Lögberg - 23.06.1949, Blaðsíða 2
JjÖGBERG, FÍMTUDAGINN, 23. JÚNÍ 1949.
1
Alexander Kielland-
Hundrað ára minning
F. 18. febrúar 1849. — D. 6. mars 1906
1 tilejni aj því að í dag eru liðin hundrað ár, jrá jæðingu
norska skáldsins Alexanders Kiellands hejur jrú Kari
Hamre ritað ejtirjarandi grein jyrir Morgunhlaðið, um
þetta merka skáld Norðmanna.
Skaldrit Alexanders Kielands eru nú á dögum meira lesin í
Noregi, en rit nokkurs annars 19. aldar höfundar. — Hann hafði
hæfileika, sem sjáldgæfir eru meðal Norðmanna. Þess vegna hafa
norskir lesendur svo mikið dálæti á honum. Hann er glaður, ör-
uggur, glæstur. Hamarshögg Ibsens voru þung og dimm. —
Björnson gat barið sér á brjóst
Alexander Kielland forðaðist öll
Það var ekki að hans skapi að
halda ræður og koma fram á
mannamótum. Sjálfshæðni hans
var sívökul, glettnin ávalt við
hendina. Það kom fyrir að hon-
um sló fyrir brjóst af hátíðleg-
um orðræðum Björnsons. En
svo var Kielland líka það betur
settur en stórskáldin tvö, fyrir-
rennarar hans, að hann var 20
árum yngri. Hann tilheyrði því
nýjum tíma og átti auðvelt með
að komast fram úr mörgu því,
er valdið hafði hinum erfiðleik-
um.
Tvær eru ástæður fyrir sér-
kennum Kiellands. Hann var
Vestlendingur. Og hann var al-
inn upp á menningarheimili, með
The Swan Manufacfuring Co.
Oor. ALEXANDER and ELLEN
Phone 22 641
Halldór M. Swan eigandi
Heimili: 912 Jessie Ave — 46 958
og opnað sinn breiða faðm. En
stóryrði og mikillæti.
aldagömlum erfðavenjum. Ja-
kob Kielland flutti til Stavang-
urs um miðja 18. öld. Hann var
kaupmaður og efnaðist vel. Ríki-
dæmið fór vaxandi í höndum
sonar hans Gabriels. Þeir feðgar
versluðu með korn og salt, og
ráku skipaútgerð. Gabriel Kiell-
and. Jakobsson víkkaði starfs-
svið fyrirtækisins, og var hepp-
inn. Hann varð einn af ríkustu
mönnum Noregs. Er hann dó var
fyrirtækið leyst upp, og eignun-
um skift milli sonanna. Einn af
þeim var faðir Alexanders
Kiellands, Jens Zetlitz Kielland.
Kiellandsættin fekkst við
fleira en verslun og fjármál.
Þetta var gáfufólk, er hafði
rúman fjárhag, og átti því auð-
velt méð að tileinka sér menn-
ingu samtíðar sinnar. Kiellands
fólkið hafði farið víða, var vei
heima í bókmentum Evrópu og
lífsstefnum. Á ferðum sínum
hafði það keypt sér bæði bækur,
innanstokksmuni, föt, borð-
+
TIL KAUPENDA
LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU
Frá því var nýlega skýrt í báSum íslenzku blöðunum
vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein-
délka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á
þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en
þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði.
Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur.
Fyrir samskotalista reiknast 50 oents á þumlunginn.
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
THE VIKING PRESS LIMITED
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐM UNDSSON
MávahlíS 37, Raykjavfk.
,--------------------------------------------
I GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ
l||
Eins og samkepni á sviði viðskiptalífsins nú er
Iháttað, liggur það í augum uppi hve mikilvægt
það sé, að piltar og stúlkur fái notið hagkvæmrar
mentunar í öllu því, sem að skrifstofustörfum
I' lýtur; slíka mentun verður fólk að sækja á Business
|| College. Það verður nemendum til ómetanlegra
hagsmuna, að leita upplýsinga á skrifstofu Lög-
Ibergs í sambandi við verzlunarskólanámsskeið.
Þau fást með aðgengilegum kjörum.
||l
GRÍPIÐ TÆKIFÆRIÐ!
'i
|| THE (OLUMBIA PRESS LTD.
695 SARGENT AVENT7E WINNIPEG.
búnað og fleira eftir smekk
tímans. — Sveitasetur ættarinn-
ar, hið stóra hún Leedal, rétt
fyrir utan Stavanger, var útbú-
ið sem fagur og höfðinglegur
fyrirmannabústaður þeirra tíma.
— Þar var haldið uppi glœstu
og fjörugu samkvæmislífi er
hafði fengið fastan svip, með
erfðavenjum kynslóðanna.
Hér var lögð rækt við söng og
hljóðfæraslátt, því að allt
Kiellandsfólkið var mjög söng-
við. Hér rúmaðist léttúðargáski
og hárskörp gagnrýni, sem oft
var þó breytt yfir með áferðar-
fallegri kímni.
-t-
í uppvexti Alexanders Kiel-
lands var ættarvenjunum hald-
ið við. Hér kyntist hann hinu
snyrtilega samkvæmislífi. Hann
lærði því fljótt að meta form-
fastar umgengnisvenjur. — En
snillisvörin, glæsileikinn og
gáskinn Voru honum í blóð bor-
ið. Hann var „aristokrat" — en
heilbrigður „aristoratk“. —
Meðfædd andúð hans á öllu
brauki og uppskafningshætti
þróaðist í honum — andstygð á
öllum þeim, er þóttust vera meiri
en þeir voru — öllum yfirdreps-
skap. Þetta var sterkasti streng-
urinn í eðlifari Kiellands— and-
stygðin á yfirdrepsskapnum,
gerði hann að listamanni.
Alexander Kielland gekk í
Latínuskólann í Stavangri. —
Síðar gaf hann skuggalega lýs-
ingu á þessum skóla í skáldsög-
unni „Eitur.“ Þar lýsti hann
hinu andlausa grísku- og latínu-
stagli, sem ætlaði að gera út af
við hann. Hann las lög nokkur
ár í Kristianiu og kom heim að
afloknu prófi árið 1871, gifti sig
og keypti tígulsteinasmiðju á
Jaðri.
-f
Á stúdentsárunum, og jafnvel
næstu árin þar á eftir, náði hann
í bækur, sem höfðu gagngerð
áhrif á alla andlega þróun hans.
Snemma fekk Kielland smekk
fyrir verk Heine. Þar fann hann
andlegan skyldleika. Hann hafði
ánægju af hinu skarpa háði
Heine. Kaldhæðni hans og glett-
um, gagnvart öllu því, sem upp-
skrúfað var og tilgerðarlegt. í
bréfi til Georgs Brandesar þakk-
aði Kielland honum fyrir það,
sem hann hafði skrifað um
Heine, fyrir „lausnarorðið góða.“
Heine, hataði alla stórmensku
og oddborgaraskap. Þessvegna
skilja Þjóðverjar hann ekki
Skilja ekki hina fordómalausu
einbeittni Heine, sem í mínum
augum er innsta eðli hans.“
Kielland fann líka andlegan
skyldleika sinn við S. Kierke-
gaard. En þessi andans maður
hafði úrslitaáhrif á heila kyn-
slóð norskra og danskra skálda.
Dulskyggni Kierkegaards og
trúarbragðahugl. voru Kielland
fjarri skapi .En það, sem vakti
eftirtekt Kiellands, í fari og rit-
um Kierkegaards, var sannleik-
leit hans, árásir hans á fals og
fláttskap allan, hálfvelgjuna og
hin innantómu orð, einkum í
munni prestastéttarinnar. Hann
kallar Kierkegaard „þann rit-
höfund, sem hann hafði mest
dálæti á“ og hann vill að
„Augnablikið" eftir Kierkegaard
geti komið út í alþýðuútgáfu.
Auk þess var Kielland að sjálf-
sögðu vel heima í verkum Dar-
wins. Og hin frjálslyndu rit
Stuarts Mills voru eftirlitsbæk-
ur hans.
Ýms af áhugamálum Mills
komu fram í skáldsögum Kiel-
lands, þar á meðal áhuginn fyrir
kvenréttindum. Sem sagnahöf-
undur hefir Kielland orðið fyrir
mestum áhrifum frá Dickens.
Eins og Dickens skapaði sína
æfintýralegu Lundúnaborg, eins
skapaði Kielland sitt skemtilega
Stavangur. K i e 11 a n d hefir
líka laðast mikið að verkum H.
C. Andersen, að hinum glæsi-
lega stíl hans og síkviku glað-
værð.
Kielland var 29 ára gamall,
þegar fyrsta bók hans kom út,
„Smásögur" Þær vöktu feikna
fögnuð. Hér var kominn nýr,
persónulegur stíll. Fólk hló og
skemti sér yfir sögunum. Nú
kyntist Kielland Björnson og
Edward Brandes, en Georg
Brandes nokkru seinna. Þessi
nýja bók hans gaf honum kjark
og sjálfstraust. En Kielland lík-
| aði ekki að fólk skyldi ekki gera
annað en hlœja og skemta sér
yfir smásögum hans. Til grund-
vallar þeim öllum lá hneykslun
hans og háð gagnvart þjóðfé-
laginu.
Það var umbótakrafan, er rak
Kielland til þess að skrifa —
krafan um sannara, betra mann
félag. Hann vildi ekki, að skáld
skapur hans yrði ekki annað en
fagurfræðileg nautn fyrir les-
endann. Skáldskapur hans átti
að koma að gagni, af honum átti
að verða andlega siðabót fyrir
samtíð hans. Og svo kom fólk
og hló, og sagði, að þetta væri
fjandi vel gert hjá honum. Hinar
beisku pillur í ritum hans höfðu
fengið á sig svo fína smekkhúð,
að menn gleyptu þær, eins og
ekkert væri. En strax í smásög-
um hans koma fram mörg af
þeim viðfangsefnum, sem héldu
áfram gegnum öll skáldverk
hans.
Hann hæðist að þeim, sem sitja
ká hátindinum, hafa sett þar á
sig spekingssvip og beita hörku
gagnvart þeim, sem neðar voru
settir. Hann hæðist að hinni ein-
sýnu embættismannadýrkun og
því kjaftlipra smjaðri er henni
fylgir og bendir á óréttlæti það,
sem ríkir í þjóðfélaginu.
Söguform hans hefir mótast
af rökréttri byggingu í verkum
Kierkegaard og í andstæðu
kenningum Hegels. Hann bygg-
ir frásögn sína æfinlega á and-
stæðum. Á þann hátt verður
ávalt ljóst hvað hann er að fara.
1 Hann setur son upp á móti föð-
ur, óhófsveislur í samanburð
við sult almúgans, hið einfalda,
saklausa til samanburðar við hið
himinhrópandi fals.
-f
Georg Brandes skrifar Kiel-
land, að nú verði hann. næst að
reyna að spreyta sig á að semja
langa skáldsögu. Kielland verð-
ur ákaflega þakklátur fyrir þá
uppörfun. George Brandes var
maðurinn, sem hafði komið með
nýja strauma tímans til Norður-
landa. Með bók sinni „Höfuð-
straumum,“ hafði hann opnað
gluggan út til Evrópu. Kielland
segir oft í bréfum sínum, að
hann ráfi heima hjálparlaus, og
viti hvorki upp né niður. En svo
opni Brandes honum rétta leið.
George Brandes gerði nýjar
BRITAIN MAKES FIRST ALL-METAL CONVERTIBLE CAR.
An all-metal, convertible car body, British designed and
manufactured, will be shown at, the Motor Show at Olympia,
London, in October. This picture shows the prototype all-metal,
convertible car with its inventor, Colonel John Dolphin, who also
invented the one-man submarine and the paratrooper’s folding
motor-cycle (now the famous “Corgi”). British “Allard” oars will
be sold with this body, with which Colonel Dolphin has already
travelled 12,000 miles, and claims . . . “there is still not a squeak
anywhere”.
kröfur til norrænna rithöfunda.
Þeir áttu að taka þjóðfélagsmál-
in til meðferðar. Kielland var
hreykinn yfir að fylla þeirra
flokk, sem það gera. Hann vill
vera með í baráttunni. Brandes
á að vera andlegur leiðtogi hans.
Og hann lofar því, að í róman-
inum skuli tilgangurinn koma
ljósara fram en í smásögunum.
Þetta heppnast ekki fyllilega. í
höndum hans verða söguper-
sónurnar, að hans áliti, alltof
spakar. Rómaninn átti upp-
runalega að heita „Hinir óá-
nægðu“, en „svo er fjandans
fólkið svo harðánægt ,að maður
getur grátið yfir því. Ég skal
svei-mér finna það í fjörunni í
lokin“, segir hann í bréfi. Bókin
var skírð upp og hét „Garman og
Worse.“
Brandes skrifaði einu sinni
um „Garman og Worse“: „Sag-
an er eins og fyrsta kampavíns
glasið, sem kemur af sjálfu sér
upp úr flöskunni. Hin glösin eru
kannske eins góð, er í þau er
hellt.“ Þetta er alveg rétt. í engri
annari bók Kiellands er þróttur-
inn eins yfirfljótanlegur og í
þessari frásögn. Það er eins og
maðurinn hafi haft sjálfskrifandi
penna. Ánægja hans yfir því, að
hafa fengið lausan tauminn, skín
út úr frásögninni. Hér er hann
meira skáld en leiðbeinandi. —
Hér gerði hann hinar töfrandi,
ógleymanlegu myndir af náttúru
Jaðars, sem hann elskaði, af
Stavangri, hinum hressa, starf-
sama bæ, með skipin og sjóbúð-
irnar, myndir af fjölskyldulífinu
á hinu fína, gamla fjölskyldu-
setri Sandsgaard. Lýsingin á
eldsvoðanum er litauðug og
spennandi. En þó er Kielland lík-
ari sjálfum sér í hinni varkáru
frásögn af gömlu mönnunum
tveim, sem fóru til vínkjallar-
ans. Þar er frásögnin örugg og
einföld í formi, með sérstæða
kímni, sérstæð geðhrif sem
leggja að vitum lesandans eins
og fín angan af gömlu víni.
Lýsingarnar á hafinu eru lyrisk-
ar, næstum því eins og hljóð-
fœrasláttur. „Ekkert er eins
rúmgott og hafið, hvergi er aðra
eins þolinmæði að finna. Á hinu
breiða baki sínu ber það smáfólk
jarðar, eins og fíll, og í hinu
dimma, kalda djúpi getur það
rúmað alla heimsins eymd.”
í lýsingunni af Sparre prófasti
kemst Kielland að kjarnanum,
er hann segir frá hinum rólynda
presti, sem leggur mjúka og kæf-
andi ábreiðu sína yfir allar til-
raunir til reiknings skila eða til
hreinskilni. Tilgangur höfundar
(Frh. á hls. 3)
Fleiri MASSEY-HARRIS
sjálfknúnar Combines
í Vestur-Canada en allar
aðrar samstæður til samans
Við nýlega könnun kom það í ljós, að eigendur sjálfknúinna
combines í Vestur-Canada skiptust þannig:
61.9% áttu Massey-Harris samstæður.
38.1% áttu aðrar tegundir.
Þetta eru ábyggilegar upplýsingar fyrir hvern þann, er hefir
í hyggju að kaupa nýja combine. Og þegar þannig hagar til,
að menn taka eina búnaðarvél svona ábærilega fram yfir
aðrar, hljóta að liggja að því gild rök.
ÞESSAR ERU MEGIN ÁSTÆÐURNAR
1. Massey-Harris hafa langtum lengri æfingu við framleiðslu
combines en aðrir framleiðendur. Það var árið 1901 sem
Massey-Harris lét smíða „stripper harvester“ til ræktunar í
Ástralíu og Argentínu.
Árið 1910 smíðaði Massey-Harris hinn fyrsta „reaper-thres-
her“. og 1938 hina fyrstu, ábyggilegu, sjálfknúnu combine.
2. Massey-Harris combines eru þjóðkunnar fyrir lágan starf-
rækslukostnað og eins fyrir það hve sterkbyggðar þær eru.
3. Massey-Harris combines eru þannig gerðar, að þær eiga
svo að segja við hvaða jarðveg, sem er.
4. Massey-Harris afgreiðsla er sú bezta í Vesturlandinu.
M.-H. Olipper er ó-
riðjafnanleR eorn-
bine fyrir akra. sem
ekki em stórir um
sig. Ráða við n\ikla
uppskeru á sórfneði
ieftan hátt.
Massey-Harris No. 15 og No.
17 eru fyrir dráttarvól unilir
eins manns umsjón. Afkasta
miklu með litium tilkostnaði.
ÞESSAR COMBINES EIGA ALLSSTAÐAR VI£>
Vegna þess hve miklu er úr að velja af Massey-Harris com-
bines, getið þér ávalt fengið þá tegund, er bezt hentar eins og
hér segir:
No. 21 sjálfknúin, 12 feta rista með 12 feta palli.
No. 26 sjálfknúin, 12 feta rista (einnig 8% og 10 feta rista).
No. 15 og No. 17, fyrir dráttarvélanotkun með p.t.o. eða ketil-
drætti.
8 og 10 feta rista hvor um sig.
Sjálfknúinn Clipper, 7 feta rista.
Dráttarvélar Clipper, 6 feta rista.
Látið Massey-Harris umboðsmann annast um að þér fáið
þessa óviðjafnanlegu Massey-Harris combine til notkunar við
þessa árs uppskeru.
MASSEY HARRIS C0MPANY LIMITED
WINNIPEG BRANDON REGINA SASKATOON YORKTON SWIFT ^URRENT
tsta is e |8 caigary edmonton vancouvir montreal moncton toronto