Lögberg - 09.06.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.06.1949, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINW, 9. JÚNÍ, 1949. 7 “Þegar mamma kom heim” (Frarnh. af hls. 3) að heilsa Jónu og tala við hana; svo sneri hún sér að mér og sagði: “Er þetta Ranka, eða er þetta Imba?” Ég sagði til mín. Elztu börnin þekkti mamma; þau hafði hún séð, en við Imba vor- um á svo líku reki og okkur yngri börnin fimm hafði hún ekki séð fyrri, en rödd okkar allra þekkti hún. Svo var farið inn í baðstofu og þar fór mamma að taka upp ýmislegt, sem hún hafði keypt á Borðeyri til þess að gefa okkur. Meðal annars voru fingurbjargir. sem hún gaf okkur yngri systr- unum. Þær voru steindar innan, bleikar eða ljósbláar, og þótti okkur þær fallegar. Þær voru í litlum, smáhólfuðum pappastokk með glerloki og féll stokkurinn í minn hlut og þennan stokk á ég enn .Ekki var okkur sagt að fara neitt út aftur, við fengum að vera í kringum ^mömrnu. Þetta var hátíðakvöld. Yngstu börnin tvö settust hj^ henni. Hanna sagði: “Ég skal segja þér falleg- ustu söguna, sem ég kann.” Hún sagði; “Ég skal syngja fyrir þig fallegasta lagið sem ég kann.” Þegar leið á kvöldið varð mér reikað norður fyrir skemmu- vegg; þá var komið sólarlag og “heiðrík aftankyrrð.” Barnshug- urinn var svo gagntekinn af lof- gjörð og þakklæti eftir dásemd- ir þessa dags, og þarna í kyrrð- inni og einverunni varð hann að tjá sig í orðum. Sjálfsagt hefur það verið barnalegt, en það kom frá hjartanu. Svo fór ég suður fyrir bæ; þar voru piltarnir með hestana, voru að laga járnin eftir ferðina. Hjá þeim var næt- urgestur, Halldór Bjarnason, afi Halldórs Helgasonar skálds. Hann smíðaði íbúðarhúsið í Bæ 1886 og kom í kynnisför norður á hverju ári eftir það og var aufúsugestur hinn mesti, en nú var hann að missa sjónina. “Þú ^ttir að hitta .þennan lækni, Halldór,” sagði einn piltanna. ‘‘Ég hef gert það,” sagði Halldór, “en hann vildi mig ekki, sá skra •ti, hann gat ekkert hjálpað mér.” Mér fannst skugga bregða yfir þetta bjarta kvöld, því að ág kenndi svo í brjósti um þenn- ar* góða mann og ég var svo barnaleg, að ég þoldi varla að hann skyldi segja “sá skra..ti” um manninn, sem læknaði mömmu. Morguninn eftir voru pabbi °g mamma að skoða sig um utan- bæjar og eltum við krakkarnir Þau í halarófu. “Varaðu þig að reka þig ekki á,” sögðum við af gömlum vana, ef mamma fór inn um lágar dyr. “Þau muna ekki að nú sé ég,” sagði mamma. Svo fóru þau út að Bæ að heilsa frændum og vinum, en áður var úrukkið hátíðakaffi með pönnu- kökum og jólaköku, og þótti okk- ur það veizla í þá daga. Litlu síðar kom séra Páll af þmgi og messaði á báðum kirkj- unum sama daginn, fyrst á Stað og svo á Prestbakka. Þá fóru for- eldrar mínir til kirkju með sumt af yngstu börnunum. Það voru mikil viðbrigði að sjá mömmu §anga rösklega að því að ferð- búa sjálfa sig og aðra. Ég man, Pegar hún var að fara á bak; nú þurfti ekki að hjálpa henni og eiða hana að hestinum. £*egar mamma kom að sunnan, mættu þau á Borðeyri séra Þor- valdi á Melstað og konu hans. au voru að fara með Böðvar s°n sinn, þá barn að aldri, til ^kninga vestur að Hvammsdal Magnúsar Guðlaugssonar bómópata. í þeirri ferð komu þau a® Skarði á Skarðsströnd. Þar Var 'séra Jónas Guðmundsson, aður á Staðarhrauni, og var þá orðinn blindur. Þau sögðu þar réttirnar af mömmu; var þá rugðið við og farið með séra ónas suður á Akranes og fékk hann fulla sjón. Nokkrum misserum síðar hitti fe#ra í’orvaldur mömmu og sagði a við hana: “Þér voruð einu sinni veðurspáin mín. Þegar þér komuð af Akranesi og við hitt- umst á Borðeyri, þá var ég þar með Böðvar minn dauðvona. Þegar Finnur kom þarna á móti mér sigri hrósandi, þá hugsaði ég, að þetta skyldi ég hafa til marks, að mín ferð myndi einnig ganga farsællega, og það rætt- ist.” Föður mínum leiddist, að mamma gat ekkert lesið; batt hann þá saman tvenn gleraugu og gat hún þá lesið, en þessa þurfti ekki lengi með, því um haustið komu gleraugun frá lækninum, tvenn mjög sterk gleraugu, önnur til að ganga með daglega, en hin til að lesa með og vinna í höndum. Einnig þetta var hátíðisdagur. Gleraugun voru í svörtum pappahúsum með gylltri stjörnu. Síðan þykja mér þau gleraugnahús fallegust. Faðir minn skrifaði nú grein í Isafold með fyrirsögninni: “Fá heyrð læknishjálp.” Tveimur ár- um síðar kom einnig í ísafold kvæði til Björns Ólafssonar læknis eftir Benedikt Gröndal; þar eru þessar línur: “Og móðurinni barnahópur hvarf og hljómurinn var hennar eina gleði” o. s. frv. Það sagði mamma, að hún hefði misst minni eftir að hún fékk sjónina; áður hafði óbrigðult stálminni, en nú kom svo ótal margt nýtt til að muna. Eitt kvöld var mamma frammi í búri eitthvað að gera og var í myrkrinu; ein systranna kom þá til hennar. “Því kveikirðu ekki?” sagði hún. “Æ, ég mundi ekkert eftir ?ví,” sagið hún, hún var svo vön að vinna í myrkrinu, en þá kveikti hún strax. Mér var minnisstæðast hversu allir samglöddust mömmu af heilum hug. Gamall maður kom og var að heilsa henni og bætti við: “og ég óska þér — — ég óska þér-----gleiðlegrar hátíð- ar.” Hann var góðglaður, en en þarna fylgdi hugur máli, þó honum vefðist tugna um tönn, en orð hans áttu þó vel við. Það var sumarið eftir, 1892, að mamma fór einn morgun suður að læk í glaða sólskini. Þegar hún kom inn aftur, þá sagði hún; “Nú sá ég sama bláa litinn, sem ég sá, þegar augun voru skorin upp; það var í daggardropa suð- ur við læk.” Sextán árum síðar, sumarið 1907, . fóru foreldrar mínir með “Vestu” frá Borðeyri til Reykja- víkur. Samskipa þeim var Jón blindi frá Mýlaugsstöðum; einn- ig voru margir þingmenn með skipinu; voru þeir Norðlending- arnir oft að koma til Jóns og vita hvernig honum liði. Einu sinni voru þau að drekka kaffi og buðu Jóni með sér og var mamma að hjálpa honum. Þá sagði Jón: “Það er einkennilegt með þessa konu, það er eins og hún viti allt, sem ég hugsa.” “Það er ekki ein- kennilegt,” sagði faðir minn, “því sjálf hefur hún verið blind í mörg ár.” Rétt í þessum svif- um koma þeir inn Jón í Múla og Karl Finnbogason. “Nú ert ekki einn í ráðum, karl,” sögðu þeir. “Nei,” sagði Jón, “en það er annað, ég hef hitt hér konu, sem hjálpar mér af svo mikilli nákvæmni, að það er eins og hún viti allar mínar hugsanir, en mér er líka sagt, að hún hafi verið blind í mörg ár. Þetta er það einkennilegasta, sem fyrir mig hefur komið.” “Það er þó ekki sú, sem kvæðið var um,” sagði Karl Finnbogason. “Jú, það er hún.” Heimleiðis frá Reykjavík fóru foreldrar mínir alla leið landveg. Þá auðnaðist móður minni að fara um þessi héruð alsjáandi, sem hún hafði oft farið um áð- ur, án þess að sjá þau til nokk- urrar hlítar. Björn læknir sagðist vona, að mömmu entist þessi sjón meðan hún lifði, og hann varð sannspár. Hún hélt óskertri sjón til ævi- loka, fram yfir áttrætt. Alls einu sinni varð hún að skipta um lestrargleraugu og fá önnur sterkari. Það fylgir ellinni, að menn gleyma öllu því daglega og muna helzt eitthvað frá æskuárnum. Þó vona ég, að ég muni alltaf, þegar mamma kom heim og spurði mig hvað ég héti. Akranes .. VerndiÖ öryggi Canada . . . MÖLBRJOTIÐ KDMMUNISMANN Til yðar, sem börðust gegn kommúnisma í Evrópu -- Til yðar er berjist gegn kommúnisma í Canada — er þessi beina staðhæfing gerð -- Á máli forfeðra yðar segjum vér þetta: • Atkvæði með Sósialistum er atkvæði fyrir kommúnista. • Atkvæði með Liberölum er atkvæði með Sósialistum. Liberal forsætiráðherra St. Laurent, hefir ógnað landi voru með Liberal-Sociahst samsteypu- stjórn. í augum hans eru Socialistar einungis “Liberalar í flýti”. Hann hefir sagt þetta. Hann meinar það. Kommúnistar hafa í mörg ár stuðlað að Liberal-Sociaiist bræðingi. Og með þeim hætti einum gætu þeir hugsað sér að lifa af í Canada. Kommúnistum er ljóst að Progressive Conservative flokkurinn er staðráðinn í að hrekja þá úr fylgsnum þeirra út á opinn vettvang Demokratiskra, dómstóla. Canada má aldrei verða land óttans undir járnhæl kommúnismans. Hugleiðið stefnu flokkanna — C.C.F. — Soc- ialistar — L.L.P. — kommúnistar — Liberalar, sem vinna með báðum. Verndið Canada frá ótta. Gerið Canada að öryggu, demókratisku vígi fyrir öll okkar börn. Greiðið atkvæði með yðar PROGRESSIVE CONSERVATIVE FRAMBJÚOANDA Published hy the Progressive Conservative Party, 141 Laurier Avenue, Ottawa.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.