Lögberg - 09.06.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.06.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FÍMTUDAGINN, 9. JÚNÍ, 1949. Hogtjcrg GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 69 5 SARGENT AVENUE, WINNIPEG. MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Depaxtment, Ottawa AFMÆLISBARNIÐ Síðastliðið haust, þann 8. nóvember, átti Winnipeg- borg 75 ára afmæb; nokkuð urðu skiptar skoðanir um það í bæjarstjórn, bvort atburðarins skyldi þá minst, eða hátíðahöldunum yrði slegið á frest til næsta sumars, og varð það að ráði; munu borgarbúar yfir höfuð bafa fagnað þeirri ráðstöfun, því þó tíðum ráði hér veðurblíða ríkjum langt fram yfir veturnætur, getur vitaskuld út af því brugðið, en litlar líkur á, að júnímán- uður bregðist um sólfar og sumarblíðu; nú standa bá- tíðaböldin yfir, og lýkur þeim eigi fyr en að kveldi næst- komandi laugardags. Ekki mun Winnipeg, þorpið á Rauðárbökkunum hafa verið mikil fyrirferðar, er bún öðlaðist löggildingu sína, þó þróunarmagn hennar kæmi að vísu snemma í ljós; olli þar mestu um lega borgarinnar, er óhjá- kvæmilega leiddi til þess, að hún brátt yrði miðstöð járnbrauta og annara samgöngutækja, auk hinna gróð- ursælu víðflæma er um hana luktu svo að segja á alla vegu; og vegna þess hve borgin var vel í sveit sett, varð hún einnig miðstöð fyrir innkaup og afurðasölu; eigi leið á löngu unz blómlegur iðnaður komst á legg í hinni ungu borg, er þó fékk fyrir alvöru byr í segl við virkjun Winnipeg árinnar, er bjó yfir nálega óþrotlegu orku- magni; og nú hefir Winnipeg um langt áraskeið notið í ríkum mæli þeirrar ódýrustu raforku til ljósa og iðnað- ar, sem vitað er um á meginlandi Norður Ameríku; í daglegu tali er Winnipeg nefnd borg hinnar tindrandi rafljósadýrðar. Saga íslendinga í Winnipeg er einungis tveim árum yngri en borgin sjálf; hér hófst baráttusaga þeirra og þroskasaga, þar sem skin og skuggar af skiljanlegum ástæðum skiftust á; það liggur í augum uppi, að hin fyrstu ár íslendinga í þessari borg væri í fangið og mörgum erfiðleikum háð; en hér sem oftar sannaðist hið fornkveðna, að viljinn dregur hálft hlass; hinir ís- lenzku frumherjar litu ekki um öxl; markmið þeirra var að berjast til sigurs og sækja á brattans f jöll “í frelsandi framtíðarnafni.” Og nú taka íslendingar höndum saman við öll þau mörgu og mismunandi þjóðabrot, er þessa vingjarnlegu borg byggja, tjá henni á ný trúnað sinn og árna henni blessunar guðs í framtíð aliri. ♦ ♦ 4-4- KOSNINGIN í NORQUAY Að minsta kosti þrír frambjóðendur leita kosningar til sambandsþings í hinu nýja Norquay kjördæmi, sem innibindur meiri hluta af hinu gamla Selkirkkjördæmi við sambandskosningarnar þann 27 yfirstandandi mán- aðar; af hálfu Liberalflokksins býður sig fram Robert James Wood, séra Philip M. Pétursson fyrir hönd C.C.F.- sinna, og maður af Úkraníuættum, er íhaldsflokkurinn hefir sent út af örkinni, en á þann mann ber Lögberg engin kensl. Lögberg fer ekki dult með þá skoðun sína, að allra aðstæðna vegna, hljóti það að verða þjóðinni fyrir beztu, að Liberalflokkurinn, undir forustu síns nýja og alþjóð- lega leiðtoga, Louis St. Laurent, verði endurkosinn með miklu afli atkvæða, þannig, að hann njóti ákveðins meiri hluta á þingi, en slíkt má því aðeins verða, að kjós- endur fylkúliði um frambjóðendur flokksins í sem allra flestum kjördæmum, hvernig sem til hagar og hver sem hlut á að máli; og til þess að fyrirbyggja fjárhags- lega kreppu og annan óvinafagnað, hefir þjóðinni aldrei frekar riðið á traustri forustu Liberalflokksins, en ein- mitt nú. Um séra Philip M. Pétursson hefir Lögberg persónulega einungis gott eitt að segja; hann er í hví- vetna hinn mesti sæmdarmaður, er eigi vill vamm sitt vita í neinu; varðandi skoðun hans í stjórnmálum, mun réttilega mega taka sér orð núverandi forsætisráð- herra landsins í munn um C.C.F.-sinna, að þeir séu “Liberals in a hurry” — Liberalar í flýti, og að séra Philip sé einn af þeim. ♦ ♦ ♦ ♦ SALA HRJÚFRA KORNTEGUNDA Samkvæmt fyrirmælum sambandsstjórnar hefir nú skipast þannig til, að frá 1. ágúst næstkomandi að telja, tekur Canadíska hveitiráðið að sér alla sölu á byggi og höfrum; fyrir tveimur árum afgreiddi sambandsþing löggjöf í þessa átt, er eigi skyldi þó ganga í gildi fyr en Sléttufylkin þrjú Manitoba, Saskatchewan og Alberta, hefði formlega veitt þeirri löggjöf samþykki, og nú hefir það verið gert. Formaður Canadíska landbúnaðrráðsins Mr. Hahnan, hefir lýst blessun sinni yfir áminstri ráð- stöfun, er hann telur að fyr hefði að vísu átt að hafa komið til framkvæmda, en forustumaður íhaldsflokks- ins, George Drew, er óður og uppvægur yfir þessum nýju löggjafarf)rrirmælum; alt af er hann samur við sig, blessaður, eins og þar stendur. WORLD'S BIGGEST PLATE GLASS WINDOW The largest plate glass window in the world, 1,000 feet long and 50 feet high, has been erected along one wall of the great assembly hall where the “Brabazon”, Britain’s giant airliner, is being built at Bristol. As well as housing the “Brabazon”, this hangar is being used for servicing the aircraft of British Overseas Airways. The window is built to withstand 80 miles per hour Atlantic gales which sweep up the Bristol Channel. A system of double glazing has been used, developed by the Chester (England) firm of Williams and Williams Ltd. The design is tested to stand wind velocities up to 150 miles per hour, and since no putty and no initial or subsequent painting is necessary, the upkeep cost is very low. This picture shows: One section of the 1,000 feet plate glass window of the “Brabazon” hangar at Bristol. An aircraft of British Overseas Air- ways Corporation is being serviced in the foreground. FRÉTTA PISTILL FRÁ BLAINE, WASHINGTON Herra E. P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs. Kæri vinur: Viltu gera svo vel að ljá eftir- farandi línum rúm í næsta tölu- blaði Lögbergs. Hér hefir sól og sumar sezt að völdum og klætt móður jörð í dýrðlegan skrúða, grös fæða fénað, blóm og jurtir anga og tekið sér bústað í laufkrónum fuglar himins hafa fyrir nokkru trjánna; þennan útlíðandi mán- uð hefur verið óslitin veður- blíða, en helst til lítil rgning. Eins og altítt er á meiri hluti fólks góðri heilsu að fagna, en minni hlutinn stríðir við ýmsa kvilla. Félagslíf meðal íslendinga helzt að mínu áliti furðu vel við, en það ræður að líkindum að það eru hinir eldri, sem þar eru aðallega að verki, margt er hér af ungu efnilegu og vel gefnu fólki af íslenzkum uppruna, sem ekki eru eftirbát- ar af komenda hinna ýmsu annara þjóðarbrota, en ónóg kunnátta feðra tungunnar haml- ar því frá að geta átt fullkomna samvinnu með þeim eldri. Stærsti árangurinn af Islenzk- um samtökum hér og að margra áliti reglulegt Grettistak, er elliheimilið “Stafholt” í Blaine; er það prýðileg bygging hverj- um smábæ til sóma, þangað er nú komið yfir 20 vistfólk. Tveir íselnzkir prestar hafa komið sér saman um að flytja þar ís- lenzkar guðsþjónustur einusinni í mánuði hver, eru það séra G. P. Johnson og séra Albert E. Krist- jánsson. Þjóðræknisdeildin “Aldan” heldur sína ákveðnu fundi ár- lega og minnist 17. júní frelsis dags íslands árlega með al- mennri skemtisamkomu sem höfð er á víxl í samkomuhúsum íslenzku kirknanna, í þetta sinn verðu hún haldin 18. júní kl. 8:00 e.h. í Lúterska kv.félags- húsinu, verða þar góðir söng- kraftar, tvær íslenzkar hreyfi- fyndir og ýmislegt fleira. Nokkur óánægja er hér með misjöfn og sein skil á íslenzku blöðunum, kemur alloft fyrir að gáfu dag, en engin veit hvað þau koma hingað viku eftir út- veldur. Þakka ég svo fyrirfram fyrir væntanlega veittan greiða með birtingu þessara lína og óska Lögbergi heilla og langra lífdaga. Ritað 30. maí 1949. Mrs. J. Vopnfjörð Blaine, Wash. helst enginn fara heim aftur strax. Það var svo gott að sjá gróandann og njóta hlýjunnar. Fá “forskot” á sumarsæluna, þótt ekki væri nema í nokkra daga. Finnist einhverjum, að það séu slæmar heimtur til Reykjavíkur þá er það fyrst og fremst sumr- inu og sólinni um að kenna, en gestrisni og skilningi Arnar Johnson, forstjóra Flugfélagsins að þakka, að það koma ekki allir heim, sem fóru með þeim ásetn- ingi, að ná háttum 1 Reyjavík á þriðjudagskvöld. Ein Lundúnaferð í viku Eftirleiðis í sumar fer Gullfaxi einu sinni í viku, á hverjum þriðjudegi til London frá Reykja vík, með viðkomu í Prestwick. Flugfélag Islands hefur samn- ing við breska flugfélagið BEA, verður umboðsmaður félagsins í London ,að minnsta kosti fyrst um sinn. Þrái menn sumarið þá er það ekki nema 4 klukkustunda ferð handað við hafið, það er álíka langt og bílferð frá Reykjavík til Borgarness. — En til þess að geta farið í slíka ferð þarf — gjaldeyri — og hvers vegna skyldi eiga að æra upp í mönn- um sult. Mbl. 4. maí Gefið í Blómsveigasjóð kvenn- félagsins “Björk”, Lundar: The Th. Bachman Chapter $10.00 í minningu um ástkæran eigin- mann, Guðmund Isberg, dáinn á Páskadag 9. apríl 1944 frá Ólafíu Isberg, Lundar. Með innilegu þakklæti, Björð Howardson, Lundar, Manitoba Hr. Jón Ásgeirsson kom heim síðastliðinn mánudag af ársþingi Únítarasambandsins í Boston, Mass. Var hann hálfsmánaðar- tíma í ferðalaginu, og heimsótti meðal annars Pál son sinn endur skoðara í Chicago og frænda sinn Gunnar Paulson forstjóra Viking Travel Service í New York. Sumarblíðan er aðeins fjögra klukku- stunda ferð með flugvél frá íslandi Frá fyrstu áætlunarferð Gullfaxa frá Reykjavík til Lundúaborgar Eftir IVAR GUÐMUNDSSON LONDON—Sumarið, grænt grasið, sólin, útsprungin blóm og laufguð tré, eru handan við hafið, frá Islandi og það ekki nema fjögra tíma ferð í flugvél. — Fimmtíu Reykvíkingar fengu að reyna þetta á mánudaginn var. Þeir voru farþegar og áhöfn Gullfaxa, Flugfélags Islands, sem fór í fyrstu áætlunarferð sína frá Reykja- vík til London í fyrradag og kom aftur í gækvöldi. Veðrið var heldur hryssings- legt, er lagt var frá Reykjavík- urflugvelli klukkan 9:00 á mánu- dagsmorgun. Hann var þungbú- inn 1 suðrirtu, en eftir nokkrar mínútur var Gullfaxi kominn upp úr skýjunum í glaða sólskin og þannig hélst veðrið alla leið til Lundúnaborgar. — Farþegar voru kaupsýslumenn, sem voru að fara á vörusýninguna mikju, sem stendur yfir í London og Manchester þessa dagana. Þeir fá þar tæikfæri til að sjá mikið af vörum, sem þeir geta ekki keypt. I vélinni voru líka nýgift hjón í brúðkaupsferð og loks nokkrir gestir, þar á meðal blaða menn frá dagblöðunum í Reykja- vík, sem Flugfqlagið hafið boðið í þessa vígsluferð hinnar nýju á- ætlunarleiðar. Grcen engi og laufgaðir skógar íslenzkir blaðalesendur hafa víst fengið nóg af lýsingum á flugferðalagi milli landa og skal því sleppt, að þessu sinni. En þegar græn engi og laufgaðir skógar Skotlands birtust, eftir rúmlega þriggja klukkustunda flug, varð kurr meðal farþegar í Gullfaxa. “Haldið þið, að það sé nú mun- ur”. “Nei, sko”! “Er þetta ekki dásamlegt!” og aðrar slíkar upp- hrópanir heyrðust frá hverju sæti í vélinni. Og eftir lendinguna 1 Prest- wick fóru menn að tína af sér yfirhafnirnar í hitanum. Einn farþeganna, Breti, sem hefur dvalið árlangt í Reyjavík og margir munu kannast við af norðurheimskautsúlpa þeirri, er hann hefir sést í daglega á götum bæjarins, fleygði feldinum og var óþekkjanelgur á eftir. Komið til London Eftir stutta viðdvöl í Prest- wick var enn stefnt til háloft- anna í Gullfaxa og lent í Lon- don eftir 1 klst. og 45 mínútur. Á Norholt-flugvellinum voru mættir umboðsmenn flugfélags- ins. Sendiherra íslands í Lond- don, Stefán Þorvarðarson, var þar kominn, ásamt tengdaföður sínum, Jóni Hjaltalín prófessor. Voru nú fagnaðarfundir ,en eft- ir stutt “íslendingamót” í veit- ingasölum flugstöðvarinnar, dreifðust farþegarnir hver í sína áttina, nema gestir flugfélagsins, er héldu hópinn, enda búin gist- ing á sama gistihúsi. Boðið var til kvöldverðar í einum af kunnari veitingaskálum Lundúnaborgar, en að loknum kvöldverði var skroppið heim til senidherrahjónanna íslenzku frú Guðrúnar og Stefáns, en þau höfðu boðið gestunum að koma heim á sendiherraheimilið í Buckingham Gate nr. 17. Var setið þar drykklanga stund og sagðar fréttir að heiman, en eft- ir það fara ekki sögur af þessu ferðalagi fyrr en næsta morgun, því það er eins og stúlkan sagði, “að nóttina á ég sjálf.” • Allir vildu vera lengur Gestir Flugfélags Islands í þessari fyrstu áætlunarferð til Lundúna, áttu að far heim í gær frá London með flugvélinni. Nokkrir höfðu þó gert þær ráð- stafanir, að geta dvalið í Lund- únaborg þar til vélin kæmi næst til borgarinnar, eftir viku. En þegar hingað var komið vildi LIBERAL GOYERNMENT MEAISS NATIONAL UNITY 1. Dominion-Provincial financial adjustments to equal- ize taxation, and to enable the less-wealthy provinces to provide adequate services in provincial fields. 2. A united Canada supporting the Atlantic Pact. One nation—one policy—from coast to coast. 3. Unemployment Insurance, Hospital and Health Grants, Veterans Charter, Old Age Pensions, Family Allowances and Blind Pensions—to provide Canadians everywhere with equal opportunities for education and employment, and national standards of health service and security. 4. National policies which serve the general interest and not the interests of any one section, class or group. PUT CANADA FIRST ON JUNE 27th VOTE LIBERAL Authorlzed by the Manltoba Llberal-Progresslve Association.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.