Lögberg - 28.04.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.04.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. APRÍL, 1949 5 /iH LGAHAL IWENNA Riistjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON í SVEIT Á ÍSLANDI Nýlega er komin heim úr ferðalagi til íslands Mrs. Lauga Jóhannesson. Hún ferðaðist víða um landið meðal annars til Vopnafjarðar í heimsókn til föðursystur sinnar Valgerðar Helga- dóttur. Hún dvaldi í nokkra mánuði í Reykjavík, en fór síðan til Mývatnssveitar og var þar síðustu fjóra mánuðina. Hún lét vel af ferð sinni og viðtökum á íslandi, en sérstaklega var hún hrifin af Mývatnssveitinni. “Þar fann ég ísland eins og ég þekti það af frásögn foreldra minna, fólkið frábærilega vingj- arnlegt, heilbrigt í hugsunar- hætti, látlaust en þó frjálslegt í framkomu, Islendingar eins og ég get hugsað mér þá bezta. Sveitin dásamleg fyrir sína fjöl- breyttu náttúrufegurð; stórkost- leg fjallasýn, fiskisælt vatn, ó- venjulega tært, ótal smáeyjar þar sem fuglarnir hreiðra sig og eru algerlega friðaðir og hraun- myndirnar margbreytilegar! Já, alt þetta kannaðist ég við og fólk- ið líka, því ég hafði hlustað á sögur um sveitina frá því ég man eftir mér. Þetta er fæðingar- sveit föður míns, Jónasar Helga- sonar, þar ólst hann upp. Móðir mín Sigríður Sigurðardóttir var ættuð úr Bárðardal. — Það er engin furða þó ég kynni vel við mig þarna því ég held að flestir ef ekki allir í sveitinni séu skyld- ir mér eða þá ættmenn mannsins míns sáluga, George Johannes- son. Faðir hans, Jónas Jóhaimes- son, var ættaður úr Mývatns- sveit. Fólkinu þykir líka vænt um sveitina sína. Þar er ekki um flótta úr sveitinni að ræða eins og sumstaðar annarstaðar. Jörð- unum er skipt milli uppkominna barna. Til dæmis búa nú fimm fjölskyldur í Reykjahlíð. Sveita- lífið þarna er einmitt svo undur skemtilegt vegna þess hve unga fólkið er margt. Það er ekki nema eðlilegt að í þessari'sveit skyldi vera orkt það kvæði, sem nú er venjulega sungið fyrir niinni allra sveita á Islandi: “Blessuð sértu sveitin mín” Skáldið Sigurður Jónsson frá Arnarvatni var nýlega látinn þegar ég kom í sveitina. Ég dvaldi í Reynihlíð, bónd- inn þar Pétur Jónsson var að r®isa afar stórt gistihús. Borðsal- nrinn er svo stór að hægt verður að veita 200 manns mátíðir í einu. Salurinn er og ætlaður fyr- lr samkomur. Hægt verður að veita gistingu 50 mans í einu. Annað gistihús er í sveitinni, Hótel Reykjahlíð. Ferðamanna- straumurinn er mikill í þrjá til fjóra mánuði á sumri, og síðan nýja brúin var byggð yfir Jök- ulsá hjá Grímsstöðum, liggur Vegurinn til austurlands um Mý- vatnssveit. Fólk sækir líka í Pessa fögru sveit til að verja þar rídögum sínum. Oft var glatt á hjalla í Reyni- nð því þar var margt um mann- lnn, vegna smíðanna. Oft vorum Við ^ til borðs. Mikið var sungið eg spilað og stundum slegið upp * dans. A gamalrárskvöld var ansleikur þar. Allir dönsuðu, S^rnlir sem ungir. Við dönsuðum ^kivaka, vefarann og aðra þjóð- ansa og var það hin bezta ® emtun. I ráði var að hafa svo- a lað hjónaball í nýja gisti- nsinu og þá verður dansað fram a morgun. Ekki sat ég alveg auðum ondum meðan ég dvaldi í k mtinni. Heimavistar skóli fyrir hr«n Var starfræktur í Reykja- 1 undir stjórn Þráinns Þóris- harT^ ^ Baldursheimi °g konu ns„ kendi börnunum ensku a spiIa a orgel og hafði mikla vorglU af Því starfi. Börnin Drú« einstaklega námfús og hve Þótti mér merkilegt oornin kunnu mikið af kvæðum, jafnvel þau yngstu gátu gátu þulið utanað löng kvæði eftir helstu íslenzku skáld- in. Gaman þótti mér að barna- ballinu. Jólatréssamkoma var haldin og börnin sungu og léku leiki, síðan var dans, aðeins fyr- ir börnin á aldrinum 5 til 15 ára. I sveitinni er fjörugt félagslíf, þar er ágætur karlakór, Jónas Helgason hefir verið söngstjóri hans í 26—27 ár. Einsöngvarinn er Þráinn Þórisson. Hann var í hinum víðfrægi karlakór. á söng- för hans til Ameríku. Birgir Halldórsson var nýkom- in og ætlaði að vera þar í mánuð til að þjálfa kórinn, Ávalt eru söngmennirnir klæddir sam- kvæmisfötum þegar þeir koma fram. — Einnig er þar blandaður kór, sem syngur í kirkjunni. Ekki var messað nema tvisvar í kirkj- unni þá fjóra mánuði, sem ég dvaldi í sveitinni, en fólkið hlustar á útvarpsmessur. Sveitin á stórt og mikið bóka- safn. I það eru keyptar bókastaf- lega allar þær bækur, sem út koma og yngra fólkið les mikið, ekki síður en það eldra. Á sam- komum er mikið um ræðuhöld, söng og frumsamin kvæði. Fólk- ið skapar sitt eigið skemtana líf og gerir það vel. Skíðanámskeið var haldið og var kennarinn frá Svíþjóð. Einn- ig var þar matreiðslunámskeið. Ég kom á kvennfélagsfund, þar flutti skáldkona sveitarinnar Arnþrúður Sigurgeirsdóttir, frumsamið kvæði. Ég skýrði konunum frá kvennfélagsstarf- inu hér vestra. Að loknu fund- arstörfum sungum við hvert lag- ið á fætur öðru,—ég held helzt að við hefðum stígið dans ef tíminn hefði leyft það. Viðmót þessara kvenna og fólks yfirleitt í sveitinni, er framúrskarandi blátt áfram, óþvingað og glað- legt. Ýmsir sveitarsiðir er ólíkir því, sem við eigum að venjast hér. Nokkrum vikum fyrir jól er laufabrauðið búið til. Konurnar hópast saman á bæina til skiptis og hjálpa hverri annari við þetta vandasama verk. Brauðið er flatt út þar til það er næfurþunt og svo eru skornar út í kökurnar allavega rósir og útflúr og þarf til þess mikla listhæfni, síðan eru þær steiktar í feiti og svo geymdar til jólanna. Þetta er aldagamall siður. Jarðarafarir eru mjög ólíkar því, sem hér á sér stað. Kistu- lagt er eftir 3—4 daga og kistan geymd í útihúsi þar til jarðarförin fer fram, sem er venjulega eftir 10 daga. Fólk- ið kom á heimili hinnar látnu klukkan 11 á útfarardaginn. Þar var öllum veitt máltíð. Að henni lokinni var kistan borin inn. Hús- kveðjuna flutti sveitungi hinnar látnu, en presturinn bæn, Karla- kórinn söng sálmana. Síðan var farið til kirkjunnar og þar flutti presturinn prédikun. öll athöfn- in stóð yfir í marga klukkutíma og fólkið var ekki komið heim fyr en klukkan 7 til 8 að kveld- inu. Allar kveðjuathafnir eru fjölsóttar. Mjög er mataræði ólíkt því sem hér er. Lítið sem ekkert af ávöxtum og garðmeti, en mat- urinn er samt hollur og góður; skyrhræringur, lifrarpilsa, blóð- mör, svið, lambakjöt og hinn ágæti silungur úr vatninu og laxinn. Einnkennilegt var að sjá hvernig konurnar bökuðu brauð við hita frá hverum, Rúgbrauðið var sett í gufuofn og látið vera þar í 24 tíma og þá var það bakað og var mjög bragðgott. Gufan frá hvernum var líka notuð til að baða sig. Baðhús var byggt yfir hver. I því voru tvö herbergi. I öðru kom gufan upp um göt í gólfinu, í hinu af- klæddist maður og tók sér kalt bað á eftir gufubaðinu. Þetta gufubað er talið mjög heilnæmt. Sveitin tók mig að hjarta sér. Ástúðin og hinn innilegi kær- leiki, sem ég átti hvartvetna að mæta, veit ég að var vegna föð- ur míns. Tryggð þessa góða fólks er órjúfanleg. Aldrei mun ég gleyma dvöl minni í þessari fögru sveit. Ég fór fyr en ég hafði ætlað vegna þess að ég fékk skeyti um það að faðir minn væri veikur. Ferðin vestur á flugvélinnii tók 13 kl. stundir, en ferðin til Islands á Tröllafoss 13 daga. Ég var samskipa Jako- bínu Johnson skáldkonu og það jók á ferðagleðina. Og enn verð ég að segja þér frá alveg sérstöku happi, sem ég varð fyrir. Þegar ég var í Reykjavík, var Björgu Dalman, móðursystir minni, sem dvalið hefir í Danmörku í 60 ár, boðið til Islands, og ég fékk þannig tækifæri að hitta hana og kynnast henni og það var mér ógleymanlega mikið gleðiefni. Ég er þakklát fyrir að hafa aftur átt kost á að heimsækja Is- I land — Ætlandið mitt.” Umfangsmikil réttarhöld hafin út af skrílsárásinni í alþingishúsið Sjö voru handteknir þegar í fyrradag; þrír hafa játað og verið látnir lausir, en bíða dóms Vitað er um marga aðra ojbeldismenn Réttarrannsókn í máli þeirra ofbendismanna, sem handteknir voru í óeirðunum við alþingishúsið í fyrradag, hófst strax að óeirðunum loknum og hélt áfram í allan gærdag. Sjö höfðu verið handteknir síðdegis í gær, en þrír höfðu þá þegar játað þátttöku í óeirðunum og verið látnir lausir í bili, en bíða dóms. Mikil og víðtæk réttarhöld eru framundan út atburðunum, sem gerðust í fyrradag, sagði sakadómari í viðtali við blaðið í gær. I óeirðunum við alþingishúsið Frá Vancouver, B.C. 21. APRIL, 1949—Tíðarfarið hefur verið hið hagstæðasta síðan vorið gékk í garð, það hefur verið svalt, svo snjórinn hefur ekki þiðnað í hasti. Hefur það varnað því að Fraser áin hafi flætt út yfir bakka sína og gjört skemdir eins og síðastliðið sumar. Líka hafa verið byggðir flóðgarðar með fram Fraser áni á 200 mílna svæði, sem er búið að kosta margar milljónir dollara en er samt ekki ennþá full gert. Það er álit verkfræðinga sem að þessu verki standa, að þegar það sé fullgert, þá muni það halda Fraser áni í farveg sínum svo engin hætta sé á því, að flæði þar yfir aftur. Þann 13. apríl kom hér jarð- skjálfti, sem orsakaði talsverðum skaða. Það sprakk víða plastur á veggjum, og sumstaðar hrundu múrsteinar, sem losnuðu af hrist- ingum, samt var það ekki mikið hér í Vancouver. Mest mun það hafa verið í háum byggjingum, sem skjálftans var mest vart eins og í “The Marine Buliding,” sem er 19 hæðir. Hún ruggaði svo mikið að fólk flúði útá stræti, en það varaði ekki nema nokkra stund. Mest gerði jarðskjálftinn vart við sig suður með ströndinni í Seattle og bæum þar í grend- inni. Þar mistu um átta manns lifið og eignatap um 15 milljónir dollara. Nú hefur fylkisstjórnin ákveð- ið að kosningar fari hér fram 15. júní næst komandi. Er því kominn pólitískur glímusjálfti í flesta hér í fylkinu. að er nú þegar útlit fyrir að þetta verði sú harðsóttasta kosninga senna sem hér hefur verið háð. Enginn af þeim þremur stjórnmála flokkum, sem hér koma til sögu, eru nógu sterkir til að standa á sínum eigin fótum. Liberalar telja það bráð nauðsynlegt að samsteypustjórnar fyrirkomu- laginu sé haldið áfram, því það sé eini vegurinn til að halda C. C.F. frá að komast til valda í British Columbia. Yngri menn bæði Liberalar og Conservativar eru stálharðir á móti Sansteypu- stjórninni og vilja leggja það fyrirkomulag niður. Þeir halda því fram að það sé fyrir lélega leiðtoga að báðir flokkarnir standi á svona völtum fótum, þessir gömlu leiðtogar hafi “Out- lived their usefulness”, og vilja fá yngri menn til að taka við af þeim. Nú er það undir alþýðunni komið hvernig verður ráðið framm úr því. Kosningarnar 15. júní gera út um það. Fyrir eitthvað sex mánuðum síðan settu hér upp “Highclass” sauma stofu undir nafninu “The Vancouver Costume Studio.” tvær Islenzkar konur, Mrs. Jón- ina Mcney og Mrs. Jónina John- ston í félagi við konu af enskum ættum Mrs. Lucy Pearce. Er Mrs. Pearce útlærð sem “Cost ume designer” og hefur um nokkurt skeið séð um tilbúning á fatnaði fyrir bæði menn og konur sem leika við “The Theatre Under Stars” hér í borg- inni. Nú hafa þessar konur vikk- að út verkahring sinn, og eru nú í óða önnum að sauma búninga fyrir “The University Players,” sem ætla að leika hér “ The Twelfth Night,” bráðlega. Hefur þessi stofnun nú þegar áunnið sér góðan orðstír og hefur mikla aðsókn, Forstöðukonurnar hafa margar saumastúlkur sé til að- stoðar. Þann 13. apríl var haldið sam- sæti á heimili Mrs. Ena Jackson 3029 Victoria Drive. Tilefnið var að hylla ölduginn Ófeig Sig- urdson, sem var 88 ára gamall þann dag. Mrs. Jackson fóstur- systir hans og Miss Sigurdson dóttir hans stóðu fyrir þessu samsæti. Kom þar saman milli 15 og 20 manns. Til skemtunar vóru súngnir íslenzkir saungvar og aðstoðaði Mrs. H. Sigmar við Píanóið. Seinast settust allir undir borð, og var þeim öllum veitt kaffi og alslags traktering- ar. Mr. Sigurdson er ern og fjör- ugur þó hann hafi náð þessum háa aldri. Hann er heilsu góður, fær ekki einusinni kvef. Gestirn- ir árnuðu honum til lukku og blessunar til daganna enda. Mundy (Guðmundur) John- son frá Seattle, var hér á ferð- inni um síðustu helgi. Var hann að fara til Hydaburg, í Alasksf til að fóðra (Insulate) Cold Storage Plant fyrir The Hydaburg Co- operative Association. Er^John- son “Expert” í þeirri grein. Þetta er þriðja ferð hans þangað norð- ur í sömu erindum. Hann lofaði mér að segja mér eitthvað um ferð sína þar norður frá. Þáð eru víst mest Indianar og Eskimóar sem ala aldur sinn á þeim slóðum sem ferð hans er heitið í þetta sinn. Hann bjóst við að verða bara sex vikur eða tvo mánuði í þessum túr. Dagblöðin hér hafa getið þess, að Mrs. Gertrude Guðmundson hafi horfið frá Duncan á Van- couver Eyjunni. Hún hafi verið þar að heimsækja son sinn sem er búsettur í grend við Duncan. Hefur hópur manna verið að leita hennar, og sporhundar hafðir til að rekja spor hennar. Fundu þeir slóð hennar fyrst, en svo töpuðu þeir henni, þegar þetta er ritað hefur ekkert spurst til hennar. Mrs. Guðmundson er sögð á sjötugs aldri, og hafi verið farin að missa minnið, haldið er að hún hafi snögglega algjör- lega mist minnið, og hafi ráfað inn í þykkan skóg sem þar er í kring. Leitarmennirnir gefa ekki neinar vonir til þess að hún sé lifandi. Nýlega barust heimilinu “Höfn” gjafir frá íslenzka kven- félaginu í Flin Flon, Manitoba. Voru þessar gjafir þrjú Ijómandi falleg rúm teppi og 16 diska þurkur. Vóru þessar gjafir send- ar af skrifara félagsins Mrs. Inga Naivazek. Fyrir þessar fallegu og nytsömu gjafir vottar for- stöðukona og heimilisfólkið handtók lögreglan fimm menn, en um kvöldið, þegar óeirðirnar brutust út á ný, voru tveir teknir til viðbótar, og var annar staðinn að því að kasta að minnsta kosti ATHUGASEMD Þar sem Sveinn Guðmundsson beinir nokkrum orðum til mín í Lögbergi dagsett 31. marz s.l., þá vil ég biðja þig um rúm fyrir þessi fáu orð í blaðinu sem svar við persónulegum ádeilum hans. Sveinn stendur enn við sinn keip að ALLIR frambjóðendur C.C.F. flokksins séu ætíð neðstir á blaði. Til að sanna mál sitt birtir hann “kafla” úr skýrsl- unni af kosningaúrslitunum hér s.l. desember, en'sleppir úr nöfn- um þeirra sem vóru neðstir á blaði. Er þettað skynsamleg rök- færsla? Ef C.C.F. eru ætíð neðst- ir á blaði eins og hann segir, hvernig var þá Laura Jamies- son (C.C.F.- kosin í bæjarráðið? Svéinn minnist ekki á að Arnold Webster hafi verið kosinn í síð- ustu kosningum. Sveinn lætur mikið yfir víð- lesni sinni og þekkingu á bæjar- málum. Hvers vegna ræðir hann þá ekki þessi áhugamál bæjar- ins frekar en að fara út í persónu- lega áfellisdóma? Hefir hann lært þá kúnst af flokks bræðrum sínum? Hann segist ekkert hafa séð eftir mig í bíöðunum hér í Vancouver, ég get ekki hjálpað því, það hefir verið þar fyrir augunum á honum. Ég spurði hann í grein minni hvort hann gæti gert grein fyrir að hverju leyti að Mr. Showler og Mr. Proctor (non Partisan) væru svo stórkostlega mikilhæfari menn en t.d. Mr. Alsbury og Grace Mclnnis (C.C.F.), hann svarar því út í hött og sneyðir alveg hjá spurningunni. Hann segir bara að Mr. Showler sé velmetinn atorkumaður en að Mr. Proctor sé honum ókunnugur. Alt sem ég get sagt er að það þarf ekki mikla þekkingu á mönnum og málefnum fyrir svona röksemda- leiðslu. Svo álít ég að best sé útalað um þettað mál, að minsta kosti í íslenzku blöðunum í Winnipeg, en ég vil endurtaka hér, að ég er feiðubúinn að kappræða áhugamál Vancouver borgar við Svein eða hvern sem er af flokks bræðrum hans. MAGNÚS ELÍASON einni dynametssprengju við Austurvöll, og önnur var tekin af honum. Er þetta mjög alvar- legt brot, þar eð dynamets- sprengjur geta valdið stórslys- um, ekki sízt þegar margt fólk er úti við eins og var þetta kvöld. Hinn óaldarseggurinn, sem tek- inn var um kvöldið, var staðinn að rúðubrotum og fleiri afbrot- um. Eins og getið var í blaðinu í gær, telur lögreglan sig hafa sannanir á miklu fleiri ofbeldis menn, sem þátttóku í óeirðun- um, heldur en þá, sem þegar hafa verið handteknir, og má því bú- ast við, að réttarhöldin í þessu umfangsmikla máli séu aðeins í byrjun og eigi eftir að verða mjög mikil og víðtæk. Fimm lögregluþjónar frá störfum Lögregluþjónarnir fimm, sem alvarlegust meiðsli hlutu í ó- spektunum við alþingishúsið, eru frá störfum og einn þeirra, Ágúst Jónsson, rannsóknarlög- reglumaður liggur í Landsspítal- anum alvarlega slasaður. Talið er að hann sé höfuðkúpubrotinn, en þó mun hann hafa komizt til rænu í gærmorgun og var líð- an hans eftir atvikum góð í gær; töldu læknar hann úr lífshættu. Alþbl. 1. apríl FÆR LOFSAMLEGA DÓMA Einar Kristjánsson söng 1 Kon- unglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn síðastliðinn laugar- dag. Fer Einar með hlutverk Ferr- ando í óperunni “Cosi Fan Tutti” eftir Mozart og hældu dönsku blöðin honum fyrir mjög góðan söng að frumsýningunni lokinni. Sagði eitt blaðið, að mikill feng- ur væri fyrir kgl. leikhúsið að hafa ráðið Einar til sín. Aðrir blaðadómar voru á svipaða lund. Vísir, 22. marz. Rússneskur embættismaður, er var fyrir nokkru á ferð í Bret- andi skýrði frá því, að í Rúss- landi væru fleiri símar en í nokkru öðru landi. “Já, einmitt það,” sagði Eng- lendingurin n og tottaði pípu sína, “það hljóta allt að vera flokkslínu símar.” kvenfélaginu sitt innilegasta þakklæti. Mrs. Thorbjörg Ane(Jkrson gaf Heimilinu “Höfn” alt sitt bóka- safn, bæði íslenzkar og Enskar bækur, alt í góðu bandi. I þessu safni eru nú áttatíu bækur og mikið af tímaritum. Þetta er góð viðbót við það, sem við höfðum áður. Flestar af ensku bókunum eru vísindalegs efnis, eftir kunna fræði menn og rithöfunda. Fyrir þessa kærkömnu gjöf, vottar Heimilisfólkið gefandanum sitt innilegasta þakklæti. Mrs. B. Bjarnason frá Lang- ruth, Manitoba hefur verið hér um tíma að heimsækja systir sina, Mrs. Dr. J. Jackson í Esson- dale, B.C. og margt skyldfólk sem hún á í Vancouver. Bjóst Mrs. Bjarnason við að fara til baka um næstu mánaðamót. Mr. og Mr. Elwin Kristjánson og Mrs. H. Kristjánson frá Seattle. Washington, voru að heimsækja skyldmenni sín um páskana. Mr. og Mrs. Kristjánsor létu skíra úngan son sinn, vi? messu á Páskadaginn. Mrs. D. Kristmanson og Mr David Kristmanson frá Princ< Rupert B.C. vóru hér á skemti túr, og heimsóttu um leið, kunn ingja og vinafólk sem þau eigí hér í Vancouver. Mrs. Kristman son er ein af íslenzku konuniur í Prince Rupert sem hafa stofn að til dansleika og skemtisam kvæma til arðs fyrir gamalmenn; heimilið “Höfn” í Vancouver. Mrs. Dr. J. Jackson og sonui hennar Bob. Jackson frá Esson dale, B.C. heimsóttu gamal menna heimilið nýlega. Þetta ferðafólk hef ég orðii var við síðan ég skrifaði seinast Mrs. og Mrs. Kristján Oliver fr; Kirkfield Park, Manitoba.. Mr Simon Johnson frá Winnipeg | Mr. og Mrs. Vigfús. Baldvinsoi | frá Winnipeg. Mr. og Mrs. And rew Danielson frá Blaine, Wash S. GUÐMUNDSON

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.