Lögberg - 09.06.1949, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.06.1949, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. JÚNÍ, 1949. FORRÉTTINDI Ejtir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — Ljóðin í þessari sögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. “Og þú veðjaðir á veðreiðar?” “Já.” “Og tapaðir?” “Já. Heyrðu Charley, ég var undar- lega óheppinn ...” “Já það var óheppni fyrir börnin föðurlausu, ekkjurnar og þá sem mót- lætið þjáir!” Charley leit hvast á tengdabróðir sinn og fram hjá honum, og í huga hans komu orð konu hans og svar hans sjálfs. Fyrirlitning og gremja var í málrómi hans. Og það var ein- kennilegt líka að hann skyldi geta bros- að, en það bros lofaði engu góðu fyrir Billy Wantage. “Þú hefir eytt öllum peningunum býst ég við?” Bætti Charley við. “Öllum nema hundrað dollurum.” “Jæja, þú ert búinn að leika þér, nú verður þú að borga fyrir leikinn.” Billy átti yfir nokkru ímyndunarafli að ráða, og hann var dramatískur, og leist nú ekki sem best á hlutina. “Ég fer og drep mig!” Sagði hann, og barði hnefanum í skrifborðið svo vínglasið hoppaði. En hann var ílla undir búinn það sem á eftir kom. Það var kominn óstyrk- ur á tauga kerfi Charley, og skap hans æst. Þessi hótun sem gerð var í flaustri og af óeinlægni var honum andstygð. Hann vissi að Billy var að ljúga — vissi að ef það væri nokkuð, sem áreiðanlegt væri, að Billy mundi ekki gjöra, þá væri það, að hann dræpi sig ekki. Lífið var Billy Wantage mjög kært. Andstyggð Charley Steele á honum var dýpri og meiri sökum þess, að hann var bróðir Kathleenar. Því, ef það var nokkuð sem hann vissi uppá hár um Kathleen þá var það, að hún var ekki óærleg. Kald- lynd var hún, en strangheiðarleg. Og- þessi vesalingur, þetta huglausa ung- menni var bróðir hennar! Enginn hafði áður séð svip á andliti Charley Steele, líkan þeim sem á það kom nú, því hann lýsti bæði hefndarhug og íllvilja. Hann beygði sig yfir Billy í reiði sinni: “Þú heldur að ég sé fífl, og asni — lyga þvættings hvolpurinn þinn! Þú hef- ir gjört mig að þjóf í augliti allra manna með að falsa nafn mitt, og stela pening- um sem að ég var ábyrgðarfullur fyrir. og svo tekurðu mig fyrir þann aumingja, að ég muni hræðast sjálfsmorðs hótan- ir þínar. Þú ert of mikill hugleysingi til að taka þitt eigið líf, hvort sem að þú ert gáður eða ógáður. Og hvað heldurðu að væri unnið með því? Já hvað held- urðu að væri unnið? Þú getur ekki skilið að þú svívirtir systir þína með því, í ofanálag, að stela frá mér!” Billy.Wangate varð lúpulegur. Þetta var ekki líkt Charley Steele sem hann hafði þekt og umgengist síðan að hann var lítill drengur. Það var eitthvað hryssingslegt í máli hans, og málróm, orðin skerandi og áherslurnar vægðar- lausar, en áhrifa mikið var mál hans og ákveðið. En þó að Billy nötraði undan svipu höggunum, þá hjó hann eftir einni setningu hjá honum, og hún var: “í ofanálag að stela frá mér.” Charley taldi þetta þá stuld frá sér, en ekki frá ekkjum og föðurleysingjum! Það gaf honum vonar neista. í óyndis úrræði kraup hann á kné og bað um vægð — í nafni eigin frelsis í nafni fjölskyldunnar, í nafni Kathleen-ar, í nafni alls þess, sem hann hafði í ósvífni sinni svívirt. Tárin flóðu honum á augum, sönn tár- yfirspents æðis, og hann kunni líka að meta vald málskots síns. “Ef að þú hjálpar mér í þessu Charley, þá skal ég borga þér til baka hvern einasta eyrir.” Sagði hann með ákafa. “Það veit sála mín og heiður, ég skal gjöra það. Þú skalt ekki tapa einum einasta eyrir ef að þú stendur með mér. Ég skal vinna baki brotnu til að borga peningana til baka, eins lengi og ég lifi. Ég skal ganga á dygðanna vegi alla mína daga, svo hjálpi mér Guð!” Charley Steele leit hvað eftir annað til skápsins sem hann geymdi flöskuna í. Ef að hann gæti sómasamlega fengið sér í staupinu, en hann sá sér það, ekki fært á meðan drengurinn kraup á gólf- inu fyrir framan hann, þó að þorstinn syrfi sárt að honum. “Stattu upp”! Sagði hann stuttur í spuna. Ég skal sjá á morgun hvað hægt er að gjöra í þessu. Farðu heim, og farðu ekki eitt fet að heiman í kvöld, og komdu hingað klukkan tíu í fyrra málið.” Billy tók hattinn sinn, lagaði á sér hálbindið vandalega, strauk rykið af knjánum á buxunum sínum, greip í hendina á Charley, og sagði: “Þú eru sá besti maður sem til er í veröldinni.” Gekk svo fram gólfið til dyranna, og þegar þangað kom var andlitið á honum orðið laust við allar tilfinningar, eins og knén á buxunum hans við rykið, en aft- ur komin síngyrnis glampinn í augu hans, og íbyggissvipurinn á andlit hon- um sem hvortveggja var honum svo tamt. Charley horfði á eftir honum og þegar að hann kom að hurðinni var hún læst. Charley kom á eftir honum og lauk upp hurðinni. Og þegar Billy gekk út um dyrnar veitti Charley andlits svip hans nána eftirtekt og hann sagði í hásum róm: “Himnarnir bera vitni um það, að ég held að þú sért ekki þess virði.” Svo lét hann hurðina aftur og læsti henni. Hann nærri hljóp til baka, til skáps- ins við vegginn þar sem vínflaskan var geymd, helti á glas og drakk, úr því í einum teig og gjörði hið sama þrisvar sinnum, svo settist hann við skirfborðið sitt og varp öndinni léttlega og engin svipbrygði frá því vanalega, vöru sjáan- leg á andlitinu á honum. VII KAPÍTULI “Friður, Friður, en enginn friður fáanlegur.” Það var komið sólarlag þegar Charley var búinn til heimferðar. Hann hafði aldrei áður verið svo lengi á skrif- stofunni, sem hann kallaði “Iðnaðar- höllina,” í glettni og gamni. Málin sem hann hafði unnið svo glæsilega, hafði hann undibúið á kveld- in heima hjá sér í hvíta múrsteinshús- inu fallega sem stóð á hæðinni á meðal álmviðar trjánna. í öllum málunum sem hann hafið flutt, eins og í máli Joseph Nadeau, mannsins sem myrti viðar- kaupmanninn vék andúð sú, sem ríkt hafði í huga dómaranna og kviðdómar- anna, gegn þeim ákærðu, í byrjun yfir- heyrslunnar fyrir skarpskygni, og hinu óvanalega skýringar afli þessa manns, sem gat á svipstundu tekið langar ræð- ur, sem fluttar höfðu verið, og fært efni þeirra saman í eina eða tvær setningar. Snúið andúðinni gegn þeim kærðu í efa, ef ekki sakleysis sannfæringu og dómn- um, þeim ávalt í vil. En þegar út úr dóm- salnum var komið litu menn hornauga til mannsins sem þeir nefndu nú ávalt fallega Steele. Um þessa aðstöðu og ummæli, iét Charley Steele sig litlu varða. Hann lét sér lof, eða last sem vind um eyru þjóta. í framkvæmdum hans réð efnishyggj- an, í andlegri afstöðu sinni til lífsins, sem með framkomu sinni, á fimm árum hafði misboðið púritan lífsskoðun sam- tíðarmanna sinna, af ásettu ráði, því móðganir virtust framdar með stakri fyrírlitningu á siðum manna og venjum. Ekkert framkvæmdi hann leynilega. Athafnir hans allar, voru sýnilegar öll- um sem eftir þeim vildu taka. Hann spil- aði á spil, talaði einarðlega, um vantrú sína, hann fór í veiðitúra sem að lauk, með allsherjar fylliríi, hann drakk opin- berlega á veitingahúsum, hann sem átti ættfeður sem í heiðri voru hafðir af George konungi, og sem lögðu í sölurn- ar alt sem þeir áttu í stríðinu við Banda- ríkin, heiðursins vegna, og drengskap- ar, stjórnmálamenn, rithöfunda, sem að hann erfði þau lyndiseikenni í ríkum mælir frá, sem nauðsynlegust voru til farsælla framfara í landi senj var að byggjast. Hversvegna að hann valdi sér þessa lífs afstöðu ef að hnan var sjálf- ráður að því vali—vissi hann einn. Hann hafði sett mark sitt á umhverfi það sem að hann átti heima í, fyrst með hinni einkennilegu skapgerð sinni, og síðar með því, hvernig að hann beitti henni. Hvað var þessi maður að hugsa um, þeg- ar að hann lagði frá sér skjölin og lét þau ofaní járnkassann, svo járnkassann ofan í skrifborðsskúffuna, sem hann læsti og lét lykilinn í vasa sinn? Hann var búinn að leita uppi hvern eyrir sem Billy hafið tekið og, tapað og var búinn að ákveða, að taka tap það á herðar sér, til þess að frelsa manninn, sem hann með sjálfum sér áleit ekki frelsis verð- ann. En Kathleen kom honum til að hugsa, — og hann leit út um gluggann hjá sér, út yfir torgið og það fór hrollur um hann. í huga hans komu skiftin sem að hann hafði gjört við hana þá um dag- inn og hann fann til ánægju kendar meö sjálfum sér. Þessi óráðvendni Billy “gjöra mig gjaldþrota” sagði hann við sjálfan sig og í huganum bætti hann við, peningarnir hafa gengið nokkuð ört út þessi síðustu ár. Hann hafði tapað stór upphæðum og gengið nærri höfuðstól sínum. Hinu megin við torgið lá gata fyrir ofan fjöruborð árinnar og á ánni sá hann listi-bát sinn þar sem hann lá við akkeri. Hinu megin við ána, langt niður með henni, stóð hús sem að hann hafið byrjað á að byggja fyrir sumar heimili, en þegar að han lauk við það var það líkara höll. Nokkrar súlur sem hann hafði fengið frá Algeriu til þess að skeryta með dyrnar ullu því að hann varð að hækka alt þakið, og svo varð hann að stækka alt húsið, og þannig hafði það gengið með margt og margt, en hann kærulítill með afleiðingarnar. Hann hafði tryggt framtíð Kathleen-ar nokkurnveginn, hvernig svo sem alt ylti. Hann rendi augunum til trjánna fyrir utan gluggann hjá sér. Hann gat séð þresti sitja í limi trjána og heyrði til næturgalans í fjarlægð og frá kirkjunni sem þar var rétt hjá heyrði hann söng- flokkinn syngja: “Nú lætur þú drottinn þjón þinn í friði fara, eins og þú hefir honum heitið.” Farið í friði — Hvað var mikill frið- ur til í heiminum? Hvar var hann að finna? Orðin sem að Kathleen sagði við hann þegar hún gekk út úr skrifstofu dyrunum, endurhljómuðu í sálu hans: “Ég býst við, að ég ætti að kyssa þig.” “Friðurinn er gjald þagnarinnar, og aðgerðaleysins, sagði hann viö sjált- an sig hugsandi. Þar sem athafnalífið er þróttmikið, þar er engin friður. Ef að heilinn og holdið fitnar, þá er friður. Kathleen og ég, höfum búið í friði býst ég við. Ég mælti aldrei orð við hana sem ekki mætti setja á legstein minn og hún hallmælti mér aldrei, þangað til í dag. Mér hefir aldrei tekist að komast ná- lægt henni þar til í dag, í gegnum stríð og armæðu. Samt höfum við lifað sam- an í friði? Hvar er hinn sanna frið að finna? Hann gamli Sainton býr þarna fyrir handan. Hann giftist auðugri konu, hann hefir búið við allsnægtir, hann gengur prúðbúinn daglega og skreytir sig með borðum og medalíum frá Drotn- ingunni, en sonur hans varð að flýja úr lanid. Svo er hann Herring. Hann sofnar ekki dúr, vegna þess, að dóttir hans ætlar að giftast greifa frá ítalíu. Hann Latouche sem keypti sig inn í ráðuneytið, hefir átt í endalausum erjum síðan, og hann Kennedy, sem konan er að dansa með til helvítis og fjöldi annara og enginn einn einasti á meðal þeirra, á yfir einni únzu af friði að ráða, að undanteknum honum gamla Easson, sem vigtar tvöhundruð fimtíu og tvö pund, lifir eins og svín, stirðnar upp andlega og líkamlega með hverjum líðandi degi, og drekkur hálfa þriggja pela flösku á hverju kveldi. Það er eng- inn annar. “Jú, það er!” Hann sá mann lítinn vexti, svart- klæddann, með svartann flókahatt koll lágann og með kringlóttum börðum koma gangandi eftir götunni, hár hans var nærri hvítt og hann gekk í hægðum sínum. “Þarna er friður” sagði hann og hló. “Ég hefi þekkt faðir Hallon í tuttugu og fimm ár, og ég er viss um, að það hefir enginn unnið meira eða harðara en hann, enginn horft upp á meiri erfið- leika, enginn tekið meiri þátt í vand- ræðum annara, þó hann ætti við ofur- efli að etja, þegar honum fanst skyldan krefjast þess, og samt er friður í lífi hans; hann á friðinn — frið sem yfir- gengur allan skilning — að minstakosti minn skilning. Heimurinn, náttúran, Guð, eða hvað sem það heitir skuldar mér frið. Og hvernig á það að veita hann? Með því að svara spurningum mínum. En það er einkennilegt, að eina persónan sem að ég hefi mætt, og svar- að hefir spurningum mínum mér til gagns, er hún Suzan. Hún leggur allt þetta niður svo skýrt. Sál hennar er eins og óslípaður demantur, og hún hef- ir náð föstum tökum á mannlífinu í heild, en það einkennilega er, að hún hefir alla sína daga umgengist, menn sem stunda skógarvinnu, fiskimenn og bændafólk, nema nokkra bæjarmenn, sem tóku hana fyrir allt aðra persónu en hún er, því Suzan er hreinlíf og ær- leg, og sönn dóttir Aphrodite að upplagi. Hún er sköpuð til þess að vera elskuð, og fyrir þúsund árum hefðu elskhugar hennar numið þúsundum. Og hún held- ur að heimurinn sé undursamlegur, og hún ann honum, og ánægjan umverfur hana dag frá degi. Hver af þessum hefir höndlað sannleikan? Súzan, faðir Hall- on, Aphrodite, eða maðurinn frá Nazar- et? Hvað er friður — sem fuglarnir og dýr merkurinnar njóta —- hjarta dýrsins innantóm ánægja, eða —” Hann eins og vaknaði af draumi, hikstaði, tók upp pappír, settist við skrifborðið. Hann hélt áfram að skrifa í klukkutíma, og þegar fór að skyggja dró hann skrifborðið sitt nær gluggan- um, og ómurinn frá kirkju kórnum barst inn til hans í gegnum opinn gluggann og hefir máske sett blæ á hinar einkenni- legu hugsanir sem hann reit á blaðið. Það sem hann reit þá um kveldið hefir geymst, og þegar stálkassinn sem Char- ley Steele geymdi það lítið sem honum tilheyrði í var opnaður að honum látn- um fundust máð blöð með eftir farandi kvæði á. Ásjóna þín er sveipuð hvítum hjúpi; hann er sem þoka yfir marar djúpi. Augu þín — hvort mig bannfæra eða blessa — birtast sem stjörnur gegnum hulu þessa. Sleppi þér aldrei, Ástdís hvað sem mætir: eilífri glötun þú mig varið gætir. Þú býrð í austri, ég í vestur vegi við horfum bæði móti nýjum degi. Okkar er beggja himinn blár og heiður haminju vegur skyldi báðum greiður Hvort okkar ætli hlutlaust um það dæmi hvort þeirra betra sé — ef til þess kæmi. Ósýnis trúin ræður ríki þínu ræður Jehova boð og kenning mínu Þú býrð við sólskin — angan grænna grasa goðhelga drauma — kant þar ekki að hrasa. Orðlaus ég syng með enga strengi stemda, stefnulaus hrekst í myrkri efasemda. Hvað er oss veitt? Jú fæða og nokkrar flíkur, freistandi þess að verða gæfuríkur. Fórnandi öllu fyrir valta borgun, farsæll í dag, en sorgar barn á morgun. Starandi út í -himinhvolfið bláa, hrópandi stundum niður í djúpið lága. Skoðandi lífið eins og fugl á flótta, flugið sem misti gagntekinn af ótta. Hví skyldi fárast? Homers drykkjuvinir horfnir — þó allir teldust goða synir. Þeir lifðu í glaumi — Hvað var hinu- megin? Hver þeirra kanske á nýjar skálar veginn. Helgidómsvörður, hljómleiksstjóri, prestur, hver í sinn stað — En alla lykil brestur. Hvar er hann? — Dauðinn veit það — enginn annar, öllum að lokum kennir það og sannar. Þegar um síðir virki og veggir falla, Verður það sami guð, sem dæmir alla? Alvitur, sanngjarn, alskygn, kærleiks- ríkur? Okkur þeim verstu sönnum föður líkur? Hljóður ég bíð:— Frá hverfulleika sný ég; horfið er líf mitt — æsku hlátra flý ég. Stelst til að skilja alt í konuaugum, allan sannleika:— horfinn brunnum taugum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.