Lögberg - 12.05.1949, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.05.1949, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. MAl, 1949 FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — Ljóöin i þessari sögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Kathleen hafði orðið að mæta ýmsu á lífsleiðinni, sem hafði þó ekki raskað jafnvægi hennar. Hún hafði veriö fyrir rannsóknarrétti í dómsalnum, ekki síð- ur en fanginn á meðan að málið stóð yfir. Það hafði verið um afar þýðingar mikið spursmál að ræða fyrir hana. Hún hafði þekt Charley Steele frá því að þau höfðu bæði verið börn og jafnvel þá hafði hann verið drottnandi persóna í huga hennar. Hann hafði í hreinskilni og aðdáun sagt henni að hún væri fógur, en þeim vitnisburði höfðu aldrei fylgt, hlýju augnaráðin, sem *vanalega eru samferða slíkum orðum á vörum æsku- manna. Hann hafði aldrei sýnt henni nein kærleiksatlot, en samt rann blóðið örara í æðum hennar við aðdáunar orð drengja sem ekki var hægt að bar sam- an við Charley Steele að glæsimensku. Hann hafði altaf vakið óróa í huga hennar hann var svo langt hafinn upp yfir, hinn algenga æskumanna tíguleik, og klæðaburð. Dagarnir og árin liðu, og hann óx að árum, lyndis sérkennum og glæsimensku. Heim bárust sögurnar um hann frá skóla árum hans um dyrfsku og áræði, yfirlæti og fyrirmynd- ir, sem hann gaf. Á þeim tíma hafði Kathleen vaxið og görst glysgjarnari, eins og Charley Steele komst að orði um hana ekki þó í neinum aðdáunar anda, heldur í blákaldri alvöru. Honum fanst hún vera sú fegursta kona sem hann hefði augum litið, en hann hafði aldrei litið til hennar, nema frá sjónar- miði fegurðarinnar. Hann hugsaði um hana sem ímynd holdlegrar fullkomn- unar og hreinleika, sem væri eins laus við alt tilfinninga líf og hann sjálfur. Hann hafði hvað eftir annað sagt, eftir að hann lauk skólanámi og fór að stunda iðn sína, eftir tveggja ára fram- halds nám í Evrópu, að viðkvæmt til- finninga líf mvmdi áreiðanlega eyði- leggja fegurðar jafnvægi Kathleen. Það mundi örfa sálarlíf hennar um of, og rask eðlisjafnvægi hennar, — að hún yrði slitin af sinni eðlilegu rót! Henni hafði fallið þetta algjörða tilfinningar- leysi hans ílla, henni fanst að hún mundi ílla geta sætt sig við tilbeiðsluna eina, þó hún sjálf ætti sára lítið af henni og sú tilfinning var orðin all þroskuð hjá henni þegar að hún kynntist Kafteini Tom Fairing. Fairing leitaði ráðahags við Kathleen Steele. Hann var myndarlegur á velli, eignalaus, ákafamaður mikill, tregg- áfaður en svo ábyggilegur að hann brá aldrei orði sínu. Ehidalok kunningsskap- ar Kathleen og Fairing urðu þau, að svo miklu leyti sem Kathleen átti yfir nokkurri hjartahlýju að ráða, þá helgaði hún Tom Fairing hana. Hún unni hon- um ekkiT hinum eldri skilningi á hreinni og fagurri og djúpri ást, en á bakvið hana lá þó val sem var ráðsett og hneigð sem var áeðlilegum grundvelli byggð. Fairing leitaði ráahags við Kathleen en hún dvaldi svarsins, því þegar til þess kom að velja fyrir fullt og allt, þá fór hún að líta alvarlega í kringum sig. Sá sem átti fyrsta sæti í huga hennar var Charley Steele. Og föðurbróðir hennar, sem vissi um viðleitni Fairing í þessu sambandi tók það skýrt fram að ef hún bindi sig honum, þá skyldi hún aldrei fá brendan eyrir frá sér. En sú aðstaða vakti aðeins gremju í huga hennar, en hafði ekki nein önnur áhrif á hana. En svo var Charley og fram hjá honum var ekki gengið umhugsunarlaust. Hann hafði þegar unnið sér álit sem lögfræð- ingur og hann hafði tekið meistaratök- um á glæpamálum þeim sem hann hafði flutt, og þó að hann máske nyti ekki hylli almennings, þá var hann skörung- ur sem talað yrði um til daganna enda. Hann var tígulegur, vel f jáður, og hann átti stórt íbúðarhús, sem stóð á hæðinni inn í skóginum. Hversu margir voru það ekki seni höfðu sagt, “Þau væru prýði- lega vel samanvalin hjón, hún Kathleen Wantage og hann Charley Steele.” Elftir því sem Fairing gerðist,áleitn- ari í ásta máli sínu, því meir dvaldi hug- ur hennar á manninum sem fólkið hafði úthlutað henni, og á þann hátt sem val þess hafði fyrir skipað. Eftir að Kathleen fór að veita máli þessu meiri athygli, fór Charley einnig að gjöra það. Hann hafði ekki látið hið lága og ljóta í lífinu ná haldi á sér, að- eins komist nógu nærri þeirri hlið lífs- ins til að kynnast henni. Hann hafði ógeð á öllum löstum. ímyndunarafl hans var mikið, og fegurðar smekkur. Honum fanst Kathleen vera vel vaxin, og fögur. En hann þóttist með sjálfum sér vera viss um, að tilfinninga líf hennar hefði ekki raskað jafnvægi lífs hennar, og að það mundi aldrei gjöra það. Það líf eða kend hafði aldrei ónáðað sjálfan hann, og han skildi það aldeilis ekki. Hann hafði verið kaldur og einrænn frá æsku. Hann hafði að vísu átt kunningja, en engan vin, og ekki heldur fest ást. til neinna, eða neinnar. En honum var sýnt um samræmi, rétt hlutföll, og hann ann fegurð, að svo miklu leyti sem hann gat unnað nokkru. Tilbeiðsla hans var sprottin frá heila en ekki hjarta. Þegar að hann leit á mannlífið sem hann gerði stundum, með samblandi af meðaumkvun og háði, og furðaði sig á andstæðum þeim sem til- finningin eða hjartagæzkan hefir vakið, þá fanst honum að hún mætti missa sig. Og nú þegar að hann einusinni var farinn að hugsa um að gifta sig, sá hann enga girnilegri en Kathleen. Hann vissi um dálætði sem Fairing hafði á henni, en hann gekk út frá því sem sjálfsögðu, að í sálarlífi hennar væri ekkert að finna sem samrýmst gæti þeirri til- beiðslu. -Hún var enn aburða fögur og í blóma æskunnar, og þá fegurð ætlaði hann sér ekki að eyðileggja með tilfinn- inga tilbeiðslu. Hann hafði ásett sér, að sameina hjartaslög Kathleenar, og sín svo að slög þeirra beggja væri í fullu samræmi. Hann var ákveðinn í að gift- ast henni. Málið mikla hafði gjört útslagið á fyrirætlanir Kathleen. Vald Charley Steele yfir henni var sömu tegundar og lífs aðstaða hans, og það var ekki aðeins ylur hjartans, sem réði niðurstöðu henn- ar, því, þó að hann stefndi í aðra átt, en til Charley Steele, þá hafði hún ekki að fullu gjört upp reikninginn á milli þessara tveggja manna, þó að óhætt sé að segja, að Fairing hafi átt meira af hjarta yl hennar, en Charley Steele. En þetta breyttist í dómsalnum þeg- ar Charley hreif alla á vald sitt. Henni fanst að dóms ákvæðið sem þar var kveðið upp hljóðaði ekki uppá manninn sakfelda sem þar sat. Hún var ekki að hugsa um hann, heldur að það væri sigur viðurkenning fyrir Charley Steele, og sú viðurkenning fékk svo mikið á hana, að hún úr sæti sínu kallaði Charley! Charley! án þess að taka hið minsta tillit til mannfjöldans sem inni í dómsalnum sat. Nú voru þau bæði saman í húsinu undir hæðinni, og ákvæðisstundin var komin endir óvissunnar, og upphafið á einhverju. Þau töluðu í nokkrar mínútur um daginn og veginn, og í þeim samræðum tók Billy þátt, svo spyr Kathleen Char- ley Steele: “Hvaða ástæðu heldurðu að maður- inn hafi haft til að fremja morðið?” Charley leit alverlega á Kathleen og nokkuð kankvíslega. Það var naumast hægt að gefa ákveðnari viðurkenningu en hún gerði, því hún gekk alveg fram- hjá dómsákvæðinu. Hann snéri sér að dómaranum sem brá nokkuð í brún við spurninguna, en náði sér fljótt aftur og spurði rólega og blátt áfram, “Hvaö heldurðu herra dómari, að það hafi ver- ið?” “Það hefir máske verið kona og hehfnd í sambandi við hana.” Svaraði dómarinn. Nokkrum mínútum síðar fór dómarinn með föðurbróðir Kathleen-ar út úr herberginu, til þess að skoða gaml- ar og merkilegar bækur er föðurbróðir hennar átti og Billy fór líka að ljúka við eitt eða annað sem hann átti ógjört, svo þau Kathleen og Charely voru ein eftir. “Þú svaraðir mér ekki í dómsaln- um,” Sagði Kathleen. “Ég kallaði á þing.” “Ég vildi heyra þig segja það hérna,” svaraði hann. “Segja hvað?” Spuði hún hálf vand- ræðalega. “Óska mér til lukku.” Svaraði hann. Hún rétti honum hendina, og sagði “Ég gjöri það nú. Það var dásamlegt. Þú varst inn blásinn. Ég hélt að þú gæt- ir ekki sleppt beizlinu þannig fram af þér.” Hann hélt þétt í hendina á henni og sagði. “Ég lofa hátíðlega að gjöra það aldrei aftur.” “Hvers vegna ekki?” “Hefir þú ekki óskað mér til lukku?” Hann dró hana hægt að sér svo hún reis á fætur. “Það er engin ástæða,” svaraði hún feimnislega, og hún fann að spurning hans var tvíræð. “Ég leyfi þér ekki að vera svo hégóm- leg,” svaraði hann. “Héðanífrá verðum við að vera félagslynd. Héðan í frá óska ég sjálfum mér til hamingju Kathleen.” Það var nú enginn vafi lengur. “Ó, hvað er það sem þú ætlar að segja við mig?” Sagði hún og dró ekki að sér hendina sem hann hélt í. “Ég sagði það alt í dómsalnum,” Svaraði hann, “og þú skildir það.” “Þú vilt að ég giftist þér Charley.” Sagði hún einarðlega. “Elf að þú heldur að engir verulegir meinbugir séu á því,” svaraði hann og brosti. Hún dró að sér hendina, og í svip var stríð, á milli huga hennar og hjarta. Hann vissi um hvað hún var að hugsa en sá enga ástæðu til að ergja sig út af því, eða óttast afleiðingarnar af því. Rómantískar tilfinningar ristu ekki djúpt og voru daglegir viðburðir í lífi konunnar, þær gætu að vísu orðið erviðir þröskuldir í lífi grunnhygginna kvenna, en Kathleen var jafngeðja, og átti yfir að ráða rólegum skapsmunum. Taugar hennar voru stiltar í eðlilega hraustum líkama. Hún hafði aldrei kent sér neins meins. “Það eru hvorki eðlilegir, eða óeðli- legir meinbugir á því Kathleen”, sagði hann, og tók aftur í hendina á henni. Hún leit á hann alvarlega og sagði: “Þú hheldur það virkilega?”1 “Ég veit það,” svaraði hann. “Við verðum tvær fulkomnar myndir, á tjaldi tímans.” m KAPÍTULI Fimm árum síðar “Ert þú búinn að gleyma mér?” Charley Steele leit upp rólega og svaraði: “Elkki held ég það.” Það kom þóttasvipur á andlitið á manninum sem fyrst talaði, en hann hvarf fljótt aftur þegar hann áttaði sig á glettnis svari Steele. Hann hló kulda- lega og sagði: “Ég er Jón Brown.” “Þá er ég vissum að mig misminnir ekki,” sagði Charley og rétti honum hendina, og mælti: “Ertu enn að prédika smáræður?” “Lít ég svoleiðis út?” svaraði Jón Brown og það kom einkennur glampi í augun á honum. “Þú veist vel að ég er ekki að prédika neinar smáræður,” sagði Jón Brown kaldranalega. “Máske að þú hafir gleymt, að það eru þín verk sem því valda.” “Það er einmitt ástæð- an fyrir því, að ég hehfði átt að muna eftir að gleyma því — Ég er hógværðin sjálf.” Charley rendi tungunni út að vör- unum eins og hann væri þyrstur, og hann rendi augunum til litla veitinga- hússins sem stóð dálítið norðar götunni hinumegin. “Hógværðin er þín bölvun,” sagði Jón Brown ertnislega. “Elinusinni varst þú að kenna mér, að fegurðin væri hefndargjöf.” Charley hló dálítið, en í þeim hlátri var ekki meira af gletnis kímni hans, sem hann var svo ríkur af og honum var svo eðli- leg, heldur eldur en augnaglerið var sjónarafl hans þó að hvorutveggja hefði verið honum og háttum hans eðlilegt frá æskuárum, eins og hið ytra látbragð Jóns Brown, gaf aldeilis ekki til kynna hvað honum bjó innan brjósts. Jón Brown leit á Charley frá hvirfli til ylja, en lét svo augun hvíla á andliti forn kunningja síns og spurði kankvís- lega “Kalla þeir þig fallega manninn ennþá?” “Nei, þeir segja bara þarna fer Char- ley Steele!” Tungan leitaði aftur út á milli varanna, og augun hvörfluðu til dyranna á húsinu sem stóð hinumegin við göt- una, þar sem á var letrað á frönsku, Jean Joliceur, löglegur vín og ölsali.” Rétt í þeim svifum bar erki djákna dómkirkjunnar, þar að sem þeir stóðu, hann hneigði sig djúpt fyrir Charley Steele, leit hornauga til Jóns Brown, roðnaði lítið eitt rigsaði fram hjá. “Ég er að hugsa um Bunpan,” sagði forkunningi Charley Steele, og minni þig á orð hans lauslega þýdd: “Þar fer Jón Brown ef það væri ekki fyrir augna- gler og lokkandi fegurð.” Charley Steele lét sér hvergi bregða við bituryrði mannsins, sem fimm árum áður hafði látið ginnast af trúleysis for- tölum hans. Hann aðeins svaraði “hver veit!” “Það er það sem þú varst alltaf að stagast á — Hver veit! Það reið Jóni Brown að fullu.” Charley Steele virtist ekki veita því sem Jón Brown sagði, hina minstu eftir- tekt, en spurði: “Hvað hefurðu nú fyrir stafni?” Og horfði hvast á andlit Jóns Brown, sem úr var horfinn allur mann- lífs ylur, alt hugrekki æskulífsins, sem eitt fær vermdað æskuna í lífi mann- anna. Hann var orðinn hi*ukkóttur í framan og ógleði svipur stimplaður á andlitið, ásamt dráttum sem bentu,til nautnalífs, undirferlis og óráðfestu. “Það er nú naumast teljandi,” svar- aði Jón Brown. “Hvað er það síðasta?” Spurði Steele. “Reyndi að selja hlutabréf í eitur- námu (Arsenic Mine) við Superior Vatnið.” “Mistókst?” “Já, að mestuleyti, það er ekki alveg vonlaust. Mér hefir tekist að hjara fram á þennan dag.” “Hvað ætlarðu nú að taka fyrir?” “Ég veit það ekki, máske ekkert, Kjarkur minn er að mestu þrotinn.” “Mig skyldi ekki furða þó að eitur- náman komi sér vel fyrir þig,” sagði Charley og rétti honum silfur hylki með vindlingum í, um leið og hann leit frá félaga sínum sem stóð steinhissa og hálf sturlaður út af fífldyrfsku manns- ins, sem nú rendi augum og huga til svalans sem beið á bakvið dyrnar í hús- inu fyrir handan götuna. Það rann kalt vatn á mill skins og hörunds á Jóni Brown, það var eitthvað svo ömurlega óforskammað í uppástungunni um, að þessi eiturfundur gæti komið sér vel fyrir hann, þetta starandi gler á aug- anu í Charley Steele virtist gefa orðum hans en meiri áherslu. Þetta augnagler Charley Steele virtist vera ímynd þess sem á bak við hin bláu augu þess manns bjó, — spurninguna sem aldrei lét hann í friði hver veit? Sem á endanum hafði svo ruglað hugsanir Jóns Brown, að honum var vikið frá kjól kalli og máske prófasts heiðri út í yðukast lífsins, þar sem að hann hafði engri fótfestu náð. En þrátt fyrir það hreif nú hin fyrri að- dáun Browns á Charley Steele hann, um leið og hann rétti Steeel hendina, tók vindling úr silfur hylkinu og sagði: “Máske að eitrið komi sér vel fyrir mig enþá.” Charley Steele lagði höndina á hand- legginn á Brown, snéri honum við í átt- ina til veitinga hússins, og án þess að segja eitt orð meira gengu þeir yfir göt- una og fóru inn í bakherbergi í veitinga- húsinu, en þegar þeir gengu framhjá veitinga borðinu í aðal veitingasalnum, stóðu nokkrir menn við það sem vildu yrða á Charley, en hann gekk þóttalega framhjá þeim. Þegar að þeir Charley og Brown gengu inn í bakherbergið, sagði einn af þeim sem við veitingaborðið stóð: “Hversvegna er hann að koma hingaö, ef hann þykist of góður til að tala við menn. Til hvers eru veitingahúsin? Ég skyldi með ánægju mölva þetta augna- gler hans!” “Þey! Þey!” tók Jean Jolicoeur fram í, “Það gerir honum ekkert til. Hann drekkur hér allann daginn og það sér ekki hið minsta á honum.” “Hann á fyrir konu mestu konuna í bænum, ef að ég væri í hans sporum þá mundi ég bera meiri virðingu fyrir sjálfum mér.” Sagði Englendingur sem þarna var inni. “Hvað meinar þú með meiri — heimska? Þú skalt ekki sýna þig hér framar,” mælti hótelhaldarinn. “Það er gott” sagði Englendingur- inn. “Mér dettur ekki í hug að troða þér um tær, og mér dettur heldur ekki í hug að láta sjá mig í holunni hans Theophile Karlamagnúsar-Cote Dorion.” “Þér fellur ekki við Hótelið hans Karlamagnúsar,” sagði svartur rumur sem stóð hjá hótelhaldaranum. “Jú mér fellur við Hótelið hans Karlamagnúsar og mér fellur vel við hana Suzan Karlamagnús, en ég er ekki giftur Rouge Gosslin—”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.