Lögberg - 23.06.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 23.06.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. JÚNÍ 1949. iogberg GefitS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskríft ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "L°Kberg” is printed and published by The Columbía Press Ltd. b9 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa MINNI LANDNEMANNA flutt að Iðavellj 18. júní 1949 eftir prófessor T. J. Oleson Menning okkar — hin vestur Evrópiska og kristna menmng er að mörgu leyti sérkennileg. Þó ætla ég að ekkert sérkenni hennar sé eins greinilegt og þrá hennar að vaxa og stækka, þrá hennar að brjóta öll bond hins sýnilega, þrá hennar eftir nýju og nýju land- námi bæði í heimi hins veraldlega og andlega. Húr. hefst á tímabilinu milli 800 og 1000 e. K. b., og hefir írá byrjun að heita má, numið ný lönd og nýja andans heima. Hún breiðist austur um alla Evrópu til Garða- ríkis, hún breiðist norður til norrænna landa, og þar innlimar hún hinar hraustu norrænu þjóðir. Þær ger- ast boðberar hennar og bera hann um óþekkt höf og ísbreiður, norður undir nöfina, suður í sumarsælu Mið- jarðarhafsins, norð-vestur í auðnir þessa meginlands og. austur í Garðaríki og jafnvel til Jórsala. í andans heimi finnst ef til vill ekki nokkursstaðar annað eins dæmi þeirrar þrár að brjóta af sér alla hlekki tíma og rúms eins og í Eddukvæðunum, enda hefir verið bent á þetta áður, t. d., þetta erindi, hið síðasta úr Helreið Brynhyldar: Munu við ofstríð alls til lengi konur og karlar kvikvir fæðask. Við skulum okrum aldri slíta Sigurðr saman söksk gýgjar kyn. „Söksk gýgjar kyn“ — um alla eilífð. Hinn mikli sagnaritari Englendinga, Arnold Toyn- bee, hefir í riti sínu A Study of History dáðst mjög að þrekvirki norrænna og íslenzkra manna til forna. Enda má það. Sá þjóðistofn sem myndaðli hiina íslenzku þjóð á að baki sér þrjú merkileg landnám. Fyrst er að telja landnám íslands, sem Jónas Hallgrímsson hefir lýst manna bezt: „Þá komu feðurnir frægu og frjálsræðishetjurnar góðu austan um hyldýpishaf hingað í sælunnar reit, reistu sér byggðir og bú í blómguðu dalana skauti, ukust af íþrótt og frægð“ .... Og það landnám varir enn, og sem betur fer hafa niðjar landnámsmanna, þrátt fyrir erfiðleika sem þeir hafa átt við að búa í „sælunnar reit“ — ís og eld, plág- ur og pyntingar, hungur og harðstjórn — „gengið til góðs götuna fram eftir veg“. r Þessi litla, en þróttmikla þjóð, sem settist að á þessum eldgíg „norður við heimskaut“ reisti ekki að- eins fyrirmyndar þjóðfélag, en átti og orku til þess að stofnsetja tvær aðrar nýlendur. Hið íslenzka lýð- veldi var liðlega hundrað ára gamalt þegar landnáms- andinn knúði part af þjóðinni til þess að hefja nýtt landnám í einhverju hrikalegasta landi heimsins, Grænlandi, sem er að mestu leyti þakið ævarandi ís. Ég fæ aldrei dáðst nógsamlega að því þjóðfélagi, sem átti ekki yfir meiri kröftum að ráða en fárra tuga þúsunda manna skyldi geta komið á fót nýlendu í þess- ari heimsálfu, og að þær fáu þúsundir sem sú nýlenda taldi til sín skyldu svo geta heimsótt og oft tekið sér bólfestu á öllum austur og norður ströndum þessa mikla meginlands. En því miður hvarf þessi fyrsta nýlenda íslenzkra landnámsmanna — þessi fyrsta nýlenda Norðurálf- unnar í Vesturheimi — að lokum út í hið mikla haf blóðblöndunarinnar. Hver er sá íslendingur, sem get- ur litið rústir hinna íslenzku bændabýla og kirkna á Grænlandi án þess að vikna yfir þessari sorgarsögu hins íslenzka landnámsanda? En steinarnir tala, og við megum vera stolt af afrekum hinna fyrstu íslenzku landnema vestan hafs. óg svo á nítjándu öld hóf hin íslenzka þjóð aftur landnám í þessari álfu. Og líkurnar til þess að það gæti orðið varanlegt, eða varanlega íslenzkt, voru ef til vill minni en í hinum tveimur fyrri tilfellum. ísland og Grænland voru bæði, að heita má, óbyggð lönd. Þau biðu mannanna og þau voru einangruð og gáfu von um griðastað fyrir þau dýrmæti, sem forfeður okkar fluttu þangað með sér og mátu mest. En hingað komu íslendingar til lands, þar sem þeir gátu aldrei búist við að vera annað en örlítill partur af stóru þjóðfélagi. Þeir komu hinagð allslausir. Þeir komu hingað í fram andi land þar sem tunga þeirra var ókunn og tunga hérlendra manna þeim ókunn. Þeir komu í land, þar sem þeir áttu að venjast. Og það hefði mátt búast við því að þeir bæru ekki sérlega mikla ást til landsins, sem þeir neyddust til að yfirgefa. En sagan varð önnur en við mátti búast. Það eru þung örlög að þurfa að kveðja föðurtún og leita gæfunnar í fjarfægu og óþekktu landi. Það tekur líkamlegt þrek og mikinn sálarþroska að leggja út í það ævintýri. Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta hér, því við þekkjum öll þá hetjusögu, og þekkjum líka eða þekktum þær hetjur sem voguðu það. Lending íslendinga við strendur Winnipeg-vatns er ekki einstæð í sögunni. Pílagrímunum er lentu að hausti 1621 á austurströnd hins mikla lýðveldis sunn- an okkar landamæra mun hafa verið líkt innanbrjósts og hinum íslenzku landnámsmönnum. Nýja-íslands. En sagan um lendingu þessara bláfátæku íslendinga hlýtur að standa greypt í hjörtu okkar. Við þeim blasti órudd jörð og kuldi hins canadíska vetrar. Fyrir þeim átti eftir að liggja plágur og skortur — allir erfiðleikar, sem þeir menn mæta er taka sér fyrir hendur að ryðja frumskóga, breyta grjótauðnum í grösug jarðyrkju- lönd, og vinna það allt sem þarf til þess að gróður jarðar verði sem mestur. En það mun vera hið þarf- asta og um leið háleitasta starf mannanna, því mögu- leikar til alls annars hvíla á þeirri undirstöðu. Þess vegna er landnámsmaðurinn þarfasti maður mannkyns ins og frumherji allra framfara í mannheimum. Það þarf ekki annað en að líta á hinar ýmsu byggðir Is- lendinga í þessari álfu til að sannfærast um að hinir íslenzku landnámsmenn hafa unnið það verk vel. En það er ekki auðskilið hvernig þeir fengu leyst þetta af hendi, aðra eirts örðugleika og þeir áttu við að búa, vegna ókunnugleiks og harðra lífskjara. Ég hygg að svarið sé að finna í sálarþrótti hinnar íslenzku þjóðar, en líf hennar um þúsund aldir er, eins og skáldið segir, „eilíft kraftaverk“. Því það var ekki aðeins að hinir íslenzku landnáms- menn ynnu sigur yfir náttúrunni og reistu sér fyrir- myndar bygðir og bú, heldur héldu þeir föstu haldi á þeim andlegu verðmætum sem forfeður þeirra höfðu framselt þeim. Ég þarf ekki að fjölyrða um ráðvendni þeirra og skyldurækni. Þetta voru þau einkenni, sem hérlendir menn tóku fyrst éftir í fari þeirra. Orð þeirra stóð sem stafur á bók, og hvert það verk sem var íslendingi falið mátti teljast þegar leyst af hendi á hinn prýðilegasta hátt. Landnemarnir héldu líka tryggð við ættjörð sína. Það má heimfæra upp á þá orð Sigmundar Brestissonar: „Grátum eigi, en munum lengur“, í sama skilningi og Sigurður Nordal hefir heimfært þau upp á hina fornu landnema íslands þegar hann sóttist við að skýra or- sakir íslenzkrar sagnritunar. Já, landnámsmennim- ir gleymdu ekki íslandi né afneituðu sínu íslenzka eðli, tryggð þeirra við gamla landið rénaði ekki, heldur óx ef til vill. Og þetta var svona þó þeir tækju fullu ást- fóstri við sína nýju móður. Þeir voru ekki hálfir, heldur heilir í báðum tilfellum. Þeim tókst að sameina tryggð við gömlu heimkynnin og ræktarsemi við hin nýju, og þó mun þetta oft hafa verið erfitt. Hægara mundi hafa verið að kasta hinu forna og gleypa hið nýja. Ef til vill hefði vegurinn til auðs orðið greiðari hefðu þeir gjört það. En þeir hefðu beðið tjón á sál sinni og frami þeirra vart orðið meiri. Þeir hefðu líka með slíkri að- ferð svikið niðja sína og svipt þá því dýrmætasta sem þeir eiga. En niðjar þeirra eiga því láni að fagna að vera hluti hinnar farsælustu þjóðar í heimi og geta samt höndum tekið arfleifð hinnar þúsund ára gömlu íslenzku menningar. Já, landnemarnir íslenzku! Minning þeirra og hróð- ur stækka með hverju ári, því þeirra verk varð ekki einungis þeim sjálfum blessunarríkt, heldur og niðjum þeirra. Það er til lítils að afkasta miklu ef allt hrynur við dauða manns. Mennirnir deyja, verkin verða að vara. Við afkomendur hinna gömlu íslenzku landnáms- manna búum enn að þeim arfi, sem við hlutum frá þeim. Og ég vil halda að ennþá einkenni Vestur-íslendinga sá andi framsóknar og djarfmennsku, sá mentunar- þorsti og sú viðleitni til verklegra og andlegra fram-^ fara, sem einkenndu forfeður vora. Ennþá nema ís- lendingar hér ný lönd, t. d. í norður óbyggðum þessa fylkis. Ennþá er sjóndeildarhringur þeirra stækkandi. Fróðleiksþorsti landnemanna hvetur enn afkomendur þeirra. Þeir höggva sér nýjar og nýjar brautir. Þeir klífa hærri og hærri hamra. En yfir öllu verki þeirra svífur andi þeirra manna, er lögðu grundvöllinn fyrir farsæld nútíma íslendinga hér. Mynd landnemans stækkar við hvert spor, sem niðjar þeirra stíga á gæfu- braut þeirri, er landnemamir mddu fyrstir manna. Mér finnst oft að kvæði Stephans G. Stephanssonar um fjallið Elinbúa eigi eins vel við hina íslenzku landnáms- menn og landnámskonur: Hann Einbúi gnæfir svo langt yfir lágt að lyngtætlur stara á ’ann hissa og kjarrviðinn sundlar að klifra svo hátt og klettablóm táfestu missa — Þó kalt hljóti nepjan að næða hans tind svo nakinn, ’ann hopar þó hvergi. Hann stendur sem hreystinnar heilaga mynd og hreinskilnin, klöppuð úr bergi. Blessuð sé minning hinna íslenzku landnema. Megi starf þeirra enn ávaxtast þúsundfalt. ATKVŒÐI ★ ÖRYGGI EINSTAKLINGSINS I Canada ríkir velmegun, atvinnumál, verzl unarmál og lífsframfærsluskilyrði, eru betri en nokkru sinni fyr. Tr-yggið einstaklingsöryggi yðar með kosn- ingu þeirra manna, er helgað hafa velferð yðar krafta sína. ★ FÉLAGSLEGT ÖRYGGI Liberalar hafa átt frumkvæði, að ellistyrk og lífeyri handa blindu fólki, framfærslu- styrk barna, fjárframlögum til sjúkrahúsa og heilbrigðismála, tryggingum gegn at- vinnuleysi og lágmarksverði búnaðaraf- urða. Tryggið félagslegt öryggi með því að láta Líberala framvegis annast um alþjóðlega meðferð velferðarmála yðar. Þeim mönnum, sem gera Canada að farsælla heimkynni — og vinna að því að þér njótið BÆTRA OG FULLKOMNARA • • 0RYGGI5 EN NOKKRU SINNI ÁÐUR * ALÞJÓÐLEGT ÖRYGGl Atlantshafssáttmálinn, sem er til þess gerð- ur að koma í veg fyrir ágengni og stríð, nýtur óskipts fylgis Líberala, og Hon. Louis St. Laurent var einn af hans fyrstu og traustu forvígismönnum. Tryggið öryggi Canada með tilstuðlan að því, að Liberalar fái beitt áminstum sátt- mála til verndar varanlegum friði. “Það er gott ao vera Canadískur” ... og 1946 voru afgreidd lögin um canadísk þegnréttindi, þar sem nýjum áfanga varð náð í pólitískri þróirn þjóðarinnar. Þessi löggjöf Líberala staðfesti formlega þá mik- ilvægu viðurkenningu að vera „Canadískur þegn". VEITIÐ FYLGI YÐAR LIBERAL FRAMBJÓÐANDA GREIfllD LIBERAL INSERTED BY NATIONAL LIBERAL COMMITTEE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.