Lögberg - 12.05.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 12.05.1949, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. MAÍ, 1949 7 Mrs. Hólmfríður Ingjaldson MINNINGARORÐ Auðug að dáð og dygðum, andaðist hún 30. maí 1946, á heimili tengdasonar og dóttur, Edwards L. Johnson og Andreu Johnson. Æfi Hólmfríðar var löng, nytsöm og fögur Þessi mæta og merka kona var fædd að Fagranesi, í Reykjadal, í Suður-þingeyjarsýslu, á íslandi, 18. maí 1857. Foreldrar hennar voru þau hjónin Andrés Ólafs- son og Sesselja Jónsdóttir Krist- jánssonar. Ólafur var móður- bróðir Guðmundar skálds Frið- jónssonar, á Sandi, en Jón faðir Sesselju var bróðir Jóhannesar bónda á Lavamýri, föður Sigur- jóns sem einnig bjó þar. Sonur Sigurjóns var Jóhann, hið mikla leikritaskáld Islendinga. Sesselja var nafnkunn yfirsetukona og ljósmóðir fjölda barna. Móðir hennar var Rannveig dóttir Jóns Stefánssonar á Helgastöðum; en bróðir Sesselju var Kristján, móðurfaðir Jónasar Jónssonar frá Hriflu, er mikinn þátt hefir tekið í stjórnmálum íslands, bæði sem meðlimur í stjórninni og sem alþingismaður. Systkini Hólmfríðar hér vestra voru: Andrés Frímann Reykdal, Ólöf Johnson og Kristjana Dínusson. Á íslandi voru: Jónas, Sesselja, Rannveig. Þrjú dóu ung. öll systkini Mrs. Ingjaldson voru dáin á und- an henni. Hólmfríður var yngst af 14 systkinum. Þegar hún var 6 ára gömul, misti hún föður sinn. Fór þá Sesselja í húsmensku og hafði Hólmfríði með sér, og hélzt sú tilhögun þangað til dóttirin fór að vinna; en eftir það annaðist hún móður sína. Þær mæðgur skildu aldrei fyr en Sesselja, 96 ara gömul, dó á heimili Ingjald- sonhjónanna. Árið 1881 fóru þær mæðgur að Laxamýri, og þar vann Hólm- fríður næstu 4 árin. Á því heim- ili var ungur maður Tryggvi ingjaldson, frá Húsavík. Þegar hann var 8 ára gamall, misti nann föður sinn, var hann þá tekin í fóstur af hjónunum á Laxamýri, og var hann, þeim eins og sonur. Árið 1885 giftust þau Tryggvi °g Hólmfríður. Fór hjónavígslan fram á Laxamýri, og voru þrenn jón gift þar í einu samtímis, enda voru allar persónurnar starfandi á heimilinu. Er það baft eftir bóndanum Sigurjóní, við Þetta tækifæri: “Gjöri nú aðrir betur.” Síðar voru tvenn blessaðist. Mrs. Hólmfríður Ingjaldson hugur og drenglyndi. Þetta voru verkfæri sem reyndust vel í bar- áttunni við margvíslega erfið- leika. Þau bjuggu í Dakota til ársins 1901. Um árið 1901 hófst nýtt tíma- bil í sögu Nýja íslands. Fyrir vestan gömlu bygðina var stór fláki, af óunnu landi. Á þessum árum fóru menn að hugsa til nýs landnáms á þessari eyði- mörk, sérstaklega meðfram ís- lendingafljóti og út frá því á báða vegu. Þangað leitaði all- stór hópur fólks frá íslendinga- bygðinni í Norður-Dakota og einnig annar frá nyrzta hluta Nýja íslands. Það fólk varð að flýja þaðan vegna flóðs úr Winnipeg-vatni. Inn á þetta landsvæði fluttu Ingjaldsonshjónin uro þessar mundir, námu heimílisréttar land þar 1901. Fjöldi dugandi mann og kvenna námu þar lönd, en Ingjaldsonshjónin áttu ekki minstan þátt í þeim framförum, sem þar urðu andlega og líkam- lega. Hann var hinn frábæri athafnamaður, sem helzt vildi alt gjöra fyrir alla, en hún veitti ljúfa leiðsögu í háttprýði og kristilegri menningu. Landið, sem þau námu, var nokkrar mílur fyrir vestan þar sem stendur Árborg. Pósthús kom þar síðar sem nefnt var Framnes. Á því landi bjuggu þau til 1924, og þrátt fyrir mikla hjálpsemi er það heimil veitti, blómgaðist hagur þeirra þar og þessara hjóna búandi, á sama tírna, f Islendingabygðinni í orður Dakota, þau Ingjaldsons jónin og Hans og Sórún Nelson. Ariö 1886 fluttu þau Tryggvi °g Hólmfríður Ingjaldson vestur Una haf. Með þeim var Margrét, ó ð i r Tryggva, sömuleiðis fimar, ungur bróðir hans, og esselja, móðir hennar, ásamt ’igríði uppeldisdóttur hennar. æði voru þau Einar og Sigríður rnnan fermingar aldurs. Með Pennan hóp, tóku þau sér ból- estu í Islendingabygðinni í °rður Dakota. Auður þeirra y^fósérhlífni, hugrekki, sam- Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES 'The Working Man’s Friend” Ph: 26464 297 Princbss Street Half Block N. Logan Og bygðin dafnaði einnig: vegir voru lagðir, búskapurinn þroskaðist, skólar komust á fót, söfnuður var stofnaður, guðs- þjónustu- og samkomuhús reist, flestrar guðsþjónustur haldnar ásamt sunnudagaskóla, og nokk- ur prestþjónusta fengin. í öllu þessu áttu Ingjaldsons hjónin mikin og blessunarríkan þátt. Heimilislíf þeirra var ávalt farsælt, og börnin þeirra fengu þar heilbrigðan þroska fyrir nyt- samt æfistarf. Þrátt fyrir þá feikna erfið- leika, sem þetta nýja landnám útheimti, er ég sannfærður um, að þau hafa lofað Guð fyrir að leiða þau í þessa bygð. Hér á við að taka upp nokkurn hafla úr ritgjörð um Mrs. Ingj- aldson, eftir Mrs. Ingibjörgu Ólafsson, sem birtist í Árdísi 1946, á þessa leið: “Hólmfríður sáluga var sterk- KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. bJörn guðmundsson Mávahlíð 37, Reykjavík. trúuð kona. Húslestrar voru haldnir á heimili þeirra alla föstuna, og alla sunnudaga þeg- ar ekki var messað í kirkju þeirra. Geyma dætur þeirra helgar minningar um þær guð- ræknisstundir. Meðan ammj þeirra lifði, fór allur hópurinn inn í herbergi hennar meðan lesið var. Sálmar voru sungnir á undan og eftir lestri og góðar stundir boðnar, að íslenzkum sið. Aldrei var of mikið annríki á því heimil til þess að sækja kirkju. Mun aldrei hafa svo ver- ið guðsþjónusta í söfnuði þeirra, að Ingjaldsons fjölskyldan væri þar ekki viðstödd. Sunnudagaskóla kom Hólm- fríður á fót í Framnesbygð (fyrir vestan Arborg) og var forstöðu- kona hans meðan hún dvaldi þar. Einnig var hún, sunnudaga- skólakennari í Árborg, eftir að þau hjónin fluttu þangað, meðan kraftar entust. Mun hún hafa verið sérstökum kensluhæfileik- um gædd. Hún var ein af stofn- endum kvenfélags Árdalssafnað- ar, hinn fyrsti forseti þess. Hélt hún því sœti um langt skeið. Heiðursforseti þess var hún hin síðustu ár.” Mrs. Ingjaldson var falleg kona, falleg ásýndum, smekkleg í framkomu, alúðleg í viðmóti, en fegurð hennar var ekki síð- ur hið innra, í anda og hjarta. Hún var fróðleiksþyrst, víðlesin, ljóðelsk, skýr í hugsun, með heita löngun til Guðs og góðra starfa. Ljómi einlægni og vel- vildar var yfir öllu starfi hennar. Það var ánægjulegt að koma á heimili hennar eða hitta h hvar sem var. Þessa fegurð geymdi hún til daganna enda. Dóttir hennar Mrs. Andrea Johnson segir um hana: “Hún er það yndislegasta gamalmenni, sem ég hefi nokkur tíma þekt”. Árið 1924 reistu þau sér lítið en snoturt heimili í Árborg og bjuggu þar síðustu samveru ár þeirra. Hann dó þar 1938. honum látnum flutti hún til tengdasonar og dóttur Edwards og Andreu Johnson í Arborg, og var hjá þeim það sem eftir var æfi, 8 ár. “Þar leið henni undur vel” Þau hjónin voru samtaka í því að auka gleði hennar. Hið sama má segja um ástvinahóp- inn allan, sem elskaði hana og virt' Hún var 89 ára er hún lézt. Hún beið eftir fararleyfi, en hún beið með ró, og hafði stundum yfir þetta stef: “Þeir sem bíða, byrinn fá og beztu höfn um síðir ná” Börn þeirra hjóna voru þessi: Sesselja, dó 1947, gift Guð- mundi S. Guðmundson (dó 1941). Ingimar Ingjaldson, fylkis- þingmaður í Manitoba, kvæntur Violet Paulson, dáinn 1934. Snjólaug, gift Guðjóni Björn- son í Arborg. Andrea, gift Edward L. John- son, Arborg. Sigríður ekkja Andrésar John- son, Oak Point. Guðrún, gift Halldóri Erlend- son, Arborg. Rannveig, gift Evan Davis, Chicago. Kristjana, gift William Crow, Winnipeg. Tvö börn dóu mjög ung, Egill og Rannveig. Ingimar dó í blóma lífsins frá mikilhæfu starfi, og orsakaði burtför hans blæðandi undir eiginkonu, börnum, systkinum, og foreldrum hans. Mrs. Ingjaldson var jarðsung- in af sóknarprestinum sr. Bjarna A. Bjarnasnyi. Húskveðja var flutt á heimili Johnsons hjón- anna, þar sem hún átti heima, aðal kveðjumálin í kirkjunni, og greftrunarsiðir í grafreitnum. Líkmenn voru synir barnanna hennar. Kristján og Gordon Ingjaldson, Stefán og Gestur Guðmundson, Egill Johnson og Ingimar Björnson. “Sœlir eru hjarta hreinir því að þeir munu Guð sjá.” Minningarljóð eftir B. J. Hornfjörð fylgja línum þessum. Rúnólfur Marteinsson Odclný Kristjánsson Fœdd 10. september 1860 — Dáin 21. maí 1948 Oddný var fædd að Úlfstöðum _í Akrahreppi í Skagafirði í Skagafjarðarsýslu á íslandi 10. september 1860. Foreldrar hennar voru hjónin Gísli Guðmundsson og Oddný Magnúsdóttir, bæði ættuð þar úr sveit. Þegar hún var aðeins sex mánaða fluttu for- eldrar hennar austur í Þingeyjarsýslu og áttu heima á Breiðumýri í Reykjadal. Þar Ólst Oddný upp. í þessari sömu sveit liðu þá einn- ig æsku ár hennar. Árið 1883 allann sinn búskap á óðalsjörð sinni og farnaðist mæta vel. Sig- hugðist hún reyna gæfu sína í . urð mann sinn misti hún árið hinu nýja landi og fluttist til 1925. Hélt þó áfram búi sínu þar Ameríku. Kom hún þá fyrst til til fyrir fáum árum að hún Winnipeg. Þar vann hún í tvo | flutti í lítið hús í bænum Moun- ár við ýms störf. 1885 flyttur hún suður til svokallaðrar Eyford byggðar í N. Dakota. Ekki löngu seinna giftist hún Sigurði Krist- jánssyni, ekkjumanni úr heima- sveit sinni, einning fæddum að Úlfsbæ. Átti hann tvo drengi Benedikt, sem dó fyrir mörgum árum og Kristján sem nú býr í Vancouver, B.C. Canada. Reyndist Oddný drengjum þess- um sem hin ágætasta móðir. Þau Sigurður og Oddný bjuggu svo tain. Þar naut hún efri áranna síðustu í skjóli astríkrar dóttur Magneu, sem hlúði að henni til hinstu stundar og svo hinna barnanna sem svo trúlega lögðu leið sína heim til hennar hvenær sem tími frá önnum dagsins leyfði. Hér seig henni hinsti blundur á brá, og brún sást af eilifum degi. Þá var 21. maí 1948. Þau Sigurður og Oddný eign- uðust fimm börn og eru fjögur á lifi: KVEÐJA MRS. HÓLMFRÍÐUR INGJALDSON ARBORO, MANITOBA DÁIN: 30. maí, 1946 Bjargið þitt, var Heimilið þitt, barns þín trúin; hinztu árin, helg þér var, skjöldur var til hinztu stundar. og skýlið bezta, í mótlæti, sem í elli máttur sannur, unað veitti, sendur þér alt að stundar frá sólar hæðum. — œfilokum. — Liðna hana lítum; Framnes bygð vill færa, lengi nafn Hólmfríðar fylstu þakkir sínar, geymast mun í minni, lífs frá liðnum tímum sem minning hennar tíðar. leiðar stundir þínar. ítök mörg hún átti, Er þú hjá oss undir, innan bygðar sinnar, œtíð bygðar sómi, hjá öldnum æsku vinum vönd að verkum öllum, er alúð minnast þinnar. — var að allra dómi. — Hana heim að sækja, Börn! Með kveðju hún bendir, hugljúf slík var kynning, björt er leið til hœða. orðin og framkoma, Endurfundir öðlast, ógleymanleg minning. eilíft hnossið gæða. Æskan traust þar átti, Alt og alla kveður, og uppfrœðsluna vísa, öllum þakkir færa, í hjartans málum hennar, og þig œtíð styrki hún þau upp nam lýsa. — eining, — bygð mín kæra. — Dygða kona er dáin, Drottinn kallað hefur; lífið er hún unni, æðri mátt nú gefur. Hlið við hlið nú hvila, hjón, — en mannörð lifir; Ijómi Ijósið trúar, legstað þeirra yfir! — B. J. HORNFJÖRÐ Magnea, býr áfram í litla hús- inu á Mountain. Guðrún, gift M. S. Guðmunds- syni að Garðar, N. Dakota. Gíslína, gift B. C. Gilbertson, Barnesville, Minnesota. Sigurður er býr á ættaróða- linu í Eyford byggðinni. Tvo systkini Oddnýjar komu og vestur um haf, en þau voru Sigurlaug, gift Jóni Sigurjóns- syni Winnipeg og hálfbróðir Magnús Jónsson sem bjó 1 Ey- ford byggð og dó þar. Sigurlaug er einnig dáin fyrir nokkru. Oddný var ein af þessum ís- lenzku, tryggu, greindu sæmdar- konum sem prýtt hafa hóp frum- byggja kvenna okkar sveita. Annir heimilisins voru miklar, með þreki og festu var þeim önn- - um mætt, án möglunar eða víls. Hún vissi vel að maðurinn lifir ekki af einu saman brauði og því fann hún tíma til að auðga anda sinn og sálarlíf með lestri góðra bóka, og þar með líka týna aldrei þeim íslenzku erfðum sem einar er hægt að flytja yfir haf- ið. Alt íslenzkt og göfugt átti heima hjá henni. Þrátt fyrir alla önn og störf fann hún einnig tíma til að styrkja með ráði og dáð félags- skap kvenna byggðarinnar og styðja öll góð málefni félagslega, enda naut hún heiðurssætis í slíkum félögum þegar ellin nú sótti hana heim. Seinni árin þegar starfskraft- arnir voru minni var ljúft að lifa upp íslenzka æsku og lofa ensk- um heimi að líða framhjá óreitt- um. Veikindi og sorg lögðu leið sína um bæ hennar, en með still- ingu og bjargfastri trú mætti hún því og möglaði aldrei um sitt hlutskifti. Hún gat litið yfir liðnu árin og haft yfir í hugan- um: “Ég hefi reynst trú, ég hefi runnið skeiðið.” Og til hins eilífa lands og eilífra launa gekk hún hinstu sporin, ókvíðin, vitándi vel að Hann sem leitt hafði hann og blessað frá einu landi til ann- ars myndi og blessa henni síð- asta landnámið eilífa. Og orð sálmsins bergmáluðu hug hennar: “Ég ferðast og veit, hvar mín för stefnir á. Ég fer til Guðs eilífu landa.” Jarðarför Oddnýjar fór fram frá Vikur kirkju að Mountain, 25. maí 1948 og var hún lögð til hinstu hvíldar í Mountain Graf- reit. Séra E. H. Fáfnis flutti kveðjumálin hinstu, að viðstödd- um flestum nánustu ættingjum og samferðaliði. Friður sé með minningu frinnbyggjakonunnar. E. H. FÁFNIS Y.W.C.A W RESTORE FOR SERVICE Over the past fifty years the Winnipeg Y. W.C.A. has been a “home away from home” for girls. The Christian atmosphere of this community centre has helped a large number of girls from rural Manitoba to form friendships in the City, and has given them a home where living is congenial and inexpensive. Y.W.C.A. Building Fund The present building, now over forty years old, requires restoration and decoration. The plumbing and heating plant must be renewed, both in the interests of safety, and for more economical operation. The limited main- tenance budgets over the past number of years have prohibited any major improvements being undertaken, and for the first time since 1928, the Y.W.C.A. is making an appeal tö the public for funds. $150,000 Urgently Needed The minimum amount required to carxy out this very essential program of restoration is $150,000. The support of every part of the Province will be necessary to carry it through. The work must be undertaken this Summer, and we must raise the money at once. WILL YOU HELP? Send Your Contribution Today, Large or Small, to « Y.W.C.A. BUILDING FUND Y. W. C. A., ELLICE AVENUE, WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.