Lögberg - 09.06.1949, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN, 9. JÚNÍ, 1949.
3
“Þegar mamma kom heim”
Moðir mín, Jóhanna Matthíasdóttir, bónda á Kjörseyri, Sigurðs-
sonar bónda á Fjarðarhorni, var fædd á Kjörseyri í Hrútafirði
13 desember 1845. Á Kjörseyri ólst hún upp, og þegar hún giftist
föður mínum, Finni Jónssyni, árið 1869, þá fóru þau að búa á
Kjörseyri og bjuggu þar alla sína búskapartíð.
Á yngri á(rum hafði mamma
mjög skarpa sjón. Á þessum ár-
um dreymdi hana oft sama
draminn, svo iðulega, að hún var
farin að segja á morgnana: “Nú
dreymdi mig bæinn minn í nótt.”
Margir kannast við hinn merka
hónda og fræðimann Finn frá
Kjörseyri í Hrútafirði. M. a. af
endurminningum sínum. Hér fer
á eftir einkar snotur og hugð-
næm frásögn eftir Ragnhildi
dóttur Finns, er hún kallar:
“Þegar mamma kom heim.” Saga
þessi er hin merkilegasta, bæði
vegna draumsins, sem móðir
hennar dreymir svo oft og rætist
svo nákvæmlega eftir tugi ári.
Einnig vegna ýmislegs fleira,
sem hér kemur við þessa sögu,
svo og vegna þess, hve vel er
hér frá sagt, og sýnir Ijóslega
frásagnarhæfileika þessarar
dóttur þeirra Kjörseyrarhjóna.
Höfundurinn hefur góðfúslega
leyft AKRANESI að hirta þenn-
ar ágæta þátt, sem í fyrra mun
hafa verið fluttur í útvarpinu
með leyfi höfundar. Fyrir þetta
færi ég hinni ágætu konu heztu
þakkir. Ritstj.
Þá sáust ekki timburhús til
sveita, jafnvel kirkjan var úr
torfi, en draumurinn var á þá
leið, að hana dreymdi, að hún
kæmi að húshliði og það var allt
úr timbri. Hún fór þar inn í
anddyrið og upp stiga, sem lá
þaðan upp á loftið, en hún veitti
því eftirtekt, að hún sneri sér
öðruvísi, þegar hún kom upp en
þegar hún steig fyrst upp í stig-
ann, sem var snúinn, en þannig
lagaðan stiga hafði hún aldrei
séð. Svo gekk hún inn eftir loft-
inu inn í herbergi, sem þar var.
Gluggi var þar beint á móti dyr-
unum, borð undir glugganum,
rúm annars vegar, en stóll hins
vegar við borðið. Hún settist á
stólinn og leit út um gluggann,
og þar blasti við augum stór,
græn flöt. Lengri var draumur-
inn ekki, en þetta dreymdi hana
iðulega, en þegar hún varð full-
orðin, þá hætti hana að dreyma
þennan draum.
Þegar mamma var um þrítugt
fór hún að missa sjón, og það svo
hröðum fetum, að þegar hún var
liðlega þrítug, gat hún hvorki
lesið eða saumað eða gert nokk-
urt verk, sem reyndi á sjónina.
Þá var ráðizt í það, að hún færi
til Kaupmannahafnar að leita
sér lækninga. Faðir minn flutti
hana landveg til Reykjavíkur;
urðu þau samferða Pétri Eggerz,
sem þá var kaupstjóri á Borð-
Minnist
BCTCL
í erfðaskrám yðar
eyri. Var að fara til Bretlands.
Með sömu ferð fór Gunnlaugur
Briem og kona hans, og þar sem
þau fóru alla leið til Kaupmanna
hafnar, þá tóku þau að sér að
beina mömmu þegar þangað
kæmi. Þau fóru með póstskipinu
“Valdimar.” Þetta var sumarið
1877.
Mamma var mjög sjóveik á
allri þessari ferð. 1 Færeyjum
fór hún í land með samferðfólk-
inu; ekki man ég hverjir voru
húsráðendur á því heimili, sem
hún koma á, en þar sá hún sessu,
sem bóndadóttir úr Hrútafirði
hafði saumað. Það var Ingunn
Jónsdóttir frá Melum, síðar hús-
freyja á Konsá.
Þegar til Kaupmannahafnar
kom og hún hitti augnlækninn,
Hansen að nafni, þá sagði hann
henni, að hún kæmi allt of fljótt.
Þegar hún gæti ekki lengur talið
fingurna, ef hún bæri höndina
upp á móti birtinni, þá væri mátu
legt að koma; gaf hann henni
þá von um góðan bata. Einhverju
meðali dreypti hann í augun, og
stundu síðar veitti hún því eftir-
tekt, að hún sá allt miklu skýr-
ara. Hún fór þá til hans aftur
og bað hann um þetta meðal, en
hann sagði, að það væri alveg
gagnslaust, það gæti ekki stöð-
vað blinduna. Hann var aðeins
að prófa sjónina.
Meðan mamma dvaldi í Höfn
var hún hjá Guðrúnu Halberg.
Hún var íslenzk, ættuð úr Isa-
fjarðarsýslu, ekkja eftir dansk-
an skipstjóra. Maddama Halberg
reyndist mömmu ágætlega;
héldu þær uppi bréfaskriftum
og vináttu meðan báðar lifðu.
Þó að sjónin væri orðin döpur,
gat mamma samt að nokkru not-
ið þess, sem fram fór í kringum
hana. Hún kom í kirkju og henni
var boðið í Tívolí. Oft þurftum
við að láta hana segja okkur frá
þessu. Hún horfði þar á stuttan
sjónleik o. fl., en mest dáðist
hún að ljósadýrðinni í öllum lit-
um, og þess naut hún bezt.
Á leiðinni frá Höfn til Leith
var hún eini Islendingurinn á
skipinu og kvalin af sjóveiki
sem áður. Hún minntist þess,
hversu fegin hún hefði orðið í
Leith, er hún þekkti málróm
Péturs Eggerz í salnum fyrir
frmaan svefnklefadyrnar. Þaðan
varð hann aftur samferða henni
alla leið heim. Frá Reykjavík
varð hún einnig samferða börn-
um séra Ólafs Pálgonar á Mel-
stað og fleirum. Hún komst heilu
og höldnu heim, en mikil voru
vonbrigðin yfir þessari ferð; bót
var það, að hún hafði von um
lækningu síðar.
Þegar ég man fyrst, sá móðir
mín fyrir listunum í glugganum,
en síðast sá hún aðeins bjarma
fyrir ljósi og glugga. En svo hik-
laus var hún í framgöngu, að
engin ókunnur sá, að hún var
blind.
Mamma var sívinnandi, hún
spann og prjónaði og sinnti að
mörgu leyti sínum húsmóður-
störfum. Einu sinni um sláttinn
lá á að sauma vaðamálsbuxur
á einn heimilismanna. Þær voru
sniðnar og svo saumaði móðir
mín þær að öllu leyti í höndum
með þræði. Á jóladaginn prjón-
aði hún ekki, þá var hún að
klippa rósir úr bréfi fyrir okkur
börnin. Næmleikinn í höndun-
um var svo mikill.
Þegar Jóna, yngsta barn henn-
ar og sagði: “Mér finnst hún lík
henni Helgu.” Þetta var rétt;
sem börn voru þær líkar.
En hún var einkennilega næm
á fleiri sviðum. Steingrímur
Matthíasson læknir getur þess,
þar sem hann minntist móður
sinnar, að á barnsárum hafi
kvalið sig hugravíl. Ég var undir
sömu sökina seld, seinni hluta
vetrar, hefði þurft að fá “lýsi í
magann og sól á hörundið” eins
og Steingrímur kemst að orði.
Ég var hrædd um að missa for-
eldra mína eins og hann, og þá
var samvizkubitið ekki léttara.
Hver smáyfirsjón varð að fjalli
á löngum og köldum þorradægr-
um, Þetta tókst mér að dylja
fyrir öllum, nema mömmu, þó
að hún væri blind. Hún bað mig
að segja sér, hvað að mér gengi
og trúði ég henni þá fyrir óró-
leik samvizkunnar. Hún talaði
þá lengi við mig, en minnisstæð-
ast var mér, að hún sagði:
“Börnin vita oft ekkert hvað þau
eru að gera; þau vita ekki hvað
er rétt eða rangt. T. d. ef litlu
börnin segja eitthvað, sem þér
finnst ljótt, þá vilja þau ekki
gera neitt ljótt, en þau eru svo
lítil, að þau vita ekkert hvað er
ljótt.” Henni tókst að lækna mig
svo, að ég var aldrei gripin slík-
um heljartökum síðar.
Sumarið 1890 fréttist, að Björn
Ólafsson frá Ási í Hegranesi
hefði lært augnlækningar og
væri setztur að á Akranesi. Fað-
ir minn skrifaði honum litlu síð-
ar og um haustið kom aftur bréf
| frá lækninum, og taldi hann
sennilegt, að hægt væri að lækna
mömmu. Nú var ekki um annað
talað en þessa fyrirhuguðu ferð.
Föður mínum datt í hug að fara
seinni hluta vetrar, ef góð yrði
tíð, en af því varð samt ekki. Þá
var það einn morgunn um vet-
urinn, að mamma sagði; “Nú
dreymdi mig í nótt drauminn,
sem mig dreymdi svo oft á
yngri árum. Hann var að öllu
leyti eins og áður, en þegar ég
gekk inn ganginn, þá leit ég við
og sá þá sporin mín í rykinu, og
þá hugsaði ég: “Það er auðséð,
að langt er síðan hingað hefur
verið komið.” Ég fór inn í her-
bergið og settist á stólinn við
gluggann, eins og ég var vön.”
Þetta þótti einkennilegt, en öll-
um var hulin ráðingin.
Vorið eftir í júlíbyrjun var
lagt af stað suður á Akranes. Vel
man ég eftir, þegar mamma var
komin á bak og búin að kveðja
alla. “Vonin og kvíðinn víxlast
á” mátti segja um það.
Ferðin suður gekk að óskum.
Björn læknir var þá til heimilis
í Krosshúsi á Akranesi hjá Guð-
mundi Ottensen kaupmanni og
konu hans Elísabetu Gunnlaugs-
dóttur, og hjá þeim var mamma
á meðan hún dvaldist á Akran-
esi. Björn læknir skar nú bæði
augun upp. Ekki svæfði hann
hana á meðan, en dreypti meðali
'í augun, sem deyfði svo tilfinn-
inguna, að hún kveinkaði sér
varla; líka sagði hún, að hugsun-
in hefði orðið sljórri. Þegar búið
var að skera upp annað augað,
bar lækjiirinn höndina fyrir
augað, til þessað vita hvort hún
sæi. Þá sá hún hönd læknisins
í svo dýrðlegum bláma, að hún
sagðist ekki hafa búast við að
sjá slíkan lit í þessu lífi. Að lok-
inni aðgerðinni bjó læknirinn um
augun og vafði þar um marg-
földum dúki, síðan leiddi hann
hana upp stiga og inn í lofher-
bergi, þar sem hún átti að liggja.
Gluggi var á loftganginum, og
þrátt fyrir þessar umbúðir varð
hún þess vör, að einhver gekk
fyrir gluggann og skyggði á
hann. Hún átti að liggja í tólf
daga hreyfingarlaus áður en tek-
ið væri frá augunum.
Nú víkur sögunni heim. Við
vissum ekki hvernær faðir okkar
kæmi heim aftur. Hann ráðgerði
jafnvel, ef lækningin tæki stutt-
an tíma, að bregða sér til Reykja
víkur, en hann hvarf frá því og
kom tafarlaust heim.
Þá var það einn morgunn, að
ég var stödd úti á hlaði. Kallaði
þá til mín maður, sem var að slá
þar nærri, að fólk kæmi framan
holt. Mér var litið fram á holtin
og þekkti menn og hesta og bað
guð að hjálpa mér; ég hélt að
mamma væri að koma heim jafn-
nær. En þegar ég aðgætti betur,
sá ég að mömmu vantaði og þá
létti mér fyrir brjósti. Svo komu
fréttirnar; aðgerðinni var lokið
og læknirinn taldi, að hún hefði
tekizt vel.
Eftir tólf daga tók læknirinn
umbúðirnar frá augunum á
mömmu. Fyrst í stað sá hún allt
í þoku, því að hún gat ekki feng-
ið fullkomin gleraugu. Þá varð
að panta öll gleraugu frá út-
löndum hér voru engar gler-
augnaverzlanir. Til þess að
bjarga þessu við, batt læknirinn
saman tvenn venjuleg gleraugu
og með þau gat hún gengið dag-
lega, en hvorki lesið eða séð
neitt nákvæmlega.
Þegar hún fór að horfa í kring-
um sig og ganga um húsið hjá
Birni lækni, þá kannaðist hún
við allt. Þarna var komið húsið,
sem hana hafði dreymt svo oft,
og græna flötin var túnið hans
Hallgríms í Guðrúnarkoti. Þeg-
ar hún kom fyrst ofan í stofuna,
þá var þar á borðinu pappastokk-
ur með línsterkju, með stóru
,letri á lokinu; þetta voru fyrstu
bókastafirnir, sem mamma sá
eftir allan þennan árafjölda, og
hafði hún hinar mestu mætur
á þessum stokkum upp frá því.
Sveinn Guðmundsson ,hrepp-
stjóri á Akranesi, heimsótti eitt
sinn mömmu meðan hún var þar.
Hann hafði verið um skeið vetr-
armaður á Borðeyri og var þá
eitt sinn í kaupavinnu hjá for-
hafa verið þar í hálfan mánuð
eldrum mínum. Hann kvaðst
án þess að hafa hugmynd um
að móðir mín væri blind. Það
sagði Björn læknir að sér þætti
einkennilegt, að hafa ekki veitt
því eftirtekt fyrri, að það fór
fyrir fleirum sem Sveini.
Nú komu fyrstu 'fréttirnar
heim með bréfi frá Páli prófasti
Ólafssyni á Prestbakka. Hann
sat þá á alþingi, var þingmaður
Strandamanna. Einn sunnudag
var öllum þingmönnum boðið
með nýja flóabátunm “Faxa”
upp á Akranes, og þá heimsótti
séra Páll mömmu og skrifaði
pabba með fyrstu ferð, að hún
væri komin á fætur og væri nú
sjáandi. Nokkru síðar kom bréf
frá lækninum; kvað hann þá ó-
hætt að sækja hana. Þá var aftur
lagt af stað; var þá komið fram
í ágústmánuð. Á heimleiðinni
varð mamma að binda fyrir aug-
un alla leið; taldi læknirinn það
nauðsynlegt, því enn væru aug-
um nokkuð veik fyrir.
Svo var það einn morgun, að
Gunna fóstra okkar og fóstur-
systir mömmu vakti máls á því
við okkur, að gaman væri að
fá súkkulaði og eitthvað fleira
smávegis áður en mamma kæmi
heim, þar sem hún drykki aldrei
kaffi. Ég var svo heppinn, að
kona hafði gefið mér eina krónu
og annar maður fimmtíu aur.
Með þetta var farið í kaupstað-
inn, á Borðeyri. Þá var hægt að
fá talsvert fyrir eina krónu og
fimmtíu aura.
Mikið var um að vera hjá
okkur börnunum, þegar mamma
og pabbi komu sunnan holtin.
Ég kom út á hlað. Þá var mamma
að heilsa Jónu, hún var þá á
fjórða ári. Gunna fóstra hélt á
henni á handleggnum. Mér
fannst mamma vera allt of lengi
(Frh. á bls. 7)
Busíness and Professional Gards
SELKIRK METAL PROOUCTS LTD. Reykháfar, öruggaata eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaelnlng, ný uppfynding, sparar eldivlC, heldur hita. KELLT SVEUNSSON Slml 54 258. 187 Sutherland Ave.. Winnlpeg. PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrislers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlstjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561
S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg Phone 924 624 JOHN A. HILLSMAN. M»D., Ch, M, 627 Medlc&l Arts. Bidg OFFICE 929 349 Home 408 2*8
Office Ph, 925 668 Res, 404 819 NORMAN S. BER6MAN, B.A., LL.B. Barrlster, Solldtor, eitc. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA | Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME 8T, VlCtalstlml 8—6 eftir hádegl
ai»o e 123 I f ÍEIiDSTEljl TENTHST. BRANDON 447 Portage Ave, Ph, 926 885 ‘ DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Offlee hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Ree. 380
Phone 21 101 ESTIMATE8 FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insnlated Sidlng — Repalrs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. Office Phone Res Phono 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDO. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m and by appointment
DR. A. V. JOHNSON DentUt 606 SOMER8ET BUIL.DING Telephone 97 982 Home Telephone 202 398 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlceknar 406 TORONTO QEN. TRUBT8 BUTLDmO Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. Phone 926 962 WINNIPBO
Talslml 925 826 Helmllls 63 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfrmBingur i aupna, eyma, nef og hverlca sjúkdámum. 209 Medic&l Arta Bldg. StofuUml: 2.00 tll 6.00 e. h.
Dr. Charles R. Oke TannUeknir For Appointments Phone 9*4 208 Offlce Hours 9—6 404 TORONTO QEN. TRU8T8 BUILDINO 283 PORTAQ® AVE. Wlnnipeg, Man.
DR. ROBERT BLACK BérfrœOingur < augna, eyma, nef og hdlssjúkdómum 401 MEDICAJL ARTS BLDO Graham and Kennedy St. Skrlfstofusfmi 928 861 HetmaMml 408 794 1 '
1 SARGENT TAXI Phon* 722 401 FOR QUICK RELLABUE HERVICE
* EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER. N. DAK. islenekur lyfsaH Fölk tretur pantaC meCul og aan&C meC pöstl Fljöt afgrelCsla
J. J. SWANSON & CO. LIMTTED 808 AVENUB BLDO WPO Fasteignasalar. Lelgja hda, Ot vega penjngalán og eJdsábyrgí bifreiCaMýrgC, o. s. rrv. Phone 927 538
%
A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur llkklstur og annast um «lt- tarlr. Allur útbúnaCur sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar ■rdnnitrvarCa og legsteina. Skrifstofu talstmi 27 824 ITeimllls talsfml 26 444 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœOingar . 209BANK OF NOV.A SCOTIA BO Portage og Öarry 8t. Phone 928 291
1 1 i Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC SL Mary’s and Vaughan, Wpg. Phone 926 441 j GUNDRY PYMORE Limited British QnaHtv Flsh Nettinp 58 VICTORIA ST„ WINNIPBO Phone 98 211 Manager T R THORVALDSON ýour patronage will he appreclateo
Phone 924 981 H. J. H. PALMASON and Company Charirrrd Acconntants 819 MoINTYRE BLOCK Winnln«ie\ Canads CANADIAN FISH PRODUCERS. LTD J. H. PAOF \fanaoino DtrGCtnr Wholeaah' Dt8tribiiT.om of Fr *B>t and Frozen Plah. 311 CHAMBEKg 8TRKET Offico Ph 2« 32X ítofi Ph. 73 917
Phone 49 469
Radlo Servlce Speci&Uste
ELECTRONIC LABS,
B. THORKELBON, Prop.
The most up-to-date Sound
Bqulpment System.
592 ERIN St. WINNIPEG
G F. Jonasnon. Pres. & Man. Dtr
Keystone Fisheries
Limited
404 SCOTT BLK, Slml 925 227
Whvleaale Diatribtéiors of
FREflH AND FftöZfTN FI8H