Lögberg - 28.04.1949, Blaðsíða 4
4
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN, 28. APRÍL, 1949
Hogtotrg
Gefiö (it hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
i 695 SARGENT AVENUE, WINNIPBG, MANITOBA
t Vtandskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The “Lögberg" is prlnted and pubiished by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail, Post Oífice Department, Ottawa
VITUR OG GÓÐGJARN FORUSTUMAÐUR
Núverandi forsætisráðherra Canadísku þjóðarinn-
ar á ekki langan stjórnmálaferil að baki, en þeim mun
íhyglisverðari um flest; hann var að vísu fyrir alllöngu
kunnur sem mikilhæfur lögspekingur og þjóðréttar-
fræðingur, en því mun hann naumast hafa órað fyrir
sjálfan, að hann eftir fárra ára þingsetu, yrði hinn
fyrsti, sérstakur utanríkisráðherra þjóðar sinnar og
skömmu síðar forustumaður Láberalflokksins og for-
sætisráðherra landsins; en þetta hvorttveggja var í
rauninni ofur eðlilegt ,því að Sir Emest Lapointe látn-
um, varð Mr. St. Laurent, ef svo má að orði kveða sam-
vizka frjálslyndu stefnunnar í hinu fornfræga Quebec-
fylki, en nú gætir viturlegra áhrifa hans frá strönd
til strandar við vaxandi orðstír og þjóðfylgi.
Mr. St. Laurent hefir að undanförnu verið á þriggja
vikna ferðalagi um Vesturlandið, og flutt þar fjölda-
margar ræður, sem vakið hafa geisihrifningu; flestar
vom þær ópólitísks eðlis að öðm leyti an því, sem þær af
óhjákvæmilegum ástæðum, lutu að Canadískri þjóð-
einingu; þær f jölluðu einkum um mentamál og sambúð
hinna mörgu og mismunandi þjóðarbrota á vettvangi
innanlandsmálanna.
Á miðvikudagskvöldið þann 20. þ.m. flutti Mr. St.
Laurent ræðu í Civic Auditoraim hér í borginni að við-
stöddu feikna fjölmanni; var ræðan flutt fyrir atbeina
mentamálaráðuneytis Manitobafylkis og kennarasam-
bandsins; höfðu hlustendur það fljótt á vitund, að hér
væri óvenjulegur maður á ferð, vitur maður, víðsýnn og
góðgjarn, en líka á hinn bóginn einbeittur alvörumaður,
er ógjarna myndi láta hlut sinn þó við örðugan yrði að
etja.
“Ég geri ráð fyrir,” sagði Mr. St. Laurent í áminstri
ræðu, “að margir hugsi sem svo, að þjóð tákni hóp af
fólki, er eigi sameiginlegt föðurland, mæli á sömu tungu
með sömu menningarsögu að baki, og að nokkm leyti,
að minsta kosti, þjóðernislega einingu; þessi sérkenni
hafa enn eigi þróast sjálfkrafa í Canada nema að því
leyti, sem við eigum landið í sameingingu. Canadíska
þjóðin hefir verið samviskusamlega skipulögð og gmnd-
völluð með þolgæði af vitrum mönnum og umburðar-
lyndum; og nú er það einkum umburðarlyndið, sem okk-
ur ríður mest á til að styrkja Canadíska þjóðeiningu og
halda henni við.”
“Ég er sannfærður um,” bætti Mr. St. Laurent við,
“að tortíming Canadískar þjóðeiningar, yrði eigi aðeins
Canada til stórtjóns, heldur og hinum siðmannaða heimi
í heild.”
Mr. St. Laurent kvaðst hafa óbifandi trú á nauðsyn
og tilvemgildi Atlantshafs sáttmálans, en var harla
þungyrtur í garð Rússa, er hefðu undir vopnum miklar
og stæltar hersveitir til stuðnings skaðsemdar-
áróðursstarfsemi vítt um heim.
+ 4- + ♦
Ræða Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra íslands
við undirskrift Atlantshafs Sáttmálans 4. apríl 1949
Sendiráði íslands í Washington er innilega
þökkuð sending þessarar merku ræðu. Ritstj.
Þjóðir þær, sem nú em að ganga í þetta nýja
bræðralag em að mörgu leyti ólíkar hver annari. Sumar
þeirra em hinar mestu og voldugustu í heimi, aðrar em
smáar og lítils megandi. Engin er þó minni né má sín
minna en þjóð mín, íslenzka þjóðin. íslendingar em
vopnlausir og hafa verið vopnlausir síðan á dögum vík-
inganna forfeðra okkar. Við höfum engan her og getum
ekki haft. ísland hefir aldrei farið með hemaði gegn
nokkru landi og sem vopnlaust land hvorki getum við
né munum segja nokkurri þjóð stríð á hendur svo sem
við lýstum yfir, er við gerðumst ein af Sameinuðu Þjóð-
unum. Staðreynd er að við getum alls ekki varið okkur
gegn neinni erlendri vopnaðri árás.
Við vorum þessvegna í vafa um hvort við gætum
gerzt aðilar þessa varnarbandalags. En svo getur staðið
á, að ísland hafi úrslitaþýðingu um öryggi landanna við
Norður-Atlantshaf. í síðasta stríði tók Bretland að sér
varnir íslands, og síðan gerðum við samning við stjórn
Bandaríkjanna um hervamir íslands meðan á stríðinu
stóð. Aðild okkar að Norður-Atlantshafsamningnum
sýnir að bæði sjálfra okkar vegna og annara viljum við
svipaða skipan og þá á vörnum landsins ef ný styrjöld
brýzt út, sem við vonum og biðjum að ekki verði.
En það er ekki aðeins þessi ástæða, sem hefir ráðið
afstöðu okkar. Við viljum einnig láta það koma alveg
ótvírætt fram, að við tilheyrum og viljum tilheyra því
frjálsa samfélagi frjálsra þjóða, sem nú er formlega
verið að stofna.
Að vísu er það rétt, sem ég áðan sagði, að aðilar
þessa samnings em ólíkir um margt, en það er einnig
margt sem sameinar okkur traustum böndum. Sama
hættan ógnar okkur öllum. í þeim heimi sem við lifum,
þar sem fjarlæðirnar em horfnar, er áreiðanlegt að
annaðhvort njóta allir friðar eða enginn. Sömu upp-
lausnaröflin em hvarvetna að sinni ömurlegu iðju.
Allstaðar ásaka þau okkur, sem emm að vina fyrir frið-
inn um að við viljum spilla honum.
Þegar samningur þessi var ræddur á Alþingi íslend-
Merkt 400 ára afmœli í Finnlandi
Höfundur ritmálsins finnska minnzt
Sunnudaginn 30. október, Mikjálsdaginn s.l., var 400 ára afmæli
haldið hátíðlegt í Finnlandi.
Þetta afmæli var mikilsvert fyrir kirkju, mál og menningu
finnsku þjóðarinnar, hér var um að ræða 400 ára afmæli útgáfu
Nýjatestamentisins á finnsku. Nákvæmlega vitum við ekki hvenær
á árinu 1548 þessi merkisatburður gerðist. — Sunnudagurinn 30.
október var valinn til þess að halda hátíðina, enda stóð þá kirkju-
þing Finna yfir, og dagurinn er kenndur við biblíuþýðandann og
umbótamanninn á sviði kirkjumála, manninn, sem grundvallaði
finnska ritmálið, Mikael Agrikola.
Futtrúar frá kirkjum Norður-
landa, kirkju Englands og
frönsku kirkjunni í Bandaríkj-
unum komu til þess að taka þátt
í hátíðahöldunum, sem náðu há-
marki sínu með guðsþjónustunni
og helgiathöfninni í gamla þjóð-
kirkjudómnum okkar, þar sem
Mikal Agrikola hafði verði bisk-
up. Þessi þjóðarhelgidómur er
hin virðulega 600 ára gamla
dómkirkja í Ábæ. Viðstaddir há-
tíðahöldin voru m.a. forseti lýð-
veldisins J. K. Paasikivi, æðstu
menn kirkju, menningar- og
stjórn-mála o.m.fl.
Mikael Agrikola fæddist árið
1508 í finnsk-sænska strandar-
héraðinu Perna í Suður-
Finnlandi. Eru menn ósammála
um, hvort hann var af finn-
sænskum eða finnskum ættum.
Þótt hann væri fátækur hlaut
hann með aðstoð voldugra vel-
gerðamanna skólamenntun og
gerðist ritari síðasta kaþólska
biskupsins í Ábæ. Meðan hann
gegndi því starfi vaknaði áhugi
hans á Marteini Lúther og kenn-
ingum hans. Háskólar Mið-
Evrópu voru takmark ungra gáf-
aðra manna í ríkinu Svíþjóð —
Finnland og árin 1536—39 dvaldi
Agrikola í Wittenberg í Þýzka-
landi.
Þessi dvöl hafði mikla þýðingu
fyrir Agrikola; hann kynntist
Lúther sjálfum og Filip Melank-
ton og drakk í sig hugsjónir
þeirra, sem hann síðar barðist
fyrir með orðum og verkum í
fjarlæga föðurlandinu sínu. Er
heim kom varð Agrikola rektor
Ábæjarskóla og eftir lát biskups-
ins 1550 veitti hann stiftinu for-
stöðu; árið 1554 var hann skipað-
ur biskup. Biskupstign Agrikola
varð stutt. Á útmánuðum 1557
varð hann meðlimur nefndar,
sem send var frá Finnlandi til
Rúslands til þess að semja um
frið, en þjóðirnar áttu þá í stríði.
Á leiðinni frá Moskvu veiktist
hann og andaðist eftir stutta
legu og var grafinn í Viborg.
Á tímum Mikaels Agrikola var
íbúatala Finnlands aðeins nokk-
ur hundruð þúsund; meiri hlut-
inn var finnskumælandi, en eftir
að Svíar á friðsamlegan hátt
lögðu undir sig Finnland 300
árum áður eða meira, var all-
mikill hluti þjóðarinnar sænsku-
mælandi; svo er enn í dag.
Um þessar mundir hafði þriðja
málið vafalaust mikla þýðingu
meðal menntamanna — mál ka-
þólsku kirkjunnar, latínan.
Höfuðhugsjón lútersku siðbót-
arinnar var, sem kunnugt er, að
gera mál hverrar þjóðar að máli
kirkjunnar. 1 Svíþjóð var frá
gamalli tíð sænskt ritmál, sem
Olaus Petli, umbótamaður
sænsku kirkjunnar, gat byggt
þýðingu sína á Nýja-testament-
inu á, þótt hann breytti því og
bætti um leið. Þýðing Olaus
Petri kom 1526.
í ríkishlutanum Finnlandi var
aftur á móti ekkert þroskað
finnskt ritmál. Ef Mikael Agri-
koa vildi flytja kenningar kirkj-
unnar og gefa út rit hennar á
máli fólksins, hlaut hann fyrst
að mynda heilsteypt finnskt rit-
mál. Hann hóf starfið og árið
1542 eða 1543 kom fyrsta prent-
aða bókin út á finnsku; það var
stafrófskver. Síðan komu biblíu-
sögur á finnsku, bænabók og
þýðingarnar á Saltaranum og
það sem mest var um vert Nýja-
testamentinu. Þessi verk Mikaels
Agrikola, einkum hið síðast-
nefnda, mynda grundvöll finnska
ritmálsins eins og það er nú,
þótt það hafi vitanlega breytzt
á öllum þessum árnum. Mikael
Agrikola er því með fullum rétti
nefndur faðir finnska ritmálsins
Eins vel mætti kalla hann föður
finnsku bókmenntanna, þar eð
bækur hans, fáar að tölu en
miklar að efni, eru þær fyrstu á
finnskri tungu og áhrif þeirra
hafa haft órekjanleg áhrif.
Á bréfi, sem Agrikola skrifaði
Gustav Vasa frá Wittenberg sést,
að hann hafði hafið Nýja-testa-
mentis þýðingu sína 1537.1 þessu
bréfi, eins og oft síðar, fór Agri-
kola fram á fjárstyrk til þýðing-
arinnar, en árangurslaust eins og
gengur. Þegar Se Usi Testamenti
(á nútímafinsku Uusi Testa-
mentti) kom út árið 1548, rúm-
lega 10 árum eftir að verkið var
hafið, mun það hafa verið á
þýðandans kostnað. Stokkhólm-
ur var þá höfuðborg Finna jafnt
og Svía og Nýja-testamentið
kom út í Stokkhólmi. Að ytra
útliti var fyrsta Nýja-testament-
ið mjög fallegt, ríkulega mynd-
skreytt með tréskurði, sem
sennilega hefir átt rætur sínar
að rekja til Þýzkalands, en þó
sumpart frumlegar. Talið er
hvað prentunartækni snerti
standi þetta verk á hærra stigi
en sænska Nýja-testamenti
legri útgáfu á ritum hans. Ekki
veit ég, hvort slík útgáfa er ráð-
in, en út hafa komið í þrem bind-
um, ritaðar á íslenzku af höfund-
inum sjálfum, skáldsögurnar
Vítt sé ég land og fagurt og
Meðan húsið svaf. Útgefandi
þessara skáldsagria er Helgafell,
og þeru þær vandaðar að öllum
frágangi. Ef þetta er upphaf að
útgáfu á ölum ritum Kambans,
þá er það vel, en ætla má, að hún
taki ærinn tíma ef halda á svip-
uðu formi og útgáfuhraða og
hingað til. Segjum, að Skálholt
komi út í fjórum bindum, Ragn-
a!r Finnsson verði aðeins eitt,
greinar og smásögur annað, ljóð
og ljóðaþýðingar þriðja, og eru
þá komin alls 10 bindi, en leikrit-
in eftir. Þau eru 10, og mundu
trúlega gefin út tvö og tvö —
svo að þau yrðu alls 5 bindi —
eða öll útgáfan 15. Þrjú hafa
komið á fjórum árum, og með
sama útgáfuhraða ætti 15. bindið
að koma út árið 1964. Sá sér sem
lifir . . . En það seinasta, sem ég
hef séð í sambandi við minningu
skáldsins og telja mætti að ís-
lenzka þjóðin ætti nokkra aðild
að, eru ummæli dansks Fálka-
riddara um fráfall Kambans í
bók, sem gefin var út með stuðn-
ingi fyrrverandi ríkisstjórnar Is-
lands, en ritgerð riddarans var
þrýst inn í bókina með íslenzk-
um stjórnarafskiptum að rit-
stjóra og upphafsmanni útgáf-
unnar nauðugum. Ummælin sýn-
ast sprottin af svipuðum anda og
skrif Þjóðviljans um sama efni
vorið 1945, og virðist hafa átt að
helga sem dóm þjóðarinnar ís-
lenzku þann skilning á mála-
vöxtum, er fram kemur í um-
mælunum, — með heiðrun grein-
arhöfundar og stjórnarstuðningi
við útgáfu bókarinnar. En hvað
annars um þá bók? Það er lítt á
hana minnzt — og hvernig er
um þau mörgu eintök, sem ríkið
átti að fá sem sérgreiðslu fyrir
afskipti sín og fjárframlög? . . .
Nú — máski ég víki lítillega að
því síðar.
En hvað sem þessu líður, þá
eru útgáfur Helgafells á Vítt sé
ég land og fagurt og Meðan hús-
ið svaf mjög snotrar, og eins og
áður er sagt, veit ég ekki, hvort
þær standa í nokkru sambandi
við fyrirætlanir um útgáfu allra
rita skáldsins.
Meðan húsið svaf er lítil bók,
rúmar níu arkir. Upphaflega
mun hún hafa verið kvikmynda
texti, en kom út á dönsku sem
skáldsaga árið 1925. Ég hef ekki
lesið dönsku útgáfuna, og hef
hana ekki við höndina, svo að
Olaus Petri, sem kom út 20 árum
síðar. En fyrst og fremst var
efnið, þýðing Mikaels Petri, dýr-
mæt gjöf til þjóðarinnar. Þýðing-
in grundvallast fyrst og fremst
á gríska frumitinu, en einnig á
þýzkri þýðingu (Lúthers),
sænskri (Olaus Petri) og latn-
eksum þýðingum. Þrátt fyrir
þetta er finnska þýðingin ekki
um of háð frumtexta og öðrum
þýðingum; hún er myndauðug
og full af krafti, samræmd máli
og lyndiseinkennum fólksins.
Eins og þýðingin varðar veginn
fyrir biblíuþýðinguna frá 1642
og allar þýðingar síðan, eins
varðar hún veg málþróunarinn-
ar síðan, þar eð Agrikola notaði
í ritmál sitt allt sem var bezt
og lífvænlegast í finnsku mál-
lýskunum og myndaði úr því vel
samræmda og lífræna heild.
Á grundvellinum, sem Mikael
Agrikola lagði, standa þann dag
í dag kirkja, mál og bókmenntir
Finna. Þrír máttarstólpar, sem
bera menningu alllra þjóða.
Maj Lis Holmberg
Vísir 17. marz
ég veit ekki, hvort sagan kann
að vera nokkuð breytt í þeirri
íslenzku. En mér virðist hún
bera þess nokkurt vitni, að hún
var fyrst rituð sem uppistaða í
kvikmynd, því að lýsingarnar á
umhverfi því er sagan gerist í,
— hún gerist aðallega í Dan-
mörku, en einnig suður á Italíu
— mundu hafa verið svipmeiri
og blæbrigðaríkari, ef skáldið
hefði upphaflega formað söguna
sem skáldsögu.
Sagan gerist meðal danskra
efnamanna og lýsir einkum þeim
vandkvæðum, sem því fylgja, að
konur séu uppaldar við, að þátt-
taka í samkvæmis lífinu komi í
stað persónulegrar lífsfyllingar,
og boðskapur hennar er sá, að
raunveruleg verðmæti veiti lífið
einungis þeim —1 konum sem
körlum — er í starfi og þungri
reynlsu öðlist eðli sínu samræma
sér afstöðu til tilverunnar og
vandamála hennar.
Mjög mikill munur er á mann-
lýsingum höfundar í þessari
sögu og í öðrum sögum hans,
minni átök og ekki eins djúpt
kafað. En söguþráðurinn er sam-
felldur og allrökvíslega rakinn
og yfir sögunni er mildur og
hugþekkur, en annars nokkuð
fjarænn blær — eins og höfund-
urinn hafi ekki verið, þrátt fyTÍr
sína glæsilegu heimsmennsku, í
essinu sínu í félagsskap svona
fólks. En mér virðist einmitt, að
þess sama kenni nokkuð í sum-
um leikritum skáldsins, þó að
leikni hans sem leikritahöfundar
dragi þar yfir þetta nokkra hulu.
Sagan er á góðu og yfirleitt
vönduðu máli.
Guðm. Gíslason Hagalín
Alþbl. 27. marz.
Fær lofsamlega dóma
Á nýlega afstöðnum hljóm-
leikum hljómlistarkennarafé-
lagsins í Manitoba, sem haldnir
'voru hér í borginni, lék Mrs. Kerr
Wilson (Thelma Guttormsson)
f r æ g a r pianótónsmíðar eftir
Chopin og Liszt, vakti meðferð
hennar á hlutverkum sínum af-
ar mikla hrifningu hlustenda.
Fer blaðið Winnipeg Tribune
lofsamlegum orðum um tækni
Mrs. Wilson og nákvæma tón-
túlkun.
Þess eru sögðu dæmi, að á
skútuöldinni hafi menn getað
hlaupið svo hratt kringum for-
sigluna, að þeir hafi rekist á bak-
ið á sjálfum sér.
SUPREME CHAMPION
The Supreme Champion of the annual show of Shorthorn Cattle
at Perth, Scotland, recently, was “Cruggleton Account”, owned
by Mr. Albert J. Marshall, of Bridgebank, Stranraer. Buyers from
all over the world came to Perth for the shows and for the sales
which followed.
inga reyndu þessi öfl með valdi að hindra hina fomhelgu
stofnun í starfi sínu. Slíkt ofbeldi hefir aldrei fyrr verið
reynt gegn hinu þúsund ára gamla Alþingi íslendinga.
Sá afvegaleiddi hópur sem þetta reyndi þóttist með köll-
um sínum vera að heimta frið. Þetta framferði að kasta
grjóti með höndunum en hrópa á frið með vömnum er
hvorki í samræmi við arfleifð íslendinga né vestræna
menningu. Allir vitum við hvar slíkir hættir eiga upptök
sín. Heiminum stafar sannarlega ekki meiri hætta nú
af öðm en þessu hugarfari. En það er ekki aðeins þessi
ögnun við heimsfriðinn og velferð mannkynsins, sem
sameinar okkur. Það er heldur ekki einungis það, að
lönd okkar eru öll í sama heimshluta. Sterkari bönd
tengja okkur saman. Allir tiheymm við sömu menning-
unni. Allir mundum við fremur kjósa að missa lífið en
frelsið — hvort heldur frelsi sjálfra okkar eða þjóða
okkar. Allir trúum við á vinsamlega samvinnu þjóða í
-milli. Allir óskum við heiminum friðar og mannkyninu
velferðar.
Þessvegna hittumst við hér í dag með góðar vonir
í brjósti til að tengjast tryggðaböndum með undirskrift
þessa samnings.
Ræktarsemi við látið skáld
Ég hafði látið mér detta í hug, að þar eð Guðmundur heitinn
Kamban var merkilegt leikritaskáld og ritaði veigamiklar og sér-
stæðar skáldsögur — og ekki verður sagt, að forráðamenn þjóðar
hans hafa gengið hart eftir því, að fullnægt væri réttlæti í sambandi
við ævilok hans, en hins vegar mikill og voldugur orðinn sá ætt-
meiður í landi hér, sem hann var af runninn, mundi minningu hans
verða sýndur sómi með myndar- --------------