Lögberg - 07.07.1949, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.07.1949, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. JÚLÍ 1949. Hogberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED | «95 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Vtanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Logberg ' is printed and publiahed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Secont} Class Mail, Post Office Department. Ottawa HÁTÍÐISDAGAR TVEGGJA ÞJÓÐA Síðastliðinn föstudag átti canadíska fylkjasamband ið áttatíu og tveggja ára aldursafmæli; slíkt er ekki langt tímabil í ævi þjóðar, þó viðburðaríkt hafi það verið eigi að síður og auðkent mörgum þróunar- sporum; að vitrir menn og framsýnir legði grundvöll- inn að fylkjasambandinu hefir ár bvert afdráttarlaust sannað, og fer það jafnan svo, þar sem grundvöllurinn er bjarg en ekki kviksandur. Efnahagsleg, stjórnarfarsleg og tæknileg þróun canadísku þjóðarinnar á þessum áttatíu og þremur árum, hefir verið svo ör og margbreytileg, að aðdáun hefir vakið vítt um heim; þjóðin nýtur nú fullkomins sjálfstæðis og er að öllu ábyrg gerða sinna jafnt út á við sem inn á við; á vettvangi framleiðslu, verzlunar og viðskipta telst hún til forustuþjóöa og hið sama er að segja af afskiptum hennar af alþjóðamálum; einnig þar stendur hún í brjóstfylkingu djarfhugsandi lýðræð isþjóða. Til fulltingis mannréttindunum og lýðfrelsinu, telur Canada, þótt þjóðin unni friði, enga fórn of stóra. — Tvennir stóratburðir, sem í eðli sínu hljóta að hafa mikilvæga framtíðarþýðingu fyrir þróun canadísku þjóðarinnar, gerðust á yfirstandandi ári, sem nú er að- eins liðlega hálfnað; er hér átt við forgöngu og þátt- töku þjóðarinnar í Atlantshafsbandalaginu og upptöku Newfoundland í fylkjasambandið. í canadísku þjóðlífi getur að líta kvisti af flestum kynstofnum veraldarinnar, þótt ábærilegastir séu þeir ensku og frönsku og mestir fyrirferðar; en þrátt fyrir það, eru allir í þessu landi jafnir fyrir lögunum, jafn velkomnir og njóta hinna sömu þróunarskilyrða; nú eru þeir allir jafnréttháir Canadamenn, er njóta cana- dískra þegnréttinda. Canada er fagurt land og býr yfir nálega ótæmandi auðlegð náttúrufríðinda; það er enn næsta fáment í hlutfalli við stærðina og skilyrðin til heillavænlegrar afkomu stórfjölgandi íbúum til handa; íbúatalan eins og sakir standa er ekki nema eitthvað um þrettán mil- jónir; þess mun ekki ýkjalangt að bíða, að hún komist upp í tuttugu og fimm miljónir. Um þessar mundir ríkir í Canada sennilega almenn ari vellíðan en í nokkru öðru landi að undanskildum Bandaríkjunum, og með öruggri stjórnarforustu, sem fólk getur með fullum rétti gert sér vonir um, getur þjóðin alveg vafalaust litið björtum augum til framtíð- arinnar; hún býr í framtíðarlandi hárra hugsjóna, á- ræðis og framtaks. Canada er eitt hinna sólríkustu landa í víðri ver- öld og afmælisdagurinn var laugaður sólskini frá morgni til kvölds. ♦ ♦ ♦ ♦ Mánudagurinn var fullveldisdagur hinnar voldugu nágrannaþjóðar okkar sunnan landamæranna, Banda ríkjanna, sem býr við ein þau fegurstu og fullkomnustu stjórnskipulög, sem dauðlegum mönnum hefir lánast að semja; var þessa atburðar vitaskuld, venju sam- kvæmt, minst með tilkomumiklum og fjölbreyttum há- tíðahöldum. Bandaríkjaþjóðin er, þrátt fyrir ýmissa misbresti, sem óhjákvæmilega gera vart við sig í jafn fjölmennu þjóðfélagi, óneitanlega ein 'hin áhrifamesta forustu- þjóð mannkynsins; hún er auðug að vísindalegri tækni og hverskonar náttúrufríðindum, þótt hitt sé meira um vert, hve miklum mannkostum hún er búin og and- legri göfgi; aðkomumaður er ekki lengi að átta sig á því, að Bandaríkjamenn unni landi sínu hugástum og hve ást þeirra á mannfrelsinu sé rótgróin og sterk; það er engu líkara en frelsisástin liggi þar í loftinu og gagn- taki jafnt gesti og heimamenn. Engin varnarvirki að- skilja Canada og Bandaríkin, og slíkra varnarvirkja- væri heldur ekki minsta þörf, því sambúðin er grund- völluð á virðingu og gagnkvæmum skilningi af hálfu beggja aðilja jafnt. Nokkuð skyggði það á hátíðahöldin beggja vegna landamæranna hve mikið varð um dauðaslys í sam- bandi við þau; í Canada jétu lífið milli áttatíu og níu- tíu manns, en í Bandaríkjunum varð talan hátt á sjö- unda hundrað; þetta voru miklar fórnir, óeðlilega miklar fórnir. ÓHUGNANLEG BARDAGAAÐFERÐ Blöð og útvarpsstöðvar hafa undanfarnar vikur flutt þau óhugnanlegu tíðindi, að ofsóknir stjórnar- valdanna í leppríkjum Rússa gegh kirkju og kennimönn um, fari jafnt og þétt í vöxt; er trúárbragðafrelsi auð- sjáanlega ekki mikils metið á þeim stöðum; mest kveð- ur þó að ofsóknunum, að því er nýjar fréttir herma, í Czechoslovakíu, þessu fagra landi, þar sem þeir Maza- ryk og Benes höfðu dregið fána lýðræðisins hæst að hún, en nú er í járnklóm kommúnista; snarpastar hafa árásirnar þó orðið gegn kaþólsku kirkjunni þar í landi Kirkjuþingið í Argyle Dagurinn var einn af þessum blíðu og blikandi sumardögum sólskinslandsins nafnkunna, Kanada. Himinn var beiður og blár og það bærðist naumast blað fyrir vindi, er bifreið Jóns Swansoriar rendi upp að stétt- inni fyrir framan húsið hjá mér. Jón sté út úr bifreið sinni glað- ur og broshýr, kom inn í húsið til mín og spurði: „Ertu tilbú- inn, Jón?“ Jú ég var tilbúinn, svo gengum við .t að bifreiðinni og var þar fyrir kona fríð sýnum hógvær og alvarleg, er Jón hafði sett við hlið sér, það var frú Þór- dís Jónsson ekkja eftir Kristján Jónsson óðalsbónda í Argyle. 1 aftursæti bifreiðarinnar sat mað ur mikill vexti og tók upp nærri eins mikið rúm í bifreiðinni og þó að Taft Bandaríkjaforsetinn frægi hefði verið kominn þar, en hann var svo mikill fyrir- ferðar og lendabreiður, að hann íþurfti fjögra algengra manna rúm er hann settist niður. Þessi maður — Victor Jónasson frá Winnipeg sat alvarlegur, íbygg inn og þögull eins og Taft, þang að til að ýtt eða amast var við hans eigin skoðunum, eða sann- færingu en þá var hann ákveð- inn og ósveigjanlegur. Victor leit til mín þegar ég settist við hlið- ina á honum í bifreiðinni eins og hann vildi segja: „Og þú hér líka“. Svo var lagt af stað vest- ur á Lenor stræti, þar sem frú Henrickson systir Jóns og erin- dreki sambands lútersku kven- félaganna bættist í hópinn, glæsileg og gáfuð kona og var þá fullsetin bifreiðin, að minnsta kosti aftursæti hennar. Um ferð ina vestur er fátt að segja. Bif- manns út fyrir borgina — út á reiðin leið áfram eins og hugur landsbyggðina og út á landsveg- ina, sem því miður voru ekki eins sléttir og þeir hefðu mátt vera, því sveitastjómin hafði gleymt að slétta þá og fylkis- stjórnin að mölbera. En ferðin gekk samt vel, því bifreiðin var ágæt og bifreiðarstjórinn snill- ingur, sem stýrði fram hjá for- um, pollum og bungum, sem í veginum voru eins og slingum bifreiðarstjórum ber að gjöra. Eftir eina áningu og kaffi- drykkju, náðum við öll heil á húfi og glöð í bragði til Glen- boro um klukkan 5 e. h. Glen- borobær er ekki stór, en þokka- legur og hreinn. Fólkstala bæj- arins mun vera á milli fimm og sex hundruð og er hinn mesti myndarbragur á fólkinu sjálfu ög hýbýlum þess. Verzlunarbær er Glenboro mikill, því því hann stendur í miðbiki eins af auðugustu og farsælustu hveitilendum í vestur Kanada og auk þess er nautgriparækt nokkuð stunduð, einkanlega mjólkurframleiðsla og er ágætt smjörgerðarhús í bænum. Ekki vil ég segja að á þeessum mynd- arskap öllum sé íslenzkur brag- ur, en hitt dylst engum, sem að kemur og sér, að íslendingarnir í Glenboro, Baldur, eða í Argyle sveitinni, standa engum öðrum að baki. Við stönsuðum og áðum í Glenboro og hittum þar fyrst- an manna friðdómarann og höfðingjann G. J. Oleson, var hann vingjarnlegur og broshýr eins og hann á ávalt að sér að vera og bauð okkur og þremur höfðingjum sem með honum voru, þeim Gísla Sigmundssyni og Bjarna Egilssyni borgarstjóra frá Gimli og Ágúst Vopna frá Swan River upp á hressingu, reyndar var það nú ekki nema kaffi, en það var gott samt og hressandi og eftir að við höfð- um setið dálitla stund yfir kaffi bollunum og spjallað stóð Ole- son upp borgaði fyrir brúsann og sagði: „Þetta er allt sem þið íáið hjá mér, ef þið eruð hungr- aðir, þá getið þið farið suður til Grund og fengið þar eitthvert hrasl“. Vegurinn til Grund ligg- ur beint í suður frá Glenboro, en rétt fyrir sunnan bæinn er mýri eða keída, sem í vætutíð er all vatnsmikil, yfir þá keldu er upphleyptur vegur, sem ef mig tninnir rétt að Jón heitinn Júlíus lagði grundvöllinn að fyr- ir mörgum árum, en ájmnan við kelduna rís landið í líðandi halla og á brún þess standa þrjú tignarleg heimili frumbyggja Argylebyggðar, Olgeirs Frede- ricksonar vestast, Friðbjörns Fredericksonar næst og Árna Sveinssonar austast. Með fram þessum landnámsjörðum liggur vegurinn að norðan þar til að hann snýr beint í suður, við landnám Skafta Arasonar og liggur svo eins og silfurþráður í gegnum alla íslenzku byggina og til Baldur. Það er áhrifamikil sjón, sem mætir auga manns þegar ekið er eftir þessum vegi. Til beggja handa breiða fagurgrænir korn akrar sig eins langt og augað eygir — heilt úthaf af „korn- stangamóðu“ með reisulegum bændabýlum, en öldumyndun landsins brýtur flatneskjuna og auðgar útsýnið. Grundarkirkja er veglegt Guðshús, Hún stendur í hinu forna landnámi Sigurjóns Snæ- dals sunnan í hæð nokkurri. Til vesturs er hæsti hóllinn, sem ég hefi séð í Argyle-byggð. Til suð- urs allstórt silfurtært stöðuvatn, það væri máske réttara að nefna það tjörn. Til aústurs er land- nám Kristjóns Jónssonar síðar kaupmanns á Baldur föður Tóm asar sem rak verzlun föðursins í mörg ár á Baldur en er nú bú- settur í Winnipeg, og bróðir Thos. H. Jónssonar ráðherra. Þegar við komum fram á hæð- ina, sem kirkjan stendur undir blasti allt þetta við okkur og breiða af bifreiðum, sem komn- ar voru á staðinn og glitruðu í sólskininu. Eftir að hafa hrist af okkur ferðarykið og heilsað upp á kunningjana vorum við kölluð inn til kvöldverðar, sem fram- reiddur var í samkomuhúsinu á Grund af konum íslenzku byggðarinnar og get ég borið um, að það var ekkert hrasl, sem þar var á borð borið, þau svignuðu' undir góðgætinu því nóg er til í Argyle. Klukkan átta e.h. var gengið til kirkju, til kirkjuþingssetn- ingar. Kirkjan var troðfull af fólki. Sameinaður söngflokkur frá öllum íslenzku söfnuðum byggðarinnar leiddi sönginn. En séra Valdimar J. Eylands pré- dikaði. Lagði hann út af þessum orðum í annari bók Móse 3. kapitula: „Hann sagði: Gakk ekki hingað! Drag skó þína af fótum þér, því sá staður, er þú stendur á, er heilög jörð“. Text- inn var vel viðeigandi. Ræðan gagnorð og prýðilega flutt og efast ég ekkert um, að þeir, sem þar voru inni hafi allir verið prestinum sammála um helgi þá, sem Guðshús krefðist, en hve lengi að aldarandinn með hégómagirni sinni lætur þá 'helgihneigð óáreitta, það má hamingjan vita. En presturinn gerði sína yísu og gjörði hana vel. Að ræðu séra Eylands lok- inni fór fram fjölmenn altaris- ganga og svo var kirkjuþingið sett af forseta þess séra Agli Fáfnis. Framhald og æðsta manni hennar Joseph Beran erkibiskupi, er nú situr í gæzluvarðhaldi í höll sinni fram að þeim tíma, er frekari ákvarðanir varðandi framtíð hans verða teknar. í Slovakíu hafa eitthvað um þrjátíu kaþólskir prest- ar tekið sig saman um, að verja kenningafrelsi sitt til hins ýtrasta og láta heldur lífið en slaka til í þessu efni. Olafur Thors rœðir við Breta um framkvæmd Þýzkalandssamningsins Gert var nýtt samkomulag Ólafur Thors kom heim í gærkvöldi frá London. Hann fór utan þ. 7. júní á vegum utanríkisráðuneytisins, til þess, ásamt með sendiherra íslands í Bretlandi, að ræða við utanríkisráðuneytið brezka um ýms vandkvæði, sem fram að þessu hafa verið á fram- kvæmd hins svonefnda Þýzkalandssamnings, þ. e. samnings þess, er stjórn íslands gerði á síðastliðnu hausti, við stjórn Bretlands um sölu á fiski til Þýzkalands á árinu 1949. Seint í gærkvöldi átti blaðið tal við Ólaf Thors, og spurði hann að því, hvaða horfur væru á framkvæmd samningsins. Við ræddum um þetta mál, sagði hann, við einn af ráðherr- um Breta, og auk þess við þann skrifstofustjóra í utanríkisráðu neytinu brezka, sem mál þetta fellur undir, og sérfræðinga hans. Á síðasta stigi málsins kom einnig sá maður til London, frá Þýzkalandi, sem aðallega hefir haft með mál þetta að gera, fyrir hönd Þjóðverjanna, ásamt með sérfræðingum sín- um, og tók þátt í þessum um- ræðum og ákvörðunum. Nýtt samkomulag Að síðustu var gert nýtt sam- komulag um framkvæmd eldri samningsins. Vildi ég að ó- reyndu vona, að þessi fundahöld leiði til meira öryggis fyrir ís- lendinga, í þessum efnum, en reyndin hefir verið fram til þessa. Er það að sjálfsögðu mikið hagsmunamál fyrir okkur íslend ingá. Framkoma Breta mjög vingjarleg Mér þykir rétt að taka það fram, að enn sem fyrr, var fram koma brezku stjórnarinnar og starfsmanna hennar í garð Is- lendinga mjög vingjarleg. Er enginn vafi á, að Bretar hafa ríkan hug á, að vandkvæðin í framkvæmd samningsins verði sem allra minst. En hitt verður að játa, að samkvæmt anda og orðalagi samningsins, veltur að sjálf- sögðu mest á því, að Þjóðverjar hafi þörf fyrir fiskinn — eins og líka eðlilegt er. ^ Ég hef ekki áður hitt þá Þjóð verja, sém komu til London, til að taka þátt í samningum þess um. En mér féll ágætlega við þá. Mér þykir ástæða til að benda á, að brátt mun líða að því að íslendingar taki upp beina við- skiptasamninga við Þjóðverja. Er óhætt að fullyrða, að slík vinsamleg viðskipti verði mikið hagsmunamál, fyrir báðar þjóð- irnar. Að öðru leyti er ekki rétt að gefa frekari upplýsingar um þetta mál, þar eð ég hef ekki enn afhent utanríkisráðherran- um skýrslu um starf sendiherr- ans og míns og þær niðurstöður, sem fundahöldin í London leiddu til. (Mbl. 28. júní) Húsbóndinn: — Hvers vegna viltu endilega gifta þig? Þjónninn: — Ja sko, ég vil ekki láta nafn mitt deyja út. ★ Konur hlæja þegar þær geta og gráta þegar þær vilja. íslendingadagurrin að Gimli, 1. ágúst Hún er svo að segja á næstu grösum, uppáhalds sumarhátíð íslendinga vestan hafs, íslend- ingadagurinn, sem haldinn verð ur að Gimli eins og mörg undan farin ár. íslendingadagurinn er alltaf merkur viðburður meðal okkar, því hann er eina hátíðin, sem bindur okkur traustari böndum við ísland og heima- þjóðina, en nokkur orð fá lýst, því það er hin íslenzkasta hátíð hátíðanna, þar sem margir koma saman til að endurnýja gamlan kunningsskap og ræðast við. Is- lendingadagurinn á sér líka merka sögu frá upphafi vega hér, sem stórfróðleg er ef sam- in væri og sett í bók, sem ef til vill verður gert síðar meir. Hátíðin í ár er líka merkur viðburður í sögunni, því það er sextíu ára afmæli dagsins. Hefir nefndin reynt að vanda til þessa hátíðahalds eftir beztu getu. Nefndin hefir orðið fyrir ýms- um vonbrigðum með ýmislegt, sem hana langaði að koma í fram kvæmd er setja myndi sérstæð- an svip yfir hátíðahaldið, en samt hefir henni lukkast að fá góða skemmtiskrá, og margt, sem ekki hefir verið þar að jaifnaði fjrrr, svo að allir, sem hátíðina sækja mega eiga von á mjög ánægjulegri og fjöl- breyttri hátíð. I næstu blöðum verður sagt frá skemmtiskránni. Fylgist með því og munið eftir að fjölmenna á hátíðina. Framhald í næstu blöðum. Falskir gretfar og greifainnur Mjög mikið hefir borið á fölsk um greifum og fólki af aðals- ættum í Vestur-Þýzkalandi eftir að stríðinu lauk. Að jafnaði hafa 170 falskir barónar og greifar og ættmenni slíkra manna verið teknir fastir á viku hverri. Sér- staklega hafa amerískir her- menn látið blekkja sig þannig, vegna þess að þeir hafa margir hverjir haft mikinn áhuga fyrir að kynnast „ekta, lifandi bar- ón“. Nýlega var „Irmgard von Einsiedel greifainna“ handtekin í Frankfurt. Hún hélt því fram að hún hefðj hlotið menntun sína í skóla í frönsku Ölpunum, en svo kom það upp úr kafinu, að hún skildi ekki éitt einasta orð í frönsku. Hún átti orðið marga aðdáendur, sérstaklega meðal blaðamanna í Frankfurt. En þegar lögreglan fór að yfirheyra hana, kom það í lj ós að hún var ekki einu sinni fölsk greifainna heldur einnig fölsk kona. Hið rétta nafn „hennar“ er Arthur Schroeder. ★ Lygin hefir stutta fætur en stóra vængi. KAUPENDUR LÖGBERGS OG HEIMSKRINGLU Á ISLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árgsmga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐM UNDSSON Mávahlíð 37, Reykjavík.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.