Lögberg - 12.05.1949, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.05.1949, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. MAl, 1949 \ 4 UM BÆKUR — eftir dr. Stefán Einarsson Tvær bækur eftir Richard Beck* ALMANAK Ólafs S. Thorgeirssonar fyrir árið 1949. 55 ár. Winnipeg. — Ritstjóri: dr. Richard Beck. f þessum árgangi almanaksins á ritstjórinn, auk yfirlits yfir helztu viðburði vestan hafs og skrá yfir mannalát grein um Magnús Markússon skáld, sem andaðist nálega níræður 27. nóvember síðastliðinn. Skrifar Beck mjög hlýlega um þenna látna skáldbróður sinn. ------—------------------ Önnur æfiágrip í árganginum eru: Páll Jónsson landnámsmað- ur að Kjarna í Geysis-byggð, Nýja íslandi, hundrað ára eftir séra Sigurð Ólafsson; Oddný Magnússdóttir Bjarnason, ljós- móðir, eftir séra Sigurð S. Christóphersson; nokkur minn- ingarorð um Ólaf Guðmundsson Nordal í Selkirk eftir séra Sig- urð Ólafsson, og séra Sigurður Ólafson eftir G. J. Olesen. Þá eru hér dagbókarblöð Sveins Árnasonar frá 1889: Frá Vopnafirði til Winnipeg, grein um Kolbeinsey eftir Berg Jóns- son Hornfjörð í Árborg, og loks: f þreskingu, sönn saga frá land- námsárunum, eftir Eyjólf S. Guðmundsson, býsna skemmti- feg smásaga. Loks eru tvö kvæði eftir Árna G. Eylands um plóg °g framræslu, efni sem enn er algerlega óþvælt í íslenzkri fjóðagerð. Yfirleitt má segja, að almanak- ið sé sjálfu sér líkt, og góður gestur sem ávallt. Vert er líka að minnast þess að almanakið er nú hálfsexugt að aldri, og von- andi að það eigi enn eftir að koma út í mörg ár, helzt ekki niinna en svo að það fylli öldina sem nú er farið að síga á seinni hlutann á. Eiga útgefendur og ritstjóri bæði fyrr og síðar þakk- ir skildar fyrir það þjóðræknis- verk að halda almanakinu gang- andi. Samferða almanakinu varð annað kver eftir Richard Beck: G ut t o r m u r J. Guttormsson skáld, (Winnipeg, 1949). Kver Þetta, sem líta má á sem afmælis- rú til skáldsins á sjötugsafmæli hans, er að mestu endurprentun ú grein Becks um skáldið í Skírni 1946. í þessu kveri er þó ein toerkileg leiðrétting varðandi fmðingardag skáldsins. Hann mun hafa haldið sjálfur, að hann v®ri fæddur 15. desember 1878, °g svo hef ég prenta látið í bók- menntasögu minni hinni ensku. Aðrir hafa prentað 5. desember. En Beck hefur nú náð í kirkju- ^úk sr. Jóns Bjarnasonar, frá þeim árum, sem hér um ræðir og 1 henni stendur, að Guttormur Se fæddur 21. nóvember og munu ræðimenn framvegis verða að eygja sig fyrir þessum lærdómi mrkj ubókarinnar. Greinin er annars, eins og allt sem Beck skrifar um samtíðar- menn sína, stutt og kjarngóð (24 bls.) og rituð af hlýleik Þeim sem Beck er eiginlegur. Greinin rekur fyrst ytri sögu skáldsins, raunasöguna frá Nýja- slandi, þá hina innri sögu Proska hans eftir föngum, en vórður á þeirri leið eru upplýs- m§ar þær er Guttormur hefur gefið Kirkconnell um lestur sinn og bókasöfnun þar í Ártúni ® hjara veraldar. Þá tekur Beck væðin til meðferðar og dregur ram það sem einkennir Guttorm Sem skáld og segir víða kost á s áldinu, en varla nokkurntíma °st. Mun Beck hafa sömu trú og Guðmundur heitinn Finnboga- son, að mönnum og þjóðum eigi að lysa eftir því sem þær gera bezt, en láta hitt liggja í þagnar- gildi. Guðmundi Finnbogasyni þótti það einsætt að lýsa Islend- ingum heldur eftir afrekum þeirra í fornöld eins og þau birt- ast í beztu ritum þeirra, Eddum og sögum, heldur en að meta þá eftir framleiðslu þeirra á svarta- gauls-kveðskap 17. og 18. aldar. Er freistandi að láta sér það mat vel líka. Guttormur J. Guttormsson, Kvæðasafn. Arnór Sigurjónsson gaf út. Iðnunnarútgáfan Reykja- vík 1947. 385 bls. Úr því að ég hef skrifað um Afmælisrit Becks til Guttorms má ég ekki láta hjá líða að minn- ast á annað rit sem kalla má að Guttormur sjálfur hafi sent löndum sínum í afmælisgjöf á sjötugsaldri, en það er safn af öllum kvæðum hans sem út hafa komið. Þessi bók er prýðilega úr garði gerð af Iðunnarútgáfunni, sem prentað hefur margar aðrar góðar bækur, og af Arnóri Sig- urjónssyni, sem búið hefur kvæðin til prentunar og skrifað mjög fallegan inngang við kvæð- in. f inngangi þessum er nokk- urn fróðleik að finna, helzt um heimkomu skáldsins 1938, sem Beck hefur drepið lauslegar á, en, anars á inngangurinn að draga mynd Guttorms til kynn- ingar Austur-íslendingum, sýna hvernig hann hefur vaxið úr menningarjarðvegi V e s t u r- íslendinga, upp úr heiftrækni, langrækni, trúrækni og þjóð- rækni þeirra, þessum last- kostum, sem Káinn kunni svo vel að nefna, og án hverra Vestur- íslendingar væru nú soðnir í mauk í þjóðapottinum vestræna. Hinsvegar hefur þessi last-kosta- akur Vestur-íslendinganna borið slíka ávexti, sem hvorki Vestur- né Austur-íslendingar vildu nú án vera, og má þar til telja skáld- skap þeirra á íslenzku máli, kveðinn í þrá og trássi við ofur- veldi enskunnar. Margur vestur- farinn mun hafa hugsað sér að hverfa aftur með fullar hendur fjár til þess að hlúa að gamla landinu sínu. Slíkir draumar gátu brugðist til beggja vona, því ekki mun það hafa verið ó- algengt, að landnemarnir urðu að gjalda nýja landinu allt sem þeir áttu, heilsu, líf, og börn sín í ótal liðu. En svo giftu-drjúgir hafa íslendingar verið að mörg- um þeirra hefur tekist að greiða gamla landinu föðurlaunin, ef ekki í beinhörðum dollurum, þá í annari fyrirgreiðslu, og ekki hafa skáldin goldið óríflega fyrir sig. Stephan G. Stephansson, Jakobína Johnson, og nú Guttormur J. Guttormsson hafa öll komið heim eigi aðeins sem gestir íslendinga, heldur líka sem heimamenn austur þar í bókum þeim, sem gefnar hafa ♦ ♦♦♦♦♦♦♦ , . TIL KAUPENDA LOGBERGS Og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- úálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á pumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en Þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. ^ðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. ^yrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ verið út heima á gamla landinu. ♦ ÁRBÓK FERÐAFÉLAGS ÍS- LANDS MCMXLVIII: Vest- mannaeyjar eftir Jóh. Gunnar Ólafsson. ísafóldarprent- smiðja, Reykjavík, 1948. 205 bls. með korti. Þetta er eigi aðeins lýsing, heldur einnig að miklu leyti saga Vestmannaeyja. Hefur Jóhann Gunnar, sem sjálfur er uppalinn í eyjunum, skrifað sex fyrstu kapítulana. f fyrsta kapítula ræðir hann um fund eyjanna og nafn þeirra ngos um ega^;n;s SoCui go þeirra, þá um íbúana, tölu þeirra og uppruna, þá um atvinnuvegi, sem aðallega eru þrír: fiskiveið- ar, landbúnaður og fugla-veiði. 1 öðrum kapítula fer höfundur með lesarann á ferðalag um eyj- arnar, en í þriðja kapítula telur hann upp ömefni og kennileiti í eyjunum. í fjórða kapítula er gengið á Helgafell, Heimklett, sem er hæstur klettur í eyjunum, og á Yztaklett, lengst til suðurs, en í fimmta kapítula er ferða- langinum sýnt inn í alla hella á eyjunum. í sjötta kapítula lýsir höfundur fornum menjum og mannvirkjum í eyjunum: Skanzinum, Landakirkju Skrúða byrgi og akurgerð eyjarskeggja til forna. Sjöundi kafli um bergmynd- unarsögu Vestmannaeyja er eft- ir Trausta Einarsson, jarðfræð- ing. Áttundi kapítuli er um fugla- líf í Vestmannaeyjum og eftir Þorstein Einarsson íþróttafull- trúa. Níundi kapítuli er um Gróður- ríki Vestmannaeyja eftir Bald- ur Johnsen grasafræðing, en tí- undi kapítuli um skordýr í Vest- mannaeyjum, eftir Geir Gigju. Baldur telur um 122 tegundir plantna í eyjunum, en Geir um 70 tegundir af skordýrum, en þar koma þó ekki nándar nærri öll kurl til grafar. Kaflinn um fuglana er eins og við mátti búast mjög merkilegur og fróðlegur um hætti þessara nytjagripa og um veiðiaðferðir eyjarskeggja. Ef til vill er jarðfræði eyjanna eftir Trausta, með aðstoð ösku- tímatalsfræðingsins Sigurðar Þórarinssonar eitt af því merk- asta í bókinni. Annars má segja að bókin sé öll prýðilega skrifuð og skemmti- leg aflestrar, geysihagleg öllum þeim sem fróðleik girnast um eyjarnar, ekki sízt ef menn vilja heimsækja þær í tómi og sjá alla dýrð þeirra. K o r t herforingjaráðsins danska af eyjunum fylgir bók- inni, en auk þess eru í henni nokkur kort í línuritum og myndir margar, bæði teikningar og ljósmyndir, eftir hina og aðra, marga þeirra gamalkunna úr eldri árbókum félagsins. Eru margar af myndum mjög góðar og gefa ágæta hugmynd um eyj- arnar. Höfundar og útgefendur eiga góðar þakkir skilið fyrir þessa árbók. Gríski eldurínn (Frh. af hls. 2) trú hefði þá breiðzt út um alla Suðaustur-Evrópu og Austur- Evrópu í stað hinnar grísku kat- óslku. Hálfmáninn mundi ljóma í musterum Belgrad, Budapest, Bukarest og Moskvu enn í dag, í stað gríska krossins. Sú merkilega tæknilega upp- götvun, sem gerði það fært að búa til gríska eldinn og nota hann, hafði heimssögulega þýð- ingu, meir en menn almennt gera sér í hugarlund. Gríska keisaradæmið stóð enn í rúmar 7 aldir með allri sinni merkilegu borgamenningu, þar varðveittist hinn grísk rómverski, klasaiski arfur, sem síðan varð heiminum svo dýrmætur. Þó gríska keist- aradæmið stæði í tæknilegu og menningarlegu tilliti ofar öllum öðrum ríkjum, var hernaðar- máttur þess ekki meiri en það, að það gat aðeins varið landa- mæri sín eftir 700, en ekki fært þau út. Grikkland, Makedónía, Þrakía og meginhluti Litlu Asíu voru einu löndin, sem að stað- aldri lutu Grikkjakeisara. En lengi vel gátu keisararnir hald- ið þessum löndum. Hinir norr- ænu víkingar veittu þeim marg- ar atlögur á 10. öld, en biðu ávallt ósigur. Frægust er viðureignin að væringjana í Sæsviðarsundi 941, þegar gríski urðu væringj- arnir að láta sér lynda að ganga á mála hjá keisaranum í Kon- stantinópel, sem þeir kölluðu konunginn í Miklagarði. Miklar voru þær sögur, sem fóru af Miklagarðsríkinu, auðlegð þess, skrauti og menningu, bæði á Norðurlöndum, suðurheimi og í Austurálfu, og allsstaðar stóð mönnum ógn af því kynjatundri, sem kallaðist gríski eldurinn. Múhameðstrúarmenn töldu djöf- ulinn hafa fundið upp gríska eld- inn, til hjálpar hinum vantrúuðu. Þó reyndu þeir að búa til grísk- an eld, án árangurs. Hinir grísku vísindamenn í Konstantinopel, eða réttara sagt, örfáir útvaldir menn í hópi þeirra, varðveittu leyndarmálið kynslóð eftir kynslóð. Nú er eng- inn, sem veit hvernig gríski eld- urinn var búinn til, en margt bendir á, að hér hafi verið um efnablöndu að ræða, sem í var steinolía, asfalt og mörg fleiri efni. Það voru til margar teg- undir af gríska eldinum; sam- kvæmt gömlum grískum ritum voru sumar svo sterkar, að þær gátu unnið bæði á steini og stáli. Einkennilegt er það, að gríski eldurinn var öflugastur þegar honum var beitt á sjó eða vatni Það virðist svo, sem hér hafi ver- ið að verki efnablanda, sem var eldfimust ef hún snerti vatn eða kom í nánd við vatn. Á hvern hátt Grikkir gátu sent þessi eld- skeyti til arabisku skipanna, oft töluvert langar leiðir, er öllum hulin ráðgáta. En í frásögnum væringjanna er talað um það, að Grikkir hafi kastað smátúb- um í skip þeirra eða jafnvel yfir á þau, þegar þeir börðust í ná- vígi, og af þessum túbum hafði myndazt ólsökkvandi eldur, sem aðeins sakaði skip væringjanna svo þau brunnu til agna, en sak- aði ekki grísku skipin hið minnsta. Þetta bendir á að Grikk ir hafi þekkt mjög sterkar og tryggar varnir gegn þessu eld- vopni. Það er líka sagt í grískum ritum og ítlöskum, að hægt sé að verjast gríska eldinum með því að smyrja skipin edikbl|ndu, vín- smurningi o. fl. Árið 1204 náðu ítalskir kross- farar og franskir, sem þá voru staddir sem gestir í Konstantin- ópel, borginni og þar með gríska keisaradæminu, á sitt vald. Þeir gerðu þetta með tilstyrk grískra uppreisnarmanna á svo skyndi- legan hátt og óvæntan, að litl- um vörnum varð við komið. Þeir misstu gríska keisaradæmið aft- ur 60 árum síðar. en það lamað- ist svo við þetta, að það var aldrei annað en skuggi af sjálfu sér upp frá því. Tyrkir höfðu á 13á öld náð svo mikilli fótfestu Litlu Asíu, að þeir bægðu Byz- ansmönnum að mestu á burt þaðan. Um miðja 14. öld fóru þeir yfir á Balkanskagann og lögðu hann smám saman allan undir sig. 1453 tóku þeir Kon- stantinópel. Þá var púðrið og byssumár komin til sögunnar fyrir löngu, en gríski eldurinn, eða að minnsta kosti hinar kröft- ugustu tegundir hans, gleymdar að mestu. í lok Miðalda var svo komið, að enginn vissi framar hvernig átti að búa til gríska eldinn. Aðeins minningar um hann voru eftir. Hann hafði kuln- að út með hinni deyjandi menn- ingu grísk-býzantíska ríkisins. Alþýðuhelgin Business and Professional Cards PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrislers - Solicilorm Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. PUone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 627 Medical Arta. Bld*. OFFICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, 594 Agnee St. ViOtalstími 3—6 eftir hAdegrl Phone 21101 ESTTMATES FREE J. H. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Sidlng — Repalr. 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentlst 606 SOMERSET BUILDINQ Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talsimi 925 826 Heimllla 53 893 i i" I DR. K. J. AUSTMANN Jðérfrœðini/ur i aupna, eyrna, nel oq Jcverka sjúkdómum 209 Medlca.1 Arta Bldg. Stofutíml: 2.00 U1 5.00 e h. DR. ROBERT BLACK SérfrœOinpvr 4 augna, eyma. nef op hdlssjúkáómum. 401 MEDICAL ARTS BLDO Graham and Kennedy St. Skrifstofustml 923 861 Heimasfml 403 794 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hö*. Ct- vega penlngalAn og eids4byrg8 hlfreiCaAbyrgC, o. s. frv. Phone 927 538 A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK 9TREET Selur llkklstur og annast um Ot- farlr. AUur útbúnaBur s& bezti. Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talsimd 27 324 Helmllis talsimi 26 444 GUNDRY PYMORE Limited fíritish Qualitv Fish Nettinp 68 VICTORIA ST„ WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Four patronage wlll be appreolated Phone 924 981 H. J. H. PALMASON and Company Chartered Accountants 21» MoINTJRE BLOCK Winnlpegt Canada C A N A D I A N FISH I PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Direator Wholesale Distributore of Fraah and Frozen Flsh 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Rea. Pk. 72 917 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wpg. Ph, 928 231 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœdingar 209BANK OF NOVA 8COTIA BO. Portage og Garry 3t. Phone 928 291 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK islenzkur lyfsali Fðlk getur pantaC meCul og annaC meC pðstl. Fljöt af^relCsla. SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUTCK RELIABLK SERVICK Dr. Charles R. Oke TannUBknir For Appointments Phone 924 »08 Offiee Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDINO 283 PORTAG?! AVB. Wtnnlpeg, Man. DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offiee hre. 2.30—% p.m. Phones: Offiee 26 — Re«. 230 Offlce Phone Res Phoiu 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 pjn. and by appointment Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO QEN TRUSTÖ butlding Cor. Portage A ve. og Smlth Bt. Phone 926 962 WINNIPBO SELKlfiK METAL PRCCUCTS LTD. Reykháíar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaeining. ný uppfynding, sparar eldiviC, heldur hita. KELLT SVKINSSON Simi 64 358. 187 SutJiorland Ave., Wlunipeg. S. O. BJERFUNG Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Ree, 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A..LLA. Barrister, Solidtor, etc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA Alwo 123 TENTH ST. BRANOON 447 Portage Ave, Ph, 926 885 KlBStÉil JEWELLERS Phone 49 469 Radio Service Speciallsts ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 592 ERIN St. WINNIPEG G. F. Jonas8on, Pres. & Man Dit. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Síml »25 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.