canada

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.