Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.07.1949, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚLI, 1949 21 Grænlandsknörrinn Framhald aj bls. 17 stuttlega frá skorti og neyð, frá skipum, sem fórust eða komust heilu og höldnu til áfangastaðar. En svo bar við Í346, að Græn- landsknörrinn kom fullhlaðinn til baka frá Grænlandi. Segir svo um það í gömlu handriti: „Ibúar Grænlands hafa gengið af hinni einu og sönnu trú; hafa lagt nið- ur alla góða siði og kristnar dyggðir og gengið í flokk heið- ingja í hinu vestlæga landi.“ Hið „vestlæga land“ var Norð- ur-Ameríka, Vínland sagnanna og þeirra tíma. Og sama ár skýra íslenzkir annálar frá því, að grænlenzkt skip hafi komið til Islands. Það var með 18 manns um borð. Þeir höfðu verið í Vín- landi, en hrakið þaðan undan veðrum. Heimildir greina, að Eskimóar hafi ráðizt grimmilega á Vestri hyggð árið 1325, en svartidauði geisaði í Noregi, svo að ekki fór skip til Grænlands í mörg ár. Fregnin um það, að Grænlend ingar væru gengnir af trúnni, olli sannkristnum mönnum mik- illar hryggðar, og konungurinn, Magnús Smek, bauð lögmanni gulaþings, Páli Knútssyni ridd- ara, að sigla úr höfn, veita Græn- lendingum eftirför og koma þeim aftur á réttan kjöl. Þetta var slík tilskipun, að ónáð kon- ungs lá við, ef eigi var hlýtt Sökum þess mun Páll Knúts- son hafa lagt af stað, en hitt er með öllu óvíst, hvort leiðangur hans kom nokkurn tíma heim aftur. Þetta var eins konar trú- boðsferð, sem í tóku þátt menn af beztu ættum landsins, sumir úr hirð konungs, en hann var einnig konungur Svía, og þess vegna voru sænskir menn einnig með í förinni. Tilgangur farar- innar var að hitta trúvillingana og vitað er, að Vestri byggð var VERUM SAMTAKA Hamingjuóskir til íslendinga á sextíu ára afmæli þjóðminningardags þeirra á Gimli 1. ágúst 1949. ★ B & B Meat Market E. BJÖRNSSON LUNDAR MANITOBA VERUM SAMTAKA Hamingjuóskir til íslendinga á sextíu ára afmæli þjóðminningardags þeirra á Gimli 1. ágúst 1949. ★ INDEPENDENT FISH (OMPANY 941 Sherbrook Sl. Winnipeg, Man. Phone 22 331 íslendingar í Argylebyggð og aðrir sem til Glenboro komið gleymið ekki að líta inn til okkar og líta á skrautmunina í búð okkar — demantana — úrin og ótal margt fleira. Við gerum líka við úrin yðar þeg- ar að þau fara úr lagi. LAMBERTSEN J e w e I r y Glenboro Manitoba | eydd og íbúarnir gengnir í flokk heiðingja í vestri. En hvaða heið- ingja? Naumast eskimóa, því að menn leita helzt, er þeir flytja sig, til þeirra landa, sem vitað er að séu betri en það land, sem þeir koma frá. Og frá fornu fari vissu Grænlendingar, að Vín- land við góða var auðugt af tím- bri og frjósamt, og að loftslagið var milt og þægilegt. Lengst norður í Minnesota í Bandaríkjunum, í grend við kanadisku vötnin, hafa fundizt evrópísk vopn frá elleftu og fjór tándu öld, axir og sverð, sömu gerðar og norsk vopn frá sama típaa; og fyrir fimmtíu árum fannst stór rúnasteinn á sama landssvæði, hinn umdeildi Ken- singtonsteinn. Rúnirnar á stein- inum hafa verið þýddar eins og hér segir: „Átta Gautar og 22 Norðmenn í rannsóknarleiðangri vestur frá Vínlandi. Við slóum upp tjöld- um við vatn með tveim skerjum, dagleið fyrir norðan steininn. Dag nokkurn vorum við að fisk- veiðum. Þegar við komum heim, fundum við tíu af mönnum okk- ar blóði drifna og dauða. Ave María, frelsa oss frá illu. Tíu menn látum við gæta skipsins við vatnið, 14 dagleiðir frá eyju, ár 1363.“ Indíánar hafa gert árás á tjaldbúðirnar, drepið mennina og flett þá höfuðleðrum. Er þetta boðskapur um leiðangur Páls Knútssonar? Vitanlegt er að minnsta kosti, að norskur leið- angur gæti hafa verið í Norður- Ameríku á þessum árum, hvort sem rúnirnar eru sannar eða falsaðar, og einnig er vitanlegt, að leinðangursmenn skyldu leita hinna horfnu Grænlendinga frá Vestri byggð. Hún var auð og yf- irgefin; aðeins í Eystri byggð dvaldist fólk og beið árangurs- laust knarrarins. 1 Noregi var allt í hrörnun. Svarti dauði og Hansa kaupmenn höfðu hjálpazt að' við að eyðileggja verzlun landsins, og ríkisvaldið vakti með rauðum augum yfir ein- okunar verzluninni við Græn- land. Norsk skiphöfn, sem hrakti undir Grænlandsströnd, hlaut þungar ákúrur fyrir ólöglega verzlun, er hún kom aftur til Björgvinjar eftir þriggja ára úti- vist. Seint á miðöldum fór lofts- lag mjög kólnandi á Grænlandi og eskimóar flykktust suður á bóginn undan ís og kulda. Árið 1379 gerðu þeir harða árás á byggðina, felldu 18 menn og handtóku aðra. Álfur biskup hafði legið sex ár í gröf sinni áður en lát hans fréttist til Noregs; hann var síð- asti biskup Grænlendinga. Ivar Bárðarson, sem stjórnaði kirkju- eignum, safnaði mönnum og sigldi norður til Vestri byggðar til að berja á skrælingjum og leysa hvíta menn úr haldi. En þeir fundu ekki eina einustu lif- andi sál, hvorki kristna né heiðna, segir hann sjálfur, ein- ungis húsdýr, sem villt voru orð- in. Hann kvartaði og um kulda og aðrar heimildir greina, að rekís hefði hrannazt sífellt meira saman við strendur landsins, svo að siglingaleið var torveld o'g hættuleg. Greint er frá skipum, sem fórust í ísnum eða urðu að snúa við. 1 Eystri byggð var miðaldarétt- arfar enn virt og við líði, en menn biðu knarrans. Maður að nafni Kolgrímur var brenndur á báli fyrir galdra og fyrir að hafa fíflað annars manns konu. En þrátt fyrir það, að knörr kon- ungs léti á sér standa, rötuðu aðrir leiðina til Eiríksfjarðar. Þá voru óróatímar í Evrópu og agaleysi. Höfin voru krök af sjóræningjum. Vitaliebræður herjuðu frá Eystrasalti til Is- lands. Á valdatíma Eiríks af Pommern var Björgvin rænd og brennd. Páfabréf frá 1418 grein- ir svo frá, að skrælingjar hafi ráðizt enn á austurbyggja í Grænlandi, drepið og brennt, flutt fjöldamarga á braut og hneppt í þrældóm, en flestir hefðu komið aftur nokkrum ár- um síðar. Skrælingjar hafa gert árásir frá skinnbátum sínum. En Grænlandskönnuðurinn Graah staðhæfir, að það hafi ver- ið Englandingar, sem hjuggu strandhögg til þess að ná í menn, og að föngunum hafi verið skilað aftur samkvæmt samkomulagi milli Dana og Englendinga. Þar eð knörrinn kom ekki voru austurbyggjar nauðbeygðir til að bjarga sér með veiðiskap, en samtímis rak loftslagsbreytingin eskimóa suður á bóginn. Þeim er svo lýst, að þeir séu viðfeldnir og góðgjarnir menn, en þá var um lífið að tefla á kaldri strand- lengju, svo að til baráttu hlaut að draga milli þjóðanna. Olai Magni, sænski erkibiskupinn. sem settur var af, segir frá bar- dagaaðferðum eskimóa í riti því, er hann reit á latínu um Norður- lönd: Eg sá tvo slíka skinnbáta árið 1505; þeir voru festir við múrinn, svo sem til sýnis, yfir vesturdyrum kirkju heilags Hall- varðs í Osló, o.s. frv. Þessir umiakar voru fluttir til Noregs á dögum Margrétar drottn.ngar og sagðir vera herfang. Einhvers konar samabnd var milli Noregs og Grænlands til ársins 1450, en það ár bar það til tíðinda í Björgvin, sem batt enda á Grænlandsverzlun Norð- manna. Um það bil 40 skipstjór- ar, sem vanir voru Grælands- siglingum, áttu heima í borginni. Á einni og sömu nóttu voru þeir allir myrtir af völdum Hansa- kaupmanna, og upp frá því rat- Framhald á bls. 24 VERUM SAMTAKA Beztu óskir til íslendinga á sextugustu þjóðminningarhátíð þeirra á Gimli 1. ágúst 1949. • Magnus S. Magnusson SKIPASMIÐUR GIMLI ' MANITOBA VERUM SAMTAKA Hamingjuóskir til íslendinga á sextíu ára afmæli þjóðminningardags þeirra á Gimli 1. ágúst 1949. ★ McLAREN LELAND CLARENDON The Dangerfield Hotels BEZTU OSKIR . . . til vorra íslenzku vina og viðskiftavina í tilefni of þjóðminningardegi þeirra á Gimli þann l. ágúst. frá UNITED GRAIN GROWERS LTD. Yfir 600 Jcornhlóður út um sveitir landsins HAMILTON BLDG., WINNIPEG, MANITOBA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.