Lögberg - 07.07.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 07.07.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. JÚLÍ 1949. 5 \l I < VM VI KVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON 25. ÁRSÞING Bandalags Lúterskra kvenna FRAMHALD. Skemmtifundir þingsins voru þrír, allir vel sóttir. Þessar kon- ur fluttu erindi: Mrs. Ingibjörg Jónsson frá Winnipeg, flutti er- indi sem hún nefndi: „Blikmyndir úr sögu Mikleyjar", sem 'gaf yfirlit yfir landnám eyjunnar, og svo sögu íbúanna síðan, sér- staklega hvað trúarlíf og lifnaðarhætti snerti. Mrs. Jónsson, sem var fædd og uppalin í Mikley, skýrði frá ýmsum bernskuminning- um sínum, sem köstuðu raun- 1 7 prestaköll á landinu óveitt verublæ á frásagnir hennar. Er- indið var sérstaklega tímabært, þar sem flestar okkar voru staddar á eyjunni í fyrsta skipti, og vorum við allar hrifnar af því. Mrs. Ingibjörg J. Ólajsson, talaði um „Verksvið kvenna“, sem er aðallega á heimilinu og svo í hinni kristilegu kirkju, þar sem verksvið þeirra stækk- ar árlega. „Kristur viðurkenndi viðleitni kvenna. Kirkjan kallar til sameiginlegra bæna og starfa — konur skulu halda merkinu hátt og byggja á traust um grundvelli fyrir komandi kynslóðir“. Erindið var áhrifa- mikil prédikun, sem er sönnun þess að kvenfólk getur prédik- að! Mrs. Þjóðbjörg Henrickson, hafði fyrir umtalsefni, „Luther- an Camp Niwawka“, sem er nálægt Gettysburg, Pennsyl- vania. Hún dvaldi í þessum camp í fyrrasumar sem boðs- gestur U. L. C. A. Hún lýsti um- hverfinu og svo kennsluaðferð- um í leiðtogastarfinu þar. Til- gangur Dr. Hadwin Fisher, stofnanda þessara sumarbúða fyrir kristið leiðtogastarf, var þrefaldur, að uppgötva leiðtoga hæfileika, að veita tilsögn í leið togastarfi og svo að tengja það við hina kristnu kirkju. Mrs. Henrickson kom með margar hugmyndir, sem voru íhugaðar á þinginu í sambandi við Sun- rise Camp. Erindið var fallega samið og vekjandi. Önnur atriði á skemmtiskrá voru: Söngflokkur bygðarinnar, sem söng mörg lög undir forustu org anistans, Mrs. Kristínar Jeffer- son; quartette — Mildred og Mabel Gossen, Wilhelm Helga- son og Gordon Magnússon; framsögn — Melvin Williams; tvísöngur Wesley og Jerry Doll, sem spiluðu undir á mandólín; einsöngur — Mrs. S. Sigurgeirs- son; tvísöngur — Marlene Jón- asson og Cynthia Paulson; framsögn — Ingibjörg Doll. Mrs. Jefferson aðstoðaði við all an sönginn. Að lokinni skemmtiskránni síðasta kvöldið veittu byggðar konur öllum samkomugestun- um kaffi, og þar var Bandalag- inu afhent stór afmæliskaka, Prýðilega falleg með 24 kertum á, frá kvenfélaginu „Undina“, í tilefni af 24. afmæli bandalags- ins. Mrs. S. Sigurgeirsson talaði fyrir þessari gjöf. Mrs. Guðrún A. Erlendson þakkaði Mikleyj- arkonum fyrir yndislegar við- tökur og framúrskarandi gest- risni. Áður en lagt var af stað heim ieiðis á föstudaginn, þá afhenti Mrs. Anna Magnússon gjöf til Mrs. I. J. ólafsson í tilefni af Mmælisdegi hennar, 17. ' júní, íyrir hönd allra þingfulltrú- ^nna. Helgi Tómasson frá Hecla avarpaði einnig Mrs. Ólafsson, en hann hafði eitt sinn dvalið á heimili hennar. Mrs. Ólafsson Þakkaði gjöfina og hlýju orðin. ^rs- Þjóðbjörg Henrickson tal aði byggðarbúanna og þakk- aði gestrisnina. Síðan lögðum við af stað eim með margar ljúfar endur- minningar frá Mikley í huga, aem seint munu gleymast. Við ófðum góða ferð heim og vor- Um aiiar hæstánægðar með þing Frú Fjóla Gray ið, dvölina í Mikley og ferða- lagið. í lok þingsins fóru fram kosn- ingar. Mrs. Fjóla Gray frá Winnipeg, var kosinn forseti í stað Mrs. I. J. Ólafsson, sem sagði af sér embættinu eftir tíu ára starf. Mrs. Gray hefir starf- að mikið í bandalaginu, sem varaforseti þess um skeið, og sem forstöðukona og ritari sum- arbústaðanefndarinnar. Hún af- kastaði miklu í sambandi við byggingu Sunrise Camp og síðan við starfrækslu hans. Það má segja að hún hafi verið önnur hönd Mrs. Ólafsson við starfið í s.l. fimm ár, og er nú komið að henni að taka við stjórn Bandalags Lúterskra kvenna — hún er vel fær um að bera þá ábyrgð — við óskum henni til lukku með embættið. Mrs. Helga Guttormsson frá Winnipeg, tók við skrifaraem- bættinu af Miss Lilju Guttorms son, sem sagði af sér eftir átta ára starf sem ritari félagsins. Mrs. Helga Guttormsson er vel hæf kona og hefir mikla reynslu í þess konar starfi. Kosnar voru í önnur embætti og nefndir sem hér segir: Heiðursforseti til lífstíðar. — Mrs. Ingunn Marteinsson. Heiðursmeðlimir: — Mrs. Hansína Ólson, Mrs. Sigrún Thorgrímsson, Mrs. Ingi ríður Jónsson, Mrs. Helga Bjarnason, Mrs. Stefanía Sig- urðsson, Mrs. Stefanía Leo, Mrs. Rannveig Sigbjörnsson, Mrs. Guðrún Brynjólfsson. Fyrrv. forseti Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson, Selkirk. Forseti Mrs. Fjóla Gray, Winnipeg. Vara- forsetar Mrs. Guðrún A. Erlend- son, Arborg og Mrs. Elizabeth Bjarnason, Langruth. Skrifari Mrs. Helga Guttormsson, Winni peg. B.v. skrifari Mrs. Clara Finnsson, Winnipeg. Féhirðir Mrs. Rósa . Jóhannsson, Winni- peg. Vara-féhirðir Mrs. Halldóra Bjarnason, Winnipeg. Meðráðanefnd: Mrs. Margrét Stephensen, Winnipeg. Mrs. Margrét Bardal, Winnipeg. Mrs. Sena Anderson, Baldur. Mrs. Sigríður Bjerring, Winnipeg. Mrs. J. Sigurðsson, Selkirk. Útgáfunefnd Árdísar: Aðal- ritstjóri Mrs. Ingibjörg J. Ólafs- son, Selkirk. Aðstoðarritstjórar Mrs. Þjóðbjörg Henrickson, Winnipeg og Miss Lilja M. Gutt ormsson, Winnipeg. Ráðskona Mrs. Inga Gillies, Winnipeg. Að- stoðarráðskona Mrs. Flóra Ben son, Winnipeg. Mrs. Guðrún A. Erlendsson, Arborg Man. Mrs. Sarah Childerhose, Selkirk, Prestastéttin rœðir áhuga- og hagsmunamáí á Synodus Synodus, hin árlega presta- stefna íslenzku þjóðkirkjunnar, hófst með guðsþjónustu í Dóm kirkjunni þriðjudaginn 21 júní kl. 13,30. Prédikun flutti þar séra Jósef prófastur Jónsson að Setbergi, og lagði hann út af orðunum: „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið“. — Altarisþjónustu annaðist herra biskupinn, séra Sigurgeir Sig- urðsson. Svo sem venja er, voru synodusprestar til altaris. Að lokinni guðsþjónustu var hlé til kl. 16,15, en þá söfnuð- ust synodusprestar saman 1 kapellu Háskólans til guðrækn- isstundar. Hófst sú athöfn með samleik á fiðlu og orgel, og léku þar þeir Þórarinn Guðmunds- son, fiðluleikari, og Páll Kr. Pálsson, orgelleikari. Að því loknu las herra biskupinn ritn- ingarkafla og flutti bæn, en prestar sungu fyrsta og síðasta erindi sálmsins „Vor Guð er borg á bjargi traust“. Þá ávarp- aði biskupinn prestastefnuna og bauð prestana velkomna. Ræddi biskupinn um viðhorf prests til safnaðar og safnaðar til presta, og hvatti han nprestana til auk- inna starfa. í lok ræðu sinnar sendi hann kveðjur sínar og prestanna heim til safnaðanna. Að því loknu hóf biskupinn lestur ársskýrslu sinnar og fer hér á eftir útdráttur úr henni. Breytingar á starfsliði kirkjunn- unnar hafa verið venju fremur litlar á árinu. Enginn þjónandi prestur hefir látist. En úr hópi fyrrverandi presta hafa tveir horfið, þeir séra Einar Thorla- cius, fyrrum prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd o§ Vigfús Þórðarson fyrrum prestur í Ey- dölum. Þá hefir ein prestsekkja látist á árinu, frú Sigurlaug Björg Árnadóttir Knudsen, ekkja séra Ludvigs Knudsen, er síðast var prestur að Breiða- bólsstað í Vesturhópi. Ennfrem ur andaðist á synodusárinu ein prestskona, frú Sigurlína Guðný Sigurjónsdóttir, kona séra Þor- geirs Jónssonar, Eskifirði. Fund armenn vottuðu hinum látnu virðingu sína og aðstandendum samúð sína með því að rísa úr sætum. Einn þjónandi prestur hefir látið af embætti á árinu, séra Magnús Már Lárusson, prest- Man. Mrs. Elizabeth Bjarnason, Langruth. Board of Directors — Sunrise Camp. Séra Egill H. Fáfnis, North Dakota. Dr. E. Johnson, Selkirk, Mr. S. O. Bjerring, Winnipeg, Mr. S. Pálmason, Winnipeg Beach, Mrs. C. Thor- steinsson, Baldur, Mrs. Anna Magnússon, Selkirk, Mrs. Thór dís Thompson, Riverton, Séra B. A. Bjarnason, Arborg. Einnig voru kosin í stað tveggja sem var veitt lausn úr embætti, þau Mrs. Ingibjörg J. Ólafsson og Dr. F. E. Scribner, Gimli. Eignanefnd Mrs. Sigríður Bjerring og Mrs. Sarah Childer- hose. Bókasafnsnefnd. Mrs. Marg- aret. Scribner, Gimli, Mrs. Sig- þóra Tómasson, Hecla og Mrs. Ingunn Fjeldsted, Arborg. Sunnudagaskólanefnd Mrs. Elizabeth Bjarnason, Mrs. S. Sigurgeirsson og Mrs. Anna Skaptason, Winnipeg. Hannyrðanefnd Mrs. Soffia Wathne, Winnipeg, Mrs. Val- gerður Hallgrímsson, Cypress River, og Mrs. J. Hannesson, Langruth. Kosnar voru sem fulltrúar bandalagsins á kirkjuþingið, sem er nýafstaðið, þær Mrs. Þjóðbjörg Henrickson og Mrs. S. Sigurgeirsson. Virðingarfyllst, Lilja Guttormsson skrijari ur að Skútustöðum. Séra Magn- ús hefir tvo undanfarna vetur gegnt kepnslustörfum við guð- fræðideild Háskólans í forföll- um próf. Magnúsar Jónssonar. Tveir guðfræðikandidatar hafa tekið vígslu á árinu, séra Andrés Ólafsson til Staðar í Steingríms firði og séra Þórarinn Jónasson Þór, settur prestur í Staðar- prestakalli á Reykjanesi. Biskup þakkaði séra Magnúsi störfin og bauð hina nýju presta velkomna til starfs. Þá gat biskup einnig um prestaskiptin, er séra Eirík- ur Brynjólfsson á Útskálum fór til Winnipeg og gegndi prests- störfum þar í stað séra Valdi- mars Eylands, er gegndi störf- um séra Eiríks á Útskálum. Þakkaði hann séra Valdimar störf hans hér og bauð séra Ei- rík velkominn heim og þakkaði störf hans vestra. Óveitt prestaköll. Biskup gat þess að 17 presta- köll væru óveitt. Er sú tala nokkuð há, þar sem prestaköll landsins eru aðeins 112 að tölu. I fjórum þessara prestakalla eru settir prestar og líklegt er, að fljótlega komi prestur í það fimmta. Ber þess einnig að geta að ein guðfræðinemi, Gísli Kol- beins, er ráðinn til aðstoðar- þjónustu í Austur-Skaftafells- prófastsdæmi, en þar er presta- fæðin tilfinnanlegust. Og senni- lega mun annar guðfræðinemi verða ráðinn á næstunni til að- stoðarþjónustu annars staðar. Horfur munu nú vera batnandi um það að prestar fáist á næst- unni í eitthvað af hinum ó- veittu köllum, þar sem nemend- um guðfræðideildarinnar fer nú fjölgandi. Byggingar. Á þessu ári hefir lítið verið um byggingar nýrra kirkna. í Reykjavík hefir verið haldið á- fram byggingu Laugarnes- kirkju og verður hún væntan- lega vígð í haust. Neðri hæð kórbyggingar Hall grímskirkju á Skólavörðuhæð var lokið á árinu og hún vígð og tekin í notkun 5. des s.l. Bæt ir það að nokkru úr brýnni þörf safnaðarins, en vonandi verður byggingu haldið áfram, þar til hin volduga og mikla bygging verður fullgerð. Þá var lokið byggingu útfarar kapellu og bálstofu í Fossvogs- kirkjugarði og var hún vígð af vígslubiskupi dr. Bjarna Jóns- syni 31. júlí s.l. Meiri háttar að- gerðir hafa farið fram á ýmsum eldri kirkjum, svo sem Bessa- staðakirkju á Álftanesi, Staf- holtskirkju, Mælifellskirkju og Mosfellskirkju í Grímsnesi Þá var og sett nýtt eirþak á Dóm- kirkjuna í Reykjavík og gert við hana á ýmsan hátt. Þá er lokið smíði þriggja prestsseturshúsa, á Desjamýri, í Ólafsvík og í Hallgrímspresta- kalli í Reykjavík. En í smíðum eru fjögur slík hús, sem vænt- anlega verður lokið við á þessu ári. Nokkru fé hefir einnig verið varið til aðgerða á eldri prests- setrum. Eins og nú standa sakir má segja að af 115 prestssetrum séu 80 ýmist góðar eða sæmi- legar byggingar. En á hinum 30 eru ýmist engar eða algerlega qfullnægjandi byggingar, og verður að sækja það fast, á kom andi árum að ráða bót á því. Kirkjuleg löggjöf. Á þessu ári hafa engar breyt- ingar orðið á löggjöf varðandi kirkjuna svo teljandi sé. Á síð- ustu prestsstefnu var allmikið ræt um kirkjuþing, og frum- varp um það sent prestum lands ins til umsagnar. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra, er svör sendu voru fylgjandi því. Síðan var frumvarpið sent kirkjuráði og var samþykkt þar með smávægi legum breytingum. Síðan var það sent kirkjumálaráðuneyt- inu með ósk um að það léti leggja það fyrir Alþingi. En þar sem þá var liðið allmjög á þing tímann, varð málið ekki sent Alþingi nú, en verður yæntan- lega lagt fyrir næsta þing. Skálholtsstaður. Kirkjumálaráðherra skipaði 5 manna nefnd til að gera tillög- ur um endurreisn Skálholts- staðar. í nefndinni eiga sæti auk biskups séra Sigurbjörn Einars son, dósent, Björn Þórðarson, dr. jur., Steingr. Steinþórsson, búnaðarmálastjóri og Þorsteinn Sigurðsson, bóndi, Vatnsleysu. Nefndin hefir orðið sammála um að leggja til að Skálholt verði aðsetursstaður vígslubisk- ups hins forna Skálholtsbiskups dæmis, og þar verði endurreist dómkirkja og biskupsbústaður, og sé þeim framkvæmdum lokið fyrir árið 1956, en þá eru 9 aldir liðnar frá því að Skálholt varð biskupssetur. Mál þetta verður síðar rætt á prestastefnunni. Fjárveitingar til kirkjumála. Á fjárlögum yfirstandandi árs er veitt til bygginga nýrra prestsseturshúsa 700 þús. krón- um, og er það allmikið lægri upphæð en árið áður. Til að- gerða á prestsseturshúsum eldri eru veittar 250 þús og til úti- húsa á prestssetrum 200 þús. kr. Samtals eru allar fjárveit- ingar til kirkjumála rúmar 4 milljónir króna eða tæplega 11%% af heildarútgjöldum rík isins. Slík fjárveiting er á allan hátt ónóg og háir mjög allri kirkjulegri starfsemi. Söngmál. Sigurður Birkis söngmála- stjóri hefir stofnað 9 kirkjukóra á árinu og munu þá kirkjukór- arnir alls vera 133. Söngskóli þjóðkirkjunnar starfaði í vetur í Reykjavík frá 1. nóv. til 1. maí. Þar var einkum kent orgelspil, söngur og söngstjórn. Skóli þessi hefir aðeins eina kennslu- stofu til umráða og stendur hon um það mjög fyrir þrifum. Mjög erfiðlega gekk að útvega kirkj- unum hljóðfæri á styrjaldarár- unum, en nú er ráðin á því nokk ur bót. Á árunum 1945—48 hafa verið flutt inn hljóðfæri í 26 kirkjur, þar af þrjú vönduð píanóorgel, í Bessastaða- og Eyrarbakkakirkjur og í kapellu Háskólans. Kirkjuþing. I júní og júlí mán. var háð hið svonefnda Lambethþing í Englandi, að tilhlutan erkibisk- upsins í Kantaraborg. Þessi þing hafa verið háð 10. hvert ár síð- an 1867. Biskup íslands sat þetta þing ásamt 330 öðrum biskupum. Ennfremur var háð fjölmennt kirkjuþing í Amster- dam í Hollandi á s.l. hausti og sóttu það fulltrúar frá 150 kirkjudeildum. Fyrir hönd ís- lands mætti þar séra Jakob Jónsson. Visitaziur. Á síðastliðnu sumri visiteraði biskupinn Vestmannaeyjar og Dalaprófastsdæmi og messaði í öllum kirkjunum ásamt sókn- arprestunum. Voru ferðir þess- ar yfirleitt mjög ánægjulegar og kirkjusókn góð. Félagsstarfsemi. — Bókaútgáfa. Aðalfundur Prestafélags Is- lands var haldinn 23.—24. júní s.l. í Reykjavík. Þá hafa einnig deildir Prestafélagsins út um landið verið starfandi og hald- ið sína fundi heima í héruðuq- um. K.F.U.M. og K. í Reykja- vík áttu bæði 50 ára afmæli á þessu ári og var þess minst með hátíðarsamkomum í samkomu- húsi félaganna hér í Rvík. Útgáfu Kirkjublaðsins og Kirkjuritsins hefir verið hagað líkt og á undanförnum árum. Þá má einnig geta um útgáfu tímaritsins Víðförli, sem flutt hefir greinar um trúmál og kirkjuleg málefni, en ritstjóri þess er séra Sigurbjörn Einars- son dosent. — Þá hefir einnig blaðið Bjarmi komið út með svipuðum hætti og áður, og auk þess hafa nokkrir prestar gefið út safnaðarblöð. Þá ber að nefna bók próf. Ásmundar Guðmunds sonar, Fjallræðan og Orð Jesú Krists, sem séra Þorvaldur Ja- kobsson safnaði saman. Séra Sig urður Pálsson í Hraungerði hef- ir gefið út bænir. Dr. Árni Árna son læknir bókina Þjóðleiðir til heilla og hamingju. Og nýlega er útkomin bók eftir séra Jakob Jónsson, sem nefnist: í kirkju og utan. Minnst var i Haukadal í Biskupst. Ara prests Þorgils- sonar, en 800 ár eru nú liðin frá dauða hans. Utanfarir. Tveir prestar dvöldu að námi erlendis s. 1. vetur, þeir séra Guðm. Sveinsson á Hrauneyri og séra Sigurður Kristjánsson, ísafirði. Auk þess fóru ýmsir aðrir prestar utan til styttri dvalar. Messur og altarisgestir. Á árinu 1948 voru sungnar 3909 messur á öllu landinu og eru það rúmt 100 fleiri en á fyrra ári. Þar af eru almennar kirkjuguðsþjón. 3182, barna- guðsþjónustur 410 og aðrar guðs þjónustur 317. Tala altarisgesta mun hafa orðið 5996 og þó lík- lega heldur fleiri. í Merkisafmœli. Séra Einar Pálsson fyrrver- andi prestur í Reykholti varð áttræður 24. júlí. Séra Harald- ur Þórarinsson síðast prestur í Mjóafirði, varð áttræður 14. des. Séra Vilhjálmur Briem, for- stjóri Söfnunarsjóðs íslands, varð áttræður 18. janúar. Séra Ásgeir Ásgeirsson próf. varð 70 ára 22. sept. Séra Jón N. Jó- hannesson varð 70 ára 6. okt. Sama dag varð sextugur próf. Ásmundur Guðmundsson. Þá varð einnig sextugur 24. des. séra Jósep Jónsson, prófastur, á Setbergi. 50 ára urðu þeir séra Páll Þorleifsson að Skinnastað 23. ág. og séra Sig. Einarsson á Holti 29. okt. Biskup flutti þeim öllum innilegar hafingjuóskir. Að loknum lestri skýrslunnar talaði biskup nokkrum orðum til prestanna og endaði athöfn- in með því að sungið var versið Son Guðs ertu með sanni. Fundur í hátíðasál Háskólans, Eftir athöfnina í kapellunni var fundur settur í hátíðasal Háskólans. Biskup las þær kveðj ur, er prestastefnunni höfðu bor ist, frá séra Valdimar Eylands, séra Finn Tuliníus, séra Jón- mundi Halldórssyni, prófessor Richard Beck og Sambandi ís- lenzkra barnakennara. Séra Guð mundur Sveinsson flutti kveðj- ur frá prestafundi í Melby í Danmörku og séra Eiríkur Bryn jólfsson frá íslenzka söfnuðin- um í Winnipeg. Á fundinum lagði biskup fram ýmsar skýrslur og tillög- ur um styrkveitingar til aldr- aðra presta og prestekkna. Þá fóru einnig fram nefndarkosn- ingar. Um kvöldið kl. 8.30 flutti vígslubiskup, séra Bjarni Jóns- son, erindi fyrir almenning í Dómkirkjunni. Erindið nefndi hann: „I gær og í dag“, og va* því útvarpað. Annar dagur prestastefnunnar. Dagskráin hófst með morgun- bænum í kapellunni og annað- ist þær séra Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur. Síðan hófst fundur, þar sem fluttar voru framsöguræður um höfuðmál dagskrárinnar sálgæzlu. Frum- mælendur voru þeir séra Þor- steinn L. Jónsson í Söðulholti, og Alfreð Gíslason, læknir. Voru Framhald á bls. 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.