Lögberg - 20.01.1949, Blaðsíða 6

Lögberg - 20.01.1949, Blaðsíða 6
t Œttmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. “Innan fimm ára”, hrópaði Lynch, “verður menningar þroski og auður þessa volduga ríkis komin í hendur negra kynþáttarinns. Lyftið upp höfð- um ykkar. Heimurinn tilheyrir ykkur. Takið hann. Ég tilkynni öllu hvítu fólki hér og nú, að ég er fyllilega jafningi þess. Ég krefst og ég tek mér rétt til að heimsækja það á heimilum þess, neyta máltíðar með því og sofa með því, og þegar að mér býður svo við að horfa að taka heimasætu þess mér fyrir lögmæta konu.” Þegar að Cameron læknir kom út af þessum fundi, ásamt kunningja sín- um tók hann minnisblöðin, sem hann hafði með sér í sambandi við máls- fluttning sinn, upp úr vasanum og reif þau í smá tætlur á leiðinni heim að gisti- húsinu. IX Kapítuli Við Lovers Leap. Þrátt fyrir veikindi Stonemans, sem stöfuðu frá slagi, er hann fékk gat börn- um hans ei dulist, að hið óbilandi vilja- þrek hans, var enn ákaft, og ákveðið. Þau höfðu verið komin á fremsta hlunn með að segja föður hínum frá ásta mál- um sínum þegar að hann veiktist, og stríða svo sameinginlega á móti brodd- unum, því þau vissu fullvel, að hann mundi ekki gefa samþykki sitt til mægða við Cameron f jölskylduna, undir haturs og hefndarbáli því, sem í ríkinu logaði. Þau voru bæði of göfug í hugs- un og hegðun til þess að láta sér koma til hugar, að virða vilja föður síns að vettugi í þessu efni, á meðan hann lá hjálparlaus og augu hans fylgdu þeim með barnslegri aðdáun. Veikindi hans, urðu járnviljanum máttmeiri . í átján mánuði, á meðan að faðir þeirra lág á milli vonar og ótta, höfðu þau bæði beðið með, sín einkamál — Elsie í viðkvæmri von, blandaðri ör- vænting, og Phil, í angist óvissunnar og óttans. Á þessu tímabili hafði Phil orðið eins á kveðinn meðhalds maður sunnan manna, eins og faðir hans var ákveðinn mótstöðumaður þeirra. Það hefir verið eitt af frum einkennum sunnanmanna að geta sameinast öðrum. Phil ofbauð athafnir negranna. En hann dáðist að hógvæð og þollyndi hvíta fólksins. Eftir því sem hann kyntist suðurríkja hvíta fólkinu betur, gekk hann úr skugga um, að upphlaup, órói og æsingar voru eðli þess fjær. Öll skapgerð sunnan manna var því mótstríðandi. Hinir frábæru leiðtoga hæfilekar þeirra, róttæk skyldurækni og drengskapar meðvitund, gestrisni, heimilistryggð þeirra, sem engin tak- mörk þekti, hin óhagganlega staðfesti þeirra og félagslyndi, miðaði alt til að gjöra þá íhaMssama. Honum varð það og ljóst, að það var virðing þessara manna fyrir lögum þeim, sem þræla- haldið var stofnsett undir, sem gerði skilnað þeirra frá ríkisheildinni, óum- flýjanlegann. Þar að auki, varð leti og óverkhæfni negranna Phil óbærilegt, og andúð hans gegn þeim varð svo ákveð- in að hann vildi ekkert hafa saman við þá að sælda og varð Elsie systir hans þátttakandi í þeirri sömu andúð snemma. Hún lét Aunt Cindy fara úr þjónustu sinni fyrir að fara óráðvand- lega með vistir heimilisins, en fékk matreiðslu konu og herbergisþemu frá norðurríkjunum í staðinn og Phil réði aðeins hvíta menn til þess sem hann þurfti að láta gjöra. Undir hinni eyðileggjandi stjórn negranna, misti landareign Cameron fjölskýldunnar verðmæti sitt. Skatur- inn var orðinn meiri á henni, en arður- inn, og henni var eingöngu haldið við fyrir óþrjótandi elju og áhuga frú Cam- erons, sem gerði gestgjafahúsið svo arðberandi, að hægt var að borga vexti af láni sem á landinu var, niður í höfuð- stól og skatt af því, sem fór vaxandi ár frá ári. Cameron læknir leit á starf sitt sem Guðlega köllun. Hann sendi aldrei LÖGBERG, FIMTUDAGTNN, 20. JANÚAR, 1949 neinum kröfu um borgun fyrir verk sín. Sumir borguðu honum þegar þeir höfðu eitthvað til að borga með. Nú hafði eng- inn neitt. Ben hafði mikið að gjöra sem lög- fræðingur, og mikla aðsókn, en skjól- stæðingar hans höfðu enga peninga. En þegar Cameron fjölskyldan var að verða fátækari með hverjum líðandi degi, þá var Phil að verða auðugur. Hið glögga auga hans, framsýni, og atorku áræði, var fljótt að koma auga á þýðing vatnsaflsins í ánni Eagle, Baðmullar höfðu brunnið og lagst í eyði á meðan stríðið stóð yfir. Phil myndaði nýtt fé- iag sem hann kallaði “Eagle and Phonex Company”, með fé sem hann fékk frá norðurríkjamönnum, keypti vatnsaflið og byggði tvö stór verkstæði sem hann rak með forsjá og dugnaði, og góðum arði. Stoneman gamla var farið að batna, svo að útlit með að hann myndi ná fullri heilsu var hið besta og hafði Phil nú ásett sér að láta skríða til skar- ar um ásta mál sín við föður sinn. Ben hafði minst á samtal sem Mc Alpin prestur hafði átt við föður sinn; sem heldur en ekki sló Phil skelk í bringu. Hann fór tafarlaust á stað til að sjá Margréti og bjóða henni að keyra með sér til “Lovers Leap” þar sem að hann ætlaði að binda enda á óvissu sína. Þegar hann kom heim að húsi Cam- erons læknis, þá var séra McAlpin að koma út og Margrét með honum, og virtist vera óvanalega hógvær. Hvað skyldi það meina? Hann fékk óhemju hjartslátt. Var hann orðinn of seinn? Þegar presturinn kvaddi og fór lék bros á vörum Margrétar ,en heildarsvipurinn á andliti hennar var honum ráðgáta. Phil bar upp erindi sitt við Margréti og honum létti mikið þegar hún tók máli hans vel. Phil fór aftur heim til sín og sótti hest og keru og þegar hann var ferð- búinn, hvíslaði hann að systur sinni: “Bið þú nú ástaguðinn að vera mér hliðhollann.” “Þú ert altaf á eftir tímanum. Bæn- ir dýrðlingapna allra geta ekki bjargað þér,” sagði hún og hló. Þegar þau Phil og Margrét óku í gegnum skóginn og eftir hömrunum, þar sem útsýnið var sem fegurst yfir ána, fanst Phil að aldrei hefði þessi sunnlægi heimur verið eins yndislegur, eins og hann blasti við honum þá. Ylm- ur greniviðartrjánna og seyðandi þytur sem sameinaðist við nið fossanna í ánni, hið dásamlega lífsmagn gróanda sumar- sins dýrð sólarinnar þar sem hún braust og blikaði gegn um linm trjánna og ylm- þrungið loftið tandur hreint virtist hon- um alt endurspeglast í andliti stúlkunn- ar dásamlegu sem að sat við hlið háns. Þau settust niður í gamla sætið á bjargbrúninni við tréð, sem næst ánni stóð, og áin kvað Ijúfa lag hundrað fet- um fyrir neðan þau, og sté lét fætt fram hjá sandeyrunum sem hún hafði kastað upp að bergveggjunum. í öðrum þeirra var áttatíu feta langur hellir rétt við vatnsborð árinnar. í sambandi við berg- vegginu, framundan “Lovers Leap” var sú munnmælasaga, að Indíána prins- sessa, sem með ástmög sínum var að flýja undan reiði föður síns, hefði steypt sér og þau bæði fram af bergbrúninni og ofan í gljúfrið, heldur en að láta aðskilj- ast. í hellirinn var ekki unt að komast að ofan frá, til þess að komast í hann varð að fara eftir einstígi meðfram ánni og sem byrjaði um mílu vegar, niður með henni. Útsýnið frá beykitrénu þar sem þau Margrét og Phil sátu, var dásmalega fagurt. Áin lygn, breið og glitrandi, seig í hægðum sínu meftir sléttunni á leið til sjávar, á milli bakka sem settir voru reyr og grenitrjám, en út frá þeim breiddu sig grænir baðmullar, og maís akrar til hæðanna, og bláleitra f jallanna í vestri. Á hvert einasta tré þarna á hömrun- um; voru ristir fangastafir elskendanna frá Piedmont í alda raðir. Þau sátu þegjandi um stund, Margrét var að horfa á blóm, sem hún sleit upp þar á staðnum, en Phil á Margréti. Roði í kinnum hennar, sem hin suðræna sól hafði aukið á, svo þær voru á að líta líkar fullvöxnum ávexti, og sem hið dökkbrúna hár hennar, gjörði enn til- komumeiri, augnatillitið blikandi bjart, en hálf hulið af löngum augna hárum, og hin prúða, en þó frjálsmannlega hegðun hennar, hélt honum hugfangn- um. Búningur hennar blár eins og loft- ið, kom Phil til hugsa um æðardúnsf jöð- ur, af einhverjum undra fugli sunnan frá hitabeltis löndunum. Honum fanst að ef hann dyrfðist að snerta hana að þá myndi hún máske lyfta sér á vængjum og svífa yfir gljúfrin og eitthvað út í heim og gleyma svo að setjast við hliö hans aftur. “Ég ætla að spyrja þig djarfrar og ósvífinnar spurningar, Ungfrú Marg- rét,” sagði Phil ákveðinn. “Má ég það?” Margrét brosti. “Ég skal hætta á ósvífnina, en sjálf skal ég dæma um dyrfskuna.” “Vertu svo góð að segja mér hvað presturinn var að tala um við þið í dag?” Margrét leit undan en gat þó ekki falið kímnina, sem lék um varir henn- ar, og glampaði í augunum. “Viltu þá lofa því, að segja engum frá því?” “Já, aldrei.” “Áreiðanlega, viltu sverja það, hér við altari Indíána prinsessunnar.” “Legg heiður minní veð.” “Þá skal ég segja þér það”, sagði Margrét og beit saman varirnar til að verjast hlátri. “Séra McAlpin er sérlega myndar- legur maður og málsnjall, að mér finnst besti presturinn sem við höfum haft í Piedmont—” “Já, ég veit það,” greip Phil fram í heildur önugt. “Hann er mjög Guðrækinn maður”, hélt hún áfram styttingslega,” og leitar handleiðslu í bæn í öllu sem hann gjörir. Hann kom til okkar í morgun til að finna mig. Ég var að leika á hljóðfæri í litlu stofunni sem er útfrá dagstofunni, alt í einu stóð hann á fætur og læsti dyrun- um og sagði: “Ungfrú Margrét ég ætla að stíga að þýðingar mesta spor nú, sem éf hefi stígið á æfinni-----” Ég hafði vitaskuld ekki minstu hug- mynd um hvað það spor var, sem hann ætlaði að stíga.----- “Viltu biðja með mér?” spurði hann og kraup niður. Ég var vön að krjúpa í bæn með fólki mínu þegar hann var að húsvitja, og sökum þess vana kraup ég á annað knéð við píanó stólinn og var að hugsa um hvað í veröldinni að hann ætlaði að gjöra. Þegar hann fór að biðja Guð að blessa kærleik þann, sem hann vonaðist eftir að mega helga mér, fór ég að hlægja. Hann hætti bænagjörð- inni, reis á fætur og bað mig að verða konuna sína. Ég sagði honum að herr- ann hefði ekki blásið mér því í brjóst.” Phil tók í hönd hennar og hélt fast í hana. Brosið dó á vörum hennar, hún stokkroðnaði í framan og hönd hennar titraði í handataki Phils. “Margrét, mín kæra, ég elska þig,” sagði hann frá sér numinn. “Þú hefðir ekki sagt þessa sögu neinum nema þeim, sem þú unnir — er það ekki satt?” “Jú. Ég hefi altaf unnað þér,” sagði hún blíðlega. “Altaf?” spurði Phil klökkur. Áður en ég sá þig, þegar mér var sagt, að þið Ben væruð eins líkir og bræður, hefir nafn þitt verið gleðisöng- ur í hjarta mínu, í hvert sinn sem ég hefi heyrt það nefnt------” “Segðu það”, hvíslaði hann að henni. “Phil, elskhugi minn!” sagði hún og brosti. “Hve viðkvæmur og vinalegur að málrómur þinn er. Heimurinn hefir aldrei séð neitt, sem kemst til jafnaðar við hina dásamlegu prúðmensku kvenn- fólksins í suðurríkjunum. í snjó og frosti Norðurríkjanna dreymdi mið, þegar ég var lítill drengur um heim þar sem sólin settist aldrei og nú hafa allir mínir end- urminningar ræst í þér!” “Og þú heldur að þú verðið ekki fyrir vonbrigðum í sambandi við hugsjónir mínar, sem allar fá fullnægju sínar í heimilislífinu.” “Nei. Ég ann hinum gamaldagslegu draumum suðrríkja manna. Þú hefir máske töfrað mig, en ég elska þessar grasivoxnu hæðir, og fjöll, árna og nið fossanna, skógana friðsælu og ef það væri ekki fyrir svörtu pláguna, þá væru suðrríkin nú í dag gæfureitur veraldar- inna.”' “Og þú ætlar að hjálpa fólki okkar að losna út úr plágunni,” sagði Margrét blíðlega og hjúfraði sig að hlið hans. “Já mín kæra, þitt fólk skal vera mitt fólk! Ef að ég hefði þúsund sakir á það, þá skyldu þær allfúslega fyrir- gefnar þín vegna. Ég skal hjálpa þér til að byggja ný Suðurríki á grundvelli alls þess sem er gott og fagurt í fari þeirra gömlu, unz að hinir eyðilögðu akrar blómgvast aftur, skipin sigla aftur. til og frá höfnum þeirra, og vélaniður verk- stæðanna heyrist í hverjum dal. Ég skyldi sýngja þér brennandi ljóð ef ég gæti, en því miður get ég það ekki. Ég hefi verið seinn og klunnalegur í ásta- máluni en trúr skal ég vera í þinni þjón- ustu. Mig hefir dreymt um, að láta grjót- ið og trén tala um sigra yfir öflum nátt- úrunnar, sem þér eru helguð. Kvæði mitt verður athafnir, blóm mín sálrænn auður, sem með atorku er unninu og lagður þér að fótum. “Hver sagði að elskugi minn væri drumbur?” sagði Margrét lágt, með kímnis glettni. “Þú verður að kynna mig honum föður þínum bráðlega. Honum verður að líka við mig, eins og föður mínum gjör- ir við þig, annars getur draumur okkar aldrei ræst.” Phil varð bilt við í bili, en hann svar- aði hugrakkur. “Já það er sjálfsagt. Honum getur ekki annað, en fallið þú vel í geð.” Þau stóðu á bakkanum við gamla beykitréð til þess að skera fangamörk sín á tréð, eins og svo margir elskendur frá Piedmont höfðu gjört. “Má ég skera fullt nafn þitt á tréð— Margrét Cameron Philip Stoneman?” spurði Phil. “Nei aðeins fangastafina mína núna, en fullt nafnið þegar þú ert búinn að tala við föður minn, og ég við föður þinn. Jeannie Campbell og Henry Len- oir skrifuðu nöfn sín þannig, og fjöldi elskenda hafa hortf á það og óskað að þeir yrðu eins giftusöm og þau Voru. Þú getur séð að það er nýtt nafn greipt yfir það gamla, þar sem börkurinn hefir afmáðst það Nýja nafnið er Marion Len- oir og það er eyða fyrir neðan það fyrir nafn kærastans. Phil leit á nafnið sem var nýskorið á tréð, og brosti: “Skyldi hún, eða móðir hennar hafa gjört þetta?” “Móðir hennar sjálfsagt.” “Hver skyldi verða maðurinn gæfu- sami, sem setur nafnið sitt undir henn- ar?” sagði Phil hugsandi, um leið og hann lauk við að skera sitt eigið nafn á tréð. X Kapítuli NÆTUR HAUKURINN Eftir að Stoneman fór að ná sér eftir veikindin og heimilislæknir hans var farinn, sat hann svo klukkutímun- um skifti í sólskininu á pallinum, fyrir framan húsið sem var blómum vafinn og var að tala við Elsie um fólkið í bænum, og það sem gjörðist á meðal þess. Þegar að hún Elsie var að lýsa andstreymi þess, og erviðleikum þá brosti gamli maðurinn að því, eins og barna hjali. Hugsjónin mikla, sem fyrir honum vakti, og hafði hann á valdi sínu varð að ná framgangi hvað sem það kostaði, og hvað sem í vegi var. Stað- hæfingar hennar um, að erfiðleikar fólksins, og fátækt, væri svo óendan- lega miklu meiri en það hefði orðið að þola á stríðs árunum, áleit hann svo mikla fjarstæðu, að hún væri ekki einu sinni umhugsunarverð. Hann hafði þverneitað, að hafa nokkuð saman við gesti og kunningja dóttur sinnar að sælda, sem að komu að heimsækja hana, alla nema einn, og það var Mar- ion Lenoir, við hana tók hann tryggð frá því fyrst að hann sá hana. Hún var sú eina af þeim öllum, sem gat vakið hlýjar endurminningar hjá þessum harðlynda manni frá æsku árum hans, því að ekkert bar þar fyrir augu hans, sem eins minti hann á þau eins og þegar Marion í allri sinni glæsimensku, kom á hryssunni, sem hún hafði frelsað úr eldinum. Þegar hún var á ferð á henni um bæjinn, þá lutu ungir jafnt sem gamlir henni eins og að hún væri konungborin, og fram hjá engum fór hún, sem ekki dáðist að henni. Hin þýðvaxna mær hafði náð fullum þroska, og glæsimen- sku; suðurríkja konu. Hún hafði þegar hafnað eiginorðs tilboði þrigja ungra manna, og var móð- ir hennar, sem hafði byggt vonir sínar á einum þeirra næsta hugsjúk útúr því, að Marion hefði' bundið hug sinn og hjarta við Ben Cameron, svo var það dag einn að hún kom til dóttur sinnar, settist hjá henni, lagði handlegg sinn utanum hana og spurði hana að því:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.