Lögberg - 09.06.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. JÚNÍ, 1949.
5
VI I I VVVVI
I VI VK.A
Rilstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Meginþorri Canadískra barna þjáist af Næringarskorti
vegna óviðeigandi fæðu og vankunnáttu í matreiðslu
Þetta er fyrirsögn á grein sem birtist í “Saturday Night” 7.
júní þ. á. — Aldrei hefur efnaleg afkoma þjóðarinnar verið betri
en síðastliðin sjö ár; aldrei hafa Canadiískar húsmæður, yfirleitt,
haft eins mikið á milli handa, en samt sem áður hafa rannsóknir
leitt í ljós að aðeins þriðja hvert barn fær fæðu sem fullnægir
líkamanum.
Þetta er 'þung ásökun á hend-
ur mæðrunum, en því miður
hefir hún við rök að styðjast, og
í stað þess að reiðast þessum
uppgötvunum læknanna og
mataræðisfræðinganna, ættu
þær að taka þetta mál alvarlega
til athugunar; það snertir hvert
einasta heimili, hvert einasta
mansbam í landinu. Hið mesta
áhugamál Canadískra húsmæðra
er gð ala upp heilbrigða og þrótt
mikla kynslóð.
Á þessum síðastliðnum vel-
megunar árum hefir heilbrigðis-
deild stjórnarinnar í Ottawa
framkvæmt yfirgripsmiklar
rannsóknir á mataræði og
heilsufari þjóðarinnar frá hafi til
hafs; þessi niðurstaða er því
byggð á óyggjandi staðreyndum.
Vegna skorts á kalki, járni og
fjöreflum í mataræði hafa þús-
undir Canadískra barna ekki
náð meðal þunga; bein þeirra
hafa snert af beinkröm og blóð-
tennur þeirra eru skemdar; mörg
haaf snert af beinkröm og blóð-
þynku — Og þetta á sér stað
í einu auðugasta og siðmentað-
asta landi heimsins, hjá þjóð sem
greiðir foreldrum $5.00 til $8.00
á hvert barn einmitt til þess að
tryggja það að börnin fái full-
nægjandi fœðu.
Grörn móðir
Hjúkrunarkona við skóla í
Toronto heimsótti móðir, sem
átti tvö börn, átta og tíu að aldri.
/ Þegar hjúkrunarkonan mintist
a að þau bæru merki um van-
fóðrun brást móðirin reið við.
“Ég gef börnum mínum eins
góðan mat eins og nokkur önnur
móður í Toronto.” Síðan skýrði
hún frá því hvað börnin fengu
að borða. Á morgnana borðuðu
þau “Cream” tegund af graut
með sykri og mjólk; tvær sneið-
ar af hvítu brauði með jam og
úrukku eitt glas af mjólk og það
var öll mjólkin sem þau fengu á
úag. Miðdegisverður þeirra var
niðursoðin súpa upphituð, hvítt
brauð, sætar kökur, og eitt epli.
A leiðinni í skólann keyptu þau
súkkulaðisplötu og skiptu henni
á milli sín. í kvöldverð fengu þau
góðan skamt af kjöti, káli og
steiktum kartöflum, jelly fyrir
eftirmat og meira af sætkökum.
Áður enn þau fóru að hátta
fe«gu þau sitt eplið hvort.
“Þarna sérðu” sagði móðurin
sigrihrósandi. “Þetta eru venju-
tegar máltíðir þeirra. Hvað gæti
læknunum ykkar fundist ábóta-
vant við þetta mataræði barn-
anna minna.”
En hún hafði ekki ástæður til
vera ánægð með þetta mata-
. ði barrla sinna því það voru
emmitt þúsundir barna með
^ka mataræði, sem höfðu alls-
konar kvilla, er orsakast af
næringarefnaskorti. '
Grautar
Rannsóknirnar leiddu í ljós að
^ataræði barnanna var sérstak-
lega ábótavant hvað kornfæðu
snerti. í morgunmat fengu þau
venjulega “Cream grauta” eða
ynnskonar uppþurkað kornmeti,
^em fæst í pökkum og er fyrir-
ir verið vinsað úr og um leið
hefir það tapað mikilvægum
næringar — og f jörefnum. Graut-
ar úr haframjöli og möluðu
korni, sem ekki hefur verið
“hreinsað” er holl og næringar-
rík fæða.
Brauð
Meignþorri manna lifir á hvítu
brauði, þótt flestir viti að við
hreinsunina og blíkjuna missi
hveitið mörg nauðsynleg nær-
ingarefni og að brauð úr heil-
hveiti eða rúgi eru miklu hollari.
Til dæmis vantaf hvíta brauðið
það efni sem kallast “thiamine”
Til þess að ganga úr skugga um
afleiðingarnarar af skorti þessa
efnis, tók Mayo Clinic til rann-
sóknar hóp af ungum hraustum
og fjörugum stúlkum og lét þær
hafa sérstak mataræði. Þær
fengu nóg of öllu nema “thia-
mine”. Á skömmum tíma urðu
stúlkurnar, framtakslausar,
þunglyndar og upp stökkar. En
þeim batnaði aftur þegar þær
fengu ‘thiamine.”
Vankunnátta í Matreiðslu
Oft er ágæt fæða eiðilögð með
röngum matreiðslunaðferðum og
það eitt getur valdið næringar-
efnaskorti. Vísindamenn, sem
voru að rannsaka heilsufar New-
foundlandsbúa fyrir nokkru,
urðu hissa á því hve margir þjáð-
ust þar af fjörefnaskorti, þótt
þeir lifðu á kartöflum, káli og
fiski; það var ekki fyr en þeir
fóru í eldhúsið að þeir sáu lausn
gátunnar. Fæðuefnin, sem fólk-
ið skorti mest voru eiðilögð í
soðpottunum. I stað þess að sjóða
eða baka kartöflurnar í híðinu
voru þær afhýðaðar áður en þær
voru soðnar og þannig mistu
þær 50 procent af því “ascorbic
acid” sem í þeim er. Einnig var
það venja að sjóða á morgnana
kartöflur fyrir miðdags og
kveldverðinn, en að kveldinu var
alt “ascorbic acid” farið úr þeim.
Kálið var soðið í 1 til 2 klukku-
stundir og misti þannnig 90 pro-
sent af sínu “acorbic acid.” Hrátt
kál, sem ekki hefir mist þetta
efni, var varla aldrei borðað.
Mest alt hveitið, sem inn var
flutt, var hvítt hveiti og kjötið
var venjulega þurkað eða saltað
Aleiðingin af þessu mataræði
var almennur næringaskortur
þótt fólkið borðaði fylli sína af
þessum mat. Aðeins 3 af 4 New-
fundlandbúa náðu 40 ára aldri
og aðeins 1 af 10, 60 ára aldri.
Nærri helmingur fólksins hafði
mist flestar eða allar tennur
sínar áður en það náði 16 ára
aldri. —
The Canadian Council on
Nutrition
hefir gefið út mataræðisreglur;
þær hafa áður verið birtar í þess-
um dálkum, en það er ekki úr
vegi að birta þær aftur og ættu
húsmæður að hafa þær ávalt við
hendina og fylgja þeim eftir
stranglega. Börnin munu þrosk-
ast betur; það mun bera minna
á taugaveiklun í þeim og þau
munu ekki verða eins næm fyrir
kvefi.
Mataræðis leiðbeiningar
The Canadian Council on
Nutrition stresses the utter sim-
plicity of the daily requirements
of a diet for good health:
1) MILK: adults, half pint to
one pint. Children, one and a
half pints to one quart.
2) FRUIT: one serving citrus
fruits or tomatoes or their
juices, plus one serving of other
fruits.
3) Vegetables; at least one
serving of potatoes. At least two
servings of other vegetables,
preferably leafy, green or yell-
ow, and frequently raw. Con-
serve vitamins by cooking in a
minimum of water until just
tender.
4) CEREALS AND BREAD:
One serving of whole-grain cer-
eal and at least four slices of
Canada-approved vitamin B.
bread with butter.
5) MEAT AND FISH: One
serving of meat, fish, poultry
or meat-alternates such as beans,
peas, nuts, eggs or cheese. Also
use eggs and cheese at least
three times a week each, and
liver frequently.
6) A FISH LIVER OIL, as a
source of vitamin D should be
given to children and expectant
mothers.
7) PLENTY OF WATER.
All that any mother has to do
to nourish her family properly is
to provide these basic foods.
fram
matreitt; það er vitanlega
jotlegt og fyrirhafnarlítið að
Sefa börnunum mat, sem ekki
arf að tilreiða, en sá tímasparn-
? fr kernur fram á börnunum,
Pvi margt af þessum uppþurk-
a °g uppblásna kornmat hefir
««pSt mikilvæg næringarefni og
ream” grautarnir eru bleikir
egna þess að hýði kornsins hef-
Hallveig Fróðadóttir
FYRSTI DIESELTOGARI ISLENDINGA
Hinn 28. febrúar síðastliðinn lagðist hér að bryggju fyrsti
dieseltogarinn, sem Islendingar eignast. Er það þriðji togari bæj-
arútgerðar Reykjavíkur, en tuttugasti og níundi nýsköpunar-
togarinn, sem til landsins kemur.
Skipinu var fagnað með mik-
illi viðhöfn, eins og vonlegt var,
þar eð hér var um merkilegan
atburð að ræða í íslenzkri út-
gerðarsögu. Einkum sýndu kon-
ur þessum nýja “landnámstog-
ara,” er heitir eftir fyrstu hús-
freyju Reykjavíkur, mikinn og
margvíslegan sóma.
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri bauð skip og skiphöfn vel-
komna með ræðu og árnaði þeim
allra heilla. Þá talaði Arnheiður
Jónsdóttir, varaformaður fjár-
öflunarnefndar Hallveigarstaða.
Næstur talaði Gísli Jónsson, al-
þingismaður, en hann hefur,
ásamt Erlingi Þorsteinssyni vél-
fræðingi, haft umsjón með smíði
skipsins. Lýsti hann ýtarlega
gerð skipsins og kostum þess.
Frú Guðrún Jónasson færði
skipinu að gjöf silfurskjöld með
áletruðum heillaóskum frá
Kvennadeild Slysavarnafélags-
ins og árnaði því heilla og bless-
unar. Jón Axel Pétursson, fram-
kvæmdastjóri, talaði næstur og
þá frú Steinunn Bjarnason, for-
maður framkvæmdanefndar
Hallveigarstaða. Vitnaði hún í
orð Þorkels mána og fól skipið
þeim er sólina hefur skapað. Að
lokum talaði .skipstjórinn, Sig-
urður Guðjónsson, og þakkaði f.
h. skipveraj árnaðaróskir.
Hallveig Fróðadóttir er smíð-
uð í Goolskipasmíðastöðinni í
Hull. Lengd skipsins er 170 fet,
breidd 29V^, dýpt 15V2. Brúttó
rúmlestir 621, en undir þilfari
479. Það er 202 nettólestir. Rúm-
tak fisklesta er 18 þús. tenings-
fet. Eldsneytisgeymar rúma 150
tonn, vatnsgeymar 52 tonn, lýsis-
geymar 33 tonn. Aðalvél er fimm
cylindra og hefur 1200 hestöfl.
Hún er útbúin vökvatengi ásamt
niðurfærslu og skiptigírum,
LANCASHIRE LASSES SHOW FASHIONS IN LONDON
Lancashire mannequins showing the latest fashions in Lancashire
cotton fabrics at the Porchester Hall, Paddington, London. The parade was
held under the auspices of the Paddington Borough Council to show the
public what British industry is doing to help the export drive. This
picture shows the Lancashire lasses arriving at Porchester Hall wearing
some of the striking summer outfits.
mesti snúingshraði er 435 á mín.
Aðalvélin drífur einnig 220 kw
rafal er gefur togvindunni afl.
Togvindan hefur 270 hestöfl og
er útbúin tveim hraðrofum svo
hægt er að stöðva hana fyrir-
varalaust.
1 vélarrúmi er auk aðalvélar
20 kw. vélasamstæða og ein 15
kw. Þá eru einnig sjódælur,
smurolíudælur, skilvindur og
olíuhreinsari. Þá er olíukynntur
eimketill fyrir lifrarabræðslu,
en bræðslutækin eru smíðuð í
Héðni hér heima.
Afturlest skipsins er klædd
innan með aluminíum, er það
gert til reynslu. Báðar lestir eru
útbúnar kælitækjum.
Ibúðir skipverja eru mjög með
svipuðu sniði og í öðrum nýsköp-
unartogurum, með setustofu,
baði, skápum og geymsluklefa. I
stafni eru íbúðir fyrir 24 menn,
en alls eru í skipinu vistarverur
fyrir 38 manns. I matsal geta 15
matazt í einu. Þá er einnig sjúkra
klefi í skipinu.
Tveir dýptarmælar eru í því,
ennfrqjnur radartæki.
Skipið fór á flot 4. september
og var afhent 11. febrúar. Það
gekk rúmar 13 sjómílur í reynslu
för.
Skipstjóri er Sigurður Guð-
jónson, 1. stýrimaður Jón
Júlíusson og 1. vélstóri Óskar
Valdimarsson.
Hallveig Fróðadóttir mun
vera fullkomnasti dieseltogari,
sem smíðaður hefur verið, enda
hefur skipið vakið mikla athygli
erlendis. Sjómanna- og fiski-
mannamálgögn í Bretlandi og
víðar hafa birt um það greinar
og allnákvæmar lýsingar.
Verður fróðlegt og lærdóms-
ríkt að fylgjast með því, hvernig
þetta nýja skip reynist. Allar
góðar óskir fylgja því, hvar sem
það fer um höfin.
Sjómannablaðið Víkingur
The Swan Hanufacturing Co.
Oor. ALEXANDER and ETjLEN
Phone 22 641
Halldór M. Swan eigandi
Heimill: 912 Jessle Ave — 46 »5S
Magrir menn, konur
Þyngjast 5, 10, 15 pd.
Nýr þróttur, nýtt fjör, þrek
Hvllik unun, limlr styrkir, ójöfnur
sléttast, hálsin verSur liðugur; líkam-
inn ekki framar veiklulegur; þtlsundir
manna og kvenna hafa komist I göð
hold; þetta fölk þakkar Ostrex töflum
heilsuböt stna; vegna hins mikla nær-
ingarkrafts, er þær hafa. Engin hætta 6
offitu, magurt fölki þyngist frá 5, 10,
og 15 pd. Kynnist þessum nýja lækn-
ingalyfi! Notið Ostrex Tonic töflur, sem
styrkja llkamann. 1 öllum lyfjabúðum.
Fjaðrafok
Gottskálk Eiríksson
bjó á Mallandi á Skaga um
miðja 10. öld. Kona hans hét
Ragnhildur og var sjáleg kona.
En svo kom að Gottskálk tók
fram hjá henni með Valgerði
griðkonu sinni oftar en einu
sinni. Einu sinni var það við
messu í Ketu, að Gottskálk
komst svo við undir undir ræð-
unni, að hann felldi tár. Björn
meðhjálpari frá Illugastöðum
stökk þá upp, því að hann var
nokkuð ölvaður, þreif í öxl
Gottskálki og mælti: „Gráttu
ekki, Gosi minn, þú ert svo sem
eins og svoleiðis ekki syndugri
en aðrir menn, sem hér eru inni,
þú ert ekki syndugri en aðrir,
sem þegja og eru góðir.“ En
eigi lét Gottskálk af harmin-
um fyrir þessi orð. Þá segir
Björn byrstur mjög: „Þér var
þá nær að skipta þér ekki af
henni Valgerði, karl minn.“
Marsibil Semingsdóttir
móðir Bólu-Hjálmars, giftist
þeim manni er Skúli hét, Björns
son, Halldórssonar biskups
Brynjólfssonar. — Skúli var
sigldur og kallaður Thorlacius.
Þau Marsibil höfðu aðsetur í
Höfða á Skagaströnd. Veturinn
1816 ætlaði Skúli að ganga norð
ur í Þingeyjarsýslu. Gekk hann
fyrst að vestan Kolugafjalls til
Skagafjarðar og fram að Kot-
um í Norðurárdal, og ætlaði að
leggja þaðan á öxnadalsheiði
með unglingi. En er þeir ætluðu
á heiðina viltust þeir fram á
Krákudal og urðu þar úti. Fund
ust löngu seinna bein þeirra.
Komst á orð að líkin hefðu fyr
fundin verið og verið rænd, því
Skúli hafði peninga á sér. Var
mælt að mannaverk sæist á, því
(Frh. á bls. 8)
Utreiknað
fyrir sumar
sparnað - -
Hundruð kjörkaupa
og óviðjafnanlegra
gæða sem viðkoma
árstíðinni í EATON’S
Sumarsölu bók !
<*T. EATON
WINNIPEG CANADA
EATONS
Spyrjið kjósendur í North
Centre —
Maðurinn, sem þeir
greiða atkvæði er
STANLEY KNOWLES
Yðar einbeitti, sístarfandi þing-
maður síðan 1942 og frambjóð-
andi yðar af hálfu C.C.F. þann
27. júní.
Greiðið C.C.F. atkvæði í
North Centre
Inserted by authority of Harry Chappell,
North Centre C.C.F. Official Agent.
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐM UNDSSON
Mávahlíð 37, Reykjavík.
]l GRlPIÐ TÆKIFÆRIÐ
Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er
háttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt
það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar
j mentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum
’ lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business
College. Það verður nemendum til ómetanlegra
|j hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög-
bergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið.
Þau fást með aðgengilegum kjörum.
v
GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ!
CQLUMBIA PRESS LTD.
695 SARGENT AVENUE WINNIPEG.