Lögberg - 07.07.1949, Blaðsíða 7

Lögberg - 07.07.1949, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINM, 7. JÚLÍ 1949. 7 l Jörðin getur framfieytt Framhald af 3. síðu. aðrar líftegundir. Allt á þetta sinn undirstöðuþátt í fæðingu, vexti, dauða, rotnun og endur- fæðingu, og þess vegna grund- völlur að heilbrigðri járðrækt, því að án þessa verður jarðveg- urinn ófrjór og líflaus. Þegar þessi aðferð fór að bera árangur, fór að hægjast um. Því að þegar jarðvegurinn fór að ná sér, drakk hann í sig alla vætu og þá var ekki lengur hætt við uppblæstri. Og nú gefa margir akrarnir miklu meira heldur en þeir hafa nokkru sinní áður gert. Uppsprettur í landinu hafa aukist um helming eða ferfalt að vatnsmagni síðan jarðvegur- inn hlaut sæmilega umhirðu. Margar uppsprettulindir, sem áður þornuðu á sumrin, renna nú allan ársins hring. Þar sem allt að 85% af regnvatninu fór áður til spillis og streymdi burt á hálfum sólarhring og skolaði með sér mörgum smálestum af jarðvegi, þar drekkur nú jörðin í sig allt regnið. Með því að rækta belgjurtir, sem hafa langar rætur er standa djúpt, og stórgert gras eins og alf-alfa, þá notum við eigi aðeins efsta jarðlagið eins og bændur hafa gert öldum saman, heldur seilumst við hálfu dýpra í jörð. Fólkið á Malabar og fénaður- inn lifir nú ekki á því, sem hægt er að pína út úr efsta jarðlaginu, heldur á gróðri, sem sækir nær- ingu sína niður í hin óþrjótandi næringarefni, sem eru djúpt í jökulöldunni. Árangurinn kem ur í ljós í betra heilsufari og kjarki, svo að gróðri, kvikfé og mönnum er ekki jafn hætt við sjúkdómum og áður. Og sumir akrarnir gefa nú af sér 1500 falda uppskeru við það sem áður var. Skóglendurnar á Malabar voru áður notaðar til hagagöngu fyr- ir nautgripi, sem átu allan ný- græðinginn svo við lá að skóg- urinn eyddist með öllu. Nú renna þarna upp dýrmæt tré, svo sem eik, hnottré, askur, mösur, birki o. s. frv. og sum trén hafa vaxið 30 fet á tíu árum. Nú renna silfurtærir lækir um landið og aldrei verður tjón að vatnavöxtum. Silungur hefir á þessum árum aukist 15 falt í lækjunum og veiðin hefir auk- ist tífalt. Að endingu skal ég taka það fram að eins og við höfum farið með þetta land, eins má fara með hundruð miljóna ekra af landi hér í Bandaríkjunum, landi, sem annað hvort gefur lít ið af sér eða er í eyði. Og ef hugsað verður um að hlynna að því, landi, eins og við höfum gert hjá okkur, þá mun það hafa ó- metanlega þýðingu fyrir þjóð- ina alla, hvort heldur er litið á það frá fjárhagslegu sjónarmiði eða frá því sjónarmiði að afla nægilegrar fæðu. (Lesbók MbL) Sjónvarpinu fer fram / Hálf öld er liðin síðan Camille Flammarion, hinn mikli sjáandi óorðinna hluta skrifaði bók sína um „Heimsendi“, sem gerist ein hverntíma í framtíðinni. Hann talaði þar um „Telefonscopi“ og á þar við tæki, sem hægt er að sjá og heyra hluti í fjarlægð með — útvarp og sjónvarp í einu — svo að hægt sé að sjá og heyra samstundis það sem gerist í öðrum löndum, leikhús- sýningu í Chicago eða París og innbornar dansmeyjar á Ceylon eða Havaji. En Flammárion gerði ekki ráð fyrir að þetta tæki kæmist í notkun fyrr en á 50. öld. — Framfarirnar urðu hraðskreiðari en hahn gerði ráð fyrir, þv( að nú er sjónvarp komið um allan heim og sjón- vai|p sem óðast að ryðja sér til rúms — aðeins hálfri öld síðar en hugsmíðar Flammarions urðu til. En þetta var að vísu ekki hug- smíð ein. Flammarion byggði líka á ýmsum staðreyndum, sem þá voru til. Fyrsti grundvöllurinn að sjónvarpinu var lagður fyrir 60 árum, er írskur verkfræðing- ur uppgötvaði að sólarljósið hefir áhrif á rafleiðslur úr selénmálmi og að straymorkan óx þegar sól- in skein á leiðslurnar. Á þessu hálmstrái byggðu vísindin fyrstu ' von sína um sjónvarp og voru nú 'gerðar ýmsar tilraunir, sem þó háru ekki árangur. Það var ekki íyrr en „foto-elektriska cellan“ íannst, sem þessu fór að skila á- fram. Eftir 1920 tókst Englend- 'ngnum Baird og Ameríkumann- inum Jenkins að þokast í rétta att, án þess að hvor vissi af öðr- Urn. Myndirnar sem þeir gátu Sent voru grófgerðar og óskýrar °g aðferðir þeirra eru ekki not- aðar lengur. En samt lögðu þeir þann grundvöll, sem byggt hefir verið á síðan. Til þess að gefa'ofurlitla hug- mynd um þær framfarir, sem orð hafa síðan Baird og Jenkins utvörpuðu fyrstu myndum sínum ma nefna, að myndanetið, sem þoir höfðu var með 30—60 línu þéttleika en nú eru myndir send- ar með 525 línu þéttleika á sama fleti. Þetta er gífurlegur munur °g þó er enn unnið að því að gera myndirnar fíngerðari. Með uýrri aðferð, svonefndri „Image ^rthicone System“ er hægt að §era myndirnar þúsund sinnum sterkari en áður og þar af leið- andi skýrari. Baird sýndi sjónvarp sitt 1930 í London. Myndirnar sáust að vísu en það skorti mikið á að þær væru góðar. Það var engin furða þó að sjónvarpið yrði ekki vinsælt, eins og það var þá. En síðustu tvö árin fyrir stríð var fyrir alvöru farið að bæta sjónvarpið og efnafólk í Englandi og Ameríku fór að kaupa sér sjónvarpstæki. Krýning Georgs Bretakonungs árið 1937 var sýnd í sjónvarpi og tókst það svo vel, að blaðadómurum kom saman um að nú hefði sjónvarpið slitið barnsskónum. En þó mundu enn líða nokkur ár þangað til það yrði fullþroska, sögðu þeir. Gífurlegar fjárhæðir hafa far ið í tilraunirnar með sjónvarp- ið. 1 Bandaríkjunum er talið að sjónvarpsfélögin hafi eytt yfir 20 milljón dollurum í tilraunir síðustu tuttugu ár, og B.B.C. (brezka útvarpið) ver stórum fjárhæðum til þess á hverju ári. Sjónvarpið fullkamnaðist mjög á stríðsárunum, en jafnframt tóku tilraunirnar nú nýja stefnu sem höfðu í för með sér að nauðsynlegt var að taka í notk- un ný ag mjög dýr áhöld, það er radarlækið, sem á sökina á þessu. Það uppgötvaðist sem sé, að ákveðin tegund af radar er ágætlega fallin til þess að nota við sjónvarp með mikilli bylgju tíðni og það opnar marga mögu leika: Fleiri sjónvarpsstöðvar, skýrari myndir og litmyndir. En það er dýrt gaman að út- varpa. Og þegar félögin í Ame- ríku fóru að taka upp nýju að- ferðirnar fór allt í bál og brand milli þeirra. Nú hefir verið byrjað að senda myndir með lágri bylgjutíðni og árangurinn er betri en nokkurntíma áður. En ef breytt er um sendiaðferð enn á ný má búast við að þetta tefji mjög fyrir útbreiðslu sjón varpsins. Því að hver vill kaupa viðtæki fyrir aðferðina, sem nú er notuð, ef hann veit að ný og betri aðferð, sem krefst annara tækja, er í uppsiglingu. Deil- unni milli hinna nýju útvarps- félaga Bandaríkjanna lauk með því að þau skiptust í tvo flokka. Annar flokkurinn notar gömlu aðferðirnar og myndar í hvítu og svörtu, en hinn reynir að senda út myndir í eðlilegum litum. Það er ennþá erfitt að senda út myndir með litum. Bein send ing af atburðum er nær ófram- kvæmanleg, og þarf að taka lit- filmu af atburðinum fyrst og senda hann svo áfram. En Sjón- varp á svörtu og hvítu er ekki heldur fullkomið. Myndirnar oft ljótar og ójafnar og sýni- flöturinn á viðtækinu lítill. Samt er þetta orðið miklu betra en fyrir stríð. Eitt félagið hefir sent út verðlista yfir viðtæki með 15x15, 20x26 og 40x60 cm. myndfleti. Þau kosta frá 700 til 3000 kr. En þegar fram í sækir mun ekki verða um að ræða neitt „annaðhvort — eða“ að því er litfilmuna eða svart-hvítt snert- ir. Það mun fara á sömu leið og með kvikmyndina að báðar að ferðirnar verða notaðar jöfnum höndum. Sum verkefnin hæfa betur svörtu og hvítu, en önnur iitum, og svart-hvítt gefur á- valt skarpari myndir, auk þess sem það er miklu ódýrara. Venju leg sjónvarps-senditæki kosta um 400.000 dollara, en litmynda senditækin tvöfalt meira. Og þess ber að gæta að félagið verð ur að hafa margar sendistöðvar til endurvarps, því að sama stöðin dregur sjaldnast nema 50 kílómetra. Eins og sjá má af þessum töl- um er stofnkostnaður sjónvarps allmikill. Og kostnaðurinn við dagskrárnar verður alltaf tals- vert meiri en við tal- og tón- sendingar, þó að Ameríkumenn telji að hver klukkutími venju- legra útvarpssendinga kosti 5— 10 þúsund dollara í þóknun til þeirra, sem aðstoða. Þess eru dæmi að sjónvarpssendingar hafa kostað 30.000 dollara á klukkustund, og þegar þess er gætt að útvarpið er 12 tíma á dag verða þetta ekki smáræðis útgjöld. Þróun sjónvarpsins getur haft gerbreytandi áhrif á margt. Hugsum okkur t. d. hve ódýrt verður að leigja kvikmynd, sem hefir verið notuð fyrir sjón- varp. En hvernig ná amerísku sjón- varpsfélögin í peninga, sem þau þarfnast? í Bandaríkjunum er nefnilega ekkert afnotagjald. Félögin „lifa á“ því að selja viðtæki — og tíma. Amerísku útvarpsfélögin selja stóru verzlunarhúsunum tíma til að auglýsa vörur sínar í útvarpinu. Sjónvarpið er í flestum tilfellum ennþá betra auglýsingatæki en tónvarpið, og auglýsendur vilja borga hátt verð fyrir að nota það. Segjum t. d. að sjónvarpsstöð hafi 200,- 000 viðtæki. Þá kostar það aug- lýsandann ekki nema nokkur cent að komast í samband við hvern einstakan viðtakanda í nokkrar mínútur, þó að hann verði að borga háa upphæð fyr- ir. Það er einnig sennilegt að leikhús og aðrir skemmtistaðir vi'lji kaupa sjónvarpssendingar til að auglýsa það, sem á boð- stólnum er, fólk sem t. d. sér glefsu úr leikriti í sjónvarpi fer í leikhúsið til að sjá leikinn allan. Tillögur hafa komið fram um að ríkið taki við öllum sjón- varpsfélögunum í Bandaríkjun- um og hver sá, sem viðtæki hef- ir skuli greiða afnotagjald, eins og tíókast um útvarp í flestum löndum. En það er svo að sjá sem Bandaríkjamenn kæri sig ekki um þetta. Það eru iðju- höldarnir — viðtækjasmiðjurn- ar — sem hafa kostað tilraun- irnar, og þeir vilja líka njóta á- vaxtanna. Og ef til vill er það líka heilbrigðara að hafa mörg félög, sem keppa hvert við ann- að, en eitt félag undir ríkiseft- irliti. En í flestum öðrum lönd- um verður sjónvarpið vitanlega ríkisstofnun. Margt kemur til greina við samningu sjónvarpsdagskrár. Þar varðar miklu að finna réttu hlutföllin milli ýmissa efnis- greina, hvort heldur er skemmti efni eða menningarlegt. Og að finna efni, sem hentar til að sýna það í sjónvarpi! Hvaða efni er það? Eiginlega er ekki skorið úr því ennþá — það er á tilraunastigi eins og sjónvarp- ið sjálft. En þó hafa verið dregn ar upp nokkrar meginlínur fyr- ir efni sjónvarpsdagskránna. Aðalliðirnir eru þættir frá fjölleikahúsum, íburðarmiklum revyum, tízkusýningar, leikrit og fréttamyndir. Þessar frétta- myndir eru teknar úr sjónvarps- bílunum, líkt og fréttakvik- myndir. Talið er að um 30% af sjónvarpsefninu sé tekið utan útvarpssalanna. Líka hefir sumt efni, t. d. fyrirlestrar, verið sent út samtímis í tón- og sjón- varpi. Fjöldinn allur af sérfræðing- um gerir tilraunir með dagskrár og safnar skýrslum um hvernig hlustendum líkar hver einstak- ur liður. Stundum er áraiigur- inn allur annar en búist var við. Leikrit, sem vakið hafa fögnuð í leikhúsinu og gengið þar mán- uðum saman, verða að engu hjá sjónvarpsáhorfendunum, þó að allt hafi verið búið seem bezt í haginn og leikendurnir séu frægir. Hins vegar vekur stund um alveg óþekktur listamaður fögnuð í dagskrárlið, sem dag- skrárstjórinn hefir varla þorað að sýna. Hinar svokölluðu „features“ — stuttar lýsingar á ákveðnu efni, eru mjög vinsælar í sjón- varpinu. Framtíðarmöguleikar sjón- varpsins eru takmarkalausir. Áhorfandinn kemst í svo náið samband við það sem er að ger- ast, er hann fær persónurnar sjálfar inn í stofuna til sín. Hann kynnist fólkinu miklu betur, en hægt er _að gera af röddinni einni. Áhorfandinn er miklu bundn- ari sjónvarpinu en tónvarpinu. Hann hugsar ekki um annað á meðan, eins og tónvarpshlust- endur gera. Öll athygli hans er bundin við sendinguna meðan hún stendur yfir. Listamaður- inn á því miklu hægara með að afla sér vinsælda í sjónvarpi en tónvarpi. . Það er hægt að gera sér 1 hug- sjónvarpið muni hafa í framtíð- arlund hve ómetanlega þýðingu inni sem kennslutæki. Ásamt tónvarpinu getur það ekki síst stuðlað að því að kynna fjarlæg lönd og siði og auka víðsýnl. Það er sannleikur, sem Confu- cius sagði: „Ein mynd er meira virði en þúsund orð“. 1 New York eru sjónvarps- tæki komin í marga skóla, og 30 nýir skólar, sem eru í smíðum, fá allir sjónvarpstæki. — Alls eru 37 sjónvarps-sendistöðvar í Bandaríkjunum, og leyfi hefir verið veitt fyrir 87 nýjum, sem munu taka til starfa þá og þeg- ar. Hins vegar liggja fyrir um- sóknir um 300 ný leyfi, sem ekki hafa verið veitt, og sýnir þetta hve mikla trú menn hafa á fram tíð sjónvarpsins í Bandaríkjun- um. (Fálkinn) Minni Islands Flutt á Iðavelli 18. júní 1949. Svífur minn hugur heim Hljótt yfir öldugeim, Unz honum birtist þar eyland í sænum: Háfjöll með hvítar brár, Heiðar með vötn og ár, Dunandi fossar í dölunum grænum. Hátt yfir heiðaland Hraunið og breiðan sand, Fannhvítur jökullinn ber sína bungu, Sólin má þíða þann, Þegar hún bræðir hann Steypast til sjávarins straumvötnin þungu. Víða um hœðarheim Hveranna sé ég eim, Lækina smáu og lindimar tæru, Finn ég þar fjallagrös, Fer út á klettasnös, Lít yfir brekkur með blómunum kæru. Utar um sjónarsvið Sveitir mér blasa við, Grœn eru túnin og gróandi engi: Lóan á hólum hlœr, Háleggja spóinn fjær Vellur í mýrunum Ijóðin sín lengi. Lít ég til himins hátt, Horfi um loftið blátt, Flugdreka mikinn ég sé þar á svifi; Hverfa að hafnarbæ Heim yfir djúpan sœ, Hugrákkir flugmenn í hamfara drifi. Fótvissir fara menn Fjalla í göngur enn, Fjárleitin er þeirra fornaldar siður, Fráir um fjallalönd Ferðast að efstu rónd, Reka þeir hjarðir að réttunum niður. Sjómanna sé ég lið Sœkja á fiskimið, Vélknúnum skipum þeir stýra frá ströndum, Yðjan er orðin greið Út yfir höfin breið Sigla með farma að fjarlœgum löndum. Tengi ég bróðurband: Betur við sólarland, Þjóðina góðu sem þar er að starfa, Andans við orkulind Er hún nú fyrirmynd: Smáþjóðin fjölhœfa, frjálsa og djarfa. Böðvar H. Jakobsson. Rit Matthíasar Jochumssonar ísafoldarprentsmiðja h.f. er í þann veginn að hefja heildarút- gáfu af ritum Matthíasar Joc- humssonar, í bundnu máli og óbundnu, og mun fyrsta bindið koma út að áliðnu komanda sumri. Verður, eins og skyldugt er, allt gert til þess að útgáfan verði sem rækilegast af hendi leeyst og að sem fæst verði út undan af því, er þar á að réttu leyti að koma. Er þegar allmik- ið efni komið, sem ekki er í hin- um fyrri útgáfum, og tals- vert mun án efa bætast við enn þá í þeirri leit, sem nú er verið að framkvæma. Þó mun efa- laust meira eða minna verða út- undan nema til komi góðviljuð aðstoð þjóðarinnar í heild. Mun og mörgum góðum manni vera það ljúft, að leggja fram sitt liðsinni svo að þessum konungi í ríki andans megi verða sýnd svipuð ræktarsemi af hendi þjóðarhans eins og aðrar þjóðir sýna minningu hinna mestu og beztu sinna manna. Það eru því vinsamleg tilmæli mín til allra þeirra, er undir höndum hafa eitthvað það, er að gagni mætti koma við útgáfuna, hvort held- ur eru bréf eða Ijóð, að þeir láni það til afnota, frumrit ef þess er kostur, en ella nákvæm- ar afskriftir. Má senda allt slíkt annaðhvort til mín undirritaðs eða til sonar skáldsins, Magnús- ar Matthíassonar, Túngötu 5, Reykjavík. Mun allra slíkra gagna verða vandlega gætt og þau á sínum tíma endursend þeim er lánað hafa, nema þeir geri sjálfir þær ráðstafanir að afhenda skuli Landsbókasafni. Sömuleiðis mundu með þökk- um þegnar hverskonar upplýs- ingar og fróðleikur, er ætla má að gagni mætti koma við útgáfu ljóða eða bréfa, svo að slíkt verði notað við athugasemdir þær og skýringar, sem gerðar verða við textana. Alveg sér- staklega er til þess mælzt, að aðstandendur, ættmenn eða venzlamenn þeirra, er Matthías kvað eftir, vildu senda svo ítar- lega greinargerð, sem kostur er á, um þá hina sömu, ef ekki er alveg augljóst, að auðvelt muni vera að afla þeirra upplýsinga. Það er svo um mjög mörg af hinum mikla sæg tækifæris- kvæða, er Matthías kvað, að enda þótt sjálf nöfnin séu kunn, þá getur nú reynzt hartnær eða með öllu ómögulegt að vita við hvern átt er. Útgefandi er litlu nær þó að við kvæðið standi „Jón Jónsson d. 1872“ eða „G. Jónsdóttir d. 1881“ eða eftir „eftir barn“. Þetta á ekki við um erfiljóðin ein heldur og ýms önnur tækifæriskvæði og tæki- færisvísur. En úti á meðal fólks ins mun í langflestum tilfellum enn vera einhver, sem að meira eða minna leyti getur látið í té gagnlegar upplýsingar. Menn mega ekki draga sig í hlé fyrir það, að þeim finnist það vera of fátæklegt, sem þeir geta lagt til málanna. Lítilfjörleg bend- ing getur oft og einatt einmitt vísað á réttu leiðina. Með fyrirfram þökk til allra þeirra, er við þessum tilmælum verða og sýna þar með minn- ingu Matthíasar Jochumssonar ræktarsemi — stundum máske um leið minningu látinna ná- unga sinna. Reykjavík, 24. marz 1949 f.h. ísafoldarprentsmiðju h. f„ Gunnar Einarsson The Swan Manufacturing Co. Cor. ALEXANDF.R and EIJ.EN Phone 22 041 Halldór «M. Swan eigandi Heimili: 912 Jessle Ave — 46 958

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.