Lögberg - 12.05.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.05.1949, Blaðsíða 4
4 L.OGBERG, FIMTUDAGINN, 12. MAÍ, 1949 HoQttrg GefitS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fynrfram The “Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa FALLEG OG ÞAKKARVERÐ GJÖF Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins auðsýndu ritstjóra þessa blaðs þá vinsemd og þá sæmd, að senda honum að gjöf fimm bækur, er þessar stofnan- ir gáfu út í fyrra; er bér um að ræða þriðja bindið af Heimskringlu Snorra Sturlusonar, er dr. Páll Eggert Ólafson bjó til prentunar; er útgáfan Um alt bin feg- ursta og auðkend vísindalegri nákvæmni; þá má og til telja bið vinsæla almanak þjóðvinafélagsins; er befir venju samkvæmt margvíslegan fróðleik til brunns að bera, og Andvara, en merkasta greinin í binu síðar- nefnda riti, er sú um dr. Rögnvald Pétursson eftir dr. Þorkel Jóhannsson frá Fjalli; er þessa merka og víð- fróða manns þar fagurlega minst. Úrvalssögur Menningarsjóðs er nafnið á einni bók- inni, en hún geymir innan spjalda sinna nokkrar smá- sögur frá Noregi í íslenzkum þýðingum; um smásögur þessar leikur hressandi blær þar sem efni og málfar haldast glæsilega í hendur. Því semja eigi íslendingar sjálfir svona fagrar og lífssannar smásögur? Þeim ætti ekki að vera það um megn. Þá skal stuttlega minst fimtu og síðustu bókarinnar, sem telst til bókaflokksins íslenzk úrvalsrit, er bókaút- gáfa Menningarsjóðs stendur að, en hér er átt við úrvalsljóð séra Stefáns Ólafssonar prests í Vallanesi. Andrés Björnsson bjó ljóðasafn þetta til prentunar og fylgir því úr hlaði með ýtarlegum og gagnhugsuðum formálsorðum. Séra Stefán var eitt hið mesta öndvegisskáld sinn- ar samtíðar; hann var fæddur á Kirkjubæ í Hróar- stungu; um fæðingarár er eigi vitað með fullri vissu. þó fræðimenn telji nokkurnveginn víst, að hann væri fæddur um 1619. Útgefandinn getur þess, að mörg af kvæðum séra Stefáns lúti að búsýslu og sveitastörfum, jafnframt því sem hann hafi ort nokkrar veðurvísur; er vitnað í eftir- greinda vísu þessu til sönnunar: Landnorður lund herðir, leið viku heiðríkja, skárekast ský vökur, skall vindur f jalltindum. Af Hetti drif dettur, dalgrá var alþáin, ósærðan ís herðir ótt þrekar gótt eki. Mörg kvæði séra Stefáns hafa fyrir löngu sungist inn í meðvitund íslenzku þjóðarinnar og eru enn svo að segja á hvers manns vörum; má þar einkum minnast kvæðisins Meyjarmissir, er hefst með þessari vísu: Björt mey og hrein mér unni ein á ísa köldu landi, sárt ber ég mein fyrir silkirein sviptur því trygðabandi. Af öðrum kvæðum skáldsins, sem fundið hafa við- kvæman hljómgrunn í vitundarlífi íslendinga, má nefna: Ég yeit eina baugalínu. Það er sízt að undra þótt kvæði séra Stefáns séu víða sungin, því í þeim felst hljómræn alda hans eigin sálarlífs; hann unni söng og var jafnframt ljóðagerð sinni brautryðjandi á vettvangi íslenzkar söngmenningar; hann samdi nokkur lög, svo sem hið tilkomumikla sálmalag: Heyr mín hljóð, himnaguð. Séra Stefán var mikill menningarfrömuður, og er gott til þess að vita, að almenningi hefir með áminstri útgáfu verið veittur aðgangur að úrvals ljóðum hans með hinum ágætu og glögghugsuðu formálsorðum, er varpa nýju ljósi á litbrigðaríkan æviferið þessa merka manns. Útgáfa áminstra bóka er öllum hlutaðeigandum til hinnar mestu sæmdar. ♦ ♦ 4- ♦ MALEFNI, SEM VERT ER STUÐNINGS Húsnæði kristilegs félags ungra kvenna á Ellice Avenue hér í borginni er orðið úr sér gengið og þarfnast skjótra viðgerða, og til þess að bæta úr brýnustu þörfum tóku forráðendur stofnunarinnar þá ákvörðun, að leita til almennings um úrlausn. Sýnt þykir, að ef vel eigi að vera, þurfi upphæð samskotanna að nema að minsta kosti 150 þúsund dollurum. Áminst stofnun hefir um langan aldur unnið hið þarf- asta verk í þessari borg, þar sem gestkomandi stúlkur hafa átt örugt og holt athvarf; það er vel til fallið, að þessa sé að verðugu minst um þær mundir, sem Winni- pegborg heldur hátíðlegt sjötíu og fimm ára afmæli sitt. Bændur í Austur-Landeyjum hyggja á stór- fellda þurrkun lands milli Ála og Affalls Ráðgert að grafa tíu km. langan þurrkunarskurð frá Hólmum að Hallgeirseyjarfljóti og eiga að fást með því 1500 ha. nytjalands Guðjón Jónsson, bóndi í Ási í Ásahreppi, leit inn í skrifstofu blaðsins í gær og var spurður tíðinda úr héraði. Minntist hann m. a. á erindi það, sem Austur-Landeyingar hafa sent Alþingi varðandi landþurrkun, sem þeir tengja miklar vonir við í fram- tíðinni, og á að þurrka um 1500 ha. nytjalands. — Mjög snjóþungt hefir verið í Rangárvallasýslu í vetur, og telur Guðjón þetta snjó- þyngsta vetur þar síðan 1919—1920. Innigjöf í uppsveitum. — Hefir veturinn ekki verið snjóþungur hjá ykkur? — Jú, hann hefir verið með snjóþyngstu vetrum í Rangár- vallasýslu og gengur næst vetr- inum 1919—1920, en það er snjóþyngsti vetur á þessari öld enn sem komið er. Síðan um nýj- ár má segja, að innistaða hafi verið í uppsveitum sýslunnar. Mér er ekki fullkunnugt um, hvort hætta er á fóðurþurrð, en ganga má út frá því, að mjög gangi á fóðurfyrningar manna, sem víðast voru nokkrar. Erfitt að koma mjólkinni. M i k 1 i r samgönguerfiðleikar hafa hlotizt af völdum þessara snjóa og hefir oft gengið erfið- lega að koma mjólkinni frá bæj- unum og annast nauðsynlega aðdrætti til búanna og heimil- anna. Kaupfélögin sameinuð. — Þið eruð búnir að sameina kaupfélögin. — Já, það var undirbúið á síðasta ári og gengið frá því að fullu um áramótin. Heitir það nú Kaupfélag Rangæinga og hef- ir aðalsetur sitt á Hvolsvelli, en útibú hefir það á Rauðalæk og Seljalandi. Áður voru kaupfé- lögin tvö eins og kunnugt er, Kaupfélag Rangæinga á Rauða- læk og Kaupfélag Hallgeirseyj- ar. Formaður félagsstjórnarinn- ar er nú Sigurþór Ólafsson í Vorsabæ en kaupfélagsstjóri er Magnús Kristjánson frá Selja- landi. Mikill rækatunarahugi. — Er ekki mikill ræktunar- áhugi meðal bænda? Jú. Það eru starfandi fjögur ræktunarsambönd í sýslunni, og hefir hvert þeirra yfir nokkrum vélakosti að ráða. Á s.l. sumri var brotið mikið land og ræst fram en verkefnin eru samt næg enn, því bændur hafa hug á mik- illi ræktun. Framræzlan gekk mjög vel í fyrrasumar og varð mjög ódýr. Mikil landþurkun ráðgerð í Austur-Landeyjum. — Austur-Landeyjar hafa sent Alþingi erindi um mikla land- þurrkun hjá sér. — Já, svo hagar til þar, að landið er mjög flatt og hallalítið fram að sjó. Framan við gróna landið er sandfláki eða “kamp- ur” eins og við köllum það, og er það mikið flæmi. Þessi sand- fylling er fremur hæri en land- ið innan við hana, svo að vatn nær ekki að renna fram af því. Sandfylling þessi hefir líka færzt innar síðustu áratugi og þrengt að löndum jarða. Árið 1935 fór tvíbýlisjörð í eyði og önnur jörð í vor sem leið af sömu sökum. Um 1500 ha. lands eru þarna undir vatni, sem ekki nær að renna fram, og verður því ekki nytjað. Nú hefir Ásgeir L. Jóns- son, ráðunautur gert áætlun um þurrkun þessa lands, og er ráð- gert að framkvæma hana á þann hátt að grafa tíu km. langan skurð frá Hólmum að Hall- geirseyjarfljóti, en þaðan rennur vatnið sjálfkrafa vestur í Affall. Sandar þessir og landsvæðið, sem undir vatninu er, er á milli Ála og Afálls. Hinn tilvonandi skurður mun liggja fremst í vatnasvæðinu. Kostnaðaráætlun Ásgeirs er kr. 200 þús. með skurðgröfu á borð við þær, sem nú eru beztar hér á landi, en hann telur jafnframt, að koma mætti þessum kostnaði niður í allt að 50 þús. kr. ef til verksins fengist stórvirk og hentug skurð- grafa. Þarf að græða sandinn. En jafnframt skurðgerðinni A fishing boat town on Lake Winnipeg will become a mecca for aspiring artists when the Gimli Art Workshop opens for a course in the fine arts July 4 to August 12. For those who would like to study art in an artist’s environ- ment and a vacation atmosphere registration starts immediately at Winnipeg School of Art, old law courts building, Kennedy Street. Classes include oil and water- color painting, figure drawing and painting, pictorial composi- tion, landscape painting, sculp- ture in clay, abstract painting, portrait drawing, leatherwork and ceramics. Director of the workshop is Miss Carol J. Feldsted, lecturer in fine arts at the University of Manitoba, and head of the art teacher training course for the department of education. “Teacher students taking the course to obtain credits for pro- fessional teaching certificates will be given three units of cre- dit if the work merits approval of a department of education in- spector,” Miss Feldsted pointed out Monday. Two three-hour classes will be given daily, one in the moming and one in the afternoon, for five days of the week. Each class continues through the six-week term. Special Saturday classes have been arranged for children Other instructors at the work- shop include Donald E. Strange, Takao Tanabe and Donald P. Roy. Mr. Strange is an associate member of the Manitoba society of artists, charter member of the Winnipeg Contemporary art group and a member of the Fed- eration of Canadian Artists. Mr. Tanabe is an instructional staff member of the Winnipeg School of Art. He is also a mem- ber of the Federation of Cana- dian Artists and a charter mem- ber of the Winnipeg Contempor- ary art group. Mr. Roy has taught Saturday classes at the School of Art and is a charter member of the Win- nipeg contemporary art group. The timetable is arranged to provide as much variety and flexibility as posible for the in- dividual student. Winnipeg Free Press May 2, 1949 FJAÐRAFOK Jón Austi er maður nefendur, ættaður úr Siglufirði. Fékk hann Austa nafnið af því að hann fór aust- ur í Múlaþing nokkra vetur að afla þar hákarl. Seinna reri hann marga vetur á Álftanesi. En er hann létti suðurferðum reri hann oft í fljótum, er hann hugði að betur mundi aflast þar en í Siglufirði. Kappkostaði hann alla ævi að græða peninga þarf að girða og græða sandinn, m. a. til þess að skurðurinn fylli ekki aftur og framrás vatnsins tteftist. Hefir Runólfur Sveins- son, sandgræðslustjóri gert áætl- un um það. Oddvitii hreppsins hefir nú sent Alþingi erindi um þetta mál ásamt þessum kostnað- aráætlunum og meðmælum bún- aðarþings, sem nú er nýlokið, en það fjallaði einnig um þetta mál. Við þessar framkvæmdir tengja bændur í Austur-Land eyjum miklar vonir, enda fást með þeim mikil nytjalönd og girt er fyrir aukinn ágang sand- fyllunnar. Auk þess hagar svo til að nokkuð af annarri framræslu, sem þarna var gerð s.l. sumar, kemur ekki að notum fyrr en þessum framkvæmdum er lokið. Tíminn, 31. marz og var nirfill kallaður. Átti hann og ærna peninga er hann eltist, en sagt er að hann hafi grafið þá í jörð. Þegar Jón var hniginn mjög að aldrei, reri hann eitt sinn úr Siglufirði með bróður- syni sínum, sem líka hét Jón. Kom sá bátur ekki að landi aftur. En seinna var það sagt, og haft eftir fiskiskútumönnum, að bát- urinn hefði fundist í Grænlandi og lík þeirra frænda í honum. Einstakt flóð. Þegar Sigurður “skuggi” sýslu- maður ætlaði að flytjast frá Mosvöllum í önundarfirði 1769 til Vestmannaeya, var farið með búslóð hans niður í svokallað Arnarbæli, er það tangi nokkur, sem gengur fram 1 “Vöðin”, inn- arlega við önundarfjörð. Þegar nú búslóð sýslumanns var komin út á Arnarbælistanga, gerði flóð óheyrilega mikið og gekk sjór yfir tangann svo alt flæddi burt, sem þar var. Varð Skuggi fyrir hinum mesta skaða, og hvarf að heita mátti slyppur og snauður frá Mosvöllum. Hefir aldrei flætt yfir Arnarbælistanga, hvorki fyr né síðar. Veðurspár. Vestmannaeyingar h ö f ð u marga forboða um veðurfar og var einkum miðað við framferði fugla og fiska. Það þótti vita á ofsaveður ef grásleppa sást vaða í vatnsborðinu, eða hnýsa stökkva upp úr sjó eins og léttir. Það var og talið vita á veðra- brigði ef fýllinn hjó mikið í sjó- inn, er hann sat á honum, eða ef fýllinn og mávurinn flugu lágt. Þá þótti það vita á vætutíð, ef lundinn söng mikið er hann sat á klettanefjum á kvöldin. Baggalútar. eru einkennilegir steinar og finnast aðallega í Álftavík eystra. Eru sumir hnöttóttir og á stærð við vínber, en flestir eru DÁNARFREGN Miðvikudaginn, 20. apríl and- aðist á Lundar, öldungurinn Sig- fús Borgjörð, eftir að hafa verið veikur síðan fyrir jól í vetur. Hann var fæddur Gilsárvöllum í Borgarfirði, í Norður Múlasýslu á íslandi, 18. janúar, 1864. Á Egilstöðum á Völlum, í Suður- Múlasýslu kvæntist hann árið 1894, Sigríði Eiríksdóttur frá Hofi í öræfum. Um aldamótin fluttu þau vestur um haf, og áttu, eftir það heima á ýmsum stöðum í Manitoba, síðast á Lundar. Þau hjónin eignuðust 9 börn en mistu fjögur. Á Hfi eru: Eysteinn í Riverton. Margrét, Mrs. J. McCarthy á Lundar. Rafnkell og Sigurjón, í Camp- bell River, B.C. Anna, Mrs. Hallson, á Lundar. Barnabörn eru 23 og barna- barnabörn 2. Konu sína misti Mr. Borgfjörð fyrir liðugu ári síðan. Hin síðustu árin höfðu þau hjónin, og hann eftir að kona hans dó, heimili í næsta húsi við tengdason og dóttur, Mr. og Mrs. J. O. Hallson, og nutu þar mikill- ar aðstoðar, en eftir að hann varð veikur í vetur var hann hjá öðrum tengdasyni og dóttur, Mr. og Mrs. J. McCarthy. Þar lá hann rúmfastur eftir 25. marz. Naut han þar ástríkrar umhyggju, það sem eftir var jarðneska lífsins. Mr. Borgfjörð átti langa og nytsama æfi .Lengst af hafði hann sæmilega heilsu, enda var hún vel notuð til starfa. Hann var ötull og áhugsamur við land- búnað og stundaði fiskiveiðar af kappi. Hann var kominn yfir áttrætt, þegar hann síðast lagði net til fiskjar í Manitoba-vatn. Ljúfur var hann ástvinum sín- um, og góður samferðamönnun- um á lífsleiðinni, samvizkusam- ur, velviljaður. Honum var það þungt að missa elskaða konuna sína og var hann eftir það ein- mana og lamaður. Hann var jarðsunginn af séra Rúnólfi Marteinsyni laugardag- inn 23. apríl, og kveðjumálin flutt í Lútersku kirkjunni og í Lundar grafreitnum. R.M. svo gerðir að þar sýnast margar kúlur vaxnar saman, eða smá- kúlur út úr einni stórri. Flestar eru kúlurnar úr kvarsi, er skift- ist svo að steinþræðir ganga eins og geislar út frá miðju. Að utan eru kúlurnar sumar rauðar, sum- ar grænar, en liturinn er aðeins yst, steinarnir eru hvítir að inn- an. í Álftavík er liparít hið neðra í fjöllunum, en blýgrýti ofan á og milli þessara berglaga er þykkt lag af þessum baggalút- um. Baggalútur var einu sinni gælunafn, eins og sést á þessum húsgangi: Hvað kantu að vinna baggalútur minn? Lesbók Mbl. Vegna ALLRAR Heimabökunar kaupa GÓÐAR HÚSMÆÐUR Notið það í brauð, bollur, skorpusteik, kökur og aðra bakningu — notiS það til allra hluta. Það er malað úr bezta Canada hveiti. Lakeshore Summer Art IVorkshop JVill Enable Study Amid Sunshine

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.