Lögberg - 14.04.1949, Side 4

Lögberg - 14.04.1949, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 14. APRIL, 1949 Hogfarg GeíiS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 . Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” ia printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargfcnt Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa FAGRIR OG LÆRDÓMSRÍKIR VITNISBURÐIR íslenzku vikublöðin vestan hafs hafa nú um allangt skeið birt bréf og ritgerðir eftir ýmsa helztu forustu- menn á vettvangi málvísinda og fræðimensku innan vébanda þessa mikla meginlands, varðandi menningar gildi íslenzkrar tungu; þessi víðtæka og mikilverða upplýsinga starfsemi, sem blöðin hafa haldið uppi, á rót sína að rekja til hinnar væntanlegu stofn- unar kenslustóls í íslenzku og íslenzkum bókmentum við Manitobaháskólann, og þeirrar víðtæku athygli, sem það mál hefir hvarvetna vakið; það liggur í augum uppi, hve óendanlega séu þyngri á metum rök hinna lærð- ustu manna, svo sem þeirra Dr. Sidney Smith, Dr. Thomsons, Dr. Gillsons, prófessor Watson Kirkonnells og prófessor ISJalones, að eigi séu fleiri tilgreindir, en tilfinningamál okkar sjálfra, sem tíðum hafa snúist upp í væmið sjálfshól; að ummæli áminstra lærdóms- manna og menningarfrömuða hafi þegar haft mikil og heillavænleg áhrif á framgang háskólamálsins, verð- ur eigi dregið á efa; þau hafa opnað augu okkar eigin fólks fyrir sanngildi þeirra helgidóma, sem oss ber að verja og hefja til vegs, og hefir þá heldur eigi verið til einkis barist. Verum samtaka um fullnaðarátökin henslustóls hugmyndinni til fulltingis! ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ “SMÁ SAXAST Á LIMINA HANS BJÖRNS MÍNS” Eins og nú hagar til, má að nokkru heimfæra þetta gamla orðtæki upp á samsteypustjómina í Manitoba, því þar er afkvistunar farið að verða ábærilega vart; þrír þingmenn stjórnarinnar hafa nú með skömmu milhbili kvatt garðana í Gröf og tekið sér sæti á bekkj- um stjórnarandstæðinga; fyrstur reið á vaðið Mr. FTefontaine, er nú nefnir sig hreinkynjaðan Liberal; í kjölfar hans sigldi Dr. Poole, íhaldsflokksþingmaður fyrir Beautiful Plains kjördæmið, sem nú á að leggjast niður, samkvæmt fyrirhugaðri reglugerð um nýja kjör- dæmaskipun; og nú hefir G. S. Thorvaldson, einn af þingmönnum Winnipegborgar, farið að fordæmi hinna tveggja og sagt sig úr lögum við samsteypustjórnina. Mr. Thorvaldson fylgir íhaldsflokknum að málum; hann er einbeittur maður, sem ógjaraan lætur hlut sinn; hann lenti nú síðast á öndverðan meið við stjórnina út úr frumvarpi um sölu hrjúfra kortegunda, er hann stað- hæfði að hún hefði sjálf átt að bera fram í stað þess að láta einstakan þingmann flokks síns, Mr. Sutherland frá Landsdowne gera það. Samsteypustjórnin í Manitoba var mynduð með hliðsjón af stríðsmálunum og viðhorfinu innanlands á fyrstu árunum eftir að stríðinu var lokið; samvinnu- grundvöllur hennar er hvergi nærri hinn sami nú og hann var í upphafi; en fari innbyrðiságreiningur meðal stjórnarflokkanna vaxandi eins og margt bendir til, er hætta á veikari forustu en ella, og gæti þá margt verra hent en alger samvinnuslit flokkanna. Franr að þessu hefir margt verið vel um forustu samsteypustjóraarinnar, enda naut hún ágætrar leið- sagnar þar sem Mr. Garson átti í hlut, auk þess sem núverandi forsætisráðherra, Mr. Campbell, er um flest hæfur stjórmálamaður. ♦ -f ♦ ♦ ♦ BRÓÐURLEGT HANDTAK YFIR HAFIÐ Ofbeldishótanir kommúnista í framkvœmd: Trylltur skríll ræðst á Alþingi Grjótkast kommuúnista veldur limlestingum SPELLVIRKJUM DREIFT MEÐ TÁRAGASI Kommúnistar framkvæmdu í gær hótanir sínar um ofbeldi gegn Alþingi, ef það samþykkti þátttöku Islands í Atlantshafs- bandalaginu með því að gera árás á Alþingishúsið og brjóta flestar rúður sala þess og með tilraunum til manndrápa og stórfelldra líkamsameiðinga á friðsömum borgurum og löggæslumönnum. Var mesta mildi að ekki urðu mörg mannslát og stórfelld meiðsl af grjóthríð er fámennur hópur tryllts kommúnistaskríls hóf á þing- húsið og hundruð borgara er höfðu skipað sér þar til varnar. Særðust nokkrir lögreglumenn og borgarar undan grjóthríðinni, einn lögregluþjónn mjög alvarlega. Grjóthríö inn í þingsalinn Stóð grjóthríðin alla leið inn í þingsalin þar sem Alþingi sat að störfum. Ekki urðu samt önnur meiðsl á þingmönnum en þau, að einn þingmaður fékk smástein á gagnaugað og hruflaðist lítillega. Var það Hermann Guðmunds- son. Annar skrifari Alþingis, Skúli Guðmundsson, sem sat í skrifarasæti rétt innan við einn glugga þingsalarins fékk stein- hnullung á hendina, en sakaði lítt. Dreifðust glerbrotin frá rúð- unum langt inn í fundarsalinn. Þegar þessu hafði fram farið um hríð, jafnvel eftir að þing- fundi lauk neyddist lögreglan til þess að beita kylfum sínum og síðar táragasi til þess að firra stórfeldum líkamsmeiðslum og jafnvel morðum á friðsömu fólki og lögreglumönnum. Má full- yrða-að það hafi forðað frekari stórslysum. Kommúnistar undirbúa skrílsæðið Kommúnistar höfðu undirbú- ið þessar aðfarir í samræmi við fyrirheit foringja sinna um of- beldi ef Alþingi fylgdi ekki stefnu Rússa í öryggismálum Is- lendinga. Snemma í gærmorgun boðaði fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna til útifundar án þess að hafa fengið til þess leyfi löglegra yfirvalda. Stóð verkamannafé- lagið Dagsbrún einnig að þessu fundarboði. — Skyldi fundurinn verða við Miðbæjarskólann kl. 1:00 e.h. — Tilgangur kommún- ista með þessu fundarboði var bersýnilega sá að safna þar sam- an liði sínu og æsa það til ó- spekta. Á tilskildum tíma söfnuðust nokkur hundruð manns saman til þessa fundarhalds, sem raunar varð lítið úr. Var borin þar upp mótmælatillaga gegn þátttöku íslands í varnarbandalagi lýð- ræðisþjóðanna og jafnframt krafíst þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Að þessum afrekum unnum skunduðu kommúnistar til Alþingishússins og var kl. þá rúmlega 1:00. Sendu þeir nefnd manna til Sigurðar Guðnasonar með tillöguna, sem las hana upp í þinginu og krafðist svars þing- flokkanna við henni! Merki gefið Fékk hann þau svör ein, að henni hefði áður verið svarað og myndi verða svarað enn greinilegar er atkvæðagreiðslan færi fram um sjálft málið í þing- inu. Hljóp Sigurður þá upp 1 flokksherbergi kommúnista en þar voru fyrir þeir Björn Bjarna- son og Stefán ögmundsson. Hlupu þeir við fót út til komm- únistahópsins og sögðu áhrif til- lögu hans. Tók þá talkór ung- kommúnista að æpa kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Gekk svo um hríð en nokkru síðar hóf hin prúða “Æskulýðsfylking” kommúnista að kasta grjóti og eggjum á þinghúsið. Er þeirrar “þjóðvarnarbaráttu” kommún- ista og árangurs hennar getið nánar á öðrum stað í blaðinu. — I þessu sambandi verður að geta þess að hinar hempuklæddu þjóðvarnarhetjur sáust nú hvergi. Hafa nú sennilega þóttst vera búnar að vinna sitt verk með því að æsa upp hinn sið- ferðisveila æskulýð kommúnista en hinsvegar of fínir til þess að kasta hraungrjóti úr fótstalli Jóns Sigurðssonar í Alþingi Is- lendinga!! Þó varð vart þarna nafn- kenndrar hjúkrunarkonu, sem mjög hefir stutt “þjóðvarnir” kommúnista. Fregnmiði lýðræðisflokkanna Þegar auðsýnt þótti í gær- morgun að kommúnistar ætluðu að æsa fylgismenn sína á úti- fundi til árása og hermdarverka, gáfu formenn þingflokka lýð- ræðisflokkanna, þeir ólafur Thors, Eysteinn Jónsson og Stefán Jóhann Stefánsson, út fregnmiða þar sem beint var þeim tilmælum til friðsamra borgara að þeir kæmu á Austur- völl milli kl. 12:00 og 1:00 og síðar “til þess með því að sýna, að þeir vilji, að Alþingi hafi starfsfrið.” Þúsundir manna urðu við þessum tilmælum og safnaðist mikill mannfjöldi um hádegis- bilið saman við þinghúsið og kring um Austurvöll. Þetta fólk hegðaði sér í hvívetna' prúð- mannlega og sýndi aðdáunar- verða stillingu gagnvart skrfls- látum og jafnvel grjóthríð kommúnista. Spellvirkjaforusta kommúnista Engum gat dulist að foringjar kommúnista stjórnuðu spell- virkjum þeim, sem framin voru. Eftir að þingfundi var lokið tók Eins og þá rekur minni til, sem sátu þjóðræknis- þingið og ritari félagsins hefir skýrt frá í greinagerð sinni, var lögð fram á þinginu nýstárleg bók, sem orðið getur hið merkasta heimildarrit um íslendinga vestan hafs, ef vel og rétt er með farið. En bók þessari er það hlutverk ætlað, að í hana skrifi sem allra flestir íslend- ingar í landi hér nafn sitt, nöfn foreldra þeirra og hvaðan þeir voru af íslandi (ef fædd þar), fæðingardag sinn og fæðingarstað og núverandi heimihsfang. Liggur það í augum uppi , að hér getur orðið um mikinn og merkilegan ættfræðilegan og sögulegan fróðleik að ræða, og þá er hitt eigi síður merkilegt, að með þeim hætti varðveitist rithönd fjölmargra Vestur-íslendinga, því að þegar bókin er alskrifuð endursendist hún til íslands til endanlegrar geymslu á Þjóðskalasafninu. Maðurinn, sem á hugmyndina að þessari tímabæru og þörfu framkvæmd, lét gera bókina og sendi hana hingað vestur, er Lárus S. Ólafsson á Akranesi, bróðir Kjartans Ólafssonar brunaverðar og skálds í Reykja- vík. Elr Lárus greindur maður og bókhneigður og ríkt í huga, að ætternis-og menningartengslin milli Islend- inga beggja megin hafsin haldist sem lengst, báðum að- iljum til gagnsemdar. Upp úr jarðvegi þeirrar fögru ræktarsemi er það sprottið, að hann hefir sent fyrr- nefnda bók vestur um haf, og er þar um bróðurlegt handtak að ræða yfir hið breiða djúp. Fylgir hann bók- inni úr hlaði með hlýjum ávarpsorðum til íslendinga í Vesturheimi og henni fylgir einnig faguryrt kveðja frá dr. Sigurgeir Sigurðssyni, biskupi íslands og formanni þjóðræknisfélagsins á íslandi. Þjóðræknisþingið gerði þær ráðstafanir, að stjórn- arnefndir deilda þess á hverjum stað hefðu bókina til fyrirgreiðslu vissa tímalengd (tvo mánuði) og létu hana liggja frammi þar sem fólk ætti hægast með að rita nafn sitt í hana. Sem stendur er hún í vörzlum stjórnarnefnd- ar deildarinnar “Fróns” í Winnipeg, en verður síðan send öðrum deildum félagsins. Vil ég eindregið hvetja sem allar flesta íslendinga bæði þar í borg og annarsstaðar til þess að rita nöfn sín í bókina eftir því, sem þar er fyrir mælt, þegar þeir eiga þess kost; en bókin er bæði vönduð og stór, svo að mörg hundruð nafna komast þar fyrir. Um gildi slíks rithandasafns þarf eigi að fjölyrða fram yfir það, sem þegar hefir gert verið. En hitt má ekki minna vera, en að menn bregðist vel við um að rita nöfn sín í bókina. Þvífylgja engin útgjöld af neinu tagi. Jafnframt því sem ég þakka sendanda bókarinnar fyrir þessa ágætu hugmynd hans og framtakssemina, og þann góðhug, sem hún lýsir í garð vor íslendinga vestan hafs, lýk ég svo þessum hvatningarorðum til landa minna með eftirfarandi ljóðlínum, sem ég lét fylgja nafni mínu í bókinni: brúin sú um eilífð stendur! Hafið brúi bróðurhendur, RICHARD BECK Stefán Ögmundsson fyrrverandi varaforseti kommúnista í Al- þýðusambandi Islands að æpa í gjallarhorn um að þingmönnum kommúnista væri haldið sem föngum í þinghúsinu. Með þessu hugðist Stefán æsa liðsmenn sína til frekari aðgerða. Mun ekki hafa á þeim staðið því nokkru síðar hófst snörp grjót- hríð frá óaldarlýðnum. Inni í Alþingi Nokkru áður en umræðum lauk um Atlantshafssáttmálann tók grjót að drífa inn um glugga þingsalarins. Hrundi gler hinna brotnu rúða yfir stól forseta, skrifara og ráðherra, sem næst- ir sátu gluggunum. Allmargir steinar lentu einnig á borði for- seta og ráðherra og jafnvel langt inn í þingsal. Var það furðuleg tilviljun að þeir skyldu eigi valda meiðslum og meiriháttar slysum. Mest var grjóthríðin á meðan, atkvæðagreiðsla stóð yf- ir um málið og var auðsætt að þingmenn kommúnista höfðu samband við liðsmenn sína úti fyrir. Skemmdir á þinghúsinu Allmargar rúður brotnuðu í þinghúsinu við þessar aðfarir. Brotnuðu flestar rúður 1 þingsal Sameinaðs Alþingis og Neðri deildar. Ennfremur nokkrar rúð- ur í skrifstofugluggum Forseta Islends, sem eru á neðri hæð hússins. Var þegar í gær slegið tréflekum fyrir alla glugga; rúð- ur höfðu verið setta r nýjar í þá eftir spellvirki kommúnista á mánudagskvöld. Ófarir og svívirðing kommúnista Heildarmyndin af því, sem gerðist er sú að kommúnistar hafi í senn farið hinar hrakleg- ustu ófarir og afhjúpað sig sem svívirðilega ofbeldisseggi og til- ræðismenn við líf og öryggi frið- samra borgara og löggæslu- manna, sem komu í hvívetna fram af mestu stillingu og þolin- mæði. En þeir gerðust jafriframt berir að því að rjúfa starfsfrið löggjafarsamkomunnar og reyna með ofbeldi að koma í veg fyrir afgreiðslu máls, sem yfirgnæf- andi meirihluti þings og þjóðar var fylgjandi. Þessar staðreyndir standa eft- ir. Þúsundir Islendinga hafa horft á þær. Skuggi þeirra mun fylgja kommúnistaflokknum á íslandi í hvaða líki sem hann á eftir að bregða sér í framtíðinni. Mbl. 31. marz. Gimli Prestakall, Páskamessur apríl 17., messa að Arnesi, kl. 2:00 e.h. íslenzk messa, kl. 7:00 og ensk messa kl. 8:15 e.h. Allir velkomnir. Skúli Sigurgeirson Margir rnenn, konur Þyngjast 5, 10, 15 pd. Nýr þróttur, nýtt fjör, þrek Hvllfk unun, limir styrkir, ójöfnur slöttast, híilsin verður liðugur; llkam- inn ekki framar veiklulegur; þúsundir manna og kvenna hafa komist I g68 hold; þetta fólk þakkar Ostrex töflum heilsubót sína; vegna hins mikla nær- ingarkrafts, er þær hafa. Engin hætta á offitu, magurt fólki þyngist frá 5, 10, og 15 pd. Kynnist þessum nýja lækn- ingalyfi! Notið Ostrex Tonic töflur, sem styrkja lfkamann. í öllum lyíjabúðum. Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Sldlng — Repalrs 632 Slmcoe St. Winnfpeg, Man. PIONEER CHICKS are "Bred for Production" Approved R.O.P. Sired 100 50 25 100 50 25 19.75 10.40 5.45 L. Sussex 34.00 17.50 9.00 L.S. Pul. W. Leg. 17.25 9.10 4.80 W. L. Pul. 35.00 18.00 9.25 W. L. Ckls. 4.00 2.50 1.50 18.75 8.85 4.70 N. Hamps. 18.25 9.60 5.05 30.00 15.50 8.00 N. H. Pul. 33.00 17.00 8.75 B. Rocks 18.25 9.60 5.05 B. R. Pul. 33.00 17.00 8.75 R. I. Reds 18.25 9.60 5.05 R.I.R. Pul. 33.00 17.00 8.75 11.00 6.00 3.25 Hvy Breed Ckls (our choice) Pullets 96% acc. 100% live arriv. gtd. ORDER NOW for immediate delivery PIONEER HATCHERY Producers of Bigh Quality Ohicks Since 1910. 41$ I Corydon Ave.. Winnipeg Oxford Hotel In the Centre of Winnipeg MODERATE RATES FREE PARKING PARLOR 216 NOTRE DAME AVENUE Phone 96712 JOSEPH STEPNUK S. M. HENDRICKS President Manager When building use RED SEAL Wiring Specifications Safe, adequate wiring in your new home is so important. You want plenty of outlets for the electrical appliances you use now—and those you will use in the future. To assure your home of safety and convenience, wire it according to Red Seal Wiring Specifications . . . the standard set by the electrical industry at large. Call City Hydro, 848 124, or Red Seal Headquarters, 927 187, for free information on Red Seal. At the same time, install City Hydro’s dependable, low-cost electric service. CITY HYDRO Owned and Operated by the Citizens of Winnipeg I

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.