Lögberg - 28.04.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.04.1949, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. APRÍL, 1949 Tína ber í aldingarði Eftir RANNVEIGU K. G. SIGBJÖRNSSON Framhald Við komum á það fallega heim- ili Kristjáns Pálssonar fyrrum bæjarstjóra á Gimli. Sigurður Sigbjörnsson var hjá honum úti á vatni, fyrst eftir að hann kom frá Islandi og man hann ávalt síðan og langaði nú til að sjá hann. Mr. Pálsson tók okkur ágætlega vel þó svo raunalega stæði á, að kona hans lá þungt haldin á sjúkrahúsinu. Dóttir þeirra hjóna Mr. Ingjaldson rit- höfundur, tók á móti okkur, með góðvild og risnu. Nýlega hafði hún selt sögu eftir sig stórblaði í austur Canada, við góðu verði. É£ sá Miss Sæunni Bjarnason snöggvast. Hún hafði lagt lið málefni, sem ég hafði áhuga fyr- ir svo mig langaði til að heilsa henni. En hún var að stunda sjúka konu, svo ég gat ekki kom- ið heim til hennar. Við komum að friðarhöfn þeirra fullorðnu, Betel og áttum tal við nokkra heimilsmenn ættaða frá ýmsum stöðum á Is- landi. öllum sem við sáum, virt- ist líða mjög vel eftir kringum- stæðunum. Mrs. Ásdís Hinrick- son var ein af þeim, sem vi ð töl- uðum við stundarkorn. Hún er frábærlega ern, höfðingskona í lund og framkomu alri. Mrs. Hin rickson er systir þeirra frú Ing- unnar Marteinsson og Arinbjarn ar Bardal. Það er mikið sem þeim systkinum hefir öllum ver- ið lánað til lífsferðarinnar, af mannaðar og mentaðar fríðleiks- tvær dætur, uppkomnar, vel manngæðum og mannsskap. Ég eignaðist gullfallega fingravetl- inga hjá Mrs. Hinrickson, sem hún hafði unnið. Hún mintist á Minnist BCTCL í erfðaskrám yðar að andvirðið færi í heimilissjóð- inn. Ég gaf Jóhönnu vetlingana og hún var með þá í borginni. Og ég get fullyrt að hún vill aðeins það sem fallegt er. Á meðan ég var niðri, gengur ógunnugur maður í gegn um stofuna. Hann er hár vexti og hinn fyrirmannlegasti. Ég tók að reikna út í hugsanum hvaða klerkur þetta gæti verið, því slík- ur fanst mér hann hlyti að vera, litlu seinna var því svarað, án þess ég spyrði. Allir voru kallað- ir inn í aðalstofuna, þar átti að fara fram söngur og hljóðfæra- sláttur ókunni maðurinn var þá söngmaðurinn. Mér var þá sagt að hann héti Pétur Magnús. (Ég vona að ég fari rétt með nafnið), Ég ætla ekki að orðlengja þetta að öðru en því að mér fanst hér vera um stór-afburðamann í söng að ræða. Gunnar Erlend- son var við hljóðfærið. Þeir höfðu verið að sinna jarðarför á Gimli óg komu þarna af góðvild einni til að skemta heimafólkinu. Við, ferðafólkið nutum góðs af og erum þakklát fyrir. Einn mann enn vil ég nefna, áður enn ég skil við Gimli. Hann heitir Pálmi Lárusson og er dótt- ursonur Bólu-Hjálmars, hann kom heim til Stefáns og Gyðríð- ar. Maður hefði gjarnan viljað sjá eitthvað af vísum hans, því mér var sagt að hann væri skáld- mæltur vel, en þess var ekki kost- ur, því miður. Þau Stefán og Gyðríður eiga einn son Valdimar að nafni. Valdimar starfar til margra ára hjá Marshall Fields því mikla verzlunarfélagi 1 Chicago, hefir þar mikil mannaforráð og há laun. Valdimar er kvæntur Bandaríkjakonu af sænskum ættum, myndarkonu. Þau eiga stúlkur. Valdimar kom í sumar að heimsækja foreldra sína, kem- ur árlega síðan þau fluttu til Gimli; hingað vestur kom hann venjulega annaðhvort ár. Valdi- mar reynist foreldnun sínum vel enda fórst þeim vel við hann á uppeldisárunum. Hann hefir reynst fjölskyldu sinni á sama hátt, því bera þær kona hans og dætur auðsæan vott. Þó viðstaðan yrði svo lítil sem raun varð á, hjá Anderson’s hjónunum á þeirra snotra og sér- lega velviðhaldna heimiil, var okkur ánægja í að sjá þau. Við minnustum svo ógleymandi margra gleði stunda, á heimili þeirra hér vestra, að maður skyldi taka því með þolinmæði þó styttist viðstöðin að þessu sinni. — Minningar á þessum stöðum, grípa huga manns enn fastari tökum er það nálega, sennilegt á meðan maður er svo ókunnug- ur. Vatnið svo að segja skvaldrar upp í gluggann, hjá Þeim Ander- son’s hjónunum, skeljarnar reka þar á fjöruna, en við auganu blasir nesið, sem mér var sagt að íslendingar hefðu fyrst lent í og stigið fæti á land þarna. Þar sýnist vera þykkur skógur enn, það grípur djúpt í huga manns — eins og maður sjái ókunnuga fólkið með poka og koffort, kon- ur og börn, — stikla þarna gæti- lega upp í hrikalegann skóginn, bjargarlítið, rétt undir vetrar- gaddinn. — Það er nauðsyn að muna, að “hulinn verndarkraft- ur” hlífir einnig stöðvum þess, Gunnar sem ekki sneri aftur. — Út með ströndinni til annarar handar eru bátar og bryggja, bær með mörgum menningar merkjum og hugurinn minnist einnig þess að tíðindi dagsins hafa sagt frá svo mörgum mönn- um og konum, af þessum slóðum, sem sótt hafa fram til sæmdar og gagns. — Já, þeir og þær kom- ust út úr skóginum — svo margt að minsta kosti. Við gengum þar uppeftir með Arinbirni Bardal: í ferðinni var líka frú Ingibjörg Ólafsson. Það var staldrað í Sunrise Camp og litast þar um, úti og inni. Það er mjög friðsælt skógar rjóður, sem til var valið þarna, á vatnsbakk- anum; er manni ánægja í að vita, að B.L.K. á bæði eignir og umráð þarna. Nafnið Sunrise Camp þykir mér fjarska vel til valið. Maður var að verki við smíðar í einu húsinu þarna, Sveinn Pálmason. Það mun muna nokk- uð um þar sem hann leggur hönd á plóg. Við komum við í Selkirk hjá Hermanni og Kristjönu Nordal. Þau eru gamlir vinir og við- skiptamenn, bjuggu um langt skeið í Leslie, þar sem Hermann var umboðsmaður fyrir North American Lumber Company. Hann er það enn og mun mega telja hann í fremstu röð þeirra manna, sem félagið hefir sent út með umboð fyrir sakir ástund- unar og áreiðanlegheita. Og það er víst að Mrs. Nordal hefir ver- ið góður liðsmaður á því sviði sem öðru. Er við komum upp í East Kildónan, sýndi Mr. Bardal okkur heimilið sem þau hjónin bjuggu á um langt skeið á meðan börnin voru að alast upp. Það er reisulegt hús í skógarlundi á ár- bakkanum. Stórir viðir vaxa þar í ræktaðri jörð, fast upp að hús- inu, skógargöngin grasivaxin og grösug brekka ofan að ánni. 1 nágrenni þar býr skoskt fólk í þriðja lið eða meira. Mr. Bardal ók í kring og sýndi okkur flóðlokurnar. Það er djúpt ofan að ánni og mig hálf sundlar. Ég hef altaf átt erfitt með að átta mig á því, að hér væri hægt að fara um á skipi, en svo er þó. Þó það megi heita lítil umferð í samanburði við stærð borgarinn- ar. Þegar búið er að hleypa fljót- inu fárra klukkutíma freð frá Winnipeg, þá komast menn á kreik og borgin tekur fjörkipp, sem um munar. Mér finst ég hafi aldrei séð fallegri mold en getur að líta á slóðum East Kildonan. Hún er rauð og fögur undir sól að sjá og jurtirnar, sem WlNNIPEG HOUSE BUILDERS’ EXHIBITION In the CIVIC AUDITORIUM Commencing on April 25th at 12.30 p.m., when a Grand Opening Ceremony will be performed by the Honourable J. S. McDiarmid Minister of Mines, Trade and Commerce, Province of Manitoba, and continuing daily until 11.00 p.m., Saturday, April 30th, 1949. Showing the latest in:— • House building supplies. • House furnishings. • 1949 siyled balhroom and kitchen accessories. • Exierior finishes. • • 1949 healing equipmeni. “The Show of a Llfetime” ADMISSION 25c DOOR PRIZES Hislorical Souvenir Programs of Winnipeg will be on sale. 1 l| I' Ij I'1 i| •I GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar mentunar í öllu þvi, sem að skrifstofustörfum lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business College. Það verður nemendum til ómetanlegra hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög- bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið. Þau fást með aðgengilegum kjörum. * GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ! THE (OLUMBIA PRES5 LTD. 695 SARGENT AVENITE WINNIPEG. sáð hefir verið til í röðum, með töluverðu millibili, voru sérlega lífrænar. Og fólkið bograði við raðirnar bæði þegar við fórum og komum. Og hvergi sást íll- gresi. Þó alt gengi vel í ferðinni urð- um við fegin að koma heim til Mrs. Bardal. Jafnvel inni í borg- inni getur verið friður og ró, með fullu lífi og fjöri þó; heim- ilisfriðurinn dýrmæti. Svo fjarska margir buðu okk- ur heim til sín. Okkur langaði til að koma til allra sem við þekt- um og allra sem buðu okkur. En oftast er ferðatími takmarkaður og hvort sem þörf er á því að við flýtum okkur eins mikið og við reynum að gera, að jafnaði, þá er svo mikið víst að við vildum flýta okkur sem mest og komast heim. Við komum samt í nokkra staði í Winnipeg, til að byrja með. Við dvöldum kvöld stund hjá vinum okkar, Mrs. Th. Stone og Miss Margréti J. Stone. Höfðum ætlað að stanza þar nokkuð leng- ur, en þetta varð nú útfallið. Húsið er stórt og fallegt og í nýj- asta stíl. Alt var kyrt og rótt og öllu vel við haldið, en manni hnýtur við hjarta, fyrst í stað að koma þar sem svo mjög hefir fækkað síðan síðast að maður kom. Bæði húsbóndinn og móðir hans farin heim. Um hana var sízt að undra því þar var aldur- inn svo hár, skjót burtför hans kom meira á óvart. En maður saknar þeirra beggja. Aðra kveldstund dvöldum við hjá Dr. og Mrs. S. J. Jóhannes- son. Þau hafa inndælis íbúð í stórhýsi sunnan til á Agnes. St. Þar var ánægjulegt að fá að tala við þau stundarkorn. Þá var kallað á lækninn. Dr. Jóhannes- son tók töskuna sína og hraðaði sér á stað gangandi út á strætin alveg eins og hann lagði oft út hér, labbandi eða hlaupandi um sléttuna, að vitja þeirra sem sjúkir voru. Það er undravert hve léttur hann er enn í spori, svo sem það er undravert hvað frú Haldóra getur búið til gott kaffi enn og það sem með því er. Við komum til Mr. og Mrs. L. C. Woods. Mrs. Woods er bróður- dóttir Sigurðar, dóttir Sigur- björns og Önnu Sigbjörnssonar við Leslie. Hún er hjúkrunar- kona, útskrifuð af Winnipeg General Hospital og vann um nokkur ár á skrifstofu Dr. B. J. Brandsonar, í Winnipeg. Mr. og Mrs. Einar Eirickson voru í hópi þess góða fólks, er bauð okkur heim til sín. Foreldr- ar Mrs. Eirickson Kristján og Ingibjörg Johnson, bjuggu hér í nágrenninu um allmörg ár og varð vel til vina. Nú var húsmóð- irin eldri farin heim en yngri kona tekin við og ferst hússtjórn- in ágætlega vel. Mrs. Eirickson var bankaritari hér vestra bæði í Leslie, hjá Canadian Bank of Commerce og einnig í Elfros hjá sama banka. Þá var hún Miss Josephina Johnson. Á stríðstím- anum var hún fyrir þrábeiðni þeirra sem réðu, um tíma við sama starf í Wadena og hjá sama banka, þó hún væri gift. I öllum þessum stöðum fékk hún hirm ágætasta vitnisburð fyrir störf sín. Maður hefir það fyrir satt, að vel þektur bankastjóri, á þess- um stöðum, sagði að það væri alveg sama þó hann færi úr bankanum ef Miss Johnson væri þar. Hún kynni fullkomin tök á öllu, sem gera þyrfti. Kristján b r ó ð i r Mrs. Eirickson varð bankaritari kornungur hjá Royal Bankanum og starfaði þar lengi við ágætasta orðstýr. Þegar hann kom til baka úr stríðinu, brevtti hann til um atvinnu og gekk í þjónustu Toronto Uni- versity. Þórður elzta barnið, er kornkaupmaður í Saskatchewan, Albert er í Winnipeg. Þeir Krist- ján og Albert gengu á skólann hér í Leslie, hjá okkar vel kynta kennara og skólastjóra Mr. Fow- | ler. Á heimili þeirra Eiricksons hjónanna mættum við móður- systur Mr. Eirickson og þeirra systkyna, frú Helgu Bjarnason ásamt dóttur hennar Stefaníu. Frú Helga er töluvert svipuð systur sinni í sjón, en sérstaklega fanst mér röddin lík. Þegar frúin flutti borðbænina, fanst mér ég heyra Ingibjörgu Johnson vera að tala. Húsbóndinn Mr. Eirickson var heima til miðdagsverðar, en það skrítna við það var að Kristján átti svo annríkt að hann gat ekki komið heim. Við litum því inn til hans í kjötverzlunina, þar sem hann vinnur. Kristján er hátt á áttræðisaldri en vinnur sem mið- aldra maður. Hann er þektur að því að kunna góð tök á þessum starfa og búðin sem hann vinn- ur í, gerð í nýjum og sérlega fallegum stíl. Kristján Johnson var heill og hress og við vorum glöð að sjá hann fyrir fáein augnablik. Við söknuðum þess öll að Ingibjörg var farin. Mr. og Mrs. Harold Taylor eiga heima suður í St. Vital. Það er fallegt pláss. Mrs. Taylor er dótt- ir Kristjáns og Elisabetar Vopn- fjörð, er lengi bjuggu í Winni- peg. Mr. Taylor er fæddur og uppalinn í Winnipeg, ágætur dregnur af ensku fólki kominn í báðar ættir. Faðir hans keypti fyrstu lóðina, sem var seld í Springside, Saskatchewan, eftir útmælingu. Þau Taylor’s hjónin hafa inndælt heimili þarna, skrautlegt hús og fjölskrúðug- an trjá- og blómagarð umhverfis það. Mrs. Taylor er framúrskar- andi trygglynd við vini sína og ann því sem íslenzkt er. Að þessu sinni hafði Mrs. Taylor boðið systkynum sínum til miðdags- verðar með okkur Mrs. Wright og Josep. Við höfðum mikla ánægju af að sjá þau öll og glöddumst sérstaklega yfir því að sjá Jósep komin heilu og höldnu úr ófriðnum í Evrópu, en þar var hann í nokkur ár. Önnur hjón búa í St. Vital, sem við hefðum viljað sjá Þau Mr. og Mrs. Alex McDonald. Miss Margrét Einarson hét sú hús- móðir áður en hún giftist og er systurdóttir þeirra Stone’s syst- kyna. Við gátum ekki komið því við að sjá þau. En í ágúst mán- uði vildi svo vel til að Guðrún dóttir okkar gat heimsótt þau og með hennar auginn sé ég þessa vini að þessu sinni. Þorsteinn Kristinn Oliver sótti okkur í stórri og fallegri bifreið sinni og flutti okkur til borgar aftur eftir nokkurra stunda dvöl á heimili hans og Mrs. Oliver. Vau búa átt mílur út úr borg- inni í einu þessu yndislega húsi af nýjustu gerð. Framhald NEW ICELANDIC TRAWLER A new Icelandic trawler, Jor- undur, was launched at Lowe- stoft, Englad, early this year, according to the February 12 issue of the British periodical Fishing News. Several improve- ments have been incorporated in its construction, and it is more than a fishing vessel because it contains a complete fish meal and liver-oil extracting plant aboard. The vessel’s length is 167 feet; breadth, 28 feet; depth, 15 feet; gross tonnage, 490 metric tons; and estimated service speed, twelve knots. Using tiiesel eng- ines, some of the outstanding features are: a superstructure of non-corrosive aluminum alloy; a fish hold (12,000 cubic feet con- structed of and lined with non- corrosive aluminum and stand- ardized aluminum pen “boards’ and a hydraulically-operated trawl winch (consisting of two drums each taking 1200 fathoms of three-inch warp) reported to be the largest of its kind on any fishing craft. Capacity of the fish hold is 518,000 pounds. The fish meal plant can produce 23 metric tons of ground fish meal from the fish waste, which is bagged and stor- ed in specially constructed meal holds. It can produce as much as ten metric tons of meal every 24 hours. A steam-operated liver oil plant produces 20 metric tons of liver oil per trip. When ex- tracted, the oil is stored in sep arate, specially constructed tanks. Large capacity electric pumps discharge this cargo im- mediately on arrival in port. Accomodations for captain and crew include hot and cold runn- ing water and showers, mess room, and a lounge. Accommoda- tions througout the vessel are air-conditioned. Thls year it wlll pay you ln proflts to sow only reoistered or certified seed becouse Reqistered or certifled seed is pure as to variety . . . ifs well cleaned . .. tt has guaranteed germlncrtlon and is economlcal. You can obtain full information regarding the most suitable variety and your nearest source oí supply from: 1. Your nearest Registered or Certified Seed Grower. 2. Your Grain Elevator Operator. 3. Your Agrlcultural Representative. 4. Agricultural Extension Service. •RESEARCH A \ ^■»?!^gtL~_^?«ECOIVOMICS. 206 QPAIN EXCHANOE ■LDGiÍP#^ ^WINNIPIG Sponsored^Z& Brewing rzWMaltlng Industries^Canada M025I SHEA’S WINNIPEG BREWERy Plan to enter National Barley Contest in 1949. Someone will win a grand total of $1,000.00, it might be you. There are seventeen substantial cash prizes open to Manitoba Barley Growers. HOW TO QUALIFY Select at least 40 ecres of the best land on your farm, plant it with pure seed of Montcalm, O.A.C. 21, or Mensury (Ott. 60).

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.