Lögberg - 28.04.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21374
&
.^d - Vg'&
_áe'reTS c.tO’P-^
IjOM*1 A Complele
\ Cleaning
Insliiulion
PHONE 21 374
CteanCTS
A Complele Cleaning Instilution
62. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 28. APRIL, 1949
NÚMER 17
“Sléttuborgin, borgin, mín,
borgin allra hinna”
(E.P.J.)
Borgin okkar á 75 ára afmæli, sem haldið verður hátíðlegt
dagana 5. til 11. júní n.k. — Winnipeg hefir jafnan verið fjölmenn-
ust borg íslendinga utan Reykjavíkur, miðstöð allra nýlendna
þeirra — höfuðborg þeirra í Vesturheimi. Hér eiga þeir djúp ítök.
Nefnd hefir verið skipuð, til
þess að hafa umsjón með þátt-
töku íslendinga í hátíðahaldinu.
í nefndinni er fólk úr íslenzkum
félögum í Winnipeg: söfnuðun-
um, stúkunum, þjóðræknisfélag-
inu og Fróni, Icelandic Canadian
Club, Jón Sigurdson félaginu
I.O.D.E. Islendingadagsnefnd-
inni og Hannyrðafélaginu.
Það hefir aldrei verið haldin
sú stórhátíð hér, síðan Islending-
ar fluttu hingað, að þeir hafi
ekki, hlutfallslega, lagt fram
sinn skerf og gert það myndar-
lega. Á þrem stórhátíðum sýndu
þeir “Historical Floats” og hlutu
fyrstu verðlaun í hvert sinn: Á
júbilee hátíð Victoríu drottning-
ar 1897, á fimtíu ára afmæli
Winnipegborgar 1924 og á 60 ára
afmæli fylkjasambandsins (Con-
federation) 1927.
Nú verður þessi hátíð miklu
fjölbreyttari og umfangsmeiri en
áður hefir átt sér stað hér í borg.
Nefndin áleit að það myndi vera
vilji allra íslendinga, að okkar
þjóðarbrot breytti ekki út af
venjunni, en stuðlaði að því eft-
ir megni að gera þessa hátíð sem
veglegasta. Hún hefir því ákveð-
ið, meðal annars, að sýna skrúð-
vagn (Float) nú sem fyr. ís-
lenzkt listafólk hefir þegar verið
nefndinni mjög hjálplegt með
því að gefa henni hugmyndir um
hvernig eigi að útbúa sögulega
táknrænan vagn. Ekki þarf að
taka það fram, að því fylgir mik-
ill kostnaður að gera slíkan
skrúðvagn úr garði svo hann
verði íslendingum til sóma og
auki á gildi hinnar sögulegu
sýningar borgarinnar. Talið er af
kunnugum að útgjöld geti num-
ið alt að tveim til þrem þúsund
dollurum; það liggur í augum
uppi að ekki er hægt að kljúfa
þann kostnað nema því aðeins,
að bæði félög og einstaklingar
taki saman höndum og leggi
kam það fé, sem nauðsynlegt er.
Aldrei hafa Islendingar legið
á liði sínu þegar leitað hefir ver-
ið til þeirra við samskonar tæki-
færi, eins og þátttaka þeirra í
hátíðunum sem getið er hér að
°fan, ber fagurt vitni um. Nefnd-
in mælist því til að allir Islend-
iugar leggi þessu máli lið með
íjárframlögum eftir mætti og
sendi þau sem allra fyrst til fé-
hirðis nefndarinnar, Davíðs
ú^örnssonar , Björnsson Book-
Rannsóknar krafist
Dr. F. R. Chown, heilbrigðis-
fulltrúi fyrir Selkirk heilbrigðis-
umdæmi, lét þess fyrir skömmu
getið, að í ýmissum sveitaskól-
um væri ástandið svo bágborið
að skólabörn yrðu að sætta sig
^ð húsakost, sem lítt boðlegur
þætti skepnum; kvað hann það
uieira en réttlætanlegt, að fest-
ar yrðu upp auglýsingar á sum
skólahús, þess efnis, að þau væru
úhæf frá heilbrigðislegu sjónar-
miði séð; en sá væri ljóður á
að lækna eða heilbrigðisfulltrúa,
skorti vald til slíks vegna fyrir-
masla heilbrigðismála löggjafar-
mnar.
store, 702 Sargent, Avenue, Win-
nipeg.
Fari þannig, sem ólíklegt er,
að undirtektir Islendinga verði
svo daufar, að nefndin sjái sér
ekki fært að taka þátt í hátíða-
haldinu, þannig að það verði Is-
lendingum til sóma og vegsauka,
verða tillögin endursend gefend-
um, þeim að kostnaðarlausu. En
hitt væri miður farið ef að synir
og dætur þessarar borgar af Is-
lenzkum stofni hefðu tapað
sjónum af ræktarskyldu sinni
við litla þorpið á Rauðárbakkan-
um, sem tók á móti þeim með
vinsemd, og nú er orðið að stórri
Sléttuborg. —
í nefndinni eru þessir:
Philip M. Petursson,
G. M. Bjarnason,
Sofia Wathne,
S. Jakobsson,
Davíd Björnsson,
Halldór Stefansson,
Flora Benson,
Axel Vopnfjord,
J. J. Bildfell
Hólmfríður Danielson
Paul Bardal,
Björg V. ísfeld
Jochum Ásgeirsson,
J. T. Beck
Hannes J. Petursson,
Albert Wathne
Upplýsinganefnd:
Heimir Thorgrimsson,
Ingibjörg Jónsson.
450 þús. króna framlag til j
sjúkrahússbyggingar-
innar í ár
♦
500 þúsund króna influtnings-
leyfi verða veitt á þessu ári
♦
Framkvæmdastjóri nýju spí-
talabyggingarinnar, G u n n a r
Jónsson, er nýlega kominn heim
frá Reykajvík, en þangað fór
hann í erindum sjúkrahússins m.
a. til þess að afla nauðsylegra
leyfa til áframhaldandi fram-
kvæmda við bygginguna.
Blaðið hefir átt stutt viðtal við
Gunnar og spurt hann um horf-
ur í byggingamálin. Hann skýrir
svo frá, að fullvíst megi telja,
að 300 þúsund króna framlag,
sem ráðgert er í fjárlagafrum-
varpinu, sem nú liggur fyrir,
verði samþykkt. Akureyrarbær
leggur þar á móti kr. 150 þús., og
verða því 450 þús. krónur til
framkvæmda á þessu ári. Sjúkra-
hússbyggingin hefir auk þess úr
að spila láni, sem tekið var hjá
Almannatryggingunum í janúar
fel., að uphæð 500 þúsund krónur.
Segja má því að handbært fé á
þessu ári sé 950 þúsund krónur
og auk þess má búast við söfnun-
arfé frá Kvenfél. Framtíðin.
Um leyfisveitingar ríkisvalds-
ins sagði Gunnar m.a. þetta.
Fjárhagsráð og Viðskiptanefnd
hafa lofað 500 þús. kr. innflutn-
ings- og gj aldeyrisleyfaveitingu
til byggingarinnar á þessu ári.
Má telja það mjög viðunanlega
afgreiðslu. Það, sem aðallega
verður unnið við nú fyrst um
sinn er múrhúðun innanhúss og
utan, lagning miðstöðvar og
vatns- og skólpleiðslu, hreinlæt-
istækjum komið fyrir og hurðir
smíðaðar og settar upp o.fl.
Dagur, 30 marz.
Breska stjórnin greiðir
bætur fyrir íslendinga,
sem fórust af sprengju
Breska stjórnin hefur fallist á
að greiða bætur fyrir Guttorm
bónda Brynjólfsson og dætur
hans og þriðja stúlkubarnið, sem
fórust er sprengja sprakk þann 8.
nóvember 1946, en það þótti
sannað, að um breska herspreng-
ju hafi verið að ræða. 1 frétt frá
félagsmálaráðuneytinu segir svo
um bótagreiðslu bresku stjórnar-
innar:
“Hinn 8. nóvember 1846, fórst
Guttormur bóndi Brynjólfsson
að Ási í Fellum, Norður Múla-
sýslu, af völdum sprengingar.
Fórust jafnfr. þrjú stúlku börn,
tvær þeirra dætur Guttorms, en
hin þiðja dóttir sambýlismanns
hans að Ási. Guttormur var ekki
líftrygður, en í fjárlögum ársins
1947 ákvað Alþingi að greiða
ekkju hans, Guðríði ólafsdóttur,
fullar slysabætur, tæplega 70,-
000,00 kr. En jafnframt var gerð
krafa á hendur ríkisstjórn Breta
um endurgreiðslu þessarar upp-
hæðar, með því að sýnt þótti,
að hér hefði verið um breska
sprengju að ræða.
Breska sendiráðið hefur nú
tjáð ríkisstjórninni, að breska
ríkisstjórnin hafi fallist á að
greiða slysabæturnar, ásamt út
fararkostnaði og jafnframt greitt
af hendi til félagsmálaráðuneytis
ins kr. 73,123,00 til greiðslu á
hvorutveggja. — Á hinn bóginn
telur breska ríkisstjórnin tals-
verðan vafa leika á bótaskyldu,
enda þótt bæturnar séu greiddar
í þessu tilviki. Loks hefur sendi-
ráðið beðið ríkisstjórnina að
votta aðstandendum þeirra, sem
fórust, innilegustu samúð bresku
ríkisstjórnarinnar.”
Mbl. 30. marz.
Biðst undan endurkosningu
Mr. Miller íhaldsflokksþing-
maður í sambandsþinginu fyrir
Portage la Prairie kjördæmið 1
Manitoba, hefir nýverið tilkynt
kjósendum sínum, að hann sjái
sér ekki fært að leita endurkosn-
ingar vegna aðkallandi anna við
lögfræðileg störf; Mr. Miller hef-
ir reynst hinn nýtasti maður á
þingi.
Leitar endurkosningar
Leslie Mutch hefir verið endur
útnefndur sem merkisberi Liber-
al flokksins í Suður-Winnipeg
kjördæminu við sambandskosn-
ingarnar, sem fram fara þann 27.
júní næstkomandi; hann hefir
setið tólf ára á þingi.
Úr borg og bygð
Á páskadaginn, 17. apríl, and-
aðist á Lundar, eftir aðeins
tveggja daga 1 e g u Thomas
Richard Warren, 81 árs að aldri.
Hann varð jarðsunginn, af séra
Rúnólfi Marteinssyni, þriðjudag-
inn, 19. apríl, að mörgu fólki
viðstöddu. Mr. Warren var Eng-
lendingur, kom til Canada, frá
föðurlandi sínu, með konu og
börn, fyrir 35 árum síðan, og átti
heima allan þann tíma í íslenzku
bygðinni umhverfis Lundar, síð-
ustu 16 árin í Lundar-bæ. Hann
lifa eiginkona, Edith Agnes; og
börn: Thomas Warren, Irene,
gift Benedikt Johnson, Richard
Warren, öll að Minnewaukan;
Victor Warren í St. Vital, Man.,
og Mrs. Metalakriecque, í Van-
couver. Kom hún flugleiðis að
vestan til að vera við útför föður
síns.
Mrs. Warren var vel kyntur
maður meðal íslendinga, og ann-
ara, myndarmaður, ágætur ná-
granni og bezti drengur.
♦
Þann 12. þ.m. druknaði í Pelli-
canvatninu í Ontario, Sigurður
Vernon Arnot Sólmundson, 36
ára að aldri; hann vai jarðsung-
inn í Sioux Lookout tveimur
dögum síðar; hinn látni var alin
upp hjá Þórði og Ingibjörgu Sól-
mundsson, sem nú eru bæði dá-
in, en lengi áttu heima á Simcoe
Street hér í borginni.
Sambandskosningar í
. aðsigi
Forsætisráðherrann í Canada,
Rt. Hon. Louis St. Laurent, lýsti
yfir því á mánudagskvöldið að
sambandsþing yrði rofið hið
bráðasta og nýjar kosningar fyr-
irskipaðar við allar fyrstu hent-
ugleika; naumast er gert ráð
fyrir að kosningar geti farið
fram fyr en í fyrsta lagi þann
27. júní næstkomandi.
Kosningar í British
Columbia
Fylkisþingið í British Colum-
bia hefir verið rofið og nýjar
kosningar fyrirskipaðar þann 15.
júní næstkomandi; samsteypu-
stjórn, samsett af Liberölum og
Konservatívum hefir setið að
völdum í fylkinu undanfarið
kjörtímabil, nú síðast undir for-
ustu Islendingsins, Byrons
Johnson; núverandi samsteypu-
stjórn gengur óklofin til kosn-
inga áminstan kjördag.
NEW BRITISH MECHANICAL HAND
The Minister of Pensions, Mr. Hilary Marquand, recently visited
the Emergency Limb Centre at Universal House, Buckingham
Palace Road, London. This Centre has been opened since the end
of the war to provide emergency repairs for artificial limbs worn
by ex-Servicemen and air raid victims. Under the National Health
Scheme the service has been extended to all civilian wearers of
artificial limbs. Picture shows a new mechanical hand now on test
that can pick up a ball bearing 3/16 inch in diameter, a pin, or
a cigarette. It is fitted with rubber pads and has all the joints of
a normal hand.
Háskólafréttir um kenslustól í íslenzku
ACADIA UNIVERSITY
WOLPVILLE, NOVA SCOTIA
Skrifstofa forseta. 30. desember, 1948
Dr. P. H. T. Thorlakson,
St. Mary’s og Vaughan, Street,
Winnipeg, Manitoba.
Kæri Dr. Thorlakson:
“Það vakti hjá mér djúpan fögnuð, að frétta hve málinu um
stofnun kenslustóls í íslenzkri tungu og íslenzkum bókmentum
við Manitobaháskólann, er nú vel á veg kömið.
íslenzka-Canadíska mannfélagið vestan hafs hafði fyrri löngu
dreymt þennan göfuga draum.
Á þeim átján árum, sem ég
átti heima í Winnipeg, varð ég
var hinnar djúpu, menningar-
legu slagæðar íslenzkra menn-
ingarerfða á þeim stað og kyntist
þeim starfsháttum og þeirri
skipulagningu, er þeir Dr. Pét-
ursson, Dr. Brandson, A. P.
Johannson og margir aðrir fé-
lagar þjóðræknisfélagsins við-
höfðu með það fyrir augum, að
tryggja íslenzkri fræðimensku
langlífi við æðri mentastofnanir
í Vestur-Canada. I minni tíð við
Wesley College var þar veitt til-
sögn í íslenzku ,en þó sú kensla
hafi fyrir löngu verið lögð niður,
hafa tækifærin til æðra mentun-
ar aukist ríkulega vegna hins
íslenzka bókasafns, sem Manito-
baháskólinn nú á.
Hollusta Islendinga vestanhafs
við hinar miklu og mikilvægu
bókmentalegu erfðir þeirra, hef-
ir verið ein athyglisverðasta lyfti
stöngin, sem hafið hefir bygðar-
lög þeirra í vestri yfir hina
hversdagslegu hagsmunalegu
jafnsléttu. Ég vona að yfirstand-
andi barátta yðar varðandi
stofnun kenslustólsins, megi
tryggja áminstum menningar-
erfðum líf og varanleik á sviði
æðri mentunar í Canada.
Yðar með vinsemd,
WATSON KIRKCONNELL
Höfundur ofanskráðs bréfs,
prófessor Watson Kirkconnell,
núverandi forseti Acadiaháskól-
ans í Nova Scotia, er mikill vinur
íslendinga og dáandi íslenzkrar
menningar, hann er lærdóms-
maður hinn mesti, og á fáa sína
líka að því er tungumálaþekk-
ingu viðkemur; hann hefur með
ljóðaþýðingum sínum úr ís-
lenzku á ensku, unnið hið þarf-
asta menningarverk, og stækkað
með því andlegt landnám Is-
lendinga út um hinn enskumæl-
and.heim; slíkt starf verður
seint þakkað sem skyldi. Ritstj.
FYLKISÞINGI SLITIÐ
Prófessor Watson Kirkconnell
SNYRTILEGUR
BÆKLINGUR
Nýkominn er á bókamarkað-
inn einkar snyrtilegur bækling-
ur, er nefndist Guttormur J.
Guttormsson skáld, eftir Dr.
Richard Beck; eru hér sameinað-
ar í eina heild grein Dr. Becks
um Guttorm, sú , er birt var í
Skírni 1943,--Dg ræðan, sem haan
í haust, er leið, flutti í Riverton
á sjötugsaafmæli skáldsins;
nokkrar breytingar og leiðrétt-
ingar hafa í báðum tilfellum ver-
ið gerðar; má einkum tilfæra
leiðréttingun, sem nú er bygð á
óyggjandi heimildum um fæð-
ingardag Guttorms skálds, er
nokkur vafi lék á áður.
1 formálsorðum að bæklingn-
um kemst Dr. Beck svo að orði:
“Nokkrar aðrar nauðsynlegar
smábreytingar hafa einnig verið
gerðar á greininni. Skylt er
jafnframt að geta þess, að ræða
sú, sem undirritaður flutti á af-
mælisfagnaðinum í Riverton til
heiðurs skáldinu, var eigi að litlu
leyti samhljóða fyrnefndri grein,
en af skiljanlegum ástæðum
fljótar farið yfir sögu og stiklað
aðeins á stærstu steinum.”
I áminstum bæklingi er brugð-
ið upp í ljósum dráttum megin
sérkennum Guttorms skálds og
um efnið farið listrænum hönd-
Síðastliðinn föstudag var fylk-
isþinginu í Manitoba slitið, í stað
þess að vera rofið, eins og marg-
ir höfðu gert sér vonir um; á
þinginu urðu einkum snarpar
deilur um tvö mál, frumvarpið
um endurskoðun kjördæmaskip-
unar og málið um sölu hrjúfra
korntegunda; að lokum fór þó
svo að stjórnin fékk vilja sínum
framgengt í báðum tilfellum;
bæði frumvörpin voru afgreidd
sem lög með miklu afli atkvæða;
samkvæmt hinni nýju kjör-
dæmaskipun fjölgar þingmönn-
um um tvo, verða 57 í stað 55.
Hagnaðurinn kemur niður á Win
nipegborg. Fimm af stuðnings-
mönnum stjórnarinnar sneru við
henni baki á þinginu og eru nú
í stjórnarandstöðu; þrír íhalds-
flokksþingmenn, einn Liberal-
Progressive og einn utanflokks-
þingmaður, er veitt hafði stjórn-
inni að málum fram til þessa;
en stjórnin ræður eftir sem áður
yfir nægilegu þingfylgi og meira
en það.
Eitt veigamesta málið, sem
þingið afgreiddi, var það um
orkuvirkjun við Pine Falls.
um.
Bæklingur þessi fæst hjá Dav-
íð Björnssyni bóksala 702 Sar-
gent Avenue, Winnipeg, og
kostar 50 cent.
FRÁ KÍNA
Undanfarna daga hefir oltið á
ýmsu í Kína, eins og raunar
mátti vænta, þótt einn atburður
gerðist þar sérstaklega í lok fyrri .
viku, sem vakið hefir réttláta
reiði vítt um heim, en þó eink-
um á Bretlandi, en þá gerðust
þau ömurlegu tíðindi, að kín-
verskir kommúnistar skutu á
tvö brezk herskip, er voru á
friðsamri siglingu eftir Yangtze-
fljótinu á leið til Nanking til
þess að gæta hagsmuna brezkra
borgara, er þar áttu heima.
Fjörutíu og fjórir saklausir,
brezkir sjóliðar, létu lífið af
völdum hinnar óvæntu stór-
skotahríðar.
Nú hafa Kommúnistar náð
Nanking á vald sitt, og virðast
vera á reglulegum handalaupum '
á leið til Shanghai, borgar, sem
telur um sex miljónir íbúa.