Lögberg - 07.07.1949, Blaðsíða 1

Lögberg - 07.07.1949, Blaðsíða 1
PHONE 21374 • i Ctea Gt A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21374 A Complete Cleaning Instiluiion 62. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 7. JÚLÍ 1949. NÚMER 27 Á fimmtudagskvöldið í fyrri viku kom hingað sunnan frá New York þíanósnillingurinn ungfrú Agnes Helga Sigurdson, en þar hefir hún stundað nám í list sinni af kappi miklu síðan í haust; hún er nú farin norður Sr. Kristinh Stefánsson endurkosinn Stórtemplar Á þingi Stórstúku Islands í gær fór fram kosning fram- kvæmdanefndar til jafnlengdar næsta ár. Voru flestir endur- kosnir í einu hljóði og ekki aðr- ar breytingar en þær, að Felix Guðmundsson, sem verið hefir stórkanslari, gekk úr stjórninni, og inn kom nýr maður, Indriði Indriðason frá Fjalli. Framkvæmdanefndin er nú þannig skipuð: Séra Kristinn Stefánsson St., Björn Magnús- son docent Stk., frú Sigþrúður Pétursdóttir Stvt., Jóhann Ögm. Oddson Str., Bjarni Pétursson verksmiðjustjóri Stg., frú Þóra Jónsdóttir, Siglufirði, Stgut., Haraldur Norðdahl, tollvörður, Stgl., Indriði Indriðason Stfr., Sigfús Sigurhjartarson alþm., Etkap., Gísli Sigurgeirsson, verk stjóri, Hafnarfirði, Stfregnr. Fyrrverandi Stórtemplar, sem á sæti í fraipkvæmdanefnd, er Friðrik Á. Brekkan rithöfund- ur. Þetta er í níunda sinn, að Kristinn Stefánsson er kosinn Stórtemplar. (Mbl. 25. júní) Nýju skipi SÍS. hleypt af stokkunum Samband ísl. samvinnufélaga á nú nýtt vöruflutningaskip í smíðum í Svíþjóð. Er það diesel skip, 2250 smál. d. w. að stærð. Rúmmál þess er ca. 160 þús. rúmfet, lengd milli stafna 289 fet og breidd 40 fet. Vél skips- ins er 1600—2000 hestafla Polar- Diesel, er knýr það fullhlaðið ca. 13 mílur. Skipið ristir full- fermt rúmlega 16 fet. Það er smíðað hjá Sölvesborg Varvs- och Rederi Aktiebolag í Sölves- borg, eftir ströngustu kröfum Lloyd’s, og er í alla staði mjög vandað og glæsilegt. Þessu nýja skipi var hleypt af stokkunum þann 12. maí s.l. í til Matlock við Winnipegvatn til hálfsmánaðardvalar með for- eldrum sínum og systrum. Lögberg býður ungfrú Agnesi Helgu innilega velkomna hingað til heimahaga sinna. hinu fegursta veðri. Frú Rann- veig, kona Vilhjálms Þór for- stjóra gaf skipinu nafn, og skírði það „Arnarfell“. (Mbl. 23. júní) Karl B. Thorkelsson Skipaður umsjónar- maður með skólum Sú frétt hefir Lögbergi nýver- ið borizt, að mentamálaráðu- neyti Manitobafylkis hafi skipað Karl B. Thorkelsson umsjónar- mann með skólum frá 1. ágúst næstkomandi að telja; er þetta hinum mörgu vinum hans ósegj anlegt ánægjuefni. Karl er einn þeirra mörgu, er nám stunduðu við Jón Bjarna son Academy, en hlaut seinna Bachelor of Education menta- stig; hann hefir um allmörg und anfarin ár gegnt skólastjóraem- bætti í bænum Morden hée í fylkinu við hinn ágætasta orð- stír. Karl er maður háttprúður og vinfastur; hann hefir lagt mikla rækt við íslenzka tungu og íslenzkar menningarerfðir, og orðið við það eins og svo margir aðrir maður at meiri; foreldrar hans voru Guðjón Thorkelsson og Lilja Sesselja Jónsdóttir Símonarsonar Skand erberg, og er hún enn á lífi; þau voru gefin saman í hjónaband í Winnipeg, en námu skömmu seinna land við Manitobavatn í því byggðarlagi, sem gengur undir nafninu Langruth. Skógareldar í Mikley Nokkra undanfarna daga hafa alvarlegir skógareldar sorf ið Mikley, og varð fólk í ýmiss um tilfellum að yfirgefa heim- ili sín vegna yfirvofandi hættu; en nú skýrði útvarpið frá því á þriðjudaginn? að lánast hefði að hefta framrás eldlanna og að mestu hættunni væri afstýrt. Fundur í London ' Vegna hinna sívaxandi fjár- hagserfiðleika brezku þjóðar- innar, hefir stjórnin tekið þá ákvörðun, að kveðja til fundar við sig í London alla fjármála- ráðherra hinna brezku sam- bandsþjóða með það fyrir aug- um, að ráða fram úr vandan- um; fundurinn hefst 'um miðj- an þennan mánuð. Stjórn Can- ada hefir ákveðið að láta fjár- málaráðherra sinn, Douglas Abbott, sækja fundinn. Verkfallsdeila leyst Námumanna verkfallinu í bæn um Asbestos í Quebeckfylki, sem staðið hefir yfir síðan um miðjan febr.armánuð síðastlið- inn, er nú lokið; námumenn, 5000 að tölu. höfðu farið fram á 15 centa kauphækkun á klukku stund, þannig, að grunnkaup þeirra yrði dollar; úrslit urðu þau, að eigendur námanna, Johns Manville-félagið, bauð að lokum 10 centa hækkun á klukku stund, og að þeirri málamiðlun hafa '“>rkfallsraenn nú gengt^- Einmuna blíða um land Veður hefir á skammri stundu skipast í lofti. í réttan hálfan mánuð hafa óvenjuleg hlýindi sett svip sinn á veðurfarið. Þenn an tíma hafa um land allt skipst á bjartir og heitir sólardagar og mildir regndagar. Afleiðing þessara skyndilegu umskipta í veðurfarinu hefir ekki látið á sér standa. Snjóana hefir leyst og tún og hagar grænkað og gróið. Horfir nú víðast hvar vel með sprettu enda þótt hið harða vor hafi tafið mjög allan gróður. Stórstúkan viil fá áfengislækni og fimm bindindisboða Á Stórstúkuþinginu í gær var til umræðu fjárhagsáætlun fyr- ir næsta ár, og ennfremur tillög- ur fastra nefnda. Merkustu tillögurnar, sem fram komu má telja þessar tvær, og voru þær samþykktar í einu hljóði: „Stórstúkuþingið felur fram- kvæmdanefnd að vinna að því við Alþingi og ríkisstjórn að skipaður verði sérstakur yfir- maður áfengisvarna. Skal hann vera læknir, sérmenntaður í taugasjúkdómum og starf hans og valdssvið hliðstætt og berkla yfirlæknisins“. „Stórstúkuþingið skorar á rík isstjórnina að hlutast til um það að framlag til bindindisstarf- seminar verði aukið, svo að 5 menn geti starfað stöðugt að bindindisboðun í landinu allt árið um kring“. (Mbl. 28. júní) Uppeldismálaþingið hófst í gœr Uppeldismálaþing Sambands íslenzkra barnakennara hófst í gærmorgun. Formaður Sam- bandsins, Ingimar Jóhannesson, setti þingið, en því næst ávarp- aði Bjarni Ásgeirsson ráðherra þingheim nokkrum orðum. í gær voru flutt tvö aðaler- indi þingsins. Erindi dr. Matt- híasar Jónassonar um mann- gildi afbrotaunglinga og erindi dr. Símonar Jóh. Ágústssonar um störf og starfsskilyrði barna verndarnefnda. Eftir erindin urðu nokkrar umræður um þau. Var að lokum kosin 11 manna nefnd, er gera skyldi tillögur með hliðsjón af því sem fram kom í erindunum tveim. Á þessi nefnd að skila áliti áður en þingi líkur. Síðdegis í gær skoðuðu þing- fulltrúar afmælissýningu Hand- íðaskólans. (Morgunbl. 28. júní) (Mbl. 28. júní) Landnemar Flutt á Iðavelli 18. júní 1949. Á bökkum þessum brosir eggslétt jörð, er blæ sinn fékk af landnemanna striti, er stefndu saman hönd og hyggjuviti og héldu um dyggðir íslands traustan vörð. Og tungan varð þeim manndóms-messugjörð, hver máttarstoð og þroskans áttaviti. Að byggja traust var lögmál landnemans, þó lúinn tíðum kœmi heim frá verki; og átak hvert varð eilíft þroskamerki í eldraun jafnt og sigurgöngu hans; að helga lífiö lögum gróandans varð Ijóðaþáttur skorinn út í berki. Og það mun játað seint og síðar meir, að synir stritsins lífið aðeins skilji, að samstuðlaður manns og moldar vilji sé máttarvald, sem aldrei þver né deyr; að velli háldi aðeins einir þeir, er óttist hvorki frost né sviftibylji. Frá grónum leiðum leggur bjarmastaf, er lýsa skal um aldir tvennum þjóðum, og blessa mun i bænagerð og Ijóðum jafnt björk í vestri og land við nyrzta haf. Það bezta, sem að tsland okkur gaf skal ávaxtað í þroskans sparisjóðum. Einar P. Jónsson. Lýkur meistaraprófi með heiðri Einar I. Siggeirsson, sonur Siggeirs Bjarnasonar og konu hans Guðrúnar Guðjónsdóttur í Reykjavík, er í fyrravor útskrif- aðist með „Bachelor of Science“ mentastigi frá landbúnaðarhá- skólanum (State College of Agriculture) í Fargo, N.-Dakota, lauk þann 6,‘júní s.l. meistara- prófi (Master of Science) í land búnaðarvísindum á sama há- skóla, með ágætiseinkunn í öll um námsgreinum. Aðalnámsgrein hans var í náttúrufræði, en sérgrein í grasafræði. Fjallaði meistara- prófsritgerð hans um tæknileg- ar og stærðfræðilega’r mæling- ar á fóðuruppskeru beiti- og af- réttarlanda. Verður hún birt í kunnum amerískum tímaritum í þeim fræðum, fyrri hlutinn ( „Journal of Agronomy“, en seinni hlutinn í „Journal of Range Management“. Einar hefir nýlega verið kjör- inn félagsmaður í félaginu Phi Kappa Phi, en þann heiður hljóta þeir einir,' sem skarað hafa fram úr ( námi sínu. Enn- fremur hefir hann verið gerður félagsmaður í „The American Society of Agronomy“ og „The American Society of Range Management“, og er þar einnig um mikla viðurkenningu að ræða. Hinum glæsilega námsferli Einars hefi ég að öðru leyti lýst nánar í grein minni um hann í vestur-íslenku vikublöðunum og „Tímanum“, er hann lauk námi í fyrra, og verður það því eigi frekar rakið að þessu sinni. Eigi ætlar hann þó að láta hér staðar numið á námsbraut- inni, heldur hefir hann þegar innritast til framhaldsnáms á Landbúnaðarháskóla New York ríkis í Ithaca New York, sem er deild af hinum kunna háskóla, Cornell University þar í borg. Er það takmark Einars að ljúka þar doktorsprófi í landbúnaðar- fræðum, og bendir allt til þess, að honum takist það á tilsettum Frú Ástríður Eggertsdóttir Sækir alþjóðafriðar- þing kvenna Dagana frá 17. til 24. júlí verð- ur haldið alþjóðafriðarþing kvenna í borginni Amsterdam í' Hollandi; fyrir hönd Kvenrétt- indafélags Islands sækir þing þetta frú Ástríður Eggertsdóttir úr Reykjavík, mikilhæf kona og ágætlega máli farin; frú Ástríð- ur er bróðurdóttir þjóðskálds- ins Matthíasar Jochumssonar; hún dvaldi um eitt skeið í Winni peg en síðar í Seattle. Frú Ástríður er gift Þórarni Víkingi; sonur þeirra hjóna, Arni Þór, starfar sem vélsetjari hjá The Columbia Press Limited hér í borginni. Einar Siggeirsson tíma, jafn ótrauður og hann hef- ir revnzt á námsbrautinni. Þegar hann nær því loka- marki sínu, verður hann einnig ágætlega undir það búinn að vinna þjóð sinni gagn á sviði landbúnaðarins, og er þess að vær.ta, að honum veitist tæki- færi til að notfæra sér í hennar þágu ávexti víðtækrar skóla- göngu sinnar og margháttaðrar hagnýtrar reynslu. v Richard Beck Kolaverkfall í Ástralíu Kolanámumenn í Ástralíu hafa fyrir nokkru gert verkfall, sem svo hefir haft örlagaríkar afleiðingar að iðnaðarfram- leiðsla þjóðarinnar hefir því nær stöðvast með öllu; um þetta leyti árs stendur yfir vetur í Ástralíu, en nú eru kol svo naumlega skömmtuð, að öldung is ófullnægjandi er til upphit- unar húsum og matarsuðu. í Ástralíu situr að völdum verka- mannastjórn; forsætisráðherr- ann, Chifley, kennir kommún- istum algerlega um verkfallið, er hann telur hvorki meira né minna en uppreist gegn ríkis- valdinu. » Viðskiptasamningur viéf Svíþjóð undirritaður Undanfarnar vikur hafa átt sér stað í Stokkhólmi viðræður um viðskipti milli íslands og Sví þjóðar og var hinn 16. þ. m. und irritað samkomulag um við- skipti landanna. Svíar munu yeita innflutnings leyfi fyrir saltsíld, sykursaltaðri síld og kryddsíld frá tslandi í samræmi við innflutningsáætl- un sína um síld og innflutnings leyfi fyrir öðrum íslenzkum vör um, eins og hrognum og kjöti, á sama hátt og undanfarin ár. Innflutningsleyfi fyrir sænsk- um vörum til íslands mundu fara eftir því vörumagni er Sví ar kaupa af íslendingum. Af íslands hálfu tóku þátt í samningaumleitununum Jón L. Þórðarson, formaður Síldarút- vegsnefndar, dr. Oddur Guð- jónsson frá/ Fjárhagsráði, Er- lendur Þorsteinsson framkv.stj. og dr. Helgi P. Briem sendi- fulltrúi, sem var formaður ís- lenzku nefndarinnar. (Mbl. 23. júní) Verkfall uppskipunarmanna á Bret- landi hefir leitt til þess, að stjórnin hefir kvatt herlið á vett vang til að annast uppskipun á þeim vörum, sem liggja fyrir skemdum; í verkfalli þessu taka þátt um átta þúsundir manna.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.