Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 28. JÚLÍ, 1949 19 ÁRSSKÝRSLA SKRIFARA Herra forseti! Háttvirta kirkjuþing! Samkvæmt þeim ársskýrslum, sem mér hafa í hendur borist frá hinum ýmsu söfnuðum vorum, vil ég hér með leggja fram samandregna skýrslu um ásigkomulag kirkju- félagsins eins og það virðist nú vera. Á safnaðaskrá vorri eru 42 söfnuðir, sama tala og í fyrra. Hefi ég fengið skýrslur frá 32 söfnuðum, en engar skýrslur frá 10 söfnuðum. Þetta er betra en í fyrra, þar sem þá vant- aði 17 skýrslur; en þó er þörf á betrun enn þá. Þess vil ég geta, að átta af þeim tíu skýrslum sem nú vanta tilheyra söfnuðum sem hafa fasta prestsþjónustu. Þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir hefi ég ekki getað fengið skýrslur frá þessum prestum hvorki í fyrra né heldur nú í ár. Vona ég að næsta ár verði sagan önnur og ánægjulegri. Þar sem ég hefi verið neyddur til að styðjast við gamlar skýrslur fyrir tíu söfnuði, getur tæplega heitið að þessi ársskýrsla mín sé nákvæmlega rétt. Fastir prestar eru tíu; í fyrra voru þeir ellefu. Á presta- skrá kirkjufélagsins eru 15 prestar, sama tala og í fyrra. Tíu prestaköll hafa fasta presta; þrír söfnuðir sem ekki hafa heimaprest hafa samið um prestsþjónustu við presta í öðrum héruðum. Átta söfnuðir eru án ákveðinnar prests- þjónustu; þegar bætist við Gimli prestakall fer sú tala upp í tólf. Tala safnaðarmeðlima er: Fermdir 4,954; ófermdir 2,193; Alls 7,147. Þessar tölur eru allar lægri en í fyrra. Orsakast VERUM SAMTAKA Hamingjuóskir til íslendinga á sextíu ára afmæli þjóðminningardags þeirra á Gimli 1. ágúst 1949. ★ Crescent mjólkurafurðir eru gerilsneyddar. Mjólkin, Rjóminn og Smjörið CRESCENT CREAMERY CO. LTO. Sími 37101 542 SHERBURN STREET WINNIPEG C0NGRATULATI0NS! To the Icelandic People on the Occasion of their Sixiieih Nalional Celebration at Gimli, Monday, August lst. 1949. * Ulesihome Food Siore „Where Quality Counts“ 730 Wellinglon Ave., Winnipeg Phone 22 349 Heilhuga árnaðar óskir til íslendinga á sextíu ára aldurs afmæli þjóð minningardags þeirra á Gimli 1. ágúst 1949. KAUPMAÐUR OG AKURYRKJU VERKFÆRA SALI 0. HALLSON ERIKSDALE MANITOBA C A N A D A það að miklu leyti fyrir það að færðar hafa verið niður tölurnar fyrir söfnuðina í Vatnabygðum, sem ekki teljast starfandi söfnuðir þó þeir séu á kirkjufélagsskrá. Tala altar- isgesta er hærri en í fyrra, eru nú taldir 1,771. Skírnir barna hafa verið 199, fullorðinna 3, alls 202. Ferm ingar 123. Dauðsföll 80. Með lausnarbréfí hafa gengið inn í söfnuði vora 93 manns, en tapast úr söfnuðum vorum 48. Sunnudagaskólar eru 29 — 1 fleiri en í fyrra, kennarar og starfsfólk 189; nemendur í sunnudagaskólum 1,407 — 7 færri en í fyra. Einn söfnúður, Hallgrímssöfnuður í Seattle, starfrækir kristilega skóla á vikudögum; kennarar eru 2, nemendur 15. í kirkjufélaginu öllu er einn karlaklúbbur sem telur 40 meðlimi. Fimm klúbbar fyrir karla og konur telja 73 meðlimi Safnaða kvenfélög eru 35, en meðlimir þeirra alls 911, sem er 9 færri en í fyrra. Ungmennafélög eru 10 með 225 meðlimi, 34 færri en í fyrra. Kirkjubyggingar eru virtar á $182,510; presthús $35,320; aðrar eignir $24,900. Safnaðar eignir samtals eru $243,730, sem er $6,100 meira en í fyrra. Skuldir á móti safnaðaeign- um eru $4,400, og hafa þær því minkað um $500 á árinu. Fé notað til safnaðaþarfa á árinu nam $49,878, og er það $9,303 meira en í fyrra. Gjafir safnaða til starfs út á við voru $6,225, og eru gjafir þessar $93 meira en í fyrra. Sarfsfé alls $56,103, sem er $9,396 meira en í fyrra. Þrjár prestsekkjur og einn prestur njóta eftirlauna. Á kirkjuþingi að Brú, Manitoba, 23. júní 1949. B. A. BJARNASON, Skrifari Kirkjufélagsins ____________________+_____________________ SKÝRSLA BANDALAGS LÚTERSKRA KVENNA Bandalag Lúterskra Kvenna þakkar Drotni fyrir liðið ár, sem hefir verið ánægjulegt og affarsælt hvað starf fé- lagsins snertir. Starfið í sumarbúðunum síðastliðið sumar var með líkum hætti og áður hefir verið; þar voru fjórir hópar unglinga og barna með ágætum leiðtogum, er allir gáfu starf sitt. Einnig var öll vinna í eldhúsi og borðstofu gefin af konum sem störfuðu þar til skiftis. öll samvinna var hin bezta. Tala unglinga og barna var nokkuð hærri en árið áður. En þess skal getið hér með nokkrum sársauka að okkar Lúterska fólk virðist ekki vaknað til meðvitundar um þetta starf. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að byggja upp sterkt samfélag æskulýðs hinnar Lútersku kirkju, að vekja þar áhuga fyrir kristindómsstarfi, að undirbúa hæfa unglinga fyrir leiðtoga starf í heimasöfnuðum sínum, að sameina okkar dreyfðu æsku og leiða hana nær frelsara sínum. Meirihluti þeirra unglinga sem hjá okkur voru í fyrra til- heyrðu ekki Lútersku kirkjunni. Með alvöru og alúð tóku þau öll þátt í guðræknisstundum og kristindómsfræðslu, og vonum við þau öll verði betri meðlimir sinnar eigin kirkju. En þess óskar Bandalag Lúterskra Kvenna að okkar eigið fólk hagnýti sér þetta starf sem bezt má verða. Töluvert hefir verið gjört á árinu til að endurbæta stað- inn. Girðing sett upp, nokkur hluti grundarinnar sléttur, smáhús bygt fyrir verkfæri. Einnig hefir minningarskálinn verið klæddur að innan; er hann nú virðlulegur og viðeig- andi. Prédikunarstóll, í minningu um Gunnlaug Jóhannsson frá Winnipeg, hefir verið gefinn af ekkju hans og börnum. Meðlimir Sunnudagaskólanefndar félagsins hafa leitast við að starfa eftir mætti í bygðunum við Manitobavatn. Fóru þær norður síðastliðið haust og heimsóttu yfir 30 heimili. Ráðstöfuðu kristindómsfræðslu í skólum bygðarinnar, út- veguðu lexíublöð og sálmabækur sem Bandalgið borgaði fyrir. Er það mikið gleðiefni að prestur hefir verið kallaður til Lundar og Langruth og Silver Bay. Mun hann að eðlileg- leikum nú taka að sér umsjón á þessu starfi á þessu svæði. Samkvæmt boði frá U.L.C.A., sendi Bandalagið fulltrúa til Camp Nawakwa, í Pennsylvania, síðastliðið sumar. Mrs. H. G. Henrickson dvaldi þar nokkurn tíma til að læra nýjar aðferðir. Hefir hún miðlað okkur ríkulega af því sem hún sá og lærði, — eins og þeim er kunnugt er lesa Parish Messenger og Sameininguna. Einnig hefir hún flutt mörg erindi um þetta efni. Það er þrá Bandalagsins að nota hvert tækifæri til lærdóms, er gefst á þessu sviði, því það er draumur þess að starfið í Sunrise Lutheran Camp megi verða sem fullkomnast. Nýafstaðið þing Bandalagsins var fjölsótt og skemtilegt. Var meðlimum Bandalgsins það mikið gleðiefni að njóta hinna höfðinglegu gestrisni Kvenfélags Mikleyjarsafnaðar. Þetta fyrsta þing Bandalagsins á þeim fagra og friðsæla stað mun verða ógleymanlegt þeim er það sátu. Skrifari og forseti Bandalagsins (Miss Lilja Guttormsson og Mrs. Ingibjörg Ólafsson) báðu um lausn frá embættum sínum; hefir sú fyrnefnda verið skrifari í 8 ár og hin síðarnefnda forseti í 10 ár. Mrs. Fjóla Gray var kosin forseti og Mrs. Helga Guttormson skrifari. Bandalgið þakkar vinsamlega samþykt síðasta kirkju- þings viðvíkjandi starfi þess. Það þakkar þá samvinnu sem það hefir notið á árinu; það biður um aukinn áhuga og auk- inn skilning á viðleitni þess til áhrifa og starfs. Látum okkur taka höndum saman til útbreiðslu og eflingar Lúterskri kristni í dreyfðum bygðum íslendinga í Vesturheimi. C0NGRATULATI0NS! To the Icelandic People on the Occasion of their Sixtieth National Celebration at Gimli, Monday, August lst, 1949. ★ F. E. Scribner, M.^D. GIMLI MANITOBA Megi Guðs blessun hvíla yfir þessu kirkjuþingi og öllu starfi Hins evangeliska lúterska kirkjufélags. INGIBJÖRG J. ÓLAFSSON LILJA M. GUTTORMSSON C O W I N & Co. Limited Beztu óskir til íslendinga á sextugustu þjóðminningarhátíð þeirra á Gimli 1. ágúst 1949. Vér leysum flest byggingarvandamál, sem að höndum kunna að bera. COWIN & Co. Limited íleút{a%ced Go-ncsiete £*UfÁ*teeAA. Rei+t{oAced C+tpt+tee'td \ Telephones: 26 388 — 26 389 1137 PACIFIC AVENUE, WINNIPEG, MAN. Sevenly-Three Years Ago \ Ji.uc.ad.' <JíidÍoAioai Sbia'uf, a{ 'lOi+tnipey Gontai+td. Jltid. Oute.'iedii+Uf. Stateme+it: "1875. The first instalment of Icelanders arrived in' Winnipeg on the International. on Oclober llth—there being 285 in the party, comprised of 216 adulls. 60 families, 80 men. Seven days later, October 18th, 1875- the party, an intelligent and excellent people—a valuable acquisition to the Province, set out for the reserve on Lake Winni- peg, erecting the nucleus of Gimli, which soon became Icelandic headquarters for Western Canada. Icelandic People have made a fine contribution to the development of Winnipeg and Manitoba. We number many of them among oUr employees and our'customers. We have served them for more than 50 years, and they know that Winnipeg Electric Service, whether it be Electric Service, Gas Service or Transportation Service, is the Best Service obtainable. Sfxecial MedAacje {*om He&dif, KllcMUGtt ISERVANT'S ENTRANŒ “If you are thinking of building a new home or remodelling your present home I suggest that you immediately telephone 904 315. By doing so you will receive courteous and competent free advice and up-to-date information regarding the provision of adequate wiring and outlets for the most modern Electrical appliances and also proper provision for the very latest in Gas Appliances.” WINNIPEG ELECTRIC COMPANY

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.