Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 6
22 LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 28. JÚLÍ. 1949 Aðalfundur Prestafélags Islands Aðalfundur Prestafélags ís- lands var haldinn 20. þ. m. í Háskóla íslands, þar sem virð- ist vítt til veggja og hátt til lofts, eins og vera ber í slíkri stofnun. Formaður Prestafélagsins hinn vinsæli og ötuli prófessor séra Ásmundur Guðmundsson, hélt snjalla og ágæta ræðu til prestanna, sem þar voru saman komnir. Lagði hann höfuðáherzlu á það, — eins og allt starf hans vitnar um, — að kirkja íslands verði einhuga og samtaka. Máske lýsir það séra Ásmundi prófessor betur en margt annað, að það er sami frjálshugurinn og sama trúareinlægnin, sem þar er fyrir, eins og þá, er við dáðumst mest að ræðum hans, — og hlust uðum og hugsuðum. Það var ekki að öllu ósvipað og þá er frændi hans, sr. Páll Sigurðsson í Gaulverjabæ pré- dikaði. Aldrei syfjaði æsku Is- lands undir þeim ræðum. Þá voru haldnar tvær ræður um sálarlíf manna, — sjúkt og heilbrigt, af þeim sr. Jakob Jóns syni, presti í Hallgrímssókn í Reykjavík, og dr. med. Helga Tómassyni, yfirlækni á Klepps- spítala. — voru báðar ræður þessar ræður voru hinar merk- ustu og ættu sem fyrst að kom ast til þeirra, sem ekki voru þar til staðar. Vonandi sendir Presta The LISGAR Þar sem góðhugurinn ríkir. óskar Islendingum góðs gengis og að sextugasti þjóð- minningardagur þeirra á Gimli 1. ágúst 1949 verði ánægjulegur. H. PAULEY, ráðsmaður SELKIRK MANITOBA Amaðaróskir til íslendinga á þjóðminníngardegi þeirra að Gimli 1. ágúst 1 949. Félaginu, sem býr til Kingfisher netin kunnu og ágætu, og hefir fullnægt kvöðum og leyst vanda- mál fiskimanna að því er fiski- net snertir um allan heim í ná- lega 300 ár. SÍMI 928 211 Gundry Pymore THORVALDUR R. THORVALDSSON, ráSsmaður 60 Vicloria Slreet WINNIPEG MANITOBA félag Islands frá sér í riti sínu jafn gagnmerkar athuganir og fram koma í þessum ræðum. Fundurinn var fjölsóttur og lýsti miklum áhuga á verkefn- um kirkjunnar. Eins og vant er, var mest at- hygli veitt hinum ungu prestum kirkjunnar. Þeir voru allmargir á fundi þessum, — en létu ekki svo mjög til sín taka. En það verður að segjast eins og oss finnst vera: „að það er varla hægt fyrir kirkju vora í landinu, ef hún á ekki þjóna, sem skilja kenningu hennar og tilgang til hlítar“. Því miður virðist, sem svo sé að verða, að ungir starfsmenn ísl. kirkjunnar, séu að varpa allri áhyggju á það, sem áður var, — en vilja sem minnst um verðleika sjálfra sín og hæfi- leika hugsa. Þetta er hættulegt fyrir boðun kirkjunnar. — Kirkj an verður að ala upp unga menn, sem er nákvæmlega sama um það, hvort fjöldinn er með þeim eða ekki. — En um leið, — svo örugglega höndlaða af Jesú Kristi sjálfum, að þeir geti sagt eins og postuli hans: „Það er ekki lengur ég, sem lifi, heldur lifir Kristur í mér“. Það er þetta takmark, sem þjóð vor þarf að keppa að, að það sé Kristur, sem lifir í henni. En þá verðum við að hugsa hátt og kasta mörgum fordómum burt. Og það er það, sem félag presta á íslandi vill gera. Það er ótrúlegur þróttur sem sést, er prestar koma saman. En enginn veit hver áhrif verða, er beztu og einlægustu menn guðs trúarinar leggjast á eitt. Aðalfundurinn var einlæg hvöt og óbrigðull skilningur í hjartanu um það, hvað guðsríki er. Fundinum lauk með ávarpi formanns, sr. Ásmundar Guð- mundssonar prófessors. Hvatti hann presta landsins, sem mætt ir voru lögeggjan til að vinna fyrir kirkjuvora. Séra Ásm. pró- fessor er nú á tímum vissulega einn af starfhæfustu og skiln- ingsbeztu þjónum kirkjunnar. Fundarmaður TÍMINN, 24. júní Kosningar í Danmörku í haust Framhald af bls. 18 Jajnaðarmenn hafa orðið að gefa eftir Sem minnihluta stjórn hafa danskir jafnðarmenn orðið að gefa eftir, eða leggja algjörlega á hilluna, mörg af stefnumálum sínum. Og það er langt frá að stjórnin sé örugg í sessi. Einnig af þessum ástæðum vilja jafn- aðarmenn freista að treysta fylgi sitt og auka þingmannatölu í nýjum kosningum, þótt ekki séu neinar líkur til, að flokkurinn nái meiri hluta aðstöðu. Auk þess eru stórmál í upp- siglingu og hörð gagnrýni á stjórnina væntanleg, einkum í sambandi við verslunar- skömt- unar- og landvarnamálin. Landvarnamálin Með þátttöku sinni í Atlants- hafsbandalaginu hafa Danir skuldbundið sig til að koma landvörnum sínum í betra horf, en þær eru nú. Forystumenn jafnaðarmanna kúventu í land- varnamálnum í vetur. — Hans Hedtoft forsætisráðherra var í fyrstu á móti því, að Danir gengju í Atlantshafsbandalagið og gerði alt, sem í hans valdi stóð til þess að koma á varnarbanda- lagi Norðurlanda. Þegar það mis- tókst sneri hann og flokksmenn hans við blaðinu og hlutu enda stuðning meginþorra dönsku þjóðarinnar, einkum eftir að af- staða Norðmanna varð kunn til Atlantshafsbandalagsins. Landvarnanefnd situr nú á rökstólum og er búist við tillög um frá henni með haustinu. Nú rísa miklar deilur í því sambandi. Aðalstuðningsflokkur stjórnar- innar, radikali flokkurinn, hefir frá upphafi verið andvígur hvers konar hervæðingu og er það enn. íslenzkir Byggingameistarar Velja TEN-TEST i allar sínar byggingar Þessi Insulating Board skara fram úr að gæðum Seld og notuð um allan heim — Fyrir nýjar byggingar, svo og til aðgerða eða endurnýjunar fullnægir TEN-TEST svo mörgum kröfum, að til stórra hagsmuna verð ur notagildi þess og verð ávalt eins og vera ber. Og Vegna þess að það kemur í stað ann- ara efna, er ávalt um aukasparnað að ræða. TEN-TEST hefir margfaldan tilgang sem Insulating Board. Það veitir vörn fyrir ofhita eða kulda, og tryggir jöfn þægindi hvernig sem viðrar. Þessar auðmeðförnu plötur tryggja skjótan árangur og lækka innsetn- ingarverð. HLÝJAR SKREYTIR ENDURNÝJAR TEN-TEST í sumarheimilum eða borgarbýlum, skrif- stofum, fjölmennisíbúðum, útvarpsstöðvum, samkomusölum og hótelum, tryggir TEN- TEST lífsþægindi, útilokun hávaða og fylgir yfirleitt fyrirmælum ströngustu byggingar- listar. Útbreiðsla og notkun um allan heim gegnum viðurkennda viðskiptamiðlara, er trygging yðar fyrir skjótri, persónulegri afgreiðslu. Ráðgist við næsta TEN-TEST umboðsmann, eða skrifið oss eftir upplýsingum. LÆKKAR KOSTNAÐ VIÐ HITUN insulating Wall Board INTERNATIONAL FIBER BOARD LIMITED, OTTAWA Wcstern Distributors ArmStrOIlg DÍStrlbutorS Ltd. WINNIPEG, MANITOBA Og þótt vinstri menn, hægri flokkurinn og Rets forbundet að- hyltust víðtækar landvarnaráð- stafanir, þá er ekki þar með sagt, að þessir flokkar styddu land- varnatillögur núverandi stjórn- ar. Landvarnamálið gæti því hæg- lega orðið stjórn jafnaðarmanna óþægur Ijár í þúfu. Þykir ganga seint að afnema höftin Þriðja stærsta málið í dönsk- um stjórnmálum en samt ekki nauðsynlega það þriðja í röðinni, eru kvartanir stjórnarand stæð- inga um, að seint gangi að af- nema höftin — skömtunina, inn- flutningshöft og aðrar hömlur, sem settar voru í stríðinu, eða eftir það. Það er rétt, að mikið hefir verið aflétt síðustu mánuðina. Skömtun afnumin á mörgum nauðsynj avörum og innflutning- ur allur frjálsari en hann var. Er það fyrst og fremst Marshall að- stoðinni að þakka, sem hefir orðið Dönum til ómetanlegs stuðnings og hjálpar til að reisa við fjárhag þjóðarinnar. — En háværar kröfur eru uppi um, að það gangi óþarflega seint að af- nema hömlurnar, og án efa verð- ur það eitt af aðalárásarefnum andstæðinga stjórnarinnar, hvort, sem til kosninga dregur eða ekki. Fjárhagur Dana á traustum grundvelli En hvað, sem innanlandsdeil- um milli stjórnmálaflokkanna líður, þá er ekki hægt að neita því, að fjárhagur Dana stendur með _ blóma og er á traustum grundvelli eins og er. Almenn- ingi líður yfirleitt vel og viðreisn in hefir gengið fljótar, en bjart- sýnustu menn þorðu að gera sér vonir um fyrst eftir styrjöldina. Uppskeruhorfur eru góðar á þessu sumri Aðaláhugamál danskra stjórnmálamanna er að afla þjóðinni meiri dollaratekna fyrir afurðir. í þeim tilgangi fór viðskiftamálaráðherrann vestur um haf á dögunum. Ætlar hann .m.a. að kynna sér möguleika á smjörsölu til Bandaríkjanna. — þjnnið er af kappi að markaðs- öflun fyrir danska framleiðslu. Áhrifaleysi kommúnista tryggir vinnufrið Áhrifaleysi kommúnista í Dan- mörku tryggir vinnufriðinn þar í landi. Atvinnuleysi er lítið og danskir verkamenn hafa fengið launauppbætur, sem samsvara aukinni dýrtíð. — Framfærslu- vísitalan er nú 181 stig, en var 107 stig 1939. Meðaltal launa var árið 1939 kr. 1.43 á klukkustund, en er nú kr. 2,86. Framleiðslan hefir aukist jafn og þétt og er vísitala framleiðsl- unnar nú 135 miðað við 100 árið 1935 og 109 árið 1939. Danskur almenningur fær nú nauðsynjavörur, sem lengi hefir skort. Má segja að verslanir all- ar séu fullar af vörum. 1 stríð- inu og fyrstu árin eftir stríð gat almenningur lítið keypt og eyddi þá fé sínu til skemtana. Þá voru vetingahús öll yfirfull, en versl- anir tómar. Nú hefir þetta snú- ist við. Danir kjósa frekar að kaupa sér nauðsynja hluti og þægindi, en að eyða peningum sínum í skemtanir ,enda bera skemtistaðir þess merki. Einkum kvarta veitinga menn yfir dræmri aðsókn. Danir eru sem kunnugt er iðin og sparneytin þjóð, enda ein af þeim Evrópuþjóðum, sem fljót- ast hefir náð sér efitr erfiðleika styr j aldaráranna. Mbl. 19. júní. Hagsýnt fólk situr jafnan við þann eldinn sem bezt brennur . . . Af þessum ástæðum er það, að viðskiptavinum vorum fjölgar óðfluga dag frá degi. Það kaupir enginn köttinn í sekkn- um, sem gerir sér það að reglu, að verzla í S//0P -Eaiy STOPES LIMITED Við samgleðjumst íslendingum á þjóðminn- ingardegi þeirra á Gimli 1. ágúst 1949, og þökkum góða við kynningu og vinsamleg viðskipti þeirra, sem við höfum notið í lið- inni tíð, og vonum að njóta í framtíðinni. CAN/iCIAN risti PCCDLCEKS LTD. J. H. PAGE, forstjóri N.W. CHAMBERS and HENRY WINNIPEG SÍMI 86 651

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.