Lögberg - 26.05.1949, Qupperneq 1
62. ÁRGANGUR
PHONE 21374
s0ti VíSÍ'*
A Complele
Cleaning
Inslilulion
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 26. MAÍ, 1949
NÚMER 21
Ovenjuleg harðindi og snjóalög
víða um land
Hætta mun á fóðurskorti í sumum sveitum, ef
siíkar hörkur haldast lengi fram eftir vori.
Eins og kunnugt er hefir þessi vetur verið óvenjulega snjó-
þungur og veðurharður víða um land, svo að í mörgum sveitum
telja glöggir menn hann versta vetur síðan!919. Nú er komið að
sumarmálum, en ekki bregður
enn til bata um tíðarfarið.
Páskavikan og páskadagarnir
voru mjög umhlyepingasamir
víðast hvar á landinu og talsverð
snjókoma. Þrátt fyrir harðindin
hefir ekki enn heyrzt um til-
finnanlegan fóðurskort hjá
bændum, en hætt er við, að ein-
hvers staðar taki að sverfa að,
ef þessu heldur lengi áfram, og
sums staðar mun vera tekið að
brydda á því.
Harðindin munu hafa verið
einna verst á Vestfjörðum, í
uppsveitum Borgarfjarðar og
Suðurlands og í einstaka upp-
sveitum norðan og norðaustan-
lands, svo sem á Hólsfjöllum.
Hér sunnanlands hafa snjóa-
lög verið geysimikil eins og
kunnugt er, svo að heiðar hafa
verið tepptar lengur en dæmi
eru til um langt árabil. I upp-
sveitum Árness- og Rangárvalla-
sýslu hefir og verið mjög snjó-
þungt, innigjöf sauðfjár að
mestu síðan í janúar. Sömu sögu
er að segja úr harðindasveitun-
um vestan og norðan lands.
Á Hólsfjöllum, þar sem venju-
lega er fremur gjaflétt, hefir að
mestu verið innistaða síðan um
nýár. Hlákur þær, sem komu
norðan lands í marz, urðu ekki
annað en blotar þar efra, sem
hleyptu snjónum í gadd. Ekki
er þó talið, að bændur á Hóls-
fjöllum muni komast í hey-
þröng að þessu sinni, því að góð-
ír vetrar hafa verið þar að una
anfðrnu og bændur safnað
nokkrum fyrningum. En fái þeir
annan harðindavetur næst, er
hættan meiri.
Ekki hefir ennþá heyrzt um
fóðurþrot í harðindasveitunum,
en hætt er við, að til þess kunni
að draga, ef veðurfar breytist
ekki áður en langt líður. Á ein-
staka stað mun þó vera farið að
gæta fóðurskorts.
Tíminn, 20. apr.
300 ferðamenn veðurteptir
í fárviðri og stórhríð
* FRÁ ÁRBORG
Skemtisamkomu þeirri er get-
ið var hér í blaðinu fyrir nokkru
síðan, og halda átti 13. maí varð
að fresta til 3. júní vegna mis-
linga er komu upp hér í þorpinu
en er nú að mestu leyti lokið
Hefur því verið ákveðið að hafa
þessa samkomu 3. júní í Árborg
Community Hall, engin breyting
verður á Skemiskránni frá því
sem áður var um getið, Dr. A.
S. H. Gillson forseti Manitoba-
háskólans flytur ræðu; sam-
keppni í Framsögn 30 unglingar,
Söngflokkur ungmeyja, og ein-
söngvar að auk; fólk er alment
beðið að muna eftir þessari sam-
komu því talið er að það muni
margborga sig að vera þar stadd-
ur og njóta alls þess er þar fer
fram.
Þjóðræknisdeildin “Esjan” er
frumkvöðull að þessari sam-
komu. T.B.
SVEINN BJÖRNSSON í
FORSETAKJÖRI
Eins og áður hefir verið skýrt
frá, fara fram forsetakosningar
á íslandi þann 26. júní næstkom-
andi; nú lætur morgunblaðið í
Reykjavík frá 29. apríl s.l. þess
getið, að þrír aðal stjórnmála-
flokkar landsins, Sjálfstæðis-
flokkurinn, framsóknarflokkur-
inn og alþýðuflokkurinn, hafi
farið þess á leit við hr. Svein
Björnsson foresta, að hann gefi
kost á sér á ný, og hefir hann
orðið við áskoruninni.
Fólkið sat í bílunum í 12 stundir
Richard Leonard Beck, B.Sc. E.E.
Við nýafstaðin háskólapróf í
Manitoba útskrifaðist með hárri
einkunn Richard Leonard Beck,
sonur þeirra J. Th. Beck prent-
smiðjustjóra og frúar hans,
Svanhvítar Beck; á þessi ungi
mentamaður til gáfaðra og góðra
að telja, og þeim Beck-systkin-
um við brugðið fyrir ástundun
og námshæifleika. Nú hefir þessi
nýi rafurmagnsverkfræðingur
tekist á hendur ábyrgðarstöðu
hjá General Electric félaginu í
Toronto.
Leifur Hallgrímsson, B.A.
Við síðastliðin háskólapróf í
Manitoba, lauk Bachelor of Arts
prófi Leifur Hallgrímsson með
hinum ágætasta vitnisburði;
hann er sonur hinna valinkunnu
hjóna T. L. Hallgrímssonar for-
stjóra og eiganda Hallgrímsson
Fisheries Limited, og Elinborgar
frúar hans; er Leifur hið bezta
mannsefni, heillyndur og vin-
fastur eins og hann á kyn til.
í vestan ofviðri og iðulausri stórhríð urðu um 300 ferðamenn
að láta fyrirberast í bílum í allt að níu klst. í fyrrakvöld og nótt.
Bílalest þessi var aðeins í um kílómeters fjarlægð frá Kolviðarhóli,
en vegna veðurofsans og fannkomu, var ekki nema á færi hraust-
ustu manna að brjótast heim að Kolviðarhól.
í fyrradag fóru allmargir bílar
héðan úr bænum og ætluðu
flestir þeirra austur yfir Hellis-
heið, en fyrri hluta dags var
heiðin sæmilega fær stórum bíl-
um. Auk þess lögðu nokkrir bílar
af stað áleiðis til Reykjavíkur.
Um klukkan 4:00 um daginn
tók veður að spillast og fóru
menn þá að hugsa til heimferðar,
er staddir voru á Kolviðarhóli.
Bílinn bilaði — Lestir stöðvaðist
Líklega munu þá um 20 bílar,
þar á meðal nokkrir stórir al-
menningsvagnar, hafa verið á
Kolviðahóli, þegar lagt var af
stað til Reykjavíkur. Skamt
höfðu bílarnir farið, er svo ó-
heppilega vildi til, að mjög stór
bíll, sem fór fyrir lestinni brotn
aði. Ekki var hægt að komast
fram hjá honum og stöðvaðist
því öll lestin.
Veðrið skellur á
Þegar tekist hafði að gera við
bílinn, en það tók um tvo tíma,
var komin grenjandi stórhríð og
stórviðri af vestan. Var veðrið
svo óskaplegt, að allur fjöldinn
varð að láta fyrirberast í bílun-
um, og giskað er á, að alls hafi
í þeim verið um 300 manns.
Snjóýtan kemur
Iðulaus stórhríð hélst alla
nóttina. Um kl. 2 kom stór snjó-
ýta neðan úr Svínahrauni og fór
hún upp fyrir bílalestina, en
sneri síðan við. Um kl. 4 í fyrri
nótt var ýtan komin fram fyrir
fyrsta bílinn og var þá lagt af
stað til Reykajvíkur. Farið var
þá að draga af mörgum og var
líðan fólksins af eðlilegum á-
stæðum ekki sem best.
Sátu í 12 klst. samfleytt
Fólkið rómaði mjög dugnað
snjóýtustjórans og bílstjóranna,
sem sýndu mikinn dugnað og
reyndu að halda fólkinu í góðu
skapi, með að láta brandara
fjúka. Eftir að ýtan lagði af stað,
á undan lestinni, gekk ferðin all-
vel til Reykjavíkur, en bílarnir
komu til bæjarins eftir þriggja
klukkustunda ferð, eða um
klukkan 7 í gærmorgun. Hafði
fólikð þá setið í bílunum um 12
klst. samfleytt.
Mgbl. 21. apr. 1949
Tveir menn farnir utan til
að annast ráðningu þýzka
verkafólksins
Ráðningar á þýzku verkafólki
til starfa í íslenzkum sveitum
fara nú að hefjast í Þýzkalandi.
Er fyrir nokkru búið að auglýsa
eftir fólkinu þar og er eftirspurn
talsverð eftir þessari vinnu. öllu
meira mun þó framboðið af karl-
mönnum og munu færri karl-
menn komast hingað en vildu.
Þessa fögru og ágætu mynd lét prentfyrirtækið St. Paul Pioneer Press Lögbergi góðfús-
lega i té til birtingar og skal slík vinsemd að verðugu þökkuð; myndin er af ráðhúsi St. Paul
borgar; stytta af Kolumbusi hefir lengi staðið austan við ráðhúsið, en nú er fullráðið að nýgerð
stytta Leifs hepna verði reist vestan við hið veglega stórhýsi.
John K. Daniels, myndhöggvari af norskum ættum, búsettur í Minneapolis, hefir nýlega
lokið gerð styttunnar eftir margra ára undirbúning; við afhjúpun myndamótsins sem fram
fór í New York, voru viðstaddir Thor Thors sendiherra fslands í Canada og Bandaríkjunum
og aðalræðismaður Norðmanna í New York, Morgenstierne.
Þessi nýja Leifs stytta verður 13 fet á hæð, en fótstallurinn mun verða 9 fet á hæð; ráðgert
er að stýttan verði afhjúpuð þann 9. október næstkomandi, en þá verða liðin 100 ár síðan
Minnesota varð “Territory” áður en það gekk í ríkjasambandið 1858.
Hins vegar er talið víst aðog 80 karlmenn. Fólkið verður
einnig verði hægt að fá nóg af
hæfu kvenfólki til að flytjast
hingað til starfa, ekki sízt vegna
hins bágbarna ástands, sem nú
ríkir í Þýzkalandi.
Tveir menn eru farnir héðan
til að annast ráðningu fólksins
og eru það þeir Jón Helgason
fréttaritstjóri og Þorsteinn
Jósefsson blaðamaður. Fóru þeir
flugleiðis til Kaupmannahafnar
í gær, en þaðan fara þeir til
Þýzkalands strax og þeir fá leyfi
hjá yfirvöldum Breta og Banda-
ríkjamanna.
Ekki er enn afráðið hvar fólk-
ið verður valið, sem flytjast á til
fslands, en gert er ráð fyrir að
ráðnir verði um 300 kvenmenn
VOR
Vorið er komið að kæta
og kalla burt viðjur og helsi
og fœra oss geisla og gleði
með gróandans baðmvíða frelsi.
Moldina kitlar af kœti
og keppist að lifga við frjóin
sem litfríð í deiglunni dafna
unz dílarnir breiðast um móinn.
Líða sem ilmandi angan
með andblœnum vorsálir bjartar
í Ijóshafi bylgjandi blóma
balderuð náttúran skartar.
DAVÍÐ BJÖRNSSON
sótt til Þýzkalands á strand-
ferðaskipinu Esju og mun hún
leggja af stað í þá ferð héðan um
10. maí, verði engar ófyrirsjáan-
legar tafir og mun fólkið þá
koma hingað um eða eftir 20.
maí.
Tíminn 20. apr.
KOSNINGARÆÐA
Séra Philip M. Pétursson sem
sækir um kosningu á Sambands-
þing í Norquay kjördæmi undir
merki C.C.F. heldur kosninga-
fund í Hecla þirðjudagskvöldið,
31. maí, á þeim stað og tíma sem
auglýstur hefur verið þar á eyj-
unni. Vonast eftir að fundurinn
verði vel sóttur.
FYRIRFER SÉR
James Forrestal, fyrverandi
hervarnarráðherra Bandaríkj-
anna, fyrirfór sér á sunnudags-
morguninn var, með því að
stökkva út um glugga á heilsu-
hæli þar sem hann var til lækn-
ingar; hann var mikilhæfur
maður 57 ára að aldrei.
SHANGHAI
Fjórða fjölmennasta borg ver-
aldarinnar, er nú svo að segja
að fullu og öllu á valdi kín-
verzkra kommunista; hersveitir
Nationalista eru í óða önn að
flýja þaðan sjóleiðis.
FJÓRVELDAFUNDUR
Síðastliðinn mánudag komu
saman til fundar í París utan-
ríkisráðherrar stórveldanna
fjögurra, Bretlands, Bandaríkj-
anna, Frakklands og Rússlands
til þess að ræða um framtíðar-
skipulagningu Þýskalands: af
fundinum hafa svo sem vænta
mátti, litlar fregnir boristv fram
að þessu; þó er mælt að Rússar
séu andvígir stofnun hins
vestur-þýska lýðveldis.
Gjafir í Skrúðvagnssjóðinn
(Float) 75 ára afmæl
Winnipegborgar, 1949
Thorbergur
Thorbergson $ 5.00
Mrs. Th. Sigurðson, 1.00
Mrs. Jónina
Jóhannesdóttir 2.00
Mrs. M. Helgason 5.00
Mr. Einar Thomson 1.00
Mr. A. G. Eggertson og
G. S. Thorvaldson 10.00
Mr. Ingunn Johnson 1.00
Mr. Halldor Johnson 5.00
Mr. J. Baldwin 5.00
Mr. og Mrs. Geir
Thorgeirson 10.00
Mr. og Mrs. Davið
Björnsson
Mr. Johann Johnson
Áður auglýst
Samtals alls
5.00
5.00
55.00
963.00
$1018.00
$
Davíð Bjömsson féhirðir