Lögberg - 23.06.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.06.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. JÚNÍ 1949. 5 AH U©AMÁL UVCNNA Rilsijóri: INGIBJÖRG JÓNSSON FJALLKONAN AVARPAR BÖRNIN SÍN Fjallkona íslendingadagsins á Iðavöllum, 18. júní var frú Magnea Sigurdson. Hirðmeyjar hennar voru Hilda Johnson og Dýrunn Anderson. Hér fer á eftir ávarp Fjallkonunnar: Kæru íslands börn: Það gleður mig óumræðilega að mega ennþá einu sinni njóta fagnaðarstundar með ykkur, og að vita að hingað eruð þið kom- in með hugann þrunginn af ást til gamla fjallalandsins, þar sem fossarnir kveða um þrek og þor og þroska mannssálarinnar, og lóan syngur ljóðin sín um feg- urð tilverunnar, á vorin. Þið, sem eldri eruð, munið eftir fegurð vorsins heima. í dag látið þið hugann dvelja við liðna tímann, þegar allar ykkar heitustu þrár og björtustu vonir voru tengdar við dalina fríðu og fjöllin háu. Ef til vill hafa æðstu bernzkudraumarnir ykkar al- drei ræzt, en minningarnar af þeim eldmóð, sem í brjóstum ykkar bjó er þið þroskuðust við fótstól minn, eru þær stjörnur, sem skærast skína gegnum skúra lífsins. Og þótt lífsferill ykkar hafi fundið fótfestu í framandi fandi, þá finnið þið glöggt, á hrifningarstund eins og þessari, að það eru þau ein- kenni sem mótuðu ykkur, er þið krupuð við kjöltu mína, sem gefið hafa ykkur sigurinn í lífs- starfi ykkar. Hugur ykkar, bljúgur í dag, hugsar ef til vill á þessa leið: Landið, sem geymir gullin mín. Glaður ég svíf á væng til þín. Við fótstól þinn fell ég niður; °g læt mig dreyma um dali og ár Já, dreyma og dýrka og fella tár. Er duldir harmar ýfa sín sár þá sefar mig fossins kliður. Og þið, hin ungu hjörtu, sem aldrei hafið litið með lotningu landið fagra, en finnið þó djúpa löngun til tryggðar við uppruna ykkar. — Við ykkur vil ég segja: Þótt þið týnið tungu feðra ykkar, þá gleymið aldrei ykkar íslenzka arfi. í honum felst allt það göfugasta, sem n'iannssálin numið getur. I hon- Urn felst hugrekki, manndáð og örengskapur — allt sem ein- kennir fullkomna sál. Drekkið öjúpt af lind þessari og þið ^unuð sýna öðrum þjóðum að þið berið ekki aðeins nafnið „Is- Minnist ,BETCL í erfðaskrám yöar lendingur" heldur einnig hafið þið öll þau aðalseinkenni, sem sanna ætterni ykkar. Að endingu vil ég áminna hvern einstakling hér, sem ís- lenzka tungu talar: Vefarinn mikli veitti þér vald til að hafna og kjósa: þinn íslenzki arfur æðstur er, Einkenni hans því um ævina ber, unz andi þinn líður með loftsins her á leið til æðri ljósa. Sönn hamingja fylgi vkkur um öll ókomin ár! •f THE ADDRESS OF MISS CANADA Delivered by Miss Sigurros Vidal at Iðavöllum, June 18th. Her attendants were: Bernice Einarson and Clara Grahn. Mr. Chairman, Maid of the Mountains, Dear Friends: The spirit of Canada is today, as on every other day, enshrined in the hearts of her children. It is with a sense of pride and joy, co-mingled humility and rever- ance that I greet you here on this festive occasion. To Canadians, youthful or elderly; be this our bounteous and beautious country, their na- tive home, or land of adoption, I extend greetings and saluta- tions. To those Canadians whose an- cestral homeland —Iceland — is this day observing—as we are here—in fitting manner, the birthday of its greatest patriot —Statesman Jon Sigurdsson— do I in the spirit of mutual es- teem and admiration, extend the warmest felicitations at my com- mand. On behalf of Canadians, all, would I invoke the hand that is Divine to guide us in the paths of peace and the fuller life it brings. May— “The Lord of the lands— Make us a nation evermore That no oppression blights Where justice rules from Shore to Shore, From Lakes to Northern Lights Lord of the lands” Make Canada Thine Own! •f Ársþing Bandalag lúterskra kvenna. Hin víðtæku kvennasamtök, Hið bezta vindlinga tóbak Kaupið hinn stóra •25c Pakka Bandalag lúterskra kvenna hélt hið árlega þing sitt í Mikley síð- astliðna viku. Mun konum hafa þótt það ævintýralegt að sigla nú í fyrsta skipti á ársþingið, og varð það eitt af fjölsóttustu þingum Bandalagsins. Þessar konur sátu þingið: Úr framkvæmdanefndinhi: Mrs. Hansína Olson, Winnipeg, heiðursfélagi; Mrs. Ingibjörg Ólafsson, Selkirk, forseti; Mrs. Fjóla Gray, Winnipeg, varafar- seti; Mrs. Guðrún A. Erlendson, Arborg, annar varaforseti; Miss Lilja M. Guttormsson Winnipeg, ritari; Mrs. Rósa Jóhannsson, Winnipeg, féhirðir; Mrs. Mar- grét Bardal, Winnipeg. Konur úr öðrum nefndum Bandalagsins: Mrs. Thjóðbjörg Henrikson, Winnipeg; Mrs. Ingunn Gillies, Winnipeg; Mrs. Sarah Childer- hose, Little Britain; Mrs. Sig- ríður Sigurgeirson, Gimli; Mrs. Carl Thorsteinson, Baldur; Mrs. Anna Magnússon, Selkirk; Mrs Elizabeth Bjarnason, Langruth og Mrs. Sigthora Tomasson, Aðrir fulltrúar: Mrs. Ingibjörg Sigvaldason, Geysir; Mrs. Vilborg Goodman, Grund; Mrs. Anna Johnson, Baldur; Mrs. Sveina Sveinson, 'Arborg; Mrs. Aldís Pétursson, Arborg; Mrs. Emily Nicolson, Arborg; Miss Magnúsína Hall- Sigurð Jónsson Fyrsta íslenzka atvinnuflug- manninn, á merkisafmæli í starfsœvi hans Hinn 14. október s.l. voru 20 ár liðin frá því að fyrsti íslenzki avinnuflugmaðurinn hóf nám sitt úti í Þýskalandi. Það er Sig- urður Jónsson, núverandi skrif- stofustjóri hjá flugmálastjóra. í tilefni af þessu merkisafmæli brá tíðindamaður Fálkans sér heim til Sigurðar og átti þar stutt viðtal við hann. Hafði hann á reiðum höndum svör við öllu því, er að var spurt, enda er áhuga Sigurðar á flugmálum og framgangi þeirra viðbrugðið, og fáir munu eins vel heima í þróun- arsögu flugmálanna hérlendis og einmitt hann. — Hver voru tildrög að utan- ferð yðar 1928? — Það ár var Flugfélag ís- lands, hið annað í röðinni, stofn- að. Var ákveðið að veita einum manni styrk til flugnáms í Þýskalandi og þar skyldi sá, sem fyrir valinu yrði, læra að fljúga dórsson, Gimli; Mrs. Margrét Scribner, Gimli; Mrs. J. Hann- esson, Langruth; . Mrs. Anna Armstrong, Langruth; Mrs. P. J. Sívertson, Wihnipeg; Mrs. Helga Guttormsson, Winnipeg; Mrs. H. Olsen, Winnipeg; Mrs. S. Bjerring, Winnipeg; Mrs. D. J. Jónasson, Winnipeg; Mrs. P. Johnston, Winnipeg; Mrs. J. Nordal, Winnipeg; Mrs. S. Odds son, Winnipeg; Mrs. Aðalheiður Pederson, Lundar; Mrs. Elinor Byron, Lundar; Mrs. M. Bryn- jólfsson, Riverton; Mrs. Thora Thorarinson, Riverton; Mrs. Binny Jones, Hecla; Mrs. K. unn Sigurdur, Selkirk; Thora Goodman, Selkirk; Mrs. Stein- Oliver, Selkirk; Mrs. Janice Einarson, Arnes; Mrs. R. Guð- mundson, Víðir; Mrs. Ingibjörg Jónsson, Winnipeg og Mrs. Margaret Bjarnason, Langruth. Á þessu þingi baðst Mrs. Ingi- björg J. Olafsson undan endur- kosningu, sem forseti Banda- lagsins, en hún hefir haft það embætti með höndum í fjölda mörg ár við mikinn orðstýr. Varaforsetinn, Mrs. Fjóla Gray var kjörinn forseti. Miss Lilja G. Guttormsson hef ir góðfúslega lofað „Kvennasíð- unni“ grein í næsta blaði um þetta tuttugasta og fimmta árs- þing Bandalags lúterskra kvenna. og fá réttindi til að fljúga sem atvinnuflugmaður. Upphæð styrksins var 8.000 krónur og umsækjendur um hann 20—30. Sigurður hreppti hnossið, og nú lá fyrir honum rúmlega lxf> árs nám í Þýskalandi. — — Höfðu nokkrir íslendingar áður farið út til flugnáms? — — Á undan mér höfðu 3 ungir menn farið til Þýskalands til að nema flugvélavirkjun. Það voru þeir Gunnar Jónasson, Björn heitinn Ólsen og Jóhann Þorláks- son. Eggert nokkur Briem lauk einnig einkaflugprófi í Wurz- burg 1928, en hann hvarf til Ameríku fyrir fullt og allt að námi loknu. — — Hvernig var dvölin í Þýska- landi? — — Ágæt. Við hana eru margar ljúfar endurminningar tengdar. Fyrst var ég í skóla í Böblingen rétt hjá Stuttgart. Síðan fór ég til Wurzburg og lauk þaðan prófi til einkaflugs í mars 1929. í Böblingen var einn námsfélagi minn Achgelis nokkur, sem síð- ar varð heimsmeistari í listflugi. í Wurzburg nutum við hand- leiðslu Ritters von Greim, sem nú undir stríðslokin varð eftir- maður Görings. Hann framdi sjálfsmorð nokkrum dögum síð- ar. — Þar sem ætlun mín var að fá atvinnuflugmannsréttindi á sjóflugvél, sótti ég um upptöku í ríkisskólann, Deutsche Verk- hersfliegerschuel. Áður en ég fengi upptök í hann varð ég fyrst að nema ýmislegt, er að sjómanafræði laut. Þann lærdóm hlaut ég í Neustadt í Norður- Þýskalandi, en þar var ég fram í júlí 1929. Einnig fór ég nokkr- ar sjóferðir á Eystrasalti sem há- seti, þar sem ég lærði til hlítar á áttavitann, morsestafrofið og flaggstafrofið o. fl. — í ágúst- mánuði fékk ég svo upptöku í ríkisskólann þýska í Warne- munde, sem fyrr er nefndur og þaðan lauk ég prófi í maí 1930. í Warnmunde lutum við stjórn von Gronau, sem margir Islend- ingar þekkja. Hann flaug til Færeyja og Islands árin 1928 og 1929, og síðan vestur um haf á heimssýninguna í New York. Að því loknu flaug hann umhverfis hnöttinn. Til þess að fá atvinnu- flugmannsprófið þurftum við að hafa flogið 15.000 kílómtera í lang flugi og flugstundir hafði ég 210, er ég kom upp. — — Síðan lá leiðin upp til ís- lands? —Já. Ég flaug fyrst hér heima annan Alþingshátíðardaginn. Það var Junkersflugvél af gerðinni F13.. Hún tók 4 farþega, flug- mann og vélamann. — — Var áætlunarflug innan- lands hafið hér um þessar mund- ir? — — Já. Luft-Hansa félagið hafði tvær flugvélar í því 1928—’29, og síðar eignaðist Flugfélag Is- lands vélarnar báðar að nafninu til og hélt áætlunarferðunum áfram. Eg flaug annarri, en þýskur flugmaður, Neumann að nafni, hinni. Ferðum var haldið uppi milli margra staða auk þess sem við önnuðumst síldarleit. — Var ekki erfitt um flug hérna á þessum árum og fátt um öryggistæki? — — Þá höfðum við engin radió- tæki og flugvélar gátu hafa nauðlent og verið á reki lengi, án þess að nokkur vissi. Einu sinni lenti ég í slíkum hrakning- um á Skagafirði. öðru sinni urðum við eldsneytislausir yfir Snæfellsnesi og nauðlentum á Hraunfjarðarvatni. — —- Hvenær hætti Flugfélagið störfum? — — í árslok 1931. Nokkrum ár- um síðar er svo stofnað nýtt fé- lag, sem einnig fær nafnið Flug- félag íslands, og hjá þvi varð ég flugmaður árið 1940. — — Og nú eruð þér orðinn skrif- stofustjóri, sem ég hefi verið síðan. — 1 hverju eru störf yðar fólgin? — - — Það er fyrst og fremst loft- ferðaeftirlit. Við sjáum um skrá- sefningu flugvéla og skírteini flugmanna, sem oft verður að endurnýja að undangenginni nákvæmri læknisskoðun við- komandi. Einnig höfum við með höndum rekstur skóla þar sem kennd eru bókleg fræði fyrir flugnema og fleira, sem of langt yrði upp að telja. — — Lítið þér ekki svo á, að hlut- verk Islands í flugsamgöngun- um sé mikilsvert? — — Jú. íslendingar ættu vafa- laust að geta fengið líka aðstöðu í loftsamgöngum og Norðmenn hafa haft í siglingum. — Við höf- um ágætum flugmönnum á að skipa og einmitt núna eiga sér miklir flutningar stað milli Evrópu og Ameríku og leitað hefir verið til íselnzku flugfé- laganna um leiguflug víða að. Jafnvel Ástralíumenn, sem vilja fá nýbyggja til landa sinna, vilja ólmir fá íslenzkar flugvélar til að annast þessa flutninga fyrir sig? — Áður en samtalinu lýkur berst talið að uppruna Sigurðar og æ: ikustöðvum. Hann er Eyr- bekkingur, fæddur 18. febrúar 1910, svo að hann var aðeins 18 ára, er hann fór utan. Árið 1913 fluttist hann til Reykjavíkur með foreldrum sínum, Karenu Frímannsdóttur og Jóni Sigurðs syni. Sigurður missti föður sinn ungur og vann fyrir sér við ýms störf. Meðal annars var hann sendisveinn í íslands- banka um 5 ára skeið. Einnig stundaði hann verzlunarstörf. Hér verður látið staðar numið rúmsins og tímans vegna, þótt langa grein mætti rita eftir frá- sögn Sigurðar, því að hann kann frá mörgu að segja. (Fálkinn) Magrir menn, konur Þyngjast 5, 10, 15 pd. Nýr þróttur, nýtt fjör, þrek Hvíltk unun, limlr styrkir, ójöfnur aléttast, hálsin verCur liöugur; ltkam- inn ekki framar veiklulegur; þúsundir manna og kvenna hafa komist t göB hold; þetta fólk þakkar Ostrex töflum heilsuböt slna; vegna hins mikla nær- ingarkrafts, er þær hafa. Engin hætta ft offitu, magurt fólki þyngrist frá 5, 10. og 15 pd. Kynnist þessum nýja lækn- ingaiyfi! Notið Ostrex Tonic töflur, sem styrkja líkamann. I öiium lyfjabúöum. RABBAÐ VIÐ KJOSENDUR I NORQUAY 8 Canadísk viðskipti eru einnig yðar viðskipti • Það verður yður til drjúgra hagsmuna að kjósa Bert Wood þann 27. júní. • Hann fylgir hyggilegri Liberalstefnu. • Hann er reyndur maður á sviði viðskipta og opin- berra mála. • Hann gerskilur þarfir kjördæmisins. • Hann mun ekki liggja á liði sínu varðandi gæzlu hagsmuna yðar. Látið rödd Norquay heyrast skýrt í framhalds Liberalstjórn. GREIÐIÐ ATKÆÐI ÞANN 27. JÚNÍ MEÐ ▼ Published by Oeorge Lincoln, Official Agent, Teulon, Manitoba

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.