Lögberg - 07.07.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.07.1949, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FíMTUDAGLNN, 7. JÚLI 1949. Faðir prentmyndagerðarinnar á Íslandi sifuriegu þroun prentmynda- . £ i 1 73 . . , geroarinnar a Islandi fra þvi ao segir rrá merku brautryojandastaih Ólafur beið eftir sólargeislan- Nú á tímum myndu blaðalesendur vel flestir sakna þess, ef um gluggakitruna uppi á myndirnar hyrfu úr blöðunum einn góðan veðurdag, og þau hanabjáhcanum í Gutenberg yrðu aftur að útliti eins og þau voru fyrir þrjátíu árum eða áður Nú hefir Ólafur fjóra menn en Ólafur J. Hvanndal hóf afskipti sín af blaðamennsku á íslandi. me® ser a verkstæðinu og ný- Þessi merki brautryðjandi, sem með sanni má kalla föður prent- myndagerðarinnar á íslandi, á sjötugsafmæli á morgun og verð- ur afmælisins minnzt meðal annars með því, að hinir fjölmörgu vinir hans halda honum samsæti að Hótel Borg þá um kvöldið. Blaðamenn Tímans eiga mörg sporin til Ólafs flesta daga ársins, en í gær gerði einn þeirra sér þó sérstaka ferð til hans til að hafa eitthvað upp úr honum um starf hans fyrir íslenzka blaðalesendur í þrjátíu ár. Beðið eítir sólinni. Fyrir þrjátíu árum beið óþol- inmóður maður við glugga uppi á þakhæðinni í Gutenberg, eftir því, að ský drægi frá sólu. Hann var að búa til fyrstu prentmynd ina, sem búin var til á íslandi og átti allt sitt undir sólinni. Fyrstu árin bjó Ólafur allar sínar prentmyndir til við frum- stæð skilyrði. Hann hafði þá að- eins fáar og óburðugar vélar og ekki einu sinni rafmagn, en án þess myndi nú engum detta í hug að búa til prentmynd. Það var því ekki lítið hug- rekki, sem þurfti til þess að fara að búa til prentmyndir uppi á loftinu í Gutenberg. En Ólafur Hvanndal hafði það hugrekki og hóf þennan iðnað til vegs á ís- landi, og nú eru myndamótin ómissandi þáttur í allri blaða- og bókaútgáfu í landinu. Fékk snemma áhuga á myndum. Strax á unga aldri fékk Ólaf- ur áhuga fyrir myndum og myndagerð. Þá sjaldan, sem það bar við, og þótti stórviðburður, að mynd birtist í blaði eða tíma riti, vakti það sérstaklega at- hygli Ólafs, sem langaði þá mik- ið til að vita, hvernig þessi und- ur mættu gerast. Síðar fékk Ól- afur þá ósk sína uppfyllta og fékk að vita það. Þrítugur að aldri fór Ólafur utan og hélt til Danmerkur og Þýzkalands, en í Þýzkalandi var þessi unga iðngrein þá komin einna lengst á veg. Er skemmst frá því að segja, að Ólafur komst að og fékk að læra og náði fljótt tökum á viðfangsefn við myndagerð í Þýskalandi og inu. Vann hann svo um skeið Danmörku, en hélt að því loknu heim. Byrjaði á loflinu í Gutenberg 1919. Fyrstu árin eftir heimkom- una sá Ólafur engin tök á því að hefja prentmyndagerð hér á landi. Skilningur var þá enn tak markaður fyrir gildi mynda í blöðum, en beztu blaðamennirn ir skildu þó fljótt, hvers virði það var að hafa prentmynda- gerð í Reykjavík og hefir það verið svt), að síðan hefir sá skiln ingur farið stöðugt vaxandi, ekki eingöngu í Reykjavík held ur um allan hinn menntaða heim. Tíu árum eftir að Ólafur fór að læra, byrjaði hann að búa til prentmyndir hér heima. Það var um vorið 1919 og það ár bjó hann líka til fyrstu mynd- ina fyrir Tímann. Síðan hefir Ólafur búið til að heita má hverja einustu íslenzka mynd, sem birzt hefir í blaðinu til þessa dags. Hann er því lesend- um Tímans kunnur af verkum sínum. Iðngrein í örum vextL Fyrstu misserin vann Ólafur einn að prentmyndagerðinni og gat fullnœgt þörfum, en þegar skilningur* fyrir þýðingu prent- aðra mynda fór að aukast jafnt og þétt, varð Ólafur að fá sér aðstoðarmenn og síðan hafa lært hjá honum milli 10 og 20 menn iðnina og nú eru starfandi þrjár aðrar prentmyndagerðir í Reykjavík, þar sem gamlir nem endur Ólafs bera hita og þunga dagsins og kenna öðrum ný- sveinum. Allar þessar prent- myndagerðir hafa meira en nóg að gera og sýnir það bezt hina tízku vélar. Hann er löngu hætt- ur að bíða eftir sólinni og lætur sig gang hennar litlu skipta, því hann hefir gengizt undir sömu örlög og blaðamennirnir, sem verða að vinna mestan hlutann af sínum daglegu störfum eftir að sól er gengin til viðar. Ólaf- ur býr til myndir fyrir öll morg unblöðin í Reykjavík og mestur hlutinn af myndum þeirra er gerður á kvöldin, einhverntíma fyrir miðnættið, eða áður en sól in fer aftur að hækka á lofti. Ólafur stendur nú við hin dag legu störf sín, umvafinn ljós- geislum raforkunnar, svo óvan- ir fá blindu í augun. En hann bíður enn með óþreyju eftir því, að myndin „komi út“ á gler- plötunni. Þó að Ólafur sé nú á sjötugu, er hann enn eins og ungur strákur, fullur af vinnu- gleði og áhuga og gleðin spegl- ast í andliti myndagerðarmanns ins, er skuggarnir skapa mynd- ina á glerplötunni. Þannig er Ólafur Hvanndal síungur og fullur af áhuga, hvort sem hann býr til prent- myndir við erfiðustu skilyrði eða með nýtízku rafmagns- áhöldum, þar sem sinkið úr plötunni þyrlast um loftið í kringum hann. (Tíminn, 13. marz 1949). Jónas Sveinsson Sigvaldasonar F. 12. október 1869. Miðvikudaginn þann 12. jan- úar þessa árs, andaðist að heim- ili sínu í Blaine, Wash. myndar- og dugnaðarmaðurinn Jónas Sveinsson, banamein hans var innvortis sjúkdómur. Jónas var fæddur að Steini á Reykjaströnd í Skagafjarðar- sýslu, þann 12. október árið 1869. Hann ólst upp hjá foreldrum sín um Sveini Sigvaldasyni og konu hans Ingibjörgu Hannesdóttur, sem í mörg ár bjuggu að Steini, dugnaðarhjón hin rhestu. Þegar Jónas var tæplega tví- tugur að aldri fór hann að vinna hjá ýmsum þar í Skagafjarðar- sýslunni og víðar, reyndist hann snemma hið mesta mannsefni, duglegur og ósérhlífinn enda bráðþroska og myndarlegur ung ur maður. D. 12. janúar 1949 Árið 1893 fluttist Jónas vest- ur um haf og fékk fljótlega vinnu í Winnipeg, en árið eftir giftist hann fyrri konu sinni Jó- hönnu Dagbjörtu Jóhannsdótt- ur, mestu myndar og gæða stúlku. Þau hjón bjuggu um 7 ár í Winnipeg en árið 1901 fluttu þau vestur að hafi og reistu sér bú að Point Roberts, Wash. og bjuggu þar í mörg ár. Þeim hjónum varð 7 barna auð ið og lifa nú aðeins tveir dreng- Jónas Sveinsson ir af þeim hóp, þeir eru Sveinn og Ray Ragnar, báðir búsettir í Seattle, Wash. myndarmenn og góðir drengir. Árið 1922 missti Jónas konu sína. Það var sagt um Jóhönnu Dagbjörtu, að hún hafi verið gæðakona hin mesta og ágætis búkona, enda búnaðist þeim mæta vel og voru elskuð og virt í sinni byggð. Árið 1927 giftist Jónas seinni konu sinni Sigurveigu Símonar dóttur Guðmundsonar, hún dó þann 6. janúar þ. á. og var jarð- sungin daginn áður en Jónas andaðist. Ásamt þeim tveim sonum, sem áður eru taldir, lifa Jónas 3 barnabörn og 6 systur, 4 af þeim eru heima á Islandi, en tvær fluttust til Vesturheims með móður sinni, Ingibjörgu Hannesdóttur, móður Jónasar, dáin fyrir mörgum árum, þær Mrs. Anna Mýrdal að Point Roberts og Mrs. Anna Good- man að Blaine, Wash., alþekkt- ar fyrir dugnaðar- og myndar- skap. J ónas var skírleiksmaður með afbrigðum og vel hagmælt ur, og oft kom það fyrir að hann kastaði fram laglegum kveðlingum við ýms tækifæri, og dugnaður hans til allra verka var meira en í meðallagi enda var hann heljarmenni að kröft- um. Það er sagt að á hans yngri árum hafi fáir staðið hann í ís- lenzkri glímu, en það var oft ein af ágætustu skemmtunum landanna í gamla daga. Jónas var í sannleika þéttur á velli og þéttur í lund; hann var líka fjör maður mikill og afar lífsglaður; hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem menn komu saman til að skemmta sér, því í mest- öllu félagslífi íslendinga hér um slóðir tók Jónas mikinn þátt; þau ár, sem hann bjó að Point Roberts var hann vel- starfandi meðlimur hinnar Lút- ersku kirkju þar og einn af þeim mönnum, sem byggðu hana enda taldi hann sig ávalt með- lim þess safnaðar og samkvæmt hans ósk var hann jarðsunginn frá þeirri kirkju. Öll þau ár, sem Jónas bjó í Blaine-byggðinni, þá var heim- ili hans orðlagt fyrir sanna al- íslenzka gestrisni, enda bar þar margan að garði, þau hjón voru bæði samvalin í því að láta gest um sínum líða sem allra bezt og oft var líka glatt á hjalla á því heimili; líka tóku þau hjón óskiptan þátt í íslenzku félags- lífi byggðarinnar, bæði voru þau sérstaklega heilsteyptir meðlimir lestrarfélagsins, Jón Trausti, en eins og mörgum mun kunnugt vera, þá hefir sá félagsskapur gert mikið mann- úðar- og þjóðræknisstarf, og lát ið mikið gott af sér leiða í sinni byggð, og var Jónas, ásamt sinni afar vel látnu konu oftast nær þar fremst í flokki, og kona Jónasar var líka ein af þeim allra duglegustu starfskonum í hinu íslenzka og Lúterska kven- félagi Blainebæjar fyrir mörg ár. Jónasi búnaðist ágætlega i Blaine-byggðinni og var um tíma álitinn vera einn af þeim vel sjálfstæðu bændum þar um slóðir, það var því allt í góðri velgengni á því heimili þar til fyrir rúmum 6 árum að Jónas fór að finna til heilsubilunnar, sem gerði honum lífið erfiðara með köflum en var þó fær um að stunda búskap sinn næstu tvö árin, en þá bættist líka við erfiðleikana að hans góða kona missti heilsuna fyrir 4 árum síð- an og varð Jónas þá að láta af búskap, keypti hann sér þá hús inn í Blaine bæ og kallaði hann það heimilið sitt til æviloka. Allt að tveimur síðustu árum ævi sinnar þjáðist Jónas allmik ið, hann var fluttur á sjúkrahús bæði í Seattle og Bellingham, en gat ekki fengið hjálp við meinum sínum, þrátt fyrir það þótt sonur hans Sveinn, sem reyndist afar mikil hjálp til föð ur síns í veikindum hans, reyndi að gera allt sem hægt var til þess að pabbi hans næði bata. Svo dró þá að því að Jónas var fluttur heim til sín að Blaine, þar sem hann andaðist 12. jan- úar eins og áður er getið. Þess ber að geta, að eftir að Jónas var fluttur heim til sín aftur, eftir að læknarnir gátu ekki hjálpað honum, að þá tók við hjúkrunarstarfinu systir hans Mrs. Anna, kona Ingvars Goodmans, hún vakti yfir bróð- ir sínum, má segja daga og næt- ur í alllangan tíma, hún hjúkr- aði bróður sínum af lífi og sál, með sérstakri nákvæmni, og þegar Mrs. Goodman var spurð um hvort hún væri ekki þreytt, þá svaraði hún neitandi og bætti við, að þessa hjálp sína ætti bróðir sinn skilið af sér, því að hann hefði verið sér góð- ur bróðir, líka hjálpaði systir hennar Mrs. Anna Mýrdal frá Point Roberts að hjúkra bróður þeirra eins mikið og henni var unnt. Jónas var hjartagóður maður, trúmaður og vel kristinn. Það er sagt að síðasta orð móður hans hafi verið: „Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey“. En þegar sá, sem þessar línur ritar stóð við dánarbeð Jónasar daginn fyrir andlát hans, þá varð Jón- asi að orði: „Góði vinur, bið þú nú Drottinn að taka mig heim, því mig langar heim til míns góða Guðs, ég veit að þar er gott að vera“. Nokkrum klukku stundum seinna sofnaði Jónas í Stutt samtal við ungfrú Katherine J. Densford frá iVlinneapolis Fyrir nokkru er komin hingað til Reykjavíkur ungfrú Kath- erine J. Densford, skólastjóri hjúkrunarkvennaskólans við há- skóla Minnesota ríkis í Minneapolis. — Morgunblaðið átti í gær stutt samtal við ungfrú Densford og leitaði tíðinda hjá henni um tilgang farar hennar. Samræming hjúkrunarnáms. Ég er á leiðinni til Stokk- hólms til þess að sitja þar ráð- stefiu aðþjóðaráðs hjúkrunar- kvenna, sem þar verður haldin dagana 12.—16. júní n.k., segir ungfrúin. „Hver eru aðalviðfangsefni hennar?“ „Ráðstefnan mun fyrst og fremst ræða samræmingu hjúkr unarnáms í hinum ýmsu lönd- um. Er mér ánægja að því, að íslenzkar hjúkrunarkonur skuli taka þátt í henni“. Vinnur að úivarpi um ísland. „Gerið þér ráð fyrir að standa hér lengi við?“ „Ég býst við að dvelja hér í viku. Þann tíma nota ég til þess að viða að mér íslenzku efni, sem við getum útvarpað frá út- varpsstöð háskólans í Minne- apolis, en hann hefir sérstaka útvarpsstöð. Hefi ég þegar feng ið viðtöl við Islendinga, sem tekin hafa verið á hljómplötur. Fjalla þau um menningarmál, heilbrigðis- og atvinnumál. Ætlun mín er að freista þess, að taka með mér nokkrar skyndimyndir, sem gefi dálitla hugmynd um það, sem er að gerast á Islandi í þessum mál- um“. Skrifaði meistararitgerð um íslenzkt efnL „Hvaða kynni hafið þér til þessa haft af lslandi?“ „Fyrstu kynni mín af Islandi voru þau, að þegar ég var í há- skóla í Chicago, fjallaði ritgerð mín í meistaraprófi um íslenzka þjóðfélagsfræði í fornöld. Síðan hefi ég lesið og heyrt margt frá íslandi þó ég hafi ekki kom- ið hingað fyrr. Það er vegna þess, hve margir íslendingar og Skandinavar yfir leitt eru búsettir í Minnesota, sem ég er að safna þessum út- varpssamtölum. Norðurlanda- búar eru þar mjög vel metnir og þykja ágætis borgarar“, seg- ir þessi menntaði og siðfágaði skólastjóri hjúkrunarkvenna- skólans við háskóla Minnesota ríkis. Ungfrú Densford fer áleiðis til Osló næstkomandi fimmtu- dag, en þaðan eftir stutta við- dvöl til Stokkhólms. (Mbl. 1. júní 1949) sælum friði og fór heim til síns góða Guðs, og hann trúði því, að þar væri gott að vera. Jónas sál. var jarðsunginn frá Lútersku kirkjunni að Point Roberts, þann 15. janúar 1949, að viðstöddum vinum og vanda- mönnum, séra Guðm. P. John- son jarðsöng. Hér hefir gengið grafarveg sannur íslendingur í orðsins fyllstu merkingu. Blessuð sé minning hans. G. P. J. Frá íslandL 1. /4. ísfisksala til Bretlands í marz nam 4,5 millj. kr. Var það einungis bátafiskur. Farnar voru 35 söluferðir. Verkfall hófst hjá strætis- vagnastjórum, vörubifreiðastjór um og bifreiðastjórum á lang- ferðaleiðum. Mokafli í Vestmannaeyjum í öll veiðarfæri. Fiski landað nótt og dag, og þurfa bátar að bíða nokkuð eftir losun. ★ 2. /4. Eimskipafélag íslands hefir ákveðið að selja e.s. Reykjafoss (áður Katla). Skip- ið er 1656 brúttó smál. að stærð, byggt í Kaupmannahöfn 1911. Einnig er ákveðið að selja e.s. Lagarfoss til niðurrifs. Skipið braut óxulinn í hafi fyrir nokkr- um dögum, og þykir ekki borga sig að gera við það. Lagarfoss var byggður 1904 og keyptur af E. 1. skömmu eftir að fyrsta skip þess, Goðafoss, hafði farizt hér við land. Stjórn E. 1. hefir ákveðið að hið nýja farþegaskip félagsins, en kjölurinn að því var lagður 8. janúar s.l., skuli heita Gullfoss. ★ 3. /4. Viðbótarsamningur við íslenzk-polska viðskiptasamn- inginn frá 14. júní 1948, undir- ritaður í Varsjá. Samkvæmt við bótarsamningnum er gert ráð fyrir að íslendingar selji Pól- verjum m. a. 650 smál. af gær- um og 30 þús. tunnur af saltsíld, en kaupi í staðinn 60 þús. smál. af kolum, 600 smál. af ómoluð- um rúgi, 3000 smál. af rúgmjöli, 1000 smál. af sykri og nokkuð af stál- og járnvörum. Viðskiptin á hvora hlið munu nema um 10 millj. kr. ★ 4. /4. Báðir Vestmannaeyja- togararnir, Elliðaey og Bjarnar- ey, hafa verið auglýstir til sölu á nauðungaruppboði, vegna van skila við stofnlánadeild sjávar- útvegsins við Landsbanka Is- lands. Höfuðstóll veðskuldar- bréfs Bjarneyjar nemur 2,5 millj. kr„ en Elliðaeyjar tæp- lega 2,4 millj. kr. Tvö dauðaslys urðu austur í Árnessýslu. Kona drukknaði í Ölfusá og barn brenndist til bana að barnaheimilinu Sól- heimum í Grímsnesi. Togarinn Egill rauði frá Norð- firði veiddi „sjódjöful“ utarlega á Eldeyjarbanka á 60—70 faðma dýpi. Er þetta 13. fiskurinn af þessari tegund, sem veiðst hefir í heiminum, en sá 5. hér við land. Sjódjöfull þessi var með hænginn fastan við kvið sér, en áður hafa aðeins veiðst 3 hrygn- ur með hæng, og allar hér við land, eru þær geymdar á Nátt- úrugripasafninu hér, dýrafræði- safninu í Kaupmannahöfn og British Museum í London. Þessi nýveiddi fiskur verður gefinn Náttúrugripasafninu hér. (Sjómannabl. Víkingur Maíheftið) Magrir menn, konur Þyngjast 5, 10, 15 pd. Nýr þróttur, nýtt íjör, þrek Hvílík unun, limir styrkir, ójöfnur sléttast, hálsin verður liðugur; líkam- inn ekki framar 'í’eiklulegur; þúsundir manna og kvenna hafa komist í góð hold; þetta fðlk þakkar Ostrex töflum heilsubót sína; vegna hins mikla nær- Ingarkrafts, er þær hafa. Engin hætta & offitu, magurt fólki þyngist frá 5, 10, og 15 pd. Kynnist þessum nýja lækn- irtgalyfi! Notið Ostrex Tonic töflur, sem styrkja líkamann. 1 öllum lyfjabúðum. MR. PETER JOHNSON Representing J. J. H. McLean & (o. LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Phone 924 231 "The West’s Oldest Music Hotise” Exclusive Representatives jor HEINTZMAN & CO. . NORDHEIMER SHERLOCK MANNING NEW SCALE WILLIAMS PIANOS Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES ‘The Working Man’s Friend" Ph: 26464 297 Princess Street JJalf Block N. hogan Minnist DETtL f erföaskrám yðar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.