Lögberg - 18.08.1949, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. ÁGÚST, 1949
Við vegaskipti
Þegar skáldið Stephan G.
Stephansson lét í haf eftir heim
sókn sína hingað sumarið 1917,
sendi hann okkur kveðju sína,
lítið ljóðkver, er hann nefndi
Heimleiðis. I því er vísa, sem
heitir við vegaskipti, og mælt
er, að hann hafi kveðið, er hann
kvaddi Skagfirðinga á Vatns-
skarði þá um sumarið, en þessi
vísa gæti öðrum fremur verið
kveðja hans til þjóðarinnar allr-
ar og, þegar betur er að gætt,
kveðja hans til mannkynsins
alls. I henni sameinast óskir
þær, sem hann ber fram með
mörgum orðum og margvísleg-
um blæbrigðum í kvæðum sín-
um, lífsskoðun hins djúpvitra
skálds. Hann segir:
Þó við skiljum þetta ár,
þar er við að kætast:
í framtíð állar okkar þrár
einhvern tíma mætast.
Ég skal játa það, að í fyrstu
fannst mér eðlilegra, að farið
hefði verið fram á, að óskir okk-
ar mættu rætast, en við nánari
athugun sá ég, að það var allt
önnur beiðni og bænin, að óskir
fengju að mætast, miklu hærri
og víðfeðmari. Þegar óskir okk-
ar mannanna mætast,
þær vissulega einnig rætast.
Engin hætta var á því, að skáld-
ið hefði valið orð sín af handa-
hófi eða út í bláinn. Mikill at-
burður verður þann dag, er ósk-
ir mannanna mætast. Hvar og
hvenær verður það?
Stephan G. Stephansson hafði
horft á kynslóðir mannanna,
hugsað um mennina og kjör
þeirra, séð „sundurlyndisfjand-
ann“, sem spillir sambúð þeirra,
og fundið átakanlega til þess
böls, sem tvídrægni þeirra og
andúð valda. Jafnvel í fagnaðar
glaumi samlanda sinna og gleði
þeirra, er þeir báru hann á hönd
um sér, hinn kæra gest, hafa
þeir ekki getað dulið úlfseyru
óeiningarinnar. Er þá hægt að
óska vinum sínum nokkurs
betra að skilnaði en þess, að
óskir þeirra fái að mætast, og
gera það í þeirri öruggu trú, að
svo verði einhvern tíma?
II.
Ef til vill hefir Stephan G.
vitað, að með vísu sinni var
hann að sanna sín eigin orð, að
„guðspjöll eru skrifuð enn“.
Ef við spyrðum, hver verið
hafi kjarninn í boðskap Jesú
Krists, mundum við ekki vera
í vafa um svarið: Eining, „Ég
og faðirinn erum eitt“. „Allir
eiga að vera eitt“. Þessari bæn
lúta öll hans orð, líf hans allt og
starf. Enginn hefir sagt átakan-
legri crð en hann um sundrung
mannanna og það böl, sem hún
veldur, baráttu hins illa á himni
og jörðu. í prédikun hans eru
sterkar línur og stórbrotin lita-
skil. Þær myndir sýna okkur
ljós og myrkur, líf og dauða, tvo
vegi, veg lífsins og veg glötun-
arinnar. Oft eru tveir menn sett
ir hlið við hlið, bræður, en þó
er eins langt á milli þeirra og
bilið milli ljóss og myrkurs, lífs
og dauða.
Þannig er ein af frásögnum
Meistarans:
En það var maður nokkur
ríkur, er klæddist purpura og
dýru líni og lifði hvern dag í
dýrðlegum fagnaði. En fátækur
maður nokkur, er Lazarus hét,
hlaðinn kaunum, hafði verið
lagður við fordyri hans; og
girntist hann að seðja sig af því,
er féll af borði ríka mannsins,
og jafnvel hundar komu og
sleiktu kaun hans. En svo bar
við, að fátæki maðurinn dó og
að hann var borinn af englum
í faðm Abrahams, en ríki maður
inn dó líka og var grafinn. Og
er hann hóf upp augu sín í helju,
þar sem hann var í kvölum, sér
hann Abraham álengdar og
Lazarus upp við brjóst hans. Og
hann kallaði og sagði: Faðir
Abraham, miskunna þú mér og
send Lazarus, að hann dýfi fing-
urgómi sínum í vatn og kæli
tungu mína, því ég kvelst í þess
um loga. En Abraham sagði:
Minnstu þess, sonur, að þú
hlauzt þín gæði, meðan þú lifð-
ir, og Lazarus á sama hátt sitt
böl, en nú er hann hér huggað-
ur, en þú kvelst, og auk alls
þessa er á meðal vor og yðar
mikið djúp staðfest, til þess að
þeir, sem vilja fara héðan yfir
til yðar, geti það ekki, og að
menn komist ekki þaðan yfir
til vor. (Lúk. 16. 19.—26.).
Sumir menn hrósa sér af trú-
leysi sí'nu. Þeir um það, ef þeir
halda, að þeir hafi ráð á því. En
hitt er óskiljanlegt, er þeir halda
því fram, að þeir sjái hvorki
snilld né speki í frásögnum eins
og þessari. Aldrei lesum við
hana svo oft, að við undrumst
ekki þær geysilegu andstæður,
sem hér eru settar fram, og við
hljótum að spyrja og það með
nokkrum kvíða: Hvenær mæt-
ast þeir þessir tveir ólíku menn,
þessir tveir öreigar, sem sagt er
frá, öreigi hins veraldlega auðs
og öreigi andlegra verðmæta?
Við getum sleppt með öllu að
munu reyna að ráða þá gátu, hvað bíði
þeirra í annarri og okkur ó-
kunnri tilveru, hvort vegir
þeirra haldi áfram að fjarlægj-
ast meir og meir, annar liggi til
lífsins en hinn til dauðans. Á
þeim gátum halda menn að þeir
eigi margar lausnir. En þó að
við sleppum þessari miklu og
óendanlegu ráðgátu, gefur sag-
an okkur nægilegt umhugsunar
efni — um það líf, sem við lif-
um og þekkjum, eða ættum að
þekkja, að minnsta kosti betur
en það, sem tekur við að því
loknu.
Þegar við hugsum um þessa
tvo menn og örlög þeirra, finnst
okkur sennilega undarlegast,
hve skammt er milli þeirra, en
samt eiga þeir enga samleið,
þeir eru sambýlismenn, sem al-
drei hittast, eða samferðamenn,
sem í engum áfanga leiðirnar
mætast. Það er líkast því sem
þeir lifi hvor í sínum heimi,
meðan ævin endist, og þó býr
annar aðeins utan við dyr þess
húss, sem hinn býr í. Húseig-
andinn er mjög hamingjusamur
maður. Það virðist jafnvel ekki
trufla gleði hans að rekast á
þennan kaunum hlaðna vesaling
í hvert sinn, sem hann fylgir
gestum sínum til dyra eða geng
ur niður marmaratröppur sínar
út í skrautvagninn eða burðar-
stólinn til að þiggja heimboð
glæstra samborgara. Hann læt-
ur enga smámuni spilla lífsham-
ingju sinni og forðast að blanda
sér í það, sem honum kemur
ekki við.
Við dyr þessa manns liggur
Lazarus, hlaðinn andstyggileg-
um kaunum, útskúfað afhrak
mannanna. En hvernig hefir
hann komizt í þessa hræðilegu
eymd? Er þetta ef til vill glat-
aði sonurinn, sem sóaði fjár-
munum sínum í svalli og eyddi
hæfileikum sínum í fylgd vænd-
iskvenna? Er þarna kominn mað
urinn, sem gleymdi að ávaxta
talentu sína? Hafi hann gengið
á vegum dyggðarinnar og leit-
að skyldunnar alla ævi, þá hefir
hann sætt ömurlegum örlögum
að vera hér vinalaus og blá-
snauður. En svo virðist, sem
okkur varði ekki um neitt af
þessu, aðeins eitt þurfum við að
vita: H«nn átti brennandi þrá.
Hann þráði að verða saddur.
hann þráði ástúðlega hlýju ann
arra manna og að hún birtist í
hjúkrandi höndum, húsaskjóli,
klæðum og fæðu, vingjarnleg-
um orðum og hlýjum hug.
Og hann er settur við dyr þess
manns, sem getur veitt honum
þetta allt. En þennan allsnægt-
anna mann vantaði þó eitt —
aðeins eitt, — en það var nægi-
legt til að valda nárslitum. Hann
vantaði viljann til að hjálpa.
Báðir líða þeir skort, þessir
menn, hvor á sinn hátt, en þeir
hefðu getað bætt hvor öðrum þá
vöntun, kennt hvor öðrum
margt, en þeir talast aldrei við.
Sá, sem naut blessunar starfs-
ins, hreysti líkamans, þægilegr-
ar lífsafkomu, hefði haft gott af
að læra auðmýkt fátæktarinnar,
kvöl þjáningarinnar, hina brenn
andi þrá eftir æðri verðmætum
en hann átti. Hann átti kost á að
kynnast í reynd gleði kærleik-
ans og nautn fórnarinnar. Laza-
rus var sendur til að kenna hon-
um þetta allt, en hann vildi ekki
læra neitt.
Þannig leið ævi þeirra, þess-
ara tveggja manna, annar brann
af þrá, hinn lauk aftur hjarta
sínu. Og þannig fara þeir báðir
inn í eilífðina.
III.
Við eigum sögu, sem við nefn
um söguna um glataða soninn,
og að loknum lestri hennar spyrj
um við, hvor þeirra bræðranna
sé á vegi glötunarinnar, hinn
auðmjúki syndari eða hroka-
gikkurinn, sem ekki vildi taka
í höndina á bróður sínum.
Við eigum frásögn um tvo
menn, sem gengu upp í helgi-
dóminn til að biðjast fyrir, ann-
ar „beygði holdsins og hjartans
kné“, hinn fléttaði inn í bæn
sína fyrirlitningu sinni á öðr-
um mönnunú
Þegar við athugum þessar sög
ur nánar, finnum við, að þær
segja okkur allar frá sömu mönn
unum, og þó er hitt ekki minna
um vert, að við þekkjum báða
þessa menn af eigin raun, við
höfum kynnzt þeim, og þeir
hafa sett spor sín í minningar
okkar. Annar er fullur eigin-
girni og sjálfsþótta. Þegar hann
kemur frá bæn sinni út í dag-
lega lífið og störfin, er megin-
hugsun hans sú, hvernig hann
geti haft gott af öðrum mönn-
um sér til framdráttar. Hann
fyrirlítur hina, ræningja, rang-
lætismenn, hórkarla, úrhrak eru
þeir allir í augum hans, en samt
eru þeir nógu góðir til að lyfta
honum til auðs og valda, þjóna
honum eða hjálpa honum til að
ná takmarki því, sem hann hefir
sett sér að ná, hvert sem það
annars er. Þetta mannhatur og
þessi fyrirlitning kemur hvergi
fram í jafnægilegri mynd og þar,
sem hernaðardjöfullinn æðir og
valdhafarnir leyfa sér að líta á
einstaklinginn sem réttlaust
hrak til þess eins hæfan til að
verða hluti hervélarinnar. Og
þetta er gyllt með skjalli og heið
ursmerkum, sem eru enn ógeðs
legri en hatrið sjálft. Við höf-
um orðið hans vör þessa harð-
úðga manns — og skelfzt þá
mest, er við finnum, að hann
býr í okkar eigin hjarta.
Og okkur finnst líka, að við
þekkjum hinn þögla og prúða
mann, sem lætur jafnvel smæstu
verkin verða fögur og vinnur
þau í nafni kærleikans. Ef til
vill höfum við þó aldrei mætt
honum holdi klæddum, aðeins á
leiðum hugans. 1 auðmýkt sinni
var hann alltaf reiðubúinn til
að þjóna, fórna, hjálpa, fyrir-
gefa. Hann strýkur mjúkri hendi
um grátna kinn, endurgeldur
gleði annarra með hlýju brosi,
faðmar glataða soninn, líknar
þeim, sem liggur særður við
veginn. Er hann fulltrúi Jesú
Krists eða Kristur sjálfur? Eng
inn nema hann hefir metið
hverja mannssál meira virði en
allan heiminn og séð eilífðar-
gildi hvers tötrum búins smæl-
ingja. Ef við höfum einhvern
tíma fengið að snerta ylhlýja
hönd þessa kærleiksríka mann-
vinar, gleymum við aldrei því
handtaki. Þá fór fagnaðarbylgja
um sál vora, — og aldrei meiri
en þá, er við fundum, að við
vorum á valdi hans, vorum sjálf
að reyna að framkvæma vilja
hans.
Þegar við hugsum um þessa
tvo ólíku menn, verður okkur ef
til vill að spyrja: Eru þeir ekki
hvor úr sínum heimi, eins ólík-
reyndur maður og vitur vakti
um og ljós og myrkur? Lífs-
einu sinni athygli mína á því,
hve einkennilegt það væri, að
öllu virtist vera ruglað saman
í þessari tilveru vorri, illu og
góðu, slæmum mönnum og góð-
um. Þetta er mjög athyglisvert.
Vegna þessa sambands á lífs-
reynslan oft furðu erfitt með að
ná til vanþekkingarinnar, það
góða hlýtur að þjást, kærleik-
urinn er krossfestur, hjálpsemi
og þakkarhugur mætast ekki og
sannleikurinn er fótumtroðinn
en lygin leidd til hásætis meðal
þjóðanna.
IV.
Menn ganga sama veginn og
mætast þó ekki, vinna saman,
tala saman, en eru þó hvorir 1
sínum heimi. Oft hljótum við
að undrast, hve menn eiga erfitt
með að miðla hverjir öðrum af
auði sínum, ef til vill ekki auði
fjármuna sinna, en því fremur
auði hjarta síns. Það væri van-
þakklæti að viðurkenna ekki
hina miklu gjafmildi vorra tíma.
En um það hefir verið spurt með
talsverðum • rétti, hvort hjartað
fylgi gjöfum manna. Sennilega
mun sjaldnast svo vera. Sá, sem
gefur, og hinn, sem þiggur, eru
ekki fremur tengdir böndum vin
áttunnar á eftir gjöfinni en á
undan. Ef samskotalistum
fylgdu öll þau orð, sem yfir
þeim eru sögð, og allar þær hugs
anir, sem þeir vekja, svo að úr
því mætti lesa á móttökustað,
mundu vesalings þiggjendurnir
ekki finna eintómar blessunar-
óskir að sér streyma, stundum
kannske bölbænir öllu fremur.
þetta er ekki ósvipað því, þegar
menn greiða gjöld sín til opin-
berra þarfa menningarþjóðfél.
Menn leggja ekki fyrirbænir og
heillaóskir ofan á framlög sín.
Hitt er líklegra að gjaldandinn
bölvi þeim vesæla skríl, sem
hann verður að styrkja með
fjármunum sínum, því sem hann
hefir sjálfur unnið fyrir
með súrum sveita eða eignazt
fyrir heiðarlegt framtak sitt.
Svona fjarlægir hverjir öðrum
eru jafnvel þeir, sem vísvitandi
deila og telja sig andstæðinga
og fjandmenn. Er nokkur von
til þess, að þrár mannanna mæt-
ist? Eða hvaða leið á að fara til
þess, að svo megi verða?
í 19 aldir höfum við mennirn-
ir átt svar við þessari spurn-
ingu, og þó hefir það svar ekki
orðið að. lifandi raunveruleika
vor á meðal. Kærleikurinn er
vel til þess fallinn, að talað sé
um hann í prédikunarstólnum
á helgum dögum. Um hann eru
til fagrar sögur, einkum ef þær
eru nógu gamlar. Það getur ver-
ið gott að vita af honum í ann-
ari tilveru, ef hún er nokkur til.
En birtist hann í lífi samtíðar-
manns, er hann aðeins dálítið
brosleg firra. Að vísu er þeim,
sem á bágt, einkar þægilegt að
njóta hans, en að gera hann að
meginreglu til að lifa eftir, nær
auðvitað engri átt, enda hefir
það sjaldan verið reynt og að
því er virðist aðeins einu sinni
tekizt. Og þó er hann það eina,
sem hugsanlegt er að gæti verið
sameiningartákn mannanna.
Kærleikurinn, alheimselskan,
ástin, er lykillinn að hjörtum
mannanna, að þau opnist og
njótist. Helgi Konráðsson
(Kirkjuritið)
Starfsmaður Alþingis í 33 ár
Rætt við Árna Bjarnason,
þinghúsvörð, sjötugan
í ALÞINGISHÚSI íslendinga
við Austurvöll er flest breyting-
um háð. Ríkisstjórnir koma og
fara, þingmenn komast að í kjör
dæmum sínum eða falla og nýir
menn koma í þeirra stað að af-
loknum kosningum. Þannig mót
ar hinn frjálsi þjóðarvilji heim-
ilishætti í þessu húsi.
33 ára starfsmaður
En þrátt fyrir sviftibyljina og
breytileikann á þessum veðra-
mótum stjórnmálastefna hefir
þó a. m. k. eitt verið þar óbreytt
s.l. 33 ár. Árni Bjarnason, sem
fæddist á Brekku í Skagafirði
sunnudaginn í 10. viku sumars
á Péturs- og Pálsmessu árið
1879, hefir verið starfsmaður þar
allan þennan tíma, fyrst sem
pallavörður og síðar sem þing-
húsvörður.
Þegar ég kom í háskólann
haustið 1936, sem þá var til
húsa í Alþingishúsinu, tók ég
fljótlega eftir rosknum manni,
góðlegum á svip og rólegum í
fasi, sem gekk þar um, oft með
vatnsflösku í hendinni yfir þing
tímann. Þegar við stúdentarnir
kynntumst honum fundum við
að hann var einskær hjálpsemin
og greiðviknin hvenær, sem til
hans var leitað. Þessi maður var
Árni Bjarnason.
Atvikin höguðu því þannig að
leiðir okkar lágu saman á þess-
um sama stað eftir að skólagöng
unni lauk þar. Þá urðu kynni
okkar miklu nánari. En Árni var
HJALTI JÓNSSON konsúll
mælti svo fyrir, að eftirfarandi
sálmur, sem hann hafði sjálfur
ort yrði sunginn við útför hans.
Og var það gert.
Vor fgðir himna hæða,
þá hilmir allra gœða,
sem lífið léðir mér.
Um láð og lög mig leiddir,
og leiðir mínar greiddir.
í Jesú nafni þökk sé þér.
Þú lést mér Ijós þitt skína
það lýsti upp sálu mína
með trú og traust til þín.
En stór var stundum syndin,
en stærri er náðar lindin,
sem bætir fyrir brotin mín.
Mér gjörvalt fyrirgefur,
sá Guð, er aldrei sefur,
hvert órétt farið fet.
Ef illt lét af mér leiða,
það yfir mun hann breiða
og allt það gott er ógert lét.
Guð blessi land og lýði.
Æ, Ijúfi Jesús blíði,
send öllum anda þinn.
Blessa þú ættmenn mína alla.
Ég á þig bljúgur kalla,
þér helga vinahópinn minn.
Nú kveð ég einn og alla,
og á minn föður kalla,
eig þú svo anda minn.
Mér sætir söngvar hljóma,
ig sé þinn dýrðar Ijóma,
og flýg nú beint í faðminn þinn
alltaf eins, sama ljúfmennið, allt
af glaður og reifur, glettinn og
spaugsamur í tilsvörum, greind
ur og greiðvikinn.
Af tilefni 70 ára afmælis Árna
í dag heimsótti ég hann snöggv-
ast í gærmorgun og drakk með
honum morgunkaffi heima hjá
honum í litla húsinu hans á
Skólavörðustíg 29A. Þangað er
hann nýlega fluttur ásamfc konu
sinni frú Björgu Stefánsdóttur.
Þar sagði hann mér undan og
ofan af lífsferli sínum.
Skósmiður og kaupmaður
Ég er fæddur á Brekku í
Skagafirði sunnudaginn í 10.
viku sumars á Péturs- og Páls-
messu árið 1879, segir Árni. —
Voru foreldrar mínir Bjarni
Bjarnason og Rannveig Sigurð
ardóttir. Ég fluttist ársgamall úr
Skagafirði og vestur í Húna-
vatnssýslu. Var þar 2 ár á Tind-
um og 3 ár á Geitskarði. Á sjö-
unda ári fór ég til séra Stefáns
á Auðkúlu og ólst þar síðan upp.
Var þar í 11 ár. Þaðan fluttist,
ég til Reykjavíkur og fór að
læra skósmíði.
Minnist ég þess frá þeim ár-
um að þá þótti mjög fínt að láta
braka í skóm. Var brakið fram-
leitt þannig að tvöfalt skinn var
haft í sólunum, en krít eða „tal-
cum“ sett á milli.
Árið 1906 hætti ég skósmíð-
inni og flutti vestur til Ólafs-
víkur og fékkst þar við verzlun
í 4 ár. Kom aftur hingað til
Reykjavíkur árið 1910. Rak þá
um skeið verzlun, stundaði vegg
fóðrun, dúklagninu o. fl.
í 12 ár í þinghúsinu
Hvenær varðstu starfsmað
ur Alþingis?
— Það var haustið 1916. Var
fyrst ráðinn þar sem pallavörð-
ur, en síðan sem þinghúsvörður.
Við fluttum í þinghúsið árið
1936, en ég hafði þá annast
gæzlu hússins í tvö ár.
— Hvernig féll ykkur sambúð
in við Alþingi?
— Ágætlega. Þingmennirnir
eru fyrirtaksmenn fyrir utan
alla pólitík. Okkur féll líka vel
við stúdentana, þeir komu allt-
af vel fram meðan háskólinn var
í þinghúsinu.
En það er erilsamt í þinghús-
inu, sérstaklega hin síðari ár,
þegar þingið stóð mestan hluta
árs og allskonar fundir voru þar
á öllum árstíðum.
— Og nú hefir þú látið af
störfum?
— Já, við fluttum úr þing-
húsinu árið 1948 og nú hef ég
einnig hætt vörzlu þinghússins.
Ég þarf að fara að taka lífinu
með ró, er orðinn hálf slæmur
í fótunum. Stigarnir í þinghús-
inu voru slæmir og erfiðir.
Þetta sagði Árni Bjarnason og
það var með herkjubrögðum, að
ég fékk leyfi þessa yfirlætis-
lausa manns til þess að hafa
þetta eftir honum um ævi hans.
Þeir, sem þekkja hann, vita að
hann er fjölhæfur hagleiksmað-
ur, vel greindur og listhneigður.
Stúdentarnir, sem stunduðu
nám á neðri hæð Alþingishúss-
ins og þingmennirnir, sem vinna
verk sín á efri hæð þess, og hafa
kynnst Árna og frú Björgu,
konu hans, minnast þeirra með
þakklæti. Þeir þeirra, sem verða
þar áfram munu sakna þessara
hógværu húsvarða, sem í mörg
ár hafa gengið þar um og gætt
þar reglu eins og góðir andar.
S. Bj.
Mbl. 5. júlí
KAUPENDUR LÖGBERGS OG
HEIMSKRINGLU Á ISLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað.
Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐM UNDSSON
Mávahlíð 37, Reykjavík.