Lögberg - 09.06.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.06.1949, Blaðsíða 1
 PHONE 21 374 riett' ^erers^fo^ A Complele Cleaning Insiiiution PHONE 21374 »»«áSs,^; ieA A Complete Cleaning Instiiution 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 9. JÚNÍ, 1949. NÚMER 23 FJÖLMENNIÐ Á1.ÝÐVELDISHÁTIÐ1NA Á IÐAVELU VIÐ HNAUSA18. JÚNÍ Sjötíu og fimm ára afmæli Winnipegborgar hófst 6. júní 200,000 manna virða fyrir sér hálfrar f jórðu mílu langa, táknræna skrúðvagnasýningu LÝKUR HÁSKÓLAPRÓFI LÁRA CARLOTTA GILLIS Þessi unga og glæsilega stúlka, er fædd í Seattle, Washington, þann 26. júlí 1929. Hún hefir nú hlotið Bachelor of Arts gráðu í Physical Education frá háskóla Washington ríkis; foreldrar hennar eru þau Jens Gíslason Gillis og Kristjana frú hans; komu þau til Seattle frá Lundar árið 1920, en þar var Jens fædd- ur. Ungfrú Lára Carlotta er yngst af fjórum börnum þeirra Jens og frúar hans. • Opinbert eftirlit með utanferðum minnkað Frumvarpið um breytingar á reglum um utanfarir manna, sem alþingi hefur rætt undanfar- ið, er nú orðið að lögum. Var það afgreitt frá efri deild í gær. Eru þar með fallnar úr gildi þær regl ur, að menn verði að gera grein fyrir gjaldeyri sínum og fá að því loknu utanfaraleyfi við skiptanefndar, og ýmsar aðrar breytingar á þessum málum verða gerðar. Guðmundur Mýrdal B.Sc. Við nýlega afstaðin háskólapróf í Manitoba, hlaut Guðmundur Mýrdal Diploma in Education; hann er sonur þeirra Mr. og Mrs. G. J. Mýrdal, sem eiga heima í Lundar. Þessi ungi menntamaður verð ur fyrst um sinn aðstoðar-yfir- kennari við miðskólann í Glen- boro; hann er kvæntur Thelmu dóttur þeirra Mr. og Mrs. Jó- hannes Johnson við Oak View hér í fylkinu. Fjöldi flugvéla sveimar yfir borginni í sólskini og sumar- blíðu. íslendingar taka þátt í hinni menningarlegu deild hátíðahald anna, og getur þar að líta Heklu með gufustrók upp af sér. Gizzur Elíasson fjöllistakenn ari, annaðist um teikningu af útbúnaði skrúðvagnsins, er vek •ur mikla athygli. Um 10 þúsundir utanbæjar- gesta voru í borginni á þriðju- daginn, að því er W. Friðfinns- syni, er annaðist um skrásetn- ingu, sagðist frá. Hátíðahöldunum lýkur eigi fyr en á laugardagskvöld. FLYTUR FJÖLDA AF RÆÐUM Dr. Richard Beck, prófessor í Norðurlandamálum og bók- menntum við ríkisháskólann í Norður-Dakota í Grand Forks, N. Dak., hefir undanfarnar vikur flutt fjölda af ræðum þar í borg og víðar. Á þjóðhátíðardegi Norðmanna þ. 17. maí flutti hann frá út- varpsstöðinni í Grand Forks, í tilefni dagsins, næðu um Norð- urlönd og heimsfriðinn; daginn eftir var hann ræðumaður á fundi Kiwanis-klúbbsins þar í borg og talaði þar um Samein- uðu þjóðirnar, starfsemi þess félagsskapar og hlutverk, en hann sat fundi hans daglangt þ. 9. maí, sem gestur Thor Thors, sendiherra íslands og fulltrúa þess hjá Sameinuðu þjóðunum. Um sama efni flutti dr. Beck síðar í þeirri viku tvær útvarps- ræður og einnig ítarlegt erindi fyrir nemendur háskólans í blaðamennsku. Þann 23. og 25. maí flutti hann fyrirlestra um Sameinuðu þjóð- irnar fyrir nemendur í ensku- deild háskólans. Að kvöldi þ. 26. maí var hann aðalræðumaður við skólauppsögn gagnfræða skólans í Brocket, N. Dak., og kvöldið eftir við samskonar há- tíðahöld í Reynolds, N. Dak. Ræðuefni hans við bæði þau tækifæri var “Lögeggjan sam- tíðarinnar” (“The Challenge of Today”). Loks hélt hann á fundi Rotary-klúbbssins í Grand Forks þ. 7. júní ræðu um Sameinuðu þjóðirnar. íslendingar segja sig úr alþjóðasambandi kommúnista Miðstjórn Alþýðusambands íslands samþykkti nýlega að segja sig úr Alþjóðasambandi verkalýðsins með þeim fyrirvara að næsta sambandsþing sam- þykki það. Miðstjórnin tók þesa ákvörðun eftir að mörg af stærstu verka- lýðssamtökum heimsins höfðu gengið úr sambandinu. Alþjóðasambandið er nú al- gjörlega á valdi kommúnista, enda mun það aðeins tímaspurs mál hvernær verkalýðsambönd- in á hinum Norðurlöndunum segja skilið við það . Þegar svo er komið álítur mið- stjórn Alþýðusambands Islands tilgangslaust að vera í þessu sam bandi, því sjálfsögðu verða tengsli íslenzku verðalýðshreyf- ingarnar í nágrannalöndunum. UNGFRÚ SIGURRÓS VIDAL er kemur fram fyrir hönd Can- ada á Hnausum þann 18. þ. m. Gjafir í Skrúðvagnssjóðinn, (Float) 75 ára afmæli Winnipegborgar, 1949 Mr. E. Vopni $ 10,00 Judge W. J. Lindai 10,C* S. O. Bjering 5,00 Rev. P. M. Petursson 5,00 Mrs. S. Sigurðson 5,00 Mr. og Mrs. H. F. Danielson .............. 5,00 Mr. H. M. Swan........... 5,00 Mr. og Mrs. Steindór Jakobsson .............. 5,00 Mrs. Johanna Cooney .... 1.00 51,00 Áður auglýst ......... 1119,00 Samtals alls $1170,00 Enn þarfnast nefndin allmikils fjár, sem hún fastlega vonast eftir, að safnist sem allra fyrst. Davíð Björnsson, féhiröir Yfir 200 iðnskólakennarar frá Norðurlöndum koma hingað í sumar Kaupmannahöfn, 1. maí.—Yf- ir tvö hundruð iðnskólakennarar og skólastjórar frá Norðurlönd- um koma til Islands í sumar á norrænt iðnskólamót, sem hald- ið verður í Reyjavík í byrjun ágústmánaðar. Munu kennar- arnir flestir koma með sérstöku skipi, sem fengið verður til far- arninnar, en um 50 koma með flugvél frá Svíþjóð. Fulltrúarnir verða flestir frá Svíþjóð, eða alls 100—150, og verður nokkur hluti þeirra að koma með flugvél, þar eð ekki er rúm í skipinu fyrir fleiri en 155 manns. Fr: Danmörku koma 45, frá Noregi 35 og frá Finnlandi 10, og koma allir frá þrem síð- ast töldu löndunum með skipinu. Samkvæmt upplýsingum frá Helga Hermann Eiríkssyni, skólastjóra, en hann dvelur nú um þessar mundir í Kaupmanna- höfn, munu þeir, sem koma með skipinu búa um borð í því, en Grænlandsleiðangur Frakka kominn hingað FRÚ MAGNEA SIGURÐSSON Fjallkona Lýðveldishátíðarinnar á Hnausum þeim, sem koma með flugvél, hefur þegar verið séð fyrir gisti- herbergjum meðan þeir dvelja í Reyjavík. Mótið ýerður haldið í byrjun ágústmánaðar og stendur yfir í fjóra daga. Þetta er fyrsta iðnskólamótið, sem haldið er á Islandi, en í fyrrasumar komu nokkrir fulltrú ar frá öllum Norðurlöndunum til Reyjavíkur, og var það undir- búningsnefndin fyrir þetta mót. Alþbl. 5. maí Samtal við foringja leiðangursins Paul- Emilé Victor um fyrirætlanir Franskir vísindamenn, sem stunda rannsóknir á Grænlands- jökli eru um þessar mundir staddir hér á landi. Komu þeir með skipi til Keflavíkur í gær og fara héðan í dag áleiðis til Disko-flóa, en þaðan leggja þeir á jökulinn og stunda rannsóknir sínar í sumar og nokkrir þeirra munu hafa vetursetu á hájöklinum næsta vetur. Foringi leiðangursins, Paul-Emilé Victor, skýrði blaðamönnum frá undirbúningi þessa leiðangurs og fyrirætlana hans í viðtali í skrif- stofum sendisveitar Frakka hér á landi í gærmorgun. Undirbúningur hófst í fyrra. Undirbúningur undir þennan vísindaleiðangur hófst í fyrra- sumar, er flutt voru um 50 smá- lestir af birgðum upp á hájökul í Grænlandi. Er ætlunin að setja upp aðalstöðvar leiðangurs- manna á miðjum jökli, á 71 gráðu norðlægrar breiddar og 40 gráðu vestlægrar lengdar, en vís- indamenn hafa meðferðis sér- staklega útbúna vélvagna og “hús” á skíðum, sem þeir geta flutt með sér. Er hægt að draga þessi “hús” um jökulinn þveran og endilangan, en í hverju húsi eru rannsóknarstofur hverrar vísindagreinar fyrir sig og hafa vísindamenn í Norðurheims- skautslöndum aldrei fyrr haft svo fullkomnar rannsóknarstof- ur meðferðis er þeir hafa þurft að flytja sig af einum stað á annan. Rannsaka innlandsísinn. Tilgangur leiðangursmanna er að rannsaka innlandsísinn græn- lenska. Eins og kunnugt er hefir ísbreiðan á Grænlandsjökli mikil áhrif á veðurfar hér á landi og í Evrópulöndum yfirleitt. Is- breiðan er um 2000 mílna löng og 1000 mílna breið, en frá 1000 upp í 3000 metra þykk. Er ætl- unin að rannsaka lögun landsins undir ísnum, gera veðurathug- anir og aðrar vísindalegar rann- sóknir í sambandi við ísinn. Leiðangur þessi, sem er styrkt ■ ur af opinberu fé, þótt hann að öðru leyti sé einkaleiðangur vís- indamanna, nýtur stuðnings dönsku stjórnarinnar og vinna leiðangursmenn í sambandi við Percylandsleiðangur E g i 1 Knuths greifa. Victor leiðang- ursstjóri gat þess, að íslenzka ríkisstjórnin hefði sýnt leiðangr- inum hina mestu velvild og vildi hann þakka það sérstaklega. 30 manna leiðangur. 1 sumar þurfa leiðagursmenn að fá vistir og tæki til Græn- lands eftir að leiðangursmenn, sem eru um 30 talsins, eru komn- ir til aðalbækistöðvanna á Græn- landsjökli. Hefir verið ákveðið að flytja 60 smálestir með flug- vél frá Keflavíkurflugvelli til Grænlands, en þar verða birgð- irnar látnar falla niður úr vél- inni í fallhlífum. Kom norskt skip í gærmorgun til Keflavíkur með birgðir þess- ar og verður þeim skipað þar á land. Hrepptu illt veður. Leiðangursskipið, sem er norskt flutningaskip og heitir “Fjellbjerg” hrepti hið versta veður á leiðinni til íslands. Fjór- ir menn, sem höfðust við fram í skipinu á leiðinni til Keflavíkur komust ekki aftur í eldhús í tvo daga til að sækja mat, en einn skipverja fótbrotnaði. Skipið fer héðan til Diskoflóa. Var í förum með Charcot. Paul-Emilé Victor, foringi leiðangursins til Grænlands, hef- ir allmikla reynslu sem vísinda- maður í Norðurhöfum.— Hann var í förum með Charcot á “Pour quoi pas?” í tvö ár. En skip hans fórst hér á Mýrum í fárviðri í septembermánuði 1936. Victor fór yfir þvert Grænland með hundasleða 1934. Vísindafélag það, sem hann vinnur fyrir hef- ir annan leiðangur um þessar mundir í Suðurhöfum og er M. Victor einnig yfirmaður þess leiðangurs. Mbl. 23. apríl AFMÆLISVÍSA Sléttuborgin, borgin mín, borgin allra hinna. Ár og daga ársól skín innan veggja þinna. Þú ert okkar óskaborg — um þín fögru, breiðu torg okkar gleði, okkar sorg örlög saman tvinna. EINAR P. JÓNSSON HAROLD BLONDAL, M.D. Embættisprófi í læknisfræði lauk í vor við Manitobaháskól- ann með hárri fyrstu einkunn, Harold Blondal, sonur þeirra kunnu merkishjóna Dr. Ágústs heitins Blondal og eftirlifandi ekkju hans , frú Guðrúnar Blondal. Þessi ungi og efnilegi læknir, er fæddur í Winnipeg þann 18. júní 1917. Hann stundaði fyrst nám við Daniel Mclntyre skól- ann og útskrifaðist þaðan með ágætum vitnisburði. Árið 1939 lauk þessi ágæti námsmaður Bachelor of Science prófi í rafur- magnsverksfræði við háskóla þessa fylkis; ári síðar hóf hann nám í læknisfræði, en gekk í herþjónustu 1941 og gengdi for- ingja stöðu í Konunglega Can- adíska flugliðinu á Englandi, Indlandi og í Burma; árið 1945 kom hann heim og hafði þá verið hafinn til Squadron Leader tignar. Nú hefir Dr. Blondal verið veittur styrkur til framhalds- náms og mun í haust leggja fyrir sig kjarnorkurannsóknir lútandi að læknisfræði, að Chalk River í Ontariofylki, en í sumar starf- ar hann við Winnipeg Clinic. Dr. Blondal er kvæntur Pat- riciu Anne Jenkins, ættaðri hér úr borginni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.