Lögberg - 11.08.1949, Side 2

Lögberg - 11.08.1949, Side 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 11. ÁGÚST, 1949. Minni Íslands Ræða, flutt á sextugustu þjóðhátíð Vestur-íslendinga, að Gimli, Man., 1. ágúst 1949, eftir ANDREW DANÍELSON, fyrrverandi ríkisþingmann, Blaine, Wash. HÁTTVIRTA SAMKOMA! Það eru margir þættir í sögu íslands sem vert er að minnast, allt frá því er þeir Garðar, Hrafnaflóki, Ingólfur og Hjör- leifur námu landið og byggð var rpist. En í þessu stutta erindi verður ekki víða við komið, heldur aðeins komið við á einum stað, og eitt eða tvö atriði tek- in til íhugunar. En þannig verð- ur leitast við að láta söguna tala, og bera vitni um það, hvort við, sem eigum ættir að rekja til frumherjanna, er á íslandi „reistu sér byggðir og bú, í blómguðu dalanna skauti,“ höf um nokkurn rétt til að finna til metnaðar af því að vera af þeirra kyni komnir. Árið 1930 er Alþingi stofn- sett, og um leið var lýðstjórnar- hugmyndin í raun og veru stað- fest. Til þess að fá skýrari skiln- ing á því, sem hér var að gjörast skulum við skreppa til íslands í anda, og nema staðar á hæð fyr ir ofan Lögréttu á Þingvöllum, og blasir þá þetta við hugarsjón um vorum: Pallur, eða upphleðsla er á miðju þingsviðinu, „Lögréttu“. Á honum stendur Úlfljótur lög- sögumaður, sem undanfarin þrjú ár hafði verið yfir í Noregi að semja lögin. Umhverfis þenn an pall voru sæti þingmannanna í þremur hringum. Á miðhringn um áttu goðarnir sæti, en á ytri og innri hringnum sátu meðráða menn þeirra úr héraði. Goðarn- ir voru þeir, sem með atkvæðin fóru. I fyrstu voru þeir 39 að tölu, en síðar urðu þeir 48. Með- ráðamenn úr héraði voru 96, eða tveir á móti hverjum goð- anna. Þegar um vandamál var að ræða, settust goðarnir á ráð- stefnu, hver með sínum tveim- ur ráðgjöfum úr héraði. Þannig ræddu þeir málin og brutu til mergjar, komust að niðurstöðu og afgreiddu umræðuefnin. Má ganga að því vísu að áhrif hér- aðsmanna hafi átt mikinn þátt í meðferð og afgreiðslu mála, en í því liggur aðalkjarni lýðstjórn- ar stefnunnar sem hér var hafin. 1 þessu sambandi ber að geta þess, að meðráðsmenn goðanna tóku ekki embætti sín að erfð- um, heldur munfi þeir hafa ver- ið kjörnir sökum vitsmuna og annara mannkosta. Hins vegar átti þetta ekki ævinlega við um goðana, sem erfðu umdæmi sín, eða fengu þau með kaupum og sölum. Þar sem svo stóð á mátti erfðaréttur og efnahagur sín oft meira en vitsmunir og mann kostir. Má því telja líklegt að meðráðamenn goðanna hafi ráð ið mestu um úrslit mála í Lög- réttu.' Á samtíð vorri er mikið ritað og rætt um frelsi einstaklingsins og það með réttu. Engum, sem er kunn saga íslands getur dul- ist að þungamiðja lýðræðishug- sjónarinnar, eins og hún birtist í hinni fyrstu löggjöf þjóðarinn- ar var einmitt þetta: Aað vernda rétt lítilsmagnans andspænis hinum voldugu, fátæklinginn andspænis hinum ríka, hinn vol- aða andspænis yfirgangsseggn- um, og þessari hugsjón var hrundið í framkvæmd með því fyrirkomulagi að meðráðamenn úr héraði voru í meirihluta á alþingi. Af þessu er ljóst, að hér var svo um hnútana búið að alþýð- an færi ekki halloka fyrir of- stopa og yfirgangi þeirra, sem MR. PETER JOHNSON Representing JJ. H. McLean & (o. LTD. PORTAGE AT HARGRAVE Phone 924 231 "The West’i Oldest Muslc Houae” Exclusive Representatives for HEINTZMAN & CO. NORDHEXMER SHERLOCK MANNING NEW SCALE WILLIAMS PIANOS hnefaréttinum vildu beita. Það, að goðarnir, og hinir vitrustu valdsmenn, settu sjálfum sér þessar skorður, og voru fúsir til hlýðni við þær, engu síður en hinir, sem lægra voru settir í mannvirðingarstiganum, sannar hversu rótgróin lýðstjórnarhug- sjónin var. Hér var vissulega gróðursettur sjálfsstjórnar and- inn, sem nú á seinni árum er verið að reyna að eyðileggja. Sú kenning, að þeir, sem með völdin fara verði að sækja þau til fólksins sem stjórnað er, er grundvallaratriði í lýðræðis- stjórn allra landa, og kemur það mjög greinilega í ljós hjá þeim þjóðum, sem lengst eru komnar í þroska þessa skipulags. Til þess að sýna greinilega að það er fólkið, sem ræður und ir lýðstjórnarfyrirkomulaginu, skal dregið fram eitt dæmi: Þegar þing í lýðræðislandi hef ir afgreitt lög, sem einstökum áhrifamönnum, og almenningi, eða einhverjum samtökum manna þykja vafasöm og telja ef til vill að löggjafarsamkoman hafi þar gengið lengra en góðu hófi gegnir, geta þeir skotið mál inu til almennra atkvæða. Þeg- ar atkvæðin eru greidd og tal- in, er síðasti úrskurður upp kveð inn; það er hæsti réttur almenn- ingsálitsins. Honum verða háir .og láir að lúta. í þessu sambandi vil ég geta þess, að í mörgum ríkjum sunn- an landamæralínunnar, (í Banda ríkjunum) er það lögum sam- kvæmt að almennir borgarar semji frumvarp til laga og beri þau síðan undir atkvæði við al- mennar kosningar. Ef meirihluti greiddra atkvæða greiðir slíku frumvarpi jáyrði, er það orðið að lögum, sem jafnvel sjálft lög- gjafarþingið fær í engu breytt, næstu tvö árin. Þetta er það, sem kallað er bein löggjöf. Enda þótt meðráðamenn í héraði, séu undir slíkum kringumstæðum fáir, samanborið við fjöldann, fæ ég ekki betur séð en að hér sé sami lýðstjórnarandinn að verki sem á íslandi forðum, en aðeins kominn nokkru lengra á þroska braut sinni. Annað atriði, sem ég vil minn ast á, er þegar kristin trú var í lög tekin á íslandi. En það tel ég hinn merkilegasta viðburð í sögu Norðurlanda, og jafnvel í sögu alls hins menntaða heims á þeirri tíð. Vér erum enn stödd á Þing- völlum, og það er auðséð á öllu að hér er um mikilvæg mál að ræða. Nýr siður er framkominn í landinu; kristnin hefir haldið innreið sína. Heiðnir menn eru uppvægir, og horfurnar eru í- skyggilegar í mesta máta. Þess má vænta að til bardaga leiði og blóðsúthellinga. Fólk streymir að úr öllum landshlutum, svo að aldrei hefir verið slíkt fjöl- menni á hinum „helga stað“. Málin höfðu verið vandlega rædd um allt land af hinum vitrustu mönnum, þeirrar tíðar. Heiðnir menn og kristnir höfðu farið til Lögbergs, og nefnt sér votta, og sagt sig hver úr ann- ars lögum. Voru þá svo mikil óhljóð að Lögbergi, að enginn nam annars mál. Loks gengu menn burt, og þótti öllum kom- ið í hið mesta óefni. Kristnir menn tóku sér Hall af Síðu að lögsögumanni, en Hallur gekk á fund Þorgeirs lög sögumanns frá Ljósavatni. Var það þá ábyrgðarráð, þar sem hann var maður heiðinn. Þor- geir tók málið að sér, gekk í tjald sitt og breiddi feld yfir höfuð. Lá hann þannig þann dag allan, að enginn maður mátti við hann mæla. En næsta dag gengu menn til Lögbergs. Kvaddi Þorgeir sér þá hljóðs og mælti: „Svá líst mér að málum vorum sé komit í ónýtt efni, ef vér skulum eigi hafa ein lög allir. En ef sundur- skipt er lögum, þá mun sundur- skipt friðnum, og mun eigi við það mega búa. Nú vil ek þess spyrja heiðna menn og kristna hvort þeir vilji hafa lög þau er ek segi upp?“ Því játtu allir. Hann kvaðst hafa svardaga af þeim og festu að halda'. Þeir játtu því allir, og tók hann af þeim festu. (Njála). Mikið traust báru þeir til Þor- geirs, og væri betur ef þvílíkt traust findist nú á vorri tíð með al einstaklinga og þjóða. Svo sagði Þorgeir upp gerðina eða lögin: „Þat er upphaf laga vorra“ sagði hann, „at menn skulu allir kristnir vera hér á landi, og trúa á einn Guð, Föður Son og Anda Heilagan“. Ég hefi nú dregið fram þessi tvö atriði úr sögu íslands sem ég tel einna markverðust, og vel þess verð að allir, sem teljast þjóðflokki vorum hafi í minni, og gleymi þá heldur ekki út af hvaða stofni þeir eru komnir. Það, að ísland kom á fót þing- bundinni stjórn 285 árum áður en Jón Englandskonungur und- irritaði Magna Carta, árið 1215, virðist sanna þetta: Ef England var móðir lýðstjórnar fyrirkomu lagsins, eins og oft hefir verið haldið fram, þá var ísland amma þeirrar stefnu. Vér höfum þess vegná fullan rétt til þess að vera stoltir af ætterni voru. En vér verðum að gæta þess vel, hvernig það stolt kemur fram. Ef hér er um ættgöfgi að ræða, þá er því meiri vandi vel með að fara. „Vit þarf til og vilja, að vera eigin herra“. I þessu er fólgin hvöt til vor íslend- inga um að standa framarlega í fylkingu þjóðanna, eða þjóða- brotanna. Vér megum ekki gleyma því af hvaða bergi við erum brotnir, þess vegna er vor vandi meiri en margra annara, sem eiga sér ekki eins glæsi- lega fortíð og sögu. Oss ber skylda til að vera góðir íslend- ingar, en um leið verðum vér líka góðir borgarar í hvaða landi sem vér dveljum. Um fram allt ber oss að kosta kapps um að verða aldrei ættlerar. Áður en ég lýk máli mínu, vil ég minnast á Þorgeir aftur, nokkrum orðum. Hvílík feikna ábyrgð var það ekki, sem hann tók sér á hend- ur! Hann tók að sér að ráða fram úr máli, sem varðaði vel- ferð heillar þjóðar. Enginn mað- ur í allri sögunni mun hafa af- kastað öðru eins þrekvirki sem hann. „Og hann lagðist niður“, segir sagan, „í tjald sitt og breiddi feld yfir höfuð sér og lá þann dag allan, svo að engi maður mælti við hann“. Það er ljóst, að á þessari stundu fann hann til vanmáttar síns, að hann gat ekki einn og óstuddur leitt til heillavænlegra lykta mál, sem hann hafði tek- ið að sér. Hann lagðist því niður á bæn, og breiddi feld yfir höfuð sér. Vafalaust hefir hann í fyrstu snúið sér til hinna heiðnu vætta, en ekki fengið svar. Þá var aðeins einn vegur til úr- ræða. Hann varð að snúa sér til KRISTS, og það gerði hann, og fékk bænheyrzlu. Hann lagð ist niður heiðinn, en stóð upp kristinn maður. Myndi ekki þetta vera gott dæmi til eftir- breytni fyrir Sameinuðu Þjóð- irnar? (United Nations Assebly) Hann gekk til Löbergs og lagði fram úrskurð sinn. Á þeim degi tók öll þjóðin kristna trú, setti hana í sam- band við, og gjörði hana að uppi stöðu í lýðræðishugsjóninni. Allt frá þeim degi hefir kristin menning lifað út á Islandi, öld eftir öld. Svo bið ég blessunar Guðs yfir Island, forseta þess og bisk- up, og alla valdsmenn þess heima og erlendis. Megi kristin menning lengi lifa, og lýðræðishugsjónin blessa heim allan. Til íslands Gimli, I ágÚ8t, 1 9 +9 L Á heimsþingi safnast menn saman og sitja þar umhverfis borð. — Ef minst er á stríðlausa stefnu, þeir stöðva hvert hálftalað orð. Og samt átti samkunda þessi að semja og líftryggja jrið; og hermanna hópana alla að hefja’ upp í starfandi lið. Það dygð er er að standa gegn stríðum, þvi stríð eru skipulögð morð: — Og feldu það fulltrúum þínum að finna þeim hugsunum orð. Ef einhverjum framhleypni finst það; um forustu heimildir spyr, þá sýndu honum söguna þína; þar sést: Þú varst leiðandi fyr. Með þingbundna þjóðstjóm í framkvæmd, sem þektist ei neinstaðar fyr, þú sigldir á undan þeim öllum: — Nú enginn um heimildir spyr. Og nú áttu nýfenginn sigur: — mót nágranna þínum: með sátt þú vanst hann — í vopnlausu stríði, og vegur þinn stendur því hátt. Já, feldu það fulltrúum þínum, að flytja með andlegri glóð þá tillögu að margfalda mótið: Svo mæti hver einasta þjóð. Og skora með einurð á allan þann aljarðar fulltrúa lýð: — Með bróðurhug, ástúð og eining að útlægja morðvopn og stríð. Ef felurðu fulltrúum þínum með fullkominn tillögurétt, að flytja það mál allra mála, þér mark hefir framtíðin sett. Því aldrei á þvílíku þingi var þess konar málefni flutt. — — Þó ógrynni atkvæða neiti, af einhverjum verður það stutt. II. Þeim fœkkar í landnema flokknum — í förina draumbróðir slœst. — Þeir hverfa nú hver eftir annan: — og hver ætli kveðji’ okkur næst? Það vitum við ekki. — En Island — hvers einastá frónborins manns, um leið og hann lífinu skilar, er Ijósið í draumunum hans. Hann sét það um leið og hann sofnar: hann sér það er endurfætt: Það brosir í vorsólarbjarma: er blómum og skógi klætt. Og fossinn, hann syngur sem fyrri með fagra og sterka raust. Nú vinnur hann samtímis söngnum, og sinnir því hvíldarlaust. Hann dreifir nú blessun og birtu um bústað hvers einasta manns. Og horfið er stritið og stríðið — það stöðvaði krafturinn hans. Og mýrlendið alt breytt í engi, í akur hvert móabarð, og hrísið í hreina skóga og hraunið í aldingarð. III. Það fjölgar í væringja flokknum, hann flýgur um gjörvalla jörð. — Samt man hann þig, Fjallkonan fagra: Um frægð þína heldur ’hann vörð. Hann rís upp í heilagri reiði, ef rógburðar sár er þér veitt. Hann tignar þig mann fram af manni, þó málið hans kannske sé breytt. Þó væringjar dreifi sér víða, þá verður ei frummyndin gleymd úr sígildu sögunni þinni í sál hans — en þar er hún geymd. Og landneminn klökknandi kveður — hans kynslóð er ærlega þreytt. En vœringinn hugrakkur heilsar: því honum er framtíðin veitt. SIG. JÚL. JÓHANNESSON Kveðja til íslendinga- dagsins að Gimli Séra Valdimar J. Eylands, Forseti Islendingadagsins, Gimli, Man. Kæri vinur! Ritstörf um íslenzk efni, sem orðin eru á eftir áætlun og verða því að vinnast sem fyrst, hindra ^ það, að ég geti verið í þeim fjöl- menna hópi, er ég veit að legg- ur leið sína að Gimli á þessum söguríka degi. Gríp ég þessvegna til þess ráðs að senda bréflega kveðju mína öllum þeim, er standa að þessum hátíðisdegi, þátttakend- um í skemmtiskrá hans, sem og samkomugestum í heild sinni, og þá sérstaklega hinum góða gesti heiman af íslandi, vini og starfs bróður. En alltaf færir það ætt- jörðina drjúgum nær okkur, að hafa í hópnum á slíkum dögum l boðbera þaðan, og treystir að sama skapi ætternisböndin. íslendingadagarnir eru orðnir mikill og merkilegur þáttur í félagslegri starfsemi og þjóð- ræknislegri viðleitni okkar Is- lendinga í landi hér, ekki síst þessi dagur, sem á sér nú 60 ára sögu að baki. Mun og óhætt mega segja, að þar hafi sögð verið, í bundnu máli og óbundnu mörg fegurstu orðin í garð Is- lands og landnemanna íslenzku, sem mælt hafa verið vestan hafs, og af mestum skilningi á ætt- ernislegum og menningarlegum uppruna okkar. Og þó að margt, sem sagt er við slík tækifæri, lendi vafalaust í grýtta jörð, þá er hitt eigi heldur neinum vafa , bundið, að margt af því hefir fallið í frjóan jarðveg og borið ávöxt, glatt hugann og glætt á- hugaeldinn og þjóðernistilfinn- inguna. Sé þeim því öllum, lífs og liðnum, heiður og þökk, sem hér hafa unnið þarft og mikil- vægt, félagslegt og menningar- legt starf, með því að halda þenn an dag hátíðlegan um sextíu ára skeið, og megi hann enn um mörg ár halda áfram að vera sá vettvangur þar sem menn og konur af íslenzkum stofni koma saman til að minnast, endurnýja gömul kynni og tengjast traust- ari félagsböndum. I þeim anda sendi ég ykkur hugheilustu óskir um bjartan og ánægjuríkan sextíu ára af- mælisdag. Hann er fagur vottur þess, að enn lifir glatt í glæðum íslenzkrar ræktarsemi við ætt og erfðir vestur hér. Megi sem allra lengst upp af þeim eldum bjarma. Vinsamlegast, Richard Beck Dánarfregnir Sigríður Thorleifsdóttir, Frið- riksson, andaðist að Betel, 23. júlí s.l. Hin framliðna var fædd 25. ágúst 1864 að Reykjum á Reykjaströnd í Skagafjarðar- sýslu. Sigríður sál. var tvígift. Hún skilur eftir sig 7 börn, 8 barnabörn og 3 bræður. Útför hennar fór fram frá kirkju Lög- bergs héraðs 28. júlí, að fjöl- menni viðstöddu. Sigríður hafði átt heima í þessu héraði um 30 ár. Hinnar látnu verður minnst nánar síðar. S.éra Skúli Sigur- geirsson jarðsöng. + Jónas Lárus Johnson dó svip- lega 11. júlí s.l., á Poplar Point Winnipegvatni, þar sem hann var að vinna að fiskiveiðum. Jónas var maður rúmlega 59 ára gamall. Foreldrar hans voru þau hjónin Auðunn og Sigríður Johnson, er bjuggu um langt skeið á Gimli. Fjögur systkini lifa bróður sinn: Mrs. Soffía Schleim, í Winnipeg; Mrs. O. Sigurdson, Gimli; Sigurður að Lundar og Helgi á Gimli. Jónas var jarðsunginn frá Lútersku kirkjunni á Gimli, 14. júlí s.l. Séra Skúli Sigurgeirsson jarð- söng.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.