Lögberg - 23.06.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21374
miot'
L ,ndeTeTS
LAutl P A Complote
Cleaning
Institution
?HONE 21 374
ÍA^Í
«««Kj-jsS
ieA
Ciett'n
«*»J£Sl
A Complele
Cleaning
Tnst>tution
62. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 23. JÚNÍ 1949.
NÚMER 25
Fylkið iiði um Liberalstefnuna og canadiska þjóðeiningu á mánudaginn kemur
Samsteypustjórn í B.C. vinnur
stórkostlegan kosningasigur
Úr borg og bygð
Hon. Byron Johnson
Þann 15. þ. m. fóru fram kosn
ingar til fylkisþingsins í British
Columbia, og lauk þeim með
stórkostlegum sigri fyrir sam-
steypustjórn þá, er hinn spaki
og víðsýni stjórnmálamaður af
íslenzkum stofni, Hon Byron
Johnson veitir forustu, en hann
er, eins og kunnugt er, foringi
Liberalflokksins í British Col-
umbia fylki; alls eiga þar sæti
á fylkisþingi 48 þingmenn, og af
þeirri tölu vann samsteypu-
stjórnin 40 þingsæti, C. C. F.-
sinnar 6, einn utanflokka og
einn, er telur sig til flokks verka
manna.
Langliðsterkastur varð flokk-
ur Liberala, er vann 26 þing-
sæti. Forsætisráðherrann kvað
kosningarnar einungis hafa snú-
ist um tvennt: Einstaklingsfram
takið gegn Sósíalismanum. —
C. C. F.-sinnar sættu þungum
áföllum og töpuðu fimm sætum
af þeim þingstyrk, er þeir nutu
fyrir þingrof.
Vel að verki verið
Undanfarinn árshelming hef-
ir kennsludeild ríkisháskólans í
Norður-Dakota (University of
North Dakota) í blaðamennsku
efnt til sérstakra fyrirlestra-
halda um tímabær efni fyrir
nemendur í deildinni vikulega.
í lok árshelmningsins fór
fram af hálfu nemenda at-
kvæðagreiðsla um það, hvern
fyrirlesturinn þeir hefðu talið
beztan; og skýrði forseti deild-
arinnar nýlega frá því, að at-
kvæðagreiðslan hefði fallið á
þann veg, að fyrirlestur dr.
Richards Beck um daginn, sem
hann var viðstaddur fundi Sam
einuðu þjóðanna, og starf þeirra
hefði verið talinn hvorttveggja
í senn skemmtilegastur og fróð
legastur.
Meðal fyrirlesaranna umrædd
an árshelming voru kunnir
blaðamenn víðsvegar úr Norður
Dakota og víðar að.
Frú Margrét Stephensen lagði
af stað áleiðis til Islands á sunnu
dagskvöldið var í boði ættingja
sinna og venslaliðs; hún mun
verða nálœgt tveggja mánaðar-
tíma í ferðalaginu.
♦
Umsögn um 60 ára afmæli
Selkirksafnaðar, sem haldið var
hátíðlegt síðastliðinn sunnudag,
bíður næsta blaðs.
-f j
Úr síðasta gjafalista Betels
féll úr þetta nafn: Mrs. Lára
Sveinsson, Westbourne, Man.
$3.00.
-f
Hr. Páll Pálsson dýralæknir
frá Rvík var staddur í borginni
nokkrar klukustundir í fyrri
viku; hann kom hingað austan
úr Ontario og var á leið suður
í Bandaríki; hann er sonur Páls
Zophoníassonar alþingismanns.
■f
Nýlega kom hingað til borg-
arinnar vestan frá Seattle,
Wash., Mr. Arlo (Arnljótur)
Lýðveldishátíðin að Iðavelli
Síðastliðinn laugardag mint-
ust íslendingar í Norður-Nýja
íslandi fimm ára afmælis hins
endurborna, íslenzka lýðveldis
með ánægjulegri og fjölsóttri
útisamkomu, er lengi mun verða
minnistæð þeim, er hana sóttu,
og ber til þess margt; einmuna
veðurblíða faðmaði landnámið
við strendur Winnipegsvatnsins
þennan áminsta dag, skemmti-
skrá harla fjölbreytt, ræður
markvissar og langtum styttri
en venja hefir verið til, enda er
það lítt viðeigandi, að flytja
langa fyrirlestra á útiskemmt-
unum, þar sem fundum fólks
ber saman einu sinni á ári til
að rabba saman og rifja upp
endurminningar; samkomur
sem þessar, hafa ómetanlegt vin
fengis- og endurfundagildi.
Forsæti hátíðarinnar hafði
með höndum Gunnar Sæmunds
son, er sýndi í þeim starfa góða
rögg og háttlægni. Guttormur J.
Guttormsson skáld mintist ís-
lands í ræðu; fyrir minni Can-
ada mælti Hallgrímur Péturs-
son lögfræðingur, en T.J. Oleson
prófessor helgaði mál sitt ís-
lenzku landnemunum í Vestur-
vegi. Stutt ávörp fluttu þeir for-
seti þjóðræknisfélagsins, séra
Philip M. Pétursson og W. J.
Líndal dómari; frumsamin
kvæði fluttu á hátíðinni Böðvar
H. Jakobsson, Frank Olson og
Einar P. Jónsson.
Blandaður kór, sem talið er
að muni hafa um fjörutíu með-
limi undir forustu Jóhannesar
Pálssonar, jók mjög á virðuleik
hátíðarinnar; frá þjóðræknis-
legu gildi áminstrar lýðveldis-
Minni Canada
Canada — the Free
G. S. Thorvaldson, K. C.
Frambjóðandi íhaldsflokksins í
Suður-Winnipeg
Mrs. Björn Jónasson frá Silv-
er Bay er nýlega lögð af stað í
skemmtifierð til íslands ásamt
dóttur sinni. Mrs. Jónasson
fluttist vestur um haf úr Mý-
vaitnssveit; þær mæðgur ráð-
gerðu að dvelja í þrjá mánuði
á íslandi.
♦
Tvö börn séra Carls J. Olson-
ar af fyrra hjónabandi, Ingi-
björg Lillian (Mrs. A. W. Lane)
og Gísli Róbert, luku Bachelor
af Arts prófi við McGill háskól-
ann í Montreal þann 30 maí
síðastliðinn með ágætiseinkunn
í ensku og heimspeki. Séra Carl
er nú búsettur í bænum Colum-
bus í Nebraskaríkinu.
God of our glorious land,
From sea to sea,
Stalwart and staunch we stand,
Steadfast in Thee.
Through all eternity
Our love will be,
This land of liberty,
Canada—the free.
Here. under f reedom’s skies,
Banners unfurled,
Proclaim and symbolize,
A just new-world.
Races from every shore,
Of one destiny,
This bounteous land adore,
Canada—the free.
Lord of our nation,
We seek Thy kind grace,
That the creation
Of our noble race,
May be an epitome,
Pleasing to Thee,
Worthy of hearth and home,
Canada—the free.
* Frank Olson.
Kveðja ríkisstjórnar Islands til
Íslendingadagsins að Mountain
Séra Philip M. Pétursson
Frambjóðandi C.C.F.-flokksins
í Norquay
Vopni ásamt frú sinni, sem er
af amerískum ættum; voru þau
á skemmtiferðalagi og ætluðu
alla leið til Montreal og Que-
becborgar. Arlo Vopni hefir
með höndum járnbrautarstarf í
Seattle. Faðir hans var Hjálmar
Arngrímsson frá Mælifelli, en
síðar í Skógum í Vopnafirði,
en móðir hans Hólmfríður Jón-
asdóttir frá Vrossi Ljósavatns-
skarði; þessi prúði og viðkunn-
anlegi maður er fæddur í Minne
otabyggðinni í Minnesotaríkinu;
þau Arlo Vopni og frú eiga eina
dóttur barna, Syvíu, sem er mik
ilsmetinn kennari í Seattleborg.
-f
Hr. Magnús Elíasson frá Van-
couver, B.C. kom nýlega hingað
til borgarinnar á leið austur til
Montreal, þar sem hann ætlaði
að flytja ræðu á ársþingi þeirra
samtaka, er vinna að velferð
hins blinda fólks í landinu.
Magnús er snjall ræðumaður.
-f
Séra Sveinbjörn Ólafsson í
Duluth, Minn., leggur af stað
flugleiðis til Islands þann 26.
júlí næstkomandi og ráðgerir að
dvelja mánaðartíma á ættjörð-
inni; hann er ættaður af Akra-
nesi. Séra Sveinbjörn kom ung
hátíðar, verður nánar sagt í
næsta blaði.
Eftirfarandi símskeyti var les
ið á hátíðinni, er vakti mikinn
fögnuð:
V
Reykjavík, 15. júní 1949.
Grettir Leo Johannson
Rœðismaður Islands
910 Palmerston Avenue
Winnipeg — Manitoba.
Ríkisstjórn íslands biður yður
að flytja Vestur-íslendingum í
umdæmi yðar alúðarkveðjur á
þjóðhátíðardegi íslendinga er
íslenzka lýðveldið verður fimm
ára. Jafnframt þakkar ríkis-
stjórnin forna og nýja vináttu
Vestur-íslendinga við heima-
þjóðina og þann sóma, sem þeir
hafa gert henni með manndómi
sínum og framtaki í hinum nýja
heimi.
Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar
Bjarni Benediktsson
utanríkisráðherra
Gjafir í Skrúðvagnssjóðinn
(Float) á 75 ára afmæli
Winnipegborgar 1949.
Áður auglýst $1216.00. Mr. &
Mrs. F. E. Snidal, Steep Rock
$10.00. Mr. & Mrs. Halldór
Jhonson $2.00. Samtals $1228.00.
Davíð Björnsson
féhirðir.
ur vestur um haf og aflaði sér
allrar sinnar mentunar í þessari
álfu; hann ber órofarækt til Is-
lands og hlakkar mjög til heim-
fararinnar. ♦
GÓÐIR GESTIR
Á föstudagskvöldið var komu
hingað til borgarinnar þau Dr.
Jón Straumfjörð og frú Þórey
Straumfjörð frá Astoria í Ore-
gonríkinu; ferðuðust þau í einka
flugvél, sem . Dr. Jón sjálfur
stjórnaði; þessi merku hjón eru
bæði útskrifuð af háskóla Mani
toba fylkis, og eiga fjölda ætt-
ingja og vina hér um slóðir;
flugu þau til Gimli og Lundar
á mánudag, en komu hingað
aftur á þriðjudaginn.
Dr. Jón er sonur hinna ágætu
hjóna Jóns og Ingiríðar Straum-
fjörð, sem lengi bjuggu í grend
við Lundar, og hann er sonar-
sonur hins stórmerka landnáms
manns Jóhanns Straumfjörðs,
sem lengi bjó í Engey skammt
frá Mikley, en frú Þórey er dótt
ir Guðmundar Þórðarsonar í
Piney og frúar hans.
Dr. Jón er skarpgáfaður mað
ur og mikilhæfur læknir; hann
veitir forustu lækningastofnun
í Astoria og hefir í félagi við
sig sex lækna.
♦
Hr. G. O. Einarsson kjörstjóri
í Norquay var staddur í borg-
inni í fyrri viku. 1 för með hon-
um voru þeir bræður Vristján
og Valdimar Guðmundssynir og
Haraldur Einarsson frá Arborg.
-t-
Söngkonan góðkunna frú
Rósa Hermannsson — Vernon
skemmtir ásamt dætrum sínum
á samkomu, sem haldin verður
í Sambandskirkjunni í Arborg
á laugardagskvöldið þann 25.
þ. m.
Oddný Gíslason, systir Th.
Gíslasonar við Morden, Man.,
Á lýðveldisdegi Islands og
fæðingardegi Jóns Sigurðsson-
ar, var Valdimar Björnsson hinn
snjalli og víðkunni blaðamaður
í Minneapolis Minn., sæmdur
riddarakrossi St. Olavs orðunn-
ar af Hákoni Noregskonungi, í
viðurkenningarskyni fyrir
drengileg og mikilvæg störf
hans í þágu norsku þjóðarinnar
meðan á síðustu heimsstyrjöld
stóð og eins eftir að henni lauk;
afhending orðunnar fór fram í
White Pine Inn í Bayport; virð-
ingarmerkið afhenti vararæðis-
maður Noregs Sigurd Ekelands
og sézt hann til vinstri á mynd-
inni að ofan, þar sem hann næl-
Á Islendingadeginum að
Mountain, síðastliðinn föstudag
þ. 17. júní, las dr. Richard Beck
prófessor, vararæðismaður Is-
lands í Norður-Dakota, eftirfar
andi símkveðju frá Bjarna Bene
diktssyni, utanríkisráðherra Is-
lands, sem send var í nafni ríkis-
stjórnarinnar:
Reykjavík, 15. júní 1949
Richard Beck,
Grand Forks, N. Dak.
Ríkiðstjórn íslands biður yð-
ur að flytja Vestur-íslendingum
í umdæmi yðar alúðarkveðjur á
þjóðhátíðardegi íslendinga, er ís
lenzka lýðveldið verður fimm
ára. Jafnframt þakkar rikis-
stjórnin forna og nýja vináttu
Vestur-íslendinga ýið heima-
þjóðina og þann sóma, sem þeir
hafa gert henni með manndómi
sínum og framtaki í hinum nýja
heimi.
Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar
Bjarni Benidiktsson
utanríkisráðherra
Var þessari hlýju og drengi-
legu kveðju ríkisstjórnarinnar
innar tekið með miklum fögn-
uði af samkomugestum, og dr.
Beck falið með einróma sam-
þykkt að senda ríkisstjórninni
eftirfarandi símkveðju:
Utanríkisráðherrann,
Reykjavík, Iceland.
Islendingar í Norður-Dakota
á lýðveldishátíð að Mountain
þakka hlýjar kveðjur ríkis-
stjórnarinnar og senda heima-
þjóðinni hugheilustu kveðjur og
óskir.
varð bráðkvödd á heimili systur
dóttur sinnar, Rannveigar ólafs
son þar í bygð þann 2. þ. m.,
hin mesta sæmdarkona eins og
hún átti kyn til; hún var jarð-
sungin af séra E. H. Fáfnis þann
6. þ. m. Hennar verður nánar
minnst hér í blaðinu.
ir riddarakrossinum á Valdimar.
Daginn áður fæddist þeim Valdi
mar og frú Guðrúnu sonur, svo
eins og að líkum lætur, hefir
mikið verið um dýrðir hjá fjöl-
skyldunni vegna hinna merku
atburða.
Valdimar er meðritstjóri stór-
blaðsins Pioneer Press and
Dispatch í St. Paul, en flytur
auk þess útvarpserindi á hverj-
um sunnudegi; hann er vara-
ræðismaður íslands í Minnesota
ríkinu.
Lögberg samfagnar Valdimar
og frú vegna heiðursmerkisins
norska, en þó einkum í tilefni
af fæðingu fyrsta sonarins.