Lögberg - 07.07.1949, Blaðsíða 6

Lögberg - 07.07.1949, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. JÚLÍ 1949. FORRÉTTINDI Eftir GILBERT PARKER J. J. Bildfell þýddi. — Ljóðin í þessari sögu eru þýdd af Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Það er maður. Guð sé oss næstur! Skyldi hann hafa verið myrtur? Straumurinn bar manninn örara en flekann. Það stóð hönd upp úr vatninu — tvær hendur. „Hann er lifandi!“ sagði Jó Portu- gais og greip kaðal, sem lá á flekan- um, batt öðrum enda kaðalsins um sjálf an sig, en hinum í tré á flekanum og henti sér í ána. Eftir þrjár mínútur var hann aftur kominn upp á flekann með manninn með sér meðvitundar- lausan og var að skoða áverka, sem hann hafði á höfðinu. Þegar Jó Portugais var að þukla um brjóst meðvitundarlausa mannsins, snerti hann við einhverju, sem glamr- aði í þegar það straukst við hnappana á vesti hans. Jó tók það upp og bar það að ljósbirtunni. Það var augnagler. „Guð minn góður!“ sagði Jó Portu- gais. „Það er hann“, og minntist orð- anna síðustu, sem hann hafði talað til sín: „Farðu frá augunum á mér. Þú ert áreiðanlega sekur!“ En Jó Portugais bar hlýjan hug til mannsins, samt sem áður. X. KAPÍTULI Vegurinn inn og vegurinn út í sínu eigin héraði Chaudiere-sveit- inni bar Jó Portugais nafn hins víðförla manns. Hann hafði víða farið um hin ar mörgu ár, sem um Quebec fylkið falla, og um skóglendur þess, og hafði farið lengra í norðurátt, áleiðis til Hud- sons-flóans heldur en nokkur annar, sem heima átti í sveitunum sjö, sem næstar lágu hans eigin sveit. Foreldrar Jós höfðu dáið bæði sama árið þegar hann var tuttugu og fimm ára. Það ár hafði líka breytt honum sjálfum frá glaðværum æskumanni, sem enn var ósprottin grön, í þunglynd- an alskeggjaðan mann, sem leit út fyr- ir að vera fjörutíu og fimm ára gamall, því á því ári hvarf hann að heiman, en kom hem aftur undir árslokin og var móðir hans þá dáin, en faðir hans aðframkominn af sorg. Hvers vegna að Jó fór þannig að heman vissi eng- inn nema faðir hans, og hvað fyrir hann kom á árinu vissi enginn, nema hann sjálfur, en frá því sagði hann eng um, ekki einu sinni föður sínum, að- framkomnum. Líf hans var umvafið leyndardómi, íem enginn fékk ráðið. Hann var ein- staklingur á meðal fólksins í Chaudiere, sem hvorki þýddist hann, né heldur hann það. Einhver þung og ægileg end- urminning hrakti hann út úr þorpinu, sem.byggt var í kringum kirkjuna í Chaudiere, og upp til Vadromefjallanna sem voru þrjár mflur í burtu, og þar bjó hann aleinn. Það var þangað, sem hann flutti manninn með augnaglerið, eftir að flytja hann í tvo daga og tvær nætur á bát upp ána. Hann kom með hann á hundasleða, sem hann sjálfur beitti sér fyrir, ásamt hundum sínum til þess að koma manninum upp brekk- una í hálf dimmunni upp að kofa sín- um, því dagur var að kveldi kominn. Hann bar manninn inn í kofann og lagði hreindýrsfeldi á gólfið í einu af þremur herbergjum sem í honum voru, og bjó um hann með undraverðri ná- kvæmni, baðaði sárið á höfðinu á hon- um og batt um það. Morguninn eftir opnaði sjúklingur- inn augun og fór að fálma um brjóst sér með hendinni eins og ósjálfrátt. Að síðustu fann hann augnaglerið. Hann bar það með veikum burðum að auga sér og leit á Jó hálfvandræðalega eins og hann skildi ekki í neinu, sem fyrir augu hans bar. „Ég — þig að fyrirgefa“ — sagði hann hikandi, höfum við verið gerðir kunnugir. — Hann lét augun skyndi- lega aftur og það var eins og þykkju- svipur færðist á andlitið á honum. Eftir mínútu lauk hann augunum upp aftur, og horfði á hann í raunalegri en þó angistarfullri alvöru, sem óx í nærri barnslegan ótta, en sem hvarf brátt aftur af andliti hans og skildi það eftir rólegt. Augnaglerið féll frá auga hans og hann fékkst ekki um það. Eftir nokk urn tíma sagði hann þreytulega og í undursamlegri auðmýkt: „Ég er þyrstur“. Jó tók tréskál með vatni í.og bar að vörum hans og hann drakk, drakk og teygaði eins og dauðþyrst barn. þegar hann var búinn að fá nó að drekka, þá klappaði hann á öxlina á Jó með hendinni. „Ég er alltaf þyrstur“, sagði hann. Ég verð hungraður líka. Ég er það allt- af. Jó færði honum brauð og mjólk í tréskál. Þegar sjúklingurinn hafði lok- ið við brauðið og mjólkina, lagðist hann aftur niður ánægður, en nötraði af á- reynslunni og áverkanum, þrátt fyrir það að Jó hélt undir höfuðið á honum og mataði hann eins og barn. Hann lá allan daginn og fylgdi Jó eftir með augunum, hvað sem hann gerði. Stundum bar hann hendina upp að höfði sér og sagði við Jó: „Það er sárt“, og þá baðaði Jó það upp úr köldu uppsprettuvatni, en veiki maðurinn tók með hendinni í tréskólina, dró hana að munni sér og drakk, — drakk kalda vatnið með ákefð eins og hann gæti aldrei svalað þorstanum. Þannig leið fyrsti dagurinn á Vadrome fjöllunum, án þess, að mennirnir sem þar voru skiptust á spurningum eða svörum. Jó var ekki í neinum vafa um það, að sjúklingurinn, sem hann flutti heim til sín, hefði misst minnið. Hann hafði veitt sjúka manninum nána eftirtekt þegar hann opnaði augun fyrst í hinu nýja heimkynni og reyndi til að átta sig, en sá að hann gat ekki gjört sér grein fyrir neinu, að minni sjúka mannsins var lamað, skilningsgáfa hans skert og að hann var að reyna að rjúfa þokuna, sem hann fann að umkringdi sig. Fyrsta daginn á flekanum, eftir við- ureign hans í gestgjafahúsinu Cóte Dorion, þegar hann opnaði augun sem snöggvast, þá hafði Jó séð þetta mein- ingarlausa og óskýra augnaráð — eins og að valdur þess liti heiminn í fyrsta sinn. En munurinn var þó sá, að nú sá hann það, sem í kringum hann var og skyldi þýðingu þess, og talaði um það, sem hann sá, en liðnir atburðir voru eins og skafnir burt úr minni hans. Charley Steele var eins og nýfætt barn, sem átti ekkert ítak í því liðna, gerði engar kröfur til þess yfirstandandi, nema til þarfa og hreyfinga líkamans, hanh átti engar vonir, enga framtíð og skorti skilning á öllu slíku. Hann komst á fætur eftir þrjá daga og fjórða dag- inn gat hann farið út og fylgdi Jó út í skóg og horfði á hann fella tré til elds- neytis. Inni veitti hann öllum verkum Jós nákvæma eftirtekt og meira að segja gerði hann smáverk innan húss, sem Jó fyrirskipaði með ánægju og glað ur í bragði. Hann talaði sjaldan, ekkt oftar en þrisvar til fjórum sinnum á dag og þá fá orð í sambandi við það, sem hann var að gjöra, eða það sem hann vanhagaði um. Hann spurði aldrei um neitt, hvorki beint eða óbeint, hvorki með orðum eða augnaráði. Á milli hans og Katleen, Billy og veit- ingahúss Jean Joliceurs voru hundrað tuttugu og sex mílur vegar, en á milli hans og hins fyrra lífs hans var óend- anlegur óravegur, sem útilokaði hann eins gjörsamlega frá öllu sambandi við það eins og þó hann hefði verið dauður og grafinn. Mánuður leið. Jó varð stundum að fara niður í þorpið, en þá skyldi hann Charley eftir heima og lokaði hann inni. Charley skipti sér ekkert af því, heldur beið afturkomu Jóes, rólegur. Þannig vandist Jó smátt og smátt á að skilja kofa sinn eftir ólæstann, þegar hann þurfti að fara til þorpsins. Það hafði engan gest borið að garði á Vadrome fjöllunum síðan Charley Steele kom þangað. Það var enginn veg ur eða slóði, sem lá lengra yfir, eða inn í fjöllin en slóðinn til heimilis Jó Portu- gais, og svo átti enginn erindi til Vad- rome. fjallanna, nema máske af ein- hverri tilviljun. En eftir að Charley hafði dvalið þar í tvo mánuði kom sókn- arpresturinn frá Chaudiere þangað. Hann gerði sér það að skyldu að heim- sækja Jó, honum til sálubóta, þó að hann vissi að árangurinn myndi ekki verða mikill, því Jó fékkst aldrei til að skrifta og kom sjaldan til kirkju. Það vildi til í þetta skipti, þegar presturinn kom, þá var Jó úti í skógi. En hann fann Charley og heilsaði honum vin- gjarnlega, en Charley tók ekki undir kveðju hans og starði á prestinn undr- andi augum unz hann settist niður við dyrnar til að bíða eftir Jó. Eftir stutta bið, og eftir að Charley hafði grand- gæfilega athugað útlit prestsins, færði hann honum brauð og mjólk í skál og setti á hné honum. Presturinn brosti og þakkaði, og Charley brosti líka og sagði: „Það er ágætur matur“. Á meðan presturinn mataðist, horfði Charley stöðugt á hann með á- nægjusvip og kinkaði kolli við og við vingjarnlega. Þegar ^ó kom heim tók hann upp á því, að ljúga að prestinum. Hann sagðist hafa fundið Charley villt- an í skóginum og með sár á höfðinu,, fjörutíu mílur í burtu frá heimili sínu og að hann hefði tekið hann heim með sér. Presturinn varð hissa á þessari frétt. En hvað gat hann gjört. Hann trúði því sem Jó sagði, því hann hafði aldrei staðið hann að ósannindum og hann skildi umhyggju Jóes fyrir velferð þessa minnislausa manns með barns- lega útlitið. Jó var einmana; hann hafði engan til að hugsa um, og enginn hugs- aði um hann; það gat verið ástæðan, og það væri ekki óhugsandi, að þessi hjálparlausi maður myndi á einhvern veg verða Jó til blessunar, hugsaði presturinn með sjálfum sér. Hvað átti að gjöra? Skrifa blöðunum í Quebec lýs ingu á manninum? Jó þvertók fyrir það, og sagði að það væri bezt að bíða og sjá hvort hann fengi ekki minnið aftur. Var það líklegt? Hvaða möguleikar voru á því? Jó hélt fram að þeir ættu að bíða og sjá, og svo ef hann fengi ekki minnið aftur, þá gætu þeir reynt að finna fólk hans með því að setja lýs ingu af honum í blöðin. Chaudiere þorpið var langt frá öðr- um mannabyggðum og fólkið þar vissi lítið um hvað var að gerast úti í um- heiminum, og umheimurinn vissi held ur ekki neitt um fólkið í Chaudiere, svo Spursmálið um hvað gjöra skyldi varð að vandamáli í huga prestsins. Það var máske alveg rétt, sem Jó hélt fram, hugsaði hann. Það fer vel um mann- inn o'g hvað annað er hægt að gjöra? Presturinn var ekki djúphygginn mað- ur, og þegar Jó sýndi honum fram á, að ef veiki maðurinn gæti nokkursstað ar náð sér aftur þá væri það einmitt í Vadrome fjöllunum, sem voru í hans eigin kirkjusókn, og féll sú skýring í frjóan akur hjá presti, svo hann var reiðubúinn að staðfesta allt, sem Jó fór fram á. Hann sá og réttmæta á- stæðu fyrir því, að fólkinu í Chaudiere þorpinu skyldi ekki vera sagt frá komu þessa ókunna og veika manns til fjall- anna. Áður en presturinn fór kraup hann á kné og bað innilega fyrir sálu hins veika og ógæfusama manns. Charley kraup á kné með prestin- um og horfði rólega, en einkennilega á Mr. Loisel (svo hét presturinn) og virti fyrir sér hár hans, sem var farið að grána, andlitið langdregið, en ljúf- mannlegt, tinnudökk augun og hina ró- legu og hreinu heildar- og tilbeiðslu- mynd þess. Þegar presturinn stóð á fætur tók hann innilega í höndina á Charley og kvaddi hann með orðunum: „Guð veri þér náðugur, sonur minn“. Charley kinkaði kolli og tók ekki augun af prest inum unz hann hvarf fram af hæðinni, sem kofinn stóð á. Þessi dagur mark- aði spor í þögnina, sem grúfði yfir og á litla heimilinu í Vadrome fjöllunum. Jó datt snjallræði í hug. Hann fór og fékk sér trésmiðsverkfæri í viðbót við þau, sem hann átti og tók að byggja við bót við kofa sinn. Hann fékk Charley í hendur verkfærin, sem hann keypti og bað hann að hjálpa sér við bygging- una. Charley tók því vel, og áhugi hans sýndist vakna í fyrsta sinn síðan hann kom til fjallanna, og eftir þrjátíu mín- útur var hann farinn að nota verkfærin með bros á vörum, og læra að beita þeim. Hann talaði sjaldan, en hann hló stundum léttilega eins og drengur og virtist vera hinn ánægðasti. Áhugi hans fyrir smíðinni og því sem fram fór jókst dag frá degi, og áður en tveir mánuðir voru liðnir og þó liðið væri á haust virt- ist heilsa hans vera í bezta lagi. Hann borðaði sæmilega, drakk vatn þindar- laust og svaf hálfan sólarhringinn. Hör und hans var slétt eins og silki, í and- litinu var hann rjóður, hann verðskuld aði nafnið fallegi Charley Steele frekar en nokkru sinni áður. Presturinn heim sótti þá félaga tvisvar eða þrisvar og svaraði Charley honum orði til orðs, en hélt samræðum ekki uppi, og hann minntist aldrei einu orði á fortíð sína, og hann mundi heldur ekki eftir dag- legum viðburðum, eða daglegum sam- ræðum. Jó reyndi á alla vegu að örfa minni hans. En þó að hann mintist á Cóte Dorion þá virtist það ekki hafa hina minnstu þýðingu fyrir hann og hann hlustaði athyglislaust á öll ör- nefni og einkennileg orðatiltæki, sem honu mvoru áður töm. En hann talaði frönsku og ensku seint og áherzlulítið. Allt var ósjálfrátt fyrir honum og óeðli- legt. Vikurnar liðu og veturinn kom og þá var það, að presturinn kom og með honum bróðir hans víðkunnur skurð- læknir frá Paris, sem nýlega var kom- inn frá Frakklandi í kynnisferð til bróð ur síns. Presturinn hafði sagt bróður sínum frá manninum óþekkta á Vad- rome fjöllunum og vakti það svo mikla undrun hjá lækninum, að hann vildi endilega sjá hann. Lítill þrýstingur á heilann hafði fyrr en nú valdið minnis- bilun og embættisleg forvitniskend þessa snillings kom honum til að krefj- ast þess að fá að sjá manninn, og hefir máske fundist að þama væri ef til vill tækifæri til að sýna snild sína og leysa manninn frá ævilangri ógæfu. Presturinn hafði lengi verið út úr hraða og breytingum veraldarinnar, sem hinn gáfaði bróðir hans, Marcel Loisel hafði fylgst svo vel með. Var það ekki að ögra forsjóninni að fara að gjöra holskurð á þessum manni? Hann var svo vanur því að fólk veikt- ist og að því batnaði án læknishjálpar. Næsti læknir var í tuttugu mílna fjar- lægð — eða þá að veikjast og dayja, samkvæmt fyrirfram ákvörðuðu lög- máli — að fara að opna á honum höf- uðið og skoða í honum heilann, og gjöra þetta eða hitt við höfuðkúpuna á hon- um virtist nærri því syndsamlegt. Var ekki betra að bíða og sjá hvort vesa- lings mannjinum batnaði ekki, þegar tími Guðs væri kominn. Sem svar upp á þessar mörgu og viðkvæmu spurningar sagði Marcel Loisel læknir, að hinn ástkæri bróðir sinn byggi hugsanalega aftur á með öldum mannkynsins og að hann hefði fórnað hugsanaafli sínu á altari trúar- innar, sem að vísu gæti flutt fjöll, en væri með öllu ónógt til að bjarga í til- felli eins og því, sem hér væri um að ræða, þar sem lögmál hnífsins væri það eina lögmál sem dugað gæti. Presturinn stóð á fætur, gekk til bróður síns, lagði hendnia á öxlina á honum og sagði með tár í augum: „Mar cel, þú gengur fram af mér. Þú sannar- lega gjörir það!“ Svo batt hann hnút á skykkjuband sitt og sagði: „Komdu þá Marcel. Við skulum fara til hans. Megi Guð stýra gjörðum okkar“. Þennan sama dag sem samtal þetta átti sér stað, fóru þessir tveir gráhærðu menn til Vadrome fjallanna, eins og sagt hefir verið, og þar fundu þeir Char ley í litla herberginu, sem hann og Jó voru að smíða. Charley kinkaði kolli glaðlega, þegar prestur gerði bróðir sinn kunnugan, en skipti sér ekkert af honum fyrst í stað. Hann hélt áfrani við verk sitt, en hann var að smíða skáp. Hann vár berhöfðaður og hárið, þar sem hann hafði fengið sárið var dálítið úfið, því hann hafði vanið sig á, að strjúka um sárið með hendinni eins og í leiðslu, eða hugsunarleysi, þó að hann hefði enga tilfinningu í því. Lækn irinn horfði á höfuðið á Charley þar sem sárið var, Charley hélt áfram að vinna, en presturinn talaði. Læknirinn virti Charley nákvæmlega fyrir sér, ör- ið á höfðinu á honum, höfuðmyndina í heild. Að síðustu stóð læknirinn upp, gekk til Charley og lagði fingurna á örið og þukklaði um beinið í kringum það. Char ley snéri sér snöggt við. Það var eitthvað í hinu hvassa og ákveðna augnaráði læknisins, sem virtiist ná til hins sofandi fjötrum- bundna og týnda minnis Charley. Hik- andi, kvíðafullur og hálfóttasleginn svipur kom í augun og á andlit honum, eins og draugui), isem fjögrar á miDi skilnings og sjónar og skilur eftir kulda og ógn í huganum. Lægnirinn sá undir eins óttann í augum Charley, hvernig að í svip honum brá fyrir á andliti hans og hvarf. Svo sneri Charley sér að Jo Portugais og sagði: „Mig þyrstir nú“, og strauk með hendinni um varir sér, á sama hátt og hann var vanur að gjöra, á hinum óteljandi liðnu árum, þegar hann var í miljóna mílna fjar- lægð og fólkið sagði: „Þarna fer Char- ley Steele.“

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.