Lögberg - 21.07.1949, Side 2

Lögberg - 21.07.1949, Side 2
1 L.ÖGBERG, FÍMTUDAGINN, 21. JÚLÍ, 1949. Gefið í minningarsjóð kvenfélagsins Eining í Seattle, til arðs fyrir gammalmenna- heimilið Stafholt í Blaine, Washington Frá 1. apríl 1947 til 1. júlí 1949. Gjafir: Mr. og Mrs. Halfdan J. Skonseng $10.00; Mrs.Schev- ing $5.00. í minningu um Kristi Árna- son: Eining $1.50; Mr. og Mrs. Jón Magnússon $2.00; Mr. og Mrs. H. E. Magnússon $2.00; Mrs. A. J. Anderson $1.00; Mr. og Mrs. C. B. George $1.00; Mrs. Freda Roundhurst 81.00; Mrs. Anna Grandy Árnason $25.00. 1 minningu um Walter R. Anderson: Eining $2.00; I minningu um Oddný Árna- dóttur: Falconer Anderson $15.00. I minningu um Jakobínu Björnssn: Eining $2.00. í minningu um Ellen Thordís Björnson: Mrs. Belle Wandrey $5.00. I minningu um Halldór Björn- son: Eining $2.00. í minningu um Thomas og Sesselju Borgford: Ed. Borg- ford $10.00; Mr og Mrs. B. O. Johannson $5.00. í minningu um Sigurd Bard- arson: Mr. og Mrs. A. S. Olson $5.00. 1 minningu um Anna Sigrún Foss: Ole Foss $25.00. 1 minningu um Runólf Good- man: Mrs. Björg Thordarson $5.00. í minningu um Sigurð Hafliða son: Mrs. Thorunn Hafliðason $28.00; Mrs. Ingibjörg Friend $5.00. í minningu um Helga Hall- son: Eining $2.00. í minningu um Daisy Hall- dórson: Mrs. Sigurlaug John- son $1.50. I minningu um Jacob Lindal Hansson: Mrs. Gudrun Lindal Magnusson $15.00. í minningu um Indi C. Ind- ridason: Eining $2.00. 1 minningu um Agnesi Jons- son: Mrs. Sven Bjírnson $10.00. í minningu um William R. Johnson: Mrs. Pauline Johnson $2.00. I minningu um Ester John- son: Eining $2.00; Mrs. Pauline Johnson $2.50. í minningu um Thorbjörn Jonsson: Eining $1.50; Miss Inga Matthíasson $1.00; Mrs. Helga Johnson $3.00; Mrs. Björg Thordarson $2.00; Mrs. Gud- björg Kárason $0.50; Mr. og Mrs. Jón Magnússon $2.00; Mr. og Mrs. B. O. Jóhannsson $2.00; Mrs. Halldóra Smith $1.00; Miss Gunnlaug Thorlákson $1.00; Mr. og Mrs. T. Pálmason $2.00; Miss Lena Sigurdson $1.00; Mr. og Mrs. Theo. Björnson $1.00. 1 minningu um Emmu Joseph- son: Eining $2.00; Miss Lena Sigurdson $2.00; Mr. og Mrs. Theo. Björnson $1.50; Mr. og Mrs. Jón Magnússon $1.50; Mr. og Mrs. T. Pálmason $1.00. í minningu um Hinrik Jakob- son: Mrs. Gudrún Björg Vigfús- son $10.00. I minningu um Marie Anette Jakobson: Mrs. Guðrún Björg Vigfússon $10.00. í minningu um Önnu Hannes dóttir Líndal: Mrs. Guðrún Lín- dal Magnússon $15.00. í minningu um Gudmund Magnússon: Robert S. Magnús- son $10.00. I minningu um Joseph Ed- ward Moreau: Eining $2.00; Mr. og Mrs. Jón Magnússon $1.00; Mr. og Mrs. T. Pálmason $1.00; Mrs. Björg Thordarson $1.00; Miss Inga Matthíasson $1.00. í minningu um Halfridur Maria Melsted: Mrs. Belle Wandrey $5.00. 1 minningu um Þuríði Jónas- dóttir Magnússon: Mrs Anna Magnússon Hodgson $10.00. í minningu um Gísla Matt- híasson: Miss Ingibjörg Matt- híasson $25.00. í minningu um Mrs. Jenny Maher: Mrs. Cathrine Ó. Rouske $5.00. í minningu um Hólmfríði Rose Ólafson: Mrs. A. J. Ander- son $1.50. 1 minningu um Emmu Ólaf- son: Mrs. A. J. Anderson $1.00. I minningu um George Peter- son: Eining $2.00; Mr. og Mrs. Jón Magnússon $2.00; Mr. og Mrs. B. O. Jóhannsson $2.00; Mr. og Mrs. K. Thorsteinson $3.00; Mr. og Mrs. T. Pálmason $2.00. í minningu um Vera Roddy: Eining $2.00. I minningu um Guðrúnu J. Sumarliðason: Mrs. A. J. Ander- son $1.50. í minriingu um Magnús Snow- field: Mrs. Guðbjörg Snowfield $1.00. í minningu um John Simon- son: Eining $2.00; Mrs. Björg Thordarson $1.00; Mrs. Guð- björg Kárason $2.00. í minningu um Huldu Step- henson: Mrs. Sigurlaug John- so n$1.50. I minningu um Sigurð J. Stefánsson: Eining $2.00; Mr. og Mrs. Jón Magnússon $2.00; Mrs. Sigurlaug Johnson $1.00; Sigurbjörn Johnson $1.00. í minningu um Helga Sumar- liðason: Eining $2.00; Mr. og Mrs. Jón Magnússon $2.00; Mrs. Sigurlaug Johnson $2.00; Miss Leifa Goodman $1.00; Mr. og Mrs. K. Thorsteinson $2.00; Mrs. Björg Thordarson $1.00; Mr. og Mrs. T. Pálmason $2.00; Mr. og Mrs. B. O. Jóhannsson $3.00; Mr. og Mrs. Theo. Bjarnason $1.00. í minningu um Ásgeir Sölva- son: Mrs. Margaret George $1.00; Mr. og Mrs. Jón Magnús- son $2.00; Miss Leifa Goodman $1.00; Mr. og Mrs. T. Pálmason $2.00. í minningu um Elena G. Thor steinson: Eining $2.00; Mr. og Mrs. Jón Magnússon $1.00; Miss Lena Sigurdson $1.00; Mrs. Sig- urlaug Johnson $1.00; Mr. og Mrs. Theo. Bjarnason $0.50; Mr. og Mrs. King A. Sannes $5.00. 1 minningu um Eriku Thor- lákson: Eining $2.00; Mr. og Mrs. T. Pálmason $1.00; Mr. og Mrs. Jón Magnússon $1.00. í minningu um John Thor- steinson: Eining $2.00; Mr. og Mrs. J. Magnússon $1.00; Mrs. Theo. Björnson $1.00; Miss Lena Sigurdson $1.00. í minningu um Ann Elizabeth Thorleifson: Eining $2.00; Mr. og Mrs. B. O. Jóhannsson $2.00. í minningu um Thorgrím og Solveigu Arnbjörnson: Mr. og Mrs. B. O. Jóhannsson $5.00. I minningu um Svein og Krist rúnu Björnson: Mr. og Mrs. B. O. Jóhannsson $5.00. í minningu um Mrs. Mundy Johnson, (Inga): Eining $2.00. Samtals eru þetta $410.00. Áður auglýst $138.00. Samtals $548.00 Sent til Blaine $500.00. í sjóði $48.00. Mrs. Lillie Palmason, gjaldkeri 7358 — 18 N. W. Seattle. Ranghverfan Eins og flesta íslendinga vest- an hafs mun reka minni til, gekk Guðmundur Grímsson dómari (þá héraðslögsóknari í Laugdon, N. D. á hólm við yfirvöldin í suður-fylkjum Bandaríkjanna, fyrir mörgum árum síðan, útaf meðferð og morði á ungum pilti úr héraðinu, er lent hafði þar undir „manna“hendur. Eftir langvinnan og harðsótt- an bardaga og kostbærar og hættulegar raunir vann hann að lokum í því éfni glæsilegan og háttrómaðan sigur, sem varð til þess, að nokkrum af hinum sekustu var hegnt að einhverju leyti, ýmsum gildandi lögum breytt og nýjar varúðarreglur voru lögleiddar. Þrælahald og manndráp í hagsmunaskyni áttu að varða við lög og jafnvel ekki að líðast þar lengur, að minnsta kosti opinberlega. En núna, í júní 1949, birtist grein í Magazine Digest, sem bendir til þess að ekki sé allt með feldu á þeim sláðum enn. Og til upplýsingar þeim mörgu, sem halda að ánauðarvinnan sé öll hinumegin á hnettinum, læt ég greinina hér fylgja í lauslegri þýðingu. Hún birtist upphaflega í New York Times og New York Star, og hljóðar á þessa leið: „Það er byrjað að rökkva, og negrinn hikar við barm dýsins. I fyrstu heyrir hann aðeins krummagarg og sinn eigin hjarta slátt; en áður en hann fær kast- að mæðinni heyrir hann það, aem hann áttaat mest. Hann heyrir hundgá, í fjarska fyrst, en fljótt nær og nær, og í ofboði brýst hann út í dýið. Er þetta í suðrinu? Já. Á dög- um „Uncle Tom’s? Nei. Hann er aðeins einn úr hópi 75.000 hvítra og dökkra þræla í Bandaríkjun- um. Ártalið er 1949. Vera kann að hann sé einn af þeim lánsömu, sem hundarnir hafa ekki næmni til að þefa uppi. Ef til vill lánast honum að laumast fram hjá „mann“- vörðunum á hverju varðbergi, í skjóli náttanna, á hinni löngu leið út í norðrið, eins og reynt var stundum áður en þrælastríð ið var háð. En ef svo er, þá er hann hinn eini lánsami af hverju þúsundi, sem það reyna. Af 75,000 til 100,000, sem í á- nauð eru við framleiðslu borð- viðar, terpintínu, baðmullar og sikurrófna í Florida, Georgia, Mississippi og Louisiana, sára- fáir reyna að strjúka af því að það er að jafnaði ómögulegt. Sterkar og háar vírgirðingar eru umhverfis íbúðarhreysin og þar utan við standa verðir með hlaðnar byssur að sjá um að enginn fari út eða inn. Menn- irnir eru kvíaðir í öðrum enda réttarinnar en konur og börn í hinum. Eigendurnir vita (eins og Nazistarnir sannreyndu) að fáir þrælar eru svo innanbrjósts að þeir geti hlaupið frá konum sínum og börnum í höndum þeirra. Og að jafnaði eru þeir svo úttaugaðir eftir sextán stunda þrældóm dagdaglega að þeir sýkjast og deyja hver af öðrum áður en varir. Um mikla næturhvíld er naumast að ræða, því jafnvel þar, sem fjölskyldu er leyft að hýrast sér í einhverjum smá- klefa er allt svo þröngt og þæg- indalaust — ekkert rafmagn, rennandi vatn né salerni. Hús- búnaðurinn er eldavél, ein drag- kista og rúmdína fyllt með furu barri. Opnar gættir í gluggastað horfa S blygðunarleysi inn á fæðingar og dauða. Fyrir hverjar sakir eru svo þessir menn hér niðurkomnir Nálega einvörðungu vegna skulda. Uppistaðan er einföld. Til dæmis voru 60 uppskipunar- menn í Broward, Florida, allir negrar, handteknir fyrir það, að sjást iðjulausir einn dag milli verktíða og sektaðir fyrir um- komuleysi; og dómurinn var þrælavinna í bananagarði ein- hvers herrans í byggðinni. Þetta voru negrar við fasta atvinnu og nutu því óvanalegs öryggis. En setjum svo að negri eða hvítur fátæklingur sjáist á gangi á alfaravegi í Alabama, eða standa um stund framan við lyfjabúð í ríkinu Georgía, eða jafnvel sjáist sitja sér til hvíld- ar í heimahúsum, er ákæran hin sama — hann er sekur umkomu leysingi. Og ef hann maldar í móinn við lögregluna er hann féflettur og barinn og honum stundum hótað að verða drep- inn. En ekki eru allir þrælar hafð- ir innan vírgirðingar, þess þarf ekki. Flestir þegnar þessara fylkja eru leiguliðar, sem alltaf eru skuldbundnir herrum sín- um. Allt, sem til þarf er selt þeim við einokun með ofurverði svo þeir komist aldrei úr skuld- unum, og verði að þræla áfram í vonleysi eða láta seljast ella til einangrunarhverfana. Reyni leiguliði að flýja til frjóari hverfa reka yfirvöldin hann til baka með harðri hendi. En til þess kemur sjaldan, því allir vita að nágrennið iðar allt af sporhundum og undirtyllum, sem ekki svífast að meiða og myrða hvern, sem vogar að mögla við hinum viðtekna sið. Sá, sem einu sinni lendir í skuld á tæplega nokkra viðreisn arvon. Vinnuþrælnum er að vísu goldið 9 til 13 dollarar á viku fyrir 16 stunda vinnu hvern dag, sunnudaga sem aðra, en af því verður hann að fæða sig og sína og klæða. Og með því að allt það verður að kaup- ast á staðnum, vanalega við tvö falt hærra verði en hið almenna okurverð, verður torsótt að safna miklu í skuldir. Jafnaðar- verð á brauði er 20 c., svína- kjöti $1.50 pundið, vinnuskór $9.00 og strigabuxur $8.00. En þar á ofan getur þrællinn orðið fyrir enn meiri skakka- föllum. Hann má ekki hafna og velja. Herrann úthlutar því, sem honum sýnist og leggur fram sinn reikning við enda hvers mánaðar. Og með því að hann einn ræður því, spm í bækurnar fer, eru tölurnar þrælnum oft ónotalega háar. Negri eða hvítur umkomu- leysingi, sem sektaður hefir ver ið fyrir að hafa ekki atvinnu, hefir oft þurft að þræla heilt ár eða meira þó sektin hafi ver ið aðeins $25.00, auk málskostn- aðar og flutnings til vinnustað- arins. Og eitt staðsannað dæmi er til af leiguliða, sem haldið var í þrældómi við ósegjanleg ókjör og píslir í tuttugu ár. En þrælar, sem sloppið hafa segjast vita dæmi þess, að börn, sem þar hafa fæðst, hafi verið þar í ánauð til dauðadags. Og hvað höfum við gert í því að afmá þessa smán? Þó hin þrettánda árétting við stjórnarskrána banni þrælkun nokkurs þegns án hans sam- þykkis, og frekari skýringar á þegnréttindum væru lögleiddar 1948, reynist sú varðveiting ærið torveld. Við lögin er eftir ein sú gloppa, sem dugar. Á þræla- haldarann verður nefnilega að sannast að hann sjálfur viti að hann sé að brjóta lög með at- ferli sínu. Eigin framburður hans um þekkingarleysi í þeim sökum er honum nægileg vörn fyrir dómnum; Tíu þúsund umkvartanir koma til stjórnarinnar árlega, en aðeins sjö lögsóknarar eru fyrir hendi til að liðsinna þeim. Að minnsta kosti 2000 ákærur eru lögmætar og verðugar ásjár, en enga talsmenn er hægt að fá frá miðstjórninni eða herbúðum FBI., sem ekki hafa nóg lið fyrir sínar annarlegu þarfir. Og rátt- vísi héraðsins er annað hvort .svo bundin sínum herrum í báða skó eða svo hliðholl þeim í hag að frá henni er einskis að vænta. Fari svo að miðstjórnin stefni þrælahaldara fyrir dóm og lög er kviðdómurinn svo háður herr unum að hann þorir ekki fyrir sitt líf að gera þeim á móti skapi og verður sektin því annað hvort mild eða engin. í ljósi þessara ástæðna er því eðlilegt að mannréttindadeild ráttvísinnar hafi á síðastliðnum tíu árum lögsótt aðeins 15 af- brotsmenn eða félög, og dóm- fellt aðeins tíu. En þó lögin á- kvarði minnst 5 ára fangelsun, eða $5.000 fésekt, hefir enginn af böðlunum verið sektaður um fram 750.00, og aðeins einn dæmdur til tveggja og hálfs árs afplánunar. Þegar þess er gætt, að hinn nýliðni áratugur var að mestu veltiár, með tiltölulega mikla þörf á vinnuafli, má geta nærri 1 7 júní á Mountain 17. júní s.l. voru 5 ár liðin, síð- an íslendingar fengu sjálfstæði sitt, og þar með fullt vald til að fara með öll sín mál, utan lands sem innan. Síðan 1944 hefir 17. júní hér á Mountaian verið haldinn hátíð- legur, með ræðum, kvæðum, söng og útiskemmtunum, og dansað að kvöldinu. Út af þessu var ekki brugðið þetta ár og verður þess lítillega minnst í þessari grein. Vegna þess að rigning var þennan dag og fremur kalt, fór skemmtun öll fram í samkomuhúsinu, þó ætlunin hefði verið að hafa hana úti í skemmtigarðinum. Deildin Báran, eða öllu rétt- ara væri að segja, framkvæmda nefnd hennar, sá um allan undir búning, í samvinnu við konurn ar, sem höfðu ágætar veitingar. Samkoman var sæmilega vel sótt, þó maður á hinn bóginn hefði getað búist við fleirum. Forseti Bárunnar bauð gesti vel komna og ávarpaði þá nokkrum orðum, bað svo Rev. E. H. Fófn- is að taka við stjórn. Skemmtiskráin var svo í sam andregnu máji þessi: Borgar- stjóri M. I. Björnsson flutti stutt en snjallt erindi. Já Mountain þó fámenn sé hefir fengið borg- arréttindi, og sagt er, og að öll- um líkindum satt að þessi litli bær sé minnstur af öllum borg- um Bandaríkjanna. — (The smallest City in the U. S. A.) — en þetta var nú útúrdúr. — Á eftir erindi Björnssons, sóló söngur Miss Emily Sigurðsson, Miss Marvel Kristjánsson við hljóðfærið. Aðalræðumaður dagsins var Dr. R. Beck frá Grand Forks, las hann fyrst kveðjur og árn- aðaróskir frá utanríkisráðherra Islands, Bjarna Benediktssyni, fyrir hönd ríkisstjórnar Islands. Ræða Dr. Becks var snjöll og vel flutt, enda löngu viðurkenndur, einhver áhrifamesti og ötulasti talsmaður Islands og íslenzkra mála á mörgum sviðum, sérstak lega þó bókmenntalega — hér vestan hafs. — Ræða hans að þessu sinni fjallaði að mestu um þátttöku hans, sem fulltrúa Vestur-íslendinga við hátíða- höldin á Þingvöllum 17. júní 1944 — þegar íslenzka þjóðin endurheimti hið langþráða frelsi sitt. — Mrs. Hólmfríður Danielson, frá Winnipeg, sem dvelur hér syðra um tíma, við söngkennslu unglinga, flutti ágæta ræðu, sem var að nokkru tileinkuð land- nemunum. Var í þessu erindi, með afbrigðum vel lýst dugn- aði, hetjulund, þrautseigju og kjark, sem einkenndi þetta fólk í baráttu þess við erfiðleika í alls konar myndum. Sem dæmi af ótalmörgum öðrum, hvað hvers má vænta þegar harðnar í ári og framtökin fækka. Þótt ofangreind skýrsla bind- ist aðeins við það, sem á sér stað í Bandaríkjunum er langt frá að það sé einsdæmi. Svipað ástand og framferði má, því miður, finna um allan hinn kapitalist- tska heim, þar sem fésýslan er á háu stigi. Mannúðin hefir ekk- ert tækifæri í sifjastríði þess fyrirkomulags. P. B. dugnaðurinn var mikill gat Mrs. Danielson þess, að á þessum ár- um var pósturinn ekki fluttur í bílum eða í flugvélum, heldur af gangandi mönnum, sem blátt áfram báru hann á bakinu. Svo var það einn hlaupagarpurinn, sem lagði lan dundir fót, máske um 30 mílur á dag — að hon um var stundum boðin keyrsla í vagni, eða öðrum farartækjum, einn daginn hittist víst svo á, að hann átti kost á að keyra með 3—4 mönnum, sem um veg inn fóru, en þá var karli farið að leiðast að klifra upp í vagn- inn sva að hann kvað hafa sagt: ,„Ég nenni ekki að vera að þessu príli!“ — Þetta hefir sjálfsagt verið einn blessaði gamli íslenzki karlinn — eins og Steingrímur læknir Matthíasson kallaði þá. Eitt er víst, duglegur hefir hann verið og ósérhlífinn, — og margir landnámsmenn í þessari byggð og öðrum sveitum bæði hér og í Canada hafa verið hon- um líkir — því annars væru ekki íslenzku byggðirnar og öll af- koma fólks, það sem hún er í dag. Mrs. W. K. Halldórson og Mrs. G. Goodman frá Milton sungu tvö lög (Duet), Sólseturs ljóð eftinr Guðm. Guðmunds- son, lagið er eftir tónskáldið góða séra Bjarna Þorsteinsson, hitt lagið var Lofið Drottinn. Mrs. S. A. Björnson spilaði undir. — G. J. Jónasson flutti kvæði til- einkað deginum. Þá söng séra Fáfnis 2 lög. Ég vil elska mitt land og Drauma- landið, lag eftir Sigfús Einars- son, — ef ég man rétt, — Mrs. Fáfnis við hljóðfærið. Skrifari Bárunnar H. B. Grím son las kveðju og árnaðaróskir frá skrifara ríkisstjóra Fred Aandahl — og ennfremur ástúð- lega kveðju og árnararóskir frá forseta Þjóðræknisfélagsins P. M. Péturson, Winnipeg, Man. Alltaf öðru hvoru meðan skemmtunin stóð yfir voru sung in mörg ættjarðarljóð, sem Rev. Fáfnis stýrði og Mrs. Fáfnis spilaði undir. — I samkomulok flutti séra Fáfn is ávarpsorð — og svo þjóðsöngv ar íslands og Bandaríkjanna sungnir af öllum. — Samkoman fór hið bezta fram, góður söngur, ræðurnar ekki of langar en vel fluttar, allt fólkið, sem hér á hlut að máli, og gaf tíma sinn og fyrirhöfn til skemmtana þennan dag á þakkir skilið. Sömuleiðis á forseti Bárunnar og framkvæmdanefnd óskipta þökk gestanna fyrir alla þeirra vinnu og tímatöf — frá öðrum störfum, — í sambandi við allan undirbúning samkomunnar. Ágætar veitingar fyrir alla í samkomulok. A. M. A. JOHN J. ARKLIE OptomrtrÍMt. and Opticiem (Eyes Examlned) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAOK AT HAKORAVX ♦ ♦♦♦♦♦♦ TIL KAUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. Fyrix samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.