Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 2
18 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚLÍ. 1949 Kosningar í Danmörku í haust Ejtir ÍVAR GUÐMUNDSSON Suður-Slésvíkurmálið svonefnda er enn mesta hitamálið meðal danskra stjórnmálamanna. Afstaða Knud Kristinsens og vinstri- manna (bændaflokksins) varð stjórn hans að falli í ársbyrjun 1948 og nú virðist, sem þetta sama mál geti valdið þingrofi og nýj um kosningum í Danmörku þegar á þessu sumri, eða í haust. Þjóðþing Dana kemur saman til sumarfunda þann 21. júní. Fulltrúar frá öllum stjórnmála flokkunum, að kommúnistum undanteknum, hafa undanfarnar vikur setið á ráðstefnum til þess að reyna að komast að samkomu- lagi um sameiginlega afstöðu flokkanna í Suður-Slésvíkurmál- inu. En svo mikið ber á milli, að sára litlar líkar eru taldar til samkomulags áður en þing kem- ur saman. Deilt um leiðir að sama marki Suður-Slésvíkurmálið hefur verið mesta vandamál stjórn- málaflokkanna dönsku frá því stríðinu lauk. Þó eru danskir stjónmálamenn sammála um aðalatriðin í málinu, en þau eru í stuttu máli þessi: 1) Að Dönum beri að styðja að því, að Suður-Slésvíkurbúar fái fullkomið skoðanafrelsi, réttihdi til að lifa sínu eigin mennmgar- 5. S. Keenora Regular Excursions to Norway House THE SELKIRK NAVIGATION CO. LTD. Redwood Ave.. Winnipeg PHONE 55 100 lífi og ákveða stjórnmálalega framtíð sína. 2) Að Suður-Slésvíkurbúar fái sjálfsákvörðunarrétt með þjóð- aratkvæðagreiðslu. 3) Að flóttamannavandamálið verði leyst á viðunandi hátt. í Suður-Slésvík búa um 350,- 000 manns, en álíka margir flótta menn frá öðrum héruðum Þýska lands eru þar búsettir nú og er það hið mesta vandamál héraðs- ins ,sem enn hefur ekki tekist að leysa. Núverandi ríkisstjórn Dan- merkur, sem er minnihlutastjórn jafnaðarmanna vill bíða átekta í Suður-Slésvíkurmálinu. Sömu skoðunar eru radikalir. En vinstri flokkurinn hefur viljað láta skríða til skarar þegar í stað og hefur borið fram kröfu um, að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram meðal heimamanna í Suður Slésvík um hvort þeir vilji sam- einast Danmörku, eða verða á- fram hluti af Þýskalandi. Flótta- mannavandamálið sé leyst þegar í stað. Vinstri menn hafa jafnvel gengið svo langt, að krefjast þess, að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram í Danmörku um hvort Suður-Slésvík skuli sameinuð Danmörku. Stefna vinstrimanna er að nokkru studd af íhalds- mönnum og smáflokknum Rets- forbundet. Loks hefur komið fram krafa um, að Danir beiti sér fyrir því, að í friðarsamningunum við Þjóverja verði sett ákvæði um, að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram innan ákveðins tíma í Suður-Slésvík um framtíð hér- aðsins. Jajnvel Slésvíkurbúar andvígir danskri þjóðaratkvœðagreiðslu Jafnvel Suður-Slésvíkurbúar sjálfir, sem annars eru hlyntir að héraðið sameinist Danmörku, eru andvígir því, að þjóðarat- kvæðagreiðsla fari fram um málið í Danmörku. Þeir þykjast vita, að slík atkvæðagreiðsla geti ekki farið nema á einn veg, að danska þjóðin hafni að taka á sig slíka ábyrgð. — Vinstrimenn standa einir að kröfunni um danska þjóðaratkvæðagreiðslu í málinu. En haldi þeir fast við þá kröfu sína, fer ekki hjá því að efna verði til nýrra þingkosn- inga. Meðal almennings í Danmörku verður ekki vart mikils áhuga fyrir þessu máli, en flestir eru þeirrar skoðnuar, að það sé hæp- inn gróði fyrir Dani, að Slésvík verði innlimuð í danska ríkið. Með því myndi aðeins skapast nýtt vandamál þýsks minnihluta í Danmörku. Einskonar „Sudet- enhérað“, eins og í Danmörku og Tékkóslóvakíu eftir fyrri heims- styrjöldina. Sumarþingið er venjulega BEZTU ARNAÐARÓSKIR til Islendinga á sextiu ára þjóðminningardegi þeirra á Gimli 1. ágúst 1 949 GIMLI MOTORS LIMITED Verzlar með CHEVEROLET, PONTIAC, BUICK og OLDSMOBILE bifreiðar og CHEVEROLET og G. M. C. vörubifreiðar. Allar tegundir aj akuryrkju verkjærum. CLETRAC CRAWLER TRACTORS WESTINGHOUSE ELECTRICAL APPLIANCES Fljót ajgreiðsla, Vingjarnlegt viðmót. GIMLI MOTORS Liniited G. S. MARTIN, jorstjóri CENTRE STREET SÍMI NO. 23. GIMLI MANITOBA stutt og var ráðgert að það sæti ekki nema til fyrstu daganna í júlí. En vegna þessa máls gætu fundir dregist á langinn, því bú- ist er við hörðum umræðum. Einkum ef umræður yrðu upp- haf að kosningabaráttu. Stjórnin vill gjarna kosningar Jafnaðarmannastjórnin danska mun ekki hafa neitt á móti því að efnt verði til nýrra kosninga á þessu ári. Þó er talið líklegt, að reynt verði að komast hjá sumarkosningum. Vitað er að þátttaka yrði lítil í kosningum, sem fram færu á miðju sumri, vegna sumarferðalaga almenn- ings. Er því líklegt, að reynt verði að draga kosningar fram á haust. Landsþing danskra jafnaðar- manna kemur saman þann 2. sept. og má búast við að það tæki færi verði notað til þess, að ákveðna stefnu flokksins og bar- áttumál í kosningunum. Aðalástæðan fyrir því, að jafnðarmenn vilja fá kosningar nú er sú, að þeir telja sig örugga um fylkisaukningu. Fylgishrun kommúnista Vitað er að kommúnistar hafa tapað miklu fylgi með þjóðinni. Hófst fylgishrun þeirra fyrir al- vöru með valdaráninu í Tékko- slóvakíu í febrúar 1948, en síð- an hefir afstaða kommúnista í Danmörku til alþjóðamála verið sú sama sem kommúnista annara landa, auðsveipt þýlyndi við Moskva. Við síðustu kosningar töpuðu danskir kommúnistar helming þingmanna í þjóð þing- inu og hafa nú aðeins 9 þing- menn. Er talið víst, að þeir myndu tapa að minsta kosti þremur þingmönnum til viðbót- ar ef til kosninga kæmi á þessu ári. íhaldsmenn hafa heldur ekki neitt á móti kosningum, þar sem einnig þeir telja sér hafa aukist fyigí- Og jafnvel vinstri menn vilja vinna til að fá úr því skorið með kosningum, hverju fylgi afstaða þeirra á að fagna með þjóðinni, þótt þeir viti ,að þeir muni tapa 7 þingsætum, vegna breyttrar kjördæmaskipunar með hlutfalls lega sama atkvæðamagni og þeir fengu í síðustu kosningum. Framhald á bls. 22 VERUM SAMTAKA Beztu óskir til íslendinga á sextugustu þjóðminningarhátíð þeirra á Gimli 1. ágúst 1949. FRED BUCKLE Þegar þér þurjið á „TAXI“ að halda þá símið til SARGENT TAXI Ltd. SIMI 722 401 WINNIPEG For the Best In Bedding . . . GLOBE • BEDS • SPRINGS • MATTRESSES • DAVENPORTS AND CHAIRS • CONTINENTAL BEDS • COMFORTERS • BEDSPREADS • PILLOWS AND CUSHIONS GLOBE BEDDING COMPANY LIMITEO WINNIPEG CALGARY etc. Bluenose Fishing Nets and Twines Leads and Floals Float Varnish Kop-R-Deal Net Preservative Netting Needles Ice Jiggers Ice Chisels and Needle Bars Lead Openers Rubber Clothing Rope Pyrene Fire Extinguishers and Refills Marine Hardware Marine Paints G. E. Radios Kuhls Boat Glues, Cemenls, Seam Fillers. Woollen and Cotton Shirts Overalls and Smocks Wool Pants Parkas Leather Jackets Park - Hannesson LtcL Largest Distributors of Commercial Fishing Equipment in Western Canada. 55 Arthur Street WINNIPEG, MAN. 10228-98th St. EDMONTON. ALTA.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.