Lögberg - 21.07.1949, Síða 3

Lögberg - 21.07.1949, Síða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINK. 21. JÚLÍ, 1949. 3 Asgeir V. Þann 29. september 1947, lézt á danska gamalmennaheimilinu í Vancouver B. C. Ásgeir V. H. Baldvin 96 ára og 10 mánaða gamall. Var hann jarðsettur í Campbell River B. C. við hliðina á leiði konu sinnar, sem þar var jarðsett fyrir nokkrum árum síðan. Ásgeir var fæddur á Skútu- stöðum við Mývatn á íslandi, 9. desember 1850. Foreldrar hans voru Baldvin Helgason og Soffía Jósafatsdóttir. Bjuggu þau hjón á Gröf á Vatnsnesi í Húnavatns- sýslu. Ólst Ásgeir þar upp hjá foreldurm sínum. Árið 1873 flutti hann með þeim til Canada, og voru þau í þeim hóp íslend- inga, sem flutti frá íslandi það ár, og settist að í Moskoka í Ontario. Eitthvað ári seinna tóku flestir af þeim sér heimilis réttarlönd , Rosseau-byggðinni, með fram Rosseau ánni, sex míl- ur frá Moskoka. Árið 1880 og 1881 tóku þar margir sig upp og fluttu til íslenzku-byggðar- innar, sem hafði verið í Pembina County í Norður-Dakota. Var Ásgeir einn í þeim hóp, sem fluttu þangað. Ásgeir var einn af þeim fáu, sem komu þangað á þeim árum, sem höfðu nokkur peningaráð. Keypti hann land af kynblendingi (Half Breed), sem hafði tekið sér land við Tungu ána. Líka keypti hann nautgripi og seldi þá aftur, og græddi hann nokkuð á þeirri verzlun. Nokkru seinna seldi Ás geir landið, sem hann hafði keypt við Tunguána til Stigs Thorvaldssonar, manns sem kemur mikið við sögu þeirrar byggðar. Setti Stígur þar upp verzlun og pósthús, sem hann skírði „AKRA“, og starfrækti Stígur það allan þann tíma, sem hann var í byggðinni. Nokkru seinna byrjaði Ásgeir verzlun á Hallson í félagi við Gísla Jóhannsson og starfræktu þeir hana um nokkurt skeið, þar til þeir seldu verzlunina. Er Ás- geir hafði selt verzlun sína á Hallson, fór hann til Gardar og tók land þar í grendinni og bjó hann þar í nokkur ár. Á því tímabili tók hann þátt í félags- málum byggðarinnar, sérstak- lega í kirkjulegum félagsskap. 1885 var haldinn allsherjar fund ur á Mountain til að ræða um stofnun hins íslenzka Lút., kirkjufélags, var Ásgeir þar einn af erindrekum Gardarsafn- aðar á þeim fundi, og kom hann þar fram sem öflugur stuðnings maður þess, að slíkur félagsskap ur væri stofnaður. Það mun hafa verið um 1885 sem Ásgeir seldi bújörð sína við Gardar og fór þá aftur til Rosseau byggðarinnar í Ontario °g byrjaði þar á búskap á ný. Þar gekkst hann fyrir því að pósthúsið „Hekla“ var stofnsett, °g var hann þar póstafgreiðslu- uiaður allan þann tíma, sem hann var búsettur þar. 23. apríl 1886 giftist hann Hallfríði Gísla- úóttur. Faðir hennar var Gísli Tómasson frá Hamraendum í Stafholtstunguhreppi í Mýrar- sýslu. Var hann einn af þeim fáu íslenzku búendum, sem eftir voru í þeirri byggð. Árið 1889 ritar Ásgeir stutta grein um þessa íslenzku byggð 1 Rosseau og segir hann að þar séu bara fimm íslenzkir búend- Ur eftir af þeim, sem hafi upphaf ^ega tekið sér þar bólfestu. Nokkru eftir aldamótin selur Asgeir eignir sínar í Rosseau flytur þá til Edmonton í Al- herta í Canada. Þar tók hann and nokkrar mílur frá Edmon- t°n og bjuggu þau hjónin þar 1 n°kkur ár. Þar varð Ásgeir yrir þeim áfelli, að tré, sem ann var að fella lenti á hon- um og fótbraut hann. Fyrir lé- *Lga læknishjálp greri svo illa, a hann var haltur upp frá því. úr nokkurra ára búskap þar, se di Ásgeir bújörðina og allt ausafé sitt og flutti þá til Ed- H. Baldvin Ásgeir V. H. Baldvin monton og keypti þar snoturt hús og settist þar að. Það var á því tímabili sem mikið „Real Estate Boom“ var í Edmonton, að Ásgeir flutti þang að og fór hann að reyna lukku sína á þeim sviðum og græddi vel á því á stuttum tíma. Hann var ætíð glöggur í fjármálum og framsýnn, svo hann hann var bú inn að selja mest af eignum sín- um og koma þeim í peninga, þegar botninn datt úr öllu at- hafnalífinu 1914, þegar fyrra stríðið skall á. Var hann því einn af þeim fáu, sem tókst að halda mestu af því, sem hann græddi á því braski. Árið 1939 seldi Ásgeir aftur eignir sínar í Edmonton og flutti þá til Campell River á Van- couver-eyjunni í B. C. og keypti hann þar ekru af landi og byggði gott hús á því. Var þetta heim- ili hans í miðri íslenzku byggð- inni, sem þar hafði' myndast. Þar missti hann konu sína og varð upp frá því einmana og einstæðingur, heilsulaus og elli- hrumur. Systurdóttir hans Mrs. Soffia Kyle frá Poulsbo í Wash. kom þá til sögunnar honum til hjálpar. Hún sá að það var ekki mögulegt fyrir hann að búa þar einan, og kom hún því til leiðar að hann komst á danska gamal- mennaheimilið í Vancouver, og var hann þar til hinztu stundar, og fór þar eins vel um hann og mögulegt var. Einn' daginn sem Ásgeir sat í stól úti á grundinni fyrir i'ram an húsið datt hann úr stólnum og lærbrotnaði. Var hann strax fluttur á sjúkrahúsið, gert við beinbrotið og eftir nokkra daga var hann fluttur til baka á danska heimilið, fór honum þá mikið að hrörna, því hann var orðinn of hrumur og gamall til að þola þetta áfall. Einn daginn þegar læknirinn kom til hans segir hann að það verði að koma með hann á sjúkrahúsið á morg- un, það þurfi að laga betur um fótbrotið. Segir þá Ásgeir, að þess þurfi ekki með, því að hann fari í nótt. Þetta varð, hann and aðist um nóttina. Það er vert að geta þess, að systurdóttir Ásgeirs heitins, Mrs. Soffía Kyle, annaðist um hann með mestu alúð og nær- gætni eftir að hann lærbrotn- aði. Hún og Mr. Kyle komu hingað og leigðu sér húsnæði svo hún gæti ætíð verið við til að hjúkra honum sem bezt hún gat. Og hún gerði það til hans hynztu stundar. Það er auðsætt af því sem hér hefir verið sagt um æviferil Ás- geirs heitins, að hann hefir verið ötull athafnamaður um ævina. Hann var allatíð mesti hófsemd armaður og fór vel með efni sín. Hann var vel gefinn og velles- inn í ýmsum greinum, sérstak- lega í trúmálum. Hann var fast- heldinn við allt það gamla, og honum var illa við allar nýjung ar, eða breytingar á þeim svið- um, og varð því á eftir flestum samtíðarmönnum sínum í þeim efnum. I stjórnmálum var hann ákveðinn afturhaldsmaður og leit illu auga allar nýjungar og breytingar frá því sem áður var. Hann var vel hagmæltur en fór svo varlega með það, að það var ekki öllum kunnugt um það. Þeim hjónum varð aldrei barna auðið. Hann lifa tveir bræður, annar í Alberta, en hinn í Oregon U. S. A. Tvær systurdætur Mrs. Bertha Ruddell í VancouVer B. C. og Mrs. Soffía Kyle í Poulsbo Wash. og einn systurson ur, Walter B. Freeman í Oregon. S. Guðmundsson kostum sínum og göllum; fram hjá því getum við aldrei komist, því að enginn getur flúið sjálfan sig, þó að hann ferðist á enda veraldar. Og milli landsins og þjóðarinnar, sem það elur á brjóstum sér, er miklu nánara samband, en margur gerir sér grein fyrir. „Sálin er náskyld þeim jarðvegi, sem hún er sprott in úr“, sagði hinn vitri maður og ágæti rithöfundur frænda okk- ar Norðmanna hér í landi, O. E. Rölvaag, er túlkað hafði land- nemalíf þeirra með sjaldgæfri djúpskyggni, og hann vissi hvað hann fór. Jón skáld Magnússon, sem eigi síður var vitur maður og ágætt skáld, hafði hið sama í huga, er hann sagði í snjöllu kvæði: „Land og þjóð er orðið eitt, annars væri hvorugt neitt“. Þessvegna sagði Stephan G. Stephansson einnig í sínu fræga kvæði: „Þótt þú langíörull legðir, sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót“. Hann vissi vel hvað hann söng, sá spaki maður og mikli landnemi. Grímur Thom$en, sem líka var maður djúpvitur og hafði lært að meta Island og íslenzka menningu eft- ir langdvöl erlendis, færði sömu hugsunina í dálítið annan bún- ing málsins, er hann komst svo að orði: „Innst í þínum eigin barmi, eins í gleði og eins í harmi, ymur Islands lag“. Auðvelt væri að tilgreina fjölda annara slíkra ummæla úr kvæðum íslenzkra skálda beggja megin hafsins. Það eitt er víst, að við fáum eigi minnst Islands, svo að við minnumst ekki íslenzku þjóðarinnar, svo nánum böndum eru landið og þjóðin tengd; og sjálf berum við ættmót landsins, sem ól okk ur, eða feður okkar og mæður, kynslóð eftir kynslóð. En við minnumst eigi aðeins íslands og íslenzku þójðarinnar á þessum degi. Við minnumst sögu hennar, og það af alveg sér- stökum ástæðum. 1 dag er fimm ára afmæli hins endurreista ís- lenzka lýðveldis eins og utan- ríkisráðherra Islands vék að í hinu fagra og drengilega kveðju skeyti ríkisstjórnarinnar til okk ar, er ég las í byrjun máls míns. Og eðlilega vekur fimm ára af- mæli lýðveldisins upp kærar minningar í huga mínum, því að eins og ykkur er öllum kunnugt, þá var það hið góða hlutskipti mitt að vera viðstaddur stofn- un lýðveldisins sem fulltrúi ykk ar landa minna vestan hafs. Og satt að segja, á ég dálítið erfitt með að átta mig á því, að fimm ár séu liðin síðan ég sat að Lög- bergi vordaginn sigurbjarta, þó regnþungur væri hið ytra, þegar aldagamall og hjartfólginn frelsisdraumur hinnar íslenzku þjóðar rættist að fullu. Mér finnst rétt eins og þessi söguríki atburður hafi gerzt í gær, svo. lifandi er hann og verður í minningu okkar, sem bárum gæfu til að lifa þann dag. Og sannarlega á það ágætlega við, á þessu fimm ára afmæli, að rifja upp í megindráttum at- burðina í sambandi við endur- reisn hins íslenzka lýðveldis. Enginn, sem ekki var úr steini gerður gat verið á íslandi dagana þá, svo að honum hitn- aði eigi um hjartarætur, fyndi það ekki glöggt, að þakklæti, sigurgleði og vonargleði fyllti huga manna og setti svip sinn á þá vorbjörtu daga, daga djúp- stæðra minninga og stórra fram tíðardrauma. Það var vor í lofti og vor í hugum fólksins. Reykja vík blasir mér við hugarsjónum, fánum og blómum prýdd, í sín um allra fegursta hátíðarskrúða, og sömu söguna var að segja annars staðar á landinu. Hvar- vetna var hinum langþráða degi fagnað með bæjarprýði og hátíðahöldum. Hér var um þjóð hátíð að ræða í orðsins sönnustu og dýpstu merkingu. Fæðingardagur Jóns Sigurðs- sonar forseta, hins mikla leið- toga í sjálfstæðisbaráttu þjóðar- (Framh á bls. 7) Horft um öxl til lýð- veldisstofnunarinnar Eftir dr. Richard Beck prófessor, vararæðismann íslands í Norður Dakota. (Rœða flutt á tslendingadegi að Mountain, N.-Dakota, 17. júní 1949) Þessi árlegi þjóðhátíðardagur okkar íslendinga í landi hér er dagur hugljúfra og margþættra minninga, sér í lagi fyrir okkur, sem á íslandi erum borin og barnfædd. Við minnumst hins svipmikla og hrikafagra ætt- lands okkar á þessum degi; Lands hinna miklu andstæðna, elds og íss; lands blárra fjalla, grænna dala og hlíða, blikandi fjallavatna, fjarða og sunda, hrynjandi fossa og hrað- streymra fljóta, lækja og linda; lands hinna bragandi norður- ljósa á heiðum vetrarkveldum og á sumrum lands hinna björtu nátta, sem heilla hugann með þeim undramætti, að engum gleymist, sem undir það áhrifa- vald hefir komist. Þá, einmitt á þessum tíma ársins, er Island, eins og skáldið mikla, sem land nemi var á þessum slóðum, sagði svo fagurlega: „Nóttlaus voraldar veröld, þar sem víð- sýnið skín“. Og ég vil biðja ykk ur að ganga með mér í anda inn í töfrahöll íslenzkrar hásumar- dýrðar, eins og Örn skáld Arnar son hefir lýst henni í hinu til- komumikla og fagra kvæði sínu til Guttorms J. Guttormssonar skálds og okkar íslendinga vest an hafs í heild sinni; „Nú skulum við líta á landið í Ijósflóði sólstöðudags. Hver œskir sér fríðari fjarða og fegurra byggðarlags? Er hvolfast á snœfjallaháborg ei hrukku- og blettalaust? í blámóðu blágrýtishöllin rís bursthá og veggjatraust. Það hillir upp eyjar og útnes sem œskunnar vonadraum. Það kliðar í laufi og limi. Það Ijómar á tjarnir og straum. Og særinn er fljótandi silfur og svellið á tindunum gull öll sveitin í titrandi tíbrá af töfrum og dásemdum full“. \ Þannig er ísland, þegar það skartar sínum dýrðlega sumar- skrúða. En það á einnig „annað gerfi og viðmót“, sinn harða og kalda vetrarham, sem Örn skáld lýsir einnig eftirminnilega í hinu stórbrotna kvæði sínu, er hann segir: „Það á frostgljáðan fannkyngjuskrúða, sem er fag- ur, en minnir á lík.“ Þannig er okkar svipmikla og hrikafagra ættland, hjartfólgið fæðingar- land okkar margra í þessum hópi, land hinna stærstu and- stæðna, hins blíða og stríða. En jafnframt því og við minn umst landsins, minnumst við þjóðarinnar, sem í landinu hefir búið í meir en þúsund ár, háð þar sína baráttu fyrir lífinu, oft við hin óblíðustu kjör, en eigi að síður borið sigur af hólmi. Það er ættþjóðin okkar, með Business and Professional Cards SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. Heykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeining. ný uppfynding, sparar eldiviö. heldur hita. KEI.L.Y SVEINSSON Simi 54 358. 187 Suthcrland Ave., Winnlpeg. S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg Phone 924 624 Office Ph, 925 668 Res, 404 319 NORMAN S. BERGMAN, B.A., LL.B. BarriMter. Solieltor, ete. 411 Childs Bldg, WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Soliciiors Ben C. Parker. K.C. B Stuart Parker, A. F. Kristjansson 50« Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 JOHN A. HILLSMAN. M.D.. Ch. M. 332 Medical Arts. Bldg. OFFICE 929 349 Home 403 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, i Vlötalstlmi 3—5 eftlr hfidegl 447 Portage Ave, AImo 123 TENTH ST. BRANDON Ph, 926 885 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. « I Offlce hra. 2.30—6 p.m. Phones: Ofíice 26 — Re«. 230 Oífice Phone Res Phon« 924 762 726 116 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Houra: 4 p.m.—6 p.m and by appolntmeni Talslmi 926 826 Helmills 53 893 j DR. K. J. AUSTMANN BérfrœOingur i augna, eyrna, nef og kverfca sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutimi: 2.00 til 5.00 e. h SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVXCE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgC bifreiBaábyrgC, o. 8. frv. Phone 927 538 GUNDRY PYMORE Limited Kritinh Qualitu Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEQ Phone 98 211 Uanager T. R. THORVALDBONt íour patronage will be appreclated C A N A D I A N FISH I PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Director Wholesale Distributors of Frash and Frozen Flsh. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 j Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrceOingar 209B/iNK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 DR. ROBERT BLACK SérfrœOingur i augna, eyrna, nef oq hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG Graham and Kennedy 8t. Skrlfstofuslmi 923 851 Heirnasimi 403 794 EYOLFSON’S DRUC PARK RIVER, N. DAK islenzkur lyfsali Fölk getur pantað meðul og annað með pöstl. Fljöt afgrreiðsla. A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur Ilkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talslmi 27 324 Heimilis talsimi 26 444 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wpg. Phcme 926 441 Phone 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 305 Confederation Life Bldg. Winnipeg Manitoba Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar «06 TORONTO GEN. TRUST8 BUILDING Oor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNIPEO Cars Bought and Sold SQUARE DEAL MOTOR SALES "The Working Man’s Friend" Dl» líALA 297 Princess Street rn. /0404 Haif Block N. Logan Phone 21 101 ESTTMATF.S FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 396 Phone 49 469 Radlo Service Speclallsts ELECTRONIC LABS, H. THORKELBON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 532 ERIN St. WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Slmi 925 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH _____________________________

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.