Lögberg - 28.07.1949, Page 7

Lögberg - 28.07.1949, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚLÍ, 1949 23 Islandsvinur í Kaupmannahöfn Eftir FRÍMANN JÓNASSON skólastjóra Ég varð dálítið forvitinn, þegar ég heyrði, að kennd væri íslenzka á framhaldsnámskeiðum þeim, sem Kaupmannahafnarbær heldur uppi. Mér skilst að fræðslustarfsemi þessi sé hliðstæð námsflokka- starfseminni heima í Reykjavík. Fór ég að grafast fyrir um þetta, en það varð til þess, að mér datt í hug að senda Tímanum eftir- farandi greinarkorn. Finnst mér hér eiga við talshátturinn að „þess skal getið, sern gert er.“ ----------- Undanfarin ár hafa starfað á vegum Kaupmannahafnarborg- ar námsskeið eða fræðslu hring- ar fyrir fólk, sem ekki á þess kost, eða óskar ekki, að ganga í fasta skóla, en vill þó nota tómstundir sínar til námsiðkana. Á námskeiðum þessum er hægt að velja um ýmsar námsgreinar og fer kennslan aðallega fram á kvöldin. Námsgreinar og nem- endafjöldi voru skólaárið 1948—49 sem hér segir: Bók- menntasaga 95 menn, listasaga 45, bókfærsla 1019, hraðritun 866, vélritun 233, söngur og hljómlist 2658, leikfimi 42 og um var enskan langhæst, eða með 9680 nemendur, næst kom franskan með rúml. 2 þús. ís- lenzku nemendurnir voru 24. — Þetta er fyrsta námsárið sem ís- lenzkan hefir verið tekin á nám- skrána. Tildrög þess voru þau, að danskur kven-stúdent og kennari, ungfrú, Elsa Hansen, kom að máli við forstöðumann námsflokkanna, og færði það í tal að viðeigandi væri, að gerð yrði tilraun með kennslu í ís- lenzkri tungu. Fékk hún góðar undirtektir og var samþykkt í fræðsluráðinu að taka íslenzku á námskrána. En næst var svo vildi taka þessa kennslu að sér. Forstöðumaðurinn fór þess á leit við ungfrú Elsu Hansen að hún annaðist kennsluna, þar sem hann vissi, að hún kunni allgóð skil á íslenkri tungu og hafði sér stakan áhuga á málinu. En hún færðist undan, taldi sig þess tæp lega umkomna. Gerði hún ítrek aðar tilraunir til að útvega kenn ara en tókst ekki. Var stuttur tími til stefnu og þótti sýnt að ekkert mundi verða úr þessari kennslu, en heldur en svo færi, féllst E. Hansen á að taka að sér starfið. Var nú íslenzkan aug- lýst og gáfu sig fram 30 manns, sem þátttakendur. Kennslubók vantaði en tími naumur, og var það tekið til bragðs, að tekið var saman dálítið kver með íslenzk um textum, safn ljóða og- les- kafla úr íslenzkum bókmennt- um. Annaðist E. Hansen þetta að mestu leyti, og segir hún sjálf það hafa verið flaustursverk, vegna tímaleysis og ónógs undir undirbúnings og þyrfti hér um að bæta. Mun bókin líka vera of þung fyrir byrjendur. Orða- safn Jakobs Jóh. Smára var út- vegað, stúdentasöngbókina ís- lenzku frá 1943 fengu nemend- ur líka í hendur. — Með þennan forða af prentuðu námsefni hófst svo íslenzku námskeiðið og urðu nemendur 24, hinir sex hættu eftir fyrstu vikuna. Kennslan hófst 1. okt. og var kennt 3 kvöld í viku, 2 st. í senn (kl. 7—9). Nemendurnir voru á ýmsum aldri sá elsti 56 ára, en sá yngsti 16 ára. — Ekki hallað- ist á milli kynja um þátttökuna, voru 12 af hvoru. Margar stéttir áttu þarna fulltrúa, má geta þess til gamans að meðal nemenda voru bílstjóri, verkfræðingur, sjómaður, lögfræðingur, sauma- kona, húsmóðir o. s. frv. Kennslustundir voru mjög vel sóttar og sýndu nemendur sér- stakan áhuga við námið 25. apríl gengu nemendur undir próf. ís- lenzkur stúdent, sem stundar nám við Hafnarháskóla. var próf dómari. Sýndi prófið að hans dómi lofsverðan árangur þegar tillit er tekið til þess, að hér er um byrjunartilraun að ræða, að ýmsu leyti erfiða aðstöðu. — Eftir prófið var nemendum gef- inn kostur á áframhaldandi kennslu, 2 stundir á viku fram til 15. júní og notuðu sér það allir. 1 sambandi við þessi námskeið er haldið uppi ýmiskonar starf- semi til að auka og glæða áhuga nemenda og félagslíf. Náms- flokkarnir hafa eigin hljómsveit og söngflokk, og eru haldnir hljómleikar öðru hvoru, þar sem nemendud hafa ókeypis aðgang. Ennfremur gefst þeim kostur á, að hlýða á upplestur og erindi um hin ýmsu námsefni og er þetta allt mjög vel sótt. Stund- um er útvarpað frá samkomum nemenda. Svo var t. d. 6. marz s.l. Þá efndu máladeildirnar til föstufagnaðar, og höfðu ýmis- legt til skemmtunar. Meðal ann ars söng hver námsflokkur eitt eða tvö lög í útvarpið á máli viðkomandi þjóðar. íslenzku nemendurnir sungu Borðsálm Jónasar Hallgrímssonar: „Það er svo margt, ef að er gáð“. Hafði hver deild sinn sal eða stofu til umráða og skreyttu eftir föngum með fánum og öðr- um sérkennum „ sinnar“ þjóðar. íslenzka stofan hét Valhöll, skreytt íslenzkum fánum. Þar skyldi eingöngu töluð íslenzka, konur sáust þar á peysufötum og hangikjöt á borðum. 15. marz og næstu kvöld voru haldnar opinberar leiksýningar, sem kallaðar voru: „Ást á átta tungum (Kærlighed paa 8 sprog). Þar léku nemendur mála deildanna stutt leikrit, eða leik- þætti, hver á „sínu“ máli. ís- lenzka deildin sýndi atriði úr Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigur- jónssonar, þar sem þau Halla og Kári ræðast við, og Kári játar fyrir henni, að hann hafi gengið undir fölsku nafni, og sé þjófur- inn Eyvindur. — Halla var auð- vitað á peysufötum og hin sköru legasta. Ungfrú E. Hansen segir þetta allt hafa verið mjög ánægjulegt starf og hrósar nemendum sín- um fyrir kostgæfni við námið. Á skólaárum sínum kynntist hún nokkuð og las forn-íslenzku (norrænu) en síðar tók hún að GIFTING Servante Elíasson Kl. ellefu fyrir hádegi, fyrsta júlí s.l., gaf séra A. W. Osborne, Neepawa, Man., saman í hjóna band þau Kristbjörgu, elztu dóttur þeirra Mr. og Mrs. Jens Elíasson, 14 Avalon Rd., St. Vital Man., og Frederick John, eldri son ekkjufrúar Ernest A. Ser- vante til heimilis í Birne, Man. Á meðan á skrásetningunni stóð, söng Miss Betty Roemar tvo einsöngva „Because“ og „I’ll walk beside yau“. Mrs. M. Knutson lék undir á slaghörpu. Vígsluvottar voru Miss Alda Elíasson, systir brúðarinnar og Victor Earl bróðir brúðgumans. Eftir hjónavígsluna sátu nokkr- ir nánustu ættingjar og vinir heimboð á heimili foreldra brúð arinnar. Mr. Elíasson talaði nokkur fög ur orð til dóttur sinnar. Minnt- ist uppeldisáranna og hinnar fögru æsku hennar. Já, „ef hann mætti kjósa. Hefði vald til að velja, mundi hann óska eftir henni alveg eins og hún er“. Síðan var drukkin skál brúð- hjónanna og þá var það, á með- an hæst stóð veizlugleðin að lít- ill ókunnur sendisveinn stóð allt í einu mitt á meðal gestanna, Hann kom með skilaboð frá Páli Elíassyni, sem nú á heima 1500 mílur í burtu, austur í Ontario. Hann hafði kallað í síma og ósk- að eftir að tala við systur sína og árna henni og tengdabróður sín- um allra heilla. XJm kvöldið lögðu ungu hjón- in af stað bílleiðis, austur í fylki og suður í ríki. Glaður andi og hamingjuóskir gestanna fylgdu þeim úr garði. Nú er snúið aftur til húsa. Harpa slegin, söngvar sungnir og leikið. Sumir minntust sinna eiginn „heiðurs-daga“ og þess, „Hve gott og fagurt og indælt er“. Áður en næsti dagur rann var jafnvel stíginn léttur dans. Framtíðarheimili Mr. og Mrs. Servante verður í Birnie, Man., þar sem han stundar verzlun og póstafgreiðslu. leggja stund á íslenzt nútíðar- mál. Naut hún þar m. a. tilsagn- ar Sigfúsar Blöndal. Sumarið 1946 dvaldi hún á íslandi stutt- an tíma. Islenzku talar hún við- stöðulaust, að kalla, og hefir mik inn hug á, að auka kynni sín af landi og þjóð. Stjórn Dansk- íslenzka sáttmálasjóðsins hefir nú viðurkennt starf hennar og áhuga á Islandi og íslenzkri tungu, með því að veita henni fjárstyrk til íslandsfarar og ráð gerir hún að koma þangað um mánaðamótin júní-júlí. Er ekki að efa, að forráðamenn íslenzkra skóla- og fræðslumála telja sér ljúft og skylt, að greiða götu hennar eftir föngum. tungumál 13008. Af tungumálun að finna einhvern, sem gæti og Wouldn t you rather wear a fur coat with the H.R. Label? It costs no more! HOLT, RENFREW Poríage al Carlton Furriers since 1837 C0NGRATULATI0NS! To the Icelandic People on the Occasion oí their Sixtieth National Celebration at Gimli. Monday, August lsi. 1949. Everything in Lumher for the Home X H E Empire Sash & Door Company Limited SHIPLAP AVAILABLEIN ALL GRADES Phone 925 551 OFFICE and YARD: HENRY and ARGYLE WINNIPEG C0NGRATULATI0NS! To the Icelandic People on the Occasion of their Sixlieth National Celebration at Gimli, Monday, August lst. 1949. CCNTCAL BACCCy Phone 24 GIMLI MANITOBA TIMINN, 23. júní C0NGRATULATI0NS! To the Icelandic People on the Occasion of iheir Sixtieth National Celebration at Gimli, Monday, August lst, 1949. Sunset Manuf acturing Co. Limited Sherbrook and Logan Winnipeg, Man. VERUM SAMTAKA Beztu óskir til íslendinga á sextugustu þjóðminningarhátíö þeirra á Gimli 1. ágúst 1949. DOMINION BRIDGE C 0MPANY LI M I T E D WINNIPEG MANITOBA The Glenboro Consumers Co-Operalive Ltd. Heilhuga árnaðaróskir til íslendinga í tilefni af sextíu ára afmæli þjóðminningar dags þeirra á Gimli 1. ágúst 1949. Vér viljum þakka hinum mörgu ís- lenzku viðskiptavinum okkar í Glen- boro héraðinu fyrir ágæta viðkynn- ingu og viðskipti, og minna þá á, að oss er sönn ánægja í að full- nægja hinum verzlunarlegu þörfum þeirra, í hvert sinn og hvenær, sem þá að garði vorum ber. The Glenboro Consumers Co-Operative Ltd. M. C. COULING, Forstjóri. Glenboro Manitoba

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.