Lögberg - 17.02.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.02.1949, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. FEBRÚAR, 1949 Líkkistan hans Ah Kee Framhald Hann lokaði símanum og tók stráhattinn sinn út úr fataskápn- um, setti hann upp á kringlótta höfuðið, fór út og trílaði niður götuna. Hann hafði stungið hönd- unum á víxl upp í ermarnar á treyjunni sinni. Hann var í rauð- sóluðum skónum sínum; buxna- skálmarnar síðar og sniðlausar gúlpuðust til og frá þegar hann þrammaði áfram; andlitið var sviplaust. Hann fór inná næsta götuvagn, lét fimm cent í fargjalds kass- ann og gekk rakleiðis lengst aft- ur í vagninn. Barn sem var hjá móður sinni í einu sætinu, hló að honum þegar hann fór fram hjá. Hann settist niður og hneigði höfuðið auðmjúklega, eins og staða hans í mannfélaginu heimt- aði. Eftir hálftíma ferð fór hann út úr vagninum og gekk eftir götunni, þar sem landar hans áttu heima, þar voru verzlanir, vinnustofur og heimili vina hans og hann heilsaði öllum, sem á vegi hans urðu og svaraði kurt- eislega þegar einhver yrti á hann; hann afsakaði það að hann hefði ekki tíma í þetta sinn til þess að staldra við og spjalla við vini sína eða þiggja tebolla. Loksins staðnæmdist hann við steingráa sementsbyggingu, fór Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta ársþing þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi, 1949. ★ PARKE-HANNESSON LTD. 55 Arthur Street, Winnipeg. Sími 21 844 Orvals vindlÍDga tóbak N Þrítugasta ársþing þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi er fyrir dyr- um. Vér bjóðum erindreka þess og alla íslendinga sem það sækja velkomna til starfs og dáða. Við bjóðum þá og velkomna á skrifstofu okkar til viðtals og erum ávalt fúsir til að veita allar upplýsingar um fastegnir ef þess er æskt, og öllum fjáimálum. EITT ER NAUÐSYNLEGT Arið sem leið, urðu fleiri slys í Winnipeg og Manitoba, en áður eru dæmi til. Flýtirinn á fólkinu fer svívaxandi og slysin aukast. Það er ekki tími eða rúm hér, til að gjöra sér grein fyrir ástæðunum sem þessu valda. En það er tími til að tala og hugsa um trygging lífs og lima fyrir þessum ófögnuði. Lítið inn til okkar og látum okkur tala nákvæmara um hættuna, sem yfir öllum vofir í þessu sambandi. ★ J. J. SWANSON s (0., LTD. Sími 927 538 308 AVENUE BUILDING Winnlpog rakleiðis inn, klifraði upp stig- ann upp á aðra hæð. Hann fann það glögt að hjartað barðist hættulega á meðan hann hvíldi sig í ganginum. Loksins hægði það þó á sér og þá gekk hann að dyrunum, opnaði þær og fór inn. “Kær heilsan, þú hinn há- lærði.” sagði hann við ungan Kínverja.” Hefir þú tíma til þess að sinna mér?” Læknirinn brosti og hneigði höfuðið til samþykkis: “Fáðu þér sæti, Ah Kee” sagði hann og horfði rannsakandi á gestinn: “Hvað liggur þér nú þyngst á hjarta?” Ah Kee tylti sér á röndina á stóli og málrómur hans var stilli- legur, ákveðinn og rólegur þegar hann spurði læknirinn og horfði á hann: “Hversu langt á ég eftir ólifað?” “Það er-----” Læknirinn hik- aði við, svo ypti hann öxlum — þessi maður var sömu þjóðar og hann sjálfur, þó hann væri mað- ur annars tíma og annarar kyn- slóðar. “Ah Kee” sagði hann “Ég veit það ekki — þú er hættulega hjartveiklaður, en samt getur það skeð að þú lifir svo árum skiptir; á hinn bóginn getur það skeð að þú deyir í dag.” “Og hvort er líklegra?” “Að þú deyir í dag.” Ah Kee hneigði höfuðið ánægju lega og tók síðan peninga upp úr vasa sínum: “Ég ætla að borga þér strax.” sagði hann; “það er ekki víst að ég geti það þegar við mætumst næst.” “Er það------” “Ég borga þér undir eins.” Tuttugu mínútum síðar opnaði Ah Kee dyrnar á búð líkkistu salans sem hét Lunn Kai. Lík- kistu salinn hneigði sig á þann hátt sem þúsund greina siðalög- in skipuðu fyrir og benti Ah Kee að koma með sér aftur í búðina: “Þú veitir mér heiður, aldni mað- ur” sagði hann: ‘Líkkistan er til- búin og bíður þess að þú skoðir hana enn þá einu sinni.” Ah Kee brosti: “Ég er óverður vinsemdar þinnar.”- sagði hann. “Alls ekki; ég er sá sem virð- ingin veitist.” Þeir gengu í gegn um salinn, þar sem líkkistumar voru til sýnis, og inn í aftasta herbergið þar sem líkkista Ah Kee stóð á grindum. Lunn Kai hneigði höfuðið um leið og hann fór út og lét aftur dyrnar. Nú var Ah Kee aleinn hjá kistunni sinni. Koparplöturnar glóðu eins og skínaijdi gull og silfur skraut- ið var undurfagurt og margbrot- ið, þýðingarríkt og yndislegt. Höldurnar voru úr hreinu silfri, nógu sterkar til þess að halda þeim þunga, sem átta sterkir menn átu nók með að bera við jarðarförina. Mahóni viðurinn •var fagurbrúnn og hann hafði verið allur handfágaður. Ah Kee snerti kistuna með höndunum, en *fór hægt og varlega að því eins og kistan væri helgur dóm- ur, og hann var undarlega sæll og ánægður. Þetta var líkkistan sem hann hafði kosið sér af öllu því, sem úr var að velja. Hann hafði að vísu enn ekki borgað fyrir hana, hún var því enn þá ekki hans eign í raun og veru, og hann vissi það líka að hann vildi þessa kistu og enga aðra og átti nóg til þess að borga fyrir hana. Dýr var hún, ekki var því að neita; hún var svo dýr að eng- inn sem hann þekti var svo efn- um búinn að hann gæti keypt og borgað slíkan dýrgrip, og pening- arnir, sem hann varð að láta fyrir hana voru meira en helm- ingur af öllu því, sem hann hafði með spamaði dregið saman öll þessi ár. En þetta var seinasta hvílurúmið sem hann hafði kosið sér, og þegar hann hugsaði til þess að verða að sofa um alla eif- lífð nokkurstaðar annastaðar, þá lá við að hann hnýji niður ör- magna — það ætlaði að líða yfir hann. Hann hrysti nú skóna af fót- um sér og klifraði upp í kistuna, lagðist niður teygði úr sér og hagræddi sér sem bezt hann mátti á þessum dýrðlega hvíldar- stað. Ylmurinn var indæll, og kistan var nógu stór, svo hann þurfti ekki að liggja kreptur. Hann lokaði augunum og lá lengri hreeyfingarlaus; hann í- myndaði sér að svona yrði það um eilíf ár þegar allar lífsins þrautir væru um garð gengnar — og hann var ósegjanlega sæll. Loksins klifraði hann út úr kist- unni, lagaði fóðrið sem hann hafði bælt og aflagað og lokaði Minnist BCTCL í erfðaskrám yðar Phone 21101 ESTTMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Sldlng — Repalrs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Velkomnir Islendingar til starfs og dáða á þrítugasta þing yðar í Winnipeg ★ Að VERA VITA og VILJA, hafa einkunnarorð yðar ver- ið á liðinni tíð. Látið vald þeirra einkunnarorða aldrei aldrei dofna, eða dvína. henni. Hann fór nú í skóna sína, snerti kistuna mjúklega eins og hann væri að kveðja hana og fór út úr stofunni. “Ég get ekki keypt kistuna” sagði hann við Lunn Kai. “Ég hefi brugðist þér ílla og ég fyrir- verð mig fyrir það meira en svo að því verði með orðum lýst.” Lunn Kai velt höfðinu til beggja hliða: “Það er slæmt,” sagði hann, “Því ég veit vilja þinn. Viltu géra svo vel að fræða mitt heimska höfuð um ástæðuna?” Ah Kee hneigði sig til sam- þykkis: “Fjölskylda mín þarfn- Fljótasta og bezta fata hreinsunar þjónusta í Winnipeg. ^bu-dite Cleaners & Dyers Ltd. 291 SHERBROOK STREET Phone 722404 Fullkomnasta hreinsunarvél sem fáanleg er og sú eina sem er í Winnipeg. The Vic Auto Per — sjálf hreifivél — Per Care. Gefur fulla trygging fyrir: • Að föt hlaupi ekki, né skemmist • Litarlaus hreinsun • Hreinsar þægilega og fullkomlega CITY HYDRO Saga mikillar þróunar 1911 Fyrsta ódýrasta rafaflið sem Winnipeg naut flutti City Hydro, frá fyrstu raf- stöðinni vði Point du Bois sem framleiddi 10 5,000 hesta öfl. 1931 Rftfaflið frá Slave Falls stöðinni leitt til Winnipeg. 1945 Undirbúningur hafinn, og fyrirkomulag ákveðið til að auka Slave Falls stöðina, bæta við hana fjórum nýj- um “generating” einingum. 1948 Aukning Slave Falls stöð- varinnar lokið, og framleiðir sú stöð nú, 96,000 hesta öfl. Winnipeg Hydro kerfið framleiðir í alt 201,000 hesta öfl, sem tryggir íbúum Win- nipeg borgar fullkomið nútíðar orkuver, sem mætt getur þörfum þeirra hvar sem þeir eru í bænum. (ITY HYDRO Ovmed and Operated By THE CITIZENS OF WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.