Lögberg - 17.02.1949, Page 9

Lögberg - 17.02.1949, Page 9
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. FEBRÚAR, 1949 9 Vísitazíuferð Sumarið 1948 Sumarið 1947 heimsótti ég kirkjunar í Rangárvallaprófasts- dæmi, allar nema eina, Landakirkju í Vestmannaeyjum. Vanst mér ekki tími til þess að visitera hana þá, en hugsaði mér að hefja visitazíuferðir mínar næsta sumar á því að fara til Eyja. Varð svo úr þessu 13. ágúst síðastl. sumar Þá flaug ég til Vestmannaeyja ásamt konu minni í flugvél frá Flugfélagi Islands. Flugverður var ágætt. Nokkrir skýjahnoðrar yfir Hellisheiði. Flugleiðin til Vestmannaeyja er einkennilega falleg, sérstaklega eftir að komið er austur fyrir Hellisheiði, meðfram ströndinni. Þarna var Kaldaðames, Eyrar- bakki og Stokkseyri, eins og syst- kini, einkennilega mild og hlý- leg á svip. Fljótt kom Rangár- vallasýslan í ljós, árna liðuðust til sjávar, dálítil bára var við ströndina. Úr loftinu var hún sakleysisleg, en1 hefði þó senni- iega gjört landtöku erfiða. Þetta skifti engum togum, Vestmanna- eyjar blöstu við. Sem lítill drengur vandist ég útsýninu til Vestmannaeyja, frá Eyrarbakka. Og mér þótti mjög vænt um þessa útsýn, eins og Eyjamar sjálfar. Stundum kom það fyrir að róðrabátar frá Eyrarbakka leituðu þangað í aftökum og man ég sérstaklega eftir því einu sinni, að það varð mörgum mönnum til bjargar, að þeir gátu tekið land í Eyjum. Flugvélin lenti á flugvellinum skammt frá prestssetrinu, Ofan- leiti. Þangað var kominn sóknar- presturinn, séra Halldór Kol- benis, ásamt Helga útgerðar- manni Benediktssyni og fórum við öll heim á prestssetrið. Mér var það ánægjuefni mikið að eiga enn að fara að starfa með séra Halldóri. Við höfum verið nánir vinir frá skólaámm okkar Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta ársþing þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi, 1949. Mtutdhfi BARBER SHOP 643 PORTAGE AVENUE Phone 31 469 KOL, KOL, KOL! Hrein, hitamikil og vel útilátin. Pant- anir afgreiddar fljótt og skilvíslega. • WINDATT COAL CO., LTD. “The OlcL Reliable” 506 Paris Bldg., Winnipeg, Sími 927 404 Kallið Jón Ólafsson umboðsmann félagsins í síma, til þess að vera viss. Símanúmer hans heima er — 37 340 Innilegar árnaðaróskir til íslendinga á þrítugasta afmæli þjóðræknisfélagsins ★ 843 SHERBROOK ST., WINNIPEG Phone 27 324 og lengi samstarfsmenn á Vest- fjörðum, ekki sízt í Prestafélagi Vestfjarða. Ég hafði aldrei áður komið að Ofanleiti. Náttúrufeg- urðin þar vakti þegar athygli mína. Ég hafði ekki hugsað mér að jafn fagurt væri að Ofanleiti, sem raun er á, eða yfirleitt í Vestmannaeyjum. Sennilega vita ekki allir landsmenn að í Vest- mannaeyjum er stórfengleg og hrífandi náttúrufegurð, hvort sem horft er til nálægra eyja, lands eða hafsins, þessarar miklu eyðimerkur ógna og dýrðar. Ég hefði haft ánægju af því að lýsa að nokkru náttúrufegurð Eyjanna, eins og 'hún kom mér fyrir sjónir og athafnalífi og framkvæmdum hins dugmikla og ágæta fólks, sem þar býr, en rúm blaðsins leyfir það ekki. Síðari hluta föstudagsins og laugardaginn allan, reyndi ég að kynna mér sem bezt lífið og starfið í Vestmannaeyjum og hafði mikla ánægju af því. Hitti ég marga borgara, bæði frá eldri og yngri tímum og rifjaðist margt upp, sem ég hafoi heyrt úr sögu Eyjanna og sjógarpanna, víkinganna “sem vel sér una á votum öldum.” Auðvitað komum við í kirkj- una og skoðuðum hana, og kirkj- garðinn. • Kirkjan er reist árin 1874—’80 og er henni ágætlega haldið við, bæði að utan og innan, enda hef- ur nýlega verið gjört við hana mjög vel og myndarlega, og er hún vel búin að öllum munum. Þar er t.d. skímarfontur mjög fagur úr kopar og í honum göm- ul tinskál. Eru þessir munir frá árinu 1735. Umhverfis kirkjuna er stórt og fallegt landsvæði, afgirt með steypugirðingu, sem kvenfélag Landakirkju lét gera á sinn kostnað, með aðstoð bæjarins. Gerði núverandi bæjarstjóri Ól- afur Kristjánsson uppdráttinn að girðingunni og gaf söfnuðinum hann. Áforma Vestmannaeying- ar, að setja trjáplöntur í hið um- girta svæði og gjöra það eins fag- urt og unnt er. Er þessi hugmynd í alla staði ágæt og þeim til sæmdar, er hlut eiga að máli. I sambandi við visitazíuna fór fram guðþjónusta í Landkirkju, sunnudaginn 15. ágúst. Hún var fjölsótt og önnuðumst við séra Halldór þjónustu við messu- gjörðina. Söngurinn var sérlega góður, undir stjórn organista kirkjunn- ar, Ragnars G. Jónssonar. Að guðsþjónustu lökinni dvaldi söfn- uðurinn enn alllengi í kirkjunni og var þar rætt um og íhugað ýmislegt viðvíkjandi starfinu í söfnuðinum. En síðan átti ég fund á heimili Steingríms Bene- diktssonar kennara með sóknar- presti og sóknarnefnd um mál- efni kirkjunnar og safnaðarins. Sóknarnefndina skipa: Páll Eyjólfsson, sjúkrasamlagsfor- stjóri (formaður), sem af óvið- ráðanlegum ástæðum gat ekki verið í Eyjum þessa daga, Stein- grímur Benediktsson kennari, Björn Finnbogason formaður, Steinn Ingvarsson framfærslu- stjóri og Friðfinnur Finnsson bóndi. Að Kirkjubæ í Vestmannaeyj- um er grafreitur séra Jóns Þor- steinssonar Píslarvotts og hefur þar verið settur minningarsteinn, eftirlíking af legsteini, er fannst fyrir alllöngu á þessum stað. Hafa Vestmannaeyingar sjálfir kostað þessar framkvæmdir. Um reitinn er steinsteypt girðing og vel um staðinn gengið. Starfað er af áhuga að því er lýtur að kirkju og kirstnihaldi í Eyjum. í Landakirkju fara fram guðþjónustur hvern helgan dag og sækja þær að meðaltali 160 manns. Einnig fara þar fram guðþjónustur hvern helgan dag barnaguðsþjónustur alla sunnu- daga, þann tíma er bamaskólinn starfar og sækja þær að meðal- tali 230—240 börn. K.F.U.M. og K. starfar þar með líku sniði og í Reykjavík. Sunnudagskvöldið, er störfum var lokið, buðu prestshjónin sóknarnefnd og allmörgu safnað- arfólki á heimili sitt og var þar veitt af mikilli rausn og fagnaður góður, ræðuhöld og söngur fram yfir miðnætti. Næsta dag var haldið til Reykjavíkur, með flug- vél H.f. Loftleiða. Förin til Vestmannaeyja og dvölin þar var öll hin ánægjuleg- asta og endurminningarnar góð- ar. Ég hitti þar góða vini og menn er við sögu Eyjanna koma. Þar á meðal ágætismanninn séra Jes Gíslason, síungan og áhuga- saman; Sigfús Johnsen bæjar- fógeta hinn mikla áhugamann um sögu Eyjanna eins og um annan fróðleik; athafnamennina miklu Helga Benediktsson, Gunnar Ólafsson, Árna Johnsen og símstjórann Þórhall Gunn- laugsson. Er póst- og símamála- byggingin, sem hann veitir for- stöðu glæsilegt húns og til mik- illar fyrirmyndar. Ennfremur Maniloba Birds WILSON'S PHALAROPE (Grunler) Steganopus tricolor Small birds between seven and eight inches long, with plumage dense and gull-like. The female, instead of the male, is the bright-coloured member of the family, and upon fulfilling her duties of egg production, leaves the care of the incubation to the male. The juvenile appears much as the male but paler and striped with reddish ochre above. Distinctions—Have long awl-shaped bill. Toes scarcely webbed but margined with narrow border. Field Marks—Swimming habit and whirligig action. Nesting—On the grass in damp places near sloughs. Distribution—The prairie regions. One of the commonest, as well as one of the loveliest of the inhabitants of the prairie sloughs. It loves the little sunny mud-bottomed pools of shallow water in a meadow, where they whirl about in little circles, stirring up the mud with their little feet. Economic Slatus—Inhabit water or waste shores and are of little or no economic importance. This space contributed by Shea's Winnipeg Brewery Limited MD—227 Brynjólf Sigfússon, sem unnið hefur mikið og drengilegt starf á sviði söngsins. Eftirleitt er hinn mesti myndarbragur á öllu í Vestmannaeyjum og ber vott um framsókn og menningu. Minnisstæð er mér koma mín í sjúkrahúsið. Var ánægjulegt að sjá hve góður andi þar ríkti og heyra ánægju sjúklinganna með læknishjálp og annað, sem þeim er þar í té látið. Fyrir nokkrum árum heyrði ég sagt frá fallegu atviki úr Eyjum. Það var stórhríð og sterkviðri. Bátar voru á sjó. í einum bátn- um bilaði áttavitinn. Formaður- (Frh. á bls. 10) Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta ársþing þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi, 1949. C. HUEBERT LTD. SASH DOORS BUILDERS SUPPLIES 5 Point Douglas Avenue WINNIPEG MANITOBA Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta ársþing þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi, 1949. GleymiS ekki þegar um það er að ræða að gleðja aðra að líta inn til Zellers Limited 346 PORTAGE AVENUE WINNIPEG Velkomnir félagar og gestir á þrítugasta ársþing þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi, 1949. \ Sími 928 211 Gundry-Pymore Ltd. T. R. THORVALDSON, Manager 60 Victoria Slreei WINNIPEG Við óskum íslendingum til hamingju með þrítugasta þjóðræknisþing þeirra Vér höfum orðið þeirra forréttinda aðnjótandi, að eiga viðskipti við ís- lenzka fiskimenn yfir lengsta tímabil í sögu Manitobafylkis. Þökk fyrir drengileg viðskipti ARMSTRONG-GIMLI FISHERIES LIMITED

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.