Lögberg - 09.06.1949, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. JÚNÍ, 1949.
Fréttir frá Betel
Af ástandi og viðburðum, sem gjörast á heimilinu, er ekki
margt að segja. Lífið hér er tilbreytinga lítið daglega. Líðan fólks
er hér góð og ánægjuleg, enda, sem verið hefir, allt gjört, sem efni
og ástæður leyfa til þess, að ánægja og gleði geti haft æðstu völd.
Heilsufar síðastliðinn vetur og
vor, hefir verið í góðu lagi, eftir
því sem vænta má, meðal fólks,
á þeim aldri, sem vistfólk hér
er yfirleitt. Fáir hafa dáið, og
þeirra sem flutt hafa yfir “móð-
una” flestra minnst jafnóðum í
íslenzku blöðunum. Húsmóðir í
afhaldi allra, og hjúkrunarkonur
og verkafólk samúðarfullt og
hjálpsamt eftir mætti.
Það, sem hlezt má til tíðinda
telja, er hin augljósa samúð og
velvilji, sem sýndur er heimil-
inu og vistfólki, af ýmsum félög-
um og einstaklingum víða að.
Skal hér getið hins helsta af því
tagi frá síðustu dögum:
1) Maí 18. sendi Gimli deild
þjóðræknisfél. heimilinu að gjöf,
aðgöngumiða að lokasamkomu
Islenzka laugardagsskólans hér,
öllum þeim er það vildu þiggja
og nota. Þar sýndu nemendurn-
ir (börnin) sjónleikinn “Hlini
kongsson’ og tókst vel. Einnig
var þar fleira til skemtunar.
Barnasamkomur þurfa alltaf
mikinn undirbúning og fyirhöfn,
enda munu konur, þær, er leið-
beindu nemendum eigi hafa leg-
ið á liði sínu, svo vel var allt
undirbúið, og af hendi lesyt.
2) Maí 19. kom hingað í heim-
sókn djáknanefnd hins íslenzka
Lúterska safnaðar hér í bæ. Með
þeim var í fylgd söngflokkur,
fylgdi einnig Mr. O. N. Kardal,
sem margir kannast við og hans
indælu rödd.
Rausnarlegar veitingar voru
frambornar öllu heimilisfólki, og
síðan skemt með indælum söng,
bæði í flokkum og sólós. Við höf-
um haft margar góðar heimsókn-
ir hér á Betel, en að þeim öllum
viðurkendum og þökkuðum,
gæti ég trúað því, að þessi hér-
nefnda heimsókn djáknanefnd-
ar og söngfjokk^ muni lengzt
lifa í minningu og tilfinning okk-
ar, gömlu barnanna. Það var
veruleg hátíðarstund.
3) 21. maí komu higað Mr. J.
J. Swanson og kona hans. Með
þeim voru í fygd Mrs. Henrick-
son og Mrs. Stephensen frá Win-
nipeg. Hafði þetta fólk meðferð-
is hljómritaða messugjörð flutta
af séra V. J. Eylands í Fyrstu
lútersku kirkju síðastliðinn
páskadag. Var það mjög unaðs-
legt að heyra, því' boðskapur
páskanna verður aldrei of oft
fluttur, meðan kristni og kirkja
ráða ríkjum í mannlegu félagi.
4) Uppstigningardag 26. maí
heimsótti okkur kvenfélag hins
Lúterska safnaðar í Selkirk, 40
konur og með þeim í fylgd all-
margir af mönnum þeirra og vin-
um. Að afloknum rausnarlegum
veitingum, var efnt til skemtun-
ar fyrir. okkur gömlu börnin
undir stjórn séra S. Ólafssonar.
Setti hann samkomuna með
sálmi sungnum og stuttri bæna-
gjörð. Síðan kallaði samkomu-
stjóri fram forseta kvennfélags-
ins Mrs. Sigurður. Ræða hennar
var stutt en mjög hlý, í garð
heimilis og vistfólks. Einnig af-
henti hún forstöðukonu Mrs.
Tallman gjöf frá félaglaginu til
heimilisins, $50.00. Næst henni
flutti Mrs. S. Ólafsson mjög
snotra og tilfinningaríka ræðu,
og óskaði heimili og vistfólki
blessunar nú og síðar. — Þá
skemti Mrs. Johnson frá Selkirk
með harmonikuspili, á gamla
vísu, og Mrs. R. Martin las upp
kvæðið “Ekkjan við ána,” eftir
G. Friðjónsson.
Þá kallaði samkomstjóri fram
séra Skúla Sigurgeirsson. Flutti
hann stutta ræðu, sem þökk fyr-
ir þá velvild, að vera boðinn
hingað ásamt konu sinni til þessa
fagnaðar, og frambar heillaóskir
til heimilis og vistmanna.—Vist-
manni á heimilinu H. J. Aust-
mann hafði verið falið, að fram-
bera þakkir af hálfu heimilis og
íbúa. Talaði hann fáein orð, og
minntist, sérstaklega alúðar
styrks og vináttu við heimilið,
frá því fyrsta til þessa dags,
bæði af félögum og einstakling-
um og þakkaði að síðustu kven-
félaginu fyrir komuna, með lít-
illi vísu, en hana lærði ég ekki.
Einnig talaði annar vistmaður
Sveinn Árnason nokkur orð að
lokum. Mílli ræðanna skemtu
menn sér við söng að vanda, en
sérstaklega verður að geta þess,
að kvennfélagið hafði verið svo
lánsamt að fá hingað söngvarann
góða Mr. O. N. Kárdal. Söng
hann nokkur lög, studdur af
konu sinni Mrs. O. N. Kárdal og
fylgdi því fullur unaður allra.
Það er sem manni finnist, að
sætin lyftast, þegar tónar hans
hljóma í salnum.
Milli nefndra atriða, voru ann-
að slagið sungnir algengir ís-
lenzkir söngvar af öllum. Sam-
koman endaði með því að sung-
inn var sálmur af öllum. Hófinu
slitið, og gestir horfnir um kl.
5:00 e.m. En eftir lifir og vakir
minningin. Viðstaddur
Atomöldin getur orðið glæsileg friðaröld
A
Það hefir verið svo mikið rætt um hœttuna, sem starfar
af kjarnorkunni, að það ætti að vera mönnum nokkur
hugarléttir að lesa þessa grein. Hún er eftir Robert M.
Hutchins, rektor við háskólann í Chicago. Hann lýsir því
hverja blessun atomöldin getur fœrt mannkyninu.
Sá reginmunur er á kjarnork-
unni og þeim aflgjöfum, sem vér
höfum þekt fram að þessu, að
kjarnorkuna er hægt að fá úr
örlitilu efni. Ég get alls ekki gert
mér í hugarlund hve margar
miljónir smálesta af fallandi
vatni, hve margar miljónir smá-
lesta af kolum og hve margar
miljónir smálesta af olíu þarf
til þess að framleiða þá raforku,
sem Bandaríkin nota á einum
mánuði. En ég veit að tæplega 7
kg. af “atom-brenni” — ekki
meira en lítið barn getur borið
í fanginu — nægir til þess að
framleiða þá raforku er fullnæg-
ir þörfum Bandaríkjanna í heilt
ár — og jafnvel lengur. Það, sem
kæmist fyrir í einum járnbraut-
arvagni, af þessu efni, nægði
sem orkugjafi til þess að hita
hvert einasta hús, knýa hverja
einustu vél og tendra hvern ein-
asta rafmagnslampa í heiminum
í þúsund ár safleytt.
Nú er ráðert að koma upp
tvennskonar kjarnorkustöðvum.
— Aðrar framleiða orku, sem
dreift verður um stór héruð eins
og raforkunni nú. Hinar verða
um borð í hinum stóru úthafs-
skipum og herskipum. Skipin
verða ákaflega þung vegna þess
hve geisimikð þarf í þau af ein-
angrunarefni, svo að skipverjar
verði ekki fyrir hættulegum
geislunum. Það er ástæðan til
þess að knýja bíla og flugvélar
— að minsta kosti ekki fyrst um
sinn. En áður en langt um líður
munum vér aka í sporvögnum
og járnbrautarlestum, sem knúið
er áfram með kjanrorku.
Kjanrorkustöðvarnar verða á-
reiðanlega umfangsminni eftir
því sem þekking á orkufram
leiðslunni eykst, en henni mun
fleygja fram eins og þekkingu á
öðrum sviðum. Vér verðum að
verja miljónum dollara til rann-
sókna til að finna betri aðferðir
við beislun og hagnýtingu ork-
unnar. Þetta fé verður annað
hvort að koma frá ríkinu, og það
hafi svo einkaleyfi á kjarnork-
unni, eða frá iðnaðinum, sem á
að njóta góðs af henni.
Hið merkasta við þessar rann-
sónir verður auðvitað það, að
kjarnorkan verði mörgum sinn-
um ódýrari en hún er nú. Og
í dag er hún þó miklu ódýrari'
heldur en hún var í fyrra. Áður
en langt um líður, verður hún
sennilega hinn ódýrasti aflgjafi
sem heimurinn hefir þekt .
Kjarnorkan er beisluð. Það er
staðreynd. Og með því eru úrelt-
ar allar skoðanir vorar um dag-
legt líf mannkynsins. Með því er
rutt úr vegi mörgum hindrun-
um, er vér töldum óyfirstígan-
legar. Með því eru sköpuð skil-
yrði til þess að sigrast á öllum
sjúkdómum. Og með því skapast
mönnum skilyrði til þess að lifa
jafn áhyggjulausu lífi og íbúar
Suðurhafseyja hafa lifað, þar
sem þeir hafa ekki annað gera
en baða sig í sól og tína fæðu
sína af jörðinni. Þegar fram á
atomöldina kemur verður það
mesta vandamál mannanna hvað
þeir eiga að gera við frítíma sinn.
Ef oss tekst að vernda friðinn,
þá er nokkurn veginn hægt að
gera sér í hugarlund hvernig
umhorfs muni verða í borgum á
atomöldinni. En það er þó enn
sem komið er aðeins hugmynda-
Fylkið liði um frambjóðanda Liberalflokksins
í Norquay Kjördœmi!
Kjósið á þing þann 27. júní næst-
komandi innanhéraðsmann, sem hefir
við góðum árangri rekið viðskipti um
langt skeið innan vébanda kjördæmis-
ins, og er þaulkunnugur högum og
háttum allra atvinnugreina þess.
Liberal-stjómin verðskuldar fylgi
yðar og Bert Wood verðskuldar fylgi
yðar líka.
Greiðið atkvæði með Canadískri
þjóðeiningu og Bert Wood !
Merkið kjörseðlinn þannig:
ROBERT J. (Bert) WOOD
Published by Oeorge IAncoln, Offloial Agent, Teulon, Manitoba
smíð. Borgirnar verða bygðar
þannig að hver maður njóti þar
hámarks lífsþæginda og vellíð-
unar. Göturnar verða 50—100
metra breiðar. Húsið verða með
löngu millibili. Þar verður eng-
inn reykur, nema ef menn gera
sér það til gamans að hafa eld á
arni, en ekki af neinni þörf. Þá
verður ekki neinn skortur á hita.
Vér höfum svo öflugan hitagjafa
að hann verður notaður til þess
að bræða snjó af götunum og
vegunum.
Þá verða þarna fegurri skraut-
garðar en menn hafa þekt, því
að með kjarnorkunni verður
hægt að framleiða betri áburðar-
efni og áhrifameiri en nú þekkj-
ast. Þá munu verða ræktuð
blóm, sem nú eru ekki til, því
að kjarnorkan getur breytt
jarðargróðri alveg eins og hún
getur breytt málmum. Þar verð-
ur mikið af stórum aldingörð-
um, leikvöllum og hressingar-
stöðum, þar sem almenningur
hefst við, því allir hafa þá nóg-
an tíma. Það þarf ekki nema
nokkra menn til þess að vinna
stund úr degi við kjarnorku-
stöðvarnar, en þær framleiða
ljós, hita og orku eins og með
þarf og fyrir svo lítið verð, að
engan dregur um það. Auðvitað
verða þá einnig til margar verk-
smiðjur. En menn þurfa ekki
að vinna þar nema stutta stund
úr degi til þess að framleiða
meiri vörur heldur en mann-
kynið þarfnast. þessar verksmiðj
ur verða þá notaðar til að fram-
leiða nýa málma, ný einangrun-
arefni til húsbygginga, nýar
vefnaðarvörur og nýar matvör-
ur. Enn fremur verða þar smíð-
uð ný flutningatæki, sem tæp-
lega verður sagt um að háð sé
tíma og rúmi, og geta verið í
ferðum heilt ár með einum
hektólítra af atomeldsneyti.
1 atomborginni verður stór
sjúkdóma rannsóknarstofnun.
En þar verður annaðhvort lítið
sjúkrahús eða ekkert, því að
flestir sjúkdómar verða læknað-
ir um leið og þeir þekkjast.
Finnist yður þetta ótrúlegt þá
skuluð þér aðeins hugsa yður
hvað steinaldarmanninum, sem
bjó í helli, mundi hafa fundist
ef hann hefði séð nýtísku borg.
Það er álíka mikill munur á
steinaldarmanninum og okkur,
eins og verður á okkur og atom-
aldarmanninum.
Kjarnorkan er þegar tekin í
notkun læknavísindanna um
allan heim. Með smásjá og
röntgengeislum geta læknar
nú fylgst með ýmsum breyting-
um og á þann hátt aflað
sér þeirrar vitneskju er þarf,
til þess að geta læknað
margs konar sjúkdóma. En
í mannlegum líkama eru
margar meinsemdir, sem hann
fær ekki séð né skilið. Þess
vegna deyr fólk unnvörpum úr
krabbameini, berklum, blóð-
truflunum og ýmsum öðrum
meinsemdum. Læknirinn getur
linað þjáningar manna, en ekki
læknað þá.
Með aðstoð geislavirkra “iso-
tops,” sem framleiddir eru í
kjarnorkustöðvunum, má gera
mannslíkamann gagnsæan sem
gler. Það er því ástæða til að
vona að brátt takist að sjá hvern-
ig á því stendur að hin svonefnda
gigt skemmir ýmist liðamót eða
taugavefinn. Og þá munu finn-
ast meðul, sem geta læknað það.
Um krabbamein er öðru máli
að gegna. Þar er ekki um að
ræða að finna læknislyf, heldur
ástæðuna til þess að krabba-
mein myndast. Menn vita að það
er ofvöxtur á því að slíkur
ofvöxtur hleypur í þær?
Og hvað veldur vexti yfirleitt?
Læknar vita að ef líkaminn fær
fosfór, þá breytist hann í bein og
beinin vaxa. En þeir vita ekki
með hvaað hætti það verður.
Með hjálp geislavirkra “isotops”
verður hægt að fylgjast með
þessum vexti, skilja af hverju
hann stafar. Og þá er stigið spor í
áttina til skilnings á því hvað
vöxtur er.
Þórarinn Guðmundsson látinn
Þórainn Guðmundsson lézt í Red Deer, Alberta, 9. maí 1949,
79 áar gamall. Hann var fæddur 1870 að Skollatúngu í Göngu-
skörðum í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Guðmundur
Péturson og Ása kona hans. Um ætt Þóarins er mér ekkert kunnugt
annað en sem hér er sagt. Móðir sína misti Þóarinn er hann var
á unga aldri. Vestur um haf fór
hann með föður sínum 1876, þá
fimm ára gamall. Faðir hans fór
til Nýja íslands, og dó hann þar
nokkru síðar. Sama ár kom til
Nýja íslands Sveinbjörn Jó-
hannesson frá Veðramóti í
Gönguskörðum. Hafði Svein-
björn og Guðmundur faðir Þór-
arins verið þar nágrannar í
nokkur ár. Tók Sveinbjörn
Þóarinn til sín nokkru eftir frá-
fall föður hans. Nokkru seinna
fór Sveinbjörn til Norður Da-
kota og tók sér bolfestu skamt
fyrir norðaustan Mountain. Var
Islenzka bygðin þar á óðum að
byggjast. Þóarinn ólst þar upp
hjá Sveinbirni þar til hann var
um tvítugt.
Ekki hafði Þórarinn fengið
neina mentun til muna, því á
þeim árum var unglingum hald-
ið til vinnu meira en skólagöngu.
Snemma bar á því að Þóarinn
var athugull og laghentur til
allra verka, og kom hann sér vel
vil alla sem hann umgekst.
Eftir að Þóarinn fór frá Svein-
birni, vann hann hjá ýmsum í
nágrenninu. Hafsteinn Skúlason
og Sigríður Þorbergsdóttir kona
hans, höfðu tekið sér bólfestu
þar í bygðinni. Árið 1889 dó
Hafsteinn. Var þá ekkja hans ein
síns liðs með fóstur dóttir sína
Hallfríði, sem þau hjón höfðu
alið upp frá því hún var barn.
Fór Þoarinn þá í vist til þeirra.
Var Hallfríður þá gjafavaxta og
var talinn hin besti kvennkostur.
Fékk Þórarinn hennar og giftust
þau árið 1890, 1891 fluttu nokkrir
frá Norður Dakota til Alberta
fylkisins í Canada, og var Þórar-
inn einn, sem fór í þeim hóp með
konu sína og tengdamóðir. Tók
Þórarinn sér þar bólfestu eina
mílu frá bústað Stefáns G. Stef-
ánsonar skálds, og stundaði þar
búskap um nokkur ár. Árið 1905
hætti Þóarinn búskap og flutti
þá til Red Deer í Alberta. Keypti
hann þar bæjarlóð og bygði þar
stórt og vandað íbúaðrhús. Þar
bjó hann um nokkurt skeið, og
stundaði mest “contract” vinnu
og farnaðist það vel. Eftir nokk-
ur ár tók han sig aftur upp og
flutti með fjölskyldu sína til
Elfros í Saskatchewan og stund-
aði þar búskap um nokkurt
skeið. Þar urðu þau hjón fyrir
því mótlæti að Hallfríður kona
hans fékk slag og var uppfrá því
máttlaus öðru megin og varð að
færa hana í hjólastól innanum
húsið. Eftir nokkurra ára búskap
í grend við Elfros fluttu þau aft-
ur til Red Deer. Árið 1944 komu
þau Þórarinn og Hallfríður til
Vancouver, B.C. til að heim-
sækja dóttur sína og tengdason,
Mr. og Mrs. H. M. Sumarlíðason.
sem vóru þar búsett. Þar fékk
Hallfpíður slag í annað sinn,
og dó hún af því mjög snögglega.
Hún var jarðsett í Vancouver.
Eftir lát konu sinnar seldi
Þórarinn eignir sínar í Red Deer
og hefur verið hjá dætrum sín-
um til skiftis síðan.
Þóarinn var vel skynsamur
maður og vel látinn. Tók hann
ætíð þátt í öllum málum, sem til
framfara horfðu. Hann var bæði
hyggjinn og óeigingjarn, og vóru
þau hjónin bœði að maklegleik-
um virt og velmetinn. Þórarinn
var trúhneigður maður og studdi
ætíð þann kirkjulega félagskap.
sem hann tilheyrði bæði í orði
og verki .
Hann var hið mesta valmenni
og vildi ætíð láta gott af sér
standa. Oft heyrði ég tekið til
þess að fólki, sem þekti þar til,
hvað hann lét sér ant um konuna
sína eftir hún misti heilsuna. Eng
in faðir hefði getað annast um
veikt barn sitt með meiri um-
hyggju og ástúð en hann sýndi
henni, enda var sambuð þeirra
hjóna hin ástúðlegasta. Þau áttu
fimm börn sem öll fengu góðu
mentun og vóru skólakennarar,
var ein dóttirin miðskóla (High-
school) kennari um nokkurt
skeið áður hún giftist, Mr. H. M.
Sumarliðason. Einn son áttu þau,
Stefán Victor sem er látinn fyrir
mörgum árum. Þórarinn lifa
fjórar dætur, Mrs. Wm. Lee í
Hilliers, B.C. Mrs. W. Jansen
í Hillsdown, Alberta, Mrs. F. G.
Jenkens í Benalto, Alberta og
Mrs. H. M. Sumarliðason í Ed-
monton, Alberta. Einnig tvær
systur Mrs. A. W. Johns í Bran-
don, Manitoba og Mrs. Ann Guð-
mundson í Ottawa.
Jarðarför Þórarins fór fram
frá útfararstofu Simmons and
McBride í Vancouver, B.C. 12.
maí. Var hann jarðsettur við
hlðina á konu sinni, í hinum
yndislega grafreit “Forest Lawn
Memorial Park,” Dr. Haraldur
Sigmar þjónustaði við útförina.
Friður sé með þér, góði æsku-
vinur minn. S. Guðmundsson
Hið sama gildir í raun og
veru um krabbamein. Þegar
menn hafa fundið ástæðuna til
þess að ofvöxtur hleypur í frum-
urnar, þá finnast ráð til að
hindra þennan ofvöxt. Og þá
getur vel verið að sama aðferðin
og höfð var við rannsóknina dugi
til þess að lækna. Krabbamein
hhefir verið læknað með geislum.
En það hefir ekki verið nóg til
að radíum til að lækna alla. Það
, er ekki til meira af radíum í
heiminum en vel kæmist fyrir
í litlum vindlakassa. En kjarn-
orkan getur gert önnur efni
sjálfgeislandi. Það eru hinir svo-
nefndu “isotops,” og nú er hægt
að framleiða ótölulegan grúa
þeirra á stuttum tíma og með
litlum kostnaði. Næsta sporið er
að finna aðferð itl þess að senda
þessa geisla eins og skotfleyg inn
í sjálft krabbameinið og eyða
því, án þess að valda skemdum
á líkamsvefjunum. Ég er viss um
að vér höfum sigrast á krabba-
meininu áður en 7 ár eru liðin.
Gullgerðarmenn hefir öldum
saman dreymt um það að breyta
kvikasilfri í gull. Það hefir eigi
tekist enn að framleiða gull með
kjarnorkunni, en ég er viss um
að það er hægt og verður gert.
Máske hefir það tekist áður en
þetta birtist á prenti. Mönnum
hefir þegar tekist að breyta gulli
í kvikasilfur.
Geysilega þýðingu mun kjarn-
orkan líka fá við leit að olíulind-
um. Ótal ráða hefir verið leitað
áður í því skyni, en nú koma hin-
ir sömu “isotops” hér að gagni
eins og í læknislistinni. Með
þeim er hægt að gera jörðina
gagnsæa og finna hvar olíulindir
eru fólgnar og sjá hve mikið
olíumagn þar muni vera.
Fljótt á litið mun svo virðast,
sem þetta sé hættulegt, því að
þá verði allar olíulindir þurausn-
ar bráðlega. En hættan er engin.
Þótt vér tæmum allar olíulindir
heimsins, þá getum vér með
hjálp kjarnorkunnar framleitt
meiri olíu, en vér höfum þörf
fyrir.
-f
Þetta eru ekki draumórar.
Þetta eru staðreyndir.
Vér erum á vegamótum.
Til annarar handar er friðar-
braut og meiri lífsþægindi en
oss hefir nokkurn tíma dreymt
um.
Til hinnar handar er vegur
styrjaldar og eyðing alls lífs á
jörðinni.
í fyrsta sinn frá því að jörð
var sköpuð, höfum vér nú fram-
tíðina í voru höndum, forlög vor
góð eða ill. Vér verðum að á-
kveða áður en fimm ár eru liðin
hvorn vegin vér ætlum að fara.
Lesbók, Mbl