Lögberg - 28.04.1949, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. APRIL, 1949
FORRÉTTINDI
Eftir GILBERT PARKER '•
J. J. Bildfell pýddi. — LjóOin i þessari sögu eru
pydd af Dr. Sig. Jul. Jóhannessyni.
En Charley Steele átti eftir að svara.
Hann var nú alt annar maður, en hann
hafði verið síðustu tvo og hálfan dag. Á
honum var orðin gjörbreyting. Einrænið
kæringarleisið, leiðinda svipurinn, fyrir-
litningar bragurinn og augnaráðið star-
andi var horfið. Hann var orðinn vingj-
arnlegur, viðfeldinn og lifandi, en þó
rásfastur, og valdknýjandi, hann var
þægilega kendur án þess á því bæri.
Hann leit vingjarnlega til fangans,
og hvíslaði að honum um leið og hann
stóð á fætur til að ávarpa kviðdómend-
urna.
Fyrstu orðin sem hann sagði ollu
hugarbreyting í dómsalnum. Framkoma
hans var alveg óvænt, hann var gjör-
breittur frá því sem hann hafði verið.
Fyrst í stað hafði sú breyting einkenni-
leg áhrif á fólkið, dómarann og kviðdóm-
inn. í málrómi Charley Steele var
ásökunar hreimur, en í honum var líka
nokkur vald þungi, róttæk einbeittni, og
laðandi smekkvísi, og hann fylgdi lát-
lausri rökvissu í máh sínu. Á kæruleysi
hans og þótta bar ekki lengur. Hann
gekk nær kviðdómurunum studdi hönd-
unum á stólbak og snéri bakinu við
dómaranum og áheyrendunum, og tal-
aði í samræðuformi til kviðdómaranna,
og það leið ekki á löngu, áður en að hann
náði athygli og trausti þeirra.
Bilið á milli hans og þeirra, sem hafði
verið svo vítt og breitt undanfarna daga,
snérist brátt upp í vingjarnlega hugar
heild.
Charley Steele hóf ræðu sína með
því, að óska ríkislögmanninum til lukku
með ræðu hans. Hann kallaði hana
meistara verk, og sagði, að eins og að
hann hefði flutt hana væri hún ómót-
mælanleg, og sem sýnishorn af vitnis-
burði sem bygður væri aðeins á líkum
væri hún eftirtektarverð. En ræðu snild-
in ein, personulegir hæfileikar — orðg-
nótt — og jafnvel persónuleg sannfær-
ing geta ekki ráðið úrslitum þessa má'ls.
Það verður að standa, eða fala með
heildar verðleikum, en ekki samanburð-
ar sannindum. Þar sem vitnisburðurinn
væri byggður á líkum aðeins, þá yrði
hann að vera bláþráðalaus, hann yrði
að vera sjálfum sér samkvæmur. Þegar
að hann byggist á líkum aðeins, þá má
hann ekki fela í sér neinar mögulegar
villuleiðir, enga óvissu engar mögulegar
millileiðir. Var þeim kröfum fullnægt í
sambandi við manninn kærða á meðal
þeirra? Afstaðan sem við réttinum
blasti væri einkennileg. Að því er kæru-
málið snerti, þá væri fanginn sá eini
maður sem gæti sagt þeim hver hann
væri, hver saga hans væri og ef hann
hefði framið glæpinn, hver ástæða hans
hefði verið, — hvort heldur að hann
hefði verið að hefna sín, eða hvort hatr-
ið eitt hefði ráðið því, að maðurinn hefði
verið ráðinn af dögum. Það hefir aldrei
í glæpasögu mannanna komið fyrir jafn
einkenilegt mál jafnvel hann sjálfur,
lögmaður hins ákærða vissi ekkert um
æfiferil þess ákærða, áður en maðurinn
sem myrtur var fannst liggjandi við
veginn. Hinn ákærði hefði ekki reynt
til að sanna, að hann hefði ekki #erið
nálægt stað þeim sem glæpurinn var
framinn á, þegar að hann var framinn,
hann hefði ekkert gjört nema segja að
hann væri saklaus. Engin vitni í málinu
frá hendi hins kærða væru til önnur en
vitnisburður kærandans. Að hann hefði
tekið að verja hinn kærða af því, að
hann hefði álitið það skyldu sína sem
lögfræðings, að sjá um að lögunum væri
framfylgt og að fyrirmælum þeirra og
kröfum, væri fullnægt út í ystu æsar, að
þau fullnægðu án efa möguleikum öllum
og að engin mótsögn, eða missögn, gæti
komist að í málinu ef að ímyndun eins
og sögusögn manna, ætti að ráða úrslit-
um málsins.
Allra augu hvíldu að Charley Steele.
Hann hafði fært sig ofur lítið frá pallin-
um sem kviðdómaramir sátu á, svo að
hann sá dómarann, hann sneri sér einu
sinni, eða tvisvar að áheyrendunum eins
og að hann væri að skjóta máli sínu til
þeirra. Það var þvíngandi hiti í réttar-
salnum, sem lá eins og mara á þeim,
sem inni voru — öllum nema einni konu
sem sat svo sem tólf fet frá lögmannin-
um þar sem hann stóð. Hún var kona
sem hrifningar valdið hafði ekki mikil
áhrif á, því skapferli hennar var í jafn-
vægi víð persónu hennar og líkamsfeg-
urð. Hún tók ekki augun af Charley þar
sem hann stóð og flutti ræðu sína. í
augnaráði hennar lá spurning, sem,
aldrei virtist fá svar á meðan að á ræð-
unni stóð, þó aðdáun hennar væri
auðsæ. Einu sinni þegar að hann sneri
sér án þess að alvöru þrunginn í ræðu
hans og máli liði hið minsta við í áttina
til hennar, og augu þeirra mættust í svip
— en nógu lengi fyrir undirmeðvitund
hans að segja, þó að ekkert hik yrði
á máli því sem hann var að flytja:
“Þegar þessu er lokið Kathleen, þá
kem ég til þín.”
Hann hélt áfram í fimtán mínútur,
að benda á skeikulleik líkinda vitnis-
burðarins; hann benti á hinar knýjandi
skyldukröfur laganna, hinar hryggilegu
afleiðingar, þegar sannleika og réttlæti
væri misboðið; hann ávítaði fardóma
sem menn hefði á fanganum fyrir það,
að hann krafðist þess, að lögin sönnuðu
sekt hans, í stað þess, að hann sannaði
sakleysi sitt. Ef að maður tæki upp á
sig, eða setti sig í þá afstöðu, þá hefðu
lögin engan rétt til að misbrúka hana.
Hann sneri sér að fanganum og rakti
sögu hans eins og að hún hefði getað
verið, og heimilisins sem hann kom frá,
af foreldrum hans, bræðrum hans og
systrum, sem að skuggi ótta og angistar
hafi hvílt yfir, svo vikum skiftir, með
það á vitundinni að sonur þeirra og bróð-
ir sat undir lagaákvæði lífs eða dauða,
og sýnst við fyrstu athugun furðulegt
og óeðlilegt, að hinn kæri kysi þögnina,
í sambandi við uppruna sinn og heimilis-
fang, heidur en að leggja þann kross á
herðar ættingja sinna sem hin sýnilega
hætta sem hann væri staddur í hlyti að
gjöra. Og þó að hin fyrri æfi hans hefði
verið með öllu óaðfinnanleg, þá væri
það engin sönnun í málinu. Það gæti á
hinn bógin, ef það hefði verið óaðfinnan-
legt vakið. ástæðulausa andúð á móti
honum, gefið á stæðu til ímyndaðra
ástæna honum til áfellis. Að hinn kærði
hefði kosið sér aðstöðu, og að alt sem
enn hefði komið fram í máli hans hefði
réttlætt þá afstöðu. Það yrði að vera
ljóst dómaranum, og kviðdómnum, að
á líkingar framburðinum gegn kærða,
voru háskalegir bláþræðir og veilur, sem
óhugsanlegt væri að byggja áfellisdóma
á. Sú staðreynd verður og að takast til
greina, að engin merki um glæpinn fund-
ust á honum, ekki einn blóðdopi, ekkert
vopn, fanst á honum, eða nálægt honum,
og þegar lögreglan tók hann fastann, þá
svaf hann vært í rúmi sínu heima hjá
sér.
Sú staðreynd varð líka að vera tekin
til greina, að enginn ástæða fyrir glæpn-
um hafði verið sýnd. Það væri engin
ástæða þó að þeim kærða og þeim myrta
hefði sinnast. Vissi nokkur með réttu,
hvort að þeir hefðu verið missátir þar
sem engin orða eða setningaskil heyrð-
ust, eftir því sem fram hefði komið í
réttinum? Örgeðja mönnum yrði oft
sundurorða út af smávægilegum atrið-
um, en slíkar orðahnippingar leiddu ekki
æfinlega til glæpsamlegra athafna,
meiðsla eða ásetnings manndráps.*Sá
kærði neitaði að segja frá, um hvað þeir
hefðu deilt, og hver gæti efast um rétt
hans að eiga það á hættu að sú þögn
hans yrði misskilin.
Dómarmn var ýmist að krota á blað
sem hann hefði fyrir framan sig, eða þá
að hann starði á fangann; kviðdómar-
arnir sneru sér órólega til og frá í sæt-
um sínum, fólkið í dómsalnum sat gap-
andi, og kona sat uppá áheyranda lofts-
völunum náföl í framan og kreftar hend-
ur sat hreyfingarlaus, hlustaði og starði
út í loftið. Charley Steele hafði náð al-
gjörðu valdi á hugsun og dómgreind
þeirra sem á hann hlustuðu. Öll andúð
var horfin, og einkennilegt, en á kveðið
og náið persónusamband, á milli hans
og kviðdómaranna komið í staðinn.
Fólkið leit ekki lengur hornauga til
fangans, heldur fór að sjá merki
sakleysisins í gegnum þögn hans, og
fyrirlitning í mótþróa hans og kaldlyndi.
En Charley Steele hafði geymt smiðs-
höggið þar, til að það var sem áhrifa-
mest. Allt í einu benti hann á, að í vitn-
isburðinum sem fram hehfði komið í
réttinum hefði verið upplýst, að hinn
myrti hefði slegið konu í andlitið fyrir
ári síðan og einnig það, að han hafði
haldið stúlku, sem vann á verksmiðju
við allsnægtir í tvö ár. í báðum þeim
tilfellum sagði Steele var ástæða til
morðs falin — ef ástæða væri til fyrir
því. — Miklu sterkari heldur en hægt
væri að finna í orðakasti sem enginn
hefði heyrt skil á hvers eðlis var, en ó-
vinir þess kærða lögðu ílla út, af því að
hann sniðgékk þá þegar að hann var
með þeim við skógarhöggs vinnuna.
Ef að menn ætluðu sér að hengja
þann áærða, fyrir verknað sem enginn
vissi neitt um, því þá ekki að hengja
þessar konur, fyrir ástæður sem hægt
að rekja til grunns!
Tækifærið lá opið fyrir honum, hann
virtist ásaka hvern einasta mann í
dómsalnum fyrir það, að kveða upp
sektardóm í huga sér yfir þeim ska-
borna. Hann neyddi kviðdómendurnar
til að viðurkenna með sér, að vitnafram-
burðurinn í málinu væri óáreiðanlegur.
Að fanginn gæti verið sekur, en að sekt
laganna, væri óendanlega þyngri ef þau
kvæðu upp áfellisdóm yfir honum,
byggðann á ófullkomnum framburði
vitnanna. Að síðustu stóð hann við riðið
sem skildi hann frá kviðdómendunum.
sem héldu lífi og dauða skjólstæðings
hans í hendi sér, rendi fingrunum fram
og aftur eftir því, rendi augunum fram
og til baka um andlitin á þeim og hélt á
fram í samræðu stíl. “Það er ekki
mannslíf, ekki verknaður sem framinn
er í hefndarhug og leggur í dauðann einn
af meðborgurum vorum á hinn grimmúð
legasta hátt, sem okkur ber að athuga,
heldur hina ægilegu ábyrgð stofnunar
þeirrar sem við nefnum ríki, og hefir
ákvæðisvald á lífi og dauða, og skyldu
þess til að sanna nauðsynina á að svifta
nokkrum manni lífi sínu áður en það
gjörði það og sú skylda, og einstaklings
réttur ætti að ráða úrskurðar ákvæði
hvers einasta manns. Ég hefi ekki meira
að segja.”
Ríkislögmaðurinn svaraði lauslega.
Ávarp dómarans var stutt og frekar í vil
ákærandanum, ef annars um nokkra
velvild frá dómarans hálfu var að ræða,
kviðdómararnir gengu út úr salnum.
Þeir komu aftur eftir tíu mínútur og
formaður þeirra tilkynti dómaranum að
þeir fyndu hinn ákæða sýknan að sök.
Kona heyrðist hlæja uppá áheyrenda
svölunum.
Kona í áheyrenda hópnum stundi
upp í lágum rómi “Charley! Charley!”
Charley sneri sér við og leit til henn-
ar, en sagði ekki orð.
Fáum mínútum síðar þegar að
Charley var kominn út úr dómssalnum
íturlegur og óútreiknanlegur eins og
hann var vanur að vera lagði fanginn
ný skýknaði hendina á öxlina á honum
og sagði:
“Herra, herra minn þú hefir bjargað
lífi mínu — Ég þakka þér herra minn!”
Charely Steele ýtti manninum frá
sér önuglega og sagði:
“Hafðu þig burt frá augum mér! Þú
ert sekur — áreiðanlega sekur.”
II Kapítuli
Afleiðingar réttarhaldsins.
“Þegar þessu er lokið Kathleen, þá
kem ég til þín.” Höfðu augu Charles
Steele sagt við konu í réttarsalnum, síð-
asta daginn sem réttarhaldið stóð yfir.
Konan hafði gengið út úr réttarsalnum
eins og í draumi, en þó í sælukendri
hrifning. Hún, eins og hundruð annara
hafði séð Charley Steele í nýju ljósi,
nýrri opinberun, og einnig verið sjónar-
vottur að algjörðu sinnaskifti fólksins
sem inni í dómssalnum var, frá ákveð-
inni sektar sannfæringu til sakleysis
meðvitundar, sem annað veifið hafði
litið fangann með viðbjóði, og hin hrylh-
legu endalok hans, en hitt sem píslar-
vott laganna. Hún sem vanalega átti
yfir svo miklu jafnvægi að ráða, beið
þess með æsandi eftirvænting að kvið-
dómararnir kæmu aftur inn í dómssal-
inn. Svo stóð hún hreyfingarlaus, eins
og hafalda stundum gjörir, áður en hún
brotnar, og berst upp að ströndinni.
Hjá henni, eins og flestum sem í
dómsalnum voru, var djúp eftirvænting-
arinnar, ekki svo mjög bundið við fang-
ann — hvort að hann yrði fríkendur eða
ekki, heldur við það, hvort að lögmaður-
inn hans ynni málið, eða ekki. Það var
eins og að það væri Charley Steele sem
rannsóknin stæði um, í stað fangans.
Hann var miðdepillinn í málinu, það
voru framtíðar örlög hans sem um að
ræða. Svo óeðlilegan hugblæ, hafði mál-
ið fengið. Og sannleikurinn var sá, að
örlög beggja — fanganns og lögmanns
hans voru lögð á vog réttlætisins, þenn-
ann brennheita sumar dag í ágúst.
Fanganum gleymdu nálega allir,
undir eins og hann var komin út úr rétt-
arsalnum frjáls maður, en á vörum allra
í Montreal var nafn Charley Steele dag-
inn eftir. Það var tvent sem hann hafði
gjört í þessari ræðu sem hann flutti:
Hann hafið varpað frá sér andúð og
kaldrana, en íklæðst mannúð og inni-
legleik.
“Ég hefði aldrei trúað því um hann.”
var á hvers manns vörum. Um hæfileika
hans efaðist enginn, en þeir voru kaldir
og beittir og oft höfðu óvinir hans kval-
ist undir þeim, og vinir hans orðið óttas-
legnir, og enginn maður hafði nokkurn
tíma séð votta fyrir tilfinningum hjá
honum. Ef það hefir verið uppgerð þá
var vel farið með hana, því að hún hafði
verið honum eðlileg þegar í æsku, á
náms árum hans og hann hafði verið
brynjaður henni, þegar að hann kom
heim aftur frá náminu, í bæinn þar sem
að hann fæddist, og einmitt það hafði
staðið honum í vegi fyrir vinsældum —
en það hafði gjört hann auk hans yfir-
lætis, einkum í klæðaburði og frumleika
í hugsun sérlega eftirtektarverðann.
Það voru fáir sem kærðu sig um að lenda
í orðakast við hann. Hann skifti sér lít-
ið af samtíðar fólki sínu. Hann var altaf
kurteis í viðmóti og umgengni án þess að
leyfa fólki að verða sér og nærgöngult,
og stéttarbræður hans viðurkendu hina
undursamlegu andlegu yfirburði sem
han átti yfir að ráða, hvort heldur að
hann var í réttarsalnum, eða utan hans.
Hann fór eftir að málinu var lokið frá
herbergi dómarans og beint á skrifstofu
sína og tók á móti árnaðaróskum
fjölda manna á leiðinni, innilegri, en
mörgum þeirra fanst að hann ætti skil-
ið, því hann var aftur hinn einkennilegi
grímuklæddi Charley Steele sem horfði
kankvíslega í gegnum augnagler sitt og
eftir því sem nær dróg skrifstofunni,
fykkuðu árnaðaróskirnar. Álit hans
hafði aukist að mun síðustu klukkutím-
ana, en vinir hans ekki fjölgað og hin
vanalegu sambönd hans héldust sem
áður. Bæjarbúarnir voru upp með sér af
hæfileikum hans, eins og þeir höfðu
altaf verið, þeir voru ergilegir út af
hegðun hans, eins og þeir höfðu áður
verið, og gjörðu sér meiri vonir um fram-
tíð hans, er þeir höfðu áður gjört sér,
og ósjálfrátt þakklátir fyrir hrifning þá
sem hann hafði veitt þeim, og þeir gátu
lifað á sumarið út. Alt þetta lét Charley
Steele sig litlu varða. Undir eins og hann
hafði lokið verki sínu í réttarsalnum
gjörði hugsunin sem falin lá í huga hans,
á meðan að á málsflutningnum stóð í
réttarsalnum vart við sig og útrýmdi
þaðan öllum öðrum hugsunum.
Þegar hann kom inn í skrifstofu sína
var hann að hugsa um stúlkuna í réttar-
salnum, sem kinnroðinn hafði gjört enn
fegurri en hún átti að sér að vera. “Hún
er aðdáanlega fögur” sagði hann við
sjálfan sig um leið og hann gekk að
vatnslaug sem var inni í skrifstofunni,
og laugaði hendur sínar og andlit, því
hann ætlaði strax út aftur. “Andlitsroð-
inn gjörið hana enn yndilegri — Kath-
leen!”
Hann stóð stundarkorn við glugga
á skrif stofunni og horfði út í listigarðinn
sem blasti við honum, á trén skrúðgræn
og hlustaði á fuglana kvaka í limi
trjánna. “Fullkomin — allfullkomin í
vexti og útliti. Hún var það starx í æsku,
og hún er það nú, fullvaxinn.” Hann
kveikti í vindlingi og blés reyknum útúr
sér. “Ég gjöri það. Ég giftist henni. Ég
veit að hún vill mig: Ég sá það í augun-
um á henni. Það gjörir ekki mikiö til með
hann Fairing, föðurbróðir hennar gefur
aldrei samkykki sitt til sambands á
milli þeirra, og svo þykir henni ekki
nógu vænt um hann. Ég gjöri þetta.”
Hann sneri sér að skáp sem hann
geymdi flösku með áfengi í og sem að
hann hafði hrest sig á áður en hann fór
í réttarsalinn skömmu áður. Hann tók
lykil upp úr vasa sínum og setti hann
í skrána á sk^pnum, en hikaði. “Nei, ég
held ekki!” sagði hann. Það sem að ég
segji við hanna skal ekki hafa neinn
lagablæ á sér. “Hvílík uppgvötvun! það
var alt í þoku fyrir mér og, hugsunin loð-
in, allur stirður og kaldur, dómarinn
kviðdómaranrir, fólkið allt og Kathleen
líka ,var mér andvígt; en þegar ég var
búinn að hressa mig á flöskunni þarna
í skápnum — þá varð allt krystalls skýrt
fyrir mér! Það var eins og að ljósbirtu
legði um huga mér og rafstraumur rynni
fram í hvern minn fingur og ég vann, og
— og það var eins og skuggi færðist yfir
andlitið á honum — Hann var sekur,
áreiðanlega sekur.” Bætti hann við í
beisku mrómi, um leið og hann tók
lykilinn úr skránni á skápnum og setti
hann í vasa sinn.